Lögberg


Lögberg - 18.11.1954, Qupperneq 5

Lögberg - 18.11.1954, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1954 5 *WV WWWW WWW www wwww AHUGAMAL LVENN/V Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON H L í N — Ársrit íslenzkra kvenna, 36. árgangur titgefandi os rltstjóri: HAIjIjDÓRA BJARNAÓTTIR. Akureyri Margar skemmtilegar og fróð- legar greinar flytur „HLÍN“ eins og að undanförnu; eru þær flokkaðir þannig eftir efni: — Merkiskonur; Uppeldis- og fræðslumál; Heilbrigðismál; Heimilisiðnaður; Garðyrkja; Fréttir frá félögum og Sitt af hverju. Á þessu ári hélt Samband norðlenskra kvenjia fjörutíu ára afmælisfund á Akureyri 1.—4. júlí, og er þess sérstaklega niinnst í ritinu. Þegar Sam- bandið var stofnað 1914 voru að- eins um 20 starfandi kvenfélög á sambandssvæðinu, en nú eru um 70 kvenfélög innan vébanda S. N. K. Skýrt er að nokkru frá starfi sambandsins á þessu tíma- bili. Sigríður Jóhannesdóttir frá Ási í Kelduhverfi segir skemmtilega frá ferðalagi fveggja þingeyskra kvenna á stofnfundinn, en Halldóra Bjarnadóttir, sem þá var skóla- stjóri barnaskólans á Akureyri, hafði sent tilmæli til Sambands þingeyskra kvenna um að senda fulltrúa; hún var, sem kunnugt er, einn aðalfrumkvöðullinn að stofnun S. N. K. í sambandi við afmælisfund- inn var haldin sýning á gömlum heimilisiðnaðarmunum og opn- aði forseti Islands, Ásgeir Ás- ‘'r. 1 ®rem geirsson sýninguna; sagði hann eimso n nieðal annars: „Þegar við feng- Um þetta boð frá Halldóru Bjarnadóttur, fór mér eins og stundum áður, þegar ég hef fengið nýtt hefti af „Hlín“ í hendur. Fyrsta hugsunin er þessi: Er Halldóra Bjarnadóttir enn við líði, þ. e. a. s. með óbil- aða starfskrafta, elju og áhuga á íslenzkum heimilisiðnaði? •— Mér er skylt að flytja þökk og láta í ljósi virðingu fyrir hennar fanga og þarfa dagsverki. — Hún hefir bjargað mörgu undan sjó, sem ekki mátti skolast burtu, bæði um ævi, kjör og handiðn íslenzkra kvenna og karla“. „HLÍN“ fæst hjá Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland Str., Winnipeg, Man. Verð ritsins er 50 cents auk 5 centa póstgjalds. að smekkur og fataprýði ráði altaf miklu, þá hygg ég, að þær hafi altaf verið vel klæddar eftir því sem efni leyfðu. — Ef vér skoðum vandlega hinar ágætu myndir Gaimards, þá er það eftirtektarvert, hve fataprúðar allar konur eru á myndunum. 1 þeim efnum á treysta dómi Fransmannsins. — Ég minnist líka með mikilli ánægju greinar, sem ég las nú ný- verið, og vissi ekki áður að var til, eftir Jónas Hallgrímsson um íslenzkan kvenbúning. Grein Jónasar er eins og myndir Gaimards. — Hann gerir að vísu grein fyrir hugsanlegum breyt- ingum, en segir jafnframt, að öll framkvæmd sé í höndum kven- þjóðarinnar sjálfrar. — Greinin sjálf er listaverk, og á sama er- indi í dag eins og fyrir meira en hundrað árum, ef ekki enn rík- ara. — Það er með stolti fyrir hönd þessa héraðs, sem ól Jónas Hallgrímsson, að ég nefni hann í sambandi við kvenbúning og heimilisiðnað. Mrs. Rebekka Bjarnason, landnámskona, að Skíðastöðum í Nýja-íslandi „Margmenni kvennanna hýrast vill heima, himneska friðinn í guðshúsi dreyma, vita ei af ljúfari friðun og fró; upp yfir fjöllin þær huga sinn hefja, hærra upp en þangað sem menn þeirra tefja, upp yfir efann sem aldrei fann ró“. —KARL CEROK (Þýtt af Matth. Jochumssyni) Fallegur er íslenzki skautbúningurinn I Dagens Nyheter, sænsku dagblaði, standa þessar setning- um hina opinberu íslenzku forseta- hjónanna: Islenzka forsetafrúin, Dóra Þórhallsdóttir kom fram á hall- arsvalirnar klædd íslenzkum þjóðbúningi. Það lá við, að hún skyggði á, ecía tæki ljómann af forsetanum, manni sínum og kónginum og drottningunni. Gaman er fyrir íslenzkar konur að eiga svo glæsilega for- setafrú og svo fagran þjóð- búning. Þjóðbúningur íslenzkra kvenna Eitt af áhugamálum Halldóru Hjarnadóttur hefir verið, að reyna að fyrirbyggja að hinn fagri þjóðbúningur íslenzkra kvenna legðist niður. Henni rnun styrkur í þeirri afstöðu, er íslenzku forsetahjónin taka til þess máls. Hér fer á eftir kafli ur ofangreindri ræðu forsetans: Fagurt kvensilfur er enn smíðað eftir fornum fyrirmynd- Um, og notkun á upphlut og skautfötum er fremur í vexti en hitt. — Peysufötum fer þó víst faskkandi, og er alt þetta mjög athugandi um íslenzkan kven- búning. — Það væri mikill á- vinningur fyrir alla alþýðu ftíanna til sjávar og sveita, ef unt væri að varðveita a. m. k. hátíðabúning kvenna. — Skaut- fötin sóma sér hvar sem er, og ekki sízt þar, sem viðhöfn er mest. — Upphlut og peysufötum hiá breyta eftir smekk og þæg- lndum, enda hafa konur gert það a öllum tímum, — en það er höfuðkostur á þjóðlegum bún- lngi kvenna, að hann er óháður hinni síhvarflandi tízku, sem er stjórnað af þeim, sem vilja selja ^eira en hægt er að slíta. — I þjóðbúningi verða konur af öll- Urn stéttum þjóðfélagsins jafn- h°tur klæddar. Islenzkar konur hafa orð á sér fyrir að klæða sig vel á alþjóða- Vlsu, svo að ekki þurfa karl- ^ennirnir að kvarta. — En þó Syngur sig inn á þjóðþing Bandaríkjanna I fréttunum, sem sagðar voru af nýafstöðnum kosningum í Bandaríkjunum, þótti það næsta frásöguvert í útvarpi og blöðum, að kona ein í Minnesota-ríkinu notaði sönggáfu sína til að ná fylgjendum og komast á þing. Heitir hún Mrs. Cornelia Knud- son, 42 ára húsmóðir og skóla- kennari; var hún í framboði af hálfu Demokrata og sótti gegn Republic-þingmanninum Harold Hagen, en í kjördæmi hans hefir hans flokkur fengið meir en 60 prósent atkvæða í kosn- ingum síðastliðinna ára. Báðir frambjóðendurnir töl- uðu gegn löggjöf búnaðarmála- ráðherrans, Ezra T. Benson’á, en Mrs. Knudson lét oftar til sín heyra um það mál en Mr. Hagen og var áheyrilegri. Hún hafði sem sé lært til söngs við Julliard söngskólann í New York, og kom það henni nú að góðu haldi. Hún orti brag við lagið Casey Jones, er hún nefndi: Sagan um þögula Harold. Sagt er að hún hafi heimsótt hvert einasta bænda- heimili í kjördæminu, sezt við hljóðfærið og byrjað að spila og syngja. Er efnið í einni vís- unni eitthvað á þessa leið: Söfn- umst saman og athugum störf þingmanns okkar, gamla þögula Harolds. Þegar Ezra þjakaði að bændum, kom Harold hvergi í ljós, því hugur hans var of bundinn eftirlaunum (þing- manna) til að hann gæti gefið sig að okkar vandamálum. — Hvort sem það var söngnum að þakka eða ekki, gekk Mrs. Knudson sigrandi af hólmi. Nú er eftir að vita hvort hún finnur hjá sér tilköllun til að lífga um- ræðurnar á þingi með því að „taka lagið“ af og til. Þessi háaldraða móðir og ætt- móðir er hér skal með nokkrum orðum getið, var fædd í Hlöðu- vík í Aðalvík í Isafjarðarsýslu 10. ágúst 1860. Foreldrar hennar voru Stefán Sigurðsson og Guð- rún ísleifsdóttir, hjón búandi í Hlöðuvík. Rebekka ólst upp með foreldrum sínum. Árið 1880 gift- ist hún Þórði Bjarnasyni, ættuð- um frá Hesteyri í Jökulfjörðum. Um hríð munu þau hafa búið að Látrum. Árið 1887 fluttu þau ásamt foreldrum Rebekku til Vesturheims, og settust að á Fögrubrekku í Árnesbygð í Nýja-íslandi. Þar bjuggu yngri hjónin í þrjú ár, en fluttu þá að Skíðastöðum í Suðurhluta Ár- nes-bygðar (nú Camp Morton), er var frumlandnámsjörð Jóns „læknis“, er þá var fluttur til íslendingabygðarinnar í Norður Dakota. Þórður og Rebekka bjuggu á Skíðastöðum þaðan af og farn- aðist vel. Þar andaðist Þórður í júnímánuði 1933. Þeim varð 5 barna auðið: Guðrún, Mrs. Marteinn John- son, á Gimli, látin 1936. Bjarni, bóndi á Skíðastöðum. Ragnheiður, Mrs. Alan Thorn- ton, d. 1934. Stefanía, hjúkrunarkona að mentun, heima á Skíðastöðum, er af mikilli snilld hjúkraði og annaðist um móður sína 1 elli hennar — og hefir um nokkra hríð staðið fyrir búi bræðra sinna. Þórður, bóndi á Skíðastöðum. Uppeldisdóttir Skíðastaða- hjónanna er Mrs. Guðríður Goodman, ekkja Árna bónda Goodman; þau bjuggu áður í sunnanverðri Árnesbygð. Guð- ríður er nú búsett í Winnipeg. Sex barnabörn og eitt barna- barnabarn Rebekku eru á lífi. Bæði voru Skíðastaðahjónin fædd og uppalin á Hornströnd- um — einu afskekktasta af byggðum svæðum ættlands vors, — og nú að mestu í eyði. Ég tilfæri hér orð Þorleifs Bjarnasonar, úr „Hornstrend- ingabók" hans, er lýsa af náinni þekkingu kjörum þessa brots ís- lenzku þjóðarinnar, er um hjá- liðnar aldir háði lífsbaráttu sína norður við Dumbshaf: Kynnir verzlun og viðskiptamcl íslendinga Erindi próf. Altmanns er að viða að sér efni í tímarit sitt, sem nefnist Westdeutsche Wirt- schaft og kemur út mánaðarlega. Gangi honum erindið vel mun hann gefa út sérstakt íslands- hefti, en til þess þarf hann bæði að viða að sér miklu af hvers konar heimildum og gögnum um verzlun og viðskipti Islendinga og jafnframt að safna auglýs- ingum frá fyrirtækjum hér, sem stofna vilja til eða halda áfram viðskiptum við Vestur-Þýzka- land. Tímai'it það, sem hér um ræð- ir, Westdeutsche Wirtschaft, gefur iðulega út sérhefti frá ýmsum löndum með ritgerðum, myndum og auglýsingum og er þá reynt að draga fram sérkenni í framleiðslu og viðskiptum hvers lands. Sjálfur er próf. Altmann ábyrgðarmaður tíma- ritsins og ritstjóri þeirrar deild- ar þess, sem fjallar um önnur lönd en Þýzkaland. Próf. Altman dvelur hér á- samt konu sinni. Hafa þau ferð- ast nokkuð um landið og munu gera það enn unz þau hverfa á brott. Láta þau hið bezta yfir dvölinni hér og róma fegurð og sérkennileik landsins. Harðir, miskunnarlausir vet- ur með langvinnum hríðarbylj- um og ískrandi náhljóðum haf- íssins gerðu Hornstrendinga þögula og innibyrgða, seina til að blanda geði við guma. Þeir urðu stórbrotnir í skapi og hátt- um, lausir við kveifarskap, ef þeir ekki brotnuðu undir álög- um umhverfis síns og urðu brákuðum reyr, blaktandi strá í gjörningaveðrum grályndrar náttúru. En fæstum fór svo. Þeir skapminnstu hertust til mikillar seiglu og urðu ósigr- andi þolendur harðréttis og hörmunga. Þeir urðu einlægir trúmenn og dýrkendur Drottins píslanna í Passíusálmum og hug- vekjum, urðu samþolendur hans og þakklátir því hlutskipti að líða mikið. Fastheldnir urðu þeir á gamlar venjur og hikandi gagnvart mörgu nýju. — Gest- risnir voru þeir og veitulir í fá- tækt sinni“. Ég hefi tilfært þessa gjör- athugulu lýsingu höfundarins, af því hún lýsir svo vel þrauta- ! kjörum margra eldri íslendinga — og forfeðra þeirra, — um leið og hún er lýsing á æsku- umhverfi Skíðastaða-hjónana beggja. Um 43 ára skeið bjuggu Bjarnason’s-hjónin að landnámi sínu farsælu og vaxandi búi, sjálfstæð, hjálpsöm og hjarta- hlý; þau báru byrðar lífsins með mikilli prýði gagnvart hinu nýja fósturlandi og kirkju sinni; voru jafnan tryggir og starfandi meðlimir Lúterska safnaðarins í Árnesi, og stöðugir kirkjugestir ásamt fjölskyldu sinni. Börnin þeirra mannvænleg og yfirlætis- laus, urðu þeim ljúfir samverka menn og hjálpendur. Synir þeirra, er jafnan dvöldu heima, léttu fljótt erfiðleikum og á- hyggjum búsins af öldruðum föður, og urðu hagkvæmir framkvæmdamenn. I umönnun barna sinna átti Rebekka fagra elli og áhyggjulausa. Ég, sem þessar línur rita, á ógleymanlegar minningar um Skíðastaðaheimilið, foreldrana og börnin. — Nýkominn til þjónustu í Gimli-prestakalli — öllum ókunnugur, er mér í minni, er ég kom gangandi, á ferð minni í sókninni, heim til þeirra — og mætti alúðlegum og ljúfum viðtökum, sem urðu ógleymanlegar — og all-oft end- urteknar á dvalarárum mínum í prestakallinu, en einnig eftir að ég fór þaðan. Djúp og inni- leg trúrækni mótaði alt heimilis- lífið, eftirminnileg og auðmjúk, er gerði hjónunum og börnum þeirra auðið að mæta áföllum lífsins, svo sem láti tveggja dætra þeirra frá börnum á bernsku- og ungþroska-aldri, með bjargföstu trausti á guð- lega forsjón, sem öllu stjórnar vel. Virtist mér trú Rebekku óvenjulega þjálfuð samfara vekjum og íslenzkum sálmabók- um og Passíusálmunum; munu þær bækur jafnan hafa verið um hönd hafðar á Skíðastaða- heimilinu. Hún andaðist 8. febrúar 1954, en útför hennar fór fram þann 12. s. m. Hún var lögð til hinztu hvíldar í litla ættargrafreitnum að Fögru- brekku, þar sem að foreldrar hennar, eiginmaður og aðrir ást- vinir hvíla. Séra Haraldur S. Sigmar á Gimli þjónaði við út- för hennar, er var fjölmenn. •— Að útfararathöfninni aflok- inni var öllum viðstöddum boðið heim að Skíðastöðum til að njóta góðgerða þar, að fornri og íslenzkri þjóðlegri venju. Flestir hinna fyrri landnema vorra eru nú fallnir í val víðs- vegar í bygðum Islendinga hér vestra — burtu fluttir með hin- um óstöðvandi straumi tímans. En minningin um þá lifir í hjört- um ástvina og annara, er nutu blessunar af góðvild þeirra og óeigingjörnu kærleiksríku ævi- starfi; þannig lifir minningin um hina hógværu og sönnu íslenzku landnámskonu, Rebekku á Skíða stöðum. S. Ólafsson RUTH MARTIN: OFSAREIÐI BARNA mikilli auðmýkt og trausti á guðlegri handleiðslu. Hún var börnum sínum sönn og góð móðir. Það var óvenjulega bjart og hlýtt um hana í elli hennar, í umönnun dóttur hennar og sona. Hún bar sinn háa aldur vonum framar vel. Lengst af gat hún að verki verið við tóvinnu, því að auðum höndum gat hún ekki setið, en frá barnæsku hafði hún störfum og iðjusemi vanist, er var hið órjúfanlega lögmál vors elzta fólks, ekki sízt þeirra, er háðu lífsbaráttu jafn harða og þrotlausa eins og átti sér stað í æsku-umhverfi hennar. En mesta gleði fann hún í ell- inni í lestri guðrækilegra bóka: Heilagri ritningu, í lestrarbók Jóns biskups Vídalíns, í Hug- Fyrir tveim dögum heimsótti ég vinkonu mína. Er ég kom til hennar leið henni illa. Hún var ráðþrota og niðurbeygð. Hún sagði mér hvers vegna henni liði svona illa. Og er hún hafði sagt mér ástæðuna fyrir ógleði sinni, þótti mér hún eðlileg. Fyrir nokkru hafði drengur- inn hennar, sem var fjögurra ára, fengið ofsareiðiköst, án nokkurrar ástæðu, að því er bezt var vitað. Og daginn, sem ég kom til þessarar vinkonu, hafði hún verið úti í verzlunum og haft Peter litla með sér. Krafð- ist hann þess þá að fá rjómaís. móðir hans sagði honum, að hann mætti ekki borða rjómaís, þar sem skammt væri þess að bíða, að miðdegisverður yrði borðaður. Drengurinn vildi ekki hlusta á skýringar móður sinnar og varð ofsalega reiður. Hún reyndi að koma Peter út úr verzluninni, en hann öskraði og stappaði fótunum í gólfið. Þetta vakti auðvitað athygli þeirra, er viðstaddir voru. Að lokum fleygði Peter sér á gólfið, sparkaði og öskraði, - og neitaði að standa á fætur. Móður hans féll þetta framfe'rði drengsins mjög illa. Hún varð alveg eyði- lögð. Veslings móðurinn tókst þó að koma drengnum út úr búðinni og heim með sér. En hann öskraði alla leiðina. Þegar ég kom var hann sofnaður vegna þreytu. Vinkona mín var að hugsa um það, hveð leiðinlegt það væri, að þurfa að segja manninum sínum, að Peter litli væri orð- inn vandræðabarn. En maður hennar vann á skrifstofu. Ég fullvissaði hana um það, að hún þyrfti ekki að óttast að drengurinn væri vandræðabarn, reiðiköst hans væri ekki eins al- varlegt mál og hún áleit. Auð- vitað sagði ég, að þessi ofsa- reiði væri hvimleið, en mundi ekki þjá drenginn né aðstand- endur hans til langframa. Næstum allar mæður hafa þvílíka erfiðleika við að fást fyrr eða síðar. Ég viðurkenni að þetta er allt átakanlegt í fyrsta sinn, sem það kemur fyrir. Einkum ef móðirin er utan heimilis með barnið þegar það fær reiðikast. Fólk gefur móður- inni ráð í þessu sambandi, sem borin eru fram í góðu skyni, en valda þó viðkomandi móður leiðindum. Það er einkum á aldursskeið- inu frá tveggja til fimm ára, að börnin valda vandræðum. Á þessum árum verða börnin fyrir mörgum nýjum áhrifum, er þau skilja ekki til hlítar, og valda þeim heilabrotum og marghátt- aðra tilfinninga, er þau botna lítið í. Þau fara þá að fá eðlilega meðfædda þörf til þess að ráða yfir einhverju og einhverjum. En fái þau völd, vita þau ekki hvernig með þau á að fara. Þeim virðist alltaf eitthvað hamla því, að þau fái að gera það, er þeim hefir í hug komið að framkvæma. Börnin skilja það auðvitað ekki alltaf, hvers vegna þau fá vilja sínum ekki framgengt. I hvert sinn, er það kemur fyrir, að þau verða að láta í minni pokann, reiðast þau. Þegar reið- in ber engan árangur, er ekki nema um eitt að ræða, þ. e. að flcygja sér niður og láta gólfið kenna á kröftum þeirra. Það er þýðingarmikið, að muna það, að börn í þvílíku ástandi eru ómóttækileg fyrir skynsamlegar fortölur. Það er oft erfitt að stilla sig um að slá í rassinn á þeim. En ef þér gerið það, þýðir það einungis að tveir eru orðnir reiðir í staðinn fyrir einn. Og það er mörgum sinnum verra. Það kemur ef til vill að gagni í bili. En sagan mun endurtaka sig innan skamms. Ef þér missið sjálfstjórnina gefið þér barninu afar mikið aukna valda-aðstöðu. Það er eðlilegt að barnið hugsi þá á þessa leið: „Hugsa sér að ég get komið fullorðnum í þvílíkt á- stand“. Nefnilega látið viðkom- andi reiðast. Það er árangurslaust að reyna til þess að tala um fyrir barni, þegar það hefir fengið ofsareiði- kast. Líklegt er, að börnin séu þá all-hrædd um, að illa geti farið fyrir þeim sjálfum. Eigi all-fáar mæður álíta, að einungis sé um þrjár leiðir að ræða undir þvílíkum kringum- stæðum. Berja barnið, látast ekki sjá reiði þess, eða draga dár að því. En ég get fullvissað yður um, að barnið batnar ekki minnstu vitund þótt þér hæðist að því. Börn meina það, sem þau segja, og gera, og þau skilja það ekki að framkoma þeirra sé heimskuleg og óviðeigandi. Sú aðferð, að láta sem þeim sé ekki veitt athygli kemur því aðeins að gagni, að reiðikastið stafi af löngun barnsins til þess að því sé veitt athygli. I því augnamiði neita sum börn því að borða eða fara á koppinn, þegar þess er þörf. Börnum þykir mikið varið í að þeim sé veitt athygli. Til þess að verða hennar aðnjót- andi svífast þau þess ekki, að ná henni með ólátum og annari leiðinlegri framkomu. Þau vilja vera persónan, sem alt snýst um, þótt það vari aðeins litla stund. Hið eina, sem þér getið gert, sem að gagni kemur, er það, að koma í veg fyrir reiði- köstin, með því að gera barninu skiljanlegt, hve afar vænt yður þyki um það. Málrómur yðar eða hljóm- blær raddarinnar hefir mikla þýðingu. Rödd yðar verður bæði að vera valdsmannsleg og vin- gjarnleg. Þegar barnið fær reiði- kast, óskar það þess að komast í ró, en veit ekki hvernig það má verða. Barnið þarf að hafa mögu- leika til þess að komast í sajnt lag, án þess að missa virðinguna fyrir sjálfu sér. Ef þér segið: „Hvað er þetta? Þú lætur eins og þú værir reiður“, mun barnið þegar breyta um strik og kom- ast í ró. Þegar barnið er orðið rólegt, eigið þér ekki að ávíta það. Og talið aldrei um reiði- köst þess, er óviðkomandi menn eru viðstaddir. Ef þér gerið það, mun reiðin blossa upp aftur. Hið bezta, sem hægt er að gera, er það, að slá striki yfir allt saman, og fá barninu eitt- hvert hlutverk til að leysa af hendi. Þá mun það gleyma öll- um óþægindum og vandræðum. Jóh. Sch. þýddi —ISLENDINGUR

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.