Lögberg - 17.06.1954, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. JÚNl 1954
Úr borg og bygð
Mr. Sveinn Oddsson prentari
er nýlega kominn heim úr fimm
vikna ferðalagi suðum um
Bandaríki; hann er maður vin-
margur í Minneapolis og Minne-
sota og fór alla leið til Wash-
ington, D.C., í heimsókn til
systkina sinna, sem þar eru bú-
sett; hann lét hið bezta af för-
inni þó veður væri alt annað
en ákjósanlegt þar sem mikið
hefir verið um rigningar og ærið
stormasamt.
T(
Á mánudaginn komu hingað
til borgar frá Islandi tveir ungir
og efnilegir menn, báðir ættaðir
af Sauðárkróki, en þeir eru Kári
Jónsson sonur Jóns Björnsson-
ar verzlunarmanns og konu hans
Unnar Magnúsdóttur, og Eiríkur
Haukur Stefánsson, sonur
Stefáns Vagnssonar og konu
hans Helgu Jónsdtótur; þeir
munu hafa í hyggju, að ílegjast
hér í landi, ef alt gengur að
óskum.
Hpjæmi
t * u i »» t H
*ii ui im
SPACf
CONTRIBUTCO
■ V
WINNIPEG
BREWERY
l I M I T E O
í
Þeir á meðal væntanlegra
erindreka og gesta, sem ætla að
sækja 70. ársþing lúterska
kirkjufélagsins. og óska þess að
þeim sé útvegað fæði og hús-
næði á meðan á þingi stendur,
eru beðnir að gera undirrituðum
aðvart tafarlaust:
FRED BJARNASON
187 Aubrey St., Winnipeg
Sími 72-2364.
☆
Nýlega lézt á sjúkrahúsi hér í
borginni Mrs. Hilma Marie
Kernested ekkja eftir William
Kernested, 45 ára að aldri; hún
var jarðsungin að Woodlands
undir umsjón Bardals.
☆
Miss Beatrice Hannesson,
sem starfar á skrifstofu cana-
diska sendiráðsins í Washington,
D.C., hefir undanfarandi daga
verið í heimsókn hjá foreldrum
sínum, þeim Mr. og Mrs. John
Hannesson í Langruth.
☆
Mr. Júlíus Davíðsson bygg-
ingameistari kom heim í fyrri
viku úr skemtiför vestan af
Kyrrahafsströnd og suður um
Bandaríki; heimsótti hann fjölda
ættingja og annara vina bæði í
Vancouver og eins sunnan landa-
mæranna og kvaðst lengi mundi
geyma fagrar endurminningar
úr förinni.
☆
VANTAR
Gjörðabók sextugasta og sjö-
unda þings lúterska kirkjufé-
lagsins 1951 — Proceedings of
íhe Sixly-Sevenlh Annual Con-
venlion of Ihe Icelandic Lufh-
eran Synod of America 1951. —
Hafi einhver þetta hefti aflögu
er hann vinsamlega beðinn að
láta undirritaðri það í té. Sam
einingin fyrir sumarmánuði
þess árs og Gjörðabókin er inn-
bundin í eitt hefti.
Mrs. F. Benson, Columbia Press,
695 Sargenl Ave. Winnipeg
☆
Dr. S. E. Björnsson og frú frá
Miniota voru stödd í borginni
um síðustu helgi; komu þau
hingað til fundar við son sinn,
Dr. Sveinbjörn Björnsson og
fjölskyldu, er kom í heimsókn
austan frá Harvard-háskóla þar,
sem hann hann hefir stundað
undanfarin ár við frábærum ár-
angri nám í Legal Medicine og
hlotið hærri námsstyrki en
nokkur annar vestur-íslenzkur
námsmaður. Dr. Sveinbjörn er
kvæntur Helgu, dóttur þeirra
Mr. og Mrs. S. V. Sigurdson í
Riverton. Þau Dr. Sveinbjörn og
frú Helga eiga þrjú einkar
mannvænleg börn.
Þjóðræknisdeildin „Frón“ til-
kynnir hér með að bókasafni
deildarinnar verður lokað 30.
júní, fyrir sumarmánuðina. —
Deildin vill því vinsamlegast
mælast til þess við alla, sem
bækur hafa að láni frá bóka-
safninu, að þeir skili þeim þann
dag eða áður. — Skemtið ykkur
vel í sumar, en farið gætilega.
Fyrir hönd Þjóðræknisdeild-
arinnar „Frón“
J. Johnson
☆
Gjafir í blómveigasjóð
Gefið í Blómveigasjóð Þórðar
Backmans, í kærri minningu um
Mrs. Emmu Goodman, Lundar,
Man., dáin 20. maí 1954, Mr. og
Mrs. S. Kristjánsson, Lundar,
$10.00.
Mr. og Mrs. Harold Hallson
og börn, Glenboro, Man., gáfu
$5.00 í Blómveigasjóð Þórðar
Backmans, í ástkærri minningu
um afa sinn Gísla Ólafsson,
Lundar, Man., dáinn 31. maí
1954.
Hjartans þakkir.
F. h. Kvenfélagsins Björk
Dóra Goodman. vice-sec.
Ladies Aid Björk.
☆
Símskeyti barst frú Halldóru
Jakobsson í byrjun vikunnar,
þar sem skýrt er frá láti tengda-
systur hennar frú Lóu, konu
Alberts Guðmundssonar, starfs-
manns við ameríska sendiráðið í
Reykjavík.
Gróðursetning í
Hafnarfirði
Hafnfirðingar leggja mikla
áherzlu á að fegra baeinn
meðal annars með trjárækl
og annarri gróðurseiningu.
Þar er starfandi fegrunarfélag,
sem hefir látið mikið til sín taka
á ýmsan hátt. 1 vor hefir félagið
haldið áfram gróðursetningu
barrtrjáa vestan undir Hamrin-
um, en trjáplöntur þær, sem
áður voru gróðursettar á þessum
stað, dafna vel.
Unnið er ennfremur að breyt-
ingu á Sýslumannstúninu svo-
kallaða í samráði við Fegrunar-
félagið og þar á að koma upp
skemmtisvæði fyrir almenning.
I þessu sambandi skal athygli
vakin á því að nú eru rétt 30 ár
liðin frá því að fyrstu trjáplönt-
urnar voru gróðursettar í Hellis
gerði. Nú er þar einhver fegursti
og gróskumesti skemmtigarður
á Suðvesturlandi og er garður-
inn talandi tákn um það hvað
hægt er að gera hér á landi í
skógræktarmálum, ef vilji er
fyrir hendi og eitthvað afhafzt.
Það var Ingvar Gunnarsson
kennari, sem gróðursetti fyrstu
trjáplönturnar í Hellisgerði og
hann ehfir verið garðvörður þar
frá fyrstu tíð.
—VÍSIR, 25. maí
Viðskiptasamningar
Milli íslands og V.-Þýzkalands
hafa verið undirrilaðir
Utanríkisráðuneytið tilkynnir:
Dagana 12.—20. maí 1954 fóru
fram í Bonn viðræður milli ís-
lenzkrar samninganefndar undir
forystu Vilhjálms Finsens sendi-
herra og þýzkrar samninga-
nefndar undir forystu dr. Stal-
manns skrifstofustjóra. Lauk
þeim með undirskrift viðskipta-
samnings, sem gengur í gildi 1.
júlí n.k. og gildir um óákveðinn
tíma. Með viðskiptasamningi
þessum opnast möguleikar til
allaukinna viðskipta milli land-
anna á báðar hliðar. 1 viðbótar-
samkomulagi, sem gert var
sama dag, eru m. a. ákvæði um
einstök atriði varðandi innflutn-
ing fisks frá Islandi til Þýzka-
lands- Ákvæði um innflutning
þýzkra vara til Islands voru
samræmd gildandi ákvæðum
um innflutning til Islands. Við-
ræðurnar fóru svo sem endra-
nær mjög vinsamlega fram.
Reykjavík, 24. maí 1954
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Happdrætfi hleypt af stokkunum
fyrir landgræðslusjóð
THE SEVENTIETH ANNUAL CONVENTION
of the
Icelandic Evangehcal Lutheran Synod
WINNIPEG, MANITOBA
June 27-30, 1954
(Tentaiive Schedule)
Sunday Evening, June 27th, 7 p.m.
Icelandic Services with Rev. Bragi Fridriksson.
Liturgist—Rev. E. S. Brynjolfsson preaching the sermon
Special Music by the Choir—Report of the President of
Synod—Appointment of Committees.
Monday Morning, June 28th, 9 a.m.
Opening Devotion—Rev. S. Olafsson.
Reports of Committees.
Reports of the Officers of Synod.
Monday Aflernoon, 2 p.m.
Opening Ðevotion—Rev. Virgil Anderson.
Addresses by: Rev. G. Jacobi, Representative United
Lutheran Church in America. Part I.
Rev. Clifford Monk, on: Lutheran World Action.
Monday Evening, 7.30 p.m.
Special music.
Addresses by: Rev. H. S. Sigmar.
Thorir Kr. Thordarson.
Rev. A. G. Jacobi, Part II.
ULCA Representation.
Tuesday Morning, June 29th:
9 a.m. Opening Devotion, Rev. Robert Jack.
Sessions.
2 p.m. Opening Devotion, Dr. R. Marteinsson.
Sessions.
Closing Devotion, Rev. S. S. Christopherson.
Tuesday Evening, 7.30 p.m.
Opening Devotion, Rev. S. T. Guttormsson.
Speakers: Rev. B. Theodor Sigurdsson,
Rev. S. O. Thorlaksson.
Special Music by the Choirs.
Wednesday Morning, June 30th
Opening Devotion, Rev. Johann Fridriksson.
Sessions.
Wednesday, Close of Afternoon 2 p.m.
Opening Devotion, Rev. G. Guttormsson.
Sessions.
Closing of Synod.
10 ár liðin í dag frá stofnun
hans og fyrsta degi lýðveldis-
kosninganna
Landgræðslusjóðurinn er 10
ára í dag. Hann var stofn-
aður af lýðveldiskosninga-
nefndinni 1944, en lýðveldis-
kosningarnar hófust 20. maí.
Nú á tíu ára afmælinu er
ákveðið að hleypa af stokk-
unum happdrætti til ágóða
fyrir sjóðinn.
Landsnefnd lýðveldiskosning-
anna kom saman í gær ásamt
stjórn landgræðslusjóðs til að
minnast þess, að 10 ár eru nú
liðin frá stofnun sjóðsins, og
voru blaðamenn einnig boðnir
til þessa fundar.
Stofnfé 380 þúsund krónur
í sambandi við lýðveldiskosn-
ingarnar fór fram sala á merkj-
um til ágóða fyrir sjóðinn og
söfnuðust sem svarar einni krónu
á mann eða um 130 þús. kr.
Lýðveldiskosninganefndin þurfti
lítið fé til kosninganna, af því
að flestir störfuðu fyrir ekki
neitt. Hins vegar safnaðist all-
mikið fé til að standa straum af
cosningunum, og sá nefndin sér
fært að leggja 250 þús. kr. af því
fé til landgræðslusjóðs. Var því
stofnféð 380 þús. kr.
5000 króna gjöf
I gær skýrði Eyjólfur Jó-
hannsson formaður nefndarinn-
ar frá því, að enn væri í sjóði
5000 kr. hjá nefndinni, sem er
afgangur, eftir að allir reikning-
ar vegna kosninganna voru
greiddir, og afhenti hann nú
landgræðslusjóði það fé. Hann
skýrði og frá því, að hugmynd-
ina að stofnun landgræðslusjóðs
hefði átt Arngrímur Kristjáns-
son skólastjóri, sem er einn
nefndarmanna. Auk þessara
tveggja voru í nefndinni Jens
Hólmgeirsson gjaldkeri. Halldór
Jakobsson ritari og Sigurður
Ólason.
væri hann nú um eða yfir 3
millj. kr. Sjóðurinn hefir þegar
komið að miklu gagni við skóg-
ræktarframkvæmdir. Hafa skóg-
ræktarfélög fengið hjá honum
lán, og lán frá honum hafa gert
kleift að koma upp gróðrar-
stöðinni að Tumastöðum í Fljóts-
hlíð. i
Goldið fyrir vorblíðuna
Nú fer landgræðslusjóður af
stað með happdrætti, og er heit-
ið á fólk að gjalda nú skuld
sína við vorið, sem bæði kom
snemma og var hagstætt öllum
jarðargróðri, og leggja fé af
mörkum til landgræðslustarf-
seminnar með því að kaupa
happdrættismiða sjóðsins. Happ-
drættismiðasalan hefst í dag á
10 ára afmæli sjóðsins og lyð-
veldiskosninganna.
—Alþbl., 20. maí
Mokafli á smábáta
frá Patreksfirði og
Barðaströnd
Sem dæmi um aflann má
nefnda, að á tvo báta fiskuðust
samtals sextán smálestir á mánu
daginn, en þeir bátar reru héðan
frá Patreksfirði. Annar þeirra
fékk sjö og hálfa smálest í róðr-
inum, en hinn átta og hálfa.
Hefir hver maður því dregið
eina og hálfa smálest að meðal-
tali þann rúma sólarhring, sem
fiskidráttur stóð yfir.
Þessi aflahrota hefir staðið
yfir frá mánaðamótum, þegar
ógæftir hafa ekki hamlað veið-
um. Hefir Jilutur manna verið
góður, en hann hefir numið
6—800 krónum á hvern báts-
verja. Jafnframt þessu hefir
verið mokfiski á Barðaströnd, en
þar er aflinn saltaður.
Allur sá fiskur, sem berst á
land á Patreksfirði er lagður inn
til frystingar. Höfðu verið gerð-
ar ráðstafanir til þess að koma
Barðastrandaraflanum einnig
til frystingar á Patreksfirði. Var
fyrirhugað að flytja aflann á
bifreiðum yfir fjallið. Einn bíl-
farmur barst til Patreksfjarðar,
en leggja varð frekari ferðir
niður vegna erfiðrar færðar yfir
fjallið. Ákveðið er að flytja
Barðastrandarafla til frystingar
á Patreksfirði næsta vor. —B. Þ.
Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 20. júní:
Ensk messa kl. 11 árd. undir
stjórn Sunnudagaskólans. Loka-
hátíð Sunnudagaskólans.
“Rewards” fyrir reglulega
aðsókn.
Kl. 7 síðdegis, ensk messa.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
☆
Messur á sunnudaginn 20. júní:
Geysir, kl. 2 á íslenzku.
Víðir, kl. 8 á en^ku.
Robert Jack
Sauðfjárrækt landsmanna að
komast í eðlilegt horf
Von um að sauðfjárveikirnar
séu kveðnar niður að fullu
Sjóðurinn kemur að
miklu gagni
Frá stofnun sjóðsins hefir fjár
verið aflað til hans með ýmsu
móti, framlagi styrktarfélaga,
minningargjöfum, áheitum og
sölu jólatrjáa, og er hann nú
650 þús. kr. En honum var eitt
sinn heitið að til hans rynni
ágóðinn af sölu setuliðseigna, og
ef það loforð hefði verið efnt,
Gera má ráð fyrir, að enda
þótt skipulögðum niður-
skurði sé lokið hér á landi
vegna mæðiveikinnar, verði
enn í haust flutt um 10 þús-
und líflömb milli héraða.
Sæmundur Friðriksson for-
stjóri Sauðfjárveikivarnanna
skýrði Vísi frá þessu í gær.
Sagði hann að búast mætti við,
að á komanda hausti myndi
verða flutt sem næst 10 þúsund
líflömb, aðallega frá Vestfjörð-
um og austur í Rangárvalla-
sýslu, en e. t. v. líka tíl fleiri
staða, sem fjárþurfi eru.
Eins og kunnugt er lauk niður
skurði sauðfjár vegna mæði-
veiki haustið 1952, en í haust er
leið var haldið áfram fjár-
flutningum til þeirra svæða, þar
sem síðast var skorið niður. Alls
voru þá flutt nokkuð yfir 20
þúsund lömb milli staða, þar af
7750 lömb úr Þingeyjarsýslu
suður í Árnessýslu, 9300 lömb af' urri búgrein annarri.
Vestfjörðum, Rangárvallasýslu,
3850 lömb úr, Skaftafellssýslu í
Rangárvallasýslu og Mýrdal og
loks um 100 lömb af Vestfjörð-
um í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu.
Forstjóri mæðiveikivarnanna
skýrði Vísi frá því að nú myndu
Húnvetningar sennilega í fyrsta
skipti í mörg ár reka fé sitt á
afréttarlönd. Áður urðu þeir,
um nokkurt skeið að geyma fé
sitt í girðingum nálægt heima-
löndum. En síðustu árin — nú
eftir að niðurskurður hefir farið
þar fram — hefir fénu fjölgað
svo mjög, að Húnvetningar
telja ekki lengur fært annað en
reka féð til fjalls og hafa því sótt
um að mega gera það í ár.
Þá taldi Sæmundur Friðriks-
son orðið sýnt að halda mætti
niðri garnaveikinni í sauðfé
með bólusetningu, en garna-
veikin hefir verið hinn mesti vá-
gestur, sem herjað hefir á sauð-
fjárstofn landsmanna jafnhliða
mæðiveikinni. Hafi tilraunir af
bólusetningu á Austurlandi þeg-
ar gefið ágæta raun og ákveðn-
ar vonir um að hægt verði að
kveða vágest þennan niður. Nú
má því búast við batnandi hag
bænda hvað sauðfjárrækt við-
kemur, enda vænta bændur í
ýmsum byggðarlögum landsins
meir af sauðfjárrækt en nokk-
Candidates for Confirmation.
1954
Joyce Evelyn Andrews
Eldythe May Andrews
Dorothy Salome Backman
Karen Loris Brandson
Yvene Viola Margareta
Carlson
Evelyn Kristín Ganton
Grace Ólöf Hjáþnarson
Victoria Hope Olson
Florence Margrét Guðrún
Sigurdson
Monica Marilyn Thorsteinson
Guðni Charles Backman
George Winston Backman
Dennis Carlyle Einarson
Ásmundur Freeman Fjeldsted
Jónas Eggert James Fjeldsted
Robert William Halldórson
Carl Edward Waterloo
Magnússon
Raymond Stanley Sigurdson.
Rev. Bragi Friðriksson
Lundar, Man.
IMMEDIATE DELIVERY
WRITE — WIRE — PHONE
WE WILL SHIP C.O.D.
LOWER JUNE PRICES
ON TURKEYS
HAMBLEY TURKEY POULTS
Special value in big Bronze Canadian
Approved, and Imported, Texas and
California stock. Many customers re-
port higher grades, excellent results
with Hambley’s Big Bronze Turkeys.
50 25 10
38.50 19.75 8.50
36.00 18.50 8.00
36.00 18.50 8.00
Ducklings 39.75 20.75 10.75 4.40
Note Hambley’s low prices — Goslings
plenty for immediate delivery.
Toul Goslins 150. 77.50 39.50 16.00
100
B.B. Bronze 75.00
Wh. Holland 70.00
Beltsville 70.00
—VISIR, 3. maí
Viðskiptavinurinn: — Er þessi
regnfrakki algerlega vatns-
heldur?
Afgreiðslumaðurinn: — Já,
alveg; — fyrir utan hnappa-
götin!
Day old, also some nicely started chicks,
available. We specialize in R.O.P. Bred
and R.O.P. Sired. Highest Government
Grades produced in Commercial Hatcheries.
R.O.P. Sired (Canadian) R.O.P. Sired
100 50 25 100 50 25
20.00 10.50 5.50 Sussex 21.50 11.25 5.75
33.00 17.00 8.75 S. Pull. 36.00 18.50 9-50
18.50 9.75 5.00 W. Leg’n 20.00 10.50 5.50
36.00 18.50 9.50 WL Puli. 39.00 20.00 10.2»
20.00 10.50 5.50 B. Rocks 21.50 11.25 5.90
33.00 17.00 8.75 BRPull. 36.00 18.50 9.50
20.00 10.50 5.50 N. H'mp. 21.50 11.25 5.90
33.00 17.00 8.75 NH PuU. 36.00 18.50 9.50
Approved R.O.P. Sircð
19.00 10.00 5.25 Sussex 20.00 10.50 5.50
31.00 16.00 8.25 S. Pull. 33.00 17.00 8.75
19.00 10.00 5.25 W. Rocks 20.00 10.50 5.50
31.00 16.00 8.00 WRPull. 33.00 17.00 8.75
20.00 10.50 5.50 Black Australorps Ask re
33.00 17.00 8.75 B. Austra Pullets Other
19.00 10.00 5.25 Hvy. Cross Breds Breeds
31.00 16.00 8.25 Heavy Cross B. PuUets
20.00 10.50 5.50 Columbia Ply. Rocks
33.00 17.00 8.75 Col. Ply. R. PuUets
HAMBLEY’S COCKEREL CHICKS
Fried Chicken dinners, mighty nice f°r
specials, or the 20-man thresher gangs.
Warm weather, Droody hens, Jal®e
your own with Hambley’s White Leg-
horn R.O.P. Bred Cockerels.
100 — $6.00 50 — $3.50 25 — $2.00
Heavy Breed Cockerels (state first ana
second choice):
100 — $20.00 50 — $10.50 25 — »5W
STARTED CHICKS
Most Breeds in Brooders One, T’wo,
Three Weeks Old at 3c per Chlck P"
Week Above Day-Old Prices — b*31
Second Choice Where Possible.
Guarantee 100% Live Arr. Pullets
Acc. Elec. Brooders, Feeders, Drink .
Supplies. New Free Cataiogue now re
J. J. HAMBLEY HATCHERIES Lld-
Winnipeg, Brandon, Regina, Saskaio e
Edmonton, Portage, Dauphin, Swan