Lögberg - 16.09.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.09.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1954 .5 \ # vw_/ AMGAMAL LVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Við förum héðan með sól í huga og þakklæt-i til vina og frænda#/ — segja próf. Richard Beck og Bertha kona hans að aflokinni ferð um Norðurlöndin FARGIÐ ÓÞARFA DÓTI „Hvar skal byrja — hvar skal standa?“ hugsa ég, þegar ég stend fyrir framan fimm bóka- skápa, sem ná hér um bil upp í loft herbergjanna og eru svo þungir að gólfið virðist svigna undir þeim; eða þegar ég geng fram í eldhúsið, lít inn í skápana þar og geymsluna, og svo fata- skápa og skúffur í svefnherberg- inu. Það er síður en svo að ég sé gripin andagift, eins og skáld- ið, þegar honum varð þetta að orði, enda ekki fagurt um að litast í íbúðinni. Tómir pappa- kassar, sem ég hefi verið að safna undanfarna daga frá vinum mín' um, verzlunarmönnum á stræt inu, er hlaðið upp í eitt hornið á setustofunni; bréf blöð, tímarit og bækur, sem ég hefi verið að vinsa úr og reyna að ákveða um hverju skuli fleygja, liggja hingað og þangað. Það liggur við að ég verði hálfringluð, þegar ég horfi á alt þetta. En svo hugsa eg til þess, að um þetta leyti eru þúsundir kvenna að lifa upp það sama og ég og ætti mér ekki að vera þetta vandameira eða erfiðara en þeim. Við erum sem sé að flytja í aðra íbúð þann fyrsta næsta mánaðar. Sennilega vex mér þetta í augum vegna þess að við höfum altaf búið í sömu íbúðinni — í ☆ 16 ár — og ég hefi því aldrei þurft að hugsa um flutning heilli búslóð áður. Það sem maður undrast mest, er alt það dót, sem safnast að manni, þegar maður býr all-lengi í sama stað. Ekki er ólíklegt að mörgu af því megi fleygja, án þess það verði manni til óþæginda eða saknað- ar. Því miður erum við konurnar margar hverjar svo gerðar, að við eigum bágt með að farga nokkrum sköpuðum hlut, sem okkur áskotnast, þótt hann komi hvorki okkur né öðrum að nokkru hugsanlegu gagni. Við geymum jólakort, bréf, gömul tímarit og blöð, gamla hatta og kjóla og alt sem nöfnum tjáir að nefna; við lítum ekki á þetta árunum saman hvað þá heldur að við notum það. Því þá ekki að losa sig við þetta óþarfa dót, og gera það árlega? Þær konur, sem búa í fjölhýsa-íbúðum hafa tak- mörkuð geymslupláss; þeim verður því að lærast, að hafa ekki fleiri hluti í íbúðinni en þær og heimilisfólkið þarfnast Jæja, kannske ég verði búin að læra þetta fyrsta október. Ann ars hlakka ég til að flytja í nýja íbúð; tilbreytingin ætti að verða skemmtileg, þótt ekki sé gaman að því meðan á umbrotunum stendur. ☆ Paradís Evu á Kyrrahafi, en Adam á ekki upp á pallborðið Mjög kjarkmikil amerísk kona er í þann veginn að leggja upp frá Formósu, og er ætlun henn- ar að kanna eina af óhugnanleg- ustu eyjum Kyrrahafsins — »,Dauðaeyjuna“ — eins og hún er nefnd. Þar þjá hræðilegir sjúkdómar íbúana, en allt fyrir- komulag á eynni einkennist annars af konuríki, því að kven- Þjóðin er þar einvöld. Þó þessi eyja liggi aðeins í nokkurra sjómílna fjarlægð frá Pormósu, er hún ein af óþekkt- ustu byggðu eyjum heims. Einu fengsli hennar við umheiminn eru nokkrir vöruflutningabátar, sem koma þar tvisvar til þrisvar a ári. Það kemur sjaldan fyrir, að ókunnugir hætti sér til eyjarinnar. Skipstjórarnir á vöruflutninga bátunum segja, að hver og einn 1400 eyjaskeggja þjáist af köldu- sótt 0g einnig segja þeir frá lítilli, hvítri flugu, sem verður jafnvel fleiri mönnum að bráð Þar, en köldusóttin. Bit þessarar flugu er bráðdrepandi. Ameríska konan tók enga pen *nga með sér til eyjarinnar, því gildi peninga þekkist ekki þar — aðeins vöruskiptaverzlun. Konan hafði því meðferðis miklar birgð- lr af vefnaðarvöru og glysvarn- ingi, sem hún vonast til að geta uotað til þess að greiða götu sína uieðal eyjaskeggja. Að mörgu leyti er þarna um ^erkilegan kynþátt að ræða, sem er líklega upprunninn í Malajalöndum, og lifa eyja- skeggjar eins og villimenn, og ganga næstum naktir. Konurnar hafa gert karl- uaennina að undirgefnum þræl- sem strita dag og nótt til að gera húsbændum sínum til hæfis. Þarna eru það konurnar, sem iifa í fjölveri, þær eiga, hver um sig» allt að tíu menn. Hjóna- skilnaðir eru þar daglegt brauð, en það eru konurnar sem ákveða aiit um slíka hluti, og ekki sér hogg á vatni, þótt þær reki einn k^rlfauskinn að heiman. Um eitt eru konur eyjarinnar samtaka, að fjölda kvenfólksins Verði að takmarka svo að sam- keppnin verði ekki of hörð FRÉTTAMENN áttu í gær samtal við próf. Richard Beck og Berthu konu hans en þau hjónin eru nýlega komin hingað til landsins eftir 5 vikna ferð til Noregs og Danmerkur. Hjónin voru hér á ferð fyrr í sumar, eins og menn rekur minni til. Komu þau hingað hinn 2. júní s.l. og ferðuðust víðs- vegar um landið. Fóru þau héðan til hinna Norður- landanna hinn 24. júlí. Fyrir 10 árurn Próf. Beck var hér síðast á ferð fyrir 10 árum, en nú kom hann hingað sem fulltrúi Þjóð- ræknisfélagsins til að vera hér á 10 ára afmæli íslenzka lýð- veldisins og við biskupsvígsl- una. Frú Bertha, kona hans, hefir hins vegar aldrei komið til íslands áður. Hún er fædd vestra, í Norður-Dakota, er ættuð er hún úr Rangárvalla sýslu, Búð í Þykkvabæ. — „Það er ómögulegt annað en að lítast vel á landið“, sagði frúin, að- spurð, hvernig henni litist á Is- land — „og mótökurnar, sem við höfum fengið, hafa alls stað- ar verið með kostum og kynj- um“ — bar hjónunum saman um. þeirra á meðal. Þær ætla, að það styrki valdastöðu sína að fram fylgja takmörkuninni vandlega og bera því út hvert það mey- barn sem fæðist í hjónabandi þar sem þrjár dætur eru fyrir Við tví- og þríburafæðingu er aðeins fyrsta barnið látið lifa. —VISIR ☆ Hafið þið reynt Ac'cent? Nú er komið á markaðinn nýtt krydd, sem er nefnt Accent. Krydd þetta framkallar nýja- bragð í mat (kjöti, fiski og græn- meti), sem hefir tapað sínu ferska bragði við geymslu (hraðfrystingu, niðursuðu o. fl.). Auk þess gerir það matinn bragðbetri. Má benda á að allar sósur verða ljúffengari þegar kryddi þessu er bætt í þær, eða í matinn. Accent er framleitt úr jurta- ríkinu og er eins heilnæmt og fæðan sjálf. Fólk, sem byrjað hefir á,að nota Accent í matinn, finnst það ekki geta verið án þess. Accent er stundum nefnt 3. aðalkryddið. Accent er viðurkennt af Neyt- endasamtökum Bandaríkjanna— (Good Housekeeping). ☆ Innkaup heimilanna Fallega og réttilega lýsir séra Sigurður Einarsson störfum og verkahring húsmóðurinnar á al- þýðuheimilinu í þessu erindi: „Vertu blessuð, þú móðir og mœr, sem bcetir og saumar og býr til matinn og börnunum greiðir og þvær, sem hugsar í hljóði hvert kvöld, hvernig að skuli farið og allt skuli nýtt, spo að á standist tekjur og gjöld“. Ekki er það þýðingarminnsta atriðið, þetta síðast talda, um tekjurnar og gjöldin. A hinum fátækari heimilum, þar sem tekjurnar eru ekki meiri en rétt til hnífs og skeiðar, fer yfir- gnæfandi meirihluti þeirra gegnum hendur húsmóðurinnar, hún kaupir yfirleitt allt, sem heimilið þarf, eða réttara sagt, Heimsóttu sögu- og merkisstaði Þau ferðuðust um alla lands- hluta, komu á fjölda merkra sögustaða og voru á fjölmörgum mannamótum. í boði Háskóla Is- lands fóru þau austur um sveitir og í boði ríkisstjórnarinnar til Norðurlandsins, Siglufjarðar og víðar. Á afmælisdegi sínum, hinn 9. júní, var próf. Beck og kona hans stödd á ísafirði og sátu þar virðulega samkomu þeim til heiðurs — sérstaklega í tilefni afmælisins, en dr. Beck er nú 57 ára gamall. Á ferðalagi sínu um Austfirði heimsótti dr. Beck æskustöðvar sínar, en hann er fæddur að Svínaskálastekk í Reyðarfirði en alinn upp á Litlu-Breiðuvík. íslandi til mikils sóma - Dr. Beck lét í ljósi mikla j hrifningu og undrun yfir hinum | verklegu framförum, sem orðið hafa á íslandi á þeim 10 árum, sem liðin eru frá því er hann kom hér síðast. Sérstaklega lýstu þau hjónin aðdáun sinni á | þremur merkilegum nýjum stofnunum: — Þjóðleikhúsinu, Þjóðminjasafninu og Reykja- lundi. — Þetta er allt, sögðu þau, íslandi til sóma. hefir verið háður með hugsjón í stafni. Flugferðirnar styrkja sambandið Það er enginn vafi á því, sagði dr. Beck, að hinar beinu flug samgöngur síðustu ára hafa stuðlað mikið að því að efla sambandið milli Vestur-lslend' inga og Islendinga heima og ekkert teldi ég vænlegra til að halda áfram að styrkja þau tengsl heldur en gagnkvæmar heimsóknir Vestur-Islendinga og heimaþjóðarinnar. — Hópferðir ungs fólks á milli þjóðanna tveggja myndi vinna mikið gagn á þessu sviði. í Noregi — Á ættarstöðvum fornra feðra Dr. Beck og kona hans fóru og víða um í Noregi. „Það var nokkurs konar pílagrímsferð á ættstöðvar fornra feðra í Nor- egi“, sagði frúin. Frá Osló fóru þau til Lille- hammer, skoðuðu þar byggða- safnið og ennfremur heimili skáldkonunnar Sigríðar Unset að Bjerkebæk, en hús það sem skáldkonan bjó í er 450 ára gam- alt. Þau sáu þar hálfviðlokið handritsblað í ritvél hennar — það síðasta, sem hún skrifaði fyrir andlát sitt. Hjónin héldu síðan norður eftir Guðbrandsdal, heimsóttu rithöfundinn Johann Falkberget Röraas, þar sem þau hittu Tryggve Lie, fyrrv. aðalritara S. Þ., en hann vinnur nú að því að skrifa endurminningar sínar. Þaðan héldu þau til Þrándheims — að Hlöðum og Hlaðhamri, þar sem Ormurinn langi var smíð- aður á sinni tíð. Þaðan fóru þau til Bergen, inn í Sognafjörð, til Haugasunds og síðan aftur til Osló. Lærdómsrík og ánœgjuleg I Kaupmannahöfn dvöldu hjónin um vikutíma en dr. Beck sat þar fyrir hönd Ríkisháskól- ans í Norður-Dakota, þing kenn- ara í klassiskum fræðum. Þá fóru þau og einn dag yfir til Svr þjóðar og heimsóttu þar háskól- ann í Lundi. Róma þau hjónin mjög hinar frábæru móttökur, sem þau áttu að mæta hvarvetna á ferðum sínum — og þá ekki sízt hjá sendiherrum íslands í Osló og Kaupmannahöfn. Þau hjónin munu hverfa héð an vestur um haf n.k. mánudag. — Þessi ferð okkar um Norð- urlöndin, sagði dr. Beck, er jafn- vel fegurri í endurminningu okkar, heldur en við höfðum þorað að láta okkur dreyma-um. En hæst af öllu ber samt dvöl okkar hér heima á íslandi. Við förum héðan með sól í huga og hlýju þakklæti til hinna mörgu vina okkar og frænda, sem gert hafa okkur hana ógleymanlega. Hún hefir verið okkur lærdóms- rík að sama skapi, sem hún hefir verið ánægjuleg. —Mbl. fang og fána að nýju og seldi skipið skömmu síðar. Nokkrum árum síðar hætti Jón sjómennsku. Hafði hann þá fundið upp nýja gerð af eins konar bergmálsdýptarmæli, sem var talinn fullkomnasti dýptar- mælir þeirra tíma. Hóf hann sjálfur framleiðslu mælanna og smíðaði 2200, áður en hann samdi við verksmiðju í Kaup- mannahöfn um að framleiða þá undir sínu einkaleyfi. Voru mæl- ar þessir í flestum skipum á þeim tíma og kunnir víða um lönd. Rætt við aldraðan tslending, sem farið hefir víða: Fór 14 óra í siglingar með útlendingum, þó voru 3 hús á Blönduósi JÓN P. SIGURÐSSON sjómannaskólakennari í Esbjerg heimsækir æskustöðvarnar Þegar ég lagði út í heiminn fyrir 72 árum voru aðeins þrjú íbúðarhús á Blönduósi, sagði virðulegur öldungur, er séð hefir sitt af hverju um dagana, þegar blaða- maður frá Tímanum ræddi við hann í gær. Er það Jón P. Sigurðsson, fyrrum skólastjóri sjómannaskólans í Svendborg og kennari við sjómannaskólann í Esbjerg um margra ára skeið. J Með hugsjón í stafni — Það er auðséð, sagði Richard Beck, hvort heldur sem litið er á verklegu eða andlegu hliðina, að hér er líf í landi í góðum skilningi. Það liggur í augum uppi, að Islendingar geta ekki keppt við stórþjóðirnar 1 verklegum stórframkvæmdum en á hinu andlega sviði hafa þeir sýnt, að þeir eru fyllilega samkeppnisfærir við hvaða þjóð sem er, hvað sem höfðafjöldan- um líðmv Sem prófstein á ís- lenzku þjóðina mætti taka frammistöðu Vesturíslendinga, sem barizt hafa fyrir tilveru sinni við mikinn liðsmun í sam- keppninni við hinar mörgu þjóðir og þjóðabrot, sambyggja þeirra í Vesturheimi. Það hefir verið þungur róður en hann lendingurinn svo vera. Sigldu þeir síðan við Danmerkurstrend- ur tveir einir allt sumarið og fluttu varning. Var það erfitt sumar fyrir Jón. Skipstjórinn fékk honum stýrishjólið, er hon um sýndist og sagði: Hana, stýrðu nú strákur, þú veizt hvert við ætlum! ÓN FÓR UNGUR að heiman og má segja, að hann hafi ekki komið til íslands frá því hann var 14 ára þar til nú, að hann kemur í hálfs mánaðar heim- sókn 86 ára að aldri. Fór með kaupskipi frá Blönduósi Hann er fæddur að Auðólfs- stöðum í Langadal, sonur Guð- rúnar Jónsdóttur og Sigurðar Helgasonar trésmiðs. Faðir Jóns dó, er hann var átta ára, og fluttist hann þá með móður sinni að Blönduósi. Atvikaðist það þannig að Jón fór 14 ára með erlendu kaup- skipi, er kom til Blönduóss, og upp frá því lagði hann stund á sjómennsku í mörg ár og fór ‘víða. Lengst var hann á dönskum skipum. Sextán ára var hann á skútu við Danmerkurstrendur. Fraus skipið þá inni, og allir fóru frá borði, en Jóni var ein um falið að gæta skipsins í ísn- um lengi vetrar. Bað skipstjórinn Jón að skrifa sér, er ísinn leysti og skipið losnaði. Skipstjóri innan við þrítugt Þegar Jón var innan við þrí- tugt varð tilviljun til þess að hann var tekinn sem annar stýrimaður á skipi, sem hann var á sem háseti. Hafði hann þá ekki fengið neina sjómannaskóla- menntun, en aflaði sér hennar síðar og varð brátt skipstjóri og meðeigandi á dönskum flutninga skipum. Eitt sinn lagði hann upp í leið angur til Brazilíu. Var hann skipstjóri og einn aðaleigandi skipsins. Þegar þangað kom, lét hann skrá skipið í Brazilíu og tók síðan til við strandferðir þar. Var hann þar í tvö ár við flutn inga, aðallega á kjöti milli hafna Brazilíu. Kjötið var saltað og þurrkað og lagt í lestina eins og gærur og geymt stundum vikum saman í lestinni. Fann upp nýjan dýptarmælir Þegar atvinna við þessar sigl- ingar fór þverrandi, sneri Jón aftur með skip sitt heim til Dan- merkur og skipti þá um heimilis- Kennari og skólastjóri við sjómannaskóla Eftir þetta gerðist Jón kennari við sjómannaskólann í Esbjerg. Kenndi þar í 12 ár en fór þá til Svendborg og gerðist skólastjóri alþýðuskóla sjómanna, sem þá var fyrsti slíkur skóli, sem menn höfðu spurnir af í veröldinni. Kennslan þar var með svipuðu sniði og í öðrum lýðskólum, nema nemendurnir sinntu aðal- lega námi um það, sem laut að sjómennsku. Engin próf til skip- stjórnarréttinda voru tekin frá Dessum skóla. Síðan fór Jón aftur til Esbjerg og tók upp kennslu við sinn gamla sjómannaskóla þar og hætti kennslu þar 78 ára. Fallegast og bezt á íslandi Jón er mjög hrifinn af dvöl- inni hér og undrandi á öllu því, sem hann hefir séð á hinu nýja i slandi framfaranna. Hann segir að menn séu að tala um dýrtíð hér, en þegar borið sé saman kaupgjald og kaupgeta sé ástæðu laust fyrir Islendinga að kvarta. Hér lifa menn betur en víðast hvar annars staðar, segir Jón. Ég hef farið nokkuð víða á sjó- ferðum fyrri ára, meðal annars nokkrum sinnum kringum hnött inn, segir Jón, en aldrei og hvergi hefi ég séð aðra eins nátt- úrufegurð, sem hér á íslandi. Ekki eru það sízt hinar gróður- miklu víðáttur, sem heilla hug- ann, og er það líklega satt, sem menn segja, að á íslandi geti búið milljón manna við góð lífskjör. —TÍMINN, 7. ágúst "A Realistic Approach to the Hereafter" by Winnipeg author Edith Hansson Bjornsson's Book Store 702 Sargent Ave. Winnipeg WEDDING INVITATIONS, ANNOUNCEMENTS, etc., GREETING CARDS FOR ALL OCCASIONS PERSONALIZED XMAS CARDS Subscriptions taken for all occasions . Courteous and Prompt Service. Call in — Telephone, or write: Subscriplion Centre 204 Affleck Building 317 Portage Ave. Phone 93-2830 - Winnipeg 2, Man. ■iiMiiiiHiiin liimíiiniiin það sem hægt er að veita heimil- inu, matvörur, hreinlætisvörur, álnavara til heimilisþarfa, fatn- aður á börnin, allt þetta er venju legast keypt af húsmóðurinni einni. Það skiptir því óendanlega miklu máli fyrir heimilin og af- komu þeirra, hvernig innkaupa- stjóri húsmóðirin reynist. En af- koma þjóðfélagsins er að miklu leyti summan af afkomu heimil anna. Einn á bát með skipstjóranum Gerði hann það, en ekki segist Jón viss um rétt málfar bréfsins, því það voru fyrstu orðin, sem hann skrifaði á dönsku. En svo mikið var víst, að skipstjórinn skildi bréfið og kom til skipsins er það var laust úr ísnum. Spurði hann þá Jón, hvort hann treysti sér til að sigla skip- inu með sér einum, og sagði Is- LÆGSTA FLUGFAR TIL ÍSLANDS ASeins $0^Q fram og til baka til Reykjavíkur Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til íslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York ... Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnlð umboðsmann ferðaskrifstofunnar n /~\ n ÍCBLANDICÍ fA I R L I N E S uiAal±j 15 West 47th Street, New York FLozo 7-35SS ■luiHiiiiaiiiiamiiiHiiHiiiiaitiHHiiiHiHiiimiiHiiiiHiiiiaiiiiiHiiHiiiHiitiaiiiMiii maiuiiBiiiini'

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.