Lögberg - 18.03.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.03.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. MARZ 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Geíið 6t hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáakrlft rltatjörana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENCE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” ia printed and publlahed by The Columbia Prese Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorlzed aa Second Claas Mail, Poat Offlce Department, Ottawa Gísli Jónsson: Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga Þrítugasti og fimti árgangur. — The Columbia Press Limiled, 1953 Rit þetta er næsta fjölbreytt að efni, óvenju skemti- legt aflestrar og með sannari bókmentablæ en mörg hinna fyrri rita. Svo sem vera bar minnist ritið Stphans G. Stephans- sonar í tilefni af aldarafmæli hans og birtir af honum mynd og eins af minnisvarðanum yfir hann. Dr. Beck ritar allskilmerkilega um ljóðaþýðingar hins mikla skálds og hefir varið til þess miklum tíma og rannsóknum; er 'margt og mikið á ritgerð þessari að græða, því einnig í þýðingum sínum verður Stephan víða aðsópsmikill vegna frábærrar orðgnóttar og hjartahita, þótt í þessu efni hafi hann lítt skarað fram úr mörgum samferðamanna sinna, er við þýð- ingar úr erlendum málum fengust. Skrautlegt er kvæði Guttorms J. Guttormssonar, Klettafjöllin: „Sjá klettanna kastalaveggi með kristals og marmaraþök, með turnum og burstum sem þar bygt væri furstum, eins bjargfast í stormi og hreggi ei hverfðist í fjúkandi flök“. Kvæði þetta minnir á glæsileik Einars Benediktssonar í ljóði, og er þá heldur eigi í kot vísað. Fræðimannlegt og innviðastyrkt er erindi séra Einars Sturlaugssonar „Litið yfir land og sögu“, og strengmjúkt kvæði frú Jakobínu Johnson, „Hún kemur“ svo sem að líkum lætur. Ritstjórinn minnist einkar hlýlega frú Jakobínu vegna sjötugsafmælis hennar í greinarkomi, er hann nefnir „Afmælis órar“, en Þóroddur Guðmundsson frá Sandi sendir henni fagra ljóðkveðju og er síðasta erindið á þessa leið: „Hún flutti angan úr íslenzkri sveit um urtabygð vestur í heimi, þá fegurð, sem enginn þar áður leit, og æðri veraldarseimi. — Nú þakkarorð flyt ég því henni heit. Og henni ei þjóðin gleymi.“ Dr. Valdimar J. Eylands minnist Ásmundar P. Jó- hannssonar í hressilegri grein, en einna fegursta ritgerðin, er Tímaritið að þessu sinni flytur, er sú eftir ritstjórann, sem hann nefnir „Fokdreifar úr ferðinni 1952, eða heim- sókninni til Islands þá um sumarið; er þar víða komið við og hlutdrægnislaust sagt frá. Einn kafli Fokdreifanna fjall- ar um Austurland, „þar, sem að fyrst stóð vagga vor“, en við þann lestur hlýnar okkur öræfabörnunum um hjarta. „Upphaf bygða Islendinga í North Dakota“, eftir Þ. Þ. Þorsteinsson, niðurlagsþáttur frá í fyrra, er skemtilega sam- inn og hinn fróðlegasti um margt. Dr. J. P. Pálsson á venju samkvæmt „innlegg“ í Tímaritinu, er sver sig í ætt, en er að þessu sinni hálf snubbaralegt. Vel var það tilfallið, að Finnbogi Guðmundsson pró- fessor birtir í þessum árgangi Tímaritsins kafla úr bréfum Jóns frá Sleðbrjót til Stephans G. — Jón var vitur maður og þjóðhollur með ágætt vald á íslenzkri tungu. Strengmjúkt er minningarljóð Dr. Becks um Sigurgeir biskup. Hlýlegar og mótaðar sonarlegri rækt eru vísur Ásgeirs Gíslasonar „Úr íslandsferð sumarið 1953“, en kvæði Páls S. Pálssonar, „íslenzk Baldursbrá í Ameríku“, skortir flug- styrk og merg. Dr. Stefán Einarsson birtir í hefti þessu fróðlega rit- gerð, „Sir William Craigie og rímurnar“, en ritstjórinn minnist maklega nýútkomins Vísnakvers eftir Snæbjörn Jónsson. Tímaritið er skyldgetið afkvæmi Þjóðræknisfélagsins og það ber ábyrgð á velfarnan þess og langlífi; þetta verða félagsmenn að láta sér skiljast. ☆ ☆ ☆ The American-Scandinavian Review Lögbergi hefir alveg nýverið borist í hendur vorheftið af American-Scandinavian Review fjölbreytt og fróðlegt að vanda. Fyrsta ritgerðin er eftir forsætisráðherra Dan- merkur, Hans Hedtoft, og fjallar hún um Norðurlandaráðið; er þar meðal annars birt mynd af Steingrími Steinþórssyni, fyrrum forsætisráðherra Islands, er fyrir hönd þjóðar sinnar sat hinn fyrsta fund áminstrar stofnunar. Hlut Islands eru í riti þessu gerð góð og þakkarverð skil; það flytur meðal annars sprækilega smásögu eftir Friðjón Stefánsson, ættaðan af Seyðisfirði, „Maður kemur og fer“, en þýðinguna gerði Mekkin S. Perkins; einnig Vor- ljóð eftir Friðrik Hansen í þýðingu frú Jakobínu Johnson, auk margháttaðra frétta af íslandi, en þeim fylgir mynd hins snöfurmannlega forsætisráðherra ólafs Thors. Þá minnist og H. G. Leach tveggja nýlega útkominna bóka, The Age Of The Slurlungs eftir Einar Ól. Sveinsson prófessor í snildarþýðingu Jóhanns S. Hannessonar, bóka- varðar við Fiske-safnið, Cornell, og Modern Sagas eftir frú Thorstínu Walters; fer Mr. Leach lofsamlegum orðum um báðar þessar bækur og það að verðugu. Fréttir frá þrítugasta og fimmta ársþingi Finnur Sigmundsson sextugur Framhald af bls. 1 Frú Marja Björnsson fylgdi þessari tillögu úr garði með því að rekja sögu þessa máls frá upphafi. Var tillagan samþykt og þessir skipaðir í nefndina: Dr. Richard Beck, frú Marja Björnsson og próf. Finnbogi Guðmundsson. Þingnefndin í útgáfumálum hvatti deildirnar og íslendinga yfirleitt til að kaupa og útbreiða íslenzku blöðin; tóku margir til máls og virtust allir sammála um það, að þjóðræknisstarfsem- in hvíldi að miklu leyti á blöð- unum („þau eru hin vikulega íslenzka endurvakning bygð- anna“. Þ. Þ. Þ.). Var bent á, að sams konar tillaga hefði verið samþykt í fyrra, en hefði borið lítinn árangur. — Væntanlega láta deildirnar þetta mál til sín taka. Væri ánægjulegt, ef hver deild tæki að sér það þjóð- ræknisstarf, að afla blöðunum nýrra áskrifenda og kæmi þá árangurinn af því starfi fram í deildarskýrslunum næsta ár. — Að sjálfsögðu myndi þetta ekki minka útbreiðslu Tímarits fé- lagsins, miklu fremur auka hana. Ekki er úr vegi að minn- ast á það hér, að það er ekki ritið, heldur meðlimagjaldið, sem hækkað hefir frá einum dollar upp í tvo dollara. Hver sem vill styðja og styrkja Þjóð- ræknisfélagið með því að ger- ast meðlimur þess leggur því til $2.00 og fær Tímarit þess í kaup- bæti. Ýmsir hafa minst á, að t. d. hjón, sem áður voru bæði í fé- laginu, myndu aðeins vilja greiða það sama og í fyrra, því þau þyrftu ekki nema eitt rit. Ekki er þó trúlegt að nokkur setji þessa smávegishækkun meðlimagjaldsins fyrir sig og fari úr félaginu af þeim sökum. Aukarit má senda kunningjum sínum, og útbreiða þannig boð- skap félagsins. — Ein tillaga útgáfunefndarinn- ar olli nokkrum umræðum og var hún þessi: að þingið telji viðeigandi að prentun Tímarits- ins verði falin íslenzku prent- smiðjunum, Viking Printers og Columbia Press, sitt árið hvorri, eins og áður var gert um mörg ár. — Sagði framsögumaður nefndarinnar, að Columbia Press hefði fengið prentun ritsins í fyrra þótt tilboð Viking Printers hefði verið lægra — 15 cents á síðuna. Ennfremur sagði hann, að Viking Printers hefðu ekki vandað tilboð sitt í ár, því þeir hefðu haldið að þeir fengju ekki ritið hvort sem væri. Fjármálaritari félagsins skýrði frá því, að Viking Printers hefði ekki verið veitt ritið í fyrra vegna þess, að tilboði þeirra hefði fylgt skiljrrði um, að þeir gætu hækkað prentverð- ið ef pappír hækkaði í verði; en það ár hefði pappírsverð farið síhækkandi; hefði því nefnd- inni fundizt ráðlegra að taka til- boði Columbia Press, þótt það hefði verið ofurlítið hærra. •— Féhirðir félagsins sagði það rétt vera, að Þjóðræknisfélagið hefði gert samning við útgáfufélög íslenzku blaðanna fyrir nokkr- um árum þess efnis, að þau fengju prentun ritsins til skipt- is; en eftir að útgáfunefnd Heimskringlu hefði selt prent- smiðju sína, væri sá samningur vitanlega úr gildi. Benti hann á, að það væri fyrst og fremst skylda framkvæmdarnefndar- innar að annast um hag félags- ins og Tímaritsins, en ekki prentsmiðjanna. Sagði hann, að Viking Printers hefði ekki verið veitt prentun ritsins í fyrra, því tilboð þeirra hefði verið skil- orðisbundið, en í ár hefði tilboð þeirra verið svo miklu hærra en tilboð Columbia Press, að ekki hefði komið til mála að veita þeim ritið. — Eftir að þannig var búið að greiða úr þessum misskilningi var samþykkt að fela stjórnarnefndinni að annast um útgáfu Tímaritsins eins og að undanförnu. Slyrklarfélagar Á þinginu í fyrra söfnuðust á þriðja hundrað dollarar frá þeim, er gerðust styrktarfélagar, en síðan hefir lítið bætzt í þann sjóð. Tillaga fjárhagsnefndar var því þessi: að því athuguðu hve starfsfé félagsins er takmarkað og hins vegar að reksturskostn- aður af hinum ýmsu störfum fer stöðugt hækkandi, telur fjár- hagsnefnd það nauðsyn að hvetja alla, sem tök hafa á, að gjörast styrktarmeðlimir félags- ins og að lágmarksgjald þeirra á ári sé $5.00. Um lagabreylingu Séra Eiríkur Brynjólfsson skýrði frá því, að samvinnu- nefnd „Strandar“, „öldunnar“ og „Vestra“ hefði á sameiginleg- um fundi gert þá ályktun að beint þeim óskum til þingsins að í lögum félagsins verði ákveðið, að deildasambönd megi stofna innan félagsins, er hafi rétt til að senda einn eða fleiri fulltrúa á þing Þjóðræknisfélags Islend- inga í Winnipeg. Var þingnefnd skipuð í málið: W. J. Líndal, dómari; séra Eiríkur Brynjólfs- son og Dan Líndal. Tillaga þessarar nefndar var sú, að skipuð yrði 3ja manna milli- þinganefnd til að athuga hvernig hægt yrði að tryggja hlut hinna fjarlægari deilda, er örðugast eiga um þingsókn, með laga- breytingum. Þessir eiga sæti í milliþinganefndinni: W. J. Lín- dal, G. L. Jóhannsson og Finn- bogi Guðmundsson. Byggingarmálið Áskorun kom frá deildinni Frón um, að byggingarmálið yrði tekið á dagskrá þingsins. Var þessari beiðni vísað til alls- herjarnefndar, en slík þing- nefnd hafði nú í fyrsta sinn ver- ið skipuð á þjóðræknisþingi. 1 henni voru: Dr. Richard Beck, séra E. S. Brynjólfsson og Mrs. Louise Gíslason. Lagði nefndin til, að þar sem hér væri um stórmál að ræða, yrði milli- þinganefnd skipuð í málið og væri henni falið að afla sér upp- lýsinga um undirtektir deilda félagsins og Islendinga almennt um fjárhagslegan stuðning við málið, og væri henni ennfremur falið að leita viðsamlegrar sam- vinnu íslenzku blaðanna um málið. Spunnust um tillöguna fjörugar umræður, er margir tóku þátt í; var tillagan sam- þykkt og sjö manna milliþinga- nefnd kosin; eiga þessi sæti í henni: Frú Björg ísfeld, Jón Ás- Framhald á bls. 5 Finnur Sigmundsson er orð- inn sextugur, án þess að við, börn 20. aldar, höfum nokkurn tíma munað eftir því, að hann er sonur hinnar nítjándu til orðs og æðis, og var kominn til ein- hvers þroska, áður en Lands- bókasafnið eignaðist hús. Það safn fóstrar Finnur, en hús þess ekki hann. Ef fjórðungi bregður til fósturs, má telja tryggt, að fjórðungur af svipmóti Lands- bókasafns verður orðinn Finns verk, áður en starfsævi hans er öll. Og það er afrek við stofnun, sem er eins þung í vöfum og 130 ára gamalt höfuðsafn, ávöxtur af elju eða dugleysi fimm kyn- slóða. Æviskýrslan skal vera ofstutt og þurr. Nægir samt: Finnur fæddist og ólst upp á Ytrahóli í Kaupangssveit, Eyja- firði, sonur Sigmundar bónda Björnssonar og Friðdóru Guð- laugsdóttur konu hans. Hann sneri seint til langskólanáms, varð stúdent tveim vetrum fyrir þrítugt, mag. art. í íslenzkum fræðum 1928 og starfsmaður Landsbókasafns 1929 og síðan. Hann varð 1. bókavörður 1943 við burtför Guðmundar Finn- bogasonar landsbókavarðar og tók eiginlega við safninu af hon- um, þótt dr. Þorkell Jóhannes- son, sem var í þann veginn að taka við prófessorsembætti í sögu, væri þá í milli yfirmaður Landsbókasafnsins árlangt, en Finnur varð landbókavörður 12. júní 1944, 5 vikum áður en Guð- mundur lézt. Kona Finns er Kristín Magnús dóttir, eyfirzk, og börn þeirra eru Birgir Finnsson, stud. med., og Erna, gift Geir Hallgrímssyni bæjarfulltrúa. Nokkur helztu ritstörf: Árbók Landsbókasafns 1944 og síðan (ritstjórn og samning margs hins merkasta, sem þar er, en hún er alls nærri 1000 bls. í 4to). — Söfnun og útgáfa þjóðfræða- safnanna ömmu (1935—42) og Manna og minja (I.—VII., 1946—50). — Útgáfa á verkum Bólu-Hjálmars, 5 bindi (1949). — Útgáfa margra rímna (Olgeirs rímur danska, útg. ásamt Birni Þórólfssyni, 2 bindi 1947, Hrólfs rímur kraka, 1950). — Húsfreyj- an á Bessastöðum. — Sonur gull- smiðsins á Bessastöðum (bréfa- söfn, er varða Grím skáld Þor- grímsson og Ingibjörgu móður hans). — Sendibréf frá íslenzk- um konum, 1784—1900 (1952). — Úr fórum Jóns Árnasonar, I.—II. (1950—51). — Bókfræðileg verk hans (innan Lbs.) og Tímarits- greinar Finns skal eigi upp telja, þótt allmerkt sé sumt, né nærri öll rit, sem hann hefir unnið við að skilgreina, skýra og gefa út. Fræðimannsafköst Finns eru afarmikil samfara embætti, sem lengstum hlaut að vera vinnu- frekt. Og hann sparar sér aldrei erfiðið til að vinna hvern hlut vel. Örugg og víðtæk þekking, rökföst ályktunargáfa og hóg- vær innsýn næmgeðjæ manns í skapferli þess látna fólks, sem hann er að birta bréfin og ritin eftir, gera óvart lesanda bók- anna sífellt varan við sig í út- gáfum þessum og vekja traust. Örugg smekkvísi og lag á að láta frumtexta njóta sín sem bezt, miða skýringar eingöngu við nauðsyn og tengja hluti fáort, með hlutlægri vitneskju, sem væru ella sundraðir og þýðing- arlitlir fyrir heildarsjónarmið syrpunnar. Ungir fræðimenn geta lært af því að virða vandlega fyrir sér, hvernig Finnur hefir unnið út- gáfur. Og í sumum þeirra er um að ræða drjúgt framlag til bók- fræði og bókmenntasögu. Afrek og fordæmi núverandi landsbókavarðar við handrita- útgáfu er einn bezti stuðningur kröfunnar, sem bókavarðastétt hlýtur öll að gera um það, að komandi Árnasafn verði deild innan þjóðbókasafnsins, en ekki utan þess. Fræðistörf þau, sem Árbók Landsbókasafns ber vitni um að þróast undir stjórn hans í stofnuninni, eru líka fyrsta sönnunin, sem við Islend- ingar höfum fengið um það, að við eigum eða réttara sagt erum byrjaðir að eignast þjóðbóka- safn, sem þarf ekki að vera okk- ur lengur til vanvirðu. Finnur Sigmundsson er stefnufastari og meiri safnmaður en nokkur, sem á undan honum var í lands- bókavarðarstöðu. Björn Sigfússon —Alþbl., 17. febr. Colton Bag Sale BLEACHED SUGAR ...........29 BLEACHED FLOUR .29 UNBLEACHED FLOUR .........23 UNBLEACHED SUGAR .23 Orders less than 24, 2c per bag extra. United Bag Co. Ltd. 145 Portage Ave. E. Wlnnipeg ru\ nnMAoit P n ’c Wrlte lor prices on new and used Jut Bags. Dept. 1M Innfhjtjendur: HÉR ERU MEGINREGLUR VARÐANDI CANADÍSK ÞEGNRÉTTINDI YÐAR Fyrsta skrefið er yfirlýsing um að þér æskið að gerast canadískir þegnar og að fram- tíðarheimili yðar verði í Canada. Allir, sem til Canada koma og náð hafa 18 ára aldri, og fengið hafa löglega inngöngu í landið, geta látið skrásetja sig með slíka umsókn. Umsóknina má leggja fram hjá ritara héraðssveitar í um- hverfi yðar, eða hjá skrásetjara þegnréttinda deildarinnar, Ot- tawa, Canada. 1. Þér verðið að hafa fengið löglega inngöngu i Canada til varanlegrar landvistar. 2. Þér verðið að hafa dvalið fimm ár í Canada áður en þegnréttindi verða veitt. 3. Þér verðið að hafa lagt fram yfirlýsingu um ásetning yðar að minsta kosti ári áður en þér sækið um þegnréttindi. 4. Þér verðið að ráða yfir fullnægjandi þekkingu í frönsku eða ensku. 5. Yður þarf að vera ljós sú ábyrgð, sem canadísk þegnréttindi leggja yður á herðar. 6. Þér verðið að vera 21 árs eða þar yfir. 7. Þér verðið að sverja Hennar Hátign drottning- unni hollustueið. Vegna frekari upplýsinga skrifið Registrar of Canadian Citizenship, Ottawa, Canada Birt vegna upplýsinga varðandi nýja innflytjendur til Canada að tilhlutan DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMIGRATION iiillllll HON. WALTER E. HARRIS MinUter iiiiiii LAVAL FORTIER Deputy Minister

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.