Lögberg - 21.10.1954, Page 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1954
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Geíið It hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SAKGENT AVENUE, WINNIPEG, MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrlft rltstjórana:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENCE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” ia printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Seeond Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Afskipfaleysið kemur mörgum
óþyrmilega í koll
Það gegnir oft furðu hversu menn sýnast íáta sér á
sama standa um alla skapaða hluti milli himins og jarðar,
alveg eins og flest, sem gerist á vettvangi hins daglega lífs
sé þeim með öllu óviðkomandi; slíkt kæruleysi kemur mörg-
um manninum seint og síðar meir oft óþyrmilega í koll;
menn láta hið gullna augnablik fljúga framhjá án þess að
líta til hægri né vinstri og vakna svo upp við vondan
draum.
Hinn lítilsigldi maður kýs sér værðarvoðir athafna-
leysisins, í stað þess að sá, er skilur ábyrgð sína gagnvart
samferðasveit sinni og félagsmálaþroskanum gengur fagn-
andi til iðju við uppkomu sólar einráðinn í því, að leysa af
hendi nokkurt nytjaverk áður en sól sigi til viðar. —
Sléttuborgin okkar er falleg og vingjarnleg borg, er
okkur að sjálfsögðu þykir vænt um; en eins og á öllum
sviðum mannlegra athafna verður ræktarsemin í verki
þyngri á metum en innantómur fagurgali, þó blekt geti
hann tíðum og kitlað eyru ótrúlega margra manna. —
A miðvikudaginn hinn 27. yfirstandandi mánaðar
verða haldnar, svo sem áður hefir verið sagt frá, almennar
kosningar til bæjarráðs í þessari borg; kjósa skal borgar-
stjóra, bæjarfulltrúa og skólanefndarmenn; hvernig til
tekst um slíkt val hvílir eingöngu á herðum kjósenda og
hvernig þeir rækja hinar borgaralegu skyldur sínar með
því að fjölmenna á kjörstað.
Að því var vikið hér í blaðinu í fyrri viku, að hvorki
meira né minna en sex frambjóðendur keptu um borgar-
stjóraembættið og er með því sett met í stjórnmálasögu
borgarinnar; borgarstjóra skal kjósa til tveggja ára; nú-
verandi borgarstjóri, Garnet Coulter, leitar kosningar á ný,
en hann hefir gegnt þessu vandasama og virðulega embætti
öllum öðrum mönnum lengur; hann er maður réttlátur í
embættisfærslu og svo háttvís, að af ber; hann hefir með
vitsmunafestu sinni og samvinnulipurð skapað í bæjar-
félaginu slíkt samræmi, að aðdáun hefir hvarvetna vakið;
borgarstjóraskipti ættu því ekki, eins og nú hagar til, að
koma til greina.
Réttmætt er, og í rauninni sjálfsagt, að það sé að fullu
viðurkent, að George Sharpe myndi sóma sér vel í borgar-
stjórasessi; hann hefir árum saman átt sæti í bæjarstjórn
og reynst í þeim efnum hinn nýtasti maður. Coulter eða
Sharpe? Aðrir frambjóðendur koma naumast til greina.
En það er engan veginn fullnægjandi að vanda val
borgarstjóra, þótt það sé vitaskuld mikilvægt; trausta og
hollráða menn þarf engu að síður að velja í hinum ýmissu
kjördeildum í bæjarfulltrúastöður og skólanefnd; svo mikið
gætir áhrifa íslendinga í 2. kjördeild, að atkvæði þeirra
geta í ýmissum tilfellum ráðið allverulega um úrslit; í
þessari kjördeild leitar endurkosningar í bæjarstjórn Mrs.
Lillian Hallonquist, er reynst hefir stöðu sinn vel vaxin og
verðskuldar traust kjósenda; hún hefir sótt bæjarstjórnar-
fundi með ágætum og látið velferðarmál bæjarfélagsins
mikið til sín taka; hún býður sig fram til tveggja ára
tímabils.
í 2. kjördeild býður sig fram til eins árs Albert E.
Bennett verkfræðingur, góður maður og gegn, er telja má
víst, að reynast myndi kjördeildinni hinn ágætasti bæjar-
fulltrúi .
Nýliði á vettvangi bæjarmálefna, íslenzkur í báðar
ættir, og borinn og barnfæddur í Winnipeg, Stefán E.
Johnson, leitar kosningar í 2. kjördeild til tveggja ára tíma-
bils í bæjarstjórn og var frá framboði hans skýrt í fyrri
viku; hin borgaralega kosninganefnd, The Civic Election
Committee, hefir lagt blessun sína yfir Mr. Johnson og
framboð hans, og vinnur að kosningu hans með oddi og
egg svo sem títt er um þá aðra, er hún hefir tekið upp á
arma sína. Mr. Johnson er enn maður á bezta aldri og
fylginn sér vel. Og hvað ætti þá svo sem að vera því til
fyrirstöðu, að honum gæfist kostur á að spreyta sig á sviði
opinberra mála?
Hvernig til tekst um val í skólanefnd, er engan veginn
smávægilegt atriði, því svo er skólakerfi borgarinnar orðið
umfangsmikið og flókið viðfangs; það liggur í augum uppi,
að engu síður beri að kjósa hina hæfustu menn í skóla-
nefnd, en í borgarstjóraembætti og bæjarfulltrúastöður.
Síðastliðin tvö ár hefir átt sæti í skólanefnd sem full-
trúi 2. kjördeildar G. A. Frith, góður skólamaður, víðsýnn
og áhugasamur um mentamál; hann hefir við góðan orðstír
skipað sæti í mörgum mikilvægum nefndum innan vébanda
skólaráðs; hann er maður kunnur að skyldurækni í störfum
og er þess því að vænta að kjósendur í 2. kjördeild stuðli að
endurkosningu hans af fremsta megni.
Borgin okkar verðskuldar dygga forráðamenn, og það
verða kjósendur að hafa í huga, er að kjörborðinu kemur á
miðvikudaginn hinn 27. yfirstandandi mánaðar.
//ROÐHATTARNIR//
Framhald af bls. 1
svo almenn, og næstum hvers-
dagsleg, að þau vekja sáralitla
undrun og umtal.
Um þetta kemst skáldið svo
að orði:
„Feigðarkúlan blind, þá bálar
stríð,
beinist jafn að hraustum og að
rögum.
Stjarna og kross í heiðursteikna
hrið,
hittir alveg eftir sömu lögum“.
Samkvæmt vitnisburði sög-
unnar gefa „gljátákn“ þessi
takmarkaða þekkingu á mann-
kostum manna. Vænn söðull
greinir fátt um kosti reið-
skjótans.
Fáir eru betur búnir en kon-
ungar og gæðingar þeirra, og
heiðursteikn bera þeir mörg. Vel
kunnugur er vitnisburður sög-
unnar um það, að höfðingjar
þessir voru löngum andlegir
vonarpeningar.
Þó má líklega telja þessa
menn, þá, sem bera roðhatta, og
ganga „undir stjörnum“. Og
braut þeirra fyrir heimsins aug-
um líkist vetrarbrautinni að
bjartleika.
All-löngum virðast heiðurs-
teiknin falla jafnt í skaut mæt-
um mönnum, jöfnum sem mis-
jöfnum.
Væru menn þeir einir mætir,
sem örlagadísin hefir skreytt í
heimi þessum, væri illt í efni.
Mætti þá alt að því segja og
ætla, að veröldin væri í manna-
hraki.
til er stór flokkur manna, sem
ekkert koma við þessi mál.
Það eru menn, sem þekkja
köllun sína og rækja hana af
ýtrustu kröftum í kyrþey og ró-
semi. Það er ekki talinn neinn
„héraðsbrestur“, þegar menn
þessir falla frá. Þeir hafa sjald-
an nöfn sín skráð meðal þeirra,
sem heimurinn dáir, og sem leita
sér athvarfs hjá hinum hégóma-
sjúka heimsanda. Mennirnir lítt
kunnu „standa og brjóta í stór-
hríðum ævinnar mannraunaís“.
Úr flokki þeirra voru mennirnir,
sem hlýddu með gleði á boðskap
frelsara síns. Hefði það komið
betur í ljós, ef ekki hefði verið
hrært í þeim af hinum skraut-
borðalögðu höfðingjum, hverra
dómur stendur skráður í tuttug-
asta og þriðja kapítula Matteus-
ar Guðspjalls. Nöfn hinna lágt
settu manna þekkjast af fáum.
Duft þeirra geymist í gleymdri
gröf; þó eru menn þessir mergur
og bein flestra framfara.
Svo bezt fær skipstjórinn
borgið skipi sínu til hafnar, að
hásetarnir gæti skyldu sinnar.
Fyrir það fær hann að ganga
með stjörnur á brjósti og borða-
lagða húfu.
Altaf verður til nóg af barns-
legu hugarfari, sem dáir alt það,
sem gengur í augun. Gljátákn
öll stanza þó við grafarmunnan;
legra komast þau ekki. Og þeir,
sem þau báru, gleymast líka.
Þannig jafnar dauðinn reikning-
inn. „Allir eru fingurnar jafnir,
þegar í lófann kemur“.
Þegar lesnar eru hinar lipur-
legu mannlofsgreinar og kvið-
lingar, er eins og bregði fyrir
barnsvip. Ritmál þetta minnir á
kosningabeitu-erindi. Og tíglar,
titlar og stjörnur minna.á hinn
gljáandi glysvarning, sem dreift
er til sýnis og sölu við glugga
verzlunarbúðanna. S. S. C.
October 27th . . •
RE-ELECT
MRS. LILLIAN
HALLONQUIST
ALDERMAN WARD 2
Mark Your Ballot
HALLONQUIST, Lillian 1
s- E- JOHNSON—2nd Choice
FOR GOOD CIVIC GOVERNMENT
Elect
INDEPENDENT
Candidafes
• for Aldermen—Ward 2
S. E. JOHNSON
MRS. HALLONQUIST
One-Year Term
A. E. BENNETT
• for School Trustees—Ward 2
ANDY TURPIE
G. A. FRITH
Endorsed by ihe
CIVIC ELECTION COMMITTEE
Vote Wednesday, October 27, 10 a.m.—9 p.m.
Winnipeg þarfnast nú þegar virkra ATHAFNA!
vegna djarfmannlegrar forustu, er
Winnipeg krefst
SHARPE
ungan áhrifamann með 8 ára reynslu í
meðferð bæjarmála
Kjördagur, miðvikudagur, 27. október
GREIÐIÐ ÞANNIG ATKVÆÐI
SHARPE, GEORGE E.
1
Kosningaskrifslofa Sími: 92-2229