Lögberg


Lögberg - 21.10.1954, Qupperneq 1

Lögberg - 21.10.1954, Qupperneq 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLiNE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME _ ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1954 NÚMER 42 „ROÐHATTARNIR" MINNINGARRIT um ÁSMUND P. JÓHANNSSON og fyrri konu hans SIGRÍÐI JÓNASDÓTTUR Kunnugur maður gat þess, að hann hefði verið á ferð, þar sem margt fólk var saman komið. Menn skipuðust í hópa, smáa eða stóra. Leiðin lá að stað nokkrum afmörkuðum, að því er virtist. Þar héldu til menn, sem báru sérkennilegan búnað. Höfðu þeir kollháa hatta rauða, sem nefndust „roðhattar“. Stjörnur og annað skraut báru þeir á brjóstum. Búningur þessi átti að vera einkenni þess, að menn þessir ættu að álítast úrvalsmenn og fyrirmyndar fólk. Bárust þeim lofsyrði ekki fá. Manni kemur til hugar sagan um menn þessa, þegar lesin eru hin tíðu frægðarskeyti og lof- greinar í blöðum og tímaritum. Mun til þess nokkurt tilefni á stundum. Naumast verður það með sönnu sagt, að íslendingar séu fremur öðrum skjallgjarnir; þó ber nokkuð mikið á þessum „fögru ræðum“ í bókum og blöð- um, er reynir mjög á lestrarfýsn manna. Virðist ekki fara illa á því fyrir menn, sem vilja bera hvern annan lofsorði, að þeir gerðu það með því að skrifast á hver við annan. Á þann hátt myndi falla til rúm til umræðu um almenn mál. Almennar lofræður yfirleitt hafa takmarkað gildi, af því þær gera upp á milli mánna svipuð- um að mannkostum. Sé um veru leg afreksverk að ræða, er þess ekki þörf að ræða um þau; verkin sjálf tala hærra en lof- ræður allar. Um hlutdrægni mannlegs lofs segir skáldið: „Sagan merkismenn oss tér, en mörgum týna náði. Mannkyns saga önnur er, sem aldrei nokkur skráði“. 1 æfisögum kemur það iðulega fyrir, að afreksverkum manna er lýst, en ekki ókostum eða ástríðum. Þekking á mönnum þessum verður því takmörkuð. Taka má dæmi af spjaldinu; það er slétt og hvítt annars vegar; hinu megin er það dökt og hrufótt. Það má segja að spjaldið sé hvítt og slétt, en það er ekki nema lýsing til hálfs, því hinu megin er það dökt og hrufótt. Lýsing á mönnum í Biblíunni er á aðra leið. Þar er mönnum lýst hispurslaust; kostum þeirra og breyskleikum. Aron æðsti prestur lét afvegaleiðast af frekju almennings. Móse hrekk- ur af munni ógætnisorð, sem leiðir til gæfumissis. Davíð kon- ungur gerist sekur að hræðilegri synd. Á þennan hátt verður mynd þessara manna skýr og skiljanleg, og atburðirnir í lífi þeirra eðlileg afleiðing. En þegar mönnum tekst upp að lýsa hvor öðrum heilum og hálfum, eru þeir orðnir englar eða englum líkir. Það er dregin „hula“ yfir tilhneigingar og skapgerð, svo ekkert verður sagt um líf þeirra og jafnaðarlegan umgang. Ekki er tilgangurinn fyrir æfisögum manna sá, að leiða fram breyskleika þeirra til dómsáfellis, því til þess er mönn- um ekki gefið vald yfirleitt. En bezt er að lýsa öllu blátt áfram eins og það kemur fyrir sjónir. Með því móti fá menn lært að umgangast hvern annan. Eitt sinn las ég kafla úr ævi- sögu manns; virtist kaflinn hneigjast að því að sýna, að mað- ur þessi væri flestum fremri að mannkostum og göfugmensku; mun hann að líkindum hafa verðskuldað það. Ekki var minnst ósamræmis í lífi þessa manns, en kunnugir báru hon- um það, að hann hefði aftur og aftur gert sig unglingslega smá- munasaman og barnslega bág- borinn í framkomu. Verður ekkert um það borið, hvar rétt- urinn liggur. Þá las ég grein um „sveita- höfðingja“, að því er virtist af ummælum þessa máls. Spurði ég samsveitarmann um mann þenn- an; gat hann þess, að hann væri ekki talinn merkisberi í sveit sinni. Var því máli þar með lokið. Fróðlegt er að leiða hugan að „stjörnufalli“ tígla, titla og ann- ara heiðursmerkja. Hafa heiðurs teiknin löngum verið leikföng mannkynsins, og eru enn í dag Framhald á bls. 4 Flytur ræður um Norðurlandaför Dr. Richard Beck prófessor í Grand Forks, N. Dakota, hefir þegar flutt ýmsar ræður um Is- lands og Norðurlandaför þeirra hjóna nú í sumar. Föstudagskvöldið, þ. 8. októ- ber, flutti hann erindi um það efni á skemmtifundi norsku þjóðræknisdeildarinnar {Sons of Norway) í Grand Forks; ræddi hann einkum um Noregsförina, en vék einnig að íslandsdvöl- inni og sérstaklega að þeim miklu framförum, sem þar höfðu orðið á mörgum sviðum síðan hann var þar á ferð fyrir 10 árum síðan. Þriðjudaginn, þ. 12. október, sem er Landfundadagur (Dis- covery Day) í Norður-Dakota, flutti dr. Beck útvarpsræðu frá útvarpsstöð ríkisháskólans í N. Dakota um landfundi norrænna manna, og þá sérstaklega Vín- landsfund Leifs Eiríkssonar, og tengdi þá ræðu með ýmsum hætti við íslands- og Noregs- förina. Mánudaginn, þ. 18. október, flutti hann á fundi félagsins Fortnightly Club í Grand Forks fyrirlestur um ferðina, “High- lights of a Summer Visit in Scandinavia,” og lýsti þar ýtar- lega dvölinni á íslandi og í Noregi, og menningar- og þjóð- félagsástandi í löndunum báðum’ Þá hafa honum frá öðrum fé- lögum innan og utan Grand Forks borgar borizst beiðnir um ræðuhöld um sömu efni á næstunni. Eitt hið mesta fárviðri, sem um getur í sögu Ontariofylkis, olli geigvænlegu mann- og eignatjóni í Humberdalnum í grend við Toronto og víða ann- ars staðar í nærliggjandi bygðarlögum í lok fyrri viku; Steypiregn hélzt í hendur við ofsarok þannig, að smá-ár urðu að skaðræðisfljótum; þótt enn séu hvergi nærri fullnaðar- upplýsingar við hendi, er þegar vitað, að 78 manns hafa látið lífið af völdum þessara nátt- úruhamfara, auk þess sem líkur standa til, að um 100 manns, sem enn er ókomið fram hafi druknað. Á fyrirlestrarferð Mrs. Ida Delaney Frú þessi, sem er búsett að Glace Bay í Nova Scotia, kemur hingað í fyrirlestrarerindum á vegum Manitoba Federation of Agriculture and Co-operation; hún er útskrifuð af Nova Scotia Normal College og St. Francis Xavier háskólanum, er mælsk vel og hefir víða lagt land undir fót varðandi stofnun búnaðar- deilda, lánsstofnana og sam- vinnufyrirtækja. Mrs. Delaney hóf ferðalög sín um fylkið síðast- liðinn mánudag og mun dvelja hér fram undir mánaðamótin; hún flytur erindi í Flin Flon á laugardaginn kemur. Vinnur ný námsverðlaun íslenzkur piltur, Daníel J. Sæmundson, er stundar nám við Stanford-háskólann í California, hlaut ný námsverðlaun síðast- liðið sumar, eins og eftirfarandi tilkynning frá skólanum skil- greinir: “Mr. Daniel Simundson: Upon the recommendation of the History Department and with the approval of the Com- mittee on Financial Awards you have been granted a James B. Weter Memorial Scholarship of $300 for the academic year 1954-55. This award is an ad- dition to the George Gamble Scholarship which you aldready hold.” Hin námsverðlaunin, sem vik- ið er að í þessari tilkynningu, veitti Stanford-háskóli Daníel, er hann útskrafaðist af miðskóla í Seattle fyrir þremur árum. Þau nema $1000 á ári í fjögur ár, og eru hæstu námsverðlaun, er sú ágæta og velþekta mennta stofnun veitir. Daníel er sonur séra Kolbeins Sæmundssonar, er þjónar ensk- um söfnuði í Seattle, Wash. Hann er 21 árs og útskrifast frá Stanford næstkomandi vor. Mörg hundruð manna, kvenna og barna eru án skýlis yfir höfuð sín og á sjöunda þúsund ekra svæði mistu ávaxtaræktar- bændur aHa sína uppgkeru. Eignatjónið er metið yfir hundrað miljónir dollara og getur orðið miklu hærra. Torontoborg og fylkisstjórnin í Ontario hafa þegar lagt fram miklar fjárhæðir, og má jafn- framt víst elja, að sambands- stjórn komi einnig til sögunnar. Borgarstjórinn í Winnipeg, Mr. Coulter, hefir hafist handa um stofun styrktarsjóðs til viðreisnar tortímingarsvæðun- um eystra. Skipaður umsjónarmaður Mr. J. V. Thordarson hefir nýlega verið skipaður umdæmis- stjóri fyrir The Manitoba Power Commission á Gimli; hann hefir allvíðtæka reynslu á vettvangi raforkumála og verð- ur því vafalaust í hinni nýju stöðu sinni réttur maður á rétt- um stað; hann tekur við af Mr. MacDryden, er tekist hefir á hendur annan starfa hjá á- minstri raforkudeild Manitoba- fylkis. Það er algeng venja meðal allra siðaðra þjóða, að reisa minnismerki mætum mönnum að þeim látnum to viðurkenn- ingar og þakklætisvott fyrir liðna samfylgd og vel unnin störf. Stundum eru slíkir varð- ar óþarfir, vegna þess að við- komandi maður hefir sjálfur byggt hann í lifanda lífi í huga kunningja og vina, og er sá bautasteinn óbrotgjarnastur. Því athafnameiri sem maðurinn var, vérður minningin gleggri og skýrari. Einnig við Islendingar fylgj- umst með í þessu efni. Við geymum nöfn og minningu góðra og gegnra manna er hverfa úr okkar litla hóp og bíðum þess með eftirvæntingu að röskir drengir taki upp hið fallna merki. Einnig við reisum vinum okkar minnismerki á okkar vísu. Einn slíkur prýðilegur minnis- varði var reistur hér í Winnipeg á síðastliðnu sumri. Hann var ekki unninn með hamri og meitli eins og venjulega, heldur með penna rithöfunda, kennimanna og skálda, sem allir hafa unnið sér orðstír, hver á sínu sviði. Eins og allir vita, var Ás- mundar P. Jóhannsonar víða getið í ræðu og riti vegna áhuga- mála hans, ekki einungis í cana- disku viðskiptalífi, heldur einnig og sérstaklega gagnvart afstöðu hans og áhrifa á íslenzk mál hér og heima. Samkvæmt ósk þeirra bræðra, Jónasar Valdimars, Kára Wil- helms og Grettis Leós, safnaði Einar P. Jónsson ritstjóri ná- lega öllum þessum skilríkjum sarnan, hérlendis og að heiman, einnig annaðist hann um allt fyrirkomulag og niðurröðun í bókinni. Þetta er meira verk en margan lesendann mun gruna og á þar ritstjórinn ómælda þökk skilið allra sem bókina lesa. Ritið er í heild sinni frá bræðranna hendi þökk til ást- ríks föður og velgjörðamanns. Sá sem þetta ritar hefir séð allmarga minnisvarða um ævina, þeir hafa verið úr ýmis konar efni og með margvíslegri lögun, sumir úr almúgalegum grá- steini og aðrir úr höfðinglegum marmara og allt þar á milli, en þeir voru allir þögulir, líflausir og helkaldir eins og gröfin. Á marmarann rita aðeins nánustu vinir og vandamenn, enginn þekkir hugsanir hinna. En þessi bók, þessi nýmóðins bautasteinn, er lifandi orð, um- sögn og lýsing gáfaðra og víð- sýnna menntamanna, sem allir þekktu hinn látna persónulega og töluðu af eigin kynningu. Frá bókinni andar hlýju, virð- ingu og söknuði þeirra sem tala. Það er stundum sagt, og með sanni, að samtíðin misskilji sína beztu menn og láti þá ekki njóta sannmælis, en framtíðin aftur á móti bæti fyrir brot samtíðar- innar með því að veita þeim við- reisn, bjargi nöfnum þeirra frá gleymsku, finni kosti þeirra og ágæta hæfileika er samtíðin gleymdi eða vildi ekki viður- kenna. En gagnvart minningu Ás- mundar P. Jóhannssonar er því ekki þannig varið. Samtíðin hefir talað og látið ótvírætt í ljósi sína skoðun í þessu efni, svo ekki verður á móti mælt. Hér þarf framtíðin engu að bjarga, samtíðin hefir séð sóma sinn í þetta sinn. Allir góðvinir og kunningjar hins látna standa í þakkarskuld við syni hans fyrir framtak þeirra við útgáfu þessa minn- ingarrits. Síðari partur bókarinnar hefir inni að halda kveðjumál við út- för frú Sigríðar Jónasdóttur, fyrri konu Ásmundar og móður útgefendanna. Að lokum er fróðleg ættarskrá þeirra hjóna beggja. Bókin er því eins fjölþætt og bezt verður á kosið. Jónbjörn Gíslason Sérstæð gjöf Mtfndin sýnir eina blaðsíðu í handriti Asffdrs, og samsvarar hún 20.—29. v. í 20. kapítula Jobsbókar. Geta menn, ef þeir kjósa, slegið honum upp til samanburðar. Árið 1951 kom út í Reykjavík þýðing Ásgeirs Magnússonarl) á Jobsbók. Hafði hann snúið henni í íslenzk ljóð og haft við þýðinguna hliðsjón af hinum hebreska frumtexta. Útgáfunni fylgdi greinargóður formáli um stöðu Jobsbókar meðal skáldverka heims- ins, viðfangsefni hennar, lífsskoðun, aldur og höfund. En seinast fóru skýringar einstakra torskilinna atriða til léttis þeim, er læsu. Ýmsir urðu til að skrifa um þýðingu Ásgeirs, og komu ummæli þeirra allra í einn stað niður: að þýðandi hefði komizt vel — aðdáanlega vel — frá hinu vandasama verki. Þýðingin væri í bezta lagi trú og í henni víða tilþrif í máli, svo sem samboðið væri hinu skáldlega efni bókarinnar. Meðal þeirra, er fyrstir rituðu um þýðinguna, voru þeir dr. Valdimar Eylands, dr. Ríkharður Beck og Einar Páll Jónsson rit- stjóri Lögbergs. Hefur Ásgeiri orðið slík hvatning að hinum vin- samlegu ummælum þessara manna, að hann settist við og ritaði fagurlega eigin hendi aðra og (að nokkru) endurskoðaða gerð þýðingarinnar og sendi hana síðan Manitobaháskóla að gjöf í þakkar- og viðurkenningarskyni. Er bók þessi hin mesta gersemi, bundin í hið fegursta band af Unni Stefánsdóttur (Eiríkssonar myndskera) og frágangur allur hinn bezti. Er handverk Ásgeirs eitt á bókinni margra mánaða Vinna. Um þýðinguna og dæmi úr henni leyfi ég mér að vísa til ritdóms dr. Becks í Sameiningunni, 1.—3. 1952. Gjöf þessi er einn af hinum mörgu ávöxtum hinna andlegu samskipta íslendinga austan hafs og vestan, er Einar Benediktsson minntist einu sinni af alkunnri snilld í eftirfarandi vísu: Milli stranda bindur bönd bræðra andans kraftur. Hylli landans vina vönd vitjar handan aftur. Hafi gefandinn þökk fyrir gjöfina og þann hug, er henni fylgir. Bókin verður varðveitt í sérstakri deild í háskólabóka- safninu, þar sem geymdar eru merkilegustu og fágætustu bækur háskólans. Finnbogi Guðmundsson 1) Ásgeir Magnússon er fæddur 7. marz aíi Ægissíðu f Húnavatnssýslu. Lauk kennanaprófi f Flensborg í HafnarfirSi 1908; skðlastjóri á Hvammstanga 1913—20; fréttastofustjóri ríkisútvarpsins 1930—40; í þjónustu bæjarsfma Reykjavíkur sfðan 1929. Stofnandi Húnasjóðs (ásamt Unni Asmundsdóttur konu sinni) til styrktar fátæku, en efnilegu námsfólki til framhaldsnáms f háleitum vfsindum við erlenda háskóla. Rit: Vetrarbraut, alþýðleg bók um stjarnfræðileg efni, Rvik 1928; Jobsbólc, þýdd í ljóð, Rvík 1951. Auk margra greina í blöð og ttmarit. Fárviðri veldur gífurlegu mann- og eignafjóni í námunda við Torontoborg

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.