Lögberg - 17.06.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 17.06.1954, Blaðsíða 7
0 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. JÚNÍ 1954 7 Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sextugur Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, er sextugur 1 dag. Hann er fæddur að Kóranesi á Mýrum, sonur hjónanna Jens- ínu Bjargar Matthíasdóttur og Ásgeirs Eyþórssonar. Sjö ára að aldri fluttist hann til Reykja- vikur með foreldrum sínum, en var eigi að síður í sveit sumar hvert til 21 árs aldurs, er hann lauk guðfræðiprófi. Lengst af var hann hjá hinum ágætu hjón- um Ragnheiði og Asgeiri í Knarranesi, foreldrum Bjarna sendiherra, og einnig í Alftanesi. Frá Mýrunum og veru sinni þar hefir hann sjálfur sagt í frá- bærlega ritaðri og hugljúfri grein í bókinni „Móðir mín", sem margir hafa lesið. Á uppvaxtarárum sínum vann forsetinn ýms venjuleg verka- mannastörf vor hvert fram að slætti, en fór þá ætíð í kaupa- vinnu, oftast upp á Mýrar. Þó var hann tvö sumur við sjó- og landvinnu hjá Gunnari Ólafs- syni, síðar alþingismanni, og Þrjú sumur hjá Stefáni bónda í Möðrudal á Fjöllum. •---☆----- Af þessu er auðsætt, að jafn- hliða bóknáminu hefir forset- mn mótazt af sveitalífi og sveita menningu og lært til allra verka bæði á sjó og landi. Varð það honum haldgott veganesti og þroskaskóli undir hin margvís- legu og vandasömu störf, sem biðu hans síðar í lífinu. Um námsárin í menntaskólan- um, en þaðan lauk hann prófi vorið 1912, hefir forsetinn einnig ritað ágætan kafla í bókina ..Minningar úr menniaskóla", Þar sem hann lýsir félagslífi, h’fsviðhorfum og áhugamálum skólapilta á þeim tíma, á skemmtilegan hátt og af djúpum skilningi hins vitra og þroskaða manns, sem lítur með andlegu jafnvægi og hlutlausum augum yfir löngu farinn veg. Á háskólaárum hans var frjálslyndi í trúmálum að ryðja ser til rúms undir forystu gáf- aðra og víðsýnna kennara. Þau ahrif, ásamt starfinu í ung- mennafélögunum, áttu mikinn þátt 1 að skapa lífsviðhorf hans. Meðfædd hneigð til frjálslyndis °g víðsýni varð að fast mótaðri skapgerð í skólum náms og reynslu. Frjálslyndi í trúmál- um færðist yfir á stjórnmálin. Öll kúgun var honum frá upp- hafi ógeðfelld og það kom brátt 1 hjós, að hann vildi grafast fyrir hin dýpri rök málanna, hugsa Þau sjálfur og taka síðan þá af- stöðu, sem hann taldi réttasta, ems þótt hún færi í bág við þá- verandi stjórnarstefnu þess f'okks, sem hann annars fylgdi að málurn. ----☆---- Áð námi loknu var hr. Ásgeir Ásgeirsson eitt ár ritari hjá Þór- halli biskupi Bjarnarsyni og á annað ár bankaritari, en fór síð- an utan til framhaldsnáms við háskólann í Uppsölum. Árið 1918 varð hann kennari við Kennaraskóla íslands og samstarfsmaður hins gáfaða og mikilsvirta skólamanns, séra Magnúsar Helgasonar. Tókst rne<J'> þeim mikil vinátta, og fór séra Magnús ekki dult með það ^úkla álit, sem hann hafði á °num og vænti af honum þegar ram liðu stundir. h>egar hér var komið sögu var rautin orðin bein til meiri rama og fjölþættari ábyrgðar- s arfa. Eins og oft vill verða um og glæsilega gáfumenn neigðist hugurinn að stjórn- nialurn. Árið 1923 var hann kos- mn á þing | Vestur-lsafjarðar- ys u 0g sat á Alþingi sem full- arnUl þess kjördæmis óslitið síð- ♦ l’ Unz hann var kjörinn forseti 0 auds sumarið 1952, eða 29 ár, boð en§inn farið með um- að , stur-ísfirðinga svo lengi,' , , dnni Sigurðssyni forseta hadanskildum. Árið 1926 var nn settur fræðslumálastjóri og skipaður í það embætti árið eftir. Því starfi sagði hann lausu árið 1938. 1 kennara- og fræðslumála- starfinu ferðaðist forsetinn víða um land og kynntist fólki úr öll- um stéttum. Var hann með af- brigðum vinsæll og vel metinn í því starfi, og traustið, sem hann ávann sér þar og vináttuböndin, sem hann batt þá og síðar í öll- um héruðum landsins, urðu hon- um haldgóð, þegar mest á reyndi. •---☆----- Þegar mikið þótti við liggja, að Sameineð Alþingi hefði virðu legum og færum forseta á að skipa á þúsund ára hátíðinni 1930, varð hr. Ásgeir Ásgeirsson fyrir valinu, þá aðeins 36 ára gamall. Tiginmannleg fram- ganga hans og virðuleiki, ásamt hinni afburða snjöllu ræðu, sem hann flutti að Lögbergi, sannaði að rétt var valið og gaf þá þegar fyrirheit um það, sem síðar hefir fram komið. Fjármálaráðherra varð hann árið 1931 og forsætisráðherra að auki árin 1932—1934. Árið 1938 var hann skipaður bankastjóri Útvegsbankans. — Hann hafði átt manna mestan þátt í heillaríkri lausn íslands- bankamálsins á sínum tíma og var því að margra dómi vel að þessu starfi kominn. Árin 1926— 1927 átti hann sæti í banka- málanefndinni, sem undirbjó Landsbankalögin og ferðaðist á- samt Sveini heitnum Björnssyni um Norðurlönd til þess að ráðg- ast við þjóðbankastjóra og kynn- ast þessum málum þar. For- maður gengis- og gjaldeyris- nefndar var hann 1925—1935 og hefir aflað sér óvenjulega mikill- ar og haldgóðrar þekkingar í gjaldeyrismálum og bankalög- gjöf. Hann tók einnig sæti í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar hann var stofnaður og gegndi því starfi til ársins 1952. ----☆----- Þá hefir forseti vor einnig lagt mikla stund á að kynna sér utanríkis- og alþjóðamál. Hann var fyrst kosinn í utanríkismála nefnd 1928 og var þar ýmist aðal maður eða varamaður, unz hann tók við forsetaembættinu, að fá- einum árum undanteknum. Hann hefir átt sæti í fjölmörgum þýð- ingarmiklum samninganefndum um viðskiptamál og einnig verið fulltrúi íslands á fundum Sam- einuðu þjóðanna. Hann hefir flutt ræður og fyrirlestra um alþjóðamál í útvarp og ávalt verið talsmaður þeirrar stefnu í utanríkismálum Islands, sem síðan hefir verið tekin af þingi og stjórn. í hinum margþættu störfum sínum hefir hann fyrr og síðar haft kynni af stórmenn- um margra þjóða og áunnið sér traust og virðingu, hvar sem hann hefir farið. Hinar glæsi- legu viðtökur, sem forsetahjónin fengu í nýafstaðinni Norður- landaför, voru áreiðanlega að nokkru leyti ávöxtur þeirra vin- sælda og trausts, sem hr. Ásgeir Ásgeirsson hefir áður áunnið sér sem fulltrúi íslands í marg- háttuðum samskiptum við þess- ar þjóðir og forustumenn þeirra á sviði viðskipta og menningar- mála. Enn eru ótalin ýms störf, sem forsetinn hefir gegnt fyrir þjóð sína og einstök félög fyrr og síðar. Þess skal að lokum getið, að um 15 ára skeið var hann formaður stjórnarnefndar stú- dentagarðanna og hafði lifandi samband við stúdenta Háskól- ans. Á þeim árum var Nýi Stú- dentagarðurinn reistur og margs konar umbætur gerðar á að- stöðu stúdenta. ----☆----- Fjölbreytni einkenndi undir- búningsár herra Ásgeirs Ásgeirs- sonar meira en flestra annarra stjórnmálamanna. Fjölbreytni Pollak gegn Bevan hefir og einkennt lífsstörf hans meir en flestra annarra. Snorri segir, að ef nornir ráði örlögum manna, þá skipti þær geysiójafnt, er sumir hafa gott líf . . . . en sumir lítið lén eða lof, og öll þekkjum við orðtæk- ið að þessi eða hinn sé fæddur undir heillastjörnu. Eftir þeirri trú hafa örlagadrottnar Ásgeirs Ásgeirssonar valið honum að vegarljósi óvenjulega blikskæra hamingjustjörnu. — Hann hef- ir verið óvenjulega affarasæll maður í öllum störfum sínum. Meðfætt mannvit og miklir mannkostir, ásamt víðtækri menntun og fjölþættri reynslu, hefir veitt honum örugga inn- sýn og ósvikula dómgreind til farsælla ákvarðana. Hann hefir vaxið með hverjum vanda og leyst hverja þraut, sem lífið hef- ir lagt fyrir hann á þann veg að virðing hans og traust hefir jafnan aukizt þegar róleg íhug- un og hlutlaus yfirsýn hefir komizt að, eftir að öldurnar hafði lægt á hafi stjórnmálanna. Og þótt nokkur skoðanamunur kunni enn að vera um afstöðu hans til vissra pólitískra stór- mála, eftir því hvar menn standa í flokki, munu fáir efast um, að hann hafi ávallt gert það, sem hann taldi sjálfur réttast. Það er alkunn staðreynd, hve annt hann lét sér um hag kjör- dæmis síns og íbúa þess, hvort sem þeir voru fylgismenn hans eða ekki. Sýnir það vel mann- kosti hans og höfðingslund, að hann lagði þeim ekki síður lið, sem hann vissi að ekki myndu setja krossinn við nafn hans á kjördegi. Sú hefir raunin einnig orðið síðan kjördæmi hans varð allt landið, að manngreinarálit finnst ekki fremur en áður í fari hans. Framkoma forsetans er með þeim hætti, að hann hlýtur að vinna hug þeirra, sem einhver kynni hafa af honum. Honum hefir flestum öðrum fremur tek- izt að samræma háttvísi og virðu leik heimsborgarans ljúfmann- legu látleysi og hjartahlýju hins íslenzka alþýðumanns. Og það er ekki hvað sízt vegna þess, sem hann er svo ástsæll og hug- þekkur þjóðhöfðingi, sem raun ber vitni. Allir, sem koma á heimili hans, ljúka upp einum munni um viðmót hans og þá menningu hjartans, sem ávallt hefir einkennt ástsælustu menn þjóðanna. ----☆----- Enn er ótalin sú mesta ham- ingja, sem herra Ásgeiri Ásgeirs- syni hefir hlotnazt, en það er kvonfang hans. Árið 1917 kvænt- ist hann hinni gáfuðu og glæsi- legu konu, Dóru Þóhallsdóttur biskups, sem hefir reynzt hon- um traustur og samhentur lífs- förunautur og mikilhæf hús- móðir. í helgum fræðum segir, að „vizka kvennanna reisi hús- ið“, og er sá sannleikur enn í góðu gildi. Heimili þeirra hjóna hefir jafnan verið með þeim höfðingsbrag, sem skapast af forsjá viturrar og vel menntaðr- ar húsfreyju. Hefir ekki hvað sízt reynt á þessa hæfileika frú Dóru síðan hún tók við hús- móðurstarfinu á Bessastöðum,> en hún hefir, eins'og vitað var, reynzt þeim vanda vaxin og skipað þann sess með þeirri stjórnsemi, virðuleik og háttvísi, sem ágætustu konur prýðir og ávallt gerir garðinn frægan. Börn forsetahjónanna eru: Þórhallur, skrifstofustjóri í utan ríkisráðuneytinu, kvæntur Lilly Knudsen; Vala, gift Gunnari Thoroddsen, borgarstjóra, og Björg, gift Páli Ásgeiri Tryggva- syni, fulltrúa í utanríkisráðu- neytinu. Á þessum merku tímamótum í ævi forsetans þakkar þjóðin honum öll hin margvíslegu störf, árnar honum, frú hans og fjölskyldu allra heilla og ætt- jörðinni árs og friðar. Víglundur Mölier —VISIR, 12. maí Ritstjóri aðalblaðs austurrískra jafnaðarmanna lýsir áliti sínu á Bevanismanum. Fyrir nokkru síðan, sagði Aneurin Bevan sig úr stjórn þingflokks Verkamannaflokks- ins í mótmælaskyni við það, að formaður flokksins, Clement Attlee, hafði lýst yfir því, að flokkurinn gæti hugsað sér, að Bretar tækju þátt í varnar- bandalagi Suðaustur-Asíu, ef það miðaði ekki að því að viðhalda nýlenduyfirráðum þar. Eftir að Bevan fór úr þing- flokksstjórninni, gerði hann sérstaka grein fyrir afstöðu sinni í blaði sínu „Tribune“. Þetta varð til þess„ að aðalrit- stjóri við aðalblað austurrískra jafnaðarmanna, Oscar Pollak, skrifaði svargrein til Bevans og hefir hún birzt í mörgum blöð- um jafnaðarmanna utan Austur- ríkis, m. a. í aðalblaði norska Alþýðuflokksins, — Arbeider- bladet. Pollak er einn af þekkt- ustu foringjum austurríska jafn- aðarmannaflokksins, er hefir barizt eindregnar gegn hvers konar einræði en nokkur annar jafnaðarmannaflokkur Evrópu, fyrst gegn Dolfuss og síðan gegn Hitler og nú seinast gegn kommúnistum. Pollak hefir það því umfram Bevan að þekkja einræðisstefnurnar — og þá ekki sízt kommúnismans — betur af eigin raun. Grein Pollaks fer hér á eftir: Röksiuðningur Bevans — Aneurin Bevan hefir dreg- ið sig til baka úr stjórn þing- flokks Verkamannaflokksins brezka. Hann hefir gert það til þess að mótmæla stefnu meiri- hluta þingflokksins í utanríkis- málum. Hann rökstyður þessa ákvörðun í blaði sínu „Tribune“ á eftirfarandi hátt: „Bretlandi er stöðugt þröngv- að af Bandaríkjunum. Það hefir fallizt á, að iðjuverin í Ruhr séu látin í hendur fyrri eigenda sinna. Það hefir látið hræða sig til meiri vígbúnaðar en því er mögulegt að rísa undir. Það hefir einnig verið neytt til að stimpla Kína sem „árásaraðila“ í Kóreu. Til viðbótar kemur nú ný hótun frá Washington. Gjaldkerinn hótar að stöðva greiðslurnar, ef ekki sé dansað eftir pípu hans. Okkur er boðin samvinna til að eyðileggja Genfar-ráðstefnuna, áður en hún kemur saman. Þó var Genfar-ráðstefnan eini ár- angurinn af Berlínarfundinum. Þeim fundi var hins vegar ekki fyrr lokið en Bandaríkin byrj- uðu að lýsa yfir því, að þau myndu ekki undir nokkrum kringumstæðum vinna það til fyrir frið í Indó-Kína að viður- kenna Pekingstjórnina. Til hvers er þá Kína boðið til Genfar? Eigum við að semja eða undir- oka? Eigum við að semja um frið eða heyja styrjöld, rétta fram sáttahönd eða ógna með vetnissprengju? Það viljum við vita, áður en ráðstefnan hefst. Eina trompið, sem við höfum í hendinni í Genf, er að viður- kenna Pekingstjórnina, ef frið- ur verður saminn í Indó-Kína, og þá vitanlega á þeim grund- velli, að Indó-Kínverjar fái fullt sjálfstæði. Þeir verða að vera óháðir öllum, óháðir Frakk- landi, Kína og Bandaríkjunum. Ef þjóðir Indó-Kína kjósa kom- múnistíska stjórnarhætti, eiga þær að hafa fullt leyfi til þess“. Eigum við að deyja fyrir Ðanzig? Lítum aftur um nokkra stund til áranna fyrir 1939. Hitler hafði þá þegar innlimað Austur- ríki. Hann var að innlima Tékkó slóvakíu í smástykkjum — er hann taldi þá „seinustu“ kröfu sína um útfærzlu Þýzkalands — með fulltingi sáttastefnunnar, er Chamberlain fylgdi. Ógn nazismans grúfgði yfir Evrópu. Minnihluti brezka Verkamanna- flokksins hafði að lokum fallizt á ófullnægjandi vígbúnað eftir allmiklar innanflokkadeilur við hina hefðbundnu friðarsinna (pasifister) og draumóramenn. Ein klíka í flokknum hélt þó fram andstöðunni. Það voru þeir, sem höfðu þá þegar skipað sér um „New Statesman and Nation“ og útgefanda þess, Kingsley Martin. í þeim hóp var meðal annarra Richard Cross- man, sem nú er einn af þing- mönnum brezka Verkamanna- flokksins. Þessir menn voru þá sem nú fulltrúar sáttastefnunnar meðal vinstri aflanna. Að sjálfsögðu fellur okkur ekki einræði Hitlers, sögðu þeir. Samt er því ekki að neita, að það hefir sína kosti. Þjóðverjar eru mikil þjóð. Eigum við að hindra þá í því að velja sér fasistíska stjórn, ef þeir vilja það sjálfir? Eigum við að fara í styrjöld fyrir ensku kapítalistana, sem vita ekki sjálfir, hvort þeir eiga heldur að berjast við Hitler eða semja við hann? Við viljum ekki vígbúast og ögra Hitler. Það var þessi stefna, sem hlut- leysingjarnir í Frakklandi völdu hið fræga vígorð: Mourir pour Danzig — Eigum við að d^yja fyrir Danzig? 1 Frakklandi voru líka þá eins og nú miklar við- sjár heima fyrir. Hægri flokk- arnir töldu Blum, foringja jafn- aðarmanna, jafnvel hættulegri en Hitler. Það var þó alltaf reyn- andi að semja við Hitler — held- ur að rétta fram sáttarhönd en hefja styrjöld. Þetta var skoðun mikils hluta frönsku borgara- stéttarinnar. Róttækustu vinstri öflin í Bretlandi og afturhalds- öflin í Frakklandi áttu þá sam- leið um stefnu undanlátssem- innar, alveg eins og nú. Við vitum hvernig fór. Styrj- öldin kom og það ekki sízt vegna þessa sjónarmiðs. Margir létu lífið — ekki vegna Danzig, heldur vegna þess, að Bretland og Frakkland voru óviðbúin og óvígbúin, svo að Hitler taldi sér óhætt að hefja styrjöld, þegar hann sá styrkleysi þeirra og innra ósamkomulag. Hefir Aneurin Bevan gleymt þessu. Við í Austurríki höfum ekki gert það. Hælluleg blekking Varasamasta blekkingin í þeirri keðju hálfsanninda og blekkinga, sem höfð er eftir Bevan hér að framan, er án efa þessi: Við getum ekki háð styrjöld til þess að koma í veg fyrir að þjóð taki upp kommún- istíska stjórnarhætti, ef „hún vill það sjálf“. Við annað tæki- færi hefir Bevan orðað þetta einna ljósar með því að segja, að ekki sé hægt að heyja styrj- öld gegn kommúnismanum. Ef einhver þjóð vilji búa við íhalds stjórn, jafnaðarmannastjórn eða kommúnistíska stjórn, þá sé það hennar sjálfrar að ráða því. Eins og kunnugt er, var Aust- urríki hernumið af Hitler með þeim rökstuðningi, að meirihluti Austurríkismanna hefði óskað eftir því. Vesturveldin létu þess- ari lýgi ekki ómótmælt, heldur staðfestu hana óbeint. Það er erfitt að sjá muninn á beinni erlendri innrás og á moldvörpu- starfi fimmtu herdeildar. Það LÆGSTA TIL ÍSLANDS ASeins fram og til baka til Reykjavíkur sýnir reynslan frá mörgum lönd- um. Eftir á verður svo viðkom- andi þjóð ekki spurð um það, hvað hún vill eða hefir viljað. Spyrjið tékknesku þjóðina um það nú, hvort hún vilji einræði kommúnista, spyrjið Ungverja, spyrjið Pólverja. Hvernig getur líka Bevan vitað, hvort þjóðir Indó-Kína vilji vera „kommún- istar“? Það yrði aldrei hægt að fá vitneskju um það rétta, ef kommúnistar kæmust þar til yfirráða í skjóli vopnavalds. Hitt er hins vegar ótvírætt, að þegar kommúnistar eru komnir til valda, kúga þeir viðkomandi þjóð og ógna nábúum hennar. Mér kemur gamall atburður í hug. Á stríðsárunum stóð ég ásamt fleiri jafnaðarmönnum að útgáfu „Left News“, er Victor Gollancz gaf út. Einn af sam- herjum Bevans, G. D. H. Cole, sagði þá á fundi, sem við vorum á, að auðvelt væri að semja við Stalín. Ef hann vildi fá Austur- og Mið-Evrópu sem áhrifasvæði, væri sjálfsagt að' fallast á það. Ég sagði þá, að enskur sérvitr- ingur, sem las „The Times“ í ró og næði yfir tebollanum sínum meðan austurrískir og spánskir jafnaðarmenn fórnuðu lífi sínu í baráttu við fasismann, hefði ekki minnsta rétt til að verzla með lönd okkar. Þetta sama segi ég nú við Aneurin Bevan. Aðvörunarorð iil Bevans Já, ég segi þetta við Aneurin Bevan, sem aldrei hefir séð Rússa nema við hátíðleg tæki- færi með vodkaglas í hendinni: Undanlátssemin er ekki rétta stefnan í skiptum við einræðis- herra, jafnvel þótt þeir hafi vinstri stimpil. Hann ætti að at- huga hverjir bandamenn hans eru: Franskir Gaullistar, móður- sjúkir Þjóðverjahatarar, of- stækisfullir þjóðernissinnar og beinir og óbeinir fylgismenn kommúnista. Ég segi ennfremur við Bevan: Sá, sem er andvígur hlutleysis- stefnunni, er engan veginn á- hangandi Dulles. Aðeins innan samtaka frjálsra þjóða — en ekki utan þeirra — er hægt að hnekkja kröfum frá amerískum afturhaldsmönnum og ógnunum hinnar kommúnistísku yfir- gangsstefnu. Við austurrískir jafnaðarmenn vorum meðal þeirra fyrstu, sem tókum upp vígorðin um „þriðja aflið“. Með því höfum við ekki átt við hlut- leysi, undanlátssemi og uppgjöf, heldur markvissa og sjálfstæða stefnu. Svo að lokum þetta: Ekkert er eins hættulegt fyrir styrkleika þessa „þriðja afls“ en hnignun brezka Verkamannaflokksins. Þetta höfum við erlendir jafn- aðarmenn leyfi til að segja, án þess að blanda okkur að öðru leyti í mál flokksins. Hinn lýð- ræðislegi sósíalismi í Evrópu er bundinn við styrk, stefnu, festu og kosningahorfur brezka Verka mannaflokksins. Hlutleysisstefna og sundurlyndi frjálsu þjóðanna er vatn á myllu valdhafanna í Moskvu. Sundrung innan brezka Verkamannaflokksins væri þó enn meira vatn á myllu þessara höfuðandstæðinga hinna sósí- alistísku alþýðusamtaka. FLUGFAR Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til íslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York .. . Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifsiofunnar ICELANDIC AIRLINES 15 West 47th Street, New York PLoza 7-8585 lllil —TÍMINN, 14. mai

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.