Lögberg - 24.06.1954, Side 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1954
Fyrsti íslenzki birkiskógurinn
að vaxa upp á Hallormsstað
Á þremur sumrum gróðurseltar þar um 80 þúsund barrplöntur
Viðtal við SIGURÐ BLÖNDAL skógfræðing
Einn gróskumesti skógur á Is-
landi er Hallormsstaðaskógur,
enda hefir um fáa skóga verið
betur hugsað en hann á undan-
förnum árum.
Vísir átti nýlega tal við Sig-
urð Blöndal skógfræðing á Hall-
ormsstað og fékk hjá honum
upplýsingar um Hallormsstaða-
skóg og væntanlegar fram-
kvæmdir þar.
— Hvað er skógurinn stór?
— Skóglendið er talið um 600
hektarar, en alls er svæðið innan
girðingarinnar um 650 hektarar.
— Hvenær var landið friðað?
— Hafið var að girða skóginn
árið 1905 og var því lokið 1908.
Og árið 1927 var girðingin
stækkuð.
Árangur friðunar
— Hvað er hægt að segja um
árangur friðunarinnar?
— Það er hægt að fullyrða, að
urangur hennar hefir verið mjög
góður. Eftir því, sem mér hefir
verið skýrt frá, var skógurinn
að verða mjög illa farinn í þann
mund, er hann var friðaður og
stór svæði orðin skóglaus. Nú
hefir land gróið svo upp, að
undrun sætir. Ég minnist þess,
að í fyrra sýndi Guttormur Páls-
son, skógarvörður, mér svæði,
sem hann kvað hafa verið skóg-
laust með öllu árið 1905. Nú er
þar einhver fallegasti birki-
skógur á staðnum. 7—8 metra
hár og beinvaxinn. En Guttorm-
Á kvöldvökurmi
Jóhann fór til forstjórans hús-
bónda síns og bað um launa-
hækkun. „Það hefir nefnilega
fjölgað hjá okkur“, sagði hann.
„Ég óska ykkur allra heilla“,
svaraði húsbóndinn. „Og hvað
hafið þið eignast? Pilt eða
stúlku?“
„Það má segja að ( það sé
hvorugt eða hvorttveggja“, sagði
Jóhann. „Hún tengdamóðir mín
er sezt að hjá okkur . . . .“
☆
Guareschi, höfundur bókar-
innar Heimur í hnotskurn, varð
veikur um tíma. Sex læknar
komu til hans en gátu ekki
fundið hvað að honum gengi. Sá
sjöundi kom og sagði strax eftir
stutta rannsókn: „Þetta er greini
leg botnlangabólga".
„Nei, það getur ekki verið“,
sagði sjúklingurinn. „Haldið
þér ekki að yður skjátlist?“
„Þér eruð furðu djarfur",
sagði læknirinn. „Ætlið mér að
skjátlast. Ég þori að segja að
þér hafið enga hugmynd um það
hvar botlanginn í yður er!“
„Ójú, ég veit það“, sagði sjúkl-
iogurinn. „Hann liggur í spiritus
ofan í flösku“.
☆
Barnalæknir einn frægur var
að prófa tvær ungar systur, sem
voru að læra barnahjúkrun. —
„Jæja,“ sagði hann. „Getið þið
sagt mér hvaða klæðnaður er
hentugastur .við barnahjúkrun?“
Systurnar svöruðu samstundis
einum rómi: „Stuttar skyrtur
°Pnar að aftan . . . .“
☆
„Hvernig líkar þér að vera
eiginmaður?“ spurði Hardy vin
sinn Adrian.
„Og alveg ágætlega. Ég yngist
með degi hverjum. Nú er ég far-
lnn að stelast til að reykja, eins
°§ þegar ég var strákur“.
☆ •
Bíleiganda í Waking á Eng-
andi var skipað að koma fyrir
hann hafði ekið bifreið án
0 ^éttinda. Hann sendi bréf í
st^«Ínn fyrir siéiían sig og í því
° • »Ég harma það mjög að
k ekki komið til viðtals. Ég á
nndrað svín og tvö hundruð
osnsni og verð að sinna þeim.
eri ég það ekki verð ég kærður
rir grimmúðuga meðferð á
skePnum“.
ur getur manna bezt talað um
þetta af þekkingu, því að hann
er fæddur og uppalinn á Hall-
ormsstað og hefir verið þar
skógarvörður í 45 ár samfleytt.
Uppeldi erlendra Irjáplanlna
- Hvað er um erlendar trjá-
tegundir?
— Það var höfuðverkefni
fyrstu árin, sem þarna var unn-
ið við skógrækt, að ala upp ýms-
ar erlendar tegundir, einkum
barrtré, og gróðursetja þær síð-
an í skóglendi. Margt af þessu
bar þó engan árangur, og má því
um kenna, að ýmist voru ekki
valdar heppilegar tegundir, eða
fræið sótt til staða, sem höfðu
ólík veðurskilyrði og hér gerist.
En sem betur fer hafa einstök
afbrigði þessara tegunda reynst
vel, t. d. blágreni, sem náð hefir
nær 11 metra hæð, broddfura,
skógarfura, raijðgreni og lerki.
Árið 1913 var sáð síðast barr-
fræi, þar til árið 1933.
— Hver varð orsök þess, að
svo langt hlé varð á þessu?
— Sennilegast sú, að árangur
fyrstu tilraunanna þótti of
slæmur. Árið 1922 voru gróður-
sett lerkitré, sem sáð var til 1913.
Þetta lerki gaf svo góða raun
(er nú 8—11.5 m. hátt), að það
varð Guttormi Pálssyni hvatn-
ing til að halda áfram lerkirækt.
Þess vegna sáði hann aftur lerki
árið 1933, þegar hann gat fengið
frá Danrrtörku lítið eitt af lerki-
fræi, ættuðu frá Arkangelsk í
Rússlandi, og gróðursetti það
1937—’39. Hefir það framtak
Guttorms reynzt eitt hið mesta
happ fyrir skógræktina hér, því
að lerki þetta hefir vaxið betur
en allar aðrar erlendar tegundir,
sem hér hafa verið gróðursettar.
Meðalhæð þess er nú 5 metrar,
en hæsta tré 7.50 m. á hæð. Hefir
lerkiskógur þessi, sem er 6/10
úr hektara að flatarmáli, stað-
fest betur en nokkuð annað vissu
okkar skógræktarmanna um
réttmæti skógræktar á Islandi.
innflutning þeirra í formi kola
og olíu.
Skógrækt við Eiðaskóla
— Skógrækt á Austurlandi
annars?
— Hún er þó nokkuð á vegum
skógræktarfélaga og einstakl-
inga og er í vexti. Og ekki má
gleyma Alþýðuskólanum á Eið-
um, sem á stóra skógræktargirð-
ingu. Kannske hefir árangurinn
af friðun lands hvergi orðið
glæsilegri en á Eiðum. Á 15 ár-
um hefir landið þar gerbreytt
um svip vegna birkinýgræðings.
Þar sást varla teinungur upp úr
grasi, er landið var girt. Þórar-
inn Þórarinsson, skólastjóri á
Eiðum, er sérstakur áhugamað-
ur um skógrækt og lætur nem-
endur sína gróðursetja þúsundir
plantna á hverju vori, áður en
þeir skilja við skólann.
— Skógræktarfélög?
— Á Austurlandi starfa 3
skógræktarfélög: Austurlands,
Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar.
Seyðfirðingar og Norðfirðingar
hafa sýnt mikinn dugnað í starfi
sínu og komið sér upp myndar-
legum skógræktargirðingum. —
Ennfremur hafa margir ein-
staklingar og deildir innan
Skógræktarfélags Austurlands
komið sér upp girðingum og fer
gróðursetning vaxandi.
— Loks vil ég spyrja þig,
hvort nokkur stórátök séu á
döfinni á vegum Skógræktar-
félags Aausturlands?
Niðurgreiðsla á plönlum
— Jú ég myndi nefna það svo,
að við ættum í ár að verja veru-
legum hluta tekna okkar til þess
að greiða niður plöntur til fé-
lagsmanna um helming. Vænt-
um við að geta á þann hátt
margfaldað tölu þeirra plantna,
sem gróðursettar verða í aust-
firzka mold á þessu vori frá því,
sem verið hefir.
—VÍSIR, 23. maí
íslendingar vesfrra biðja allfraf fyrir
kveðjur fril fjalla og dala
Richard Beck prófessor og kona
hans komin og verða fulltrúar á
lýðveldishátíðinni
Richard Beck prófessor og
kona hans Berta komu hing-
að í gær frá Ameríku með
HEKLU, millilandaflugvél
Loftleiða. Ræddu þau hjónin
við blaðamenn að Hótel
Borg í gær.
Tilhlökkun okkar var mikil
þegar við stigum í íslenzku flug-
vélina á flugvellinum í New
York í gær, sögðu hjónin. Á-
nægjan var mun meiri vegna
þess að vélin var íslenzk og
áhöfnin líka.
Við gátum varla trúað því, að
þetta væri veruleiki fyrr en
flugvélin flaug hring sinn yfir
Reykjavík og loks er við höfðum
íslenzka jörð undir fótum.
Stórleg aukning plöntu-
uppeldis
— Að hverju er einkum unnið
skógræktinni á Hallormsstað
um þessar mundir?
— Mest vinna er bundin við
gróðrarstöðina, sem starfrækt er
þar og varð 50 ára á s.l. ári.
Hefir framleiðsla hennar sífellt
verið að aukast hin síðustu ár og
náði 1953 tæplega 200 þúsund
plöntum. Eru aldar þar plöntur
af flestum þeim tegundum, sem
Skógrækt ríkisins getur náð í
fræ af. — En þó má segja, að
sérstök áherzla hafi verið lögð á
uppeldi síberísks lerkis, þar eð
sú tegund hefir, eins og ég sagði
áðan, gefizt sérlega vel á Hall
ormsstað.
Einnig er meiri og meiri á-
herzla lögð á að gróðursetja
barrplöntur í Hallormsstaða
skógi, og hefir langsamlega
mest verið gróðursett af síber-
ísku lerki. Að 10 árum liðnum
munu blasa við augum ferða-
manna, sem koma að Hallorms-
stað, glæsileg skógarsvæði, vax-
in ungu lerki. Á s.l. ári voru
gróðursettar í skóginum um
22.000 barrplöntur, en 20.000
árið 1952. í sumar er áformað
að gróðursetja 35.000 plöntur.
Birkiskógurinn hornreka
— Hvað með birkiskóginn?
— Segja má, að hann sé orð-
inn nokkurs konar hornreka. Á
ég við með því, að ekki er hægt
að grisja hann sem skyldi. En
orsökin er einfaldlega sú, að
ekki er kostur að selja nema
mjög lítið magn af viði til elds-
neytis. Okkur þykir leitt að sjá
hitaeiningarnar fúna niður
milljónatali á sama tíma og við
eyðum dýrmætum gjaldeyri
Lærði ekki ensku fyrr en 7 ára
Frú Berta, eða Kristbjörg,
ems og hún heitir réttu nafni
hefir aldrei til Islands komið
fyrr. Hún er fædd í Ameríku,
en foreldrarnir voru báðir ís-
lenzkir af Suðurlandsundirlend-
inu. Fólk hennar fluttist til
Ameríku einum til tveimur ára-
tugum fyrir aldamótin, og hún
lærði ekki ensku fyrr en hún fór
í barnaskóla, sjö ára að aldri.
íslenzkan var töluð á heimilinu
og lesið upphátt úr íslenzkum
bókum á kvöldvökunni, rétt eins
og á Suðurlandsundirlendinu.
Þegar í barnaskólann kom
hófst enskunámið fyrst hjá
mörgum börnum frá íslenzkum
heimilum. En kennslan fór fram
á ensku. Kennararnir gátu ó
mögulega nefnt Kristbjörgu
sínu rétta nafni, en kölluðu hana
Bertu. Festist það nafn síðan við
hana.
Frúin hefir mikinn áhuga
ættfræði og sögu og er vel að
sér í þeim efnum. Maður hennar
sagðist líka hafa lofað henni að
heimsækja eins marga sögustaði
og hægt er, meðan dvalið er hér
á landi. Við förum í pílagríms-
ferðir um Suðurlandsundirlend-
ið og svo vitanlega austur á
Reyðarfjörð, en á þeim slóðum
er skyldfólk þeirra hjóna flest
að finna. »
Island augum litið, eins og dótt-
ur þeirra hjóna, sem búsett er
vestur í Kaliforníu.
ísland á marga slíka vini
Á vegg hjá henni hangir mál-
verk af Snæfellsjökli. í bréfi til
foreldra sinni um daginn, bað
hún þau að skila kveðju til Snæ-
fellsjökuls, sem hún hefði aldrei
séð, frekar en annað af Islandi,
nema á mynd í stofu sinni.
Sýnir þetta ljóslega þá ræktar
semi, sem einkennir margt af
yngri kynslóðinni, sem er af ís-
lenzku bergi brotin vestan hafs.
Jafnvel þó að fólkið geti ekki
talað íslenzku þá lifir land feðra
þeirra ennþá í hjarta þess. Er
gott fyrir Island að eiga slíkt
fólk að vinum.
Fara héðan til Norðurlanda
Héðan fara hjónin til Norður-
landa, en dveljast svo hér nokkra
daga til viðbótar á heimleiðinni.
En Richard Beck prófessor er,
eins og kunnugt er. kennari í
norrænum málum og bókmennt'
um við ríkisháskólann í Norður-
Dakota, og er nú yfirmaður
þeirrar deildar, sem annast um
erlenda málakennslu. íslenzka
er kennd í mörgum háskólum
vestan hafs, en kennarastóll í ís
lenzkum fræðum er við háskól-
ann í Manitoba, þar sem hinn
ungi norrænufræðingur, Finn-
bogi Guðmundsson, er prófessor,
eins og kunnugt er.
Af íslendingum vestra eru
margar góðar fréttir, er hjónin
kunnu frá að segja, því þau eru
málefnum þeirra kunnug.
Erfiður róður en hugsjónin
góð í stafni
Richard Beck prófessor segist
vera viss um að íslenzk menning
og erfðir lifi lengi með Vestur
a Islendingum, ef réttilega er að
þeim málum hlúð. En vissulega
3arf á öflugu starfi að halda
dví efni og munu landar okkar
vestra ekki hafa í hyggju að slá
neitt af í þeim róðri, þótt á
stundum kunni að gefa á bátinn
og blása á móti. Þeir hafa þar
góða hugsjón og verndarvættir
fjallkonunnar allar í stafni, þótt
starfað sé í annarri heimsálfu.
—TIMINN, 3. júní
Fulltrúi Vestur-íslendinga
á lýðveldisafmælinu
Richard Beck prófessor verð-
ur fulltrúi Þjóðræknisfélags ís
lendinga á tíu ára afmæli lýð-
veldisins, auk þess sem hann
verður fulltrúi við prestastefnu
og biskupsvígslu.
Hann sagðist líka koma með
fangið fullt af kveðjum og von-
ast til að fá tækifæri til að skila
sem flestum. Allir þeir, sem
biðja fyrir kveðjur heim til
skyldfólksins, gleyma aldrei að
bæta við kveðjuna almennri
kveðju til landsins. eða einstakra
fjalla eða dala. Gildir þetta jafn
vel um fólk, sem aldrei hefir
C0PENHAGEN
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLJNIC
St. Mary's and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
508 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega penlngal&n og eldsábyrgC,
bifreiSaábyrgS o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For Quick, Reliable Service
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MANITOBA w
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m.
Thorvaldson, Eggertson,
Bastin & Stringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Dlrector
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Offlce Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaCur sá bezti.
StofnaB 1894
SlMI 74-7474
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Matemity Pavilion
General Hospital
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
NeU Johnson Res. Phone 74-6753
Gilbari Funeral Home
Selkirk, Manitoba.
J. Roy Gilbart
Licensed Embalmer
Phone 3271 Selkirk
SELKIRK HETAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppíynding. Sparar eldi-
viC, heldur hita frá aC rjúka út
meö reyknum.—SkrifiC, simiC til
KELLV SVEINSSON
625 Wall St. Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Simar 3-3744 — 3-4431
Bezfra munnfróbak
heimsins
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance ln aU lts branches
Real Estate - Mortgages - Rcntals
210 POWER BUILDING
Telephone 93-7181 Res. 46-3480
LET US SERVE YOU
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh St. Winnipeg
PHONB 92-4624
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Help Eliminate
Condensation ,
Winnipeg, Man.
(32 Slmcoe St.
SEWING MACHINES
Darn socks in a jiffy. Mend,
weave in holes and sew
beautifully.
474 Poriage Ave.
Winnipeg, Man. 74-3570
Dr. ROBERT BLACK
Sérfræöingur f augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 92-3851
Heimasími 40-3794
Creators oj
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargeni Ave. Winnipeg
PHONE 74-3411
Hafið
Höfn
í huga
Heimili sólsetursbarnanna.
Icelandic Old Folks’ Home Soc.,
3498 Osler St„ Vancouver, B.C.
ARLINGTON PHARMACY
Prescripiion Specialist
Cor. Arlington and Sargent
Phone 3-5550
Films, Picnic Supplies and
Beach Novelties.
We collect light, water and
phone bills.
Post Office
Muir's Drug Siore Lid.
J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST
SERVING THE WEST END FOR
27 YEARS
Phone 74-4422
Eliice & Home
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
Chartered Accountant
505 Confederation Life Bulldlng
WINNTPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker. A. F. Kristjanason
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Sfmi 92-6227
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin, Maniioba
Eigandi ARNI EGGERTSON Jr.
Van's Electric Ltd.
636 Sargenl Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-48L0