Lögberg - 07.10.1954, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1954
Úr borg og bygð
Frú Lovísa Fenton frá
Struthers, Ohio, hefir dvalið hér
um slóðir undanfarinn hálfs-
mánaðartíma, en hverfur heim-
leiðis í byrjun næstu viku; frú
Lovísa var ilin upp á Gimli og
þangað fór hún norður í heim-
sókn til æskuvina og samferða-
manna; hún er einnig vinamörg
í þessari borg.
☆
Hon. J. T. Thorson forseti Ex-
chquer réttarins í Canada, var
staddur í borginni nokkra daga
í embættiserindum fyrir og um
síðustu helgi; hann leit sem
snöggvast inn á skrifstofu Lög-
bergs svo sem hann á vanda til,
þegar hann er hér á ferð.
☆
Séra S. O. Thorlakson og frú,
sem hér hafa dvalið í rúman
mánaðartíma, lögðu af stað
áleiðis til heimilis síns í San
Francisco á þriðjudagsmorgun-
inn; svo sem áður var skýrt frá,
fór Mrs. Thorlakson á Almenna
spitalann hér í borg til læknis-
aðgerða, er tókust hið bezta og
nýtur hún nú ágætrar heilsu; en
vegna sjúkravistar sinnar átti
hún þess ekki kost að að heilsa
upp á alla sína mörgu vini. Þessi
mætu hjón báðu Lögberg að
flytja ættingjum og vinum al-
úðarþakkir fyrir hjartanlegar
viðtökur.
☆
Síðastliðinn sunnudag, 3. okt.,
ferðuðust nokkrir vinir Mrs.
Hansínu Olson til Gimli til þess
að óska henni til hamingju með
daginn, sem var afmælisdagur
hennar, og varð hún þá 91 á^s
gömul. En afmælisfagnaðurinn
fór fram á sumarheimili þeirra
Mr. og Mrs. W. H. Olson, sem
fögnuðu gestunum og afmælis-
barninu; en Hansína dvelur nú
á Betel. Jók það ekki lítið á
gleðina, að þarna var stödd frú
Sigríður Olson frá Balfour, B.C.
ekkja Dr. Baldurs heitins Olson-
ar, sonar Hansínu, en hún er í
heimsókn til sona sinna hér í
borginni.
☆
Mr. George Jóhannesson frá
Edmonton, Alta, kom til borgar-
innar í vikunni, sem leið, í heim-
sókn til móður sinnar, Mrs. Guð-
laugar Jóhannesson, Ste 15
Elinore Apts. Brugðu þau
mæðginin sér síðan vestur til
Argyle og dvöldu þar í nokkra
daga hjá ættingjum og ástvin-
um. George er vel þekktur flug-
maður og hefir verið flugstjóri
hjá Canadian Pacific Airlines í
mörg ár, og flýgur milli stór-
borganna í Vestur-Canada.
☆
Mr. Jóhann K. Johnson frá
Hecla, Man., er nýkominn heim
eftir mánaðardvöl vestur á
Kyrrahafsströnd. — Heimsótti
hann þar vini og vandamenn í
Steveston, B.C., og Vancouver.
Lét hann hið bezta af viðtökun-
um þar vestra.
☆
Helga Ólafía Marie, dóttir Mr.
og Mrs. G. Peterson, Gimli,
Man., og Ronald Peter Malis frá
Selkirk voru gefin saman í
hjónaband í St. Vital, 23. sept.
Heimili þeirra verður að
Radium Hot Springs, British
Columbia.
☆
Gefin voru saman í hjónaband
25. september að Gimli Barbara
Thorbjörg, dóttir Mr. og Mrs.
Helgi Stevens, og Herman
Henderson frá Newcastle, B.C.
Séra Harold S. Sigmar gifti.
SÍÐAN 1910
Canadískir menn bera traust til
Tip Top Tailors elztu og stærstu
fatagerðarinnar í Canada. Tip
Top föt, sniðin eftir máli,
njóta mestrar hylli í Can-
' ada vegna sniðs, gæða og
endingar. Spyrjist fyr
ir hjá nágranna yðar
i=. hann veitir svarið.
Beztu
föt I
Canada,
“ sem fáanlep eru.
Ávalt Tip Top búð
1 grendinni.
r 3/
KURTEISIVEGNA
SAMNOTASÍMA
Þetta er mikilvægt vegna bættrar
afgreiðslu!
• Gætið þess að línan sé auð áður
en samtal byrjar.
Mrs. P. J. Sivertson, 497
Telfer Ave., Winnipeg, er ný-
komin heim úr mánaðar skemti-
ferð vestur á Kyrrahafsströnd.
☆
Mr. og Mrs. Christian Guð-
mundsson og Mr. Haraldur
Ólafsson frá Mountain, North
Dakota, voru stödd í borginni í
fyrri viku.
☆
Frú Marja Björnsson frá
Miniota, Man., var stödd í borg-
inni fyrripart yfirstandandi
viku.
☆
Frú Kristjana Anderson frá
Vancouver, B.C., er nýlega kom-
in til borgarinnar í heimsókn til
ættingja og vina.
☆
Hingað kom til borgar frá ís-
landi í fyrri viku ungur maður,
Guðmundur Halldórsson, á leið
til Vancouver, B.C.
☆
1 fyrri viku kom hingað til
borgarinnar Mrs. L. E. Summers
frá Vancouver, B.C., í heimsókn
til ættmenna og annara vina.
☆
Ritstjóra Lögbergs væri greiði
ger ef einhver sá, er vita kynni
um heimilisfang Guðjóns Guð-
mundar Guðjónssonar, léti hon-
um þar að lútandi upplýsingar í
té.
Maður þessi átti heima að Ste 2
Corrine Apts., hér í borg 1948
til 1949 og stundaði þá nám við
Success Business College.
☆
The Women’s Association of
the First Lutheran Church will
meet Tuesday Oct. 12th at 2.30
p.m. in the lower auditorium of
the church.
☆
Séra Pétur Magnússon frá
Vallanesi lagði af stað suður í
Bandaríki síðastliðinn sunnudag,
en mun halda heim til íslands
um mánaðarmótin næstu.
☆
Laugard. 25. sept. voru gefin
saman í hjónaband í Fyrstu
lútersku kirkju í Winnipeg af
séra Braga Friðrikssyni ungfrú
Ásta Kristín Björnsson frá
Lundar og Mr. C. Smart frá
Dominion City.
Um kveldið var setin vegleg
brúðkaupsveizla í salarkynnum
St. Regis hótels í Winnipeg. —
Heimili ungu hjónanna verður í
Winnipeg.
☆
Mr. Guttormur J. Guttorms-
son skáld frá Riverton var
staddur í borginni á þriðjudag-
inn í sól^kinsskapi og lék við
hvern sinn fingur.
☆
Mr. Árni Jóhannsson frá
Cavalier, N. Dak. dvaldi í borg-
inni um síðustu helgi.
☆
Frónsfundurinn, er haldinn
var síðastliðið mánudagskvöld
var dável sóttur og þótti takast
hið bezta; mikla hrifningu vöktu
myndirnar frá lýðveldistökunni
1944 sem og það annað, er á
skemtiskrá var.
Forsæti skipaði Mr.
Johnson.
ASHRAF PRIN5ESSA
Tvíburasyslir íranskeisara, sem sögð er hafa meiri áhrif á hann
en nokkur persóna önnur
Því er ekki að neita, að kalda
stríðið hefir að ýmsu leyti
gengið andstætt vesturveldun-
um að undanförnu. Vopnahlés-
samningarnir í Indó-Kína eru
líklegir til að styrkja kommún-
ista í Suðaustur-Asíu og í Ev-
rópu heldur áfram gamla þófið
með Erópuherinn og virðist nú
helzt úlit fyrir, að hann sé úr
sögunni. Slíkt yrði í bili veru-
legt áfall fyrir vesturveldin, þar
sem þau hafa unnið að því á
þriðja ár að tryggja endurvíg-
búnað Þjóðverja með þessum
hætti og allt það starf myndi
reynast unnið fyrir gíg. Þó kann
þetta að reynast til hags, þegar
fram líða stundir, ef það verður
til þess, að fundið verði annað
fyrir komulag, sem tryggir víg-
búnað Þjóðverja, en meiri ein-
ing næst um.
Að einu leyti hefir kalda stríð-
ið hins vegar verið hagstætt
vesturveldunum að undanförnu.
Fyrir rúmu ári síðan virtist
minstu muna, að hin nálægari
Austurlönd gengu þeim alveg úr
greipum. Kommúnistar virtust
þá hafa miklar líkur til að ná
völdum bæði í íran og Egypta-
landi, og Arabar voru vestur-
veldunum fjandsamlegir. Nú er
þetta gerbreytt. Olíudeilan í
íran og Súezdeilan eru leystar
og í Iran og Egyptalandi fara
með völd alltraustar andkomm-
únistískar stjórnir. Tyrkland og
Pakistan hafa stofnað með sér
varnarbandalag og þykir líklegt
að Iran og írak gerist brátt að-
ilar að því. Þá hefir risið upp
nýtt varnarbandalag á Balkan-
skaga með þátttöku Tyrkja,
Grikkja og Júgóslava. Ástandið
er því allt gerbreytt á þessu
svæði vesturveldunum í vil.
John
Eyðið engum
mælgi.
tíma í óþarfa
Farið af línunni ef samnotandi
hennar þarf að ná áríðandi tali.
Látið ekki
símann.
börn fitla við
MANITOBA
TELEPHONE
SYSTEM
Frá Árborg, 4. okt. 1954
Kæri ritstjóri:
Ég hefi í huga að messa í Ar-
borg á sunnud. 10. þ. m. kl. 8 e. h
á íslenzku.
Séra Pétur Magnússon frá
Vallanesi talaði hérna í Geysi á
föstudagskveldið í giftingar-
veizlu sem haldin var Vigdísi
Sigurðsson og Joseph Baun-
huber til heiðurs. Ég gifti þetta
fólk fyrir 5 vikum. Um 300
manns sóttu veizluna og þótti
þeim það gaman að heyra til
prestsins, sem mælti á ensku •—
en aðallega á íslenzku. Hann
rakti eitthvað í þróun nútímans
heima og hrósaði Vestur-íslend-
ingum fyrir dugnað og framsýni
í ríki þar sem Socialismi hjálpar
ekki einstaklingnum eins og
heima.
Má geta þessa nokkrum orð-
um í sambandi við heimsókn
séra Péturs hingað; ennfremur
heimsótti hann séra Braga, var
Járnviljinn bak við keisarann
Sennilega er það í Iran, er
kommúnistar voru komnir næst
því að hrifsa völdin. Ef keisar-
inn hefði dregið það öllu lengur
í fyrra að rísa gegn Mossadegh,
er næsta líklegt, að þar væri nú
komin kommúnistísk stjórn.
Kunnugir telja það einnig lík-
legt, að Mossadegh hefði orðið
hlutskapari, ef hann hefði ekki
hrakið Ashraf prinsessu, systur
keisarans, í útlegð. Það var fyrst
eftir þann atburð, sem keisar-
inn sá, að ekki var um annað
að gera, en að rísa einbeittlega
gegn Mossadegh ella myndi
hann sjálfur brátt sviptur völd-
unum. Systir hans mun líka hafa
hvatt hann óspart til þess.
Raunverulega er það hún, sem
átti meiri þátt í því en nokkur
persóna önnur, að Mossadegh
var steypt úr stóli. Ýmsir þeirra,
sem kunnugir eru, telja hana
sízt valdaminni en sjálfan keis-
arann og Zahedi forsætisráð-
herra.
Það orð hefir lengi farið af
keisaranum, Mohamed Reza
Pahlevi, að hann væri maður
framfarasinnaður og velviljað-
ur, en veikgeðja og undanláts-
samur. Það sama hefir hins veg-
ar ekki verið sagt um systur
hans. Hún er að vísu sögð hlynt
framförum eins og bróðir henn-
ar, en er hins vegar einbeitt og
skaphörð í mesta máta. Oft hefir
því svo verið að orði komizt, að
hún sé járnviljinn á bak við
keisarann. Frá fyrstu tíð hafa
þau systkinin verið mjög sam-
rýmd og hún jafnan ráðið miklu
um gerðir bróður síns. Þegar
hann hefir verið tregur til stór-
ræða, hefir hún hvatt hann ó-
spart. Ef keisarinn hefði skap
systur sinnar, mætti telja efa-
laust, að hann væri nú einvaldur
í íran líkt og faðir hans var.
eina nótt á Lundum, einnig Ólaf
Hallson í Eriksdale og var eina
nótt hjá honum. Einnig heim-
sótti hann séra Sigurð í Selkirk
og skoðaði kirkjuna.
Þinn einl.
Roberl Jack
Eflirmynd föður síns
Keisarinn og Ashraf prinsessa
eru tvíburar, 35 ára gömul. Keis-
arinn er aðeins tveimur mínút-
um eldri. Þegar þau fæddust,
var faðir þeirra, Reza Shah, liðs-
foringi í hernum. Stuttu síðar
eða 1921 stóð hann að stjórnar-
byltingu og 1925 steypti hann
þáverandi keisaraætt úr stóli og
tók sér skömmu síðar keisara-
nafn. Hann var síðan einvaldur
írans í 16 ár, eða til 1941, er
vesturveldin hröktu hann frá
völdum vegna þess, að hann var
talinn hliðhollur Þjóðverjum, en
sonur hans varð þá keisari og
hefir verið það síðan.
Reza Shah var forkur mikill,
duglegur, skapstór og einráður.
Hann stjórnaði með harðri
hendi, svo að fullkomið einveldi
var í landinu í stjórnartíð hans.
Hann hafði mikinn áhuga fyrir
verklegum framförum og kom
mörgu góðu til leiðar á því
sviði. Þegar sonur hans kom til
valda, ásetti hann sér að taka
upp lýðræðislegri stjórnarhætti,
enda henta þeir skaplyndi hans
betur. Raunin hefði sennilega
orðið önnur, ef systir hans hefði
fengið völdin í hans stað, Hún
er á flestan hátt talin eftirmynd
föður síns, a. m. k. hvað skap-
lyndi snertir. Hún er ágælega
gáfuð, en skapbráð og óvægin
eins og faðir hennar var. Ráðrík
er hún einnig og lætur sig því
miklu skipta, hvernig bróðir
hennar heldur á stjórnartaum-
unum.
Ashraf prinsessa hefir haft
mikinn áhuga fyrir stjórnmálum
síðan á unga aldri. Hún hagaði
menntun sinni með tilliti til
þess, að hún hefði sem mesta
þekkingu á þeim málum. Faðir
hennar hafði mikið dálæti á
henni og gaf henni kost á að
fylgjast með störfum sínum.
Ætlun hans var, að hún yrði
ráðunautur bróður síns, eins og
raun hefir *á orðið, enda taldi
Reza Shah syni sínum það helzt
til lasts, að hann væri ekki nógu
ráðríkur og einbeittur.
Leppstjórnin í Asserbaijan
Það var fyrst að stríðinu
loknu, er það byrjaði að kvisast
út, að Ashraf réði miklu um
aðgerðir bróður síns. Rúss-
ar höfðu þá komið upp lepp-
stjórn í nyrzta fylki landsins,
Asserbaijan. Ætlunin var ber-
sýnilega sú, að skilja það frá
íran með tíð og tíma. Það vakti
því mikla athygli, þegar keisar-
inn gaf franska hernum í desem
ber 1946 óvænt þá fyrirskipun,
að hann skyldi steypa lepp
stjórniyii í Asserbaijan úr stóli
og afmá völd hennar með öllu.
Talsvert var óttazt, að Rússar
myndu ekki þola þetta, en sú
varð þó raunin. Síðar hefir það
vitnazt, að keisarinn fór hér að
ráðum systur sinnar, er jafnan
hefir verið eldheitur andstæð-
ingur kommúnista.
Deilan við Mossadegh
Milli Mossadegh og keisara-
ættarinnar hafði jafnan verið
grunnt á því góða. Sambúðin
versnaði þó óðum eftir að Mossa
degh tók að hrifsa völdin meira
og meira í sínar hendur og
hundsa keisarann. Fyrst og
fremst var það þó Ashraf prin-
sessa, sem tók upp þykkjuna
fyrir keisarastólinn. Mossadegh
fór ekki heldur dult með það,
að hann teldi hana vera and-
stæðing sinn. Vorið 1953 krafðist
hann þess af keisaranum, að hún
færi úr landi. Keisarinn féllst á
það að lokum, þrátt fyrir mót-
mæli systur sinnar. Þessi at-
burður varð hins vegar til þess,
að keisarinn ákvað skömmu síð-
ar að láta til skarar skríða í deil-
unni við Mossadegh, enda mátti
það ekki síðar vera. Systir hans
mun líka óspart hafa hvatt hann
til þess, þótt í fjarlægð væri, og
það er talið, að hún hafði ráðið
M ESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 10. okt.:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
Islenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
Njósnari segir fró
WASHINGTON, 14. ágúst:------
Bandaríkin hafa veitt fyrrv.
ritara í rússneska sendiráðinu i
tókíó, hæli í landi sínu sem
pólítískur flóttamaður. Flúði
hann úr sendiráðinu í janúar-
mánuði s. 1.
Bandaríska utanríkisráðuneyt
ið segir að hann hafi verið njósn
ari fyrir Rússa í Japan í nær þvi
4 ár og var höfuðsmaður í rúss-
nesku leynilögreglunni.
Sagði Rússinn, að sendiráðið
hefði fengið leyndarupplýsingar
frá háttsettum mönnum í jap-
önsku stjórninni.
miklu um það, að fornvini föður
hennar, Zahedi hershöfðingja,
var falin stjórnarforustan.
Sitl af hverju um
Ashraf prinsessu
Ashraf prinsessa lætur sig að
sjálfsögðu fleira varða en stjórn-
mál. Kunnugir telja, að hún hafi
ráðið mestu um síðara kvonfang
bróður síns. Hún kynntist seinni
konu keisarans, er hún dvaldi
við nám í Sviss, og taldi sig hafa
fundið þar rétta konu fyrir
bróður sinn. Sjálf er hún tvígift-
Fyrri maður hennar var íransk-
ur liðsforingi, en sá seinni er
Egypti, sem nú er forstjóri flug-
félagsins í Iran. Ashraf prinsessa
ferðast allmikið erlendis og ger*
ir t. d. flest fatakaup sín í París-
Hún klæðir sig vel, en þykir þó
nota helzt til fyrirferðarmikla
hatta. Hún er ekki sérlega fríð
sýnum, en ber allmikla persónu
og er frjálsleg í framgöngu og
skemmtileg í samræðum. Hun
hefir stór dökk augu og stóran
gáfulegan munn, en hefir að
öðru leyti heldur lítið andlit og
er lítil vexti.
Venjulegast er Ashraf prin-
sessa sögð fara seint á fætur og
eyða deginum fram að hádegis-
verði við að baða sig og nyrta
sig til. Venjulega hefir hún ein-
hverja gesti við hádegisverðinn
og tvisvar í viku býður hun
nokkrum helztu vinum til kveld-
verðar. Hún krefst þess af gest"
um sínum, að þeir mæti stund-
víslega og fari á settum tíma-
Sjálf er hún mjög stundvís. Hun
er lagin á að halda uppi samrseð-
um og virðist líka kunna því vel
að hafa sem mest orðið.
Þeir, sem þekkja til að tjalda-
baki í Iran, telja, að Ashraf prin-
sessa eigi eftir að koma Þar
mjög við sögu og bróðir hennar
hafi eina sína helztu og styrk-
ustu stoð, þar sem hún er.
—TIMINN, 25. ágúst
SONGS OF THE NORTH
By S. K. HALL. Bac. Mus.
JUST PUBLISHED— „ „
Volume III—Ten Icelandic Songs
with English Translation ano
Piano Accompaniment.
Price per copy—S2.00
On Sale by—
S. K. HALL, Wynyard, Sask.