Lögberg - 13.05.1954, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. MAI 1954
Úr borg og bygð
Matreiðslukona óskast
Eilliheimilið Höfn í Vancouver
þarf að fá matreiðslukonu í
þjónustu sína fyrir þann 1. júní
næstkomandi. Upplýsingar veit-
ir forstöðukona heimilisins, Miss
M. F. Stevenson, 3498 Osler St.,
Vancouver, B.C.
☆
Leit að erfingjum
Ræðismannsskrifstofa Islands
í Winnipeg hefir verið beðin að
afla upplýsinga um ættingja
Freygerðar Árnadóttur frá
Stokkseyri, sem andaðist 20. júlí
1953. Meðal erfingja dánarbúsins
eru talin systurbörn hinnar
látnu í Ameríku, en nánari upp-
lýsingar um nöfn þeirra eða
heimili eru ekki fyrir hendi.
Ætlað er, að systir Freygerðar
og móðir umræddra erfingja
hafi heitið Margrét Árnadóttir,
en ekki er það þó vitað með
vissu. — Upplýsingar varðandi
málaleitun þessa sendist til
Conculate of Iceland, 76 Middle-
gate, Winnipeg, Man., eða um
síma 74-5270.
☆
Frú Marja Bjornson frá Mini-
ota, Man., var stödd í borginni í
vikunni, sem leið og sat fund í
milliþinganefnd Þjóðræknisfé-
lagsins varðandi samvinnu um
skógræktarmál íslands.
☆
The Close Radio verzlunin að
705 Sargent Ave., hefir til sölu
um þessar mundir nokkuð af
íslenzkum hljómplötum; sendið
pantanir sem fyrst, því eftir-
spurn er mikil.
☆
Mr. Jack St. John, Liberal-
þingmaður fyrir Winnipeg
Centre kjördæmið, heldur leið-
arþing í Goodtemplarahúsinu
kl. 8 á mánudagskvöldið hinn
17. þ. m., þar sem hann skýrir
að nokkru frá störfum nýafstað-
ins fylkisþings og sýnir merka
litkvikmynd. Aðgangur ókeypis.
Free Sheets & Bags For
COTTON & WOOLEN BAGS
Please write for full information.
New prints. Pieces size approxi-
mately 36 x 40, very good quality
cotton, but mipsrints and grue-
some colors, cheap, each 15c.
Thick chenile rugs, pastel colors, 24 x
36". Special $2.49
Unbleached Flour, 100 lbs. 23c
Unbleached Feed, extra large 22c
Unbleached Sugar, 100 lbs. 23c
Bleached Flour, 100 lbs. 29c
Same, slightly damaged 22c
Bleached Feed, extra large 28c
Bleached Sugar 29c
Turkisþ Towels, pastel colours, half
price, 21"x41", sale price 49c each
Print Bags, 50 lb., perfects 23c
Coloruful Print Perfects, 100 lbs. 39c
Damaged, extra large 100 lb. prints, all
different colours, special 25c
36" Colourful Dress Prints, yard i... 33c
Good quality white flannelette,
36" wide, 10 yds. for $3.85. 20 yds.
heavy unbleached cotton, 40"
wide, sale price $6.00. Unbleached
double sheets, heavy cotton, sale
I price $1.69. Same bleached $1.89.
Cotton pieces, 26" x 26", 12 for $1.00
98-lb. flour, slightly dmaaged 17c
Towels, bleached 16c
Towels, bleached, extra large 18c
Bleached Sheets, single ....... 94c
Winnipeg Bag Co.
975 Main St. Dept. W Winnipeg
— Brúðkaup í Riverton —
Gefin saman í hjónaband í
kirkju Bræðrasafnaðar, River-
ton, Man., voru þau Miss Eleanor
Vilborg Thorsteinson og Mr.
Antonius Lorne Peterson. Hjóna
vígsluna, sem fór fram 24.
apríl s.l. kl. 3 s.d., framkvæmdi
séra Robert Jack. Kirkjan var
þéttskipuð, þrátt fyrir mjög
slæma vegi. Brúðarmeyjar voru
Miss Margrét Thorsteinson,
systir brúðarinnar, og Miss Anna
C. Benedictson. Blómamey var
Miss Sandra Guðmundson, og
hringana bar Mr. Ronald Lax-
dal. Brúðgumann aðstoðaði Mr.
Bjarni Peterson, bróðir hans, og
til sætis leiddu Mr. Kristján
Thorsteinson, bróðir brúðarinn-
ar, og Mr. Laurence Helgason,
frændi brúðgumans. Við orgelið
var Mrs. Sigurlín Bergen, en
einsöngva söng Miss Birdeen
Johnson.
Foreldrar ungu hjónanna eru
hin velmetnu hjón Mr. og Mrs.
Hermann Thorsteinson, River-
ton, Man., og Mr. og Mrs. Th.
Peterson, Árnes, Man.
Að lokinni hjónavígslunni var
setin vegleg veizla í Riverton
Community Hall, og voru um
tvö hundruð gestir viðstaddir.
Fyrir minni brúðarinnar mælti
Mrs. Kristín S. Benedictson, en
minni brúðgumans var flutt af
Mr. Thor Helgason.
Eftir stutt ferðalag munu hin
vinsælu ungu sjón setjast að i
Árnesi, Man. Hugheilar heilla-
óskir fylgja þeim úr garði.
☆
List of Donalions to the Arborg
Red Cross Memorial Hospital
From Framnes U.M.F. in
memory of Mrs. Margaret Vig-
fússon $ 5.00.
From Mr. and Mrs. Snæbjörn
S. Johnson in memory of: —
Mr. Hannes O. Jónasson
Mrs. Ólöf Jónasson
Mr. Hermann von Renesse
Mrs. Ingigerður Elín Hólm
Mrs. Guðrún Hólm
Mrs. Ragnheiður Björnson
Mr. Jakob Sigvaldason
Mrs. Herdís Jónsson and
Mr. Jón Borgfjord 50.00.
Total Amount $55.00.
Received with thanks
Mrs. Einar Gíslason, Sec.-Treas.,
Árborg Red Cross Memorial
Hospital,
☆
Frá Los Angeles
Að því er Lögberg hefir ný-
lega fengið vitneskju um, mun
allmargt íslenzkt fólk í Los
Angeles og víðar úr Californíu,
vera að búa sig til Islandsferðar;
meðal þeirra verða Gunnar
Matthíasson, Thora dóttir hans
og maður hennar; Mrs. George
Freeberg og sonur, Mrs. Erla
Anderson, Mrs. Sigga Nash,
Mrs. E. Bernards, og Josep
Myres frá National City, svo og
Beta Thomas, er dvelja mun
þrjá mánuði á Islandi.
— ÞAKKARÁVARP —
Innilegustu þakkir vil ég votta
Gimli Women’s Institute, Gimli
Students Council og öllum öðr-
um félögum og einstaklingum,
sem tóku þátt í samsæti fyrir
mig í Gimli-miðskóla 6. maí, og
styrktu á sama tíma skólabóka-
safnið, sem er mér hugfólgið
fyrirtæki. Einnig vil ég votta
dýpsta þakklæti öllum þeim,
sem hafa styrkt mig og kennslu-
starf mitt og sýnt mér vináttu
um þrjátíu og eins árs skeið á
Gimli.
Sigurbjörg Stefánsson
☆
Síðastliðinn föstudag lézt að
Betel á Gimli Guðjón Johnson
frá Ytra-Núpi í Vopnafirði, 86
ára að aldri, vinsæll maður og
drengur hinn bezti; útför hans
var gerð frá Bardals á mánudag-
inn. Dr. Valdimar J. Eylands
flutti kveðjumál. Alvin Blöndal
söng einsöngva, en Gunnar Er-
lendsson var við hljóðfærið;
þessa aldurhnigna Austfirðings
mun frekar verða minst í næsta
blaði.
Þrítugasta þing Bandalags
lúterskra kvenna verður haldið
í Selkirk, Manitoba, föstudag,
laugardag og sunnudag, 28., 29.
og 30. maí
Dagskrá þingsins verður birt
í næsta blaði.
☆
Finnbogi Guðmundsson pró-
fessor lagði af stað áleiðis til Is-
lands í gærmorgun í heimsókn
til ættingja óg vina; mun hann
dveljast á fósturjörðinni nálægt
þriggja mánaðatíma. Lögberg
biður honum fararheilla og á-
nægjulegrar dvalar í faðmi ætt-
jarðarinnar.
☆
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðhr efnir til sölu á lifra-
pylsu og blóðmör á miðvikudag-
inn 19. maí frá kl. 2 e. h. í fund-
arsal kirkjunnar.
☆
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar efnir til sölu á lifra-
pylsu og blóðmör miðvikudag-
inn 19. maí. — Salan hefst kl.
2 e. h. og verður í fundarsal
kirkjunnar.
GULLBRÚÐKAUPSKVEÐJA
til Guttorms og Jensínu Guttormsson
Nokkur minningarorð um
Mrs. Guðrúnu Agötu Kjartansson
F. 11. júní 1863 — D. 4. nóvember 1953
■sv*f
T. EATON C°,
C A N A D A
Hinn 4. nóv. síðastliðinn and-
aðist að heimili sínu, Brekku í
Mikley, - merkiskonan Guðrún
Agata Kjartansson eftir talsvert
langan ellilasleika, en var þó
ekki rúmföst nema part af síð-
asta misseri.
Guðrún sál. var fædd 11. júní
1863 að Desey í Norðurárdal í
Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar
hennar voru: Árni Gíslason og
Ingibjörg Guðmundsdóttir frá
uppsölum í Hálsasveit, er þá
bjuggu á Desey. Föður sinn
misti Guðrún sál. þegar hún var
á unga aldri, en ólst upp hjá
móður sinni og bróður sínum
(er þá tók við búsforráðum með
móður sinni) fram til tvítugs,
er hún misti móður sína. Þá fór
hún til vandalausra sem .vinnu-
kona. Fyrst að Sigmundarstöð-
um í Norðurárdal, og var þar
eitt ár, næst í Hjarðarholti 16
ár og eitt ár í Sólheimatungu;
en þá tók hún upp á því ný-
mæli að gjörast vistleysingi, er
þá þektist lítt og taldi sér heim-
ili í Dalsmynni í Norðurárdal,
en vann á ýmsum stöðum í ,
dalnum og víðar við sauma og
prjónaskap. Keypti hún sér stóra
prjónavél í félagi við ýmsar
konur sveitarinnar. Þann starfa
iðkaði hún þar til hún trúlof-
aðist frænda sínum, Benedikt
Kjartanssyni, Einarssonar, (voru
þau þremenningar að ætt af
hinni alkunnu Háafellsætt). Var
hann til heimilis í Sólheima-
tungu í Stafholtstungum. Haust-
ið 1897, 10. október, giftust þau.
Var þá Benedikt til heimilis á
Flóðatanga í Stafholtstungum
hjá Árna Jónssyni, Stykkishólms
póst, en Guðrún sál. var í húsa-
mennsku í Melkoti, þar til Árni
póstur drukknaði. Tók þá Bene-
dikt við starfi hans og flutti
Guðrún þangað. Bjuggu þau þar
rúmt ár, eða þar til vorið 1900,
að þau fóru vestur um haf ásamt
einkasyni sínum, Jóni Ágúst, þá
tæpra tveggja ára að aldri. —
Fluttu þau það sama ár til
Mikl^yjar, fyrst að Grund, en
um haustið að Birkilandi og
voru þar eitt ár, næst fóru þau
að Helgavatni og dvöldu þar
þangað til Benedikt keypti
Brekku; fluttu þau þangað 1903
og þar bjuggu þau jafnan síðan
eða rúm fimmtíu ár.
Um 1907 tóku þau dreng til
fósturs, Stefán að nafni. For-
eldrar hans voru Þorleifur Ei-
ríksson og Guðbjörg Sakarías-
dóttir, var Þorleifur þá nýdáinn
frá mörgum ungum börnum.
Tóku þau Guðrún sál. og Bene-
dikt Stefán og ólu hann upp til
fullorðins ára. Hann kvæntist
stúlku af pólskum ættum og
voru þau til húsa hjá Guðrúnu
og Benedikt næstu tvö árin, eða
þar til Stefán keypti hús og
flutti það að Brekku í námunda
við gömlu hjónin. Fyrir nokkr-
um árum seldi Stefán húsið og
flutti ásamt fjölskyldu sinni
vestur að hafi, og búa þau nú í
Prince Rupert, B.C.
Guðrún sál. var mesta dugn-
aðarkona, enda þurfti hún oft á
því að- taka, þar sem Benedikt
maður hennar stundaði fiski-
veiðar árið um kring að mestu,
og var því að heiman tímunum
saman, en hún sá um búskapinn
heima fyrir og lá þá aldrei á
liði sínu, þar sem hún á fyrstu
árunum hafði enga aðstoð utan
drengi sína þá á unga aldri, en
hún kunni ekki að æðrast.
Vorið 1936 varð hún fyrir því
slysi að mjaðmarbrotna og eftir
það bar hún aldrei sitt barr, en
varð að haltrast áfram á hækj-
um. En hetjumóðurinn var sá
sami, því að hún gjörði sín hús-
verk að mestu leyti án hjálpar
á hverju sumri meðan hún lifði;
en allmarga síðustu veturna
höfðu þau menn til að hjálpa sér.
En í gamla húsinu fannst þeim
sjálfsagt að vera, því alltaf var
sjálfstæðishugurinn hinn gami
Um 1940 misti Benedikt sjón-
ina, þá um áttrætt. Hafði þá
Jón sonur þeirra tekið við bús-
forráðum, var hann þá kvæntur
fyrir nokkrum árum. Kona hans
er Kristjana dóttir Jóhannesar
Grímólfssonar frá Jónsnesi í
Mikley. Byggði Jón sér hús á
Brekku við hliðina á húsi for-
eldra sinna og áttu þau því
hægt með að líta eftir þeim, og
til hans flutti Benedikt, er hann
misti Guðrúnu, svo nú stendur
gamla Brekkuhúsið autt.
Árið 1947 var þeim Guðrúnu
sál. og Benedikt haldið gull-
brúðkaup af eyjaskeggjum og
fleirum, og kom þá bezt í Ijós,
hve sterk ítök þau hjón áttu í
hugum samferðamannanna fjær
og nær.
Guðrún sál. var vel gefin bæði
til munn og handa, skemmtileg
heim að sækja með skrítlur á
reiðum höndum og furðu hnytt-
in í tilsvörum, enda bókhneigð
og las allt, sem hún náði til;
minnið var furðu gott, svo hún
hafði þess full not, er hún las;
hún var laglega hagmælt, en fór
dult með þá gáfu. Hún var fé-
lagslynd í bezta lagi og studdi
allan félagsskap eyjarbúa með
ráði og dáð, og mun hafa verið
forseti lúterska kvenfélagsins í
allmörg ár. Hún var mjög barn-
góð og mátti ekkert aumt sjá;
hennar er því sárt saknað bæði
af vinum og vandamönnum, en
þó sérstaklega af börnum í ná-
grenninu, er öll kölluðu hana
ömmu sína, óskyld sem skyld,
enda áttu þau þar hauk í horni,
sem hún var, ef eitthvað bjátaði
á og hún gat lagfært, og þá
ekki sízt lífstíðarfélaganum,
manni hennar, sem nú bíður
eftir að fá að sameinast henni á
landi lifenda, þar sem ekkkert
lengur fær amað.
Blessuð sé minning hinnar
látnu.
Jóhannes H. Húnfjörð
Grand Forks, North Dakota,
12 apríl 1954
Ágætu gullbrúðkaupshjón og
kæru vinir:
Ef skyldustörfin væru ekki
fjötur um fót, myndum við
hjónin hafa verið í þeim fjöl-
menna hópi frænda og vina, sem
hyllir ykkur á þessum ykkar
gullna heiðursdegi. En fyrst við
eigum ekki heimangengt af
fyrrgreindum ástæðum, verður
hið skrifaða orð að vera boðberi
samfagnaðar okkar og heilla-
óska.
Ég hefi oft áður, Guttormur
frsendi, að verðugu lofað og
þakkað þitt ljóðagull, í ræðu og
riti. Á þessum degi verður mér
gæfugul! þitt ofar í huga. önd-
vegisskáld Norðmanna, Henrik
Ibsen, lætur, í frægu leikriti,
söguhetju sína bera sigur af
hólmi, af því að góðar konur og
heilhuga stóðu honum að baki.
Og þegar gerðir eru upp lífs-
reikningarnir, m u n u m við
kvæntu mennirnir, ef allur sann-
leikurinn er sagður, einnig
viðurkenna, að það, sem við
kunnum að hafa afrekað, sé um
annað fram því að þakka, að
við áttum við hlið okkar konu,
er ótrauð stóð okkur að baki í
stormum lífsins. Eða eins og
annað öndvegisskáld norskra
frænda vorra, Björnstjerne
Björnson, orðaði það í afbragðs-
kvæði sínu „Föruneytið mitt“:
„Með mér er ein af þeim málmi
gjörð
fyr mig að fórnaði’ hún öllu’ á
jörð,
já, hún, sem hló, er mitt fleyið
flatti,
né fölnaði’, er gein yfir sjórinn
bratti,
já, hún, sem lét milli ljósra arma
mig lífsyl þekkja’ og
trúarvarma".
Undir þetta veit ég, frændi
sæll, að þú munir taka heilum
huga, og réttilega telja þína
ágætu Jensínu mesta gersemi,
sem þér hefir hlotnast í lífinu.
Sameiginlega munuð þið auð-
vitað segja með rómverzku
skörungskonunni fornu, að ykk-
ar mannvænlegi barnahópur (að
barnabörnunum ógleymdum) séu
ykkar dýrustu gimsteinar, og
um það erum við hinir mörgu
vinir ykkar sammála, og vottum
ykkur ekki sízt virðingu okkar
fyrir það, að koma þeim stóra
barnahóp til manns eins fagur-
lega og raun ber vitni. Það eitt
sér er ærið ævistarf, mikilvægt
og þakkarvert að sama skapi.
Væri ég eins snjallt gullbrúð-
kaupsskáld og þú ert, Guttormur,
myndi ég hafa ort til ykkar
kvæði á þessum merkisvega-
mótum ykkar; en leir. þó hertur
væri í eldi heitrar ræktarsemi,
vil ég ekki hnoða á gullbrúð-
kaupsdegi; það væri synd móti
guði og mönnum, og þó sérstak-
lega gagnvart ykkur, virðuleg-
um gullbrúðkaupshjónum. Fer
ég því x smiðju til Einars Bene-
diktssonar*og segi í fögrum og
djúpskyggnum orðum úr „Brúð-
kaupssöngvum" hans:
stólpi“, eins og Jónas Hallgríms-
son sagði spaklega endur fyrir
löngu. Sérstaklega vil ég votta
ykkur þökk fyrir það, hve vel
þið hafið ori lífsjóð ykkar undir
ástarinnar hljómfagra bragar-
hætti. Fyrir óbrigðula vináttu
þökkum við ykkur hjartanlega
og biðjum ykkur blessunar í
kvöldskininu eftir langan og
nytjaríkan dag. Lifið sem lengst
og lifið heil!
Ykkar einlægur,
RICHARD BECK
Breyiing á áriian:
Núverandi áritan mín er 710
Notre Dame Ave., Winnipeg,
Manitoba.
S. S. Chrisíopherson
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Messur í Norður-Nýja-íslandi
Sunnud. 16. maí:
Víðir, kl. 2, á ensku.
Geysir, kl. 8, á íslenzku.
(Safnaðarfundur eftir messu).
Roberi Jack
„Við arin eldsins helga
skal eining lífsins tengd
og harpa samanhljómsins
af hjartaþráðum strengd.
Þar á til ytra stríðsins
hið innra að sækja frið
og drekka þrótt til dáða
í draumi um starfsins svið.
Sitt afl skal öðru tvinna,
sá auðnu vill í heim.
Hvert jarðar blys, sem brennur,
er bál af neistum tveim.“
Kaupið Lögberg
Víðlesnasta
íslenzka blaðið
"A Realisiic Approach to ihe
Hereafier"
by
Winnipeg auihor Edith Hansson
Bjornsson's Book Siore
702 Sargeni Ave.
Winnipeg
You’ll save a lot of worry,
With the way prices are today;
If you pick your cakes and
dainties,
From Aldo’s great display.
ALDO'S BAKERY
613 Sargenl Ave. Phone 74-4843
Þarna lýsir skáldið á ógleym-
anlegan hátt samfylgd og sam-
starfi karls og konu í fegurstu
mynd sinni, og þá um leið langri
og farsælli samferð ykkar um
lífsins veg.
I nafni okkar hjónanna þakka
ég þér, Guttormur skáld, fyrir
að hafa ori lífræn og listræn ljóð
og leikrit, og ykkur báðum fyrir
að hafa yrki jörðina með mikl-
um sóma áratugum saman, en
„bóndi er bústólpi, bú er land-
LOW First Cost
LOW Operating
COST
KOH LER
Electric Plants
For Homes, Siores, Trailers,
Boals, Docks, Ouibuildings,
eic.
An independent source of light
and power — sole supply or
standby protection. Sizes up to
15 KW — fully automatic. No
fear of power failure when you
have a Kohler. Ask for il-
lustrated details.
AVUMFORD,
AVedland,
flMITED,
576 WoU SU Wpg. Ph. 37 187
also Regina, Saskatoon and Calgary