Lögberg - 21.10.1954, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1954
Á HAFJÖLLUM UPPI
Guð hæzt í hæð
Ég er stödd upp í Klettafjöll-
unum í Norður-Ameríku í járn-
brautarlest um hánótt. Júnínótt
að vísu, í mildu og blíðu veðri,
en nótt umvafða dimmunni
samt og nokkur þúsund fet yfir
sjávarmál. Himininn er talsvert
skýjaður en hálfur máninn sézt
skjótast á milli skýjanna. Ég
veit að lestin, sem er á töluvert
mikilli ferð, er stödd í kletta-
syllum með vatnsföll hið neðra
og hina gífurlegu hamrajöfra
hið efra, er mynda þenna mikla
klettaheim. En lestin heldur
stanzlaust áfram á tveim mjóum
stálteinum, yfir allar hættur. En
ég finn ekkert til hræðslu. Það
endurómar í huga mínum ljóðið
mikla, sem ég heyrði sungið í
fyrrakveld svo prýðilega fallega
á íslenzkri tungu. Það var 17.
júní og á Hotel Georgia, í Van-
couver, British Columbia, er ís-
lendingar þar í sveit, minntust
tíu ára lýðveldis íslands:
Guð hæzt í hæð, þig himnum
ofar
í heiði stjarna mergðin lofar.
Með göngu sinnar himinhljóm,
þó sér ei meira sjónin veika.
En sjálfs' þíns guðdóms skuggan
bleika.
Ei þig í hæztum helgidóm.
Einn dropa af dýrð, ei dýrðar-
hafið,
sér dauðlegt auga þoku vafið.
Og hvað mót veru verk þitt er?
ó, lútum guðdóms geislavaldi,
þér, Guð. vor sál í skuggsjá
haldi,
sem daggtár sólar blíðmynd ber.
Og nú, er ég dvel með hugann
við prógram kveldsins, þá og
þar, og sérstaklega þetta erindi,
finn ég að Höfundur lífsins, skap
ari minn og alls umihverfisins,
vakir yfir mér og allri lestinni,
svo ekkert þurfi að óttast og, að
fyrir hans kraft, heilagleik og
náð, megi reiða sig á mennina
sem stýra lestinni og starfa þar
við. Og undir fölvum mána, eftir
klettasyllunum, yfir giljum, ám
og hverskonar hengiflugi, svífur
hugur minn óþvingað um svæð-
ið sem umtalað ljóð sprettur af,
þó ekki hafi ég komið beint á
þann blett fer ég nærri um
hvernig hann er.
Það er hin gnýbarða og brim-
sollna suðvestur strönd íslands,
| sem í daglegu tali er kölluð
„Undir jökli,“ því þar er Stein-
grímur Thorsteinsson skáld, höf-
undur ljóðsins, borinn og barn-
fæddur. Maðurinn sem kvað um
svo mörg og stundum andstæð
efni. Um Helgu jarlsdóttur á
aldafræga sundinu með tvo sonu
sína. Hann kvað um Hallgrím
Pétursson, benti með sterku ljósi
á vilja hans til góðs, 'afköst og
áhrif þess. Hann kvað um ást og
hatur og djúpa lífsspeki svo sem.
„Á sorgarhafsbotninum sann-
leiksperlan skín, þann sjóinn
máttu kafa ef hún skal verða
þín.“ Og, „Ei vitkast sá er verður
aldrei hryggur, hvert vizkubarn
á sorgarbrjóstum liggur.“ Einnig
„Dagur er liðinn,“ „Þú bláfjalla
geimur og ég elska yður þér Is-
lands fjöll, Svanasöngur á heiði,
og fjölda margt fleira. Stein-
grímur Thorsteinsson þýddi inn
á íslenzka tungu alla þúsund og
eina nótt, Hans Christian Ander-
son , Goðafræði Grikkja og Róm-
verja og var Rektor Latínuskól-
ans um skeið. Þvílík ótæmandi
auðlegð af andlegum styrk, feg-
urð og fræðum sem sá maður
lagði á borð íslenzkrar þjóðar,
er á meðal þess mesta og bezta á
sínu sviði, sem þjóðinni hefir
hlotnast. Og nú rís upp í huga
mínum djúpt þakklæti og aðdá-
un, sem og undrun yfir því, að í
gegnum allar eldraunir íslenzkr-
ar þjóðar, skuli landið hafa eign-
ast og eiga enn, menn eins og
jafnvel bara þessi eina samkoma
vottaði væri vel að gáð. Og það
kom upp ósk í huga mínum, um
það, að einhverntíma í fjarlægri
framtíð myndi maður með ís-
lenzkt blóð í æðum, yrkja eins
fallega um Klettafjöllin og
Steingrímur Thorsteinsson orti
um íslenzk fjöll. En nú skal líta
inn á samkomu þeirra íslending-
inganna í Vancouver, sem af
velvildarhug til uppruna síns og
ættlands fagna yfir fengnum
sigri og yfir erfiðleikum liðinna
tíma.
Afmælisfagnaður líu ára
íslenzka lýðveldisins, á Hótel
Georgia, Vancouver, B. C.
I Hótel Georgia, er að minna
mörg stór og skrautleg salar-
kynni. Inn í einn af þessum söl-
um söfnuðust eitthvað á þriðja
hundrað Islendingar, að kveldi
þess 17. júní, 1954, í tilnefndu
skyni. Fólkið var fasprútt og vel
klætt og sýndist horfa með sér-
stakri ánægju fram á kveldið. A
meðal annara ljósa er lýsa sal-
inn, er stór ljósahjálmur yfir
borði fundarstjóra. Kórinn er
einnig á palli, fallegur hópur af
yngra og eldra fólki.
Samkoman hefst með því að
Kórinn syngur „O Canada.“
Mrs. Fraser spilar undir. Þá set-
ur forseti kveldsins, hr. Stefán
Eymundsson formlega samkom-
una. Hann skýrir frá tilgangi
hennar, að Islendingar í Van-
couver vilda sýna innilega
ánægju sína yfir því að íslenzk
þjóð hefði öðlast fullt sjálfstæði
eftir margra alda erfiði í þeim
málum. Forsetinn las ennfremur
upp nokkur atriði úr æfisögu
Jóns Sigurðssonar og fórst hon-
um allt þetta myndarlega.
Hr. H. L. Thorlakson konsúll
íslands í Vancouver, las upp
skeyti, sem hann fyrir hönd
félagsins sendi forseta Islands,
hr. Ásgeiri Ásgeirssyni. Einnig
las hann upp skeyti frá Hr.
Thor Thors sendiherra Islands
í Ameríku. Mr. Thorlakson lét
í Ijósi ánægjif*sína og þakklæti
yfir kveðjunni. Daginn eftir
barst skeyti frá forseta íslands.
Því hefir verið tekið með þakk-
læti af þeim sem um það hafa
frétt.
Fred Bardal mælti fyrir minni
Canada á enska tungu og sagðist
ágætlega vel. Mál hans sagði
sjálft til sín, að hann hefir tekið
rót í canadizkum jarðvegi, enda
fæddur og uppalinn hér.
Frú Anna Sprott, einn af
stjórnarnefndarmönnum Van-
couverborgar og að þessu sinni
umboðsmaður borgarstjóra
mjög aðlaðandi kona, flutti
kveðjur borgarstjórans F. Hume
og árnaðaróskir. Frúin flutti
allt sitt erindi með vinsend og
allri prýði. Hún talaði af mikilli
vinsemd í garð íslendinga og
bar í ræðuna sín og sinna per-
sónuleg kynni til vitnis máli
sínu.
Þá mælti séra Eiríkur S.
Brynjólfsson fyrir minni Is-
lands. Var það atkvæðamikil
þjóðræknis ræða. Var auðfundið
að kunnugur talaði. Hann minnt
ist ýmislegs úr lífskjörum þjóð-
ar sinnar, talaði af samúð um
raunir hennar og fagnaði inni-
lega yfir sigrum hennar bæði í
stjórnarfarslegu tilliti sem og
ýmsum öðrum umbótum nú-
tímans.
Ung stúlka, Miss Hallson, las
upp ljóð á íslenzku og gerði það
vel. Hún var klædd í upphlut og
hafði íslenzka húfu á höfðinu.
Henni fór þetta allt vel en það
var sérstaklega gaman að sjá
upphlutinn. Sömuleiðis að heyra
hve reiprennandi hún las á ís-
lenzku þó hún sé borin og barn-
fædd í Canada. Það mun aldrei
tefja neitt fyrir henni .
Söngurinn á þessari samkomu
var bæði talsvert margþættur og
Ward 2 ONE YEAR TERM
for ALDERMAN
Elect
tí
h
tí
<
tí
><
tí
Z
0
Albert E. Bennett a
A sincere man with a
sincere purpose for a
hetter Ward Two
Endorsed by Civie Election Committee
Vote
oi
<
tí
>
tí
Z
0
BENNETT, ALBERT E.
Peningasparnaður . . . og útgjöf ávísana
Þeir peningar, sem þér eigið í sparisjóði gefa
af sér vexti og af bankabókinni sjáið þér alltaf
hvernig fjárhagnum líður. Ef þér notið
innstæðu yðar jafnt og þétt, leggið inn og takið
út peninga, kemur hlaupareikningur sér vel;
þér fáið mánaðarskýrslu ásamt hinum greiddu
ávísunum — sem eru hinar beztu kvitteringar,
auk leiðbeininga varðandi fjárhagsáætlanir,
bókhald og fleira.
Bankarnir, sem þjóna bygðarlagi yðar
, SAVIN GS
CURRENT
Bankinn vcitir yOur tvenns konar innlegg
spart. og hlaupareikntng
Ef þér gefiO iOulega út dviaanir, er hyggilegt
aO nota hlaupareikning
Sé aOaltlgamgurinn sá aO spara og eiga sjóO,
er bczt aO eiga sparisjóOsreikning
fallegur. Auk þess sem kórinn
söng í upphafi máls svo sem
áður er greint, O Canada og Ó,
Guð vors lands, þá var alltaf
sungið á milli ræðnanna ýmist
kórinn eða einsöngvarar. Ein-
söngva sungu þær Mrs. Margrét
S. Davíðson og Miss Anna Árna-
son. Mrs. Davíðson er nú orðin
svo kunn, að ekki þarf að kynna
hana hér. Hún söng yndislegaa
vel að vanda. Miss Önnu Árna-
son hefir sú er þessar línur skrif-
ar, heyrt aðeins tvisvar. Mér
finnst hún hafa hljómþýða og
skilningsríka rödd, sem ég gæti
trúað að markaði sér pláss, með
tímanum verði öllu vel til skila
haldið.
Þá fanst manni kórinn syngja
vel við þetta tækifæri. Það var
sungið ágætlega á báðum mál-
unum, allt í gegn og úrvals ljóði
og lög. Mrs. Fraser spilaði
undir fyrir kórinn að þessu sinni
Góðar kvikmyndir,
ó landi, bezfra
Viðtal við
GUÐMUND EINARSSON
MEÐ því að fá hingað erlend
kvikmyndafélög eða fyrir-
tæki til þess að taka myndir sín-
ar að einhverju eða öllu leyti
hér á landi, getum við kynnt
ísland betur en með nokkru
móti öðru.
Þannig komst Guðmundur
Einarsson frá Miðdal að orði í
viðtali við Vísi, er blaðið innti
hann frétta af kvikmyndafyrir-
tæki því, sem fengið hefir Heklu
kvikmynd hans til afnota.
Guðmundur skýrði blaðinu
svo frá að fyrir skömmu hefðu
sérfræðingar frá kvikmynda-
fyrirtækinu komið hingað til
landsins til þess að athuga nán-
ar allar aðstæður til kvikmynda-
tökunnar og þá fyrst og fremst
til þess að kanna eldsumbrota-
svæði, er hentdð gæti sem bak-
svið fyrir sjálft leikefnið. Þessir
sérfræðingar voru þeir George
Willoughby forstjóri, John
Boalting leikstjóri, Frank White
sviðsetningamaður og John
Willcox kvikmyndatökustjóri,
en Willcox mun nú vera einhver
b e z t i kvikmyndatökustjóri
Breta og hefir tekið margar
myndir sem heimsfrægð hafa
hlotið.
George Willoughby hefir kom-
ið tvívegis áður til Islands til
þess að athuga og kanna aðstæð-
ur víðsvegar um landið til kvik-
myndatöku. Kvaðst Guðmundur
hafa verið í för með honum og
sýnt honum það markverðasta.
Einnig hafi þeir tekið sameigin-
lega nokkuð af myndum til
reynslu og athugunar. G. Wil-
loughby er kunnur í kvikmynda-
heiminum og hefir tekið kvik-
myndir bæði fyrir amerísk og
ensk félög. Fyrstu mynd sína
tók hann í Noregi — þá víð-
frægu kvikmynd „Bör Börsson“
— og vann sér þegar nafn með
henni.
— Hvernig leizt hinum er-
lendu gestum á aðstæður hér?
— Þeir voru allir á einu máli
um það, sagði Guðmundur, að
skilyrði til kvikmyndatöku hér
væru eins og bezt má verða,
einkum með tilliti til litfilmu.
Myndin, sem þeir vinna nú að,
er tekin í Eastman-litum. Þykja
þær fáu kvikmyndir, sem til
þessa hafa verið teknar með
þeirri filmu, bera af öðrum lit-
filmum. En annars líkist hún
að vissu leyti Agfa-litfilmunni,
sem hefir þótt mjög góð.
— Hvernig stendur á því, að
þetta kvikmyndafyrirtæki notar
ekki tilbúin svið eða gervisvið
eins og svo mörg önnur félög?
— George Willoughby er einn
úr hópi þeirra áhrifamanna í
heimi kvikmyndanna, sem telur
að náttúrleg sviðsetning sé í alla
staði betri og heppilegri og auk
þess miklum mun áhrifameiri en
gervisvið, sem mest hafa verið
notuð áður. Má segja, að hin síð-
ustu árin hafi orðið bylting í
þessu efni í kvikmyndaheimin-
en hr. Stefán Sölvason spilaði
fyrir ein söngvarana.
Veitingar voru framreiddar,
kaffi og ýmisskonar brauð. Allt
ókeypis. Það var útilátið með
hinni mestu rausn og var ágætt
á bragðið. Svo var dansað á
eftir.
Menn og konur sýndust
skemta sér ágætlega jafnvel þ°
m a r g t af dansfólkinu væri
býsna fullorðið fyrir dansgólf-
Það sýndist ekki tefja fyrir því
að njóta dansins. Það virðast
vera all margir enn af íslenzku
bergi brotnir, sem hafa ánægju
af að orna sér við glæður ís-
lenzkra arinelda, stund og stund
að minnsta kosti. Væri þá vel að
muna eftir að hlúa að ylnum
áður en hann hverfur alveg.
Kirkjan, blöðin, þjóðræknisfél-
agið, eftir því sem hver og einn
hefir kringumstæður á.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson
sem teknar eru hér
landkynningin
um. Hið raunhæfa og náttúrlega
hefir sigrað í keppninni við
loddaraskap og gervimennsku.
— Heklukvikmynd yðar verð-
ur notuð sem aðal bakgrunnur
eða leiksvið að sjálfu leikefninu?
— Já, að verulegu leyti, en
ýmsar tengimyndir vantar enn-
þá, eða sem svarar 15—25 mín-
útna sýningartíma. Er nú búið
að stækka Heklukvikmyndina
úr mjófilmu upp í breiðfilmu og
hefir það tekizt með ágætum.
En nokkur hluti kvikmyndar-
innar gerist einnig um borð í
skipi.
— Hvað getið þér annars sagt
mér um kvikmyndahandritið?
— Ég get aðeins sagt yður það,
að það er unnið upp úr 20 ára
gamalli skáldsögu eftir enskan
höfund, og er efnið í senn stór-
brotið og ævintýralegt. En nú
hefir John Boalting samræmt
það nútímanum og eru fjögur
aðalhlutverk í því.
Það var búið að semja við
Shelly Winters um að taka að
sér eitt aðalhlutverkið en fé-
lagið, sem hún starfar aðallega
fyrir, kom í veg fyrir það. Ann-
ars er vitað að a. m. k. tveir aðal
leikaranna eru amerískir.
— Er gert ráð fyrir að mörg
eintök verði gerð áf kvikmynd-
inni?
— Sennilega 2—400 eintök og
verða þau sýnd víðsvegar um
heim.
— Hvar verða þau atriði kvik-
mynduð sem ætlað er að taka
hérlendis?
— Það var aðalerindi fjór-
mennninganna á dögunum að at-
huga það, svo og að semja um
ýmislegt varðandi myndatök-
una, þ. e. a. s. þann hluta henn-
ar, sem hér verður tekinn.
Meðal annars réðu þeir sérstak-
an framkvæmdarstjóra meðan
kvikmyndað yrði hér og fyrir
valinu varð Jón Júlíusson cand.
phil. Jón vann mjög gott starf
við kvikmyndun Sölku-Völku-
kvikmyndarinnar og er þegar
búinn að fá æfingu í þessum
efnum. Fór hann með fjórmenn-
'ingunum norður í land á dögun-
um til þess að skoða það land,
sem við höfðum áður fengið
augastað á og sérstaklega mælt
með, en það er við Mývatn og
Þeystareykjatungu. Er nú á-
kveðið að kvikmyndin verði
tekin þar.
— Hvenær kemur kvikmynda-
leiðangurinn til landsins?
— Sennilega einhvern næstu
daga svo fremi sem hann kemur
í haust, enda er hver síðastur
með það bæði með tilliti til
birtu, veðurs og fleiri aðstæðna.
En — skaut Guðmundur inn í
að lokuní — enda þótt ekki sé
nema gott til þess að vita að góð
erlend kvikmyndafélög taki her
kvikmyndir og kynni þannig
landið okkar, þá væri eðlilegast
að við Islendingar byrjuðum
sjálfir að framleiða góðar kvik-
myndir við alþjóðahæfi.
—VISIR, 14. sept-