Lögberg - 11.11.1954, Page 3

Lögberg - 11.11.1954, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1954 3 THORA FRIÐRIKSSON: Alþingishúsið í Reykjavík IIINN 1. október 1953 hlustaði ** ég á alþingissetningarræðu séra Bjarna Jónssonar vígslu- biskups og mér þótti gaman að minnast þess, að hann notaði sama texta og Hilmar Finsen landshöfðingi, er hann fyrir 74 árum lagði hornstein alþingis- hússins. I þennan stein voru lagðar nokkrar myntir, sem þá gengu og ennfremur silfurskjöldur, áritaður þessum orðum: „Sann- leikurinn mun gera yður frjálsa“ (Jóhannes 8, 32). Var þetta texti Hilmars Finsens, sem hann not- aði við þá ræðu, er hann hélt fyrir húsinu, er það var reist. Mér virðist að þessi einkunnar- orð séu sérlega vel fallin til þess að vera fulltrúum þjóðar- innar leiðarstjarna bæði fyrr og síðar. Þessi orð hljóta að vera krafa sú, sem kjósendur gera til sinna þingmanna dag hvern. Þá var ég barn og horfði á þessa athöfn með vinstúlkum mínum, dætrum landshöfðingj- ans, Önnu og Olufu, og horfðum við á það, sem fram fór úr eystri glugganum í Kirkjustræti 12. Ég minnist þess að við heyrð- um ræðurnar vel, en vorum sjálfsagt of ungar til þess að meta þær að verðleikum. Við fylgdumst mjog vel með smíði hússins, sem gekk greitt, á þeirra tíma mælikvarða. Mátti heita að húsið væri fullgert að innan 1. júlí 1881, þegar alþingi kom saman það ár. Það var Hilmar Finsen, sem krafðist þess af dönsku stjórninni haust- ið 1873, að íslendingar fengju fullkomlega óbundið fjárforræði og átti hann mikinn þátt í því, að í fjárlögum ársins 1879 voru 100.000.00 kr. veittar til bygg- ingar alþingishúss í Reykjavík. I byggingarnefnd voru kosnir þeir Árni Thorsteinsson, Bergur Thorberg, Grímur Thomsen, Tryggvi Gunnarsson og Þórar- inn Böðvarsson. Fyrir hönd nefndarinnar sneri landshöfð- ingi sér til hins danska húsa- meistara, forstjóra listháskólans í Kaupmannahöfn, Meldahls, um að gera uppdrátt að hinu vænt- anlega alþingishúsi. Þessi nefnd valdi húsinu stað við Bakarabrekku (Bankastræti). Þennan vetur var þegar byrjað á því að höggva grjót og yfir- smiður ráðinn, F. Bald, sem hafði með sér marga stein- og múrsmiði. Bald var mjög ó- áhægður með þennan stað fyrir húsið, en fékk þó engu um þokað fyrr en Meldahl sjálfur aftók með öllu að húsið yrði reist 1 þessari brekku. Varð það úr að húsið yrði reist við Austur- völl, í hjarta bæjarins, sem átti sína sögu. Þegar dómkirkjan hafði verið endurreist árið 1848, var svo mikið byggingarefni afgangs, að það nægði í lítið einlyft hús. Þetta hús keypti faðir minn, Halldór Friðriksson, nokkrum árum seinna og bjó þar til æfi- loka. Þetta er húsið Kirkju- stræti 12. Húsinu fylgdi þá tölu- verð lóð austur og suður að tjörn, þar sem móðir mín hafði garða og ræktaði grænmeti og blóm. Eins og þá tíðkaðist í Reykjavík voru hlaðnir grjót- veggir um garða, en ég held, að ég fari rétt með það, að faðir ftiinn var hinn fyrsti, sem lét oaúra steinvegg mót norðri. Ribs °g blóm þrifust vel undir þess- ^m vegg og minnist ég þess hve ^árt okkur tók, er þessi reitur okkar var rifinn undir grunn hins nýja alþingishúss. Faðir foinn ákvað, að ef húsið yrði selt eftir sinn dag, skyldi al- þingishúsið hafa forkaupsrétt að því, enda er það nú í eign ríkis- sjóðs. — ☆ — Svo ég víki nú aftur að bygg- lngu alþingishússins, minnist ég sérstaklega yfirsmiðsins Bald, sem ég kynntist mjög vel, þar sem hann var vinur og heima- gangur í húsi foreldra minna, enda átti hann leið þar um dag hvern. Eins og ég hef getið um þegar, vorum við vinkonur áhugasamir borgarar Reykja- víkur og glöddumst yfir öllum framförum í bænum og fylgd- umst vel með þeim húsum, sem voru í smíðum, og þá sérstaklega alþingishúsinu. í frístundum okkar flæktumst við þarna fram og aftur alla daga. Þegar húsið var komið undir þak, lét Bald útbúa eitt herbergi sem skrifstofu handa sér 9g þar •sá ég fyrst alla uppdrætti Mel- dahls og útskýrði Bald þá fyrir okkur. Um kjallara var aldrei að ræða, vegna vatnsaga, en á aðal- uppdrættinum var mjög svo fagur og tígulegur grunnmúr, sem byggingarnefndin afréð þó að sleppa, vegna fjárskorts! Þetta var smásmuguleg sparsemi og hörmulegt tiltæki, því að við þetta missti húsið þann svip, sem því hafði upphaflega verið ætlaður. Harmaði Bald þetta stórlega „og þó er það að nokkru leyti mér að kenna“, andvarpaði hann og sagði okkur langa sorg- arsögu í því sambandi. 1 höfuð- dráttum átti hún rætur sínar að rekja til samgönguleysis þeirra tíma. Póstferðir voru strjálar og fyrsta símskeytið barst ekki til Reykjavíkur fyrr en 26 árum síðar. Eins og áður er sagt, af- tók Meldahl að byggja húsið við Bakarabrekku og tók þá alþingis nefndin að sér að segja Bald fyrir verkum. Hann var í mikl- um vanda staddur, því þar sem ekki var um neitt samband við Meldahl að ræða, lá við að smíði hússins yrði stöðvuð og öllum samningum við erlenda og inn- lenda verkamenn riftað um leið. En Bald tók þá ábyrgðina á sínar herðar og framfylgdi á- kvörðunum alþingisnefndarinn- ar, enda fékk hann óþökk fyrir hjá Meldahl. — ☆ — Veturinn 1881 var óvenjulegur á marga lund. Fyrst gengu svo miklar frosthörkur að höfnina lagði út að eyjum og var þangað farið bæði ríðandi og á sleðum. 19. febrúar stíflaðist lækurinn og rennur bæjarins og varð þá svo mikið flóð, að farið var á bátum milli húsa. — Séra Matthías Jochumsson, sem bjó í Austur- stræti, um þær mundir, orti af því tilefni: Æddi hrönn, en hræddist þjóð, hús og stræti flóa, sást ei þvílíkt syndaflóð síðan á dögum Nóa, o. s. frv. Fyrir sunnan og vestan húsið okkar hafði faðir minn látið byggja svonefnt „pakkhús“ og var það bæði fjós og fjárhús hans. En er vatnið tók að flæða inn í þetta hús, minnist ég, hve aumingja kindurnar jörmuðu mikið og báru sig illa. Þá bar Bald þar að, og hann skaut skjólshúsi yfir þær í alþingis- húsinu, sem var orðið svo vel múrað, að ekki flæddi inn. Ennfremur minnist ég þess, að það vakti mikla kátínu, að er rollurnar voru taldar inn í húsið, voru þær einmitt 32 að tölu — jafnmargar þingmönnum þess tíma. — ☆ — Eins og áður var sagt, var al- þingishúsið því nær fullbúið, utan og innan 1. júlí 1881, og að sjálfsögðu fjölmenntu menn utan af landi til að vera viðstaddir hina hátíðlegu vígslu Alþingis- húss íslendinga. Enda þótt húsa- kynnin væru mikil á þeirra tíma mælikvarða, var fleira fólk fyrir utan húsið en inn í það komst. Var samt góð regla á götunum í kring. í neðri deildar sal sátu þing- menn og æðstu embættismenn. í efri deild og hliðarherbergjum var fullt af öðrum boðsgestum. Aðgöngumiðum var einnig út- býtt að áheyrendapöllunum og að sjálfsögðu var engum börnum hleypt þarna inn. Undantekning frá því var þó að við vinkon- urnar, Anna og Olufa Finsen og ég komumst inn fyrir, og varð það með þeim hætti, sem nú skal greina. Húsameistarinn Bald kom að máli við okkur daginn áður og sagði okkur í trúnaði að sér hefði verið úthlutað þremur boðsmiðum til ráðstöfunar að vild. Sagðist hann ætla að gefa okkur þá, því að enginn hefði fylgzt með byggingu þessa húss af meiri áhuga og hrifningu en við, og þætti sér því sjálfsagt að við yrðum við vígsluna. „En þetta er nokkuð erfitt“, sagði hann, „því að feður ykkar væru vísir til að koma í veg fyrir þetta, og verður það því að vera leyndarmál okkar í milli. Eins og þið vitið, safnast þingmenn og boðsgestir saman í alþingis- húsinu, en þaðan verður gengið í skrúðgöngu til kirkju, og verð ég að vera þar með. En þegar komið er úr kirkjunni ætla ég að laumast að bakdyrum al- þingishússins, og verðið þið að bíða mín þar. Fylgi ég ykkur þá upp á áheyrendapallinn og kem ykkur fyrir á fyrsta bekk fyrir miðju, þar sem þið sjáið og heyrið vel, það sem fram fer. En svo verð ég að yfirgefa ykkur og flýta mér á minn stað í skrúðgöngunni“. Allt gekk þetta eftir áætlun og við sátum þarna á ágætum stað og sáum salinn fyllast af boðs- gestum. — Áheyrendapallarnir tóku nú einnig að fyllast, og allt í einu ruddist inn kona með miklu brauki og bramli og óð að okkur þar sem við sátum svo ánægðar. Var þetta Katrín, kona Benedikts Sveinssonar, fyrrum yfirdómara. Rak hún okkur upp úr sætum okkar og sagði að það væri hart, að kona mikils met- ins alþingismanns, (þau hjón voru raunar skilin þá) gæti ekki komizt í sæti fyrir krökkum. Reyndum við eitthvað að malda í móinn og sýna miðana okkar. Kallaði hún þá með þjósti á ein- hvern umsjónarmann á pallin- um og skipaði honum að reka Félagsbækumar verða 5 og ársgjald 60 krónur Félagsbækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins eru gefnar út í stærri upplögum en nokkrar aðrar bækur á íslandi, en félags- gjaldið, sem menn fá fimm bækur fyrir er mjög lágt, aðeins 60 krónur, eða svipað og ein meðalbók myndi kosta í mörg- um tilfellum. Félagsbækurnar verða að þessu sinni þessar: Bandaríkin efitir Benedikt Gröndal ritstjóra. Er það sjötta bókin, sem út kemur í heildarsafninu „Lönd og lýðir“, sem orðið hefir mjög vinsælt, ekki sízt meðal yngra fólksins. í safninu eru ráðgerðar 25 bækur og verður nú útgáfunni hraðað með því að gefa út í safninu í haust, sem aukafélags- bók, er félagsmenn geta keypt með mjög 'vægu verði. Verður sú bók um Finnland, rituð af Baldri Bjarnasyni. Af öðrum félagsbókum skal nefna Sögur Fjallkonunnar, í þeirri bók eru skemmtilegar sögur úr „Fjallkonunni“, blaði Valdimars Ásmundssonar. Jón Guðnason þjóðskjalavörður valdi sögurnar og sá um útgáfuna. Verður bókin í sama broti og Sagnaþættir Fjallkonunnar, sem komu út í fyrra og nutu mikilla vinsælda. Þá verða kvæði Bjarna Thor- arensens í bókaflokknum „ís- lenzk úrvalsljóð“. Kristján Karls son magister valdi kvæðin og skrifaði formála. Eru úrvalsljóð Bjarna þrettánda bindið í þess- um bókaflokki. Að lokum kemur gvo Andvari og Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags, eins og venjulega. okkur út. Honum mun hafa verið kunnugt um, hvernig stóð á veru okkar þarna, svo að hann reyndi að hola okkur niður á einum af öftustu bekkjunum á pallinum, þar sem við smæl- ingjarnir, hvorki sáum né heyrðum! Ekki þorðum við þó aðfc' segja frá þessu, því að við viss- um sem var, að okkur hafði verið smyglað inn. — ☆ — Að lokum vil ég geta þess, að æskuvinkona mín, frú Anna Finsen Klocker lézt nú síðast- liðið vor 24. apríl, og skrifuð- umst við á til hennar hinztu stundar. Hún kom aðeins einu sinni til fæðingarlands síns eftir að hún fluttist með foreldrum sínum alfarin héðan 1882. Það- var árið 1938 sem hún kom og var hún þá sjötug að aldri. Auk stjórnarráðshússins, þar sem hún fæddist, var alþingis- húsið einn sá staður, sem bernskuminningar okkar voru nánast tengdar og rifjuðum við upp margt frá þeim tímum í sambandi við það hús. Henni urðu það vonbrigði, að olíu- myndin af föður hennar, sem þingmenn höfðu gefið alþingi, var ekki í sal neðri deildar, eins og hún hafði búizt við. Myndina var hvergi að finna í alþingis- húsinu árið 1938. Var okkur sagt, að hún væri geymd í málverka- safni ríkisins. Síðustu 2 árin, sem hún lifði, minntist hún oft á þetta mál, og rétt áður en hún dó, gat ég fært henni þá gleði- fregn, að myndin væri -aftur komin í alþingishúsið, en væri nú í einu hliðarherbergjanna við sal neðri deildar. En mér er spurn, hvort myndin sé þarna á réttum stað? Þeir Tryggvi Gunnarsson, Ei- ríkur Briem og Jón Þórarinsson, sem gengust fyrir því, að mynd- in var gerð, gerðu það í vitund þess hvað Hilmar Finsen lands- höfðingi hafði gert fyrir landið, og að hann í rauninni var „faðir“ alþingishússins og ætti því að heiðra minningu hans sérstak- lega á þeim stað. Aukafélagsbækur, er koma út á árinu og félagsmenn geta feng- ið með 20—30% afslætti eru meðal annars Andvökur Stephans G. II. bindi. Fyrsta bindið kom út í fyrra. Sú bók er komin út og er nokkuð á sjötta hundrað blaðsíður í stóru broti og mjög til útgáfunnar vandað. Dr. Þorkell Jóhannesson há- skólarektor hefir séð um út- gáfuna. Þá kemur út fyrri hluti 8. bindis af Sögu íslendinga. Fjall- ar það um tímabilið 1830—1874. Jónas Jónsson skólastjóri ritar þettan þátt sögunnar. Mannfundir nefnist bók, er Vilhjálmur Þ. Gíslason hefir tekið samah. Er það sýnisbók íslenzkrar ræðumennsku og orð- listar í þúsund ár. Þá er væntan- legt fyrra bindi af Heimsbók- menntasögu, sem Kristmann Guðmundsson rithöfundur tók saman, og loks íslenzkar dul- sagnir eftir Óskar Clausen. Önnur rit útgáfunnar í ár og ráðgerð á næsta ári eru Ind- verskt helgirit, sem Sören Sören- sen hefir þýtt úr frummálinu, en hann mun allra íslenzkra manna bezt að sér um indversk fræði. Er hér um að ræða Dhamma pada, eða Bókina um dyggðina, eins og þýðandi nefnir hana á íslenzku. Á næsta ári er ráðgert að hefja útgáfu á ævisögu Tryggva Gunnarssonar í þrem bindum eftir dr. Þorkel Jóhannesson háskólarektor , og Hvers vegna? Vegna þess, í endurskoðaðri út- gáfu Jóns Eyþórssonar. —TIMINN, 7. okt. — Lesb. Mbl., 3. okt. Margar bækur væntanlegar fró Menningarsjóði í haust Business and Professional Cards Phone 74-7855 ESTIMATES FREE Dr. P. H. T. Thorlakson J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles WINNIPEG CLINIC Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Condensation PHONE 92-6441 S32 Simcoe St. Winnipeu, Man. J. J. Swanson & Co. LIMITED SEWING MACHINES 508 AVENUE BLDG. WINNIPEG Darn socks iri a jiffy. Mend, Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- weave in holes and sew beautifully. vega peningalÉLn og eldsá.byrgB, bifreiCaábyrgð o. s. frv. 474 Poriage Ave. Phone 92-7538 Winnipeg, Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur f augna, eyrna, nef SARGENT TAXI og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. PHONE 20-4845 Graham and Kcnnedy St. Skrifstofusími 92-3851 For Quick, Reliahle Service Heimasími 40-3794 Dunwoody Saul Smith DR. E. JOHNSON & Company Chartered Accountants 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipcg, Man. Phones: Office 26 — Residence 230 And offices at: FORT WILLIAM - KENÖRA FORT FRANCES - ATIKOKAN Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m. Hofið Thorvaldson, Eggertson, Höfn Bastin & Stringer í huga Barristers and Solicitors Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc , 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. 3498 Osler St„ Vancouver, B.C. PHONE 32-8291 ARLINGTON PHARMACY CANADIAN FISH Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargent PRODUCERS LTD. Phone 3-55S0 J. H. PAGE. Managing Dlrector We Handle School Supplies Wholesale Distributors of Fresh and We collect light, water and Frozen Fish phone bills. Post Office 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Kes.: 72-3917 Muir's Drug Store Ltd. Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 J. CLUBB * FAMILY DRUGGIST Dr. L. A. Sigurdson SERVING THE WEST END FOR 528 MEDICAL ARTS BUILDING 27 YEARS Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Phone 74-4422 Ellice & Home and by appointment. Thorarinson & Appleby A. S. BARDAL LTD. Barristers and Solicitors FUNERAL HOME S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. 843 Sherbrook Street W. R. Appleby, B.A.. L.L.M. Selur líkkistur og annaat um ttt- 701 Somerset Bldg. farir. Allur tttbúnaCur sá beztl. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 StofnaC 1894 SlMI 74-7474 Phone 92-7025 Phone 74-5257 7M Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavllion General Hospital H. J. H. PALMASON Nell's Flower Shop Chartered Acccintant Wedding Bouqueta, Cut Flowers, Funeral Deslgns. Corsages, 505 Coníederation Life Buildlng Bedding Plants WINNIPEG MANITOBA Nell Johnson Res. Phone 74-S753 Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjansaon 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3561 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Wlnnipeg PHONB »2-.624 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstrlbutors of “ FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-5227 Gilbart Funeral Home Selklrk. Manltoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk — - EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniloba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykhftfar, öruggasta eldsvörn, og ftvalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ny uppfyndlng. Sparar eldi- viC, heldur hita frft aC rjúka ttt meC reyknum.—SkrifiC, slmlC tll KELLY SVEINSiON (22 WaU St. Winnlpet Just North of Portage Ave. Slmar 8-3744 — 8-4431 Van's Etectric Ltd. 636 Sarganl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL e:k .7!fn’klfj — ADMIlkAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 J. Wilfrid Swanson 81 Co. Insursnce ln all lts brenches Beal Estate - Mortgages - Rentals 21» POWER BUILDINO Telephone 93-7181 Bes. 44-348S LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.