Lögberg - 12.08.1954, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 12. ÁGÚST, 1954
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið 6t hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
6»5 SARGENT AVENUE, VVINNIPEG, MANITOBA ,
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN
PHONE 743-411
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Logberg" is printed and published by The Columbia Presa Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorízed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Séra Roberl Jack:
Minni íslands, Gimli 2. ágúsf 1954
Góðir Vestur-Islendingar!
Þegar stórir, sögulegir dagar renna upp í lífi þjóðanna,
þá elur sérhver þjóð þá ósk í brjósti sér að sól Guðs og
vernd megi vaka yfir dögunum og voldug hönd Hans haldi
um stjórnvölinn. I bókmenntum heimsins er engin bók,
sem betur svarar og svalar þrá mannsandans né varpar
betra og bjartara ljósi yfir vandamál og viðfangsefni lífsins
sjálfs en Biblían. — Þess vegna hefur Heilög Ritning orðið
næst hjarta og dýrmætust eign margra hinna vitrustu og
beztu leiðtoga mannkynsins.
Ein er sú þrá, sem búið hefur í sál mannanna frá önd-
verðu — það er frelsisþráin. Hún bjó í mönnum á dögum
spámannanna og Jesú Krists, sem kom til þess að svara og
svala þessari þrá, og hún býr í mönnunum enn þann dag í
dag. Og ef ég mætti vitna í einn texta Biblíunnar í öðru
Korintubréfinu; þar stendur: „Þar sem andi Drottins er,
þar er frelsi“.
Mörgum Islendingum hefur á umliðnum öldum hitnað
um hjartarætur, þegar frelsismál þjóðarinnar voru á dag-
skrá. Margir af beztu sonum íslenzku þjóðarinnar unnu
hug og hjarta hennar, traust og aðdáun í frelsisbaráttunni.
Háar og helgar hugsjónir gera mennina mikla og sterka.
Islendingar fjær og nær gleyma ekki þeim, sem beinlínis
eða óbeinlínis studdu að frelsishugsjónum með þjóðinni.
Þeir eru nú horfnir oss. ísland gleymir ekki nöfnunum:
Eggert Ólafsson, Jón Eiríksson, Skúli Magnússon og Jón
Sigurðsson.
Árið 1918 rættust frelsishugsjónirnar á íslandi. Sjálf-
stæði landsins var tryggt og frelsið fengið, þó samið væri
um ýms mál þjóðarinnar til bráðabirgða. Það var samt ekki
fyrr en laugardaginn 17. júní 1944 að hið forna lýðveldi
var endurreist á Þingvöllum, bæði af Alþingi og þjóð.
18. júní fór fram prestsvígsla í Dómkirkjunni með miklum
helgi- og hátíðablæ. Ég var einn af ungu prestunum, sem
stóð þann dag við altarið og hlaut vígslu. Ég, skozkur að
ætt og uppruna, en Islendingur í anda, hafði náð marki
mínu eftir langa og þreytandi „stúdíum“ á öðru máli en
móðurmáli mínu. Ég hafði drukkið í mig með móðurmjólk-
inni frelsisbaráttu minnar þjóðar. Ég hafði dáðst að bar-
áttu skoskra þjóðhetja, bæði í ritum og ræðum. Ég hafði
lesið um William Wallace, Robert Bruce og Robert Burns.
Ég hafði hlustað á Bannerman, Linklater og Maclean Watt.
Hjarta mitt fylltist af gleði og aðdáun á hinu unga íslenzka
lýðveldi og gerir það enn þann dag í dag.
Það mætti, ef til vill, líkja mér við Hagbarð víking,
þegar þernan mælti: „Takið lokk úr hári Signýjar og bindið
harm með. Það band mun hann aldrei slíta“. Og Hagbarður
bærði hvorki hönd né fót. Hann vildi ekki slíta það band,
þótt honum hefði ekkert verið auðveldara. Island og Is-
lendingar grípa mig föstum kærleiksböndum, en ólíkt því
og Hagbarður forðum finnst mer það ómögulegt að slíta
það band, og ég vil það ekki.
Vér minnumst í dag á þessum fagra velli, langt í burtu
frá landi frosts og elds, dynjandi fossa, blárra fjalla og
miðnætursólar 10 ára afmælis hins íslenzka lýðveldis; 10
ára velmegunar og framkvæmda; 10 ára mestu átaka inn
á við og út á við í sögu þjóðarinnar. Vér, sem eigum íslenzkt
blóð í æðum vorum eða íslenzkan anda eða hvorttveggja,
gleðjumst í dag. Hjörtu vor fyllast af aðdáun yfir djörfung,
dáð og þreki hins unga lýðveldis, yfir öllu sem það hefur
komið í verk síðustu 10 árin.
Réttilega komst útlendingur nokkur að orði, er heim-
sótti ísland á Alþingishátíðinni árið 1930 og aftur sumarið
1950 og sá allar þær breytingar, sem orðið höfðu þessi 20 ár.
„Island er undraland; hér hefur kraftaverk skeð“, mælti
hann.
Þegar Islenzka þjóðin öðlaðist frelsi sitt þá byrjaði
hún að framkvæma mörg undur. Stórhýsi voru reist, mikil
og vegleg skip voru byggð. Nútíma landbúnaðartæki voru
flutt inn í landið og þýfðu túnunum var breytt í frjósama
velli. Með lýðveldi Islands rann upp ný gullöld í sögu
þjóðarinnar.
Frá fyrstu sólaruppkomu yfir íslenzku þjóðinni hefur
hún verið bókhneigð. Á umliðnum öldum höfðu íslendingar
og íslenzkir námsmenn sótt nýja þekkingu til annara landa.
En nú í dag skipta þeir hundruðum sem stunda nám við
erlenda háskóla bæði austan hafs og vestan. Ég hef séð
lifnaðarhætti Islendinga breytast í það horf, að klæðnaður,
mataræði og húsakynni eru nú í fremstu röð meðal menn-
ingarþjóða.
Það er yfirleitt bjart yfir landi og þjóð, þó skyggir að-
eins á, því að lýðveldi Islands verður aldrei fullkomið fyrr
en handrilin, dýrmætasta eign íslenzku þjóðarinnar, eru
komin heim á Sögueyjuna.
Góðir Vestur-íslendingar! Það varðar miklu hvað
maðurinn geymir í minni sér og hvernig. Sá, sem er geym-
inn á minningar og fer vel með þær, er góður nemandi í
skóla lífsins, lætur sér vítin að varnaði verða, og gerir hið
góða, heillaríka og helga að kjölfestu og áttavita. Sama
máli gegnir um þjóðir. Sameiginlegar minningar og sam-
eiginlegur arfur er það, sem skapar þjóð. Og farsæld þjóðar,
lífshæfni hennar og lífsheill er að mestu leyti undir því
komin hvernig hún varðveitir minningar sínar. Sú þjóð, sem
vill eiga glæsilega framtíð þarf að treysta böndin milli
hins liðna og ókomna og það því fremur sem hún er smærri.
Það er staðreynd, sem sagan staðfestir með mörgum óræk-
um dæmum, að þar sem tengslin voru traust milli feðra
og niðja, milli horfinna og komandi kynslóða, þar var þjóð-
lífið traust og þjóðin sterk. — Við, sem lítið þjóðarbrot í
þessu stóra landi, fulltrúar lítillar þjóðar norður við íshafið,
gleymum því ekki í dag. Og vér minnumst þeirra, sem 17.
júní árið 1944 stóðu á Þingvöllum, en eru nú horfnir oss.
Þeirra, sem höfðu lagt sitt fram til þess að frelsishugsjónir
þjóðarinar rættust, — þeirra Sveins Björnssonar forseta,
Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, Péturs Magnússonar
bankastjóra og Hallgríms Benediktssonar stórkaupmanns
og fleiri. Þeir menn skildu einnig afstöðu Vestur-Islendinga
til frelsisbaráttu gamla landsins.
Með sameiginlegum minningum og sameiginlegum til-
finningum tökum vér undir með skáldinu, sem orti: —
'Það er eitt sem oss bindur —
að elska vort land,
fyrir ofan allt stríð,
fyrir handan þess sand.
Fagnandi minnumst vér 10 ára afmælis hins íslenzka
lýðveldis.
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
Davíð skóld á Kroppi
Sigrandi fórstu héðan burt af heimi.
Hugljúfans prúða minning geymist lengi.
Leiðsögn þín í lífsins öfugstreymi
Ijós var og þýð og bœrði hjartans strengi.
Framhald af bls. 1
Erindi þeirra er að skoða land-
búnaðarsýningu Ráðstjórnar-
ríkjanna, sem opnuð var í
Moskvu í dag.
☆
Biskup Islands, herra Ás-
mundur Guðmundsson, er nú á
ferðalagi á Vestfjörðum og vísi-
terar í Norður-lsafjarðarpró-
fastsdæmi og Vestur-lsafjarðar-
prófastsdæmi.
☆
Thor Thors sendiherra íslands
í Washington er nú staddur hér
á landi og dvelst hér nokkrar
vikur.
☆
Á morgun eru liðin 30 ár frá
því að flugvél var flogið til ís-
lands í fyrsta skipti og verður
þessa afmælis minnst með því,
að Flugmálafélag íslands af-
hjúpar minnismerki, er það hef-
ir látið reisa í Hornafirði, en þar
lenti flugvélin eftir rúmlega átta
klukkustunda flug frá Orkneyj-
um. Flugmaður var Eric Nelson
í bandaríska flughernum, og er
hann nú aftur kominn hingað til
lands og verður viðstaddur at-
höfnina á morgun, er minnis-
merkið verður afhjúpað.
☆
Þrír þýzkir flugmenn hafa ný-
lega lokið atvinnuflugprófi og
blindflugprófi í flugskólanum
Þyt í Reykjavík. Þeir eru vanir
flugmenn, en hafa ekkert flogið
síðustu 10 árin, þar eð Þjóðverj-
ar mega ekki hafa eigin flug-
starfsemi samkvæmt hernáms-
samningnum. Þjóðverjar, sem
hyggjast fljúga erlendis eða
heimafyrir, þegar um breytir,
verða því að hafa flugpróf frá
einhverju landi, sem er aðili að
alþjóðaflugmálastofuninni t i 1
þess ati öðlast flugréttindi.
☆
í samningi, sem gerður var
milli Islands og Bandaríkjanna
1949 var svo ákveðið, að Banda-
ríkjamenn þjálfuðu 47 Islend-
inga í flugumferðarstjórn og
öðru, sem að farþegaflugi og
flugvallastjórn lýtur, svo að ís-
lendingar gætu smátt og smátt
tekið í sínar hendur öll störf við
stjórn Keflavíkurflugvallar. —
Sama ár fór hópur manna til
náms í þessum greinum í Ame-
ríku og hafa síðan sjö hópar far-
ið til viðbótar og kom hinn næst-
síðasti nýlega heim aftur. í þeim
flokki eru 9 menn, og jafnmargir
í hinum síðasta, sem enn dvelst
við nám ytra.
☆
Nýlega er komin út Árbók
Landsbankans 1953 og segir þar
svo í yfirliti um árið 1953: —
Veðrátta var mjög hagstæð og
aflabrögð yfirleitt sæmilega
nema á síldveiðum. Ýmsir erfið-
leikar voru á sölu íslenzkra af-
urða erlendis, en þó tókst að lok-
um að selja mestalla framleiðsl-
una framur hagstæðu verði.
Verðlag útfluttrar vöru lækkaði
um 1% miðað við árið áður, en
innflutningsverðlag lækkaði um
8% og bötnuðu því viðskipta-
kjörin allverulega. — Auk and-
virðis útfluttrar vöru höfðu ís-
iendingar til ráðstöfunar all-
mikinn erlendan gjaldeyri vegna
tekna af varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli og lána, sem tekin
voru erlendis. Varð allt þetta
til þess að innflutningur varð
meiri en dæmi eru til áður, og
var nóg framboð á vörum innan
lands og almenn velmegun. Þró-
un efnahagsmála þjóðarinnar
var þó ekki að öllu leyti hag-
stæð. Mfkil þennsla var á árinu
á peningamarkaðinum. Rekstrar
afgangur ríkissjóðs fór mjög
fram úr áætlun, en vegna mikilla
útgjalda utan rekstursreiknings
varð hann ekki til þess að
hamla verulega á móti þennsl-
unni innanlands. Verðlag hélst
að vísu stöðugt allt árið, en þó
voru þess glögg merki að dulin
verðbólga var að búa um sig.
☆
Á morgun er frídagur verzlun-
armanna og hefir mikill fjöldi
fólks farið úr Reykjavík um helg
ina í langar og stuttar ferðir.
Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur gengst fyrir fjölbreyttum
skemmtunum í Tívolí. — Borg-
firðingafélagið í Reykjavík held-
ur hina árlegu Snorrahátíð sína
í Reykholti í dag og er margt til
skemmtunar. Ólafur Thors for-
sætisráðherra flytur þar ræðu,
en hann er ævifélagi í Borgfirð-
ingafélaginu.
☆
Hertoginn af Edinborg kom
við á Keflavíkurflugvelli á mið-
vikudagskvöldið á leið sinni til
Canada, og tóku þeir á móti
honum skrifstofustjóri utanríkis
ráðuneytisins, sendiherrar Breta
og Canadamanna hér á landi og
yfirmaður varnarliðsins. — Her-
toginn hafði hér klukkustundar
viðdvöl.
Stjórn hinnar dönsku deildar
sáttmálasjóðs úthlutaði nýlega
styrkjum til eflingar menningar
sambandi Danmerkur og Islands,
til vísindaiðkana og til stúdenta,
samtals 44,600 dönskum krónum
til 50 aðila.
☆
Ákveðið hefir verið að efna
til íslenzkrar sýningar í Lundún-
um í þessum mánuði og verður
hún haldin í sýningarsal bóka-
verzlunar Foyle’s. Hugmyndina
að sýningu þessari átti James
Whittaker forstjóri og fyrir til-
stuðlan hans fékkst sýningarsal-
urinn lánaður endurgjaldslaust,
en að sýningunni standa Ferða-
skrifstofa ríkisins, Flugfélag ís-
lands, Eimskipafélag íslands og
utanríkisráðuneytið. Þar verða
íslenzk málverk, listiðnaður
ýmis konar, íslenzkar bækur,
yfirlit um þróun ritlistar og
bókagerðar á íslandi, kvik-
myndasýningar og íslenzk tón-
list leikin. Sýning þessi verður
opin almenningi frá 11. til 28.
ágúst. — Samkvæmt upplýsing-
um frá íslenzku ferðaskrifstof-
unni í London hafa fyrirspurnir
um íslandsferðir verið þar jafn-
margar í sumar og síðustu þrjú
árin að samanlögðu.
Hann andaðist á sjúkrahúsi
Akureyrar 27. febrúar 1951 eftir
stutta legu. Davíð er kunnur
lesendum kirkjuritsins af einkar
fögrum sálmi: Lít upp til himins
sorgum þjáða sál, er prentaður
er í 11. árg. Kirkjuritsins, bls.
130.
Síðasta haustið, er hann lifði,
orti hann minningarljóð um
æskuvin sinn, sem ofanritað er-
indi er tekið úr, og mætti það
eins vel vera ort um hann
sjálfan, því að honum var það
ljóst, að sá sigrar, sem kann þau
góðu tök að snerta hina við-
kvæmustu og göfugustu strengi
í hjörtum meðbræðra sinna.
Davíð Jónsson er fyrir margra
hluta sakir merkilegur maður
bæði að gáfnafari og mannkost-
um. Hann var fæddur að Litla-
Hamri í Eyjafirði 12. september
1872 og voru foreldrar hans Jón
Davíðsson og Rósa Pálsdóttir
hreppstjóra á Tjörnum Steins-
sonar. Hún var systir Pálma
Pálssonar yfirkennara í Reykja-
vík. Að honum stóðu hvarvetna
gáfaðir eyfirzkir ættstofnar. Til
dæmis voru bæði afi hans og
amma af svonefndri Hvassafells-
ætt og náskyld Jónasi Hall-
grímssyni. Lengra fram í ætt
hans var Þorvaldur skáld á
Sauðanesi.
Davíð bjó á Kroppi í Eyjafirði
frá 1895 til 1946, en fluttist þá
til sonar síns, Ragnars bónda á
Grund, þar sem hann dvaldi síð-
ustu æviárin. Rúmlega þrítugur
að aldri varð hann hreppstjóri í
Hrafnagilshreppi og gegndi því
starfi um 40 ára skeið. Fjölda-
mörgum opinberum trúnaðar-
störfum gegndi hann fyrir sveit
sína og sýslu, og voru mörg
þeirra ærið tímafrek. Jörðin,
sem hann bjó á, var heldur
erfið og óhæg, og bætti hann
hana að miklum mun, svo að
verkefni voru nóg. Allt um það
fann hann jafnan tíma til að
sinna ýmsum framfaramálum,
enda var hann einlægur hug-
sjónamaður og sá aldrei eftir
tíma sínum, ef hrinda þurfti
góðu máli í framkvæmd. Hann'
var t. d. einn af hvatamönnum
þess, að endurreistur var Hús-
mæðraskólinn á Laugalandi, og
var formaður skólanefndar frá
upphafi.
Heima fyrir var Davíð ávallt
hinn glaði og reifi húsbóndi,
þangað sem öllum þótti gott að
koma. Allir fundu, að þar áttu
þeir einlægri vináttu og samúð
að mæta, sem hann var, og fyrir
það báru menn slíkt traust til
hans, að það mun ekki hafa verið
ótítt, að menn bæru einnig undir
hann persónuleg vandamál og
áhyggjuefni, og er óhætt að
segja, að allir fóru glaðari af
hans fundi en þeir komU.
Ekki gat ljúfari eða liprari
mann í samvinnu. Þráði hann
mest að mega vinna að þeim
málefnum, sem honum voru kær
með friðsemi og í fullri vináttu
við samverkamenn sína, enda
var það sannfæring hans, að
þannig yrði beztum og farsæl-
ustum árangri náð. Hið bróður-
lega hugarfar var honum eigin-
legra en almennt er. Það var
samúðin og hlýjan, sem ein-
Skáksambandi íslands hefir
verið boðin þátttaka í hinu al-
þjóðlega skákmóti, sem háð
verður í Amsterdam í næsta
mánuði. Ekki er endanlega ráðið
um þátttöku af hálfu íslendinga,
en stjórn Skáksambandsins
vinnur að því, og vonir standa
til að unnt verði að senda beztu
skákmenn landsins til keppn-
innar.
☆
íslandsmeistaramóti í golfleik
lauk í Reykjavík á sunnudaginn
var. íslandsmeistari varð Ólafur
Ágúst Ólafsson, Reykjavík.
kenndi hann mest og gerði hann
svo hugþekkan öllum samferða-
mönnunum. Af þessari rót spratt
líka það, sem hann gerði bezt og
fegurst. Hann var Ijómandi vel
skáldmæltur. En þessari gáfu
hreyfði hann þó einkum, er
hann kvaddi ástfólgna vini sína
eða þráði að hugga þá í sorg og
ástvinamissi. Ekki bar á þessari
skáldgáfu, fyrr en hann var
kominn vel á miðjan aldur, og
má vera, að margvíslegar annir
og umsvif til þess tíma hafi
valdið, að hún bærði eigi á sér.
En yfir ljóðum hans hvíldi jafn-
an hinn blíði og mildi blær, og
enda þótt þetta væri að mestu
leyti tækifæriskvæði, brá þo
víða fyrir í þeim skáldlegum
leiftrum og ótvíræðri listagáfu.
Eins og títt er um mikla til-
finningameQn, var Davíð mjög
söngvinn að upplagi og lærði a
unglingsárum að leika á hljóð-
færi og hafði af því yndi mikið.
Framan af ævi hafði hann líka
ágæta söngrödd, sterkan og
hreimfagran bassa. Var hann
aufúsugestur á hverju gleðimóti,
því að honum léku ávallt gam-
anyrði á vörum, og með sinni
glaðværu og hressilegu fram-
komu sópaði hann á brott öllum
drunga og dapurleik, hvar sem
hann fór.
Bjartsýni hans og heilbrigð
lífsgleði mun sumpart hafa verið
honum meðfædd, en stafaði
einnig frá lífsskoðunum hans.
Enda þótt snemma hlæðust á
hann margvísleg störf, svo að
hann hafði jafnan fullt fyrir
framan hendurnar á daginn,
vakti hann oft langt fram a
nætur við að lesa ýmislegar bók-
menntir, sem honum voru kærar.
En einkum voru það rit trúarlegs
og trúarheimspekilegs eðlis, sem
hugur hans hneigðist að. Hann
var alla stund mikill aðdáandi
Haralds Níelssonar og las ræður
hans og‘ ritgerðir mjög mikið ogt
um eitt skeið hneigðist hann
mjög mikið að guðspekilegum
fræðum. Yfirleitt fann hann
anda sínum bezt svalað í víð-
sýnum og mannúðlegum trúar-
skoðunum.
Eins og góðum mönnum er títt,
gat hann ekki hugsað sér skapar-
ann grimman eða refsigjarnan.
Hann trúði á hann sem mildan
og elskuríkan föður, sem óh®tt
væri að treysta. Fyrir því kveið
hann ekki dómi hans né þeirri
stund að hverfa af heimi þess-
um a ðenduðu starfi. Fyrir hon-
um var það fagnaðarhátíð, að fa
að hverfa heim til föðurhúsanna,
upp í hærri og dýrlegri veraldir
ljóssins. Heilsufari hans var
þannig háttað síðustu árin, að
dauðann gat borið að höndum,
hvenær sem var. Honum var
þetta vel ljóst og ræddi oft um
það, án þess að láta það valda
sér áhyggjum. Viðkvæði hans
var jafnan þetta:
„Ég er reiðubúinn hvenær sem
er. Að vísu er ég þakklátur fyrir
þessi ár, sem ég fæ að dvelja
hjá syni mínum og tengdadóttur,
þar sem mér hefir liðið svo vel.
En ég veit þó, að ekkert er betra
en að fá fararleyfi, þegar líkams-
kraftarnir fara að bila. Það er
mér fögnuður en ekki áhyggj3 •
Þessi trú hans kom líka marg-
sinnis í ljós í ljóðum þeim, sem
er hann orti við burtför vina
sinna. Og aðeins nokkrum
dægrum fyrir andlátið, þegar
dauðastríðið var byrjað, fæddist
eina andvökunótt þetta erindi i
hug hans, og var það andlátsbsen
hans og síðasta Ijóð:
Þér sem líf mér léðir hér á jörð,
lofgjörð færi ég og þakkargjö'i
Óðum dregur dauðans fölva a
kinn, '
drottinn Guð, þér fel ég an a
minn.
Framhald á bls. 5