Lögberg - 17.06.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.06.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. JÚNÍ 1954 POUL BRODERSEN: Trén tvö í krossinum Krossinn er gjörður af tveim- ur trjám, öðru langsum, hinu þversum. Þetta er ytra einkenni á krossinum, en það boðar með táknrænum hætti sannleikann um krossinn, sem Jesús Kristur þoldi á písl sína. Kross hans varð til, er tveimur mestu megin öflum tilverunnar laust saman: hinu illa og kærleika Guðs. Væri annað þeirra horfið — myndi þessi kross aldrei hafa risið. í syndlausum heimi hefði kærleiki Jesú ekki þurft að líða kross og nauð. Og hefði það ekki verið kærleiki Guðs, sem bjó í Jesú Kristi og knúði hann til þess að fórna sjálfum sér heldur en að sleppa hendinni af mönnunum, þá hefði hann get- að bjargað sjálfum sér frá kvala- fullum dauða. Synd mannanna reisti upp tréð, en kærleiki Guðs í brjósti Jesú þvertréð. Hann þjáðist og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir syndir mann- anna til þess að friðþægja fyrir þær og sigrast á þeim. Vér viljum hugsa um kross- inn eins og þar mætist synd heimsins og kærleiki Guðs. Vér viljum láta krossinn fræða oss um það, hvað synd er og hverju hún veldur gagnvart Guði — en jafnframt um það, hvað kærleiki Guðs er og hvað hann hefir af- rekað gagnvart veraldarinnar — og vorri — synd. Það voru menn, sem bjuggu Jesú þennan kvalafulla smánar- dauða. Menn vildu ryðja honum burt, leggja hann að velli. Á vorum tímum má finna mörg skelfileg dæmi þess, hvað menn- irnir geta gjört hverir öðrum, þegar sérstaklega stendur á, þrátt fyrir alla fræðslu og menningu. En það, sem lýsir því ægilegast, hvernig komið er fyr- ir mönnunum, er þessi kross á Golgata. Þegar Hann, hreinn og sannur í öllu lífi og starfi og í samfélagi við heilaga veru Guðs, var hér með oss mönnunum, þá var samsæri gjört um það að fyrirkoma honum. Menn vildu ekki þola hann. „Burt með hann, burt með hann!“ æptu þeir sam- eiginlega. Og svo deyddu menn hann. Þessi atburður varpaði átak- anlega skærri birtu yfir afstöðu mannanna til lifanda Guðs. Al- varan djúpa í því, að mennirnir krossfestu Jesú, var ekki éin- ungis í því falin, að það var blóðugt ranglæti — að menn tóku hann af lífi, er saklaus var og heilagur. Dýpsta alvaran býr í því, að Guð sjálfur kom til mannanna þar sem Kristur var. Hann kom til þeirra í sannleiks- orði sínu og krafðist hjartna þeirra og vilja. Og hverju svör- uðu mennirir? Því, sem Jesús lýsti í dæmisögunni um pundin: „Vér viljum ekki, að þessi mað- ur sé konungur yfir oss“. Þá kom í ljós í allri nekt sinni and- staðan gegn Guði í lífi heimsins, sem veldur í dýpstum skilningi myrkrinu í honum og þjáning- unum. Ef til vill kann einhver að hugsa: Það voru á þeim tímum þessir ákveðnu menn — æðstu prestar Gyðinga og Farísear, — sem aðhöfðust þetta, óg það er ókleift út frá því að draga nokkra ályktun um mennina yfirleitt og afstöðu þeirra til Guðs. Þetta kann að virðast svo, en aðeins fljótt á litið. Kross- festing Jesú er að vísu ákveð- inn atburður á ákveðnum tíma sögunnar, og ákveðnir menn áttu þátt í þeirri harmsögu. En jafnframt leiddi hún það í ljós, sem er hið sama á öllum tímum og býr í oss öllum gagnvart Guði og kröfu hans til lífs vors. Hvað var það, sem olli því, að þessir menn breyttu þá við Jesú, eins og þeir gjörðu? Æðstu prestarnir og Farísearnir skildu það, að ef Jesú hefði rétt fyrir sér, þá hefðu þeir rangt og þá yrðu þeir að breytast. 1 stað þess að taka því, vildu þeir bjarga sjálfum sér og halda sjálfum sér fram. Þeir vildu ekki að fullu og öllu gefast á vald lifanda Guði, sem talaði þannig til þeirra og vildi stjórna lífi þeirra. Þeir vildu halda völd- unum — og vegsemdinni sjálfir. Og alþýðan? Alþýðan hafði hyllt Jesú alla þá stund, er hún hugði, að hann væri að láta ósk- ir hennar rætast og leiða hana til valda og virðingar. Þegar henni varð það ljóst, að þetta vakti ekki fyrir honum, heldur vildi hann láta líf þeirra stjórn- ast af Guðs vilja, þá snerist hún öndverð gegn honum. Það, sem birtist bæði í afstöðu leiðtoganna og lýðsins til Jesú, var innsta eðli allra synda. Því að synd er ekki aðeins það, að menn gjöra eitthvað rangt eða eru öðruvísi en þeir eiga að vera. Syndin er í því fólgin að láta sinn vilja og löngun ráða gagnstætt Guðs vilja og kröfu hans til þess að stjórna lífi voru. Meginsynd vor er sú, að vér viljum ekki, að Guð sé Drottinn vor. Hvert sinn sem vér viljum láta eigingirnina ráða og ryðja oss braut, þá erum vér að reyna að þagga niður Guðs rödd og sporna við því, að hann drottni yfir oss. Meðan oss finnst Guð vera í fjarlægð og vilji hans óskýr og óákveðinn, kemur þessi mót- spyrna gegn honum ekki greini- lega í ljós. En því meir sem vér finnum til nálægðar hans í orði hans og kröfur hans til vor verða strangari og vald yfir oss ósveigjanlegra, því harðari verð- ur andstaða dramblætis vors og eigingirni við vilja hans. Svo fór, þegar Guð birtist í Kristi og opinberaðist í mannlífinu, eins og því er lifað hér í heimi, þá varð einnig andstaðan skýr og ákveðin, eins og krossinn sýnir oss. Þá varð það ljóst, að menn- irnir höfðu beint lífi sínu inn á þær brautir, að það var alger uppreisn gegn Guði og Drottni lífsins. Og á því eigum vér öll sök. Þessi eigingjarna og drembi- láta mótspyrna gegn drottin- valdi Guðs yfir lífinu getur einnig birzt undir fögru skinni. Leiðtogarnir, sem gengust fyrir málsókninni á hendur Jesú, voru í miklum metum í landi sínu. Þeir fylgdu sínum meginreglum, en höfðu þær að skálkaskjóli gagnvart lifanda Guði, sem vildi fá vald yfir hjörtum þeirra og leiða þá lifandi röddu sinni. Þeir vildu ekki afneita sjálfum sér. Sjálfselskan getur einnig ráðið á trúarsviðinu, þannig að vér viljum hafa Guð til þess að hrinda í framkvæmd hugsjón- um vorum og fyrirætlunum í stað þess að láta Guð stjórna oss og breyta oss til batnaðar. Lýðurinn var snortinn þjóðar- hrifningu, en í þeirri hrifningu hélt hann sjálfum sér fram og leitaði heiðurs og tnigar, valda og hamingju fyrir sjálfan sig — gegn vilja Guðs og veldi yfir þeim. Þjóðarhrifning getur einn- ing verið í andstöðu við Guð. Frá krossi Jesú leggur birtu á alla söguna og yfir hugsanir vorar og hjörtu, jafnvel yfir dularlöngun hjartans til þess að losna við Guð og eigast máttmn og dýrðina. En það var ekki þetta eitt, sem lét kross Jesú verða til. Hefði svo verið, þá hefði kross- inn blátt áfram verið ógnin ein, en ekki hjálpræðistáknið, sem hann hefir verið þúsundunum um aldirnar. Þessi kross boðar einnig annað en synd mann- anna. Dauði Jesú var ekki ein- ungis píslarvættisdauði. Hann gekk út í dauðann af frjálsum vilja. Hann hefði vel getað kom- izt hjá því. En hann gjörði það ekki, af því að hann vildi ekki sleppa hendinni af syndugum mönnum. Hann vissi um allan hag þeirra. Hann vissi, að undir- rótin að öllu böli mannanna er mótspyrnan móti Guði og frá- hvarfið frá honum, og að hún myndi verða eilíf ógæfa mann- anna, ef ekki yrði sigrazt á henni. Hann gat ekki gengið fram hjá þessu. Hann réðist miklu fremur beint að því böli, fús til þess að þola allt, ef hann gæti aðeins bjargað mönnunum frá því, sem er mesta ógæfa lífs- ins og bölvun. Hann vildi taka á sig verstu illgerðir mannanna til þess að verða þeim til hjálp- ræðis með kærleika sínum, er liði kvöl. Þannig varð kærleiki Guðs augljós mitt í hinum synduga heimi. Þegar vér segjum, að það hafi verið kærleiki Guðs, sem gekk hér á hólm við syndina í heiminum, þá er það af því, að vér trúum því, sem stendur í Nýja testamentinu, að Guð var í Kristi. Það var Guð, sem birt- ist í orðum hans og verkum. Hann og faðirinn voru eitt. Þess vegna birtir þjáning Jesú og dauði oss ekki aðeins fórnandi kærleika manns, heldur kær- leika Guðs sjálfs. Það er eins og Páll segir: „Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, með- an vér enn vorum í syndum vorum. í fornri kirkju ítalskri er mynd af Jesú á : krossinum, þannig að eygja má bak við hann föðurinn eilífa. Hendur föðurs- ins eru fyrir aftan hendur son- arins, og naglarnir nísta soninn, særa einnig föðurinn. Málarinn gamli vildi á eina* málinu, er hann hafði á valdi sínu, segja það, sem oft gleymist, að Guð var í Kristi og það er kærleiki Guðs í Jesú, sem lét negla sig á krossinn mönnunum til hjálp- ræðis. Kærleika Guðs átti ekki að ávinna með fórn. Heldur var það þvert á móti kærleiki hans, sem birtist í fórninni á Golgata. Hvað segir þá þessi kross oss um kærleika Guðs? Fyrst það, að Guð er ekki fjarri því, sem gerist í þessum heimi, þar sem er svo mikið af illu og svo mikil þjáning. Heim- ur syndarinnar er einnig heim- ur þjáninganna. Guð er ekki fjarri honum. Hann er ekki að- eins áhorfandi, sem er hátt haf- inn yfir þetta allt. Krossinn sýn- ir oss, hvernig Guð þjáist fyrir oss og með oss. Hann er ekki fjarlægur því, sem synd sjálfra vor og heimska hefir valdið. Hann hefir gengizt undir og tekið á sig þjáningarnar og byrð- arnar, sem leiða af öllu því, sem vér höfum bakað sjálfum oss, hverir öðrum — og honum. Og hvers vegna gjörir hann það? Til þess að frelsa oss. Hvað sem það kann að kosta sjálfan hann, vill hann leitast við að bjarga oss, sem höfum fellt rústir yfir sjálfa oss. „Maður, lít þú Guð þinn“, segir krossinn við oss. Þannig elskar Guð vond- an heim og syndum spilltan. Þannig liggur honum á hjarta syndabyrði og syndaþungi ver- aldarinnar. Það var maður, sem sagði einu sinni: „Væri ég Guð, myndl hjarta mitt bresta vegna neyðar veraldarinnar og synd- ar“. Sá maður vissi ekki, hvað hann sagði. Því að neyð verald- arinnar hefir níst hajrta hans. Hann gleymdi krossinum. Þeim verður það mörgum, þegar þeir tala um Guð og heiminn, eins og hann er. Fyrst hafna menn krossinum — þeir vilja ekki heyra hann nefndan, hafa hans enga þörf — og síðan spyrja þeir, hvernig Guð breyti í raun og veru við heim, þar sem mikið sé af illu. Þar er krossinn svarið. Og vilji menn ekki hlýða á það svar, þá fá þeir í raun og veru ekkert svar. En þá er það ekki heldur krist- indóminum að kenna. Á krossi Krists hefir kærleiki Guðs orðið fyrir allri vonzku veraldarinnar. Á krossinum gengur hann á hólm við hana. Krossinn birtir oss kærleika Guðs, sem það gjörir. Gyðingar hugðu, að þeg- ar Guð tæki í taumana og berð- ist við vonzku veraldar, þá myndi hann mola og tortíma. Þeir eru alltaf margir, sem hugsa sér það. En Guð í Kristi fór aðra leið. Hann hefir gengið á hólm við vonzku veraldar. En stríð hans var fórn — fórn búin mætti til hjálpræðis. Krossinn merkir það, að kær- leiki Guðs er kominn alla leið niður til vor, hvar sem vér erum staddir. Hversu djúpt sem mannslíf er sokkið — mun kær- leikurinn, er þoldi píslir á krossi, lúta niður enn dýpra til þess að hefja það upp til ljóssins. Inn í heim hins versta, sem mennirnir geta drýgt, gekk þessi kærleiki, til þess að vér skyldum aldrei þurfa að verða viðskila við Guð að fullu og öllu. Þyngsta bölvun syndarinnar er sú, að hún grefur djúp milli mannanna og Guðs. Þeir hafa á öllum tímum haft hugmynd um það, að þeir væru orðnir viðskila við Guð sökum synda þeirra. Og þeir hafa leit- azt við það sjálfir að treysta sambandið á ný. En aðeins einn megnar það .... Guð sjálfur. Hann hefir gjört það með krossi Jesú Krists. Allar fórnfæringar ýmissa trúarbragða eru tilraun- ir mannanna til þess að láta allt gróa aftur heilt. Fórnin á Golgata er annars konar. Þar eru það ekki mennirnir, sem færa Guði fórn til þess að bæta það, sem syndin hefir brotið og skemmt. Þar er það Guð sjálfur, sem færir fórnina. Hann nemur það burt, sem skilur. Hann lýtur niður að oss og gefur oss sjálfan sig, oss, sem höfum gerzt brot- leg við hann, til þess að vér skulum ekki líða undir lok, heldur öðlumst hjálpræði og nýtt líf. Það er hjálpin, að Guð kemur til vor, sem höfum syndgað, og þar sem vér erum stödd, í myrkri, syndasekt og neyð, lofar hann oss að koma til sín og öðlast samfélag við sig. Þannig er engum útskúfað. Enginn þarf að lifa án Guðs. Horfum vér á þennan kross, sjá- um vér kærleik, sem eigi nem- ur staðar við neitt, — opinn faðm, sem er breiddur út mitt á meðal syndugra manna, og bíður aðeins eftir því, að vér komum og látum fallast í hann. En þá getum vér heldur al- drei gleymt því, að kærleikur- inn, sem birtist oss í þjáning Jesú og dauða og breiðir út faðminn móti oss, er með sára- förum syndar vorrar, þess, sem vér höfum brotið gegn Guði. Kross hans leyfir oss ekki að hugsa alvörulítið um kærleika Guðs né það, að vér séum menn syndugir. Hugsanirnar um kær- leik Guðs og fyrirgefning rista grunnt, ef krossinum er gleymt. Þá brestur yfirleitt djúpan skilning á því, hvað syndin er. Syndin er uppreisn gegn Guði og ákvörðun hans oss til handa. Það er hún, sem lætur lífið hrynja í rústir. Allt þetta getur Guð ekki látið sér liggja í léttu rúmi og reist fyrirgefning sína á þeim grundvelli. Kærleikur- inn, sem krossinn birtir oss, boð- ar ekki það, að Guði finnist synd vor vera lítil, heldur, að hann taki sjálfur á sig í Jesú Kristi þunga hennar og kvöl og afleiðingar til þess að frelsa oss frá því, er leggur líf vort í auðn. Þegar vér horfum á krossinn, sjáum vér, hvílík synd vor er frammi fyrir Guði — og þá getur oss ekki fundizt hún vera smá- vægileg. I skóla Gandhis á Indlandi bar svo við, áð einn drengjanna sagði Gandhi það, er hann lagði í fyrstu trúnað á, en sá seinna, að var ósatt. Gandhi stefndi þá öllum drengjunum saman og sagði við þá mjög alvarlegur og harmþrunginn: „Ég hefi komizt að því, að einn yðar er lygari. Þess vegna ætla ég að leggja stranga föstu á sjálfan mig“. Og alvaran yfir Gandhi, er hann mælti þetta, og harmur hans og hugsunin um þjáning hans vegna lygi drengsins, hefir rist dýpra en allt annað, sem hann hefði getað gjört við drenginn sjálfan. Þetta er maður, sem gengst sjálfur undir kvöl til þess að leiða dreng frá lygi til sann- leiks. Kross Jesú er heilög, guð- leg ást, sem tekur á sig synd alls mannkynsins til þess að leiða oss aftur til Guðs í áttina að því marki, er hann hefir sett lífi voru. Krossinn, sem táknar út- breiddan faðm Guðs við oss syndugum mönnunum, birtir oss jafnfarmt sekt vora. Hann vill sigrast á síngjörnum vilja vor- um og þrjózku og fá oss til þess að hætta að berjast gegn Guði. Eins og krossinn er hið ytra eitt þvertré lagt á annað tré, þannig vill Guð með krossi Krists lægja dramb vort og eigingirni, svo að vér gefumst honum og hann umbreyti oss og taki oss í þjón- ustu sína. Verið hljóð frammi fyrir mynd hins krossfesta. Og um leið og þú horfir á þjáningar Krists, þá skaltu afneita öllu því í hugsun- um þínum, hjarta og lífi, sem á þátt í því að búa þessum kær- leik kross, og seg við hann: „Drottinn, veit mér viðtöku eins og ég er. Fyrirgef mér alla synd mína. Tak vilja minn og gjör hann að þínum vilja. Tak hjarta mitt og lát það verða nýtt. Veit mér það, að ég megi þjóna kærleik þínum“. Á. G. þýddi —Kirkjuritið Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ÍSLENZKA BLAÐIÐ C- CM sem Canadabúar fyrst kjósa sér Ferðalög á hjóli í Canada eru frábrugðin því, sem annars staðar gengst við. Vegalengdir eru miklar, veðrátta hörð í horn að taka og ásigkomulag vega harla mismun- andi. C. C. M. eru útbúin hinum frægu “Hercules” Coaster hemlum, sem stöðva reiðhjólin alveg á svip- stundu og skapa með því óvið- jafnanlegt öryggi; sama er um gírana að segja, þeir eru með öllu óbrigðulir. Finnið C. C. M. umboðsmann þegar í stað; hvaða tegund reiðhjóla, sem þér æskið yður, verðið þér ekki í vafa um hvað hjólreiðamaðurinn á við, er hann staðhæfir, að C. C. M. sé bezta gerðin slíkrar tegundar í Canada. Cyco9onlc keyrsla — helldarútbúnaður ffvo ramger, a8 betrl getur hvergi og hjúlastigin verBa afarauBveld, ásamt hinum innilokuBu og þægilegu rðluvöltum. Aburðasterk hjól með þrísoðnum rimlum, chromium húS I staB nickels; ryðtryggar hjólskorSur úr stáli. C. C. M. “Hercules” Coaster hömlur — fljðtvirkar og undir öllum kringumstæCum öruggar. Glitrandi og varanleg búðun — þrjú lög af traustustu emeleringu. Málningin er svo fögur og vönduC, a8 sllkt á engan sinn llka. óbilnndi Chromium yfir 20 ára trygg nickelhúöun. Dunlop hjólbarðar — þeir frægustu I vlðri veröld. Kaupið canadiska framleiðsln og styðjlð með því atvinnuvegtna C. C. M. þjðnusta og varahlutir ávalt við hendi hjá yfir 3,000 verzlununum um Canada þvert og endilangt. Makers of Bicycles, Bike-Wagons, Joycycles & Juvenile Vehicles Since 1899 TILKYNNING Þeir lögfræðingarnir LAMONT og BURIAK, 510 Childs Building hér 1 borg, hafa ákveðið að setja á fót lögmanns- skrifstofu í Árborg, Man., snemma í júnímánuði næstk. Mr. Arthur Kristján Swainson, L.L.B., sem er meðlimur áminsts lögfræðingafélags, mun veita þessari nýju skrif- stofu forstöðu, eða ef svo ber undir, annar starfsmaður félagsins. Lögfræðinginn verður að hitta vikulega í Arborg á föstudögum og laugardögum og ef þörf gerist aðra daga vikunnar. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.