Lögberg - 13.05.1954, Side 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
67. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 13. MAÍ 1954
PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE
ADOLPH'S TAXI
Round. The Clock Service
59-4444 52-6611
401 PRITCHARD AVE.
SPECIAL RATES
ON COUNTRY TRIPS
WEDDINGS
FUNERALS
NÚMER 19
Kærkomnir gestir
Hingað til borgar komu á
sunnudagskvöldið hr. Einar
Kristjánsson byggingameistari
og frú hans Guðrún Guðlaugs-
dóttir frá Reykjavík; í för með
þeim var Kristján sonur
þeirra og frú hans, Sigríður,
fædd Soebeck, en þau eru bú-
sett í Virginiaríkinu. Einar,
sem rekur byggingaiðnað í stór-
um stíl í Reykjavík, er Breið-
firðingur að ætt, en frú Guðrún
er dóttir séra Guðlaugs Guð-
mundssonar frá Ballará, en syst-
ir Jónasar heitins Guðlaugsson-
ar skálds, Kristjáns hæztaréttar-
lögmanns og þeirra systkina.
Frú Guðrún er þjóðkunn gáfu-
kona og mælsk vel; hún átti um
tólf ára skeið sæti í bæjarstjórn
Reykjavíkur fyrir hönd Sjálf-
stæðisflokksins og gat sér þar
frægðarorð fyrir málafylgju og
skörungsskap.
Gestir þessir lögðu af stað
heim á leið á miðvikudags-
morguninn.
Gullbrúðkaups-
kveðja
Winnipeg. Man., 16. apríl 1954
Kæru vinir, Guttormur og
Jensína,
Ég hafði hlakkað til að vera
með og samgleðjast ykkur á
þessum ykkar sannheiða bjarta
heiðursdegi. En svo sendi Elli
kerling mér alla sína fylgifiska:
„höfuðóra, svikna sjón, sálar-
kröm og valta fætur“, og í til-
bót það versta brjóstkvef, sem
ekki er útséð um enn.
Ég verð því að fara þessarar
ánægjustundar á mis og láta
mér lynda að vera ósýnilegur
gestur, sem árnar ykkur allrar
þeirrar hamingju, sem ykkur að
réttu ber, og hún er meiri og
víðtækari en mér er lagið að
koma orðum að, því eins og ein-
hver hefir ort:
Hjartans ósk er aldrei sögð
eða á nokkurs tungu lögð —
henni er engin umgjörð fundin.
Fimmtíu ár sýnast óraleið,
ef horft er fram á veginn, en sé
litið til baka sýnast þau stund-
um ótrúlega stutt, sérstaklega
þegar hamingjan hefir spornað
við því, að þeir sem manni
standa hjarta næst, hafi týnst
úr lestinni. Og þetta hefir ykkur
báðum hlotnast.
Þið hafið líka safnað miklum
auð, þeim auð, sem enginn getur
á brott tekið — auð andans, auð
samúðar og vináttu. Þið hafið
miðlað af honum óspart, og orðið
við það að ríkari, því svo fer
því jafnan, sem af andanum er
fætt.
En þetta átti hvorki að vera
ræða né prédikun, heldur aðeins
þökk fyrir langa kynningu og
vináttu og um leið einlæg ham-
i^gjuósk og von um langa og sól-
ríka ævidaga framundan.
Gísli Jónsson
Landskjúlfti og
manntjón
Tveir landskjálftar í röð hafa
orsakað mikið manntjón og
eigna um miðbik Grikklands;
mælt er að á annað hundrað
naanns hafi týnt lífi og að þús-
undir standi' uppi ráðþrota án
skýlis yfir höfuðið; eignatjón
hefir enn, sem komið er, hvergi
nærri verið metið að fullu;
margar mannúðar- og líknar-
stofnanir með Rauða krossinn í
broddi fylkingar, komu þegar til
iðs við íbúa þeirra svæða, er
narðast voru leikin.
Rökkur
Um bæklaða rúðu úr baðstofukytru
ég barnsaugum forvitnum gaut.
Tunglskinið flóði yfir holt og hóla
en hjarn var í hverri laut.
Á himninum stjörnurnar kinkuðu kolli
og kyrðin að ríkjum sat.
Ég skildi ekki það, sem mér skein í auga
en skoðaði alt sem ég gat.
Hingað til veröld var öll saman inni’
en út hafði ég ríki mitt fært,
starað á stjörnur og mænt á mána
og mikið á svipstundu lært.
Nú komst ég á snoðir um hulda heiminn
handan við þak og gler
með mánalampa og logandi kertum,
sem lýstu inn í hjarta mér.
Það komst á alt hreyfing er kveikt var ljósið
og kolan á marann fest,
svo stiltist til aftur, er starfið var hafið
á stokkana fólkið sezt.
Er seilst var til bókar hátt á hillu
og hafin ríma eða sögn,
hlust hver var opin að hlýða lestri,
hver hendi eljandi í þögn.
Páll Guðmundsson
Maurice Eyjólfsson
Kjörinn formaður
Þessi ungi maður, sem er
dóttursonur Guttorms J. Gutt-
ormssonar skálds, hefir verið
kjörinn formaður Progressive
Concervative stjórnmálasamtak-
anna í Winnipeg Centre kjör-
dæminu. Móðir hans, frú Arn-
heiður Eyjólfsson, er búsett hér
í borginni.
Mr. Eyjólfsson er um alt hinn
mesti efnismaður.
Úr borg og bygð
Gefin saman í hjónaband í
lútersku kirkjunni í Selkirk
þann 8. maí: Raymond Sigurjón
Indriðason, Selkirk, og Alvina
Unger, sama stað. Við gifting-
una aðstoðuðu Mr. og Mrs. Jó-
hann Oliver og Miss Harper,
Selkirk. — Yfir 100 manns sátu
veizlu í samkomuhúsi safnaðar-
ins að afstaðinni giftingunni. —
Ungu hjónin setjast að í Selkirk.
Sóknarprestur gifti.
☆
Hinn 24. apríl voru gefin sam-
an í hjónaband í Fyrstu lútersku
kirkju, Gail Idora Forrest, 526
Arlington Street, og Raymond
Frederick Taylor, loftsiglinga-
fræðingur í canadiska flughern-
um; hann er ættaður frá New-
foundland. Dr. Valdimar J. Ey-
lands frmakvæmdi hjónavígslu-
athöfnina; brúðurin er dóttur-
dóttir Halldórs Sigurðssonar
byggingameistara; að lokinni
vígsluathöfn var haldin mikil og
vegleg brúðkaupsveizla; ungu
hjónin fóru í brúðkaupsferð til
Vancouver.
☆
Mr. Einar Hrappsted írá
Leslie, Sask., var staddur í borg-
inni í fyrri viku ásamt tveimur
sonum sínum.
☆
Dr. Richard Beck frá Grand
Forks, N. Dak., kom til borgar-
innar á fimmtudaginn í fyrri
viku og dvaldi hér fram á
Laugardagskvöld; var hann hér
staddur í þjóðrækniserindum.
Verðskulduð
viðurkenning
Mánaðarblað (Monthly Bul-
letin) hins kunna ameríska
menningarfélags, The American-
Scandinavian Foundation í New
York, hefir undanfarið sýnt
ýmsum forystumönnum í félags-
og menningarmálum Norður-
landabúa vestan hafs sóma með
því að velja þá úr hópi meðlima
stofnunarinnar sem “Member of
the Month” og birta eftir þá
stutta grein varðandi norræna
menn þeim megin hafsins, sam-
hliða æviágripi greinarhöfundar
og mynd af honum.
f nýútkomnu aprílhefti blaðs-
ins skipar dr. Richard Beck þann
heiðurssess, birtist þar stutt
grein eftir hann um íslendinga
í Bandaríkjunum (“Icelandic-
Americans”), ásamt vinsamlegri
umsögn um hann og störf hans
og mynd af honum.
Allra nýjusfu fréttir
Eftir 57 daga frækilega vörn
féll höfuðvígi Frakka í Indo
China í hendur kommúnistum,
er tóku 8,000 franska hermenn
til fanga.
Á Geneva-ráðstefnunni hafa
umræður um vopnahlé í Indo
China hafist hvernig svo sem
þeim reiðir af, því eins og sakir
standa eru horfur um samkomu-
lag alt annað. en vænlegar.
Fylkisprentari fylkisstjórnar-
innar í Manitoba, Queens
Printer, hefir látið af stöðu sinni
°g fylgir það sögu, að stjórnin
hafi í raun og veru látið hann
segja af sér vegna þess, að hún
hafi komist á snoðir um, að hann
ætti hlutdeild í prentfyrirtæki
og gæti þess vegna ekki talist
með öllu óvilhallur varðandi út-
hlutun á prentverki fyrir stjórn-
arinnar hönd.
Nú er að því komið, að verk
hefjist á hinu mikla verzlunar-
hverfi í Suður-Winnipeg, sem
áður hefir verið skýrt frá hér
í blaðinu. Áætlað er, að fyrir-
tæki þetta kosti 13 miljónir
dollara; verður reist ein deilda-
búð, tvær keðjubúðir, tveir
skólar og að minsta kosti
huridrað íbúðarhús.
Rannsóknarnefndin í vínsölu-
málum Manitobafylkis, undir
forustu Mr. Johns Bracken fyrr-
um forsætisráðherra, er nú sezt
á rökstóla og hefir haldið tvo
fundi. Mr. Bracken er strangur
bindindismaður, og að því er
fróðir menn segja, mun áfengi
aldrei hafa komið inn fyrir hans
varir; hann segir að sér þyki
límónaði allra drykkja beztur,
þótt það vitanlega hefði engin
áhrif á rannsóknina hvað sér
persónulega félli betur eða ver,
því í öllum efnum yrði hún að
vera óhlutdræg.
Lög samþykkt um virkjun Efri-Sogsfossa
og um lón til smcnbúða
Tvö af stórmálum þeim er
ríkisstjórnin flutti frum-
vörp um á Alþingi urðu'að
lögum í gær. Eru það frum-
vörpin um virkjun Sogsins
og heimild til lántöku vegna
smáíbúðabygginga. Eru þá
að lögum orðin frumvörpin
fjögur er ríkisstjórnin bar
fram til efnda á loforðum,
er gefin voru, er málefna-
samningur ríkisstjórnarinn-
ar var undirritaður — þ. e.
um fyrirgreiðslu við þá er
byggja smáíbúðir, rafvæð-
ingu í sveitum landsins og
kaupstöðum, og lækkun
skatta.
Sogsvirkjunin
Frumvarpið um virkjun Sogs-
ins kveður á um heimild fyrir
ríkisstjórnina til 100 milljón kr.
lántöku í því skyni að virkja
Efri-Sogsfossa, en með þeirri
virkjun er Sogið fullvirkjað.
Hefir mikil undirbúningsvinna
verið unnin í þessu sambandi, og
er, að því er segir í athugasemd-
um er frumvarpinu fylgdu, svo
langt komið að leitað verður til-
boða í verkið á þessu ári og með
það í huga að framkvæmdir
hefjist næsta vor.
Smáíbúðir
Frumvarpið um smáíbúðalán
heimilar ríkisstjórninni að taka
20 milljón króna lán og lána það
aftur þeim er byggja smáíbúðir
með sömu kjörum og lánið er
tekið. Er heimild þessi miðuð við
þetta ár. Ríkisstjórnin lét þess
getið, að hún teldi öruggt að
þetta lán myndi fást. Jafnframt
gat stjórnin þess að hér væri um
bráðabirgða-aðgerðir að ræða, og
fyrir næsta þing myndi verða
undirbúin heildarlausn húsnæðis
málanna.
—Mbl., 13. apríl
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
2. MAÍ
Kinni opinberu heimsókn for-
setahjónanna til Finnlands lauk
á sunnudaginn var og héldu þá
forsetahjónin til Abo. Móttök-
urnar allar í Finnlandi voru sér-
staklega alúðlegar og áhugi al-
mennings fyrir íslandi mikill og
kom hlýhugur Finna í garð Is-
lendinga fram á margan hátt.
Er forsetahjónin komu til
Abo, var tekið á móti þeim með
viðhöfn. Skoðuðu þau dóm-
kirkjuna undir leiðsögn erki-
biskups, en héldu með skipi frá
Abo síðdegis á mánudag og
höfðu margar þúsundir manna
safnazt saman á hafnarbakkan-
um og herflokkur stóð heiðurs-
vörð. Á miðvikudag fór forseti
íslands í heimsókn til háskólans
í Uppsölum og var þar samkoma
í hátíðasal háskólans. Flutti
vararektor ræðu við það tæki-
færi og kvað forseta Islands
vera fyrsta Uppsalastúdent, sem
komið hefði aftur til háskólans,
sem þjóðhöfðingi annars lands.
Frá Svíþjóð héldu forsetahjónin
til Kaupmannahafnar og þar
efndi Norræna félagið í Dan-
mörku og félagið Dansk-
Islansk Samfund til samkomu í
hátíðasal ráðhússins í Frederiks-
borg í Kaupmannahöfn og voru
forsetahjónin heiðursgestir fé-
laganna. Samkomuna sóttu yfir
1400 manns. Danskir og íslenzk-
ir listamenn í Kaupmannahöfn
skemmtu á samkomunni, meðal
annars var ballettsýning, sem
konunglegi danski ballettinn
hafði, Anna Borg og Poul
Reumert lásu upp, Stefán Is-
landi, Einar Kristjánsson og
Elsa Sigfúss sungu með undir-
leik prófessors Haraldar Sig-
urðssonar og ræður voru fluttar.
Forseti Islands þakkaði mót-
tökurnar með ræðu og lagði
áherzlu á samstöðu Norður-
landanna. Kvað hann óttann við
að íslendingar væru að fjar-
lægjast Norðurlöndin á mis-
skilningi byggðan. „Vér teljum
oss vissulega til norrænna
þjóða, sagði forsetinn. Hér eru
örlög okkar. Vér teljum, að vér
hÖfum varðveitt nokkuð af sam-
eiginlegum arfi okkar betur en
aðrir, en vér viljum ekki taka
að okkur að vera forngripasafn
norrænnar menningar. Með því
að halda áfram verkaskiptingu
milli Norðurlandanna, vænta Is-
lendingar þess, að þeim verði
falin forusta um rannsóknir í
ákveðnum greinum hins forna
norræna máls og menningar.“ —
Forsetahjónin héldu heimleiðis
í gær með Gullfossi og koma
til Reykjavíkur á föstudags-
morgun.
☆.
Árbók landbúnaðarins flytur
nýlega yfirlit yfir landbúnaðinn
1953. Segir þar, að árið hafi ver-
ið mjög hagstætt fyrir landbún-
aðinn. Búpeningur gekk vel
undan vetri, heyfengur var mjög
mikill, til dæmis 50% meiri en
árið áður, og sauðfjársjúkdóm-
arnir eru mjög 1 rénun. Niður-
skurði vegna mæðiveikinnar
lauk 1952 og nú þykir sýnt, að
halda megi garnaveiki í sauðfé
í skefjum með bólusetningu.
Árið 1953 var mjög hagstætt til
jarðvinnslu og túnauki yfir árið
varð rúmlega 2500 hektarar.
Fjárfesting í landbúnaði mun
hafa numið 150—130 milljónum
króna og er það vafalaust meiri
fjárfesting en nokkurt annað ár.
☆
Fjölmörg verkalýðsfélög í
Reykjavík og víðar á landinu
hafa nú sagt upp samningum
sínum við vinnuveitendur frá 1.
júní að telja og eru meðal þeirra
ýmis stærstu félögin. Yfirlýstur
tilgangur félaganna er að vinna
að því að fá uppsagnarákvæðum
samninganna breytt, þannig að
þeir séu uppsegjanlegir með eins
mánaðar fyrirvara hvenær sem
er, en ekki þurfi að miða upp-
sögn með mánaðarfyrirvara við
1. júní eða 1. desember ár hvert.
Hjörtur Brandsson
Þú áttir stærri hugarheim en hversdags maður.
Hlýlyndur og hjartaglaður.
Ekki varstu afskiftur af ýmsum raunum.
Sorgin vaxtar vit að launum.
Enga hrekki í brjósti barst né brigð til vina.
Lá þér rómur lágt um hina.
Göngum hljótt um góðra manna grafarvegi.
Væri gott þeir gleymdust eigi.
Margt var rætt og mörgu spáð og mætt var gaman,
þegar að við sátum saman.
Fræðaslyngur, fjölhygginn og frjáls í anda,
skygn á stefnu lýðs og landa.
Þó hann löngum lúa kendi lífs í hildi,
allra böl hann bæta vildi.
Ég skal ekki í eftirmæli öfgar skapa.
Tízku þarf ég ekki að apa.
Breiðafjarðar bernskulög í barmi sungu.
Lá þér fagurt ljóð á tungu.
Hönd þér rétti ég, Hjörtur minn, fyrir hlýja kynning.
Kveðjan er helguð kærri minning.
Jón Jónatansson
Frú Sigríður Hall
101*111
Síðastliðinn mánudag lézt á
St. Pauls sjúkrahúsinu í Saska-
toon söngkonan frú Sigríður
Hall, kona prófessor Steingríms
K. Hall að Wynyard, Sask.,
rúmlega 73ja ára að aldri; hún
var ættuð úr Dalasýslu. Frú
Sigríður var glæsileg og góð
kona og gædd óvenju fagurri
rödd; var hún um langt skeið
einsöngvari í Fyrstu lútersku
kirkju og jók mjög á söngmenn-
ingu íslendinga vestan hafs; auk
manns síns, sem er ágætur
píanó- og organleikari og kunn-
ur sönglagahöfundur, lætur frú
Sigríður eftir sig tvær dætur,
Sylvíu og Eveline í Washington,
D.C., og einn bróður, Jón Hör-
dal að Lundar, Man.
Útför þessarar merku konu
verður gerð frá Fyrstu lútersku
kirkju í dag, fimtudag, kl. 2 e.h.,
undir forustu Dr. Valdimars J.
Eylands.
Vafalaust verður frú Sigríðar
frekar minst hér í blaðinu áður
en langt um líður.
Róttækar ráðu-
neytisbreytingar
Að því er símfregnir frá Lon-
don herma hinn 27. apríl síðast-
liðinn, hefir forsætisráðherra
Rússa, Georgi Malenkov, hrund-
ið í framkvæmd róttækum
breytingum á ráðuneyti sínu;
skipt var um átta ráðherra; ör-
yggismálaráðherra verður A. L.
Senov og tekur hann jafnframt
við forustu leyniþjónustunnar,
hvort sem hann síðar meir sætir
sömu afdrifum og fyrirrennari
hans, Lavrenty Beria, er sakað-
ur var um dróttinsvik og tekinn
af lífi. Landbúnaðarráðherra,
nýr af nálinni, hefir verið
dubbaður upp, og fylgir það
sögu, að Malenkov hafi ekki
verið farið að lítast á blikuna
varðandi búnaðarframleiðsluna
í landinu, sem mælt er að gengið
hafi á tréfótum undanfarna
mánuði.