Lögberg


Lögberg - 24.06.1954, Qupperneq 4

Lögberg - 24.06.1954, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið 6t hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGKNT AVENUB, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanöskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0ll um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg:, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Jón Sigurðsson forseti Ræða, flult á lýðveldissamkomu „Fróns" í Sambandskirkjunni. 17. júní 1954 Eftir BJÖRN SIGURBJÖRNSSON Góðir áheyrendur. Ávallt er menn koma saman til að fagna unnum sigrum eða tímamótum í sögu þjóða sinna, verður þeim efst í huga, þeir afbragðsmenn, sem þyngst hafa stigið til jarðar því skrefi, er flutti þjóðirnar fram á veg; þeir leiðtogar sem eins og vitar lýstu mönnum hina réttu leið og báru um leið hita og þunga ferða- lagsins á sínum herðum. Leiðtogar sem slíkir, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir, verða mönnum ávallt uppörvun og lyftistöng, sem knýr þjóðirnar til frekari átaka og baráttu á hinni torsóttu leið til þess andlega og líkamlega frelsis og velmegunar, sem menn helzt æskja. Slíkir menn eru jafnmikilsverðir stórum þjóðum sem smáum og minning þeirra lifir í sama dýrðarljóma meðal heims- velda og kotríkja. Aðdáun á slíkum forystumönnum á lítt skylt við þá mannadýrkun, sem tíðkast víða á vorum dögum stjórn- málaerja og styrjaldarhættu, því hún réttlætist fyrir þau áhrif og hvatningu sem hún felur í sér á framfarabraut hverrar þjóðar, þar sem persónugerving leiðtogans er í senn heill og hamingja þjóðarinnar. Á hverjum tíma er uppi sægur manna fullir af eld- móði og áhuga fyrir viðgangi og vexti þjóða sinna. Tillögur þeirra í ræðu og riti eru oft eftirtektarverðar, uppörvandi og skemmtjr legar, — en gildi þeirra fyrir hagsmuni þjóðanna dæmist eingöngu eftir þeim áhrifum, sem þær hafa haft á sögu og hamingju þjóð- anna og þeim breytingum og straumhvörfum sem þær hafa valdið. íslendingar! I dag, er vér minnumst með gleði og fögnuði þess áfanga, sem náðst hefur í sjálfstæðismálum þjóðar vorrar, er áratugur er liðinn síðan lýðveldi var endurreist á Þingvöllum, 17. júní 1944, þá minnumst vér fyrst, eins og vér gerðum þá, er öllum kirkjuklukkum landsins var hringt, þess manns er vér eigum mest að þakka þann sigur, sem vér nú fögnum. Er vér virðum einnig fyrir oss þann veg, sem farinn hefur verið síðan, heill og hamingju íslenzku þjóðarinnar í dag, þá sjáum vér anda og áhrif Jóns Sigurðssonar í því öllu, þess manns, er fórnaði ævi sinni á altari sjálfstæðisbaráttunnar, bættum högum þjóðarinnar og afnámi þess oks, sem hvíldi á íslendingum um aldaraðir. Jón Sigurðsson var í raun og sannleika afburðamaður í þess orðs fyllstu merkingu og myndi hafa verið leiðtogi hverrar þjóðar er hann væri fæddur af. íslendingum var það mikið happ að eignast slíkan mann einmitt á þeim tíma, er frelsishreyfingar hófust víða í Evrópu, enda er ekki víst að vér fögnuðum í dag 10 ára afmæli lýðveldisins ef hans hefði ekki notið við. Meðan Jón Sigurðsson lifði, var hann höfðingi og leiðtogi íslendinga í öllum greinum, enda hafði hann ýmislegt það við sig er vakti lotningu manna og traust. Eftir lýsingu samtíðarmanna sinna var hann mjög höfðinglegur maður, svipurinn hreinn og bjartur og augun skær og fögur. Hann var einarður og hreinskil- inn í allri framkomu og talaði jafnan það, sem honum bjó i brjósti, en kunni þó vel að stilla orðum sínum. Gáfur hans voru sérlega góðar, skilningur skarpur og minnið afbragðá gott. Hann átti létt með að koma fyrir sig orði, hvort sem það var í ræðu eða riti og á þingi þótti hann manna mælskastur. Hann lét aldrei af máli sínu nema fyllsta ástæða væri til, og örvænti aldrei um sigur. Höfuðeinkenni hans var framúrskarandi kjarkur og staðfesta, enda hafði hann sett í innsigli sitt orðin: EIGI VIKJA. Hann var hinn mesti rausnarmaður í lund, þótt hann byggi lengst af við fremur þröngan kost. Hann var sjálfur barnlaus maður, en allir einstæðingar af Islandi voru börn hans og stóð þeim jafnan opið heimili hans í Kaupmannahöfn. Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 að Hrafnseyri við Arnarfjörð. Foreldrar hans voru bæði spök að viti og lærdómi, enda bjó faðir Jóns hann undir stúdentspróf, sem hann stóðst með prýði í Reykjavík 1829. Var hann síðan biskupsskrifari um nokkurt skeið, en sigldi síðan til náms til Háskólans í Kaupmannahöfn. Hugur Jóns hneigðist löngum til sagnfræða og málíræði- iðkana og kom snemma í ljós áhugi hans og aðdáun á fornbók- menntum, sögu og einkennum þjóðar sinnar. Lagði hann mest stund á sögu íslands og aflaði sér dýpri og víðtækari þekkingar á sögu landsins og högum þess að fornu og nýju en nokkur annar maður, enda var hann frábær að elju og starfsemi. Svo vel vann Jón að þessum vísindastörfum sínum, að það er liggur eftir hann í þeim efnum væri nóg til að halda nafni hans á lofti þótt engu öðru væri til að dreifa. Þessi mikla þekking Jóns á sögu þjóðar sinnar varð ekki eingöngu honum að gagni á sviðum vísindalegra starfa, heldur varð hún honum að ómetanlegu gagni síðar meir við að leysa af hendi sín mikilsverðu stjórnmálastörf og öruggt vopn í þeirri baráttu, er í hönd fór. Geta menn betur skilið mikilvægi þessarar söguþekkingar Jóns, ef þess er minnst að höfuðtillögur hans í sjálfstæðiskröfum íslendinga voru beinlínis byggðar á sögulegum og þjóðlegum rétti landsins með Gamla Sáttmála að grundvelli.* Gildi þessara fræðistarfa Jóns verða ef til vill enn augljósari ef m'enn íhuga við hverja andstæðinga hann átti að etja af Dana hálfu, menn sem höfðu trauðlan skilning á þjóðinni, háttum hennar og einkennum, enga þekkingu á landinu, kostum þess né löstum, enda höfðu langfæstir þeirra stigið fæti á frónska jörð, né augum litið það eymdarástand, sem aldalöng kúgun Dana hafði valdið. Var reyndar stórfurða að nokkur mannlegur máttur gæti staðizt áratugum saman þær hörmungar, er leiddu af því tvennu — afarillu árferði, eld- gosum og farsóttum, ásamt hinni illræmdu dönsku einokun- arverzlun, sem mergsaug ís- lenzku þjóðina á hinn versta veg. Stjórn landsins í þann tíð var skrifstofustjórn eða skriffinnsku stjórn ef kalla mætti, þar sem raunverulega valdið var í hönd- um útlendra manna víðsfjarri, en amtmenn, sýslumenn og herppstjórar framfylgdu því í hinum ýmsu héruðum. Tillögur til bóta á ófremdarástandi lands og þjóðar var auðvitað ekki að vænta frá yfirvöldunum, illa dönskum eins og þar stendur, sem allan hugann höfðu við að arðræna landið. Allar þær til- lögur urðu fram að koma frá landsmönnum sjálfum og áttu þegar í fæðingu litla eða enga von um að komast klakklaust fram hjá skerjum skrifstofu- valdsins, enda sátu slíkar tillög- ur oftast árum saman í deigl- unni og ef þær nokkurn tíma komust í framkvæmd, sem sjald- gæft var, voru þær einatt ó- þekkjanlegar, ótímabærar og sjaldnast lítt til bóta. Slíkt var ástandið í þjóðmál- um vorum, er Jón Sigurðsson ólst upp og dauft var útlitið fyrir framtakssama menn að láta nokkuð til sín taka án þess að eiga á hættu Brimarhólms- vist fyrir. Því ætti mönnum að vera ljóst, að það tók meira en meðalmann til að hreyfa þeim Grettistökum, sem lyft var á þessum æskuárum sjálfstæðis- baráttunnar. Eymd í efnahags- málum var ekki eingöngu líkam- leg, heldur hafði hún áhrif á metnað Islendinga, athafna- löngun og þjóðrækni, sem allt varð að vekja áður en hafist væri handa. Hið eina sem hélt þjóðinni vakandi voru bók- menntirnar, tungan, sem töluð var af alþýðunni, og óbifandi óst á föðurlandinu, sem erlendir ferðamenn í þann tíð telja, að þeir elskuðu meir en lífið í sjálfum sér. Með sinni þekkingu og aðdáun á andlegu menning- arstigi íslenzku þjóðarinnar hófst Jón Sigurðsson handa í baráttunni fyrir sjálfstæði og bættum kjörum, og nokkrum árum áður en hann dó, er ýms- um fannst mikið hafa unnizt á þjóðhátíðinni 1874, sem var að mestu leyti ávöxtur af starfi Jóns Sigurðssonar, hafði hann sett markið enn hærra og fór hvergi á hátíðina, þar sem menn kepptust við að skjalla kóng og dýrð hans. Þótt ég viti, að flest ykkar hér þurfi ekki að fræða um stjórnmálaferil Jóns Sigurðs- sonar, enda hafa Vestur-íslend- ingar sýnt skilning sinn og mat á störfum hans og kostum með styttu þeirri, sem þeir hafa reist honum hér í Þinghúsgarðinum í Winnipeg, þykir mér þó rétt að ryfja upp í örfáum orðum helztu afrek hans, stefnur og markmið. Hef ég þegar minnzt nokkuð á vísindastörfin og hvernig þau fléttuðust við og hjálpuðu Jóni við aðalverkefnið, — nefnilega stjórnmálaslöríin. Um það leyti er Jón var að hefja vísindastörf sín í Kaup- mannahöfn kom nýr konungur til valda í Danmörku, sem var harla góðviljaður Islendingum og sendi þeim tilboð um nokk- urra stjórnarbót, meðal annars hugsanlega endurreisn alþingis. Var mikið rætt um þetta tilboð konungs á Islandi, einkanlega af Fj ölnismönnum. Var þá eins og Jón Sigurðsson vaknaði til meðvitundar um köllun sína um að gerast for- ystumaður þjóðar sinnar á veg- inum til sjálfforræðis. Reit hann allýtarlega um málið og and- stætt þeim Fjölnismönnum, vildi hann að Alþing yrði endurreist í Reykjavík og sniðið eftir erlendum þingum, en ekki eftir gamla alþingi á Þingvöll- um. Urðu tillögur Jóns ofan á og alþingi endurreist með því sniði árið 1843. Skírnir og Fjöln- ir voru einu tímaritin, sem gefin voru út á íslandi á þeim tíma og fann Jón Sigurðsson hjá sér hvatning til að gefa út annað tímarit, Ný Félagsrit. sem skyldi eingöngu fjalla um íslenzk mál- efni og vera þjóðinni til fróð- leiks og vakningar fyrst og fremst. Notaði Jón Ný Félagsrit óspart til að koma skoðunum sínum á framfæri og afla þeim fylgis meðal þjóðarinnar áður en hann tefldi þeim fram við konungsvaldið. Á hinu endurreista Alþingi var Jón kjörinn þingmaður Is- firðinga og var það jafnan síðan meðan hann lifði. Voru fyrstu ár alþingis frem- ur tíðindalítil, enda áttu þing- menn óhægt um vik undir ein- veldisstjórn Danakonungs og þingið auk þess eingöngu ráð- gjafaþing. Af þeim málum, sem Jón Sigurðsson beitti sér fyrir á alþingi og utan þess má nefna hina frægu mótstöðu hans við konungsvaldið á Þjóðfundinum 1851, er koungsfulltrúi tók það til ráðs að segja fundi slitið til að stöðva afgreiðslu mála. Stóð Jón þá upp og mælti: „Ég mótmæli í nafni koungs og þjóðarinnar þessari aðferð og áskil þinginu rétt til að klaga til konungs vors yfir þeirri lög- leysu, sem hér er höfð í frammi“. Kemur hér bezt fram dirfzka Jóns og einurð og fullvissan um réttlæti málstaðar Islendinga, enda er sá atburður helgur í sögu þjóðarinnar. Eins og á Þjóðfundinum hélt Jón á öllum þingum uppi skel- eggri baráttu fyrir sjálfstæðis- kröfum Islendinga gegn hinum konungskjörnu fulltrúum og hafði jafnan foryztu fyrir þjóð- kjörnum þingmönnum og var oftast í forsæti á alþingi. Stefna Jóns í Sjálfstæðismál- unum var einfaldlega sú, að þá er konungur afsalaði sér ein- veldinu, fengi þjóðin aftur í hendur öll þau landsréttindi, er hún hafði áskilið sér í Gamla Sáttmála, þá er íslendingar gengu á hönd Noregskonungi. A umliðnum öldum hafði engin breyting orðið á þessu önnur en sú, að íslendingar höfðu í Kópavogi 1662 selt konungi þessi landsréttindi sín í hendur og höfðu staðið við það síðan. Af þessu leiddi að þjóðin ætti við konung einan um stjórnar- tilhögun sérmála sinna, sem Dönum kæmi ekkert við. Hélt Jón einnig fram þjóðlegum rétti íslendinga til sjálfforræðis, sem byggðist á því að þeir væru af sérstökum þjóðflokki og áttu sérstaka íungu. Þessi stefna Jóns varð síðan stefna þjóðarinnar sem hún byggði allar sjálfstæðiskröfur sínar á. Verzlunarmál lét Jón einnig mjög til sín taka. enda voru honum augljósir agnúarnir á einokurnarverzlun Dana og fyr- ir hans tilstilli var verzlun géfin að fullu frjáls á íslandi 1854, en sá atburður varð til hinna mestu heilla fyrir land og þjóð. Auk alls þessa reit Jón Sig- urðsson mikið um skólamál og kom þar ýmsu í framkvæmd. Hlutur Jóns í Fjárkiáðamál- inu, sem flestir kannast við, ber vitni um víðsýni hans og um- hyggju fyrir hag þjóðarinnar og giftu hans til að leiða svo tor- sótt mál til farsælla lykta. Sem stjórnmálaskörungur ber Jón af öllum Islendingum fyrr og síðar um stjórnspeki, víð- sýni og lagni. Kemst þar enginn í hálkvisti, jafnvel þótt leitað sé í fornsögum vorum og sjálfur Njáll á Bergþórshvoli tekinn til samanburðar. Endurreisn þjóðveldisins, sjálfstæði Islands, efnahagsleg viðreisn þjóðarinnar voru mark- miðin, sem Jón stefndi að og fórnaði ævi sinni fyrir. Saga Jóns Sigurðssonar er í Séra Kristin K. Ólafson Fimmtíu ára prestskaparafmæli, 27. júní 1904 — 27. júní 1954 Eftir G. J. OLESON Það var á kirkjuþinginu sæla 1909 í Winnipeg, sem ég sá séra Kristinn K. Ólafsson í fyrsta sinni; mun þingið hafa verið rétt að byrja. Ég var ekki þingmaður, kom þar að- eins sem gestur að gamni mínu einn eða tvo daga; þekkti ég í þá daga fáa af leið- togum kirkjufélagsins. Það voru viðsjár með mönnum og mikill hiti í þingmönnum mörgum, sér staklega leiðtog- unum; var ekki um annað talað manna á meðal en á- greining þann innan kirkjufé- lagsins, sem nú var hæst á baugi, og átti eftir að kljúfa kirkjufélagið þarna á gras- vellinum hjá gömlu Fyrstu lútersku kirkjunni á Nena St. Sá ég séra Kristinn á- lengdar á eintali við séra Jón Bjarnason, gnæfði hann hátt yfir séra Jón, því hann er há- vaxinn og að líkamsþreki stórfenglegur; var hann á þessu stigi ekki búinn að ná því líkamsþreki samt (per- sonality), sem hann hefir haft á seinni árum. Þarna á gras- vellinum virtust þeir tala af kappi, því áherzlurnar voru miklar, sérstaklega hjá séra Kristinn. Kom mér í hug að þarna væri að koma fram maður, sem mundi koma við sögu í framtíðinni. Það var ekki fyrr en 1922, að ég kynntist séra Kristinn persónulega, á kirkjuþinginu í Dakota, og þó lítillega. Séra Kristinn á í ár 50 ára prestskaparafmæli; var hann útskrifaður frá prestaskólanum í Chicago 27. apríl 1904 og prestsvígslu tók hann 27. júní sama ár í Fyrstu lútersku kirkjunni í Winnipeg. Séra Jón Bjarnason þáver- andi forseti kirkjufélagsins framkvæmdi prestsvígsluna; var hann vígður til safnaðana í Dakota, Garðar;- Þingvalla- og Fjallasafnaða. Vel á það við, að hans sé að nokkru minnst við þessi merkilegu tímamót, því hann er einn af gagnmerkustu Vestur-lslendingum, sem nú eru uppi. Séra Kristinn er í húð og hár Vestur-íslendingur, og hér hefir hann fengið alla sína menntun, þó er hann eins ramraur Islendingur eins og nokkur annar Islendingur austan hafs eða vestan. Séra Kristinn er fæddur 23. septem- ber 1880 í Garðar-byggð í N. Dakota; hann ólst upp hjá foreldrum sínum í sveit, og á æskuskeiði drakk hann í sig allt, sem hann gat af íslenzkum bókmenntum, las allt sem hann gat hönd á fest, bæði á ensku og íslenzku. I staðinn fyrir algenga miðskólamenntun naut hann prívatkennslu í þeim námsgreinum hjá sérstæðum ágætismönnum svo sem Dr. B. J. Brandson og séra Friðrik J. Bergmann, sem ekki einungis kenndu hin algengu fög eins og sá sem vald hefir, heldur líka kenndu þeir listina að lifa. Telur séra Kristinn það stórt happ að hafa notið kennslu og leið- sagnar þessara ágætismanna. Séra Friðrik hvatti Kristinn á skólaárum hans að lesa guðfræði og verða prestur. Munu þau hvatningarorð hafa að nokkru riðið baggamuninn, að hann gékk þá leið. Séra Kristinn var fyrsta barn af íslenzkum stofni fætt í Garðar-byggð. Voru foreldrar hans Kristinn Ólafsson og kona- hans Katrín ólafsdóttir frumherjar í Garðar-byggðinni; voru þau af þingeyzkum og eyfirzkum ættum. Fluttu þau vestur 1873. I Dane County í Wisconsin voru þau eitthvað fyrst. Til Minnesota fluttu þau 1876, ásamt Eiríki H. Bergman, og settust að í íslenzku byggðinni þar í ríkinu (Lyon og Lincoln County). Þar bjuggu þau ein 4 ár, fluttu þá í Garðar-byggðina í N. Dakota, námu þar land og voru þar til dauðadags. I því umhverfi fæddist séra Kristinn og ólst þar upp. Garðar- byggð er frjósöm og fríð og hefir alla tíð verið auðug af ágætismönnum. I hreinu íslenzku andrúmslofti og við ís- lenzkan lifnaðarmáta ólst séra Kristinn upp, og var bráð- þroska; og varð hann, eins og áður er getið, stálsleginn í íslenzkri tungu og bókmenntum, og hefir hann fylgzt vel með siðmenningarbaráttu íslenzku þjóðarinnar, þrátt fyrir það forsómaði hann ekki skyldur sínar gagnvart hérlendri þjóð og menningarlífi, og sótti hann með krafti fram til náms og frama, var hann og er með frægustu og snjöllustu mönnum á ræðupalli; er hann jafn snjall á bæði málin, íslenzku og ensku. Hann hefir verið ætíð vel vakandi og hefir tekið vel eftir því, sem fyrir augu og eyru hefir borið, og hefir hann hagnýtt sér það. Hann hefir alltaf verið að læra í skóla lífsins, og í þeim skóla er hann enn að læra, hefir hann þroskast æ betur eftir því sem árin hafa liðið og orðið víðsýnari og stærri. Frá 1896 til 1900 stundaði hann nám við Luther College í Decorah, Iowa, og tók hann þar stúdentspróf í júní 1900 (B.A.). Eitt ár kenndi hann í barna- skóla í Garðar-byggð, en árið 1901 hóf hann nám við lúterska prestaskólann í Chicago og lauk hann fjögra ára námi á þremur árum og hlaut ágætiseinkunn og lærdóms- stigið B.D. Hæstu einkunn allra sambekkinga sinna hlaut hann einnig við prófin í Luther College. Orðið var nokkuð áliðið, er hann afréð að verða prestur; hafði hann framan af í hyggju að verða kennari við einhverja menntastofnun kirkjunnar. En það fór fyrir honum eins og mörgum ís- lendingum, að hann kaus heldur að þjóna í íslenzku mann- Framhald á bls. 5 senn saga íslenzku þjóðarinnar og þess vegna var það er hin langþráða stund loks rann upp að lýðveldi skyldi endurreist á Þingvöllum, að fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, þess manns er mestan þáttinn átti í þeim at- burði, var valinn helgasti dagur þjóðarinnar, sá dagur er um ókomnar aldir skyldi vera Is- lendingum tilefni til fagnaðar og gleði. 17. júní 1811 var merkisdagur í sögu íslenzku þjóðarinnar, er hún eignaðist leiðtoga sem enn í dag er henni hvatning til sain' heldni og framfara og mun a' valt verða ungum íslendingum fyrirmynd um stórhug og afrek- 17. júní 1944 var enn á °ý merkisdagur í sögu þjóðarirmar’ er fræ það er Jón Sigurðsson hlúði bezt að, bar ávöxt í endur reisn lýðveldis á Islandi. Því lýsum vér enn yfir í 17. júní 1954, á 10 ára afm^ lýðveldisins ást okkar og v^r ingu á Jóni forseta, sem sV° réttilega var nefndur: Sómi íslands, sverð og skjöláur

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.