Lögberg - 13.05.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. MAÍ 1954
5
Aöstoðan til íslenzkunóms . . .
í gær — miðvikudag — átti
frú Jóhanna, ekkja Guðmundar
P. Thordarsonar bakara, níræðis
afmæli. í tilefni þess heimsótti
ég hana á sunnudaginn í hinni
snotru íbúð hennar að 809
Ingersol Street, sem hún hefir
flutt í nýlega. — „Ég kann svo
ljómandi vel við mig hérna,“
sagði hún. „Meðan ég hefi nokk-
urn vegin góða heilsu og get
gert það, sem ég þarf fyrir sjálfa
mig, kann ég bezt við að hafa
heimili út af fyrir mig. Börnin
mín eru mér svo einstaklega góð
og hlynna að mér á allan hátt“.
Og nú var dóttursonur hennar,
Brian Hawcroft, væntanlegur
innan lítillar stundar til að
sækja hana til kveldverðar að
heimili sínu, ásamt foreldrum
sínum, Mr. og Mrs. W. Hawcroft.
Þetta var mæðradagurinn, og
engu síður hátíðisdagur fyrir
ömmur og langömmur, enda var
það sjáanlegt í setustofu frú
Jóhönnu, því að þar var stillt
upp fjölda af fallegum spjöldum,
er hún hafði fengið frá börnum
sínum og barnabörnum með
ástúðlegum kveðjum í tilefni
dagsins, auk þess sem hún hafði
fengið ýmissar fallegar gjafir.
„Sumt af þessu eru nú jafn-
framt afmæliskveðjur og gjafir,
því að afmæli mitt er á miðviku-
daginn“, sagði frú Jóhanna, og
ekki leyndi það sér hve hún
gladdist yfir þessum votti um-
hyggju og ræktarsemi barna
sinna. Hún er frábærlega glað-
leg í viðmóti og vingjarnleg;
þótt hin langa lífsleið hennar
hafi ekki ávalt verið rósum
stráð, hefir hún aldrei látið bug-
ast, né glatað hinni meðfæddu
lífsgleði sinni.
Frú Jóhanna er fædd í Múla-
koti í Fljótshlíð á Rangárvöllum
12. maí 1864; foreldrar hennar
voru Sigurður Eyjólfsson, bóndi
þar í sveit, og kona hans Þórunn
Jónsdóttir. Snemma fór Jóhanna
úr heimahúsum; fimmtán ára að
aldri fluttist hún að Mýrum í
Álftaveri í Austur-Skaftafells-
sýslu og vistaðist þar hjá séra
Hannesi Stephensen; hafði hann
verið sóknarprestur hennar frá
barnsaldri. Þegar hann lézt eftir
2% ár fluttist Jóhanna til
Reykjavíkur og dvaldi þar í sex
ár. Bezta vinkona hennar þar
var Gíslína Gísladóttir. Eftir að
þessi vinkona hennar flutti
vestur um haf til Winnipeg,
lagði hún mjög að Jóhönnu að
flytja vestur líka og útvegaði
henni fargjaldið, og þar sem
um það leyti var mikill vestur-
ferðahugur í fólki á íslandi,
varð það úr að Jóhanna fór
vestur 1888; sigldi hún með
Anchor-línunni til New York og
fór þaðan með lest til Winnipeg.
Varð nú heldur en ekki fagnað-
arfundur með þeim vinkonun-
um.
Jóhanna réðst riú í vist, en
nokkru síðar giftist vinkona
hennar, Gíslína, Einari Hjörleifs-
syni Kvaran, sem þá var ritstjóri
Lögbergs. Þegar fyrsta barn
þeirra hjóna var væntanlegt,
sagði Jóhanna upp vinnu sinni
fil þess að geta stundað vinkonu
sma meðan hún lá á sæng.
Barnið, sem var stúlka, var
nefnd Matthilde eftir fyrri konu
Einars H. Kvaran.
, loknu hjúkrunarstarfi
sinu hjá Kvarans-hjónunum, tók
ohanna að sér saumaskap, því
að hún var vel að sér í handa-
vinnu. Um þetta leyti lofaðist
un Guðmundi P. Thordarsyni,
sem hún hafði kynnzt í Reykja-
vík, en hann hafði flutzt vestur
og gerzt bakari í Deloraine,
Manitoba. Höfðu þau ákveðið
giftingardaginn, 8. nóv. 1890.
Nokkrum vikum fyrir brúð-
kaupsdaginn veiktist Jóhanna
a -a varlega, og þá tóku þau
jonin Jón og Jónína Júlíus
hana heim til sín, þótt þau væru
Frú Jóhanna Thordarson
henni alveg ókunnug, og hjúkr-
uðu henni þar til hún náði fullri
heilsu, og fylgdi síðan frú Jónína
henni á járnbrautarstöðina, svo
Jóhanna komst til Deloraine í
tæka tíð og giftingin fór fram
hinn ákveðna dag.
Þau hjónin, Jóhanna og Guð-
mundur P. Thordarson dvöldu í
Deloraine árlangt en fluttu síð-
an til Winnipeg, og setti Guð-
mundur þar upp bakaraverzlun
á Ross Street, og þótti hann einn
bezti bakari Winnipegborgar.
Græddist honum mikið fé á tíma
bili, en hann var ekki féfast-
ur að sama skapi. Hann var
óspar á fé til þeirra hugsjóna-
mála, er hann hafði fengið trú
á. Hann lét reisa á Victor stræti
eitt glæsilegasta íbúðarhús
þeirra tíma og var örlátur styrkt-
armaður Fyrsta lúterska safn-
aðar, en þegar fjárhag hans fór
hnignandi hneigðist hann all-
mikið að afturhvarfstrú (Pentis-
costal) og ritaði hann bækling
um þennan trúaráhuga sinn.
Þeim hjónum varð ellefu
barna auðið og eru þessi á lífi:
Andrés Guðmundur, bílaverk-
fræðingur í Vancouver; Mrs.
Gabrielle Wieneke, Detroit; Mrs.
Louise Hawcroft, Winnipeg; Mrs.
Kristjana Nichols, Edmonton, og
Emil, Manufacturers agent 1
Calgary. Barnabörnin eru ellefu
og barnabarnabörn tíu.
Frú Jóhanna hefir innt af
hendi mikið ævistarf. Þegar
maður hennar misti heilsuna, þá
tók hún sjúkt fólk inn á heimili
sitt og stundaði það; bjó þá fjöl-
skyldan á Winnipeg Ave. Stuðl-
aði hún hannig að því, að koma
börnum sínum til mennta.
Frú Jóhanna er falleg kona og
góð að sama skapi; hún er fram-
úrskarandi trygglynd og gleymir
aldrei hafi einhevr reynst henni
vel. Enginn myndi trúa því,
að hún væri búin að fylla níunda
tuginn, svo er hún hress og kát
og skemmtileg. — Lögberg óskar
henni innilega til hamingju með
afmælið.
FROM SEATTLE, WASH.
May 3rd 1954
Last Sunday evening was the
occasion of a reception in the
home of Mrs. Jakobína Johnson
honoring Mr. Thor Guðjónsson,
Director of Fresh Water Fish-
eries in Iceland, together with
his wife Elsa. Both he and Mrs.
Guðjónsson graduated from the
University of Washington in
1945. Mrs. Guðjónsson graduated
in home economics and is the
author of a book on this subject
used currently in the Icelandic
schools. They are here for a
months stay.
During the evening Mr. Guð-
jónsson showed a color sound
film of his country. It men-
tioned Iceland as a “Jewel Of
The North,” to which all those
present thoroughly agreed. As
many of the Icelandic homes in
the cities are heated by hot
water from local thermal
springs, it gave evidence of a
cleanliness everjrwhere, even
down to the farm animals. The
wool on the sheep showed as
snowy white. Thremendous
waterfalls, spouting gysers, boil-
ing mud-pots, and scenes of
sport fishing for the Atlantic
salmon will never be forgotten.
Guests in attendance from the
Fisheries Department were Mr.
and Mrs. W. F. Thompson, Mr.
and Mrs. L. R. Donaldson, and
Mr. and Mrs. A. B. Welander;
from the Home Economics De-
partment were Dr. Jennie
Roundtree, and Miss Grace
Denny; from the Scandinavian
Department, Mr. and Mrs.
Walter Johnson and Miss Siri;
from the Drama Department
was Miss Sherry Selfors. Others
not from the U. of W. family
were Mr. and Mrs. John L.
Johnson, Mr. and Mrs. M. J.
Forsell, Miss Christine Thomle
and Captain Kári Johnson.
At a late hour refreshments
were served, many of which
with a decidedly foreign ap-
pearance and most deliceous
taste, which this \yriter is un-
able to decribe—only that they
were beautiful in apperance
and most deliceous.
Thanks to you again Mrs.
Jakobína Johnson for a delight-
ful evening that will never be
forgotten.
M. J. Forsell,
Minningarorð
Miss Elín Thorlacius var fædd
í Fagranesi í Skagafirði, á ís-
landi, árið 1862. Foreldrar
hennar voru þau hjónin, séra
Magnús Thorlacius og frú Guð-
rún Jónasdóttir. Þrjú systkini
Elínar voru: Guðrún, er varð
kona séra Friðriks J. Berg-
manns, hins mikla kirkjumála-
og menntamálaleiðtoga meðal
Vestur-íslendinga; Anna, sem
sigldi til Noregs þegar hún var
17 ára, og nokkrum árum síðar
giftist Próf. Didrik Grönvold;
séra Hallgrímur Thorlacius, er
varð prestur að Glaumbæ í
Skagafirði.
Á íslandi naut Elín góðrar
heimakennslu og einnig stund-
aði hún nám á kvennaskóla.
Árið 1889 fluttist hún vestur
um haf, settist að í íslendinga-
byggðinni í Norður Dakota og
átti þar heimili hjá mági sínum
og systur, séra Friðrik og Guð-
rúnu Bergmann, að Garðar.
Árið 1902 flutti hún norður
til Winnipeg. Þá voru þau Berg-
harins-hjónin flutt þangað og
hafði hún heimili hjá þéim að
259 Spence St til ársins 1927.
Þá flutti hún til systurdóttur
sinnar, Magneu, dóttur séra
Friðriks og Guðrúnar Berg-
manns, og manns hennar Gor-
don Paulson, sem lengi hafa
búið að 351 Home St hér í borg.
Hjá þeim Paulsons-hjónum átti
Miss Thorlacius heimili 27 síð-
ustu ár ævi sinnar. Heilsan var
sæmileg fyrst um sinn, en árið
1948 mjaðmarbrotnaði hún og
fékk aldrei fulla heilsu eftir það.
Hún fékk hvíldina á þriðjudag-
inn, 13. apríl.
Nánustuj syrgjendur hér eru
Paulsons-hjónin og systir Mrs.
Paulson, Mrs. Elísabt Anderson
ásamt börnum hennar og barna-
börnum.
Kveðjumálin voru flutt af
séra Rúnólfi Marteinssyni í út-
fararstofu Bardals og Brookside
grafreit fimtudaginn, 15. apríl.
Miss Thorlacius var prýðilega
vel gefin kona, fjörug, vinsæl og
starfsöm frá barnsaldri, eins
lengi og kraftarnir entust. í
söfnuðum séra Friðriks Berg-
manns vann hún af alhug að
málefnum kirkjunnar, í sunnu-
dagaskólum, í félagsskap ung-
menna og öðru kirkjustarfi. Hún
var einstaklega félagslynd og
skemtandi í viðræðu. Hún var
heppin með heimili: fyrst á
æskuheimilinu með foreldrum
sínum, þar næst á heimili séra
Friðriks og Guðrúnar Berg-
manns, og síðast hjá Paulsons-
hjónunum. Hún unni af hjarta
öllum þessum heimilum og naut
þar hins mikla og sanna ástvina
kærleika.
Hún elskaði Guð og hið góða
og sýndi ávexti þess hugarfars í
breytni sinni. R. M.
Framhald af bls. 4
years may be taken from those
available in the first and second
years. —
Ef við athugum þessi ákvæði,
sjáum við, að nemandi í vísinda-
deild getur ekki valið íslenzku
í fyrsta ári, en aftur á móti
komið henni við í öðru ári og úr
því lesið hana þrjú ár samfleytt,
ef hann vill. Sé nemandinn kom-
inn í þriðja eða fjórða ár
(general course) og hafi hann
ekki tekið íslenzku áður, á hann
þess enn kost líkt og var um
nemendur í fræðadeildinni.
Málakennsla í sérgreinadeild-
unum, þ. e. a. s. - í verkfræði-,
landbúnaðar- og hússtjórnar-
deildunum (engineering, agri-
culture, home economics) er, eins
og kunnugt' er, af mjög skorn-
um skammti. Erlent mál er þar
aðeins kennt í fyrsta ári, og
leggur landbúnaðardeildin t. d.
áherzlu á, að það sé annaðhvort
franska eða þýzka. Tel ég það
heilbrigt sjónarmið í sérgreina-
deiídunum og erfitt að ætla með
rökum að tefla íslenzku eða
grísku, svo að dæmi séu nefnd,
gegn frönskunni og þýzkunni. í
þeim sökum hljóta hagnýtu
sjónarmiðin að ráða, nemend-
urnir þurfa að geta lesið fræði-
rit í sérgreinum sínum á fleiri
málum en ensku og franskan og
þýzkan þá nærtækust og sjálf-
sögðust.
Undanþágur hafa þó verið
veittar, því að í fyrra hafði ég
nemanda, er var við undirbún-
ingsnám undir verkfræði (First
Year Arts and Science, Pre-
Engineering), og var honum
leyft að lesa íslenzku. Og í vetur
hafði ég tvo nemendur úr hús-
stjórnardeildinni. Er því nauð-
synlegt, að nemendur í þessum
deildum, er lesa vilja íslenzku,
athugi alla möguleika á því að
haustinu, þegar þeir koma í
skólann, en gefi hana ekki á bát-
inn að óreyndu.
Eins og ég hef áður sagt, á
íslenzkan fyrst og fremst heima
í fræðadeildinni (Arts). Nem-
endur hennar hafa betri skil-
yrði til víðtæks íslenzkunáms
en nemendur nokkurs annars
háskóla hér í álfu. Nemenda-
talan skiptir ekki öllu máli, eins
og sumir vilja vera láta (enda
alltof snemmt að dæma nokkuð
um það), heldur miklu fremur
alvara og árangur þeirra nem-
enda, er íslenzkunámið stunda.
Fáeinir snjallir nemendur, er
lykju hér íslenzkunámi og yrðu
síðan t. d. styrktir til náms-
dvalar á Islandi, en gerðust
loks kennarar við skóla vestan
hafs eða hvar annars staðar,
jafnframt því sem þeir tækju
þátt í íslenzku þjóðræknisstarfi,
munu, þegar fram líða stundir,
launa margfaldlega þá fórn, sem
færð hefur verið til að koma
íslenzkudeildinni á fót.
Við trúum öll á hlutverk is-
lenzkrar tungu og þeirrar
menningar, sem í henni er
fólgin. Sé það vilji okkar, að
aðrir öðlist réttan skilning á
hlutverki íslenzkunnar, verðum
við að sýna trú okkar í verki
og það með því, að sem
flestir nemendur af íslenzkum
ættum sæki að deildinni og
styrki hana fyrstu sporin. Því
betur sem við notum þá aðstöðu,
sem við þegar höfum, því fyrr
mun íslenzkan ryðja sér til
rúms við háskólann. Og ég vil
ekki trúa því fyrr en ég tek á
því, að íslenzkan hafi lent í
rangri vist, hafi lent hjá Hálfi
konungi, en ekki Hrólfi kraka,
því að til hans var þó förinni
heitið. En vegna þeirra, er farnir
eru að ryðga í sögunni, sem hér
er vitnað til, set ég hana í lokin
bæði í gamni og alvöru:
í þann tíma, er Ólafur kon-
ungur sat í Sarpsborg, bar það
til einn tíma, að mikill maður
og ókunnur gekk fyrir konung-
inn og kvaddi hann, en kon-
ungur tók honum vel og spurði
hann að nafni, en hann nefndist
Tóki og kvaðst vera Tókason,
Tókasonar hins gamla. Hann
beiddi konunginn að vera með
hirðinni nokkurt skeið. Kon-
ungur veitti honum það og skip-
aði honum sæmilegt sæti. Tóki
var fáskiptinn og drakk löngum
lítið. Hann var siðugur og við-
fellinn og þokkaðist hverjum
manni vel. Það fann konungur,
að Tóki var bæði fróður og
fréttinn. Leysti hann og úr öllu
vel og viturlega. Þótti konungi
hin mesta skemmtan að ræðum
hans. Það sá menn, að Tóki
var gamall maðpr, en þó sá
þeir, að hann hafði verið af-
burðamaður að vexti og væn-
leika. Það var einn dag, er kon-
ungur talaði við Tóka og spurði,
hversu gamall maður Tóki væri.
Hann sagðist það ógjörla vita, —
„en hitt veit ég, að mér var
aldur skapaður, að ég skylda
lifa tvo mannsaldra, og þykir
mér von, að þeir séu brátt end-
aðir, að því sem flestra manna
aldrar gerast.“ Konungur mælti:
„Muna muntu þá Hálf konung
og rekka hans eður Hrólf kraka
og kappa hans.“ Tóki svarar:
„Man ég þá hvoratveggju, því
að ég var með þeim báðum.“
Konungur spurði: „Hvorir þóttu
þér þar frægri?“ Tóki svarar:
„Það skuluð þér dæma, Herra,
en ég skal segja yður þar til
einn ævintýr. Þá var ég sem
ernastur maður, og fór ég landa
á milli, og hafða ég sveit manna
valda með mér, eftir því sem
mér þótti standa og við mitt
hæfi vera, því að ég þótta þá
þeim fram fylgja, er í fræknara
lagi voru. Var það og satt, að
mér þótti þá fátt ófært. Fór ég
þá víða um lönd, og vildi ég
reyna örleik höfðingja og frægð-
ir kappa þeirra. Var það og lagið
á mig með aldrinum, að ég
skylda hvergi una lengur en tólf
mánuður, og vissa ég, að það
gekk eftir. Þá spurða ég til
Hrólfs kraka, örleika hans og
mildi, frægða ög framaverka og
hraustleika kappa hans, að þeir
væri ólíkir öllum öðrum að afli
og allri atgjörvi. Gerðumst ég fús
að finna þenna konung og
kappa hans. Fór ég þá og sveit-
ungar mínir, þar til er ég kom
fram í Danmörku og á fund
Hrólfs konungs. Gekk ég fyrir
hann, og kvadda ég hann, en
hann tók mér vel og spurði,
hvað manna ég væra, en ég
sagða honum. Hann spurði mig
að erindum, en ég sögðumst vilja
þiggja af honum veturvist, en
hann kvaðst við engan mann
mat spara og eigi mundi hann
við mig fyrstan eður sveitunga
mína. Ég spurða þá, hvar ég
skylda sitja. Hann bað mig þar
sitja, sem ég gæta rutt mér til
rúms og kippt manni úr sæti.
Ég bað hann hafa þökk fyrir.
Treysta ég mér þá harla vel.
Réð ég þar þegar á, er sat
Böðvar bjarki. Konungur skildi
það til, að þeir skyldu ekki
móti brjótast. Tók ég þá í
hendur Böðvari, og setta ég
fæturna í fótskemilinn. Lét ég
síga herðarnar, en ég herða
handleggina. Treysta ég þá á af
öllu afli, en hann sat kyrr, svo
að hvergi gat ég honum vikið.
En stundum var hann rauður
sem blóð, en stundum bleikur
sem bast eður blár sem hel eður
fölur sem nár, svo að ýmsir
þessir litir færðust í hann, svo
brá honum við. Síðan tók ég í
hendur Hjalta hinum hug-
prúða. Herði sig þar hvor sem
gat, hann og ég. Honum gat ég
kippt á framanverðan stokk, en
þá gat hann ávallt við rétt og
settist niður aftur fyrir mér.
Gekk þessu nokkura stund, þar
til að ég gáfumst upp. Tók ég þá
til Hvítserks hins hvata, og
treysta ég á, sem ég orkaða. Gat
ég honum þá fram kippt og svo
hverjum af öðrum. Fór ég svo í
kring um höllina, og gekk
þaðan af hver úr sínu sæti. Síðan
sat ég þar, er mér líkaði, og
mínir menn. Höfðum vér allir
hin sæmiligstu sæti. Var þar
hin mesta mikilmennska á öllu,
og þar hefi ég svo verið, að mér
hefir bezt þótt af öllum hlutum.
En er sumar kom, gekk ég fyrir
Hrólf konung, og þakkaða ég
honum veturvistina, og sagða ég,
að ég munda þá í brottu verða,
en hann bauð mér með sér að
vera, en ég unda því eigi. Fór
ég þá enn víða og þar til, að ég
spurða til Hálfs konungs og
rekka hans. Var mikið af sagt,
hvílíkir hreystimenn þeir voru.
Fór ég þá enn, þar til að ég
kom í Noreg og á fund Hálfs
konungs. Gekk ég fyrir hann,
og kvadda ég hann, en hann tók
mér harla vel. En ég beidda hann
veturvistar, en hann kvað mér
það til reiðu að sitja þar svo
lengi sem ég vilda verið hafa.
Ég spurða þá, hvar ég skylda
sæti hafa og mínir menn. Hann
bað mig þar sitja, sem ég gæta
kippt manni úr rúmi með jöfn-
um skildaga og Hrólfur kraki
gerði. Geng ég þar að, sem sat
Útsteinn jarl á aðra hönd kon-
ungi. Tók ég í hendur honum,
og ætlaða ég honum úr sæti að
kippa. Herða ég mig þá af öllu
megni, og gat ég ekki að gjört.
Síðan gekk ég til Innsteins, þá
til Hróks hins svarta, þá til
Bjarnar, svo til Bárðar. Gat ég
engum þeirra fram kippt. Þann
veg fór ég innan um alla höllina,
að ég gat þar engum úr sæti
kippt, og það er yður sannast
að segja, herra, að eigi brá þar
sér meir við hinn yzti maður
og hinn minnsti heldur en
Böðvar bjarki. Síðan gekk ég
aftur fyrir konung, og spurða
ég þá, hvar ég skylda sitja, með
því að ég gæta hvergi rutt mér
til rúms. Hann sagði þá, að ég
yrða að sitja skör lægra en hans
menn. Fór ég þá til sætis, þar
sem mér var skipað, og mínir
menn. Skorti þar engan fögnuð,
þann sem hafa þurfti, og þar
þótta mér ekki að nema það eina,
er ég átta þar upp að sjá til
annarra manna, en aðrir menn
niður til mín, ella hefða mér þar
bezt þótt. Skuluð þér nú segja,
herra, hvorir frægri voru.“
„Auðséð er það,“ kvað konung-
ur, „að miklu sterkari hafa
verið rekkar Hálfs konungs, en
engi þykir mér verið hafa kon-
ungurinn samtíða örvari og
betur að sér en Hrólfur kraki. —
COPENHAGEN
Bezfa munntóbak
heimsins
DASH to FLASH and SAVE CASH
FATAHREINSUNIN í NÁGRENNINU (Ábyrgð á öllu)
Skyrtur VAFÐAR í CELLO 5 for$l °°
Ókeypis Sótt og heimflutt afgreiðsla Sími 3-3735 3-6898
FLASH clf,Æ?,iRS
611 SARGENT AVE. (við Maryland)
■SSSÍ4Í4Í44444444444Í4444444S4S444444444444444444444444444444444444444444444?
Afgreiðsla sama dag I
Fatahreinsun vorri frá
10 f. h. til 5 e. h.
w w wwwwwwwwwwwwwwww'V'wwwyvvf
/Uite4MAL
IWENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
FRÚ JÓHANNA THORDARSON, NÍRÆÐ