Lögberg


Lögberg - 18.03.1954, Qupperneq 1

Lögberg - 18.03.1954, Qupperneq 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE ADOLPH S TAXI Round. The Clock Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES WEDDINGS ON COUNTRY TRIPS FUNERALS 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. MARZ 1954 NÚMER 11 Fréttir frá þrítugasta og fimmta ársþingi Þjóðræknisfélagsins sem haldið var í Winnipeg 22.—24. febrúar s.l. Aðsóknin að þinginu var með fjölmennara móti. Talsvert á annað hundrað manns voru við- staddir fyrsta morguninn, og þó voru þá ekki allir fulltrúar komnir. Sóttu alls þrjátíu og þrír fulltrúar þingið frá 9 deild- urn félagsins, en bréflegar skýrslur komu frá þremur deildum. Kveðjur Dr. Richard Beck flutti hlýjar kveðjur til þingsins frá Dr. John C. West, forseta North Dakota- háskóla; Dr. Joseph Alexis, for- Pilcher, biskupi í Sydney, oavian Study, og Dr. C. Venn íhlcher, biskup í Sydney, Australia. Ennfremur bárust heillaskeyti frá séra Einari Sturlaugssyni, prófasti á Pat- reksfirði, og Dr. Helga P. Briem, sendiherra Íslands í Stokkhólmi. ^ar öllum þessum kveðjum fagnað af þingheimi, ekki sízt kveðjunni frá Dr. Briem; hefir hann jafnan sýnt þannig vinar- hug sinn í garð félagsins, síðan kann var þinggestur þess fyrir allmörgum árum. Deildirnar tólf sendu og blessunaróskir sínar. Skýrslur Hin ítarlega og ágæta skýrsla jorseta, Dr. Valdimars J. Ey- ands, hefir þegar birzt í blöð- unum; ber hún vott um að ramkvæmdanefndin hefir haft allmörgu að sinna á árinu og ekki verið aðgerðalaus. Skýrslur eilda sýndu einnig, að þær alda flestar allvel í horfinu, PÓtt sumar þurfi e. t. v. nokk- urrar hjartastyrkingar við. — J^ystu skýrslurnar ánægju yfir oimsóknum þeirra séra Einars iurlaugssonar og frú Guð- mundu Elíasdóttur söngkonu á s^astliðnu ári. Er erfitt að hugsa Ser hvernig hægt væri að ráð- stafa ferðum íslenzks listafólks og fyrirlesara um íslenzku yggðirnar, ef ekki nyti við fé- agsins og deilda þess. Hefir Petta verið einn aðalþátturinn í rmðslu-, útbreiðslu- og kynn- jugarstarfsemi félagsins frá upp- afi. Hefði menningar- og fé- agslíf Vestur-íslendinga verið f *mikið fátæklegra ef ekki efði heimsótt þá listafólk eins Veinbj. Sveinbjörnsson, María arkan, Karlakór Reykjavíkur, r- Páll ísólfsson og Guðmunda lasdóttir, eða menntamenn pln,s °g séra Kjartan Helgason, r°f. Ágúst H. Bjarnason, Einar • Kvaran, Próf. Árni Pálsson, d,r- Sigurður Nordal, Frk. Hall- ora Bjaradóttir, Jónas alþm. °nsson, Thor Thors sendiherra, grrii G. Eylands, Dr. Helgi P. lem, Sigurgeir Sigurðsson lskup, Dr ingólfur Gíslason, g.r' Háll V. G. Kolka og séra J nar Sturlaugsson, svo nokkrir nefndir af fjöldamörgum rkum íslendingum, er heim- hafa íslenzku byggðirnar á egum félagsins eða fyrir at- 1 ei!5a þess. Auk þess hefir fé- v® , §ert ser að skyldu að taka a a móti og greiða götu ann- a góðra gesta frá íslandi, þótt be!r hafi ekki komið hingað bett1 ln^S a vegum félagsins. Er hö h S^ffsugð gestrisni fyrir höfð- ^estur-íslendinga, því v lnglegum móttökum eiga f„_ Ur'lslenzkir gestir jafnan að fa|na a Islandi. verj^111 Um Þetta maf hefir 1 nán samvinna milli fram- kvæmanefndar og deilda félags- ins; hafa nefndarmenn oft ferð- ast með gestunum um byggð- irnar og reynt samtímis að eíla útbreiðslu félagsins. Væntir nefndin þess að geta efnt til slíkra útbreiðsluferða á kom- andi sumri. Margar deildirnar starfa með miklum þrótti svo sem Frón, Gimli, Esjan og fl. Eftirtektar- verð var skýrsla sambandsdeild- arinnar Vestra í Seattle. Það fé- lag er eldra en Þjóðræknisfé- lagið ,var stofnað 4. nóvember árið 1900. Meðlimatala nú 80; á árinu 10 reglulegir fundir, 2 stjórnarnefndarfundir og 6 eða 7 samsæti og samkomur; má segja, að hér sé vel að verið. Milliþinganefndir í lagabreytinganefnd voru þeir W. J. Líndal dómari, séra Egill heitinn Fáfnis og próf. Tryggvi J. Oleson. Skýrði Lín- dal dómari frá því, að hann hefði fengið samþykki ríkisrit- ara Canada varðandi breytingu meðlimagjalds félagsins, og væri það nú $2.00 á ári. Hins vegar sagði 'hann, að löggjöf fé- lagsins væri þannig úr garði gerð, að ekki væri hægt að að- skilja grundvallarlög og auka- lög, eins og nefndinni hefði verið lagt fyrir. Richard Beck flutti skýrslu milliþinganefndar, er falið hafði verið að athuga um samningu kennslubókar í íslenzku, sem sniðin væri við hæfi vestur- íslenzkra ungmenna. Var og prófessor Finnbogi Guðmunds- son í þessari nefnd. Höfðu þeir haft nokkra samtalsfundi um málið og athugað fjölda af byrj- enda kennslubókum í öðrum tungumálum. Benti Dr. Beck á, að þetta væri bráðabirgða- skýrsla; nefndinni var falið að halda áfram að vinna að þessu máli. Finnbogi Guðmundsson flutti skýrslu milliþinganefndar, sem starfað hafði að því, að minnst var hundrað ára afmælis Stephans G. Stephanssonar skálds. Voru ásamt honum í nefndinni Dr. Richard Beck og próf. Skúli Johnson. Hafði sú nefnd verið vel að verki eins og frásagnir um minningarathafn- ir og ræðuhöld í íslenzku blöð- unum bera vitni um. Þingsamþyktir Tillögur þíngnefnda í fræðslu- útbreiðslu- og samvinnumálum voru mjög þær sömu og fram hafa komið á undanförnum þingum, og hefir stjórnarnefnd- in verið að vinna að þeim mál- um eftir því, sem fjárhagur fé- lagsins leyfir og tækifæri gefast, svo sem að heimsóknum til deilda, öflun íslenzks útvarps- efnis, íslenzkra kvikmynda og lesbóka, bréfaviðskipta unglinga o. fl. Voru málin rædd mikið og var þeim síðan vísað til stjórn- arnefndar. Skógræktarmálið ( r æ k t u n skógarlunds Vestur-Islendinga á Þingvöllum) var allmikið rætt. Var þetta tillaga samvinnu- nefndar: að skipuð verði árlega af forseta 3ja manna nefnd til að annast áframhaldandi um- sjón og framkvæmdir Vestur- Islendinga í þessu máli; störf nefndarinnar verði þessi: 1. að kynna og vekja áhuga á málinu vestan hafs. 2. að afla fjár til aukinnar ræktunar á reit Vest- ur-íslendinga á Þingvöllum. 3. að styðja Skógræktarfélag Is- lands í öflun fræja og hafa sam- starf við það í þeim efnum. — Framhald á bls. 4 Thor Thorgrímsson Hlýtur mikinn námsframa Lögbergi barst nýverið sú fregn, að Thor Thorgrímsson, sem stundað hefir undanfarið framhaldsnám við háskólann í Toronto, hafi hlotið Canadian Social Science Research Council námsstyrk, að upphæð $2000, til frekara náms í sagnfræði við | Historical Research, University i of London; er þess væiist, að í ! næstkomandi ágústmánuði muni hann fara til London; hann mun búa sig undir doktorsgráðu í heimsspeki við Public Research Office og hjá The British Museum. Thor er um alt hinn ágætasti maður og gæddur frábærum námshæfileikum; hann er sonur séra Adams heitins Thorgríms- sonar og ekkju hans, frú Sig- rúnar Thorgrímsson, sem til heimilis er í þessari borg. íslenzkt og sænskt kvimyndafélag vinna saman að kvikmyndun Sölku Völku UM ÞESSAR mundir berast góðar fregnir um að fremstu rit- höfundar okkar Islendinga hljóti viðurkenningu erlendis með því að erlend kvikmynda- félög telja skáldsögur þeirra góð- ar til kvikmyndunar. Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því, að þýzkt kvikmyndafélag hefði ákveðið að kvikmynda skáldsögu Kristmanns Guð- mundssonar, Morgun lífsins. Og nú berast fregnir af því, að sænskir kvikmyndatökumenn séu væntanlegir hingað til lands í næstu viku til að leggja síð- ustu hönd á undirbúninginn að kvikmyndun Sölku Völku eftir Halldór Kiljan Laxness. Guðlaugur Rósinkranz, for- m a ð u r kvikmyndafélagsins Eddu skýrði Mbl. frá þessu í gær. En hið íslenzka kvik- myndafélag Edda og sænska kvikmyndafélagið Tonefilm hafa samstarf um töku kvikmyndar- innar Sölku Völku. Koma í næstu viku Kvikmyndatakan hefir verið lengi í undirbúningi og í næstu viku kemur hingað til lands kvikmyndastjórinn Arne Matts- son, ásamt þremur tæknilegum ráðunautum, til þess að ganga endanlega frá undirbúningi kvikmyndatökunnar. — Seinni hluta marz-mánaðar koma hing- að kvikmyndatökumenn til að taka vetrarmyndir og upp úr miðjum maí-mánuði koma kvik- myndaleikararnir og verða hér fram í júlí-byrjun. Undirbúningi í Stokkhólmi er einnig lokið. Hefir verið komið þar upp baðstofu og fleri inni- myndum og er byrjað að taka próffilmur. Aðalhlutverkið Einnig er ákveðið til fullnustu hvaða leikendur fari með hlut- verkin. Því miður getur hin fræga sænska leikkona Maj Britt Nilsson ekki tekið að sér hlutverk Sölku Völku, vegna þess að hún er upptekin við Vasa Teatern. En í það hlutverk hefir ráðizt sænska leikkonan Gunnel Broström, sem undanfarið hefir leikið í Hollywood. Kvikmyndin verður tekin í- Grindavík, Kjálarnesi og á Vest- fjörðum. En Arne Mattsson er einn kunnasti kvikmyndastjóri Svía. M. a. stjórnaði hann töku kvikmyndarinnar „Sumardans“ og „Karlakens Bröd“, en síðar- nefnda myndin fjallar um árás Rússa á Finnland veturinn 1939—’40. Fleiri kvikmyndir Hið íslenzka kvikmyndafélag Edda, sem hefir haft forgöngu um að Salka Valka er kvik- mynduð að þessu sinni, hefir í hyggju að láta kvikmynda fleiri skáldverk íslenzkra rithöfunda í samráði við Tone-Film. — Ekki er samt enn afráðið hvaða skáld- sögur verða næst teknar til með- ferðar. —Mbl., 12. febr. Minningarorð um Magnús Árnason Hinn 12. september síðastlið- inn lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borg Magnús Árnason málarameistari eftir stutta legu, fjölfróður gáfumaður og list- rænn mjög. Magnús var fæddur í Reykja- vík 16. júní 1884 og voru foreldr- ar hans Árni Magnússon og Elín Sighvatsdóttir frá Kalmanstjörn; í æsku var Magnús lengi á vegum þeirra feðga Benedikts Sveins- sonar og stórskáldsins Einars Benediktssonar, er þá bjuggu að Elliðavatni; er Einar gerðist sýslumaður Rangæinga, þótt skammur yrði þar embættis- ferill hans, fór Magnús með honum og varð hans önnur hönd, meðreiðarmaður og ráð- gjafi í ferðalögum, er mikið lá við, enda kunni hann vel að fara með hesta og hafði á þeim hið mesta dálæti. Eftir að Einar lét af embætti og hóf yfirreið sína um útlönd, dvaldi hann um hríð í Dan- mörku. Magnús fór með honum þangað og sagðist hafa lært þar að „tyggja upp á dönsku“. Magnús var flugnæmur mað- ur, einkum á ljóð, og hann kunni víst langflest kvæði Ein- ars utanbókar, jafnvel langa kafla úr þýðingu hans af Pétri Gaut. Svo djúpa virðingu bar Magnús fyrir persónuleika Ein- ars og glæsimensku hans í ljóði, að hann talaði jafnan um hann í þriðju persónu. Við Magnús áttum langa sam- leið; ég kynntist honum fyrst á skólaárum mínum og var hann þá hreinlætisvörður eða hvað maður á að kalla það í Menta- skólahúsinu; af kennurum skól- ans hafði hann mest við Pálma Pálsson saman að sælda og tókst með þeim góð vinátta; um þær mundir braust út í skólanum alvarlegur ágreiningur, svo sem kunnugt er, milli skólapilta annars vegar og meirihluta kennaraliðsins hins vegar; sum- ar orsakirnar stöfuðu frá hefð- Magnús Árnason bundnum, úreltum venjum, er skólapiltar töldu ósamboðnar dögun hins nýja tíma og kröfð- ust að rutt yrði úr vegi, en hér verður ekki frekar út í þá sálma farið; meðal skólapilta eignaðist Magnús marga vini, en þó hugur hans hallaðist fremur að mál- stað þeirra, var hann aldrei grunaður um trúnaðarbrot við yfirboðara sína. Magnús var fríður maður sýn- um, glaðsinna og hnyttinn í svörum, og þótt stundum félli vel á með honum og Bakkusi, náði þrúgnaguðinn aldrei á honum yfirhönd. Magnús kom til þessa lands ánð 1911 og kvæntist 1914 Guð- rúnu Thorðarson frá Gimli, ágætri konu og híbýlaprúðri; fram að árinu 1926 bjuggu þau í Riverton, en þá fluttu þau til Gimli og dvöldu þar til ársins 1939, er þau settust að í Winni- peg. Magnús var ástríkur og umhyggjusamur eiginmaður og faðir, vakinn og sofinn yfir vel- ferð fjölskyldu sinnar. Auk konu sinnar lætur Magn- ús eftir sig eftirgreind börn: Kristján Ellert í Vancouver, Magnús Stefán á Gimli, Báru Thorsteinssön í Winnipeg, Láru Stokell, Winnipeg, og Eileen Wilbur, einnig í Winnipeg, og Margréti Eldjárnsson í Morris. Barnabörnin eru tíu; þrír bræð- ur Magnúsar, Sighvatur, Krist- inn og Ellert eru búsettir á Is- landi. Tengdamóðir Magnúsar, hin mikla kvenhetja, frú Kristjana Thordarson, ekkja Bergthors Thordarsonar, fyrrum bæjar- stjóra á Gimli, lifir enn við all- góða heilsu í þessari borg. Útför Magnúsar var gerð frá Bardals að viðstöddu fjölmenni. Séra Philip M. Pétursson jarð- söng. — E. P. J. Heimildarlög samþykt Hinn 6. þ. m., voru lögð undir úrskurð skattgjaldenda í Winni- peg og samþykt tvenn heimild- arlög um fjögra miljón dallara lánstryggingu, tvær miljónir dollara við viðbyggingu við Al- menna sjúkrahúsið hér í borg- inni, en hinar tvær miljónirnar til að koma á fót nýtízku íþróttasvæði. \ Tillaga um þjóðnýtingu feld I fyrri viku bar Mr. Coldwell leiðtogi C.C.F.-flokksins fram tillögu í sambandsþinginu, er að því laut, að hinir löggiltu bankar landsins yrði þjóðnýttir; um tillöguna spunnust langar og snarpar umræður; er til at- kvæðagreiðslu kom var tillagan feld með miklu afli atkvæða; nieð henni greiddu atkvæði ein- ungis C. C.F.-þingmennirnir 21 að tölu, en á móti allir Liberalar, íhaldsflokksmenn og Social Credit-sinnar. Þjóðræknisdeildin FRÓN efnir til almenns fundar í Góð- templarahúsinu þann 5. apríl næstkomandi, kl. 8 að kvöldi. Skemmtiskrá fundarins verð- ur nánar auglýst síðar. Mrs. Laura Goodman Salverson Fær $1000 verðlaun Hin víðkunna skáldkona, Mrs. Laura Goodman Salverson, hefir verið sæmd $1000 verðlaunum fyrir nýjustu skáldsögu sína „Immortal Rock“. Ryerson Press veitti verðlaunin. Mrs. Salverson hefir samið fjölda skáldsagna og auk þess fengist nokkuð við ljóðagerð. Fyrsta skáldsaga hennar The Viking Heart, vakti þegar víð- tæka athygli. Árið 1937 vann Mrs. Salverson The Governor-General’s Award fyrir sögu sína Dark Weaver, sem talin var bezta skáldsaga ársins. Til Thorsteins Borgfjörðs áttræðs Glatt á hjalla’ er hér í dag: hreyfir varla trega. — Látum gjalla gleðibrag: gleðjumst alla-vega. Þessa góða, mæta manns minnast þjóðin skyldi: Andleg glóð í húsum hans hendi bróður fylgdi. Böls á þingum bjargvættur, Borgfirðinga ljómi. Verkfræðingur ágætur: íslendingum sómi. Sig. Júl. Jóhannesson Ráðunautur fylkisstjórnar Sir William Stephenson Fjármálaráðherra fylkisstjórn- arinnar í Manitoba, Mr. Turner, lýsti yfir því í þinginu á mánu- daginn, að stjórnin hefði ákveð- ið að fá í þjónustu sína utanað- komandi sérfræðinga með það fyrir augum, að rannsaka að- stæður fyrir aukinni iðnþróun innan vébanda fylkisins; og nú hefir verið valinn til fram- kvæmda í þessu mikla velferðar- máli íslendingurinn Sir William Sl?|5henson, sem talinn er í fremstu röð fjármála- og iðn- fræðinga sinnar samtíðar. Frá æviferli Sir Williams hef- ir Lögberg áður allýtarlega skýrt, og því ekki ástæða að sinni, að nokkru sé þar við bætt.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.