Lögberg - 11.11.1954, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1954
Undur náttúrulögmólanna
—L. F.
Vatnsefnið (H20), eins og
flest önnur efni, föst og fljót-
andi, þenst út við að hitna. En
vatn hlýðir þó sérstökum lögum
að þessu leyti, og með 'nokkuð
öðrum hætti en önnur efni. Vatn
er, sem sé, ekki þéttast á núlli
(Celsius), en þéttist er það hefur
tekið við hita upp í 4 gráður á C.
(39° Fahr.), en snýr þá við og
þenst út allt upp í 100° C.
(212° F.), en verður þá að gufu.
Þetta kemur sér vel, því að væri
þetta með þeim hætti að vatn
væri þéttast, og þyngst á núlli,
rétt fyrir ofan kristals (ís) stigið,
myndu vötn og lækir frjósa
fyrst á botni og svo upp að yfir-
borði, þaðan sem kaldasta, og
þyngsta vatnið myndi leita nið-
ur og verða að ís á botni. Þetta
gæti haft alvarleg áhrif í þeim
beltum jarðarinnar, þar sem
vatn frýs, og myndi sennilega
eyðileggja allt líf í grynnri
vötnum og ám, og ekki ólíklega
valda öðrum og stórkostlegum
breytingum, einkum á veðurlagi.
----0----
Stjörnufræðingar viðhafa hug
takið “Doppler Effect,” sem
þýðir það, að ljós frá stjörnu
sem er að nálgast beygist að
fjólubláa endanum á litband-
inu (spectrum), en að rauða
endanum sé hún að fjarlægjast.
Hraðferð hennar verður einnig
mæld á þessa vísu'— þess hrað-
ari sem ferð hennar er, þess
meira beygist ljósið frá henni.
Samsvarandi eðli á einnig við
bylgjurnar. Blísturhljóðið frá
eimlestinni, sem er að nálgast,
er hærra og hvellara en blístrið
frá lestinni, sem er að fjarlægj-
ast, séu báðar í sömu fjarlægð.
*----0-----
Áhald það, sem segir til um og
skrásetur jarðskjálfta, Jivar á
jörðu sem er, er á ensku kallað
seismograph (seism, hristing;
graph, skrift). Ef það er stöðu
sinni vaxið, segir það ekki að-
eins til um hve svæsinn skjálft-
inn er, heldur og nákvæmlega
í hvaða átt og í hvaða fjar-
lægð. Hristingur lóðsins íj
áhaldinu sýnir úr hvaða átt
bylgjan kemur, en tíminn milli
fyrstu og næst-fyrstu bylgjanna
(primary and secondary shock-
waves) segir til um fjarlægðina.
Hraðferð síðari bylgjunnar er
nákvæmléga þrír-fimmtu af
hraðferð hinnar fyrri, og er því
auðveldlega reiknað hvað langt
að þær hafa komið. Skjálfti á
botni Kyrrahafsins segir til sín í
London, eða hvar sem er, innan
fárra sekúndna, bæði til staðs og
tíma, og með hvaða stig af
krafti. Hraðferð bylgjanna er
einatt söm; en hvers vegna hrað-
ferð næst-fyrstu bylgjunnar er
nákvæmlega þrír-fimmtu af
hraðferð þeirra fyrri, er ekki
vitað.
----0----
Ein af þeim ráðgátum, sem
vísindin hafa enn ekki fundið
skýring fyrir er það, sem á
ensku er kallað “photo-electric
effect”. í stuttu máli: ef ljós-
geisla er stefnt á aðra hlið
vissrar málmplötu, þá streyma
eindir út frá hinni hliðinni. En
hraði (vehemence) eindanna
sem koma út úr málmplötunni,
fer ekki eftir því hvað sterkur
ljósgeislinn er hinum megin,
heldur af hvaða lit hann er —
hvað ljósbylgjan er löng. Þanhig
er hraði eindanna meiri undhn
fjólubláa litnum en þeim rauða
(high and low frequency). Þessi
staðreynd er undirstöðuatriði
firðsýninnar (television), og við-
haft til margra annara nota.
----0----
Aðdráttaraflið og miðflótta-
aflið togast á í geimnum, og
halda þannig nokkurn vegin
jafnvægi, en efnið, sem þau tog-
ast á um, er kreist og kramið, og
því fleygt til ef annað aflið nær
„undirtökunum“. Þannig er það
með jarðstjörnuna Júpíter, þá
fimmtu í röð frá sólinni, og lang-
stærstu af leppum hennar —
88,700 mílur í þvermál við mið-
jarðarlínuna (næstum ellefu
sinnum þvermál jarðarinnar).
Hann snýst um möndul sinn á
minna en tíu kl.-stundum, og er
því yfirborðshraðinn við mið-
jarðarlínuna um 25,000 mílur á
kl.-stundina (miðað við 1,000
mílur á jörðinni). En þetta veld-
ur því, að miðflótta-aflið hefur
lagað hann til svo, að hann er
6,000 mílum þykkri um mið-
jarðarlínuna en milli pólanna,
og það þótt skorpa hans sé þús-
und mílna þykkt lag af ís, sem
ekki togast léttilega að jafnaði.
----0----
Þegar hraðsnúningur skopp-
arakringlunnar fer að minnka,
þá tekur efri endi hennar að
skjögra (wobble). JÖrðin okkar,
sem snýst um möndul eins og
skopparakringlan, hlýðir sama
lögmáli, og skjögrar á sama
hátt. Möndull hennar stefnir (á
okkar tíð) nálægt Pólstjörnunni
(Polaris), sem því virðist standa
í stað, og stóra ausan og aðrar
stjörnur snúast um hana. En
þetta er hverfult fyrirbrigði, ein-
mitt af því að jörðin skjögrar á
þessa vísu. Tvö þúsund og fimm
hundruð árum fyrir Kristsburð
stefndi möndull (efri, það er,
norðurendi) hennar á styrnið
Alpha Draconis, en að tólf þús-
und árum hér frá mun hann
stefna á Alpha Lyrae. Pól-
stjarnan verður í nokkurn vegin
réttri línu við póla jarðarinnar
árið 2,100 — að 150 árum liðnum.
----0----
Rétt um síðustu aldamót aug-
lýsti þýzkur eðlisfræðingur,
Max Planck, þá uppgötvun sína,
sem hann nefndi Quanla, en á
ensku er kallað Constant. Hún
er sú, að orka, svo sem hiti, er
ekki stöðugt útstreymi, heldur
skiptist á óreglulega meira og
minna (“in discontinuous bits
and portions”). Planck reiknaði
þetta nákvæmlega út, og setti í
tölustafi. — Það mætti virðast,
að þetta væri, svo að segja,
hvorki hér né þar; en svo er alls
ekki. Þessi staðreynd er mikils
virði, og hún er hornsteinn í
kerfi því af athugasemdum
Einsteins, sem hann nefndi
Skyldleika-hugmyndina (Rela-
tivity Theory). Útreikningar
Plancks leiddu til annara upp-
götvana, svo sem photo-electric
effect, og fleira.
----0----
Það mun almennt viðurkennt,
að til þess að setja á hreyfingu
allt það sem hefur þyngd, út-
heimti spyrnu. (“Give me a
fulcrum and I’ll move the
earth”). Fóturinn, eins og hjólið
og loftskrúfan, spyrnir í eitt-
hvað, sem er fast til að komast
á hreyfingu. En þetta lögmál á
ekki við gusu-hreyfilinn (jet
motor), sem getur hafið ferð og
haldið henni áfram í algerðum
tómleika (vacuum), og án spyrnu
í eitthvað sér útundan. Orkan
sem hann framleiðir til að
knýja sig áfram er algerlega
innvortis í hreyflinum, óháð
umhverfisástandi, svo sem and-
rúmsloftinu, til að spyrna í, þó
að þetta sé notað til aukaþrýst-
ingar með því að beina gusunni
beint aftur, þar sem annars er
loft til að veita mótstöðu. En
yfirleitt nýtur gusu-hreyfillinn
sín bezt í algerðum tómleika
(perfect vacuum). Þetta er með
þeim hætti, að innvortis í hreyfl-
inum er ójafn þrýstingur (im-
balance of pressure) — meira á
fram- en afturhlið hylkis þess,
VINNUSOKKAR
Margstyrktir hælar og tær með
NYLON
Beztu kjörkaup
vegna endingar, auka
þæginda og auka-
sparnaðar. Endingar-
góðir PENMANS
vinnusokkar af stærð
og þykt, sem til-
heyra hvaða vinnu
sem er.
EINNIG NÆRFÖT og YTRI SKJÓLFÖT
Frægt firma síðan 1868
WS-11-4
Meðal fullnægjunnar yfir því, að eiga inni á banka...
pað skapar öryggiskend, að vita um vaxandi inneign . . . og
láta bankabókina bera vitni um aukma velmegun
pað er ánœgjuefni, að eiga péninga til taks ef góð tækifæri
bjóðast, eða vanda ber að höndum
Margfaldið með 9,200,000 bankainnstæðum
ánægjuna, sem yðar eigin innstæða veitir.
Samanlögð þægindi, öryggi og sálarró, sanna
öllu öðru fremur gildi þess að eiga inni
á banka. Fleiri bankainnstæður en tala
fullorðins fólks í Canada nemur, ber þess ljós
merki hve mikils trausts löggiltir bankar
njóta hjá þjóðinni.
Bankarnir, sem þjóna bygðarlagi yðar
sem framleiðir gusuna. Gasið er
brennt rétt fyrir innan fram-
hliðina, og þar er þrýstingurinn
meiri en á aftari hliðina, þar
sem gusan hefur útgang, og þess
vegna leitar framhliðin áfram.
-----0----
Séu skynigæddar verur á
jarðstjörnunni Marz (sem er alls
ekki ólíklegt) til að veita eftir-
tekt hringferð tunglanna, er
ekki ósennilegt að þau taki sinn
þátt í daglegum athöfnum þar.
Sólarhringurinn á Marz er svo
að segja eins og á jörðinni (að-
eins 30. mínútum lengri), en
þau tvö tungl hans eru með
nokkuð öðrum hætti en okkar
tungl. Þau eru lítil, það stærra
15 mílur í þvermál, en hitt að-
eins 7% míla, og þeytast þau —
en þó ekki samferða — utan um
jarðstjöruna á svo að segja
„trjátoppa hæð“. Hið stærra nær
fyllingu á hverjum 30 kl.-stund-
um, en hið minna fer þrjár
hringferðir á hverjum sólar-
hring.
-----0----
Minnisvarði Washingtons for-
seta (í Washington, D.C.) er 555
fet á hæð. Setjum svo, að á há-
punkt hans væri lagður tú-
skildingur, og á túskildinginn
væri svo lagt frímerki. Nú
reiknast svo til, að hæð steins-
ins tákni þann tíma sem jörðin
hefur verið til (tvö til fjögur
biljón ár), þykkt túskildingsins
þann tíma, sem maðurinn hefur
byggt hana, en þykkt frímerkis-
ins þann tíma síðan hann lærði
að skrifa (the historical period).
En á þessum — tiltölulega —
stutta tíma hefur honum tekist
að ná svo traustu haldi á frum-
orku náttúrunnar, að nú er hon-
um innan handar að eyðileggja
sig og allt líf í einum hvelli, og
gerir það kannske, eins og nú
horfir við.
----0----
Um algjörðan kulda er vitað
(273° á C., rétt um 460° á Famr.),
en á því stigi stöðvast öll hreyf-
ing í smáögnunum. Haldið er að
kuldinn í rúminu milli stjörnu-
klasanna (inter-galactic space)
slagi hátt upp að þessu stigi,
en þó ekki alveg, og nú hefur
tekist, í tilraunastofu, að kom-
ast vel innan einnar gráðu að
þessu marki. Um algjörða hrað-
ferð er einnig vitað — 186,282
mílur á sekúndunni, sem er
hraði ljóss- og útvarpsbylgjanna,
og er hraði þeirra ætíð sá sami,
jafnt hvort þær fara eina mílu
eða biljón. Um hástig hita er
ekki vitað, ef annars er um
„hingað en ekki lengra“ að
ræða. Sprenging uranium-kúl-
unnar framleiðir 50,000,000 gráða
hita, eins mikinn og innvortis 1
sólinni, og nóg til að eyðileggja
(fuse) vatnsefnis frumögnina.
En svo er sólin Sirius þrisvar
sinnum heitari en okkar sól, en
með því verður ekki sagt að þar
sé hápunktur hita.
Merkileg
Hjörtur Halldórsson mennta-
skólakennari er orðinn einn af
þörfustu og vinsælustu alþýðu-
fræðurum um náttúrufræðileg
efni. Á síðustu þremur til fjór-
um árum hefir hann flutt í út-
varp þrjá erindaflokka, hvern
öðrum fróðlegri og skemmti-
legri, og eru þeir að mestu leyti
þýðing á ritum þekktra er-
lendra vísindamanna. Fyrsti er-
indaflokkurinn var Uppruni og
eðli alheimsins, annar Hafið og
huldar lendur og sá þriðji Þætlir
úr ævisögu jarðar. Fyrsta er-
indaflokkinn gaf Hjörtur síðan
út á eigin kostnað, og er sú bók
nú uppseld. Hafið og huldar
lendur gaf Mál og menning út,
en Þælii úr ævisögu jarðar
hefir Hjörtur sjálfur nú gefið út
á eigin kostnað.
TJtgáfa slíkra bóka sem þess-
ara er hið mesta nauðsynjamál.
Útvarpsfræðsla um þessi efni
kemur að mjög takmörkuðum
notum og fer framhjá mörgum,
sem vildu njóta hennar. Og enda
þótt hugðarefni íslenzkrar al-
þýðu kunni að hafa tekið nokkr-
um breytingum á hinum „síð-
ustu og verstu tímum“, þá er
mannleg forvitni svo innilega
samgróin eðli mannsins, að fæst-
ir geta stillt sig um að skyggnast
um í huliðsheimum náttúrunnar,
ef hægt er á annað borð að
vekja athygli manna á töfrum
þeirra og fegurð. Og til þess
þarf ekki annað en að taka sér
litla bók í hönd, og hvort sem
mönnum er efnið meira eða
minna kunnugt fyrir, munu fáir
sleppa henni, fyrr en að loknum'
lestri. Hér er skyggnzt um í for-
tíð og framtíð, milljónir alda
fram og aftur í tímann. Og hver
er svo andlega volaður, að hann
fýsi ekki að afla sér vitneskju
um aldur og uppruna sólar, jarð-
ar og sólkerfis, myndun berglag-
anna undir fótum sér, jarðhit-
ans, sem brýzt út úr iðrum jarð-
ar, úthafanna og andrúmslofts-
ins? Hver vill ekki þekkja upp-
runa hins trygga förunautar
okkar, tunglsins, örið, sem það
skildi eftir, er það yfirgaf móður
hnött sinn, jörðina, væntanlegar
breytingar á lengd sólarhrings-
ins og fjarlægð tungls frá jörðu
og hinztu örlög sólkerfis okkar?
Og það hefði þótt fengur í því á
kvöldvökunum í gamla daga, ef
fróðleiksfús alþýðan hefði getaö
hlýtt á lýsingu á þróun lífsins
hér á jörðu, líkurnar fyrir því,
að líf þróist á öðrum hnöttum,
eðli og orsakir ísalda o. s. frv.
Allan þennan fróðleik finnum
fræðslurit
við í þessari litlu bók, Þættir úr
ævisögu jarðar, settan fram á
ljósu og lipru máli, svo að
hverjum skóladreng er auðskilið-
Dr. Sigurður Þórarinsson, jarð
fræðingur, ritar formála og
kemst þar m. a. svo að orði:
„Bók sú, sem hér um ræðir, er
að meginmáli endursögn á bók
eftir rússnesk-ameríska stjarn-
eðlisfræðinginn George Camow,
prófessor við háskólann í Wash-
ington. Gamow er heimsfrægnr
fyrir vísindarannsóknir sínar,
einkum fyrir rannsóknir á orku-
myndun í sólinni. Hann er og
víðkunnur fyrir alþýðleg fræði-
rit sín, sem þýdd hafa verið á
fjölda tungumála . . . Camow
kann þá kúnst að skri/a við leik-
mannahæfi um torskilin efni og
vekja áhuga lesendanna á því,
sem hann skrifar um, og er það
mikilsvert atriði. Mér virðist
mikil bót að því, að Hjörtur
Halldórsson hefir ekki haldið sig
eingöngu að bók Gamows, held-
ur lagfært hana að ýmsu leyti í
meðförum, fellt úr ýmis vafa-
söm atriði, skotið inn skýring-
um og gert grein fyrir skoðun-
um öðrum en þeim, sem Gamow
heldur fram. Eins og bókin er
úr garði gerð, get ég eindregið
mælt með henni sem alþýðlegu
fræðsluriti og hygg, að hún
muni verða mörgum til gagns og
ánægju“.
Undir þessi síðustu orð dr.
Sigurðar get ég tekið af eigin
reynslu. Bókin er prýdd mörg"
um myndum og frágangur allur
hinn bezti. Ég er þess fullviss,
að þessi bók verður vinsæl og
mikið lesin, ekki aðeins af þeún>
sem misstu af útvarpserindun-
um, heldur einnig — og jafnvel
hvað helzt — af þeim, sem á þau
hlýddu. Og vonandi lætur Hjört-
ur ekki hér staðar numið í a*"
þýðufræðslu sinni.
Björn L. Jónsson
—Mbl., 7. okt-
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
"A Realistic Approach to the
Hereafter"
by
Winnipeg author Edith Hansson
Bjornsson's Book Store
702 Sargent Ave.
Winnípeg