Lögberg - 12.08.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.08.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 12. ÁGÚST, 1954 5 /Æk~'' ÁHUGAA4ÁL P LVENNA \ \\l\ / Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Mrs. P. W. GoocLman ÁVARP FJALLKONUNNAR Gimli, 2. ágúst 1954 Davíð skáld á Kroppi Svíj á braut sæll frá þraut upp í sólbjarmans skaut, þar sem dagurinn dýr ■yfir dásemdum býr. Sæl og blíð sumartíð bœtir svalviðrin stríð. B. K. —KIRKJURITIÐ 1 næsta húsi við hjónin bjó ung og lagleg, ljóshærð stúlka. Eitt sinn, er hún kom í heimsókn til hjónanna, sagði móðirin við son sinn, 8 ára: — Heyrðu, Nonni minn! Kysstu ungu stúlk- una á vangann. — Ég held nú síður, sagði Nonni. — Hún er svo óþekk; hún gæti átt það til að lemja mig, eins og pabba, þegar hann reyndi að kyssa hana! Séra Jóhann Hannesson: Guð þjáist með mönnunum Herra forseti, kæru börn mín 1 Vesturheimi! Það er mér sönn ánægja að avarpa ykkur á þessari lýð- veldishátíð ykkar, og að óska ykkur hjartanlega til hamingju ^eð daginn, og áframhald hans um mörg ókomin ár. Ég er hér stödd sem ímynd þess ættlands, sem þið hyllið í dag með há- tíðahaldi; einnig sem ímynd stofnþjóðar ykkar, með hjartans kveðju frá henni til bræðra og systra, sem hér búa. Saga lands °g þjóðar er einnig saga ykkar allra sameiginlega. Hana skal þó ekki rekja hér, enda er hún ykkur flestum kunn. En mér er Ijúft að lýsa því yfir, að fyrir Þaer skilnaðarstundir, sem ollu ^ér sársauka í liðinni tíð, hafið þið löngu bætt með allri fram- komu ykkar hér, hvar sem þið hafið búið og starfað. Ég fagna yfir sigrum ykkar, eins og hver góð móðir fagnar yfir velgengni barna sinna. Ég ^agna yfir því, að enn skuli ís- lenzk tunga vera töluð hér, og Þá ekki sízt vegna þess að mér er vel kunnugt hversu mikil átök þið hafið gert, og eruð að gera til þess að íslenzk tunga og erfð- lr haldist við eins lengi og unnt er á meðal ykkar. Bið ég guð -að blessa þá viðleitni ykkar, svo a^ hún megi bera ríkulegan ár- angur í framtíðinni. Nýtt tíma- hil gagnkvæmra heimsókna er nú Þegar hafið, og er ég þess full- viss, uð það á eftir að verða stór iiður í varanlegu samstarfi ykk- ar við heimaþjóðina, og styrkja það á komandi árum. Andúð út- tlutningatímans er nú horfin og 1 stað hennar hefir þróast virð- lng og bróðurhugur heimaþjóð- arinnar til ykkar fyrir þann ^snndóm, sem þið hafið ^ýnt í siarfi ykkar hér og þá ekki síður tyrir þá órofa trygð, sem þið afið sýnt og ræktarsemi við lungu mína og erfiðir. , í sumar hélt þjóð mín tíu ára jhinningarhátíð hins íslenzka ýðveldis og á þeim degi ríkti að sJálfsögðu almennur fögnuður í andinu. Ber margt til þess, því þefta stutta tímabil hefur verið viðburðaríkt fyrir þjóðina, bæði innanlands og þá einnig í sam- félagi frjálsra þjóða. Lýðveldið unga hefur á ýmsan hátt bætt aðstöðu sína meðal þjóðanna, og hefur gerzt virkur aðili á starfs- sviði heimsmálanna og túlkað ís- lenzk sjónarmið út á við. Og heima fyrir hefir þjóðin unnið að verklegum framkvæmdum í stærri stíl en nokkru sinni áður. Hún hefir skapað nýja atvinnu- vegi, og nýjar aðferðir í starf- inu, sem hafa eflt og aukið allar afurðir framleiðslunnar. Ment- unarskilyrði hafa verið bætt og heilbrigðismálum hefur verið komið í það horf að óvíða mun það vera á hærra stigi. Yfir- leitt má segja, að þjóðin sé á heilbrigðri þroskaleið og hafi sí- vakandi vilja á því að geta fagnað fengnum sigri með því 'að reynast í öllu köllun sinni trú. En umfram allt treystir hún þeirri forsjón, sem leiddi hana gegn um aldirnar og inn á svið hinnar líðandi stundar. Hún treystir þeirri forsjón, sem gaf henni á öllum tímum leiðtoga, er lýstu fram á veginn gegn um „eldgos, nauð og svartadauða“, eins og skáldið af guðs náð Matthías Jochumsson komst að orði. Meðal leiðtoganna góðu minnumst við ávalt Jóns Sig- urðssonar forseta, sem fremstur stóð í frelsisbaráttu þjóðarinnar á síðustu öld, og Hallgríms Pét- urssonar, sem gaf þjóðinni Passíusálmana. — Marga aðra mætti nefna, sem unnu trúlega að þeim sigri sem orðinn er. Nú lifa þeir áfram í athöfn og lífi hvers einstaklings meðal þjóðar- innar og veita henni styrk og djörfung við hvert átak í barátt- unni fyrir heilbrigðri lífsskoðun og eðlilegri framrás í öllu því mikla starfi sem framundan liggur. Að endingu þakka ég ykkur af heilum hug fyrir allt ykkar góða samstarf við heimaþjóðina í lið- inni tíð. Fyrir fastheldni ykkar við íslenzka tungu og erfðir, auðnast mér enn að ávarpa ykk- ur á okkar ástkæra, ylhýra máli, sem er allra radda fegurst. Við þetta tækifæri vil ég minna á þann góðhug, sem ríkir með þjóð minni heima gagnvart ykkur hér. Ljóðin lýsa honum bezt og sannast, og ég leyfi mér að fara með þrjár vísur úr einu þeirra, sem ort var til ykkar íyrir mörgum árum síðan: Við höldum ennþá hópinn þótt hafið skipti löndum, og okkar sæng er sveipuð af sömu móðurhöndum. Við hverja vöggu vakir sem vorblær frónskur óður og systkin öll við erum, sem elska sömu móður. Að heiman þið siglduð og hlutuð óskaleiði. Nú Ijómar fyrir landi hinn logagyllti reiði og farmurinn er fegri en fyr á Austurvegi. Svo innilegar óskir á íslands heiðursdegi. Að heiman þið siglduð og hjartans þakkir okkar það logar ennþá eldur, sem út á djúpið lokkar. Þið berið kæra kveðju frá koti, stekk og heiðum, þeim íslandsbörnum öllum, sem eru á vesturleiðum. Höfundur kvæðisins var Jón Magnússon og hefir hann með því túlkað réttilega þær tilfinn- ingar, sem heimaþjóðin ber í brjósti til frænda hér í landi. Veit ég af eigin reynslu að sá góðhugur er gagnkvæmur, og veit ég ekkert meira ánægjuefni fyrir niðja ykkar allra. Ég lýk svo máli mínu og bið guð að blessa öll mín börn hvar í heimi sem þau eru. Eins og hann leiddi þjóðina til sigurs í frelsisbaráttu hennar, megum við treysta því, að reynist hún trú sinni köllun muni framtíðin bera henni ríkulegan og bless- unarríkan ávöxt í öllu starfi hennar. SVEIBJÖRN BENTEINSSON: Stuðlagaldur Svo nefnist lítið ljóðakver (3 arkir), sem blaðinu hefir borizt. Höfundurinn er ungur, borg- firzkur bóndi, sem vakti eftir- tekt fyrir óvenjulega hag- mælsku og bragþekkingu, er hann á árinu 1945 sendi frá sér flokk rímna í bók, er nefndist „Gömlu lögin“. — í fyrra kom svo frá hans hendi „Bragfræði og háttatal“. Bragfræðin er skýring á þeim 20 háttum, er háttatalið nær yfir, en í því er hver háttur sýndur með fjöl- mörgum afbrigðum, svo að alls eru þar 450 erindi og engin tvö kveðin undir sama afbrigði háttar. Til dæmis er laghendan ýmist frumhent, víxlhent, hring- hent, oddhent, samrímuð, frum- stikluð, þríkveðin, fráhent o. s. frv. 1 Stuðlagaldri tínir höf. sam- an ýmsar ljóðadreifar frá síð- asta áratug, sem ekki hafa fallið í þann stakk, er hann sneið hinum fyrri bókum sínum. Þar gefur því að líta ljóð og stökur um ýms efni. En þetta kver virðist staðfesta þann grun, að Sveinbirni láti betur að „kveða stöku“ en „yrkja ljóð“, og er þó margt vel um ljóð hans, svo sem þetta erindi um Sigurð blinda: I kvæðaranni ég kynntist manní, sem kvað í fyrnd um dróttir fornar, um hetjur horfnar, um heift og girnd. En ljós frá degi hann leit þó eigi né loftin stirnd. En hirnghendan leikur honum á tungu, svo og aðrir dýrri hættir: Mikið gat ég aflað ei, eign ég glata minni. Nú á latur lítið hey, löngum sat ég inni. Og þessi kveðjustaka: Framhald af bls. 4 Nokkrum mánuðum áður en hann andaðist, er hann fann að ævilokin voru óðum að nálgast, orti hann kveðju þá, sem hér fer á eftir, og bað um, að flutt yrði við útför sína. Þessi kveðja lýsir einkar vel í stuttu máli bjart- sýni hans, trúaröryggi, hjarta- hlýju og bróðurþeli, og var hún sungin við kveðjuathöfn að Grund 14. apríl s.l.: Lífsskeið þver, lokið er míu lífsstarfi hér. Mig á fagnaðar fund leiðir föðursins mund. Gleðjist þér, gleðjast ber, því vor Guð hjá oss er. Lífs í sjóð landi og þjóð greiddi ég líf mitt og blóð. . f)rottinn dæmir það allt, hvort af drengskap ég galt. Húmský svarf. hrellir vart, allt er heilagt og bjart. Vit í kvöld, vinafjöld, yðar vinsemd margföld varð mér blys það á braut, að ég bugað fékk þraut. Hjartans þökk hljómi klökk gegnum húmtjöldin dökk. Loks ég kveð lofsöng með, er ég lofvegu treð. Finn, að altrygg er önd mín í alföður hönd. Verið sæl. Verið sæl. w Verið blessuð o gsæl! Eyfirðingum þótti sól bregða sumri, er þessi ágæti og hug- ljúfi samferðamaður hvarf úr hópnum út í blámóðu eilífðar- innar. Brá svo við, að slík hrak- viðri geisuðu um héraðið og lagðist að slíkur foraðsvetur, að útför hans varð ekki komið á vikum saman. Að því lýtur hugsunin í eftirfarandi erindum, sem flutt voru við útför hans: Vetrarhríð veðrastríð þýtur válega í hlíð, stynja stormar um Grund, fara stórviðri um lund. Leggur ís, lindin frýs, er sér Ijóðsvanur kýs. Gleðin dvín, dánarlín sveipar draumgullin þín. Hverfur sumar og sól, flýgur svanur í skjól. Burt hann fer, forðar sér, því að fárviðri er. Fjöllin há, fagurblá, seiða söngvarans þrá. Veit hann vorlöndin blíð bak við vetrarins hríð. Þangað heim hann frá sveim flýgur hraðfari um geim. - Lyftir hug, hækkar flug, — fara húmský á bug, frjáls um háloftin heið yfir himindjúp breið líður skær Ijómans blær, hnígur lífsmóðan tær. Læknast mein, helg og hrein ríkir hamingjan ein. Hljómar harpan á ný bak við helkólgu ský: Lof sé þér, lof sé þér, sem í Ijósið mig ber! Sveitin hljóð sorgarmóð þakkar söngvarans óð, meðan alfrjáls þín önd kannar ódáinslönd. Far þú vel. Heill frá hel upp í himinsins hvel! Sortnar flest, því sigin er sól að vesturfjöllum. Ég á mest að þakka þér, þú varst bezt af öllum.- Þá eru margar góðar stökur í „Mansöngvabrotum“, sem hér er ekki rúm til að taka upp, en einnig bregður fyrir í kverinu vísum, sem nálgast að vera lé- legar, og óþarfi af jafnvandvirk- um manni að vera að spilla vísu með því að lengja hana með þýðingarlausu „og“ (s.b. nr. 29 á bls. 30). J. ó. P. —ISLENDINGUR Einu sinni sem oftar bar svo við í Kína að vér vorum saman komnir, menn af ýmsum þjóðum til að taka ákvörðun um bækur, er þýða skyldi og gefa út á kín- versku. Meðal annars ræddum vér um bók eina, sem greinir frá þjáningu Guðs fyrir mennina og með þeim. Ekki féll oss þessi bók að öllu leyti vel, en frá þessu efni var þó snilldarlega sagt í henni. Vér spurðum kínverska samverkamenn vora hvað þeir álitu um bókina. Þá sagði einn þeirra: „Það er gott fyrir menn að vita, að Guð þjáist með þeim og þjáist fyrir þá:“ Guðs orð flytur oss þénnan sannleika og í hinum heilögu textum dagsins einnig aðra mik- ilvæga staðreynd: Að Jesús Kristur lifir á himni og bíður fyrir oss. Þetta er hans þjón- usta. Hann er sjálfur æðsti prest ur kirkju sinnar. Hann færði hina fullbildu fórn fyrir syndir mannanna, en sjálfur var hann án syndar, heilagur og saklaus. Og hann fórnaði sjálfum sér og þess vegna töluðu þeir, sem á hann trúðu, um hið heilaga og flekklausa Guðs lamb, sem ber synd heimsins. Hann var bæði fórnin sjálf og sá æðsti prestur, sem fórnina færði. í jðru lagi lifir hann eilíflega og bíður fyrir þeim, sem hann fórnaði sér fyrir, það er að segja öllum þeim, sem á hann trúa. Guðspjall dagsins er einmitt æðstaprests bæn Jesú. Pistillinn greinir frá því hvernig Jesús heldur þessari þjónustu áfram i eilífðinni, við hægri hönd Guðs Föður almáttugs. Þess vegna get um vér segir Guðs orð, gengið með djörfung fram fyrir hásæti náðarinnar og hlotið náð til hjálpar á hagkvæmum tíma. Hebreabréfið er skrifað söfnuð- um, sem höfðu orðið að þola þrengingar fyrir trú sína. Þjáisl þá Guð sjálfur? Þegar vér Islendingar heyrum talað um presta, þá dettur oss ekki þjáning í hug í því sam- bandi. Þeir, sem mest þjást á vorú landi eru sjúklingar og þeir, sem misst hafa ástvini sína. En í sumum öðrum löndum er þetta á annan veg að því leyti að menn þjást af því að þeir eru ofsóttir fyrir trú sína og verða þá prestarnir oft fyrstir manna að fara í fangelsi, en síðar kem- ur röðin að fleirum eða færri lir söfnuðinum. Nú vitum vér að Drottinn er sjálfur í söfnuði sín- um ,Jesús Kristur er höfuð safn- aðarins, en söfnuðurinn er lík- ami hans. Þá verður það auð- skilið að Guð þjáist með oss mönnunum. En þetta gerir hann ekki vegna þjáningarinnar, held ur til að veita mönnunum sigur yfir öllu hinu illa, öllu böli og allri þjáningu. Þetta er hin mikla huggun kristinna manna, að Guð miskunnar oss svo að hann gengur inn í þjáningu vora og þolir hana með oss til þess að veita oss sigur af sínum sigri. 1 blíðu og stríðu er hann sjálfur í innilegu sambandi við þann, sem trúir og treystir honum. Guð þjáist einnig af öðrum á- stæðum. Vér vitum að Guð er kærleikur og þar sem menn særa kærleikann eða meiða, þar þjáist einnig Guð, sem er upp- haf kærleikans. í Guðs orði er talað um menn, sem krossfesta Krist á ný, en með því er átt við að menn valda Guði mikilli þjáningu með því að forherða sig gegn náð hans og kærleika. Þegar kristn- ir menn heyra aðra lastmæla hinu heilaga Guðs nafni eða leggja það við hégóma, þá finna þeir til í hjarta sínu, jafnvel þótt þeir hafi ekki sérlega djúpa trú- artilfinningu. Vér ættum að vita að Guð finnur miklu meira til þegar þeir, sem hann hefir fórn- að sér fyrir, afneita honum í orði eða verki. Samt leyfir Guð að syndugir menn geri þetta meðan náðartíminn stendur, en að hon- um loknum kemur dómurinn — og hann er stríður öllum forhert- um lýð eins og Hallgrímur segir. Höldum því fast við jáininguna Fyrir hinn kristna mann og hina kristnu kirkju hefir játn- ingin álika gildi og flagg hefir fyrir ríki eða þjóð og þetta felst einmitt í orðinu symbolum, sem notað er um kristnar trúarjátn- ingar. Flaggið er oss kært og dýrmætt af því að föðurlandið er oss kært og dýrmætt. Eins er það með hina helgu játningu. Vegna þess að Guðs ríki er oss dýrmætt og heilagt, þá er hin kristna trúarjátning það einnig. Það er ekki til þess að sýna á oss neinn helgisvip að vér heiðr- um hina helgu játningu. Það er, eins og Guðs orð segir, af því að vér höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefir í gegnum himn- ana, Jesúm Krist, Guðs son að oss ber að halda fast við játn- inguna og þannig heiðra hann, tigna, tilbiðja og lofa fyrir þá miklu náð að hann yfirgefur ekki oss auma og synduga menn heldur þjáist með oss og fyrir oss og lifir eilíflega til þess að biðja fyrir oss, sem höfum verið helgaðir honum með tákni hins heilaga kross í skírninni. TIL LÆGSTA FLUGFAR ÍSLANDS ASei“ Q fram og til baka til Reykjavíkur Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til íslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York ... Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar n r~\ n ICELANDICÍ ’A I R L I N E S ulAauu 15 West 47th Street, New York PLaza 7-8585 IIIIHH X

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.