Lögberg


Lögberg - 11.11.1954, Qupperneq 4

Lögberg - 11.11.1954, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1954 Lögberg Ritstjóri; EINAR P. JÓNSSON GefiíS {tt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENITE, WINNIPEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENCE, WINNIPEG, MAN PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Cclumbia Presa Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Oífice Department, Ottawa Orslit aukakosninganna Svo sem áður var vitað, voru haldnar síðastliðinn mánudag í sex kjördæmum aukakosningar til sambands- þings og lauk þeim á þann veg, að í fjórum þeirra gengu frambjóðendur Liberalstjórnarinnar sigrandi af hólmi; þessi fjögur kjördæmi eru í Quebec og Ontario og urðu úrslit í þeim öllum óbreytt frá því í síðustu almennum kosn- ingum; íhaldsmenn héldu þingsæti sínu í Ontario, en þing- maður þess var Mr. Adamson, sá er líf sitt lét í flugslysinu mikla við Moose Jaw í Saskatchewan-fylkinu. Mr. Bryce varð sigursæll í Selkirk, svo sem í rauninni mátti vænta; hann stóð frambjóðendum hinna flokkanna betur að vígi með því að hafa setið á þingi fyrir kjördæmið í tvö kjörtímabil og þekt af eigin reynd hvern krók og kima; þó var hér ekki um neinn stórsigur að ræða vegna þess að við síðustu kosningar beið Mr. Bryce lægra hlut með sáralitlum atkvæðamim, tæpum tvö hundruð at- kvæðum. Mr. Shanski fékk allmikið fylgi og má vel una við sinn hlut, því þetta var hans fyrsta kosningatilraun til þingsetu og verði hann í kjöri við næstu sambandskosningar, getur hann orðið Mr. Bryce hættulegur keppinautur. Um Mr. Veitch, frambjóðanda íhaldsmanna er það að segja, að hann bætti til muna aðstöðu flokks síns í kjör- dæminu þó litlar líkur séu á, að flokkur hans nái þar yfir- ráðum fyrir næstu aldamót. Áminst aukakosning í Selkirk var sótt af kappi miklu og stundum viðhaft óþvegið orðbragð, og það ekki sízt af hálfu ýmissa þeirra, er fastast fylgdu Mr. Bryce að málum; þeir um það. Kjósendur hafa kveðið upp dóm sinn og meirihluti þeirra fengið vilja sínum framgengt svo sem lýðræðið krefst; hvort viturlega hafi tekist til um þingmannsvalið eins og ástóð, getur vissulega orðið álitamál. ☆ ☆ ☆ Lætur af formannsstöðu Hinn djúpskygni hugsuður, Mr. Nehru, forsætisráð- herra Indlands, einn hinna áhrifamestu stjórnmálamanna sinnar samtíðar, sem verið hefir um lengst skeið formaður voldugasta stjórnmálaflokksins í landinu, hefir fengið lausn frá formannsstöðunni og gaf jafnframt í skyn, að hann hefði í hyggju að láta af stjórnarforustunni; en er til ákvörðunar kom, vildu flokksbræður hans ekki taka slíkt í mál, því þá yrði þjóðin eins og höfuðlaus her; það varð því að ráði, að Mr. Nehru skyldi framvegis gegna forsætisráðherra- embættinu og fá sér til aðstoðar að minsta kosti tvo vara- ráðherra til að létta honum störfin. Mr. Nehru hefir ekki ávalt átt sjö dagana sæla; barátta hans fyrir sjálfsforræði þjóðar sinnar var ekkert áhlaupa- verk; hann var hvað ofan í annað settur í svartholið vegna mótþróa við brezk stjórnarvöld; en jafnskjótt og hann kom út í sólskinið á ný, hóf hann viðreisnar- og frelsisbaráttu sína sannfærður um sigurmátt góðs málstaðar. Mr. Nehru er friðarvinur mikill og hatast við blóðs- úthellingar og stríð; þeir Ghandi og hann voru á einu máli um það, að indverska þjóðin ynni aldrei fult sjálfsforræði með vopnaburði, heldur yrði það að vera réttlætiskrafan, grundvölluð á gagnkvæmum skilningi, er leitt gæti sjálf- stæðismálið til farsællegra lykta, og sú varð að lokum raunin á. Þó Mr. Nehru sé fyrst og fremst hugsjónamaður, þykir hann einnig manna hagsýnastur og mikilvirkastur varðandi efnalega viðreisn þjóðar sinnar; hann hefir hrundið í fram- kvæmd margháttuðum umbótum á vettvangi landbúnaðar- ins og fært iðnaðarmálin mjög til betri vegar; hann hefir látið svo ummælt, að alger útrýming örbirgðarinnar sé markið, er stefna beri að; leiðin að því marki getur orðið löng og vafalaust verður hún torsótt með köflum, þó góðum vilja séu í rauninni engin takmörk sett. Fræðslumál Indlands hafa tekið miklum stakkaskiptum síðan Mr. Nehru tók við völdum, skólum hefir fjölgað mikið, nýjar kenslubækur verið samdar og margföld áherzla verið lögð á mentun og hæfni kennara við það, sem áður var. Þó Mr. Nehru sé Asíumaður og vilji í öllu veg hinnar voldugu og fjölmeíinu Austurálfu, á vestræn menning þó góðan hauk í horni þar, sem hann á í hlut. ☆ ☆ ☆ Vagga menningarinnar Brezkur vísindamaður, Julian Huxley, staðhæfir í ferðabók sinni “From An Antique Land,” að vagga mann- kynsins hafi staðið í Mið-Asíu og þangað eigi menningin rætur sínar að rekja; í einum kafla bókarinnar kemst Mr. Huxley svo að orði: '„Austur þar kom jarðræktin fyrst til sögunnar; þar var hjólið fundið upp og þar voru reist hin fyrstu steinhús; þar voru vatnsveitur gerðar og málmsmíði hafin; þar lærðu menn fyrst að skrifa og þar átti stafrófið upptök sín; þar var fyrst lögð stund á stjörnufræði, stærðfræði og landa- fræði og þar komu til skjalanna fyrstu heimspekingarnir og þar var fyrst lagður grundvöllur að bókasöfnum; þar hófst höggmyndagerðin, málverkalistin og húsagerðarlistin og þar kviknaði í huga mannsins trúarvitundin um einn og almáttugan guð“. Brosmildi hershöfðinginn Mao Tse-Tung Maðurinn. sem verður íorseti Kína, ef fellur frá eða forfallast í vikunni, sem leið, var mikið um dýrðir í Peking, en þá var þess minnzt, að fimm ár voru liðin síðan fullur sigur var unninn í borgarastyrjöldinni í Kína og sett var á laggirnar kommúnistisk stjórn fyrir allt Kínaveldi. Margir af leiðtogum kommúnista í öðrum löndum mættu í Peking við þetta tæki- færi. Frá Sovétríkjunum voru t. d. mættir Krusheff, aðalritari kommúnistaflokksins, Bulganin, hermálaráðherra, og Mikoyan, verzlunarmálaráðherra. Þykir þetta benda til, að Rússar leggi nú kapp á að sýna Pekingstjórn- inni sem mesta virðingu. Við þetta tækifæri flutti her- málaráðherra Pekingstjórnar- innar ræðu, sem vakið hefir mikla athygli. Hann skoraði á herinn að vera undir það búinn, að sú stund nálgaðist, að honum yrði falið það hlutverk að „frelsa“ Formósu, en baráttunni fyrir „frelsun" Formósu yrði haldið áfram sleitulaust, unz fylgismenn Chiang Kai Sheks og Bandaríkjamenn hefðu verið hraktir þaðan að fullu og öllu. Nýi varaforsetinn Áður en þessi hátíðahöld fóru fram hafði kínverska þingið kosið Mao Tse-Tung sem forseta ríkisins, en það kom nú saman 1 fyrsta sinn eftir að kosið hafði verið til þess samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá. Við þessu hafði verið búizt og vakti sú kosning því ekki verulega at- hygli. Hins vegar var beðið eftir því með nokkurri eftirvæntingu, hver yrði kosinn vara-forseti. Áður höfðu vara-forsetar verið fjórir en samkvæmt hinni nýju kosningaskrá átti aðeins að kjósa einn. Allmiklar getgátur höfðu verið um það, hver hnossið myndi hljóta. Margir höfðu talið líklegt, að Chou En-lai yrði kjörinn vara- forseti, en svo fór ekki. Vara-for- seti var kjörinn Chu Teh hers- höfðingi. Ef Mao Tse-Tung fellur frá eða forfallast á næstu fjórum árum, verður það því Chu Teh, sem tekur sæti hans. Mesti hershöfðingi Kína Chu Teh er 67 ára gamall. Hann er talinn nánasti persónu- legur vinur Mao Tse-Tung. Kín- verska byltingin er oft sögð verk þeirra tveggja. Því þykir ekki undarlegt, að Mao Tse- Tungkjósi Chu Teh helzt sem eftirmann sinn. Chu Teh er af ríkum ættum kominn. Hann var fremur svall- gjarn í æsku og neytti um skeið ópíums, en vandi sig svo af því. Ber það vott um viljaþrek hans. Á námsárum sínum dvaldi hann víða erlendis, m. a. alllengi í Þýzkalandi. Eftir heimkomuna gerðist hann liðsforingi. Þegar leiðir Chiang Kai Sheks og kommúnista skildu, fylgdi Chu Teh kommúnistum. Á flokks- þingi kommúnista 1931 var hann kjörinn yfirmaður rauða hers- ins kínverska og var síðan yfir- maður hans þangað til byltingin var til lykta leidd. Hann fékk fljótt það orð á sig, að hann væri bezti hershöfðingi Kína. Hann þótti ekki aðeins snjall skipu- leggjari, heldur var honum ekki síður tilið til gildis, hve gott lag hann hafði á samstarfsmönnum sínum. Brosmildi hershöfðinginn Framkoma Chu Teh ber þess ekki merki, að hann sé stjórn- samur og atorkumikill her- stjórnandi. Hann er sagður manna kurteisastur og elskuleg- astur í viðmóti. Kínverjar eru sagðir manna brosmildastir, en um Chu Teh hefir verið sagt, að hann væri brosmildastur allra Kínverja. Oft hefir hann líka verið kallaður brosmildi hershöfðinginn. Undir brosi hans hefir hins vegar leynzt mikil harka. Hann hefir ekki hikað við að taka ákvarðanir, sem oltið hafa á lífi þúsunda manna, og fylgt þeim fram vægðarlaust, hvað sem það hefir kostað. Sagt er, að Mao og Chu Teh hafi aldrei orðið sundurorða. Mao hefir verið einráður á stjórnmálasviðinu en Chu Teh á sviði hermálanna. Mao hefir borið fullt traust til hans og Chu Teh hefir sýnt, að hann er traustsins maklegur. Eftir að borgarastyrjöldinni lauk hefir minna borið á Chu Teh opinberlega. Hann hefir þó verið talinn einn af voldugustu mönnum Kína og sá af sam- starfsmönnum Mao, er hann tæki mest tillit til. Samt var Atlantis — skröksaga eða virkileiki? —L. F. Ný bók, “The Ocean River”, eftir tvo merka fræðimenn, þá Henry Chapin og Dr. F. G. Walton Smith, flytur rök fyrir þá niðurstöðu þeirra, eftir lang- an eltingarleik og grandskoðun allra gagna, að munnmælin um hið týnda land, Atlantis, sé annað og meira en gróusaga ein. En Atlantis, eftir fornum fræð- um, var landflæmi í vestur frá Spáni, sem sökk í sjó nokkrum þúsundum ára — tíu til þrjátíu þúsund — fyrir Kristsburð, þar sem menning komst á nokkuð hátt stig, en fórst svo með öllu í náttúru-umbrotum. Hómer, Sólon, Heródes og sérstaklega Plató geta um Atlantis og þann straum menningar, sem þaðan kom til Miðjarðarhafslandanna. Eins og vitað er, liggur hár fjallahryggur á botni Atlanz- hafs frá norðri til suðurs, allt frá íslandi til Suður-lshafsins. Sumstaðar liggur hann skamt fyrir neðan yfirborð sjávar, og á stöku stað skýtur hann tindum upp úr sjó, svo sem Azores, Canary og Cape Verde eyjarnar. Höfundar þessarar bókar halda það sennilegt, að færa rök fyrir því, að þessi fjallahryggur hafi í eina tíð verið stórum hærri, og partar hans staðið upp úr sjó, en svo hafi jarðarskorpan lagað sig til þannig að hann lækkaði að mun, ekki endilega snögglega, en þó svo úrskerandi að kann- ske flest af því fólki fórst, sem á honum bjó. Þeir benda þó á, að til dæmis gæti Basque fólks- stofninn hafa komist burt í tíma og tekið sér bólfestu á vesturströnd Spánar og Frakk- lands, þar sem eftirkomendur hans búa til þessa dags. Og það er víst, að sá kynflokkur hefir lengi verið mann- og málsfræð- ingum ráðgáta. Svo lítið á hann skylt við aðra kynflokka Evrópu, að hann er sem úr öðrum heimi, sérstaklega hvað tungumál snertir. Höfundunum þykir einnig líklegt, að hinar leyndar- dómsfullu myndir greyptar á veggi jarðhella á Suður-Frakk- landi hafi verið gerðar af mönn- um, sem komust til meginlands- ins frá Atlantis. Þeir telja og mörg fleiri merki þess að menning fólks á vesturströnd Evrópu kom ekki öll að austan. Jarðskorpan er stöðugt að breytast, einnig á vorum dögum, oftast tiltölulega hægfara en þó svo að vel má fylgjast með á stöku stöðum. Til dæmis, er Grænlandseyjan stöðugt að nálg- ast meginland Ameríku og um leið að hníga í sjó að vestan- verðu; og Herculesar-sundið (Strait of Gibraltar) var aðeins ein míla á breidd fimm hundruð árum fyrir Kristsburð, en er nú fimmtán mílur. Eyjar stinga sér upp úr sjó og aðrar sökkva. Og víst er, að ísaldirnar, hver af annari, hafa haft í för með sér stórkostlegar breytingar bæði á sjó og landi. Til sönnunar þessu nægir að benda á leifar hita- beltisskepna, sem finnast í Al- berta-fylki í Canada, sem nú er allfjarri hitabeltinu. Ef litið er á kort Atlanzhafs strandanna, Evrópu og Afríku að austan og Norður og Suður- Ameríku að vestan, leynir það sér ekki að þessi landflæmi voru í eina tíð áföst. Bumba annars fellur inn í skarð hins vegar, eins og á logníssflákum. En er flæmi það, sem varð að Vesturheimi, tók að fjarlægjast og vatn að fylla skörðin, urðu mikil umbrot og fjallahryggur sá reis upp, sem nú er að finna á botni Atlanzhafsins. Þetta þykir höfundum þessarar bókar ekki ólíklega tilgetið. Þeir spá því, að þegar kafað verður á því tvö þúsund feta dýpi, þar sem áður Atlantis stóð upp úr sjó (en nútíðar tækni verður ^þess bráðum megnug), þá muni koma í leitirnar leifar af byggð og menningu þeirrar tíðar, er Atlantis var annað og meira en skröksaga, eins og nú. búizt við, að yngri maður yrði valinn í sæti varaforsetans. Val hans er talið stafa af því, að Mao hafi ekki treyst öðrum betur og jafnframt hafi hann talið það hyggilegt til að tryggja fylgi hersins. Staða Chou En-lai Strax eftir að Mao hafði verið kjörinn forseti, tilkynnti hann, að hann myndi útnefna Chou En-lai forsætisráðherra, en þeirri stöðu gegndi hann áður. Samkvæmt hinni nýju stjórnar- skrá tilnefnir forsetinn forsætis- ráðherrann. Forsætisráðherra- embættið er bæði mikil valda- og virðingarstaða, en getur þó verið ótrygg, þar sem forsetinn hefir skipun hennar í hendi sér. Þótt Chou En-lai þyki hæfi- leikamaður, virðist staða hans aldrei hafa verið mjög sterk í flokknum. Hann hefir starfað öllu meira sem embættismaður en flokksforingi. Valdamikill maður Mikla athygli vakti formanns kjörið í hinni föstu stjórnar- nefnd þingsins, en sú nefnd er mjög valdamikil. Hún skal fyrir Framhald á bls. 8 Cobble and Stove for hand-fired furnaces. Booker Nut for Bookers. Stoker Size for Stokers. All Oil Treated. HAGBORG FUEL PHONE 74-5451 John Olafson, Representative. PHONE 3-7340 WEAR A POPPY In Flanders Fields the poppies grow Between the crosses row on row, That mark our place, and in the sky The larks, still bravely singing, fly. Scarce heard amid the guns below. We are the dead. Short days ago We lived, felt dawn, saw sunset glow. Loved and were loved, and now we lie In Flanders Fields. Take up our quarrel with the foe; To you, from failing hands, we throw The torch; be yours to hold it high. If ye break faith with us who die We shall not sleep, though poppies grow, In Flanders Fields. Lt.-Col. John McCrae. This space donated by DREVlfRYS MANITOBA DIVISION WESTERN CANADA BREWERIES LIMITED MD-350 vegna Qjjjg . hæfni - Fullnægingar * CCM C.C.M. JOYCYCLES 26J C.C.M. BIKE-WAGONS C.C.M MATCHED SKATING SETS C.C.M BICYCLES

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.