Lögberg - 11.11.1954, Side 8

Lögberg - 11.11.1954, Side 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1954 Úr borg og bygð Frá Laugardagsskólanum Aðsókn að Laugardagsskólan- um hefur enn sem komið er reynzt átakanlega lítil, aðeins 3 eða 4 heimili sent börn sín í skólann. Er það svo aumt, að raun er að þurfa að segja frá því. En vonandi þó, að fjölgi veru- lega í skólanum næsta laugar- dag eða laugardaga. Hentugar bækur hafa fengizt til kennslunnar, og fá börnin þær, þegar í • skólann kemur. Islenzkukennslan fer fram, svo sem áður hefur verið aug- lýst, á laugardagsmorgna í neðri sal Sambandskirkjunnar við Banning og hefst kl. 10.30. Á föstudaginn, 5. nóv. voru gefin saman í hjónaband að heimili Mr. og Mrs. Baldur Björnson, 300 Assiniboine Ave., þau Kristján Friðrik Petersön, slökkviliðsmaður hér í borginni, og Marian Louise Malnyk ung- frú. Foreldrar brúðgumans eru þau Halldóra og Vilhjálmur sál. Peterson (frá Stóru-Borg) fyrr- um kaupmaður á Baldur. Séra Valdimar J. Eylands fram- kvæmdi hjónavígsluna. 10 DAYS FREE TRIAL on a • Bed making is easy. Only one lightweight blanket. • Double or Single con- trol models for adjust- able temperature. • Choice of rose, green, blue and red. • Unconditionally guaran- teed for one year. • Costs abóut one cent a night for perfect sleep. Double Bed Size $00-95 with Single Control Double Bed Size $y| g.95 with Two Controls ** O Available on Easy Terms CITY HYORO PORTAGE AVENUE (East of Kennedy) Phone 96-8201 — HAUSTSALA — Hin árlega Haustsala Kven- félags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg verður haldin í neðri sal kirkjunnar á miðviku- daginn 17. nóvember frá kl. 2 til 5 og 7.30 til 10 e. h. Forseti, Mrs. Sigurjón Sigurd- son, ásamt vara-forseta Mrs. A. S. Bardal og heiðursforseta Mrs. O. Stephensen, taka á móti gestum. Söluborðin eru í umsjá for- stöðukvenna deilda: Mrs. S. O. Bjerring, Mrs. S. Sigurdson, Mrs. G. H. Nicholson og Mrs. S. Björnson; en kaffiborðin annast þær Mrs. F. Stephenson og Mrs. C. Olafson. Mrs. D. J. Jónasson og Mrs. Fred Bjarnason selja heima- bakað kaffibrauð og annað góð- gæti, en kjötmat ánnast þær Mrs. S. O. Bjerring og Mrs. Gunnl. Jóhannson. Mrs. J. S. Gillies og Mrs. F. Dalman hafa eftirlit með “White Elephant table” og “Surprise packages.” “HOBBY SHOW”, sýnishorn af allslags handavinnu og sauma skap, er meðlimir og aðstoðar- konur hafa unnið í frístundum, verður til aukaskemtunar. — Um kvöldið kl. 8.30 fer fram stutt prógram: Violin Solo: Mrs. Doreen Breckman og Electric Guitar Solo: Ronald Halldorson; einnig örstutt erindi um “Hobbies” flutt á ensku af Mrs. Albert Wathne. Konurnar mælast til að sem flestir vinir og velvildarmenn heimsæki Kvenfélagið 17. nóv- ember. Ýmsir smámunir, heppi- legir til jólagjafa, verða á boð- stólum, og allir éru boðnir og velkomnir. ☆ Clubs hold joint meeting A joint meeting of the Ice- landic National League, the Icelandic Canadian Club and the Leif Eiríksson Club was held on Monday evening, November lst, at the Clifford School. While held primarily to introduce new members to the Leif Eiríksson Club, it also allowed the clubs to get better acquainted with each other. There was a good crowd present. Art Swainson, the new Presi- dent of the Leif Eiríksson Club was the Chairman. A fairly re- cent film entitled “Iceland To-day” was shown. A prize- winning Canadian film: The Seasons, was also shown. This was a colour film in which, against a musical background, was depicted the effect of the changing seasons on the weather, landscape and wild life around Georgian Bay. It was an exellent film. Professor F. Guðmundsson showed some color slides of Southern Iceland and commented thereon. Greet- ings were brought by Dr. Eylands and Judge Lindal to the group. Refreshments and fellow- ship concluded a very enjoyable evening. ☆ Mr. og Mrs. J. B. Vopni frá Prince Albert, Sask., hafa dvalið hér í borginni nálægt þriggja vikna tíma í heimsókn til ætt- ingja og annara vina. Qud ilo.mattiu.lz: ^JahUuj, íloúi IN Canada Bókin er 283 blaðsíður að stærð, skreytt 23 fögrum og sögulegum myndum. Hér er um að ræða fyrir margra hluta sakir sérkenni- lega og merka bók, er fjallar um frumbyggjalíf og merka samtíðarmenn í Riverton og grend, svo sem Dr. S. O. Thompson; atvinnuhætti til lands og fiskveiðar á Winnipegvatni. Höfundur bókarinnar er af úkraníuættum og er mikill vinur íslenzka mann- félagsins í Norður-Nýja-íslandi. — Hann veitir forstöðu Sandy Bar hótelinu í Riverton. Bók þessi, sem prentuð er hjá The Columbia Press Limited, kostar í kápu $4.00, en í bandi $5.00. Pantanir ásamt andvirði, sendist MR. GUS ROMANIUK, Riverion, Man. Þegar Páll Guðmundsson fékk nýju lennurnar Nú er Páll með nýjan kjaft, — nú er karlinn sjáandi; — skáldið lengi hefir haft hann í slæmu „ástandi“. Lúðvík Kristjánsson ☆ — Silfurbrúðkaup — Tuttugu og fimm ára giftingar afmæli tveggja hjóna í Mikley voru haldin hátíðleg á laugar- dagskveldið í samkomuhúsi byggðarinnar, þeirra Mr. og Mrs. Sigurgeir Jónsson og Mr. og Mrs. Brynjólfur Doll. Eru þessi hjón bæði mjög vinsæl í héraði. ☆ Dr. og Mrs. S. E. Björnsson, eru nýflutt til bæjarins. Hafa þau búið í Miniota um all-langt skeið. Heimili þeirra verður að Dorchester Ave. ☆ Séra K. K. Ólafsson, fyrrum forseti Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vestur- heimi, er nú í þann veginn að láta af. fastri prestsþjónustu; hann er kunnur hæfileikamaður, málsnjall og fylginn sér. Hann hefir nú skipt um bústað og er hið nýja heimilisfang hans að 1608 Liberty Ave., Beloit, Wis.. U. S. A. ☆ The “Evening Alliance,” ladie’s, of the First Federated (Unitarian) church, are holding their Annual fall, Tea and Coffee party on Saturday November 13th, from 2.30—5.30 p.m. in the church parlors, corner of Banning and Sargent. Guests will be received by Miss Elsa Pétursson president, and Mrs. Wm. Suffka, General Convener. Other Conveners are, Tea table—Miss Fanny Sigurdson, Homecooking—Mrs. J. Árnason. Christmas cards will be on display. There will also be a “White Elephant” table. ☆ Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í kirkju lúterska safnaðarins á Gimli þau Miss June Dalman og Mr. Hermann Árnason rafvirki; brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Earl Dalman í Riverton, en brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. W. J. Árnason á Gimli. Séra H. S. Sigmar fram- kvæmdi hjónavígsluathöfnina. Um kvöldið var setin vegleg og fjölmenn brúðkaupsveizla í samkomuhúsi Riverton-bæjar, en í þeim bæ er brúðurin fædd og uppalin. — Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Winni- Peg. ☆ Á sunnudagsmorguninn var lézt að heimili sínu í Selkirk einn hinna ágætustu borgara bæjarins, Mr. Runólfur Benson kaupmaður 75 ára að aldri, ætt- aður frá Ljótsstöðum í Vopna- firði; hann lætur eftir sig sjö mannvænleg börn; einnig lifa hann tvær systur og einn bróðir. Útför Mr. Benson’s var gerð frá kirkju Selkirk-safnaðar í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Sigurður Ólafsson jarð- söng. Hinna mætu Benson-hjóna verður frekar minst í Lögbergi í næstu viku. • ☆ Mr. og Mrs. A. J. Thromberg frá Hay River, Northwest Terri- tories, eru nýlega komin til borgarinnar og munu dveljast hér fram eftir vetri. Mr. Throm- berg leit sem snöggvast inn á skrifstofuna til að heilsa upp á ritstjórann og greiða áskriftar- gjald sitt við blaðið; hann kvað þau hjón einkum hingað komin til að stytta fyrir sér veturinn; fátt sagði Mr. Thromberg að væri um íslendinga að Hay River, þó væri þar, auk þeirra, einn íslendingur, Sigurður Sig- urðsson, er ræki þar matvöru- verzlun. ☆ Séra Robert Jack frá Árborg var staddur í borginni á mánu- daginn var. Síðastliðinn mánudag lögðu af stað til Islands Þorsteinn Þor- steinsson óðalsbóndi á Húsafelli í Borgarfirði hinum meiri, Þor- steinn Hjálmarsson sundkennari úr Reykjavík og Ingibjörg Guðmundsdóttir úr Hafnarfirði, systir Páls Johnson leikhús- stjóra í St. Vital. Fólk þetta hafði dvalist hér um hríð í heim- sókn til ættingja og annara vina. ☆ Hinn 10. október síðastliðinn lézt í Calgary Indriði Reinholt byggingameistari 92 ára að aldri, fæddur á Akureyri 16. september 1862. Hann var frá- bær athafnamaður og drengur góður. 1 næstu viku munu birt- ast nokkur minningarorð um Indriða hér í blaðinu. ☆ Dr. og Mrs. William Ewart frá Pontiex, Sask., ér dvalið hafa hér. í þriggja daga heim- sókn hjá foreldrum Mrs. Ewart, Mr. og Mrs. Lúðvík Kristjáns- son, Banning St., lögðu af stað heimleiðis í gær. ☆ Frú Kristín Pálsson frá Lund- ar hefir dvalið í borginni nokkra undanfara daga. Skagfirzk vesfurheimska Man ég feðrafoldu og feðra minna ljóð; man ég hvar í moldu mitt hvílir hold og blóð. Man ég fjöll og fossa og fjólum skreyttan lund; man ég meyjarkossa og marga gleðistund. Forna, fagra saga með feðrahug og dáð; elskum alla daga og alt, sem þér er háð. Ættarland, vor eyja, vort auðdauðlega mál. Baldur, Freyr og Freyja þér friðar drekki skál. Vonum mínum velja vildi ég mætti beð. Fjólur fríðar telja og framtíð þeirra séð. Ég vildi ég mætti vaka hjá vinum langa stund, og svo með Ásum aka í eilífværan blund. Albert frá Tjörn Brosmildi . . . Framhald af bls. 4 þingsins hönd annast eftirlit með starfi ríkisstjórnarinnar. Þá skal hún ákveða, hvort hafin skuli styrjöld eða ekki, þegar slíkar ákvarðanir þarf að taka. Formaður þessarar nefndar var kjörinn Li-Shao-Chi, en hann er talinn sá af foringjum kínverskra kommúnista, sem er eindregnast fylgjandi nánu samstarfi við Rússa. Hann hefir lengi dvalið í Moskvu. Árið 1948 vakti hann athygli á sér fyrir að fordæma Tito. Þessir fjórir menn, Mao Tse- Tung (61 árs) Chu Teh (67 ára), Chou En-lai (56 ára) og Liu Shao-Chi (56 ára) eru nú taldir valdamestu menn Kína. Þeir mynda í sameiningu æðstu stjórnarnefnd Kínaveldis. Eftir kosningu og skipun þessara manna í umræddar trúnaðarstöður, hefir talsvert verið um það rætt, hvort þær bæru merki þess, að kínverskir kommúnistar hölluðust að aukn- um tengslum við Rússa eða ekki. Dómar um þetta eru mjög á reiki og verður því lítið á þeim byggt. Sama er og að segja um almennt álit á því, hvort Kínverjar muni taka upp nán- ari samvinnu við Rússa. Eftir Kínaförina virðist t. d. Attlee hallast að því í greinum sínum, að hægt kunni að vera að losa um böndin milli Kínverja og Rússa, og er þetta einnig álit Nehrus. Bevan hefir hins vegar haldið því fram eftir Kínaförina, að hann telji þetta mjög ólíklegt. —TIMINN, 5. okt. M ESSU BOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands. Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjuni sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Local Page ........ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 14. nóvember: Hnausa kl. 2 Riverton kl. 8. Roberl Jack ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 14. nóv.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Islenzk messa kl. 7 síðd. S. Ólafsson SONGS OF THE NORTH By S. K. HALL. Bac. Mus. JUST PUBLISHED— Volume III—Ten Icelandic Songs wlth English Translation and Piano Accompaniment. Price per copy—$2.00 On Sale by— S. K. HALL, Wynyard, Sask. Ágætt handa ömmudreng — og ömmu! Ljúffent á bragðiS. Wampole’s inniheldur ekki neina olfu og reynist fyrirtak ár flt og ár inn fyrir fólk á ölium aldri. Eink- um holt fyrir ungbörn. Auðugt af bœtlefni “D” og calcium. pað styrkir .bæði heilsu og llfsþrótt. Reyn- ^T7T*ITH?1 ið hetta sjálf. EXTRACT OF COD LIVER Hvort Keldur æskið þér að læra ensku eða frönsku Nýir innflytjendur til Canada, er ekki geta sótt tungumála- eða þegnréttindakenslustundir, geta fengið ókeypis sjálfkensluefni gegn umsókn til Canadian Citizenship Branch, West Block, Ottawa. Fyllið út eftirfylgjandi eyðublað og sendið í pósti til Canadian Citizenship Branch. I Sé áritun til ofangreindrar deildar þarf ekki frímerki. Merkið tungumálið sem þér óskið að læra. English ( ) French ( ) Your name and address (please print): BIRT AÐ TILHLUTAN: DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMIGRATION HON. J. W. PICKERSGILL, P.C., M.P., Minister of Citizenship and Immigration LAVAL FORTIER, O.B.E., Q.C., Deputy Minister of Citizenship and Immigration

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.