Lögberg


Lögberg - 24.06.1954, Qupperneq 5

Lögberg - 24.06.1954, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1954 5 ÁHUGAMÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON þecar mótlætið og sorgirnar steðja að (Lauslega þýtt) Við höfðum heyrt að enn einu sinni hefði sorgin sótt Williams offursta heim, aldavin minn, og mér fanst að við yrðum að fara að sjá gamla manninn, því nú þurfti hann okkar við, og allra vina sinna. William offursti hafði fengið meir en sinn skerf af mótlæti og sorgum þessa heims. Fjögur börn hans fórust í eldi að næt- urlagi. Mrs. Williams hafði al- drei náð sér eftir það áfall. Þeg- ar hann var kominn átt á efri ar fór fyrirtæki hans um koll og hann varð snauður maður. Hann tók einnig þessu mótlæti með karlmennsku. Hjónaband einu dótturinn, sem á lífi var, varð óhamingjusamt, og það lagðist mjög á huga móðurinnar, Mrs. Williams, og dó hún skömmu síðar. Þetta var þungt áfall fyrir mann hennar, því þau höfðu búið saman í ástríku hjónabandi í hartnær hálfa öld. Nú átti Williams offursti eítir aðeins einn son. Hann gekk í sjóherinn; skip hans sökk í or- ustunni við Midway og hann fórst með skipinu. Það var þessi frétt, sem okkur hafði borizt, er hvatti okkur til að sjá gamla rnanninn og finna út um líðan hans. Á leiðinni til bæjarins þar sem hann bjó, vorum við að reyna að gera okkur í hugarlund hvernig sálarástand hans myndi nú vera og vorum við hálf hvíð- andi yfir því að hitta hann. Þegar við ókum að hliðinu, kom hann út og heilsaði okkur með sinni venjulegu ljúf- mensku og kurteisi. Hann leit ekki út eins og maður sem yfir- bugaður er af sorg, og þó vissum við að hann var í eðli sínu mjög tilfinninganæmur. Hann hafði fullkomið vald á sjálfum sér, og þegar við hikandi vékum að láti sonar hans, þá talaði hann um það með stillingu. En svo breytti hann snögglega um um- talsefni, og okkur fannst það undarlegt; það var eins og hann væri tregur til að hlusta á samúðarorð okkar. „Ég hefi dálítið hérna, sem mig langar til að sýna ykkur, vinir mínir“, sagði hann og varð næstum kátur í viðmóti; hann leiddi okkur inn í litla húsið sitt og sýndi. okkur ofurlítið verkstæði með fullkomnum út- búnaði til að skera og slípa dýra steina. „Er þetta eitthvað nýtt?“ spurði ég. „Ég hefi haft það í tvær vikur“, svaraði hann. A vinnuborðinu voru mörg smábrot af skornum steinum, sem hann hafði verið að slípa og fága, og bar allt vitni um það, að hann hafði verið önnum kafinn. Ég vissi að Williams offursti Það er bragðbetra! var fjölhæfur maður. Hann málaði myndir; hann samdi skáldsögur; hann skar myndir 1 tré og hann smíðaði ýms verk- færi. En þetta, að ráðast í það vandasama starf, sem svo fáir kunna, að skera og slípa dýra steina, var alveg nýtt. Þá urri daginn útskýrði hann fyrir okkur þátt í ævi sinni, sem ég hafði ekki áður haft hug- mynd um. Hann sagði okkur hreinskilnislega frá því hvernig honum hefði auðnast að halda jafnvægi sínu og ró, þrátt fyrir þá ógæfu og það mótlæti, er að honum hafði sótt, og sem sennilega hefði yfirbugað hvern meðalmann. Þetta starf hans við að slípa steina var ekki gagnslaus skemmtun; það var nokkurs konar íækninga-aðferð til að ráða bót á því öfugstreymi, er hafði ásótt hann á langir ævi. Fyrir mörgum árum kvaðst hann hafa komizt að því, að hann þyrfti einhvers við til að draga út úr vitund sinni hugs- anirnar um mótlæti liðinna daga, til þess að þær yrði honum ekki óbærilegar. Þegar börn hans fjögur týndu lífi í brunanum, og hann varð næstum örvita af harmi, þá sneri hann huganum að því, að mála myndir, og hélt þannig viti sínu óskertu. Þegar hann missti allar eigur sínar, þá tók hann til að smíða húsgögn, og er hjú- skapar ólánið henti dóttur hans, þá lagði hann fyrir sig að semja skáldsögu. Og nú eftir þetta síð- asta áfall leitaði hann athvarfs í nýju vandasömu starfi, er hann varð að einbeita huganum við. „Ég hefi nú lifað léngur en flestir menn“, sagði hann. Hann varð níræður vikuna áður en við heimsóttum hann. „Úg hefi kynnzt hundruðum manna, sem orðið hafa fyrir ýmis konar ó- gæfu, og ég hefi veitt því at- hygli, að flest fólk heldur. minn- ingum um mótlæti sitt og sorgir vakandi, og eitrar þannig líf sitt. Vegna þess að það virtist sem mér væri úthlutaður meir en minn skerfur af böli þessa heims, var það mér lífsnauðsyn- að finna eitthvað, sem verkaði gegn því. Með því að einbeita huganum við eitthvað starf, er ég gat fengið áhuga fyrir, tókst mér að vísa á bug mestu kvöl- um þessara sorgarstunda, og þannig gat ég haldið í horfinu“. Við kvöddum þennan kjark- mikla gamla mann með það í huga, að við þörfnuðumst hans meir en hann þarfnaðist hug- hreystingarorða okkar. ☆ SKÓLASTÍLL UM „FUGLA OG DÝR“ Fuglinn, sem ég ætla að skrifa um er Uglan. Uglan getur ekki séð á daginn, og á nóttunni er hún blind eins og þvottaklapp. Ég veit ekki nema fátt um ugl- una, og þess vegna ætla ég að skrifa um dýrið, sem ég þekki bezt. Það er kýrin. Kýrin er spendýr og hún er tamin. Á henni eru sex hliðar, nefnilega fram og aftur, hægri og vinstri, og upp og nlður. Að aftanverðu er hali á henni og neðan á hal- anum hangir skúfur. Hún notar hann til þess að reka burt flug- urnar, svo að þær detti ekki ofan í mjólkina. Hausinn er til þess að þar geti vaxið horn, og til þess að hægt sé að koma munninum einhvers staðar fyrir. Hornin eru til þess að stanga með. Munnurinn er til þess að baula með. Mjólkin hangir neð- an á kúnni, og hún er gerð til Séra Krisfin K. Ólafson Framhald af bls. 4 félagi. Séra Kristinn hefir sjálfur sagt, að hann hefði kosið að þjóna íslendingum og starfa meðal þeirra, ef svo hefði getað skipast. Var það mikill skaði að missa hann á annan vettvang eftir langt og göfugt starf. En hvar sem hann kemur fram, er hann íslendingum til sóma, þó það sé efna- lega séð rétt að sitja við þann „eldinn sem bezt brennur". Við nána íhugun fannst honum um þetta leyti brýnni þörf á því að gerast prestur meðal landa sinna, og varð það niðurstaðan. í félagslífi stúdenta tók hann nokkurn þátt í skóla, tók þátt í kappræðum, og var meðritstjóri skólablaðsins (Chips) í tvö ár, en aðalritstjóri þess síðasta árið. Eitt árið notaði hann sumarfríið til náms við Chicago-háskólann. Á meðan hann var í prestaskólanum kenndi hann að þó nokkru ráði nýsveinum, er sérstakrar kennslu þurftu við, í hjáverkum sínum. Eins og áður er getið tók séra Kristinn prestsvígslu 27. júní 1904. Var hann vígður til Garðar-, Þingvalla- og Fjalla-safnaða, og þjónaði hann þeim einum til 1912, en öllum íslenzku söfnuðunum í austurbyggðum N. Dakota frá 1912 til 1925, með búsetu að Mountain. Hann mun líka hafa eitthvað þjónað söfnuðunum í vestur-byggð (Upham). Argyle-prestakalli þjónaði hann frá 1925 til 1930, með bú- setu í Glenboro. Þá þjónaði hann Hallgrímssöfnuði í Seattle í 12 ár. Eftir það hvarf hann frá íslendingum, var um það leyti í stjórnarþjónustu á stríðsárunum í Chicago á “Office of Censorship”. Á þessum árum prédikaði hann flesta sunnu- daga í Chicago og grendinni. Séra Kristinn átti mikinn þátt í starfi lúterska kirkju- félagsins í 40 ár: Varaskrifari 1906—1914, varaforseti 1915— 1921, forseti 1923—1942. Var kosinn ár eftir ár með miklu afli atkvæða, var hann lengur forseti en nokkur annar utan Dr. Jón Bjarnason, sem var forseti 23 ár. Séra Kristinn átti mikinn þátt í því, að kirkjufélagið sameinaðist lútersku kirkjunni í Ameríku 1940 (U.L.C.A.); var hann fulltrúi á allsherjarþingi lútersku kirkjunnar í Omaho, Neb., og Louisville Kentucky, og fleiri þing sótti hann sem forseti. Alheimsþing lútersku kirkjunnar í Kaup- mannahöfn sótti hann, ferðaðist þá um ísland og ýms Vestur- Evrópulondin, ásamt frú sinni. Ritstjóri Sameiningarinnar var hann lengi. Mörg önnur störf hefir hann haft með höndum, sem hér er ekki kostur að nefna, en öll almenn störf hefir hann leyst vel af hendi. í öllu er hann ábyggi- legur og heill. Heimilislíf hans hefir verið með ágætum, hann elskaði heimilið og eyddi þar öllum stundum sem hann gat. Það var gott og gaman að heimsækja hann, það var svo bjart í húsinu hans, var þar enginn skuggi. Hann var hrókur alls fagnaðar heima hjá sér, og hvar sem var á manna- mótum, og hláturinn hans svo heill og hressandi. Þó séra Kristinn hafi verið hamingjusamur og farsæll á marga vísu, hefir honum verið oft slegin und; hefir hann séð á bak 2 ágætiskonum og vel gefinni dóttur á æskuskeiði. Hefir hann borið þrautir lífsins með karlmennsku. Séra Kristinn er þrígiftur. Fyrsta kona hans var Sigrún Ander- son (var faðir hennar O. G. Anderson, stórkaupmaður 1 Minneota, Minn., dáinn á bezta aldri). Þau giftust 14. júní 1905; hún dó 6. apríl 1913. Önnur kona hans var Friðrika Sigurgeirsdóttir Björns- sonar og konu hans Guðfinnu Jóhannesdóttur frá Tjörn í Aðal-Reykjadal. Þau giftust 2. nóv. 1915, hún dó 14. nóv. 1942. Þær Sigrún og Friðrika voru vel menntðar og voru skólakennarar áður en þær giftust; þær voru mikilhæfar og sæmdarkonur. Þriðja kona hans er af hérlendum ættum, er mér sagt, að hún fái almenningsorð, fríð kona og vel að sér. Börn af fyrsta hjónabandi: Séra Erlingur Kristinn, kvæntur Kristínu Thordarson frá Blaine, Wash., hann er “Superintendant of Schools,” Cusic, Wash. Þau eiga son og dóttur. Kristín er skólakennari. séra Erlingur var prestur í Juneau, Alaska, 6 ár eftir að hann tók vígslu. Nú í fjölda mörg ár hefir hann ekki sinnt prestskap. 2. Marino Ólafur, kvæntur Clarie Murphy skólakennara; þau eiga einn son. Marino hefir svipað embætti og séra Erlingur, í Minto, N. Dak. 3. Páll Theodór, kvæntur M. Hodson, Salem, Iowa. Hann starfaði lengi sem “Accountant”. Er nú meðeigandi og starfandi í Airfloor of California Inc. í Los Angeles, Cal. Börn af öðru hjónabandi: 4. Sigrún Ólöf, gift Robert G. MacDonald; hún var kennari í miðskóla áður en hún giftist; á 3 börn, býr í Seattle, Wash. 5. Frederick Arlan, kennari við Harvard-háskólann, Cambridge, Mass. Hann á frægan og merkilegan menntaferil. Kona hans er Allie Lewis frá New York. Kynntust þau, er þau bæði voru við nám í Oxford. Hann mun vera um þrítugt. 6. Petrína Aurora dó 1951 í San Jose, Cal. Hafði hún góða stöðu við bókasafnið í State College. Hafði hún notið háskólanáms. Hafa öll börn séra Kristins notið æðri menntunar. Meðan séra Kristinn var í Chicago á stríðsárunum pré- dikaði hann við og við hjá lúterskum söfnuði í Mt. Carroll, 111. Kallaði þessi söfnuður hann nokkru seinna til fastrar prestsþjónustu; var hann þar í nokkur ár 1944—1949. Nú er hann þjónandi prestur hjá lúterskum söfnuði í Sharon, Wisconsin. Tók þar við starfi í nóvember 1919. Á fyrstu prestskaparárum sínum rækti séra Kristinn ís- lenzkuskóla á Garðar einn mánuð að sumrinu. Skólinn stóð frá kl. 9 að morgni til kl. 4 e. h. Kenndi hann eldri börnun- um fyrir hádegi, en yngri börnunum seinnipartinn, og var hann einn við kennsluna. Aðsókn var ágæt, og hafði þetta góðan árangur. Kynntist hann á þennan hátt unglingunum betur en ella. Og segist hann hafa haft af þessu mikla ánægju; annars elskar séra Kristinn íslenzkuna og hefir alltaf haft tröllatrú á íslenzku heimiliskennslunni og telur hana eitt það dýrmætasta í þjóðararfinum, bæði frá trúar- legum og þjóðræknislegum sjónarmiðum (þó nú sé búið að bera þetta fyrir borð hér, og að miklu leyti eftir sögn heima á Islandi líka). Frá því fyrsta að ég kynntist séra Kristinn, heyrði ég hann dást að íslenzkri sveitamenningu. En eftir heimförina til íslands 1929, þegar hann sá allt með eigin augum, varð hann enn hrifnari; fannst honum mest til hennar koma af því, sem hann sá á íslandi. (Það eru held ég ekki öfgar hjá mér). Séra Kristinn lét mannfélagsmál sig miklu skipta, finnst honum náið samband milli kirkjunnar og daglega lífsins, eða ætti að vera, og að áhrif kristindómsins ættu að ná inn á öll svið mannlífsins og gegnsýra það með krafti sínum og lífsþrótti. Hefir hann um dagana flutt fjölda af erindum eða fyrirlestrum, og meira á seinni árum. Á áratugnum 1930—-40 starfaði hann allmikið fyrir kirkjufélagið á heimatrúboðs- svæðinu, og á því tímabili flutti hann fjölda af fyrir- lestrum um mannfélagsmál í flestum byggðum Vestur-ís- lendinga. Voru þar 2 erindi, sem mest kvað að, sem hann nefndi: „Samkomulag Vestur-íslendinga“ og „Nýstefnur og nauðsynjamál“, og var það vel rómað af almenning. Séra Kristinn komst að orði í bréfi einu sinni eitthvað á þessa leið: „Eftir að ég byrjaði prestsskap, fann ég mjög til þess, hve mikið bar á óviid í sambandi við trúmálin. Ágerðist það eftir því sem árin liðu, og mig langaði til þess, ef mér væri unnt, að leggja fram einhvern skerf til þess að það mætti batna. Óefað orkaði ég litlu. En þetta vakti fyrir mér, þegar ég flutti erindi eða fyrirlestur, sem ég nefndi „Sam- komulag Vestur-Islendinga“. Sama vakti fyrir mér, þegar ég minntist látinna manna, er stóðu á öndverðum meið í trúarskoðunum“. — „Kristin lífsskoðun krefst góðvildar og sanngirni í garð jafnvel mótstöðumannanna11, segir hann ennfremur.. Á meðan hann var í Seattle kenndi hann tvö ár í presta- skóla þar, grísku, Nýja testamentis-skýringar og prests- lega guðfræði, og tók þar þátt í kirkjulegum félagsskap utan sinnar eigin kirkju, og var hann kallaður til ræðu- halda frá enskum og norskum félgögum, oft og mörgum sinnum. — Á þessu tímabili sæmdi ísland hann riddara- krossi Fálkaorðunnar. Var það makleg sæmd, því fáir hafa betur varðveitt tunguna og íslenzka arfinn en séra Kristinn. Séra Kristinn er stór maður og þéttvaxinn, rúm 6 fet; hann svarar sér vel, sérstaklega á seinni árum; dökkur á hár og skegg; sver sig í ætt Kelta, arnhvöss augu, vekur athygli hvar sem hann kemur fram. Hann er drengilegur í framkomu, ábyggilegur í orði og athöfn, heill en aldrei hálfur. Andlega og líkamlega er hann höfði hærri en al- menningur. Eitt af systkinum hans er Jón K. Ólafsson í Garðar-byggð, lengi þingmaður í ríkisþingi N. Dakota; góður maður og gegn. Séra Kristinn, eins og getið er hér að framan, bjó í Glenboro í fimm ár; var hann þau nár næsti ná:granni minn (next door neighbor). Hefi ég átt marga nágranna um dagana, en aldrei neinn slæman; en að öllum öðrum ólöstuð- um, hefi ég aldrei átt betri eða skemmtilegri nágranna en séra Kristinn og fólk hans. Við þessi merkilegu tímamót sendi ég með þessum línum honum og hans fólki öllu, frá mér og mínum, hug- heilar hamingjuóskir með þakklæti fyrir árin liðnu. Veit ég, að ég tala fyrir munn alls fólks í Argyle-prestakalli með hamingjuóskir til hans á 50 ára prestskaparafmæli hans. Guð gefi honum æfikvöldið langt og fagurt. Færeyskt menningarfyrirtæki minnist aldarafmælis síns Nýlega hélt færeyskt menning- arfyrirtæki H. N. Jacobsens Bókahandil, aldarafmæli sitt. Árið 1854 fékk ungur bók- bindari í Þórshöfn, Hans Nicolai Jacobsen, leyfi til þess að selja guðsorða- og sálmabækur, utan hinnar konunglegu dönsku einka sölu. Árið 1865 fékk hann verzl- unarbréf sem bóksali og gerðist meðlimur bókafélagsins danska. Brátt gerðist Jacobsen umsvifa- mikill bókaútgefandi eftir fær- eyskum mælikvarða, og var raunar einn um þá starfsemi fram að aldamótum. M. a. gaf Jacobsen út flestar bækur sonar síns, málvísindamannsins dr. phil Jacob Jacobsens, og frá ár- inu 1891 hefur fyrirtækið gefið útFærösk Kirketidende og alm- anak Færeyja frá 1938. Árið 1927 var komið á fót bóka prentsmiðju í sambandi við út- gáfuna og árið 1934 var stofn- sett sérstök ljósmyndadeild. — Árið 1903 var Poul Niclasen, tengdasonur Jacobsens, tekinn í fyrirtækið, og eftir dauða hans 1905, rak ekkja hans, Sigrid Niclasen, fyrirtækið. Sjórnandi þess nú er sonur þeirra, Hans Niclasen. Enginn vafi leikur á því, að þetta fyrirtæki hefur reynzt færeyskri menningu hin mesta lyftistöng, ekki sízt hin fyrstu ár, er fjárhagsástæður voru hinar bágbornustu. í tilefni af afmælinu hefur H. N. Jacobsens Bókahandil gefið út fallega bók, er nefnist „Tann deiliga Havn“ (Yndislega Þórshöfn), en þar lýsa höfundarnir, William Heine sen og John Davidsen, á skemti- legan hátt fæðingarbæ sínum, Þórshöfn. — Bókin er prýdd á- gætum teikningum eftir fær- eyska listamanninn Ingálvur av Reyni. þess að mjólka henni. Þegar maður mjólkar kúna þá kemur mjólkin, og hún hættir aldrei að koma. Ég hefi aldrei skilið hvernig kýrin fer að þessu, en hún býr alltaf til meiri og meiri mjólk. Kýrin er ákaflega lykt- næm. Það er hægt að finna lykt af henni langar leiðir. Þetta er ástæðan til þess að hreint loft er í sveitinni. Karlmannskýrin er kölluð naut, og er ekki spendýr. Kýrin étur ekki mikið, en það sem hún étur, það étur hún tvisvar, svo að hún fái nóg. — Þegar hún er svöng segir hún mö-ö, og þegar hún segir ekkert þá er það af því að hún er full af grasi að innanverðu. Nýtsöm bankaþjónusta Hér er um sex greinar að ræða, sem á einn eða annan hátt fullnægja þörfum yðar. Sparisjóðsdeild Öryggishólf Ferðaávísanir Hlaupareikningur Bankaávísanir Öryggisþjónusta THE ROYAL BANK OF CANADA Sérhvert útibú nýtur tryggingar allra eigna bankans, sem nema yfir $2,675.000,000

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.