Lögberg - 07.10.1954, Side 4

Lögberg - 07.10.1954, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið Qt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" ís printed and published by The Columbia Pre.se Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Hver verður hlutskarpastur eða ætti að verða það? Þann 8. nóvember næstkomandi verða háðar auka- kosningar í fimm sambandskjördæmum, en ein þeirra fer fram í Selkirk; kjördæmi þetta losnaði við óvænt fráfall Mr. Woods í öndverðum ágústmánuði síðastliðnum; og með það fyrir augum, að enn er eigi nerna þriðjungur núverandi kjörtímabils runninn út, eða jafnvel tæplega það, var óhjá- kvæmilegt, að kvatt yrði til aukakosningar; þrír megin- flokkarnir hafa þegar valið sér frambjóðendur, sem komnir eru á stúfana og teknir eru að biðla til háttvirtra kjósenda. Það er lakur kaupmaður, sem lastar sína vöru, segir hið fornkveðna, og þessir þrír frambjóðendur í Selkirk, eiga vitaskuld sammerkt um margt við sína pólitísku stéttar- bræður og forgylla varning sinn í alla enda; vörumerkin eru kjósendum af langri reynslu kunn, en frambjóðendur, að undanteknum Mr. Bryce, eru þeim hvergi nándar nærri jafnvel kunnir, því fram að þessu hafa þeir, að minsta kosti í hinni víðari merkingu, lítt verið við pólitík riðnir. Mr. Bryce hefir tvisvar sinnum átt sæti á sambands- iþingi fyrir höpd C.C.F.-flokksins við sæmilegan orðstír, þó naumast verði hann til verulegra atkvæðamanna talinn á vettvangi stjórnmálanna; flokkur sá, sem hann hefir fylgt að málum og fylgir enn, hefir jafnan átt næsta erfitt upp- dráttar og mun að líkindum hafa sömu sögu að segja í framtíðinni, enda hefir stefnuskrá hans frá upphafi vega verið harla þokukend; en vonandi senda kjósendur þann manninn á þing, sem líklegastur er til að verða kjördæminu að sem mestu liði. Um merkisbera íhaldsmanna, Mr. David Veitzh, er Lögbergi ókunnugt að öðru leyti en því, að hann er sagður að njóta góðra vinsælda í héraði; færi svo að hann ynni kosningu, sem telja má í rauninni nálega óhugsanlegt, yrði hann vitanlega minnihlutamaður á þingi með litla von um afreksverk í þágu kjördæmis síns, því vonlaust má telja, að flokkur hans undir forustu Mr. Drews, komist nokkru sinni til valda í landinu, enda hafa miðaldahugsjónir í stjórn- málum þessarar þjóðar sungið sitt síðasta vers. Af hálfu Liberala býður sig fram John Shanski, maður, sem enn er á bezta aldri og kunnur að málafylgju, og þótt hann fram að þessu hafi ekki haft mikil afskipti af stjórn- málum, hefir hann árum saman látið margháttuð mann- félagsmál mikið til sín taka við góðum árangri; hann er eindreginn stuðningsmaður núverandi sambandsstjórnar og myndi því í Ottawa óhikað knýja á dyr varðandi hagsmuni Selkirk-kjördæmis; honum er það ljóst, að Canada býr við holla og framtakssama stjórn og nýtur forustu eins hins víðsýnasta stjórnmálamanns, sem þjóðin hefir eignast. Selkirk-kjördæmi þarf allra hluta vegna að fá kosinn Liberal á þing, og þá er heldur ekki um annað að ræða en fylkja liði um John Shanski. ☆ ☆ ☆ Fá orð í fullri meiningu Til þess eru þjóðræknisþing háð ár hvert, að þar sé tekin til umræðu og viturlegrar lausnar þau mál, er mestu skipta um þjóðræknisviðleitni vora, verndun tungunnar og hins andlega sambands við stofnþjóðina í austri; þings- ályktunartillögur eru afgreiddar og erindrekum falið, að vinna að framgangi þeirra milli þinga; stundum hefir þessu að einhverju leyti verið sint, en oftar en einu sinni hefir framtakið í þessum efnum gufað upp. Á því hefir réttilega verið hamrað ár eftir ár, að án Lögbergs og Heimskringlu, þótt þeim vafalaust sé í einu og öðru áfátt, yrði þjóðræknisstarf vort lítt kleift, ef ekki með öllu ókleift vegna þess rofna sambands, er lát þeirra óhjá- kvæmilega hefði í för með sér, og með það fyrir augum, að halda þessum þjóðræknislegu máttarstoðum sem lengst við líði, hafa þjóðræknisþingin skorað á erindreka sína frá hinum ýmissu deildum, að vinna heima fyrir að útbreiðslu blaðanna; þetta er sjálfsagt ekkert áhlaupaverk, en þó engu að síður með góðu atfylgi og í fullri alvöru mætti nokkru til vegar koma; þetta er ekki mælt út í hött, því ritstjóri þessa blaðs hefir þó nokkra persónulega reynslu þessu viðvíkjandí vegna ferðalaga og annara sambanda við íslenzk bygðarlög hér í álfu. Deildir Þjóðræknisfélagsins verða að minsta kosti að láta sér skiljast, að þær verði eitthvað á sig að leggja, er vor dýrustu málefni eiga í hlut, og skyldur sínar við blöðin mega þær ekki undir neinum kringumstæðum vanrækja. ☆ ☆ ☆ Líknarsamlagið Hin árlega fjársöfnun til líknarsamlags Winnipegborgar hófst í byrjun þessarar viku, og er ráðgert, ef alt gengur að óskum, að henni ljúki þann 1. nóvember næstkomandi; upphæðin, sem safna skal, er nokkru hærri en sú í fyrra og nemur $890,000. Stofnanir þær, sem líknarsamlagið leggur lið eru margar og þær eru þess eðlis, að bæjar- félagið má ekki án þeirra vera; það er þess vegna hvorki meira né minna en siðferðisleg skylda, að þeir, sem njóta atvinnu og heilsu, leggi af mörkum það, sem þeim framast er unt þeim til aðstoðar, er rás viðburðanna hefir synjað um sjálfsbjörg. Veturinn hér um slóðir getur stundum orðið langur og kaldur; minnumst þess, að allir eiga jafnt tilkall til fæðis, klæðis, húsnæðis og hita. Leifur E. Summers F. 21. maí 1893 — D. 13. apríl 1954 — MINNINGARORÐ — Leifur E. Summers var fædd- ur að Carberry í Manitoba 21. maí 1893 og voru foreldrar hans Eiríkur Sumarliðason og Þor- björg Jónsdóttir, bæði ættuð úr Borgarfirði syðra. Þau voru af góðum og traustum, íslenzkum bændaættum og nutu vinsælda og virðingar. Átti Leifur Sum- mers margt skyldfólk hér í Ameríku og heima á íslandi. Eru þar á meðal lærðir menn, lögfræðingar, læknar, skáld og listamenn. — Af systkinum Leifs eru nú þrjú á lífi, Jónína, kennslukona í Los Angeles, Jón í Vancouver og Henry í Ed- monton. Ein systir Ingibjörg Jackson, lézt fyrir allmörgum árum. I.eifur ólst upp í foreldrahús- um og var í bernsku mjög heilsulítill, svo að óttast var um, að hann myndi ekki ná full- orðins aldri. En honum óx styrkur og hann varð heilsu- betri er leið á bernsku og æsku- árin, þó aldrei yrði hann vel hraustur eða heilsugóður. — Þegar hann var 17 ára bvrjaði hann að starfa hjá T. Eaton’s félaginu í Winnipeg og hjá því félagi starfaði hann þar til hann, vegna heilsubrests, lét af störf- um árið 1950. Um þriggja ára skeið hvarf hann þó frá störfum sínum hjá félaginu og stundaði landbúnaðarvinnu á bújörð í Teulon í Manitoba. Gerði hann það sér til heilsubótar. Leifur Summers kvæntist eft- irlifandi konu sinni Sigurlaugu (Lil) Árnason 9. okt. 1915. Var hjónaband þeirra framúrskar- andi ástúðlegt. Þau eins og héld- ust í hendur öll samvistarárin og unnu hvort öðru jafn innilega síðasta dag samvistanna eins og þann fyrsta. Þau áttu fagurt heimili og voru með afbrigðum gestrisin. Það var alltaf hlýtt og bjart á heimili þeirra 1 Winni- peg og Vancouver. Móttökurnar, sem gestirnir fengu þar, voru svo höfðinglegar og ástúðlegar að slíkt gleymist aldrei. Með þeim hjónum dvaldi um 30 ára skeið móðir húsmóðurinnar og var hún alblind í mörg ár. Leifur Summers var tengdamóður sinni svo góður og skilningsríkur, að oft talaði hún um það, að ekki gæti hann verið sér betri þó hann væri hennar eigin sonur. Þegar Leifur E. Summers tók að sér forsetastarfið í heimilis- nefnd elliheimilisins „Höfn“ hér í Vancouver hafði hann dýr- mæta reynslu í því að starfa fyrir og vera með fólki á gamals aldri. Hann skildi það betur en flestir aðrir. Hann sagði oft: — Það verður að gera allt sem hægt er til þess að gamla fólk- inu líði vel. Hann kom oft að „Höfn“ og ræddi af vinsemd og velvild við hvern sem var. Þar var hann alltaf aufúsugestur. Hjá T. Eaton’s félaginu hafði hann mikla trúnaðarstöðu, þar sem hæfileikar hans og mann- kostir hans nutu sín vel. Hann var þar deildarstjóri og hafði eftirlit og umsjón með starfi fjölda fólks. Hversu vinsæll hann var í stöðu sinni sýna bezt bréfin og samúðarkveðjurnar, sem ekkju hans bárust að hon- um frá fólki, sem starfað hafði í áratugi með honum og fyrir hann. Hann var ekki aðeins yfir- maður eða húsbóndi heldur einnig góður vinur og hjálp- samur, þegar mest reyndi á. Og allir ljúka upp einum munni um það, að fyrst og fremst var hann góður maður. Honum var margt vel gefið og til lista lagt. Á yngri árum var hann góður íþróttamaður og fékk mörg verðlaun sem góður hlaupari. Þá var hann meðlimur “The North End Athletic Club“ í Winnipeg. Einnig hafði hann mikla ánægju af því að leika golf í frístundum sínum. Hann var ágætur taflmaður og hefði orðið þar í flokki hinna fremstu, Leifur E. Summers ef hann hefði haft tíma til að stunda þá göfugu íþrótt. Og svo lék allt í höndunum á honum og var hann listasmiður. Hafði hann smíðastofu á heimili sínu og úrvalsverkfæri af öllum teg- undum. Smíðaði hann marga fagra gripi, er prýða heimili þeirra hjónanna og margra ann- arra. Þetta var hans tómstunda- vinna og honum til mikils yndis- auka. — Úti í blómagarðinum við íbúðarhús sín átti hann mörg handtök og allt var þar með mesta snyrtibrag. Leifur E. Summers var prýði- lega vel gefinn og minnugur, sérstaklega á ættir fólks, og bók- hneigður. Honum gafst ekki tækifæri til mentunar við æðri skóla, en að loknu barnaskóla- námi, stundaði hann nám við bréfaskóla Central Collegiate í Winnipeg. Hann unni íslenzku máli og talaði íslenzku prýði- lega og studdi íslenzk menning- armál hér í álfu. Og eitt sinn sagði hann mér, að hann færi alltaf með „Faðir vor“ á íslenzku og aðrar bænir, sem hann lærði við móðurkné. Trúmaður var hann og unni kirkju og kristin- dóm. Þau hjónin voru meðlimir Fyrstu lúthersku kirkju í Win- nipeg og sóttu einnig guðsþjón- ustur íslenzka safnaðarins hér í Vancouver og studdu hann af ráði og dáð. Hann hafði sterka trú á því, að réttlætis- og kær- leiksboðskapur Jesú Krists væri einasta von mannkynsins. Rang- læti þoldi hann ekki og hafði samúð með öllum, sem áttu bágt og liðu neyð. — Þeim hjónum fæddust ekki börn, en öll börn er kynntust þeim urðu vinir þeirra. Börn okkar hjónanna nutu vináttu þeirra og góð- vildar og það mun okkur aldrei gleymast. Leifur E. Summers var fríður maður og fyrirmannlegur og háttprúður í framkomu svo að af bar. Hann var jafn við æðri sem lægri, því í manngreinarálit fór hann aldrei og vissi ekki hvað það var að gera sér manna- mun. Það kom fagurlega í ljós við útför hans hversu frábærlega vinsæll hann var og þau hjónin vinmörg. I kringum kistuna hans á útfararstofunni var eins og blómahaf og heim til ekkju hans bárust auk þess fjöldi fegurstu blóma. Víðsvegar að bárust samúðarkveðjur og hefur þetta allt verið ekkju hans ó- metanlegur styrkur í hennar djúpu sorg. Fjöldi fólks var við- statt kveðjuathöfnina, sem var innileg, samúðarrík og hátíðleg. Kæri vinur, Leifur E. Sum- mers! Það sakna þín allir, sem þekktu þig og þeir mest, sem þekktu þig bezt, því að það eru of fáir góðir menn í heiminum. Okkur fannst, að þú ættir eftir að vinna gott og fagurt starf hér með okkur, en við trúum því að þú hafir verið kallaður til starfa í æðri tilveru. — Guð blessi þig, hjartkæra eiginkonu þína, ættingja og vini. — Hafðu þökk fyrir allt og allt. Vertu blessaður og sæll. — E. S. Brynjólfsson Mestur f jöldi ólæsra í Afríku og Asíu Unesco gefur út hagskýrslur í handbókarformi Að því er síðustu hagfræði- skýrslur frá Unesco herma, eru milli 45 og 55 prósent íbúa heimsins á aldrinum 10 ára og þar yfir ólæs. í Afríku er mestur fjöldi hinna ólæsu eða 75—85%, en næst kemur Asía (að fráteknum Sovét ríkjunum) með 65—75%. Þá er Suður-Ameríka með 40—50%. Norður-Ameríka með 10—25% og Evrópa (að fráteknum Sovét- ríkjunum) með 5—10%. Frá þessum staðreyndum er sagt í hagfræðilegri handbók, sem er nýlega komin út, aukin og end- urbætt. Fyrsta útgáfa hennar kom út 1952. I þessari handbók, þar sem skýrt er frá því, hversu mörg börn séu í barnaskólum og fram- haldsskólum miðað við barna- fjölda hvers lands, er einnig sagt frá því, að árið 1952 hafi verið mestur fjöldi erlendra náms- manna í æðri skólum eða 30.462. Af heildarfjölda nemenda í æðri skólum voru hlutfallslega flestir erlendir stúdentar við nám í svissneskum háskólum eða 4.065. Mest bókaútgáfa 1952, eftir bókaheitum fyrstu útgáfu að dæma, var 13,150 í Bretlandi, 10,536 í Vestur-Þýzkalandi, 10,410 í Frakklandi, 9,643 í Japan og 9,399 í Bandaríkjunum. Samkvæmt handbókinni voru til árið 1953 alls í heiminum 230,000,000 útvarpsviðtæki eða 9,9 fyrir hverja 1000 íbúa. Af þessum viðtækjafjölda áttu Bandaríkin um helminginn, en af því voru 25,000,000 bíla- viðtæki. Bandaríkjamenn áttu líka mestan fjölda fjarsýnistækja. f júlímánuði 1953 vöru þau 25,100,- 000 og slíkum tækjum fjölgaði um kringum 40% á ári. f Bret- landi voru 2,900,000 og nam fjölgunin um 70% á ári. í sept- embermánuði 1953 höfðu um tuttugu lönd reglulegt fjarsýnis útvarp. Einnig er frá því sagt, að árið 1952 hafi Hong Kong verið þriðji stærsti framleiðandi langra kvikmynda með 259. Framar stóðu aðeins Bandaríkin með 368 og Japan með 261. Ind- land framleiddi 233 og ítalía 148. En Stóra-Bretland átti hlut- fallslega hæstu bíósókn árið 1953. Það voru að meðaltali 26 bíóferðir á mann á ári. Stóra- Bretland hafði líka mesta dag- blaðaútbreiðslu á hverja 1000 íbúa árið 1952. Stóra-Bretland var með 615, Svíþjóð 490. Japan og Bandaríkin voru jöfn í fimta sæti með 353. Þessi nýja útgáfa bæklingsins er miklu nákvæmari en sú fyrri. Allt hefir verið nákvæmlega endurskoðað og mörgum nýjum löndum hefir verið bætt inn i- Alls eru 18 línurit í bæklingn- um varðandi ólæsi, fræðslu, bókasöfn, önnur söfn, bókaút- gáfu, blaðaútgáfu, fréttakvik- myndir, útvarp og fjarsýnis- útvarp. —VfSIR, 24. ágúst JOHN SHANSKI Kynnist LIBERAL þingmannsefni yðar 331 skrásettur erindreki úr öllum deildum Selkirk-kjör- dæmis, sótti nýlega afstaðinn framboðsfund Liberala ásarnt fjölda annara, en fylgdust með af áhuga miklum öllu því, sem fram fór; á þessum fjöruga fundi var Mr. John Shanski valinn sem þingmannsefni í aukakosningunni til sambands- þings, er þar verður haldin hinn 8. nóvember. John Shanski er maður á bezta aldri aðeins 45 ára; hann hefir ávalt borið hag kjördæmisins fyrir brjósti, en foreldrar hans eru búsettir að Malonton. Hann hefir rekið timbur- verzlun og selt húsavið miklum fjölda einstaklinga innan vébanda kjördæmisins, en þrátt fyrir miklar annir gaf hann sér tíma til starfa við YMCA, jafnframt því að hafa með höndum forustu Selkirk Chamber of Commerce. Hann er einnig gerkunnur búnaðarháttum í kjördæminu og ÞV1 manna hæfastur til að vinna því gagn í þeim efnum. Með þetta fyrir augum og fjölþætta reynslu hans á vett- vangi opinberra mála, er John Shanski ágætlega til þesS fallinn, að gæta hagsmuna Selkirk-kjördæmis í Ottawa. John Shanski er einbeittur stuðningsmaður núverandi sam; bandsstjórnar og því líklegur til að hafa heillavænleg áhrif a stefnu hennar. Þeir, sem leita kosningar af hálfu annara flokka eiga ekki eins hægt um vik að koma hugðarmálum sínum í fram- kvæmd. Með það fyrir augum að láta eitthvað til sín taka varðandi stjórnarfarsleg áhrif og viðhalda góðri stjórn, er sjálfsagt að greiða frambjóðanda Liberala, John Shanski atkvseði þann 8. nóvember og hvetja aðra til að gera það líka. Greiðið af-kvæði og vinnið fyrir SHANSKI John X Pub. by authority of Liberal Election Committee

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.