Lögberg - 24.06.1954, Síða 6

Lögberg - 24.06.1954, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. JONl 1954 J1*1.... U GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DALALÍF ^— —r „Það er nú líklega reynt að tína utan á hana. Hún er ekki svo lítið eftirlætisbarn hjá henni Önnu, blessaðri manneskjunni. Hún segir, að Dísa minni sig svo mikið á hana Lísibetu sína. Þær voru alveg jafngamlar. Hún þarf varla að kvíða því, að hún hrekist héðan. Og vonandi launar hún fóstru sinni gæðin, ef þær lifa lengi saman, blessuð snuddan mín“, sagði Ketilríður. Sigþrúður notaði tækifærið til að laumanst burtu. Hún heyrði hólið um Dísu á eftir sér. ANNA MÁ EKKI DEYJA Það var tæplega liðin vika frá jarðarfarardeginum, þegar Jakob litli Jónsson reið í hlaðið í Hvammi. Þóra var nýlega komin heima af engjum. Hann rétti henni bréfmiða; hann var frá Borg- hildi. Hún óskaði þess, að hún kæmi fram eftir, ef hún mögulega gæti. Þóra var fljót að hafa skipti á fatnaði sínum til þess betra og hraðaði sér fram eftir. Drengurinn var horfinn þegar hún lagði af stað. Hún hélt þó ekki á yngsta króganum á handleggnum, eins og hún hafði ráðgert við Önnu, svo erfiðar voru kringum- stæðurnar ekki. Hún hafði telpu á tíunda ári til að gæta að krökkunum og hjálpa Möggu gömlu við bæjarverkin milli mála. Hún bað hana að vera duglega og reyna að svæfa Stínu litlu, ef hún yrði ekki komin heim nógu snemma. Hún ætlaði að reyna að vera fljót, en það var liðið að miðaftni, og þá er fljótt að líða til búverkatímans. Borghildur kom á móti Þóru út á hlaðið. „Það er víst ekki vel gert, að vera að panta þing hingað frá þínu heimili“, sagði hún þegar þær höfðu heilsazt, „en Önnu lang- aði til að tala við þig. Það er gamall vani, að bera upp kveinstafi sína við þig“. „Er hún ennþá í rúminu?“ spurði Þóra. „Já, það er hún, og fer áreiðanlega ekki úr því meðan þessi ósköp eru í huga hennar. En þó er það ekki af því að hún geti það ekki. Mér stóð ekki á sama, þegar hún í dag var komin hálf- klædd út í kirkjugarð. Guð má vita, hvað hún tekur fyrir. Ekki get ég alltaf litið eftir henni. Hún er alveg örvilnuð. Það er allt úr Ketilríði. Þvílík vandræði, að fá þá manneskju á heimilið“, sagði Borghildur raunamædd. „Hvers vegna er þessi manneskja ekki rekin burt af heimil- inu?“ sagði Þóra. „Ég þori ekki að segja Jóni það. Anna er orðin svoleiðis, að hún talar varla við hann, þegar hann er heima“. „Ég skal þá reyna að segja honum frá því“, sagði Þóra. „Það þyrfti nú að hlífa svona ókindum“. Þær gengu inn í hjónahúsið. Anna sat uppi og las í biblíunni. Þóru fannst útlit hennar hræðilegt. Hún heilsaði henni brosandi. „Ég átti von á að sjá þig á fótum, Anna mín“, sagði hún. „Ég er víst ekki líkleg til þess að komast á fætur aftur. Það á víst ekki fyrir mér að liggja“, sagði Anna kjökrandi, „en mig langaði til að sjá þig. Það er þreytandi að liggja svona allan dag- inn og sjá engan nema Borghildi“. Þóra settist á stól við rúmið og tók hvíta silkimjúka hönd hennar í lófa sinn og strauk hana blíðlega. „Hvað get ég gert fyrir þig, góða Anna mín?“ „Ég býst ekki við, að þú getir gert neitt fyrir mig, nema ef þú gætir hjálpað mér til að deyja“, svaraði hún. „Hamingjan hjálpi þér, manneskja! Hvað gengur að þér? Geturðu ekki gleymt litlu kistunni. Ég vildi helzt af öllu reyna að hafa þig í fötin, svo að þú gætir fundið hvað veðrið er indælt á degi hverjum“, sagði Þóra. Henni datt í hug það, sem Sigga gamla hafði sagt, þegar Lísibet litla lá á líkbörunum, að líklegast lognaðist móðirin út af á eftir barninu. Hún var ólíkt líkari til þess nú en hún hafði verið þá. Sú hugsun kom sama öldurótinu í huga hennar og þá. Hún mátti ekki deyja. Jón mátti ekki verða ekkjumaður, frjáls til ásta. Það mátti engin kona njóta hans nema Anna. Hvaða önnur kona en hún, sem hafði tekið hann frá henni, hefði orðið hatursmanneskja hennar. Hún hefði heldur aldrei sleppt honum við neina aðra en hana. Hún sagði næstum skipandi: „Þú verður að reyna að klæða þig, Anna“. „Þú talaðir ekki svona, ef þú vissir hvað ég er mikill aumingi. Það er ekki von, að þú skiljir mig, sem ert svo hraust og dugleg. Þú getur ekki getið þess til, að ég þrái það eitt að deyja“. „En þú mátt ekki deyja“, sagði Þóra. „Þráirðu barnið svona mikið?“ „Já, ég er svo hrygg yfir því, að hann gat ekki fæðzt heil- 'brigður og lifað hjá mér. Hann var hræðilega veikur þessar fáu stundir sem hann lifði. Ég varð fegin þegar hann dó, og ég heyri alltaf veinin í honum. Þau bergmála einhvern veginn í huga mér. Ég hugsa um hann allan deginn, þegar ég ligg svona ein. Það eru langir dagar. Ég get ekki fest hugann við neitt annað, og mig langar til að deyja og komast til mömmu og litlu barnanna minna. Svo er eitt enn. Jón er ekki sá, sem hann hefur verið. Hann er ekki góður og ástríkur, eins og ég hef alltaf álitið hann, heldur gjálífur, ábyrgðarlaus maður, sem fylgir barninu sínu drukkinn til grafarinnar. Og svo er það margt fleira. HeldUrðu, Þóra min, að þetta sé ekki hefnd á hann, að barnið fékk ekki að lifa?“ „Hvernig getur þér dottið þetta í hug, Anna?“ sagði Þóra ásakandi. „Læturðu virkilega illmálga tungu telja þér trú um þetta og annað eins. Trúirðu henni betur en sjálfri þér? Hefurðu ekki alizt upp með honum síðan þið voruð börn? Ertu búin að gleyma því, hvað hann var góður við þig? Þarftu að láta lýsa hon- um fyrir þér, og það þessa manneskju, sem alls staðar hefur komið úlfúð og illindum á milli fólks, hvar sem hún hefur verið? Þú skalt ekki hlusta á hana einu sinni, enda skal ég reyna að koma henni í burtu“. „Ég vildi að ég þyrfti aldrei að sjá hana framar, og þó finnst mér hún kenna svo mikið í brjósti um mig. Hún er svo undarleg, að það er ómögulegt að lýsa því. Ég vildi bara fá að hverfa frá þessu öllu“. „Manstu eftir brúðkaupsnóttinni þinni, þegar þig langaði svo mikið til að hátta. Fóstra þín vildi það ekki. Hún þekkti hjátrúna. Ég sagði þér, hvers vegna þú mættir það ekki. Alltaf nógu tann- hvöss. Manstu hvað þú sagðir? Ég man það. Þú sagðist ekki getað hugsað þér að deyja frá Jóni, og ef svo yrði, ætlaðirðu að biðja Guð að lofa þér að vera hjá honum, þótt þú værir dáin. Ertu virki- lega búin að gleyma þessu öllu, Anna mín?“ „Guð minn góður, hvað ég var þá sæl“, andvarpaði Anna. „Það er ótúrelgt, hvað margt hefur komið fyrir síðan. Allir þessir ástvinir, sem hafa horfið, mamma, pabbi og bæði börnin. Hvers vegna var mamma tekin frá mér? Hún, sem var svo skynsöm og góð og gat látið alla vera svo ánægða, sem voru í návist hennar“. „Jón hefur átt þetta allt með þér og misst það líka“, sagði Þóra. „Já, það hefur hann náttúrlega átt, og hann hefur verið svo hryggur, en hann er svo fljótur að gleyma því, held ég, hann nær glaðværðinni svo fljótt aftur. Hann hamast við vinnuna allan daginn. Það segir hann að sé ágætt meðal til að gleyma. Hann steinsofnar um leið og hann er lagztur út af; en ég vaki fram eftir allri nóttu og hugsa um gæfuleysi mitt“. „Það er vegna þess, að hann er lúinn. Þú sefur kannske á dag- inn, og svo hreyfirðu þig ekkert; þess vegna geturðu ekki sofið“. „Reyndu að fara að klæða þig, elsku Anna mín“, bað Þóra. „Þú mátt ekki deyja. Hugsaðu um Jakob litla, ef hann yrði móðurlaus, eins og þú varst. Hver yrði honum móðir? Það eru ekki konur á hverju strái eins og hún móðir þín“. „Borghildur myndi hugsa um blessaðan drenginn minn“. „Náttúrlega myndi hún gera það fyrst“, sagði Þóra. ,„En svo er viðbúið, að hann eignaðist nýja móður, einhvern típia áður en hann er orðinn fulltíða maður“. Anna horfði á hana stórum augum, og það var eins og von- leysið hyrfi úr svip hennar á sömu stundu. „Þú heldur þó ekki, að Jón sæi ekkert eftir mér?“ spurði hún. „Það gerir hann auðvitað, og það gera allir, sem þekkja þig“. „Heldurðu samt, að hann væri að giftast annari konu. Hvernig heldurðu að nokkur maður geti það? Farið að elska aðra konu?“ „Þú sagðir, að hann væri fljótur að gleyma. Ég átti ekki við, að hann giftist strax, en hann yrði ekki alla ævina ógiftur, svona fallegur maður“. „Mér finnst ég varla geta hugsað til þess, Þóra. Er það ekki óguðlegt?" „Nei. Það er ekki neitt óguðlegt eða óeðlilegt við það, Anna mín. Reyndu að fara að hressast, svo að þú njótir hans lengur en þessi fáu ár. Viljinn drengur hálft hlassið. Ef þú getur farið á fætur, þó ekki sé nema nokkrar mínútur til að byrja með, þá kannske styrkistu dálítið með degi hverjum. Þegar ég missti pabba sáluga, átti ég bágt með svefn fyrstu næturnar. Mér heyrðist ég heyra hann vera að stynja í hinu rúminu, og mér fannst ég ekki mega sofna frá honum. Svo sat ég hálfa dagana annað hvort frammi í stofu hjá líkinu eða inni í baðstofu, verklaus, og hugsaði um einstæðingsskap minn og ábyrgðina á búskapnum, sem öll hvíldi á mér“. „Þú hefur saknað hans svona mikið“, sagði Anna. „En ef þú hefðir líka misst mömmu þína og tvö börnin, eins og ég?“ „Ég skil þig“, sagði Þóra. „Þér finnst minn missir lítill hjá þínum raunum. En þetta var líka eini ástvinurinn, sem ég átti. Ég hafði engan eftir hjá mér, sem ég elskaði. En þú átt þó manninn þinn og barnið“. „Já, en nú er ég svo undarleg, að ég get varla talað við hann. Og svo drífur hann sig á engjarnar, en ég er ein allan daginn. Það er lítil von til þess, að Jakob litli geti unað því að vera inni hjá mér, og svo er ég alltaf að hugsa um allt þetta, sem búið er að segja mér. Finnst þér það ekki hryllilegt, ef þetta væri hefnd á hann fyrir það að hann drekkur og talar svo ógætilega“. „Láttu mig heyra þessar sögur, sem Ketilríður er búin að segja þér“, sagði Þóra. Anna sagði henni allt það, sem Ketilríður hafði verið að smá- gefa henni í skyn, þegar hún leit inn til hennar á kvöldin, því að aldrei gat hún háttað fyrr en hún var búin að líta inn til blessaðrar húsmóðurinnar. Það var hér um bil það sama, sem hún hafði sagt við Sigþrúði á Hjalla, sunnudaginn sem litli drengurinn var jarðsunginn. „Það er eins og ég sagði áðan. Hún verður að fara í burtu af heimilinu. Við skulum nú sjá, hvort ég get ekki talað við mann þinn. Ég er bara alveg hissa á því, að þú skulir trúa þessu þvaðri, og svo verðurðu að hætta þessum kjánaskap, að tala ekki við Jón. Líklega væri bezt, að þú færir burt af heimilinu um tíma meðan þú ert að hressast. Því það verðurðu að gera — fara að klæða þig stund og stund á hverjum degi. Ef það væri ekki annað eins krakka-arg hjá mér og er, skyldi ég láta flytja þig úteftir“. Þóra tafði þangað til sást til engjafólksins. Hún þurfti að tala við Jón, það mátti ekki láta þetta afskiptalaust. Hvernig svo sem svipurinn yrði á Sigurði yfir slíku bæjadrolli, þá var hún farin að venjast kaldlyndi hans, og tók sér það ekki eins nærri og fyrstu samveruárin. Jón og Finnur gamli riðu fyrstir í hlaðið. Hann fór alltaf á engjarnar til að ryfja og raka Ijá einhvers staðar langt frá stúlkun- um. Ef það kom rigning, þá fór hann heim í Sel og svaf þar. Ketilríði var ákaflega illa við Finn og vildi helzt ekki hafa hann á engjunum. Hún sagði, að það væri ætlazt til meiri uppgripa, eftir því sem liðleskjurnar væru fleiri. Finnur átti góðan hest og gat vel setið hann ennþá, og kepptist hann við að ríða með hesti hús- bóndans. Þóra stóð á hlaðinu og héilsaði Jóni og Finni gamla með handabandi, en kastaði kveðju á hitt heimilisfólkið, sem kom í hlaðið hvað af hverju og fyllti það af hrossum. Þóra oskaði eftir. að Jón gengi með sér út á túnið, hún þyrfti að tala við hann. Svo kastaði hún kveðju til engjafólksins um leið og þau gengu úr hlaði. Ketilríður var seinust í hlaðið að vanda, því að henni fór lítið fram í því að koma hesti áfram. Henni fannst Þóra kveðja kulda- lega. Það var vanalegt í sveitinni að kveðja með kossi eða handa- bandi. „En sá déskotans ekkisen nornarsvipur á manneskjunni", sagði hún. „Hún býr yfir einhverju þokkalegu núna, get ég hugsað mér. Og ekki fer hún í launkofa með það, að hún þurfi hans með núna, hafi það þá fyrr skeð. Það er öllu óhætt, þegar blessuð hús- móðirin er í rúminu“. Finnur gamli tók í hófskeggið á þeim jarpa sínum þangað til hann lyfti upp fætinum, og aðgætti hvort ekki vantaði nagla í skeifu. Þegar hann hafði aðgætt alla fæturna, hló hann til seinustu skeifunnar og sagði: „Hún er nú ekki lúmsk, konan sú, enda hefur hún ekkert að fela, því að verk hennar eru ekki vond. En höggormstönnin þarf alltaf að bíta í bakið á einhverjum, eða svo sagði fóstra mín sálaða. Samt býst ég við að hún gæti svarað fyrir sig, ef hún mætti vera að því. Líklega liggur henni eitthvað á núna, fyrst hún kveður ekki Finn sinn öðruvísi en svona“. „Hvað ertu að þvæla, karlasni?“ sagði Ketilríður. „Þú stendur þarna fyrir manni og rausar við lappirnar á hestinum. Það er meiri plágan, að hafa þig nærri sér“. „Þetta var ágætur ræðustúfur hjá þér, Finnur minn“, sagði Siggi. „Nú skal ég spretta af fyrir þig. Færðu þig svolítið frá, svo að ístaðið sláist ekki framan í þig. Svona, nú ertu hólpinn. Hafðu þig nú inn 1 dyrnar, svo að hrossin rekist ekki á þig þegar ég rek þau í burtu. Það er eins og ég hef svo oft sagt, að Finnur er skemmtilegasti maðurinn á þessu heimili“. Hann leit glottandi til Ketilríðar. „Þið eruð passlegir saman, hver asninn öðrum lakari“, sagði hún. Jón stanzaði þegar þau voru komin rétt út fyrir bæinn. Þóra las kvíðann úr augum hans. „Hvað ætlarðu að segja mér, Þóra? Hefur eitthvað komið fyrir Önnu?“ spurði hann. „Nei, ekkert svo sem sérstakt. En mér finnst hún heldur bág útlits“, sagði hún. „Þetta er þreytandi líf. Blessuð konan getur ekki orðið frísk. Hún er alltaf svo sorgmædd. Ég kvíði fyrir að koma heim á kvöldin og hugsa heim allan daginn“. „Það er nú líka það minnsta, sem þú getur gert, að hugsa heim“, sagði hún stuttlega. „Hvenær heldurðu að hún komist á fætur, ef hún er svona ein allan daginn og hugsar um sorgina aftur og aftur, því að ekki getur þú bizt við því, að Borghildur geti verið inni hjá henni, jafnmikið sem hún hefur að gera. „Hvað er það, sem hægt er að gera? Það er búið að sækja lækni og meðul, sem ekkert gagn er að. Náttúrlega gæti ég látið aðra hvora stúlkuna vera heima, svo að Borghildur gæti verið meira inni hjá henni“. „Þú verður að vera sjálfur heima hjá henni til þess að telja í hana kjarkinn og koma henni á fætur. Hún má ekki deyja. Heyrirðu það. Hún verður að komast á fætur aftur“. „Sem betur fer álít ég enga alvöru á ferðum. Hún hefur aldrei verið hraust. Enda þykist ég vera búinn að fylgja helzt til mörg- um ástvinunum til grafar, þó að hún bætist ekki við. Vonandi smáhressist hún. Eða kannske geturðu bent mér á einhverja mann- eskju, sem væri heppileg til að vera yfir henni?“ „Nei, það get ég ekki. Þær eru víst ekki margar, sem hægt er að grípa upp. Það er bara þetta: þú verður sjálfur að vera heima hjá henni og hugsa um hana. Reyndar hélt ég, að það þyrfti ekki að segja þér það, öðrum eins eiginmanni og þú ert álitinn vera“, sagði hún. „Það yrði hálfleiðinlegt líf, að sitja heima um hásláttinn og sjá aðra ríða á engjarnar. Það dreifir leiðindunum, að koma á hestbak“. „Það er ekki sanngjarnt að hugsa eingöngu um sjálfan sig“, greip Þóra fram í. „Hvernig heldurðu að Önnu líði? Með hverju á hún að dreifa leiðindunum?“ „Sjálfsagt sæti þinn maður ekki inni í bæ yfir þér, þótt þú værir eitthvað lasin“. Þóra roðnaði. „Þú hefur nú víst aldrei ætlað að taka hann þér til fyrir- myndar, býst ég við. Enda er það líka öðru máli að gegna. Hann er einyrki. Þú hefur svo vinnumenn. Svo hefur nú lukkan verið heldur minni í hjónabandinu því en þínu. Og sízt af öllu hefði ég trúað því, að þú sýndir slíkt skeytingarleysi, þegar mest liggur á“. Hún hafði búizt við, að hann reiddist sér, en svo varð ekki. Hann svaraði henni þykkjulaust Ástvinamissirinn var búinn að lægja ofstopa hans. „Ég er hræddur um, að ég geti lítið gert, þótt ég sitji heima hjá henni, en náttúrlega get ég reynt það“. Þóra naut ánægjunnar af því að sjá hann hlýða sér í fyrsta sinn. „Ég vildi óska, að þú værir laus og liðug, Þóra mín, og gætir verið hjá henni. Þú hefur alltaf verið svo góð við Önnu“. „Ég hefði líka gert það hennar vegna“, svaraði hún. „Einu sinni var ég beðin að gæta hennar eins og hún væri systir mín. En því miður hef ég lítinn tíma nú orðið, enda bjóst ég ekki við, að mín þyrfti við, fyrst hún hreppti þetta góða hlutskipti, sem flestir öfunda hana af“. „Hvers vegna ertu svona reið, Þóra?“ spurði hann. „Ekki get ég gert að því, þó að heilsuleysi og dauði heimsæki okkur. Hvað þykir þér? Hvað vilau að ég geri?“ „Ég veit ekki sjálf, hvaða æsingur er í mér“, svaraði hún og reyndi að tala rólega. „Það er bara þetta: Anna verður að hressast. Þú verðuf að vera heima hjá henni, lesa fyrir hana og telja í hana kjarkinn. Hún má ekki deyja. Og svo verðurðu að reka Ketilríði í burtu af heimilinu. Þetta er mest allt henni að kenna. Hún er búin að telja henni trú um allra handa fjarstæðu, sem hún þorir ekki að láta þig heyra, býst við, að það verði einhver voða rimma á milli þín og hennar. Þess vegna tók ég það að mér að tala við þig. Og ég vona, að þú stillir þig, en reynir að ýta henni í burtu hávaðalítið. Meira þarf ég ekki að segja þér. Borghildur getur botnað þetta fyrir mig. Ég má ekki vera lengur“. „Ætlarðu ekki að kveðja mig almennilega?“ spurði hann, þegar hún gerði sig líklega til að fara“. LÆGSTA TIL ÍSLANDS Aðeins $ 310 fram og ±11 baka til Reykjavíkur FLUGFAR Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til íslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York ... Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar ICELANDIC AIRLINES 15 West 47th Street, New York PLaza 7-8585

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.