Lögberg - 17.06.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.06.1954, Blaðsíða 4
4 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið St hvern fimtudag ai THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WXNNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVfENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Prese Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Lýðveldisafmælið I dag, hinn 17. júní, er tvíheilagt í stjórnarfarssögu íslenzku þjóðarinnar; Þetta er afmæli Islands mesta manns, Jóns Sigurðssonar og jafnframt tíu ára afmæli hins frjálsa og óháða íslenzka lýðveldis; af þessu hvorutveggja leiðir að sjálfsögðu það, að sterk fagnaðaralda fari um sál heima- þjóðarinnar og hún nær vitaskuld einnig til afkomenda hennar, sem í Vestri búa, eða hvar annars staðar, sem þeir eru í sveit settir á hnettinum; þenna dag verða allir eitt! Fyrir tíu árum, er lýðveldið var stofnað á Þingvöllum við Öxará, komst Lögberg meðal annars þannig að orði: I dag skín sól yfir alfrjálsu Islandi, sögulandinu við hin yztu höf, sem guð og góðir menn hafa leitt til öndvegis á ný; eina landinu í heimi, sem varið skal um allar ókomnar aldir með vitsmunafestu í vopnastað. Þó fjarlægðir- skilji verða þúsundir vor Vestmanna með hugann heima á íslandi í dag, því enn streymir víða í vestri íslenzkt blóð um æðar og enn einkennir margan manninn og marga konuna hreinræktað, íslenzkt hjartalag. Vér biðjum þann eina, sem öllu ræður, að vaka yfir stofnþjóð vorri og vera leiðarljós hennar á braut hins eilífa þroska. Nú skygnist hún alfrjáls um álfur vítt hin íslenzka, djarfa þjóð, er aldrei glataði sjálfri sér á svikanna Heljarslóð, en skildi að vinna má frelsi fult án fórna, sem kosta blóð. Guð blessi Island og íslenzku þjóðina frá öld til aldar, frá kyni til kyns. ☆ ☆ ☆ Aimanak 1954 Þá er nú Almanak O. S. Thorgeirssonar loks komið fram á sjónarsvið og varð auðsjáanlega síðbúnara en æski- legt hefði verið, en þessi dráttur rýrir vitaskuld að engu innihald ritsins, sem er fjölskrúðugt að vanda, og tekur um margt ýmsum hinna fyrri árganga fram; nú er Almanak- ið sextugt og fylgir ritstjórinn, Dr. Richard Beck, því úr hlaði með skilmerkilegum formálsorðum, auk þess sem hann á í ritinu prýðilegar ritgerðir um Sigurgeir Sigurðs- son biskup og Stephan G. Stephansson skáld; meðal annara ágætra og fróðlegra ritgerða má telja Islenzk bæjarnöfn í Argylebygð eftir G. J. Oleson og Landnemar úr North Dakota, er fluttust til Gerald og Vatnabygða eftir Gunnar Jóhannsson. Þeir Thorgeirsson bræður verðskulda almennar þakkir fyrir þá ræktarsemi við íslenzka bókmenning, er þeir hafa auðsýnt í verki með útgáfu Almanaksins, að stofnanda þess, hinum ágæta föður þeirra látnum, og vonandi er að þeim auðnist að gefa það út í mörg ár enn, eða þá með aðstoð annara. Efnisyfirlitið er á þessa leið: Almanaksmánuðirnir, um tímatalið, veðurathuganir og fl. 1 Almanakið sextugt, eftir Richard Beck 21 Aldarminning Stephans G. Stephanssonar, eftir Richard Beck 29 Flóðið mikla í Nýja-Islandi, eftir Vigfús J. Guttormsson 40 Sjötíu og fimm ára afmæli landnáms Islendinga, í Norður-Dakota, eftir Richard Beck 49 Islenzk bæjarnöfn í Argyle-byggð, eftir G. J. Oleson 65 Landnámsþættir Islendinga í Spy Hill, Gerald og Tantallonbyggðum, eftir Richard Beck 69 Landnemar úr N. Dak., er fluttust til Gerald og Vatnabyggða, eftir Gunnar Jóhannsson 88 Dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup, minningar- og kveðjuorð, eftir Richard Beck 96 1 Ólafsdal, eftir Arna G. Eylands 109 Árni S. Josephson ,eftir G. J. Oleson 112 I Arnarstapagili við Víðimýrarsel, eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara 114 Helztu viðburðir meðal Vestur-lslendinga 115 Þakkarorð 127 Mannalát 128 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. JÍTNÍ 1954 Ljóshærð og blóeyg stúlka, en lærlingur galdramcnnsins Gerður Helgadóllir mynd- höggvari hefir að undan- förnu dvalizl í París, og þann 13. maí opnaði hún þar sýningu á verkum sínum í Gallarié Arnoud. — Verk Gerðar vekja mikla alhygli franskra lisidómara, eins og grein þessi ber með sér, en hún er eflir hinn kunna gagnrýnanda, — Michael Rayon, — og birtisi í apríl- hefti límaritsins „Cimaise", Revue de l'art actuel, þessa árs. ÞEGAR listamaður kýs sér járn sem efni til að vinna úr, setur hann sig í margs konar hættur. — Gashylkin skelfa húsverðina, og þegar það í þokkabót er ung stúlka, sem notar slíkar vélar, þá er henni hiklaust sagt að fara eitthvað annað til að leika lærl- ing galdramannsins. Þetta er einmitt það, sem kom fyrir Gerði fyrir nokkrum mánuðum; hún hafði engan samastað til að geta unnið. Til allrar hamingju hefir Luc Bidoilleau skotið yfir hana skjólshúsi í hinni stóru vinnustofu sinni í Vaugirard- hverfinu. Bak við bráðabirgða- skilrúm getur Gerður óhindrað látið neistana fljúga. Það er al- veg furðulegt að sjá þessa ljós- hærðu, bláeygðu stúlku innan um öll þessi áhöld, sem hún notar. — Ég þekki engan annan kvenmyndhöggvara, sem hefir þorað að ráðast á járnið, og er Gerður þó mjög blíðleg að sjá. — Maður á erfitt með að skilja, að hún skuli geta unnið með sömu verkfærum og hinn risa- stóri Jakobsen. En hún fer með gasflöskurnar, eins og sjálfsagða hluti, og járnborð með málm- sögum, klippum, þjölum, af öll- um stærðum og gerðum til að pólera suðurnar, og skrúfstykki, gefa herberginu smíðaverk- stæðisblæ. Gerður sjálf í bláum slopp með suðugleraugun fyrir From lcelandic Airlines New York — PL 7 8585 New York: — Heavy demands for Trans-Atlantic transporta- tion stimulated by fares about $100 less than those of other regularly scheduled airlines has made it necessary for Icelandic Airlines to increase its services to three round trips weekly, it was announced today by Presi- dent Nicholas Craig. The airline is now operating flights on Tuesdays, Fridays and Saturdays from New York Inter- national Airport and from Europe Thursdays, Fridays and Saturdays. The flights leaving New York on Fridays go to Hamburg and Gothenburg via Reykjavík. Those leaving on Saturdays are to Stavanger and Copenhagen via Reykjavík and those departing on Tuesdays are to Oslo via Reykjavík and Stavanger. As an illustration of the bargain which Icelandic Air- lines offers in trans-Atlantic fares, the trip to Oslo is $472.20, a saving of $118.40 as compared with tourist fares of other lines, Mr. Craig points out. “Offering fares within the reach of the average man will enable many economy-minded Americans to visit Europe for the first tinme ahd will permit those who have not seen their relatives abroad for many years to visit their native lands,” Mr. Craig says in commenting on the business stimulated by Ice- landic’s low fares. Icelandic Airlines is a regu- larly scheduled airline operat- ing Douglas four-engined Sky- masters and certified by the United States Government — (CAB). 'augunum, breytist í persónu úr vísindareyfara. Nýjar stefnur Það, að hinir ungu mynd- höggvarar fara meira og meira að nota „óæðri málma“, en hætta við brons, gips og stein, stafar af miklu leyti af fordæmi Gonzales og Caldes. Hin mikla viðurkenning, sem Gonzales hefir fengið eftir dauða sinn, og hrifningin á líkönum, sem sýna hreyfingu, hafa óhj ákvæmilega leitt af sér nýjar stefnur. — Eins og kunnugt er, voru fyrstu líkön úr smíðajárni og plötum, þau, sem Gargallo smíðaði, ,um 1906. Maður minnist alltaf þessa tíma. Svo fyrir 1914, Marcel Duchamp og Archipenko. Lang- an tíma stóðu Pevsner og Gon- zales alveg einir sér. — Þetta er öðru vísi í dag, þar sem David Smith og Lippold í U.S.A., Max Bill í Sviss, Jakobsen og Lard- era í París, meðal annarra, hafa kynnt notkun járns í abstraktri myndhöggvaralist. Meðal hinna ungu, virðist Tagiri hafa haldið áfram, þar sem Gonzales sleppti, en eftir að Gerður yfirgaf steininn, sem annars var hið sígilda efni högg- listamanna, þá var það Daninn Jakobsen, sem hún tók sér til fyrirmyndar. — En áhrifa hans gætir alls ekki lengur í verkum Gerðar. „Yfir línuna" Hæfileikar Gerðar eru furðu- legir. Hún lærði gamla stílinn í Florence, og hjó myndir úr steini svo meistaralega, að þeg- ar hún kom til Parísar, á vinnu- stað Zadkins, komst hún strax „yfir línuna“. Fyrstu högg- myndir hennar úr steini eru frá 1950 og 1951. Þar er hún ennþá dálítið hikandi og virðist sækja sögur. — En strax og hún byrj- aði með járnið 1952, náði hún ákveðnari stíl. Líkön hennar, sem sýna hreyfingu gáfu þegar fyrirheit um hinn léttilega yndis þokka verka hannar nú. Því í dag notar Gerður ekki smíða- járn, hún notar stálteina og stálvír, sem hún sýður saman, og stálið er fágað og suðurnar póleraðar með þjöl. Það er að segja, hún hefir fjarlægzt mikið Gonzales, sem eftir því, sem hún sagði mér sjálf, hafði haft mikil áhrif á hana, þegar hún byrjaði að vinna úr járni. 1 raun og veru notaði Gon- zales, eins og Hajiri, nú í dag, efni valið af handahófi, oft ryðgað, en þetta gerði, að verk hans litu út fyrir að vera frum- við fangsefnin í íslenzkar þjóð- stæð list, nokkuð sambærileg við viss líkön úr járni, sem negrar gera og landkönnuðir hafa flutt með sér. Síðustu verk Gerðar eru alger andstaða þessa stíls höggmynda- gerðar úr málmi. Þegar Gerður kom til íslands og hafði sýningu 1952 í Reykja- vík, furðaði hún sig á, hve mót- tökurnar voru góðar, og hve mikinn áhuga listamenn í föður- landi hennar sýndu verkum hennar. París hefir ekki viljað láta sitt eftir liggja og þegar tekið Gerði í fóstur og álítur hana óumdeilanlega einn sinna beztu myndhöggvara. —Alþbl., 18. maí "A Realislic Approach io the Hereafier" by Winnipeg auihor Edith Hansson Bjornsson's Book Siore 702 Sargeni Ave. Winnipeg Ægir fann óvenju- lega síldargöngu við Kötlufi'anga Torfan náði yfir 30 sjóm. svæði Fyrir nokkru fannst við suðurströnd landsins óvenju leg síldarganga. Var þessi síld svo stór að þess munu ekki dæmi fyrr. — Það var varðskipið Ægir, sem fann þessa síld í Asdiktæki og dýptarmæli, en þar sem hún var, var samfelld síldartorfa á um 30 sjómílna svæði. Svæðið, sem Ægir fann síldina á, var milli Kötlutanga og Drangshlíðarfjalls/ en það er um 30 sjómílna vegalengd, 3—4 sjó- mílur undan landi. 4 iunnur síldar Þetta var síðari hluta dags, sem varðskipið fann síldina og voru þegar í stað lögð út fjögur reknet. — Eftir stutta lögn þá um kvöldið og aðra lögn næsta morgun, fengust alls 4 tunnur af síld. — Síldin var send til rann- sóknar. Þetta var mjög óvenjuleg síld, a. m. k. á þessum slóðum. Hún var yfirleitt frá 33—39 sm. löng. Hún hefði stærðarinnar vegna getað verið Norðurlandssíld. •— Aftur á móti var hún mjög horuð eða um 9% fitumagn. Meirihluti síldarinnar var ný- gotinn, en um !4 með hrognum og svilum. Athyglisverður síldarfundur Síldarfundur þessi hefir eðli- lega vakið nokkra athygli manna, því hér er ekki um svo- nefnda Faxasíldar-göngu að ræða, sú síld er miklu minni. Munu þess ekkl dæmi, að svo stór síld hafi fundizt við suður- ströndina svo vitað sé, a. m. k. ekki í svona stórum torfum. —Mbl., 28. apríl Buy frhem the meter way 50c a day Choose Quality and Ferformance GENERAL ELECTRIC BLACK — DAYLITE TELEVISI0N 17” TELEVISI0N C0NS0LETTE V BEAUTIFULLY STYLED HAND FINISHED WALNUT OR LIGHT OAK WOOD CABINETS. V BLACK-DAYLIGHT PICTURE TUBE for maximum picture detail and contrast even in brightly illuminated rooms V HIGH - POWERED CHASSIS to pro- duce clear, sharp pictures. y DYNAPOWER SPEAKER for fine tone, F.M. sound transmission. v PICTURE STABILIZER — Built-in stabilizer circuits eliminate annoying flap-over. y BUILT-IN ANTENNA Model C7T6B only $229.95 YOUR CHOICE WALNUT OR LIGHT OAK CABINETS For Iniormation on the Meter Plnn Phone VAN’S ELECTRIC LTD. PHONE 3-4890 SARGENT at McGEE WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.