Lögberg


Lögberg - 11.11.1954, Qupperneq 7

Lögberg - 11.11.1954, Qupperneq 7
7 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1954 P. V. G. KOLKA: Minning íslendings — Andrés Daníelsson, friðdómari — FAST nagar Níðhöggur tímans rætur þeirra máttarviða, er hátt hafa borið íslenzka tungu og ís- lenzkan þjóðarmetnað yfir meg- inland Norður-Ameríku, frá Atlantshafi til Kyrrahafs. Fallið hafa þeir hver af öðrum hin síðari ár, —r Ásmundur P. Jó- hansson, Arinbjörn S. Bárdal, séra Egill H. Fáfnis og nú síðast Andrés Daníelsson (Andrew Danielson), friðdómari og fyrr- um þingmaður í Washingtonríki á Kyrrahafsströnd. Andrés Daníelsson var Hún- vetningur, fæddur á Harrastöð- um á Skagaströnd 21. des. 1879. Foreldrar hans voru Daníel Andrésson, eyfirzkrar ættar, gáfaður maður og orðsnjall, og Hlíf Jónsdóttir, systir Björns hreppstjóra á Veðramóti, ein hinna nafnkunnu Háagerðis- systra. Daníel drukknaði í Gönguskarðsá frá konu með þremur kornungum sonum, og lifir nú aðeins einn þeirra, Árni kaupmaður og bóndi á Sjávar- borg. Ekkjan átti fárra kosta völ og barst því til Ameríku í Vestur- farastraum harðindaáranna milli 1880 og ’90, en er þangað kom, gat hún ekki haldið fjölskyld- unni saman, Andrés lenti hjá föðurbróður sínum, bónda í einni íslendingabyggðinni, og ólst þar upp við miskunnarlitla vinnuhörku og harðrétti, en slíkt var venjulegt hlutskipti ís- lenzkra landnema á þeim árum. Varð hann m. a. að flytja mjólk búsins til bæjarins á opnum vagni eða sleða, klæðlítill oft í 30—40° frosti. Ef til vill hefur sú raun orðið til þess að hann leitaði hlýrri landa, þegar hon- um jókst aldur og sjálfstæði. Létti hann ekki för sinni fyrr en vestur á Kyrrahafsströnd, settist að í Blaine í Washingtonríki árið 1901 og átti þar heima alla æfi síðan. Blaine er nyrzti bær Banda- ríkjanna á Kyrrahafsströnd, stendur fast við landamærin, niður yið Puget-sundið, en handan þess breiðist Vancouver- eyjan, fjöllótt og nær tvö hundruð kílómetra á lengd, svo að bærinn liggur ekki fyrir opnu hafi. Þarna er hið ákjósan- legasta loftslag og mikil náttúru- fegurð, frjósamt sléttuland hið uæsta, skógi vaxnar hlíðar og dalir Klettafjallanna í nokkurri fjarlægð, en hátt yfir þær gnæf- ir við sólheiðan himinn mjall- hvítur jökultindurinn á Mount Baker, sem er allt að því tvöfalt hærri en öræfajökull. Andrés fékkst við almenn verzlunarstörf fyrst eftir að hann kom til Blaine, gerðist síðar vátryggingaumboðsmaður og fasteignasali, en byggð var þá uijög að aukast á ströndinni og jafnan síðan. Hann komst með tímanum í góð efni og mikið álit uieðal samborgara sinna, var kosinn á þing Washingtonríkis fimm sinnum í röð, en síðan friðdómari og lögregludómari í Blaine. Kosið er í þær stöður oieð almennum kosningum, en þeim fylgir það að annast ýmis- leg notarial-störf, borgaralegar hjónavígslur og hafa með hönd- hm rannsókn og dómsuppsögn í ftúnniháttar lögreglumálum. — Andrés Daníelsson Lögfræðipróf þarf ekki til þessa, enda var Andrés lítt skólageng- inn, en hann var víðlesinn mað- ur og vel að sér í öllu, sem laut að starfi hans, enda var hann upp á síðkastið kosinn í það mót- atkvæðalaust. Árið 1905 kvæntist Andrés Guðbjörgu Ingimundardóttur frá Tungubakka og var heimili þeirra um nær hálfrar aldar skeið ein þekktasta miðstöð ís- lenzks félagslífs á allri Kyrra- hafsströnd. Fór þar saman frá- bær gestrisni og alúð þeirra hjóna, ást þeirra á ættlandi sínu og dugnaður til allra úrræða. Undraðist ég, er ég dvaldi hjá þeim haustið 1950, að við fyrstu máltíðina var mér borið skyr, lifrapylsa, kæfa og annar ís- lenzkur matur, en það var að- eins einn votturinn um tryggð þeirra hjóna við gamla Frón. Höfðu þau verið frá byrjun máttarstólpar íslenzks safnaðar- lífs þar í bænum, en síðustu árin beindist starf Andrésar einkum að reisn og rekstri hins ágæta og fagra elliheimilis íslendinga þar, Stafholts, og var hann fram- kvæmdastjóri þess til dauðadags og fórnaði þyí bæði fé og kröft- um. Landar hans þar vestra hafa nú ákveðið að setja upp í Staf- holti eirmynd af honum í þakk- arskyni fyrir störf hans í þágu stofunarinnar. Guðbjörg kona Andrésar er móðursystir mín og var ég því viðloðandi á heimili þeirra um 2—3 vikna skeið, svo að mér gafst kostur á að kynnast Andrési allvel. Hann var meðal- maður á allan vöxt, eða vart það, grannholda, einarðlegur á svip og hvatlegur til orðs og æðis, glaðvær og kíminn í við- ræðum, en hélt mjög fast á sínu máli og muil hafa notið þess á yngri árum að standa í nokkrum styr, enda fljótur að koma fyrir sig orði. Kann ég m. a. um það þá sögu, frá fyrri árum, þegar íslendingar voru enn fáir og lítilsmetnir þar á ströndinn, að Andrés var eitt sinn að tala við nokkra landa á götu úti. Vatt sér þá að þeim vel velmetinn borgari þarlendur og spurði þá hvers vegna þeir töluðu ekki ensku sín á milli eins og aðrir góðir þegnar landsins. Andrés varð skjótur til svars og sagði: „Þetta mál er talað í himnaríki og það er fullboðlegt hér líka“. Dr. Valdimar J. Eylands hefur ritað allítarlega um Andrés Daníelsson í Tímarit Þjóðrækn- KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK isfélagsins fyrir 5—6 árum, en um þingstörf hans veit ég lítið annað en það, sem ég hef séð um það efni í enskum blaðaúr- klippum frá Kyrrahafsströnd nú við lát hans. Segir þar m. a. eftir að talin hafa verið upp ýmisleg mál, sem hann kom fram: „Sem löggjafi ávann hann sér og hélt virðingu samþingmanna sinna fyrir skjótan skilning á meðferð mála og nýjum frum- vörpum, fyrir drengilega yfir- vegun og fyrir örugga baráttu sína fyrir því, sem hann taldi satt og rétt .... Hann var rök- fastur og snjall ræðumaður bæði á íslenzku og ensku .... Hann var ákveðinn talsmaður þess, sem hann áleit rétt, jafnvel þótt hann stofnaði bæði vináttu og viðskiptasamböndum í hættu með því. Hann hikaði ekki við að fara einförum (“was a lon'e wolf”) bæði sem kaupsýslumað- ur og þingmaður, tók sínar eigin ákvarðanir og hélt fast við þær, hvað sem það kostaði. Sem friðdómari og löggæzlumaður gat hann stært sig af réttlátri og drengilegri beitingu dómsvalds- ins, en á lögunum hafði hann staðgóða þekkingu og skiining“. Andrés heitinn hafði um ára- skeið kennt hjartasjúkdóms („kranzæðakölkunar"), en hann unni sér mjög sjaldan hvíldar og fór lítt að læknisráðum. Hann andaðist að heimili sínu 1 Blaine 13. sept. síðast. eftir hálfs mánaðar legu. Jarðarförin fór fram tveim dögum seinna og er talin sú fjölmennasta, sem sézt hefur í Blaine. Andrés Daníelsson var sæmd- ur riddarakrossi Fálkaorðunnar í janúar 1952. Hann var lítt gef- inn fyrir allt tildur eins og fleiri Vestur-íslendingar af gamla skólanum, en það hygg ég, að hann hafi glaðst yfir þessum virðingarvotti, sem honum var sýndur heiman að frá gamla landinu. Var hann hans og vel maklegur, því að hann var einn þeirra manna, sem báru hróður íslands til fjarlægra stranda. —Mbl., 14. okt. Sigurður Einarsson í Holli: SÆMUNDUR FRÓÐI Hans fas var mótað af Suðurheims lærdómi og list, en ljómi vökullar skyggni yfir augum og hvarmi. Og þrátt fyrir klerksins búnað, sem bar hann yzt, stóð bjóðandi máttur af návist hans einni — og varmi. Hann átti dulræðan seið í tilliti og svörum, bar sólfar af kyrrlátu brosi á harðlegum vörum. Það var, sem hann skildi mein og torrek hvers manns, og mönnum fannst rakna hver vandi við tilkomu hans. Svo vel kunni enginn að hlusta og skilja, sem hann, né heyra undir orðanna niði, hvað braut við grunninn. Hann grendi rakleitt gegnum hvern einasta mann, hvað geymt var í hjartans fylgsnum — og borið í munninn. En ættargeðið, sem skýft hefði brynjur og skildi, var skorðað af taminni ró og fálátri mildi. Það hóflynda þrek var í angist og einveru sótt á andvökustundum í þögulla mustera nótt. Og því varð fylkingin þétt um hans skriftastól, að þar var sjálfgert að lúta drottins valdi, hver fólginn uggur, hver freisting, sem hjartað ól, hvert falið afbrot, hver hrösun, sem brjóstið kvaldi, hér fékk það mál, hið minnsta jafnt sem hið stærsta, var metið og vegið fyrir ásýnd hins hæsta, og viljinn efldur til alls, sem varð bætt með dáð, en ofviða tökin falin drottins náð. Menn vissu hvorki á vizku hans djúp eða grunn, en virtu — og skelfdust — þann mátt, sem bjó í hans ráðum, því hvassar beit dómsorð, sem leið um hans mildorða munn, en margra exi, þótt reidd væri höndum báðum. Þá grunaði ekki, að máttur hans vizku og megin var mannvitsins þrotlausa glíma við hel og regin kristölluð niður í kjarki og vilja eins manns, sem krafði skaparann sjálfan um tilgang hans. í veröld þess guðs, þar sem vizka og kærleiki er eitt í verund síns smiðar, hlaut illskan að verða blekking, og Satan og ár, og hver ógn, sem þeir fengju beitt, að andhælis-spotti, sem hrökk fýrir sannleik og þekking. Þótt helslóða kynni hann um komandi aldir og daga sem kveljandi martröð um hrollsjúka veröld að draga — hér varð hann í mynd sinnar mæðu og fánýta strits að meinlausum þræli, og athlægi karlmennsku og vits. II Hann bar þann metnað að gera sinn norræna garð að glæstu setri æðstu listar og fræða. Hann leit á blómann af Arambans mennt, sem arð síns anda, jafnt sem fjársjóðu norrænna kvæða. Hjá Plató og Zenó var hugur hans kvöldgestur heima, hann hvessti sjónir til yztu veraldar geima og nam þar af hverjum, sem hann hafði komizt hæst — en hitt sveið sem ögrun, er duldist, bundið og læst. Því sál hans var borin hð ráða hverja rún og rýna hverja gátu frá árdegi tíða, að standa skyggn á freistinga-fjallsins brún, sjá fegurð og virkt þessa heims fyrir sjónir líða, og kunna sérhvað, sem arnfleygur andi má læra, að eiga lykil hvers kraftar, sem duftið má hræra: Hann vissi, að þetta er vegur og köllun manns, hans vígsla til þjónustu guðs og sannleikans. Hann sá í óra-framtíð það volduga vit, sem vegur stjarnanna þunga og duft þeirra greinir, sem fleygar í þúsundir aflgeisla ljóssins lit, sem leysir bönd hverrar eindar og mátt hennar reynir, sem klýfur hið þunga vatn og vefur og magnar veraldarskelfi úr sprengjunnar smæstu agnar og skapar sér máttarins upprisu úr efnisins fjötrum með ásýnd og flíkur hins liðna í henglum og tötrum. Þann dag myndi heimsins stríði og stormi létt, sú stund hlaut að verða mannkynsins æðsta — eða hinzta. Á skelfiþröm máttarins veldu menn vitsins rétt — ei valdsins sverð — í skiptum hins stærsta og minnsta. Þann dag myndi falla gríma grimmdar og þótta af guðlausri veröld þjáninga, haturs og ótta, en Miðgarður hefja sína gömlu, ginnhelgu vé um gervalla jörð — undir lífsins og skilningsins tré. Febrúar—ágúst —Alþbl. HELGAFELL, stærsta og nýjasta samvinnu- skipið, komið til heimahafnar í Reykjavík I gær kom til iandsins nýj- asta kaupskip íslenzka flot- ans, HELGAFELL, eign Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga. — Skipið kom hingað með sementsfarm frá Álaborg í Danmörku, en það er smíðað í Svíþjóð. SKIPIÐ kom á ytri höfnina í Reykjavík um hádegið í gær og var það þá fánum skreytt stafna á milli. Eftir vegabréfa- og tollafgreiðslu' á ytri höfninni kom það að bryggju í Reykja- víkurhöfn. Var þar saman kom- inn mannfjöldi á bryggjunni til þess að fagna þessum nýja og góða farkosti landsmanna og fjöl mennti starfsfólk SIS við þetta tækifæri. Sigurður Kristinsson, formað- ur SIS, bauð skipið velkomið með stuttri ræðu og fögnuðu við staddir skipskomunni með fer- földu húrrahrópi að ræðu hans lokinni. \ í heimahöfn Þá hélt Hjörtur Hjartar fram- kvæmdastjóri skipadeildar SÍS ræðu af brúarvæng skipsins, en harin veitti skipinu móttöku í Svíþjóð fyrir hönd Sambands- ins. Bauð Hjörtur síðan við- stöddum um borð til að skoða skipið. — Heimahöfn þess er Reykjavík. * Nýja skipið er 3250 smálestir að stærð og lestar því þriðjungi meira en næst stærsta skip SÍS, Arnarfell, sem þó er að kalla jafnstórt að utanmáli. Er burð- arþol skipsins meira vegna auk- ins styrkleika og annars fyrir- komulags á lestum. Er Helgafell lokað milliþilfarsskip. Að útliti er skipið svipað Arnarfelli og Kötlu. Það er 271,5 fet á lengd og 40,6 fet á breidd. Skipið er smíðað í Óskarshöfn í Svíþjóð. Það er með 1600 hest- afla aðalvél og gegnur að jafnaði um 12 sjómílur. Gekk það 14,4 mílur í reynsluferðinni. Vindur þess geta lyft allt að fimm smá- lestum, en auk þess er bóma við eina lestina, sem lyft getur 25 smálestum. Skipið er mjög vandað að öll- um frágangi og íbúðir áhafnar vistlegar og haganlega fyrir komið. Skipið er búið öllum siglingatækjum af fullkomnustu gerð. Hefir það sjálfvirkt vél- stýri, sem stillt er eftir áttavita, þegar siglt er í hafi. 1 kortaklefa er hraðamælir, þar sem hægt er að lesa af beint á hraða skipsins í sjómílum og þarf þá ekki neina snúru utanborðs. Annar mælir sýnir mismun á hleðslu skipsins að aftan og framan. Þá er í skipinu gyro-áttaviti af fullkomnustu gerð og mjög vönduð ratsjá, brezk, af Decca- gerð. Hjálparvélar skipsins eru brezkar. Skipið er mannað 23 mönnum og má segja að þar sé valinn maður í hverju rúmi, eins og á hinum samvinnuskipunum. — Skipstjóri er Bergur Pálsson. sem búinn er að vera skipstjóri á Hvassafelli í sex ár, en er þó aðeins 37 ára. Hann er óvenju traustur maður, elskaður og virtur af skipshöfn sinni, enda stakt prúðmenni í allri fram- göngu. Fyrsti vélstióri er Ásgeir Árnason, áður á Hvassafelli. Er hann þrautreyndur og öruggur í starfi sínu og vinsæll maður. Fyrsti stýrimaður er Hektor Sigurðsson, áður á Jökulfelli og annar vélstjóri Þórarinn Sig- mundsson. Báðir kornungir menn og ágætir sjómenn. Annar stýrimaður er Ingi B. Halldórs- son og loftskeytamaður Ingólfur Viktorsson. Með komu Helgafells eru sam- vinnuskipin orðin sex, samtals 11 þúsund lestir, rösklega þó. Hin skipin eru Arnarfell og Hvassafell bæði 2300 iestir að stærð, Jökulfell 1045 lestir, Dísarfell 1038 lestir og Litlafell 917 lestir. Rekstri samvinnuskipanna er vel stjórnað, enda afkoma þeirra mjög góð og reksturinn hag- kvæmur. Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri skipadeildar SIS, er ungur maður en ötull stjórn- andi samvinnuskipanna, en rekstur þeirra er einn þýðingar- mesti þátturinn í starfi sam- vinnusamtakanna. Góðar óskir samvinnumanna og landsmanna alira munu fylgja Helgafelli og áhöfn þess, hvert sem leiðirnar kunna að liggja um höfin. —TÍMINN, 6. okt. SÍÐAN 1910 Canadískir menn bera traust til ^ Tip Top Tailors elztu og stærstu fef=- fatagerðarinnar í Canada. Tip Top föt, sniðin eftir máli, _njóta mestrar hylli í Can- =E==l ada vegna sniðs, gæða og endingar. Spyrjist fyr ir hjá nágranna yðar hann veitir svarið. Eeztu föt I Oanada, sem fáanleg eru. Avalt Tip Top búíS grendinni. T 31 Tip Top tailors Færið yður í nyt hina ódýrustu flugferð til íslands til heimsókna um jólaleytið! Sankti Kláus hefir rött fyrir sér. Fullkomnasta jólagjöfin, sem þér getið fært ástvinum yBar á íslandi er heimsókn yðar sjálfra um júlin. Og hinn mikli fjársparnaður, sem yður fellur í skaut á þessu "The Great Circle” ferðalagi, vekur margfaldan fögnuð, er heim kemur! Tíðar og reglubundnar flugferðir með 4 hreyfla Douglas Skymaster frá New Tork. Milli Reykjavíkur og New York báðar leiðir — AÐEINS $265 LeitiO frekari upplýsinga hjá umboðsmanni ferOa- skrifstofu yOar varOandi fargjöld. n /—\ n ICELANDICl AIRLINES 15 West 47th St„ N. Y. 36. PL 7-8585

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.