Lögberg - 07.10.1954, Side 1

Lögberg - 07.10.1954, Side 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUK WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1954 ANYTIME _ ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 NÚMER 40 Sumri hallar Fyrirfæki f-ií framleiðslu á gúmmískóf- atnaði nýstofnað í Reykjavík Merkileg gjöf Steingrímur K. Hall, tónskáld í Wynyard, Sask., fyrrum org- anisti og söngstjóri Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, hefur nýlega gefið íslenzkudeild Manitobaháskóla merkilegt safn íslenzkra tónlagahefta, er hann hefur safnað og haldið til haga um langa ævi. Er gjöf þessi gefin til minningar um frú Sigríði, konu Steingríms, er lézt síðast- liðið vor, en hún var, svo sem kunnugt er, mjög samhent manni sínum í margháttuðu starfi hans að tónlistarmálum °g sjálf frábær söngkona, er iengi mun verða minnzt meðal Vestur-íslendinga og annarra, er til hennar þekktu. f safni Steingríms eru rúm- lega 40 hefti, bundin í 8 stór bindi. Tónskáld, er verk eiga í safninu, eru þessi: Árni Thorsteinsson Bjarni Þorsteinsson Björgvin Guðmundsson Brynjólfur Þorláksson Gunnar Erlendsson Hallgrímur Helgason Jón Laxdal Jónas Tómasson Ólafur Hallsson Hagnar H. Ragnars Sigfús Einarsson Sigurbjörn Sigurðsson Sigurður Helgason Sigurður Þórðarson Sigvaldi Kaldalóns Steingrímur K. Hall. Allur þorri tónlagaheftanna befur upprunalega borizt Stein- grími eða Sigríði konu hans sem gjöf frá hinum ýmsu tónskáld- um. Við mörg laganna eru enskir textar (einnig stundum þýzkir), þýðingar íslenzkra ljóða. Gegnir furðu, hve margir ís- lenzkir söngtextar hafa verið Þýddir, en Steingrímur hefur, svo sem kunnugt er af söng- lögum hans sjálfs, gert sér sér- stakt far um að semja lög við ^slenzk ljóð í enskum þýðingum. Plest lög safnsins eru þar í Prentuðum útgáfum, en sum þó 1 handriti jafnframt eða einvörð- Uugu. Er svo um sum lög gef- andans, og fylgir leyfi hans til að afrita, prenta eða fjölrita lög 1 nokkrum heftum, er hann til- tekur sérstaklega. Gjöf þessi barst háskólanum Urn hendur Páls Bárdals, gamals samherja Steingríms í tónlistar- ’nálunum, og hefur Páll lagt nieð gjöfinni þrjú söngvahefti ^.—5.) Jónasar Helgasonar, er ut komu í Reykjavík 1878,1879 °g 1881, en eftir þeim heftum Sungu landar hér fyrst á árum, nýkomnir af Islandi. Islenzkudeild háskólans er núkill fengur að gjöf Steingríms, því að hér er saman komið á f'nn stað mjög gott sýnishorn lslenzkra tónlistariðju síðustu aratugina bæði austan hafs og Vestan. En jafnframt sýnir Safnið, í hve nánum tengslum þau Steingrímur og Sigríður bsfa verið við samverkamenn Slna nær og fjær og hve happa- dGúgt starf þeirra hefur reynzt kynningar og eflingar ís- lenzkri tónmennt. Hafi þau nú heila þökk fyrir Starf sitt — og Steingrímur fyrir SJöfina, sem hér hefur verið lýst. Finnbogi Guðmundsson Dagar styttast, en lengjast nætur. Náttblærinn gerist sval- ur. Blómin rísa úr dvala hvern morgun, norpuleg og litverp. Farfuglarnir eru farnir að taka á sig fararsnið, og eru að búast burt með skylduliði sínu. Það þarf að ganga vel frá heimil- inu, sem þeir komu upp, og sem var þeim farsælt athvarf um blíða daga sumarsins. Það verð- ur að ganga vel frá því, svo að það verði að öllu leyti hentugt og í góðu ásigkomulagi, þegar þess er vitjað á ný, eftir að fjöl- skyldan hefir staðið af sér kuld- ann í hinum sólhýru blíðviðrum hinna suðlægu landa. Ástæðan fyrir því að far- fuglarnir kjósa sér að eiga aftur- kvæmt til hinna köldu landa, mun flestum ráðgáta. Blóm og jurtir, dýrðleg að margbreytilegum lit og sviplög- un, eru þögulir boðberar um heilagan vísdóm og skapandi kraft hins mikla hússföðurs. Svo fagur og tígulegur er búnaður blómanna, að jafnvel Salomon var ekki skrýddur sem þau. Minnug þess, að Austurlanda- búar eru mjög gefnir fyrir að ganga í skrúða, gulli skreyttir. Mjög að ýmsu leyti svipar saman blómum og mönnum: Hvorttveggja er afmarkaður reitur og æfitíð. Skáldunum tekst bezt upp, þegar þau lýsa mannlegu lífi og líðan í tilefni af ásigkomulagi blómanna. 1 dæmisögum sínum lætur H. C. Andersen blómin hafa söngraddir, sem fylla umhverfið af yndisleik. Fagur reitur Garðurinn á Bessastöðum í Fljótsdal hefir venjulega verið nefndur „Garðurinn hennar Önnu á Bessastöðum“. Nú, þegar Anna er fallin frá, verður manni ljúft að minnast hans, og stend- ur hann meðal annarra verka hennar sem merkur minnisvarði fvrir hugskotssjónum. Bærinn Bessastaðir í Fljóts- dal, er á milli Bessastaðaár og Heugifossár. Hann stendur utan við Bessastaðaána, næst við Hamborg, ofan við rennislétt nes upp frá Jökulsá í Fljótsdal, rétt undir fjallshlíðinni. Neðan við bæinn er garðurinn, er vakti, þegar er hann var gerður, mikla athygli vegfarenda. Trén í garðinum eru orðin 6—8% m. á hæð og standa með hæfilegu millibili á fleti, sem er um fjórum sinnum grunnflötur hússins. Nú er garðurinn orðinn mjög áberandi þarna á sléttunni. Það var þó ekki bara trjá- garðurinn, sem Anna Jóhanns- dóttir ræktaði. í frásögn manna á meðal og í riti var hún nefnd blómadrottningin, því að jafn- mikla alúð lagði hún við rækt- un blóma — inni og úti — sem trjáa. Er garðurinn og hefir jafnan verið mjög blómauðugur. í garðinum fékk hvert tré og hvert blóm þá beztu umönnun, sem hægt er að hugsa sér, því að alúð Önnu við að hlynna að öll- um gróðri var svo mikil og starfsgleðin ótakmörkuð. — Á seinni árum, þegar ævistarf hennar var orðið bæði mikið og langt, var hún sem kornung manneskja og lék á alls oddi. Var hún og full af lífi og gleði í öllum viðræðum, ekki sízt, þegar talið barst að trjágróðri og blómum. Gaman og gagn væri af, ef sem víðast við íslenzk heimili yxi upp slíkur trjá- og blóma- reitur. P. G. Þannig fer skáldið að lýsa unaðsleik jurtanna. Svo mikil sem þessi dýrð er, eru þó til önnur blómstur. Það eru blómstur, sem vaxa í hreinu brjósti góðs og guðelskandi hjarta. Návist við þær sálir svipar mjög til unaðsríkrar tilfinning- ar í návist blómanna. Ég var eitt sinn gestur í húsi nokkru; kom þá kona, mér óþekkt; streymdi frá henni unaðsleg tifinning, sem var mér ráðgáta. Síðar kyntist ég konu þessari að nokkru; reyndist það líka, að tilfinning mín var ekki eintóm ímyndun. Hin hreinu blómstur hjartn- anna eru eilífs eðlis, sem dreifa frá sér friðsælli og fagnaðarríkri unaðssemd. Minning þeirra, sem þannig eru innrættir, er meiður á gröf þeirra. Og líf þeirra er endurskin af guðdómlegum á- hrifum konungs ljóssins og lífs- ins, sem birtist í svip grasvallar- ins, og í brjóstum ástvinanna, sem velja sér daglega umgengni með honum. ísraelsmenn urðu varir geisl- anna, sem stóðu af andliti Móse, af því að hann hafði talað við Drottinn (II. bók Móse 34:29). Atburður þessi endurtekur sig í lífi allra þeirra, sem eiga að staðaldri samræður með Guði. Hinar biðjandi sálir eru eitt hið dýrmætasta verðmæti heimsins. Þær afla heiminum blessunar, meiri en menn fá yfirleitt skilið eða fest á trúnað. Þeir einir þekkja það, sem hafa litið frelsara sinn með and- ans sjónum; þeir, sem hafa reynt liðveizlu hans, hafa lært að elska hann og lært að treysta honum í hvívetna. Þeir leita fundar hans í stöðugri bæn: I trú og auðmýkt til þín kvaka, trúr frelsarinn, Jesú góði. Bú þú æ í brjósti mínu, blíða vegsemd nafni þínu. Bið ég Andinn lífsins, ljúfi, leiði mig og vegu greiði. s. s. c. Ofanskráðri grein var ætlað að birtast í síðasta blaði Sam- einingarinnar, en það reyndist ókleift vegna rúmleysis. —Höf. Níu ára deilumál leyst Þau góðu tíðindi gerðust í byrjun þessarar viku, að deilan, sem staðið hefir yfir í 9 ár milli ftalíu annars vegar og Júgó- slavíu hins vegar vegna hafnar- borgarinnar Trieste hefir nú verið leyst á friðsamlegan hátt; báðir aðiljar slökuðu nokkuð til varðandi skiptingu landeigna, en yfirráð hafnarinnar verða í höndum ítala gegn því skilyrði þó, að trygðar verði frjálsar siglingar um höfnina, ekki sízt hvað Austurríki viðkemur. Forsætisráðherrar ræðasfr yið Síðastliðinn sunnudag áttu þeir viðræður á hóteli í Quebec- borg Mr. St. Laurent forsætis- ráðherra sambandsstjórnar og Mr. Duplessis forsætisráðherra í Quebec, og mun samtal þeirra einkum hafa lotið að skattamál- unum; er mælt að Mr. Duplessis hafi verið allmiklu liprari í snúningum en hann á vanda til og horfurnar því drjúgum betri um samkomulag varðandi skatta og niðurjöfnun þeirra en áður var. Kjörinn í virðulega trúnaðarstöðu G. S. Thorvaldson, Q.C. Á nýafstöðnu ársþingi sam- taka þeirra, sem ganga undir nafninu The Canadian Chamber of Commerce, er haldið var í Halifax, var G. S. Thorvald- son, Q.C., kjörinn forseti þessa mikilvæga alþjóðarfélagsskap- ar; ber þetta fagurt vitni því trausti, er Mr. Thorvaldson hvarvetna nýtur, enda drengur góður og hinn ábyggilegasti um alt; hann er einn af forustu- mönnum hins kunna lögmanna- félags Thorvaldson, Eggertson Bastin og Stringer. Mr. Thorvaldson hefir eink- um unnið að viðskipta- og skattamálalöggj öf, og er talinn sérfræðingur í þeim efnum. ByrjaS verður á sirigaskóm með gúmmísólum. en síðar framleidd vaðsiígvél og skóhlífar Stofnað hefir verið í Reykja vík fyrirtæki, er nefnist Verksmiðjan Otur, og er til- gangurinn að framleiða gúmmískófatnað. Slík fram- leiðsla er alger nýjung hér á landi. Hefir allur skó- fatnaður, skór, stígvél eða sólar, verið fluttur fullunn- inn hingað til lands fram að þessu. Stofnendur fyrirtækis þessa Lundbúnaráðstefn- unni lokið Þessari þýðingarmiklu ráð- stefnu, sem níu þjóðir stóðu að, er nú lokið og náðist á henni samkomulag um öll meginmál; féllust allir aðiljar á það, að Vestur-Þýzkalandi yrði veitt fullveldi og þjóðinni heimilað að endurhervæðast innan tak- marka Norður-Atlantshafsbanda lagsins; svo var um hnúta búið varðándi eftirlit með herbún- aði Þjóðverja, að talið er nokk- urn veginn víst, . að franska þingið fallist á uppástungurnar. Stjórn Breta, samkvæmt tillög- um Edens utanríkisráðherra Breta, félst á að hafa brezkan her á meginlandinu næstkom- andi 44 ár, og mun slíkt hafa riðið baggamuninn hjá Frökk- um, er enn óttast hervæðingu Þýzkalands eins og heitan eld. eru eigendur tveggja skóverk- smiðja í Reykjavík, Skógerðar Kristjáns Guðmundssonar og Nýju skógerðarinnar. — Fram- kvæmdastjóri er Sigmar Guð- mundsson, og ræddi Alþýðu- blaðið við hann í gær. Gúmið flutt inn hrátt 1 stað þess að flytja inn unn- inn skófatnað mun þessi verk- smiðja flytja inn gúmið hrátt. Það er flutt í tunnum, seigfljot- andi efni, og er miklum mun ódýrara en fullunnið, svo að mikill gjaldeyrir ætti að sparast við slíka framleiðslu, en verðið verður í smásölu sambærilégl við útlendan skófatnað. Verksmiðjan Otur hefir feng- ið einkaleyfi á íslandi hjá ame- rískri verksmiðju á þeirri fram- leiðslugerð, sem notuð verður. Vélar til verksmiðjunnar eru töluvert dýrar, og er verið að vinna að því að fá innflutnings- leyfi fyrir þeim. Þær eru ekki mjög rúmfrekar og framleiðslan er það yfirleitt ekki heldur. Byrjað verður á striga- og tauskóm bæði með þéttum gúm- sólum og sólum úr svampi og verður hvorttveggja það efni lagað í verksmiðjunni úr hrá- efninu: Síðan verður farið að framleiða skóhlífar, bomsur og gúmstígvél, og ennfremur skó- hlífar úr plasti, og er það ódýr- ara en gúm, en talið allt eins gott. Vélarnar eru þannig, að auð- velt er að láta kvenfólk vinna flest verk í verksmiðjunni, og er mikið um fatlað fólk í sams kon- ar verksmiðju í Bandaríkjunum. —Alþbl., 4. sept. Skúli Hrútfjörð Veift hærri sfaða Lögberg hefir áður sagt frá æviferli Mr. Hrútfjörðs, upp- runa hans og ætt, ásamt víð- tækri starfsemi hans í þágu búnaðarvísindanna; hann er búsettur í St. Paul, Minn., og hefir um nokkur undanfarin ár verið Assistant Director of Extention Service fyrir búnað- ardeild háskólans og Minne- sotaríkið; nú hefir honum verið veitt aðal Directors-staðan; hann þykir ágætur sérfræðingur í jarðvegsvísindum og heimsótti ísland þeira erinda sumarið 1952 fyrir hönd Bandaríkja- stjórnar; bar hann landi og þjóð, er heim kom, söguna hið bezta. Mr. Hrútfjörð er maður þéttur á velli og þéttur í lund og hinn skemtilegasti í viðmóti. „FRÓN" Flutt á samkomu deildarinnar „FRÓN" í Winnipeg, 4. okt. 1954 ísland — það grét ekki glataðar myndir, Guðirnir bókfærðu útlendar syndir. Hrópandi raddir úr boðanna brimi bergmálið vöktu í dreymandans svimi. Landvættir rumskuðu, litu til stranda, leituðu úr þokunni, eggjuðu branda. Gamla Frón mótaði íslenzkan anda, íslenzku hetjurnar greiddu úr vanda, færðust í aukana, belgdu út brjóstin, brutu af sér fjötrana, andþrengsla gjóstin, sókndjarfir eldinn í för með sér fengu, fylktu svo liði, mót andbyrnum gengu. Vöknuðu allir í voraldar flauminn, vöðvarnir stæltust og framtíðar drauminn forkólfar æskunnar, íslenzka bandsins, örfunum skutu og frjálsborna landsins lýðveldi reistu. Þeir fremstir nú standa í framtaki menningar hliðstæðra landa. Unga „Frón“, íslenzka deildin í vestri, andlegu verðmætin glæðir með lestri íslenzku bókanna, ritum og ræðum, rökvísum sögnum og heillandi fræðum, listrænum forða og margskonar myndum, menningarþroska og „hægstrauma lindum“. Unga „Frón“ á mörgum vökum að verjast, gegn við haldi tungunnar óvitrir berjast. Forystu hetjunum fækkar, sem leiddu fylkingar „landans11 og vandamál greiddu. Sléttunnar lágsinna lömun allt vefur og lífsþrána íslenzku að síðustu grefur. Unga „Frón“ framsækið brýtur enn boðann, biður og hrópar, að láta ekki voðann af vanrækslu drepinu myrða í oss máttinn og manndóminn. Lifum út síðasta þáttinn og ryðjum fram veginn með stígandi starfi, stórhuga. Gleymum ei feðranna arfi. Unga „Frón“ kallar. Á verðinum vakið! Vitið það öll, ef á takinu slakið, voði er oss búinn. Nei, viljann skal treysta og vinna unz fáum við höllina reista. Frjálsbornu útverðir! Fylkist um virkið, framtakið eflið og heilindið styrkið. Davíð Björnsson

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.