Lögberg - 16.09.1954, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1954
EINAR STURLAUGSSON:
FRÁ STARFI PRESTS
Ég var að koma heim í dag frá
jarðarför í Saurbæ á Rauðasandi,
Það er fremur stutt leið að fara,
aðeins 34 km., og um 6 km.
þaðan til þess bæjar á Sandin-
um, sem útförin var gerð frá.
Þótt undarlegt megi virðast
fyrir þeim, er við góðar sam
göngur búa og mikinn bílakost,
fóru að mestu þrír dagar í þessa
ferð, og þó var veður hið ágæt-
asta og akfært jeppum og til-
svarandi bílum alla leið. En á
föstudagsmorgni kl. 9 var farið
frá Patreksfirði, á sjó til að
byrja með inn og yfir Patreks-
fjörð í stormi nokkrum, en er
þar kom að landi, tók bíll við
okkur og flutti okkur á leiðar-
enda. Var þó færi hið versta,
aurar, íjalaup á slæmum vegum,
sandar, sem hægt er að komast
um fjörur, og þó aldrei þurra, og
flóar undir miklu vatni. Ég held,
að ráðamenn lands vors, sumir
hverjir, og ýmsir aðrir, er um
opinber máj» fjalla og fella sína
dóma um menn og málefni og
meðal annars um prestana, á-
hugafeysi og ómennsku þeirra,
andlegan sofandahátt safnaða,
sem lýsi sér í lélegri kirkjusókn
og óvistlegum kirkjum, tíðum
messuföllum og fleira í þeim
dúr, hefðu gott af að kynnast
lífi og stríði fólksins í dreifbýl-
inu. — Já, það er satt, það varð
messufall í mínu eigin presta-
kalli í dag af þeim sökum, að ég
komst ekki heim frá jarðarför í
nágrannaprestakalli mínu, en
prestur þar þjónar um stund
suður í Vestmannaeyjum í veik-
indaforföllum föður síns.
II.
Ýmsir mundu nú spyrja, ef
um vissu, að tekið hefði þrjá
daga að fara um 40 km. leið á
þeim tíma, sem jörð er þó auð
og akfær, sem kallað er, hvernig
slíkt mætti ske. Ástæðan er ein-
faldlega þessi: Á laugardags-
Kaupið Lögberg
VIÐLESNESTA
ISLENZKA BLAÐIÐ
morgun fyrir jarðarför hringdi
ég heim til Patreksfjarðaf og
pantaði mann og hesta með mig
til annexíukirkju minnar í Stóra-
Laugardal í Tálknafirði daginn
eftir. En sá, er hestráðin hafði,
kvaðst ekki leggja hesta sína í
slíka færð, sem þá var á fjöllum
— íhlaupskaflar og aurar á
víxl, — en gangandi treysti ég
mér ekki til að fara, sakir liða-
gigtar, og sjóveðri var ekki að
treysta. Var sunnudagurinn
þriðji í föstu þar með útstrikað-
ur sem messudagur í Laugar-
dal. Var ég þó ákVeðinn í að
halda heim um kvöldið (laugar-
dag). Að lokinni jarðarför
seinnipart laugardags reyndi ég
þegar að ná í bíl til að komast
beirn þá um kvöldið. Stóð ég við
símann í fullan hálftíma til að
ná sambandi við þá menn á Pat-
reksfirði ,sem áttu jeppabíla og
höfðu þá í akfæru standi, að því
er ég bezt vissi. — Ég reyndi við
hinn líklegasta, en hann hafði
þá rétt lokið við að taka vélina
úr vagninum til athugunar. Sá
næsti: Benzínkúturinn lak.
Þriðji: Vanlaði dempara og þori
ekki að fara með vagninn eins
og hann er. Hvað átti nú til
bragðs að taka? Gista aðra nótt
vestan fjalls eða leggja á fjallið
á göngu? Víst var gisting marg-
velkomin. En ég vildi fara heim,
og lausir bílar voru ekki á staðn-
Um; tveir voru þar að vísu, ann-
ar á leið norður yfir fjallið, sömu
leið og ég ætlaði, en hann var
fullur af fólki, hinn, utan af
Sandi, náðist nú ekki, því að
hann hafði verið fluttur út fyrir
leirana niður af bænum, áður en
sjór féll yfir þá. Hann náðist því
ekki fyrr en á næstu fjöru.
Niðurstaðan varð því sú, að
bílstjóri sá, er réði yfir jeppa
þeim, er ég áður nefndi og ætl-
aði norður yfir fjallið, bauðst til
að skjóta mér yfir á fjallið, lang-
leiðina að Hvalskeri, en láta fólk
sitt bíða á meðan, en sækja það
svo á eftir. Vildi bílstjórinn
flytja mig alla leið til bæja, en
mér þótti nógu illt að vita fólk
hans bíða vestan fjalls mín
vegna, og fór því á göngu nokk-
urn hluta leiðarinnar að Hval-
skeri. En þó þangað væri komið,
voru tveir þriðju hlutar leiðar-
innar til Patreksfjarðar eftir, og
myrkur þegar dottið á. Var því
EaRN
MORÍ
$ $ $ $ $
THIS 120 PAGE HANDBOOK
ekki lengra farið um kvöldið, en
gist þar. Var svo haldið heim
sjóleiðis næsta dag með mjólk-
urflutningabáti og komið þangað
síðdegis.
III.
En hví er ég að þreyta
á að lesa svo ofurómerkilega
og algenga ferðasögu, þar sem
ekkert sérstakt kom fyrir og
setti mann út af laginu, og
veður var auk þess milt og blítt?
— Fyrir þrem vikum hafði ég
farið þessa sömu leið frá messu
í Saurbæ. Þá var snjór á jörðu
og skafmold, og fór ég í stórum
og sterkum jeppabíl, sem flutti
mjólk Rauðsendinga yfir Skers-
fjall, en þaðan og úr Örlygs-
höfn fá Patreksfirðingar aðal-
magn þeirrar mjólkur, er þeir
neyta. Vegna fannkomu nóttina
áður, tók mjólkurbílstjórinn með
sér 3 menn til að moka bílnum
braut upp svokallaðan Bjarn-
götudal, sem ég tel tvímælalaust
brattasta og hættulegasta bílveg,
sem ég þekki á íslandi. Áður en
lagt er á aðalbrattann, þarf að
fara tvívegis yfir á, sem um
dalinn fellur, og má heita, að
hemlar bílsins séu óvirkir, er
upp úr vatninu kemur. Er það
heldur óheppilegur undirbún-
ingur undir að aka upp brattasta
og líklega mjósta veg, sem bíl-
vegur er kallaður á voru landi.
En í það sinn þurftum við ekki á
því að halda, að aka upp hina
bröttu sneiðinga. Þegar að fjall-
inu kom, bilaði bíllinn í fyrsta
skafli, og þar mátti bóndinn eiga
hann í heila viku, unz nýtt
stykki í stað hins brotna fékkst
frá Reykjavík. En bændur gáf-
ust ekki upp, en komu mjólk
sinni næsta dag með öðrum
farartækjum til þeirra, er biðu
hennar. En stundum fer það þó
svo, að þeir koma ekki mjólk
sinni á markað, og börn jafnt
og aðrir, er á Patreksfirði búa,
fá ekki mjólk þann eða þá dag-
ana, er svo vj.ll til, og er hvorugt
gert að landsfréttum, hvorki
erfiði né hættur framleiðenda né
óþægindi neytenda. Það er svo
margt óþægilegt og erfitt hjá
oss, útkjálkabörnum þessa lands,
að oss finnst það ekki þjóðfrétta'
vert, þótt brotinn gír eða brim
við strönd hamli því, að barn
eða gamalmenni fái mjólk í glas^
ið sitt dag og dag í bili.
IV.
er fleygt í. Skyldi landið og þjóð- I tryggasta vörnin gegn því, að
CAN HiLP YOU
W /
120 pages of practical guidance to the best
paid positions. Up-to-the-minute infor-
'mation for men who aren’t content to stay
“at the bottom”. The widest range of
Home Study Courses in all branches of
Engineering. How to get rapid promotion,
security, better pay and a job you can really enjoy. The quickest,
surest way to qualify for responsibility . . . You will find all this,
and much more, in “ENGINEERING OPPORTUNITIES”________a
book that can
MAKE THIS YOUR BIG YEAR - MAIL COUPON TODAY
Send me entirely FREE and without obligation a copy of
your 120-page Guide. (Please check subject of interest.)
Civil
A.M.I.C.E A.M.I.Mech E
Structural A M.Brit.l.R.E.
Architecture
Buiiding
Forestry Production
Metallurgy Automobile A F.R.Ae.S.
Mining .... B.Sc.
Plostics
NAME
ADDRESS
CANADIAN INSTITUTE OF
SCIENCE AND TECHNOLOGY
373 Gordon Building
263 Adelaide St. West
Toronto, Ont.
Kannske er það heimska eða
aðeins þessi gamla sveitamanhs-
þrjózka eða þumbaraháttur, að
vilja ekki gefast upp, að vera að
halda við byggð svo fjarri
Reykjavík, því að eflaust kæm-
ist þjóðin af, þótt slíkir út-
kjálkar sem hér legðust í eyði,
og slíkur útkjálkalýður hyrfi. En
jafnhliða því, sem við útkjálka-
börn þybbumst við að standa
upp og yfirgefa útskagana, erum
vér líka nokkuð minnug á það
liðna. Voru þeir ekki héðan af
útkjálkanum, Vestfjörðum, Jón
Sigurðsson, Brynjólfur Sveins-
son, Matthías Jochumsson, Jón
Thoroddsen, Gestur Pálsson og
hinir mörgu Eyjajarlar og ágæt-
ismenn Flateyjar og fleiri eyja-
og nesjabyggða vestur hér, er
hrundu af stað nýrri menningar-
öldu um miðja öldina sem leið?
Ég held enginn telji þessa
menn lakari borgara en aðra. Og
hver veit, hvað úr börnunum
verða kann, sem nú eru að alast
upp í fjörðum og dölum og á
nesjum útkjálka Islands, hvort
sem þeir vita í austur eða vestur.
Ég veit, að ráðamönnum ríkis
vors er mikill vandi á höndum.
Það er og hverri móður, sem
mörg á börnin. Það er hætt við,
að það veiki fremur en styrki
hamingju heimilisins, ef hún
gerir upp á_ milli þeirra. öll
greiðum vér í heimilissjóðinn, —
leggjum fram vora litlu eða
miklu krafta, eftir því sem
hverjum er gefið — og verð-
skuldum því sem jöfnust gæði
og aðstöðu til munaðar- og
menningarlífs. — Útkjálkinn má
aldrei verða öskustóin, sem lítt
er hirt um eða úrgangsruslinu
in mega fremur við því, að missa
útkjálkana úr byggð en líkami
vor að missa útlimi sína, hendur
og fætur? Eru ekki þjóðarinnar
ágætustu menn frá öllum stöð-
um jafnt, og engu síður úr þeim
byggðum landsins, sem margur
vill sem skjótast vita í auðn? Er
ekki núverandi utanríkisráð-
herra íslands fæddur og uppal-
inn á einni þeirri jörð, sem nú
er allt útlit fyrir að sé að fara í
eyði vestur á Rauðasandi, ásamt
fleiri jörðum þar, fyrir þá miklu
erfiðleika í samgöngum, sem þar
eru og ég hefi lýst hér að fram-
an? Kr. 20,000,00 fá Rauðsend-
ingar í ár úr ríkissjóði til vega-
bóta um sína fögru og einkar
gróðursælu byggð. Til saman-
burðar eru veittar kr. 200,000,00
til vegagjörðar á öðrum stað í
sama hreppi, og er gott til þess
að vita og munu ýmsir njóta, en
þar mun mest hafa rekið eftir
þörfin á að fá akveg að hinu
nýja heimili, sem verið er að
reisa í Breiðavík yfir svokölluð
vandræðabörn þjóðfélagsins, —
þ. e. börn frá þeim heimilum
bæjanna eða fjölbýlisins, sem
ýmsra hluta vegna rísa ekki
undir þeim skyldum, sem lagðar
eru á herðar foreldrum eða hús-
ráðendum í siðuðu þjóðfélagi. í
heimili þetta er mér tjáð að
komin séu hundruð þúsunda eða
milljónir króna, og er þó aðeins
um byrjun að ræða.
Vísast er seint of miklu til-
kostað, þegar um er að ræða að
hjálpa ómótaðri barnssál eða af-
vegaleiddu barni til siðferðilegs
þorska og manndóms, en dýrt er
það í öllum skilningi, og smá-
þjóð má alls ekki við því, að
nokkur einn hennar fáu þegna
glatist og heldur ekki að nokkur
bregðist skyldu sinni og kasti
henni yfir á herfTar annarra. —
En er nokkuð við þessu að gera?
kann margur að spyrja. Eru ekki
alls staðar til vandræðaheimili
og vandræðabörn? Vísast er slíkt
of víða til. En hvar eru uppeldis-
og þroskaskilyrðin bezt? Hvort
munu fleiri vandræða- og af-
brotabörn send úr sveit til bæj-
anna eða úr bæjunum inn á
sveitaheimilin og kannske ekki
sízt þau, sem á útskæklunum
eru? í Rauðasandshreppi einum,
utan hins opinbera barnaheimil
is, hafa slík börn dvalið á 6
heimilum í hreppnum.
V.
Mér finnst landið minnka og
þjóðin verða því fátækari, því
færri hurðir, sem falla að stöfum
í sveitum landsins. Og hvers
vegna er ógæfubörnum fjölbýlis-
ins, sem orðin eru að eins konar
meinsemd í líkama bæjanna og
forráðamenn þeirra og aðrir
samborgarar þar telja sér nauð-
syn að losna við, — já, hví er
þeim leitað hælis á hinum fá-
mennu, dreifðu heimilum sveit-
anna? Og ekki aðeins þeim,
heldur hundruðum eða þúsund-
um heilbrigðra og elskulegra
annarra kaupstaða- og kaup-
túnabarna. Með hverju vori, þeg-
ar skólarnir eru úti, koma þau
eins og aðrir geislar vorsins, —
koma frá vinaheimilum í bæj-
unum með reynslu og frama
borgarbúans, sem sveitabarnið
hefir gaman af að kynnast, en
sjálf opin og spurul og sólgin í
að tileinka sér hið nýja líf, sem
nú blasir við, þyrst eftir töfrum
náttúrunnar, lifandi og dauðrar,
eins og blóm, sem bíða vökvun-
ar. — Barn er alltaf barn, og
það yndislegasta, sem við þekkj-
um á þessari jörð. Og þótt fáar
séu hendur þær, sem þjónustu-
verkin vinna, á sumum sveita-
heimilunum og kannske flest-
um, og því miklu erfiði oft á
sig bætt og fyrirhöfn við sinning
fleiri barna á heimilinu en fyrir
voru, þá er koma þeirra jafnan
hátíðarefni, líkt og koma fyrstu
blómanna í varpann og lóunnar
á túnbalann.
Eins og barnið er jafnan bezti
sáttasemjarinn á heimilinu, svo
ættu og þessir mörgu en smáu
„sendiherar" bæjanna að vera
rígur eða misskilningur eigi sér
stað milli sveita- og bæjarbúa.
Óvild öll eða metingur þar á
milli er bæði hættulegt fyrir-
brigði og frámunalega heimsku-
legt. Eða hvað mundum vér
segja, ef höfuð vort færi í met-
ing við hina ýmsu hluta líkam-
ans, svo sem hendur, fætur eða
aðra líkamsparta, og teldi þá
óþarfa limi? Er ekki hvort
tveggja jafn nauðsynlegt, sveit
og bær, til þess að þjóðfélagið
megi blómgast og öllum þegnun-
um vegna vel? Þess vegna vík
ég að því aftur, hvert áfall það
yrði gæfu þjóðarinnar og menn-
ing um langa framtíð, ef ráða-
menn ríkis og bæja héldu þannig
á örlaga-kortum fólksins, að
íbúar dreifbýlisins sæju sig
neydda til að hleypa báti sínum
undan brotsjóum erfiðleikanna
við myrkur og kulda og vegleys-
ur útkjálkanna inn á lygnari sjó
og auðsigldari við nútíma tækni
og þægindi bæjalífsins. — Jafn-
vægið má ekki raskast. Bæirnir
hafa sína skóla, sem méina vel
og reyna eftir getu að draga
hlera frá gluggum og sýna nem-
endum sínum vítt of veröld.
En fær sálin að horfa nógu oft
út um gluggann? Er ekki hinum
kalda skilningi höfuðsins oft gert
hærra undir höfði í skólunum en
skilningi hjartans? Hvernig
stendur á því, að sömu eða jafn-
vel betri not verða að 5—6 mán-
aða námi í sveit en 8—9 mánaða
skólasetu í kaupstað? Engum
dettur í hug að ætla, að sveita-
börn séu betur gefin en börn
kaupstaðanna. En skyldu þá
ekki þroskaskilyrðin vera betri
á öðrum staðnum en hinum?
Meiri kyrrð,’ meira næði, meiri
ró- á huga og taugum sveita-
barnsins en hins? Og hver er sá
sálfræðingur, að hann geti sagt,
hver áhrif samlíf sveitabarns við
náttúruna jafnt á vetri sem
sumri hefir á alhliða þroska
þess, — jafnt til náms sem sið-
ferðilegs og jafnvel líkamslegs
vaxtar? Verðum vér ekki að
viðurkenna, þrátt fyrir mikið
ágæti skólanna, hvort heldur er
í sveit eða bæ, að þá hafa þó hin
einstöku heimili sveitanna, og
engu síður þau, er afskekkt eru
kölluð, alveg sérstöku hlutverki
að gegna, hlutverki, sem enginn
hagfræðingur er fær um að
reikna út hvert gildi hefir fyrir
þjóðina? Er ekki og verður ekki
menningarjafnvægi vort jafnan
að finna á hinum rólegu, en
starfsömu og stjórnsömu heimil-
um sveitanna, slíkum, sem á
liðnum öldum hafa skilað þjóð
inni mörgum hinum ágætustu
sonum og dætrum, er sagan
greinir? Er ekki enn sem í gamla
daga þar að finna hinn hollasta
skóla til mótunar siðgæðis og
guðstrúar og hvers kyns annarra
þegnskaparlegra dyggða með
æskulýð landsins? Höfum vér í
raun og veru efni á, að fara
þeirra hollu uppeldisáhrifa á
mis, sem góð sveitaheimili
skapa? Væri ekki meiri ástæða
til að búa svo í haginn, að þeim
fjölgaði fremur en fækkaði?
VI.
Vér útnesja og afdala menn
hugsum gott til stjórnarsáttmála
síðasta sumars, hvað rafvæðing
dreifbýlisins snertir. Það fer
alda fagnaðar og tilhlökkunar
um barn og fullorðinn, þegar
hugsað er og horft fram í tímann,
er ylur, ljós og orka streyma
um stofur og ganga, fjós og fjár-
hús, hesthús og hlöður, skúra og
skemmur, búr og bæjahlöð hinna
dreifðu býla. Kulnaðar vonir
vakna á ný og óskasýnir birtast.
Kannske á sveitin eftir að verða
samkeppnisfær við bæina um
menningartæki og tækni og
hvers kyns framfarir og lífs-
þægindi, sem hverjum tíma til-
heyra. Kannske er það aðeins
fyrirbrigði deyjandi tíma, þegar
þjónandi presti í víðlendu
prestakalli og um leið prófasti í
einu erfiðasta prófastsdæmi
landsins til yfirferðar er neitað
um innflutning á bíl, sem hon-
um kemur að fyllstu notum á
embættisferðum um prestakall
sitt og prófastsdæmi? En ég
sótti fyrir skemmstu um inn-
flutning eða kaup á bifreið, sem
hefir drif á öllum hjólum, en inn-
flutningsnefnd, sem við um-
sókninni tók, hafði því einu til
að svara, — og skal hún sízt
ásökuð, — að fyrir sig hefði verið
lagt af hæstvirtri ríkisstjórn, að
mér er tjáð, að veita um sinn
engum leyfi fyrir bíl! Þannig
hljóðaði boðorðið það.
Mér var hugsað til starfs-
bræðra minna og samlanda í
Vesturheimi, er ég að lokinni
jarðarför í Saurbæ, sem að
framan greinir, stóð uppi í reiði-
leysi, hringjandi í ýmsar áttir
til að ná í farartæki, en allt án
árangurs, og að lokum tekinn
upp af götu sem gustukamaður
og fluttur áleiðis, en aðrir látnir
bíða mín vegna, sér til óþæg-
inda. Ég efast um, að þeir hefðu
trúað slíkri sögu, þótt í tal hefði
borizt milli okkar á síðastliðnu
sumri, er við svo oft áttum tal
saman. Þar var það svo sjálf-
sagður hlutur, að hver prestur
hefði sinn sérstaka bíl, sem hann
átti sjálfur, og gat komizt á um
allt prestakall sitt á sem
skemmstum tíma, að það tók
ekki að ræða það mál. Nú er
það að vísu svo, að ég hefi átt
bíl um nokkur undanfarin ár, en
það er lítill bíll og veikbyggður
og alls ófullnægjandi til vetrar-
ferðalaga.
Spurningin er: Hve lengi
sætta menn sig við hin ójöfnu
lífskjör — eða öllu heldur, hve
lengi halda menn út, hve lengi
endist þeim þrek og kjarkur að
halda uppi sinni menningarbar-
áttu við hin tiltölulega frum-
stæðu skilyrði útkjálkabyggð-
anna, miðað við og í samkeppni
við tækni, þægindi og önnur
eftirsótt lífsgæði bæjanna?
Sem hver annar borgari í á-
byrgðarmiklu, opinberu starfi
um nær aldarfjórðungs skeið,
hefi ég reynt að líta á gang mála
svo óvilhallt, sem ég hefi frekast
mátt. Fæ ég ekki betur séð en
ný vá setjist að þjóðardyrum
fyrir hvert býli, sem í eyði fell-
ur. Trúin spillist og tungunnar
vörn verður að minni, sem
byggðin færist saman og býlum
fækkar. Hver hurð, sem lokast í
hinzta sinn á útnesjum lands
vors, táknar, að færri bæjabörn
njóti ódáinsveiga íslenzks fjalla-,
dala- og fjarðarlofts á sumrum,
og um leið, að sá hópur stækki,
sem byggja þarf yfir hæli, bæði
t • u
WINNIPEG
BREWERY
L I M I T I D