Lögberg - 18.11.1954, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1954
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
Úr borg og bygð
Jarðaríör
Björns Jónssonar Arnfinns-
sonar, sem andaðist 6. nóv. s.l.,
fór fram frá Lútersku kirkjunni
á Lundar, fimmtudaginn 11.
nóv. s.l. að viðstöddu miklu
fjölmenni. Séra Bragi Friðriks-
son jarðsöng.
Björn sál. var fæddur á bæn-
um Hamborg í Múlasýslu á Is-
landi 28. jan. 1874 Foreldrar
hans voru hjónin Sveinbjörg
Sigmundsdóttir, d. 1921, og Jón
Arnfinnsson, d. 1917. Bjuggu
þau hjón síðast í Hlíðarhúsum,
áður en þau héldu vestur um
haf árið 1903. Björn ólst upp á
íslandi og giftist þar Önnu
Jónsdóttur, Pálssonar frá Árna-
stöðum í Loðmundarfirði. Hing-
að til lands komu þau 1901.
Bjuggu fyrst 3 ár í Grunna-
vatnsbyggð, síðan 16 ár við
Siglunes og loks á Lundar
Eignuðust þau 11 börn og lifa
10 þeirra, auk einnar fóstur-
dóttur. Systkini átti Björn 3, tvo
bræður, Arnfinn og Helga, sem
nú eru báðir látnir, en systir
hans, frú Margrét Jóhannesson,
býr í Winnipeg. Þau hjón Anna
og Björn voru vel látin og vin-
sæl. — Björn var maður einkar
glaður og fjörmikill. Margir eru
þeir, sem minnast hans með
hlýju og þökk.
☆
Jónas Marino Jónasson, bóndi
í Geysis-byggð, lézt að heimili
sínu 2. nóv. s.l. Hann var 66 ára
að aldri. Hann lætur eftir sig
eiginkonu, Evelyn; sex sonu,
Marino Baldwin, Jónas, Björg-
vin, Steingrím, Einar og Ray-
mond; tvær dætur, Mrs. Guð-
rúnu Karvelson og Beatrice;
átta barnabörn; einn bróður,
Unvald, og fjórar systur, Mrs.
John Pálsson, Mrs. John Gutt-
ormsson, Mrs. Guðrún Jónasson
og Mrs. G. B. Jóhannsson.
☆
— AÐALFUNDUR —
Þjóðræknisdeildin „F R Ó N“
heldur aðalfund sinn í Góð-
templara-húsinu mánudags-
kvöldið 29. nóvember næstkom-
andi kl 8.15. — Nánar auglýst í
næsta blaði.
THOR VIKING, ritari
☆
Mr. Thorsteinn Ásgeirsson
málarameistari, er nýkominn til
borgarinnar norðan frá Lynn
Lake og er í þann veginn að
leggja upp í heimsókn til
íslands.
☆
Séra Guttormur Guttormsson
frá Minneota, Minn., var staddur
í borginni fyrripart vikunnar,
sem leið, og sat hér fund í fram-
kvæmdarnefnd íslenzka lúterska
kirkjufélagsins.
SONGS OF THE NORTH
By S. K. HALL. Bac. Mus.
JUST PUBLISHED—
Volume in—Ten Icelandic Songs
with English Translation and
Piano Accompaniment.
Price per copy—$2.00
On Saie by—
S. K. HALL, Wynyard, Sask.
Kaupið Lögberg
VEÐLESNESTA
ISLENZKA BLAÐIÐ
Ársritið HLÍN, sem frk. Hall-
dóra Bjarnadóttir gefur út og er
ritstjóri að, er nýkomið hingað
til kaupenda vestan hafs, og er
skemtilegt og fjölbreytt að efni;
rit þetta verðskuldar margfalt
meiri útbreiðslu en það nú
nýtur og er þess því að vænta,
að kaupendum fjölgi til muna.
Umboð fyrir HLIN hefir á
hendi Mrs. J. B. Skaptason, 378
Maryland Street, Winnipeg. ■—
Ritið kostar aðeins 50 cents.
Áskrifendur utanborgar greiði
burðargjald.
☆
Ungfrú Lilja Eylands söng
einsöngva yfir frönsku útvarps-
stöðina í St. Boniface á sunnu-
dagskvöldið var og var það ó-
blandið ánægjuefni að hlusta á
hina fögru rödd hennar og ágæta
tóntúlkun; við hljóðfærið var
hinn listræni píanóleikari ung-
frú Sigrid Bardal.
☆
Mr. og Mrs. J. Th. Beck fóru
norður til Oak View um helgina
í heimsókn til Mr. og Mrs. Joe
Johnson.
☆
Hr. Árni G. Eylands stjórnar-
ráðsfulltrúi frá Reykjavík kom
til borgarinnar á mánudaginn
ásamt frú sinni sunnan frá
Mountain, N. Dak., en þar flutti
hann erindi og sýndi kvikmynd-
ir í litum frá íslandi.
Séra B. Theodore Sigurðsson
og frú frá Mountain, komu með
hin mætu Eylandshjón í bíl sín-
um hingað norður.
☆
Mr. Th. Anderson bóndi frá
Churchbridge, Sask., var stadd-
ur í borginni í fyrri viku; hann
kvað uppskeru vestur þar hafa
orðið með rýrara móti jafnframt
því hve erfiðlega hefði tekist til
um heyskap vegna vatnselgs á
engjalöndum og óþurka.
☆
Þeir prestarnir séra Jóhann
Friðriksson frá Glenboro og séra
Bragi Friðriksson frá Lundar,
voru staddir í borginni á mánu-
daginn.
☆
Hin nýja skáldsaga frú Láru
Goodman Salverson, Immorlal
Rock, birtist nú sem framhalds-
saga í mánaðarritinu Canadian
Home Journal, og hafa lesendur
látið í Ijósi hrifningu yfir
sögunni.
☆
The Women's Association of the
First Lutheran Church held
their annual meeting November
9th. Officers elected were:
Past President, Mrs. Paul Good-
man; President, Mrs. Paul Sig-
urdson; Vice-President, Mrs. J.
Anderson; Treasurer, Mrs. E.J.
Helgason; Assistant Treasurer,
Mrs. H. Olsen; Recording Secre-
tary, Mrs. J. Ingimundson; Cor-
responding Secretary, Mrs. J.
Bergman; Publicity, Mrs. T. Gud
mundson; Membership, Mrs. I.
Swainson, Mrs. O. Skafeld;
Nominating Committee: Mrs. A.
Blondal, Mrs. R. Armstrong,
Mrs. R. Broadfoot.
☆
The Women’s Association will
hold their next meeting Tuesday
November 23rd in the lower
auditorium of the church.
Frá Laugardagsskólanum
Svo sem áður var skýrt frá,
fer fram íslenzkukennsla Laug-
ardagsskóla Þjóðræknisfélagsins
í neðri sal Sambandskirkjunnar,
Sargent og Bannig á laugardags-
morgna og hefst kl. 10.30 f. h.
Standið vörð um „Ástkæra,
ylhýra málið“, og látið börn
yðar verða aðnjótandi þeirrar
ágætu fræðslu í íslenzku, sem
skólinn hefir upp á að bjóða.
☆
Hjálparnefnd Sambandssafn-
aðar efnir til sölu á heimatil-
búnum mat svo sem rúllupylsu,
lifrapylsu og blóðmör, laugar-
daginn 20. nóv. n.k. Salan hefst
kl. 1 e. h. og er til kl. 5 e. h.
☆
Skýrt var frá því í dagblöð-
unum síðustu viku, að fólk þótt-
ist hafa séð einn af hinum
margumtöluðu fljúgandi diskum
svífa með miklum hraða yfir
Gimli í átt til flugstöðvanna
þar; og sögðust yfirmenn þar
hafa fengið nokkrar fyrirspurnir
þessu viðvíkjandi.
i ☆
Um miðjan vikuna, sem leið,
kom hingað flugleiðis frá íslandi
ungfrú Nanna Arnbjarnardóttir
ættuð af Hvammstanga í Húna-
vatnssýslu.
☆
Guðrún Signý, elzta dóttir
Mrs. John Sigurdson, Sandy
Hook, og Cpl. Bernard Paul
Sicotte, R.C.A.F., Gimli, voru
gefin saman í hjónaband í lút-
ersku kirkjunni að Husavik
af séra Harold S. Sigmar, 15.
október s.l. — Veizla var haldin
í samkomuhúsi byggðarinnar.
Alltaf ráðagóð
Það bar við fyrir nokkrum
árum í sláturstíðinni, að bónda-
kona utan af landi kom á rönt-
gen-deild Landsspítalans og var
með nokkrar rúllupylsur með
sér. Vildi hún fá pylsurnar
gegnumlýstar.
Ástæðan til þess var sú, að á
meðan hún var að búa til rúllu-
pylsurnar, hafði hún týnt gift-
ingarhringnum sínum, og þóttist
hún fullviss um, að hann leynd-
ist í einhverri pylsunni. Fannst
henni borga sig betur að taka
sér ferð á hendur til höfuðstað-
arins og fá allar pylsurnar gegn-
umlýstar, í staðinn fyrir að
skera þær e. t. v. allar niður,
áður en hún fyndi hringinn.
Pylsurnar voru gegnumlýstar
og hringurinn fannst inni í einni.
Framhald af bls. 4
lögfræðingur kjörinn formaður
þess. Samþykkt var þar skipu-
lagsskrá fyrir minnisvarðasjóð
Sveinbjarnar Egilssonar rektors.
Félagið reisti Jónasi Hallgríms-
syni minnisvarða á sinni tíð, og
hyggst nú reisa Sveinbirni Egils-
syni minnisvarða hjá mennta-
skólanum.
☆
Fyrra fimmtudag fóru tveir
menn úr Reykjavík í róður á
litlum báti, vélbátnum Áfram.
Þeir komu ekki að um kvöldið,
og var leit hafin daginn eftir og
leitað unz sýnt þótti að bátur-
inn hefði týnzt. Brak úr honum'
hefir rekið á fjörur, en ekki er
vitað með hverjum hástti slysið
hefir gerzt. Á bátnum voru þeir
Jón Pétursson, Kleppsvegi 106,
og Gestur Sölvason, Suðurpól 4.
☆
Útför Einars Jónssonar mynd-
höggvara var gerð á fimmtudag-
inn frá Hreppshóla-kirkju, en
þar í kirkjugarðinum hvíla for-
eldrar hans. Viðstaddir voru að-
eins vandamenn og vinir, og
meðal þeirra forsetahjónin,
biskup landsins og menntamála-
ráðherra. Minningarguðsþjón-
usta um prófessar Einar Jóns-
son myndhöggvara var haldin í
dómkirkjunni í Reykjavík í gær
og var þar mikill fjöldi manns,
og meðal viðstaddra voru for-
setahjónin, ráðherrar, forsetar
Alþingis, fulltrúar erlendra
ríkja og margir listamenn. Fán-
ar voru dregnir í hálfa stöng í
Reykjavík. Biskupinn yfir Is-
landi, herra Ásmundur Guð-
mundsson, flutti minningarræð-
una og sagði m. a.: „Um engan
sona sinna var þjóðin meir sam-
mála en um þennan hógværa,
hlédræga og hjartahlýja mann
að hann væri snillingur og
göfugmenni. Verk hans voru
stolt hennar — sívaxandi auð-
legð. Vér blessum minningu
Einars Jónssonar og ódauðlegt
ævistarf og þökkum guði, sem
gaf“.
Einar Jónsson var 80 ára að
aldri, er hann lézt. Hann var
fæddur á Galtafelli, sigldi ungur
til Kaupmannahafnar og lagði
stund á höggmyndalist og ferð-
aðist víða um Evrópu. Hann
varð snemma kunnur listamað-
ur og mikils metinn af þjóð
sinni. Árið 1920 settist hann að í
Reykjavík. Hús var reist fyrir
höggmyndasafn hans og heitir
það Hnitbjörg. Þar bjó Einar
síðan og þar var vinnustofa hans.
Komið hafa út tvær bækur
með myndum af listaverkum
Einars Jónssonar, og nú í vetur
er von á hinni þriðju. Sjálfur
ritaði Einar tvær bækur —
Minningar og Skoðanir.
☆
Jarðskjálftakippir fundust í
fyrrakvöld, fyrrinótt og í gær í
Reykjavík. Upptök þessara jarð-
hræringa munu hafa verið 5 til
10 km. fyrir norðvestan Hvera-
gerði.
☆
Þjóðleikhúsið hafði í gær-
kveldi frumsýningu á sjónleik,
sem nefnist Lokaðar dyr og er
eftir þýzka höfundinn Wolfgang
Borchert. Sverrir Thoroddsen
íslenzkaði leikritið. Leikstjóri er
Indriði Waage, og aðalhlutverk-
ið, stríðsfanga, sem kemur heim
frá Rússlandi til fæðingarborgar
sinnar í rústum og eru allar
dyr lokaðar, leikur Baldvin
Halldórsson.
☆
Kosningar til stúdentaráðs
Háskólans fóru fram í gær og
voru fjórir listar í kjöri. Úrslit
urðu þau, að A-listi Stúdenta-
félags lýðræðissinnaðra sósíal-
ista og Félags frjálslyndra
stúdenta hlaut 2 fulltrúa kjörna,
B-listi Þjóðvarnafélags stúdenta
einn mann kjörinn, C-listi Fé-
lags róttækra stúdenta tvo menn
kjörna, og D-listi Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta, fjóra
menn kjörna.
☆
Tvær málverkasýningar eru
nú í Reykjavík. Hörður Ágústs-
son sýnir í Sýningarskála mynd-
listarmanna og er það fjórða
sjálfstæða sýningin, sem hann
heldur. Þar eru um 70 myndir.
Á föstudaginn var opnuð í salar-
kynnum Listasafns ríkisins mál-
verkasýning Nýja myndlista-
félagsins, og sýna þar félags-
menn allir, en þeir eru sjö að
tölu, — Ásgrímur Jónsson, Jó-
hann Briem, Jón Engilberts,
Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson,
Karen Agnete Þórarinsson og
Sveinn Þórarinsson. Þarna eru
150 myndir, og seldust 17 fyrsta
daginn. — Jóhannes Kjarval
hefir sýningu á málverkum sín-
um á Akureyri.
☆
Allmargar nýjar bækur hafa
komið í bókabúðirnar að undan-
förnu, og m. a. er kominn út nýr
kjörbókaflokkur Máls og menn-
ingar. 1 þeim flokki er íslenzka
íeiknibókin í Árnasafni eftir
Björn Th. Björ'nsson, bók í stóru
broti með fjölda mynda, Dagar
mannsins, smásögur og þættir
eftir Thor Vilhjálmsson, Fólk,
þættir og sögur eftir Jónas
Árnason, skáldsagan Barrabas
eftir Par Lagerkvist í þýðingu
eftir Ólöfu Nordal og Jónas
Kristjánsson, og Ællarsamfélag
og ríkisvald í þjóðveldi íslend-
inga eftir Einar Olgeirsson.
☆
Leiftur h.f. hefir gefið út
íslenzk læknisfræðiheiti eftir
Guðmund Hannesson prófessor,
og hefir Sigurjón Jónsson
læknir séð um útgáfuna. Enn-
fremur hefir Leiftur gefið út
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjuin
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
— MESSUBOÐ --
Sunnudaginn 21. nóv. verður
messað á Lundar á ensku kl.
11 f. h. (fjölskylduguðsþjónusta).
Sama dag kl. 2 e. h. fer fram
ársfundur safnaðarins.
Messað á Steep Rock 21. nóv.
kl. 8 e. h. á ensku.
Sunnudaginn 28. nóv. verður
messað á Silver Bay kl. 11 t- h-
á Vogar kl. 2 e. h. og á Lundar
kl. 7.30 e. h. Sú messa verður
sérstaklega fyrir ungt fólk. Sýnd
verður kristileg kvikmynd. All*
ar þessar messur verða á ensku.
Séra Bragi Friðriksson
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 21. nóv.:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
Ensk messa kl. 7 síðdegis
undir umsjón Luther
League.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
nýja útgáfu af Ljóðmælum
Gríms Thomsens, og safn Ha-
skólafyrirlestra, og sjötta bindið
af Samlíð og sögu, og er Stein-
grímur J. Þorsteinsson ritstjóri.
☆
Skartgripaverzlun Jóns Sig'
mundssonar í Reykjavík átti ný"
lega hálfrar aldar afmæli og
minntist þess með útgáfu rits,
er heitir Islenzk gullsmíði. Höf"
undur er Björn Th. Björnsson
listfræðingur og segir þar fra
íslenzkri gullsmíði frá land-
.námstímum og fram til upphafs
þessarar aldar.
Kemur ekki til mála!
Hinn víðfrægi bandaríski rit-
höfundur, — John Steinbeck,
dvelst um þessar mundir í Parxs
ásamt konu sinni og þrem ung"
um börnum.
Rithöfundurinn réði til sin
franska matreiðslustúlku, sem
býr til óviðjafnanlega góðan
mat. Jafnframt kennir l11111
börnunum franska mannasiði.
Vinur Steinbecks spurði hann
nýlega, hvort hann ætlaði ekkx
að taka hana með sér, þegar
hann færi til Bandaríkjanna.
— Ertu alveg frá þér, maður-
sagði Steinbeck. — Heldurðu
virkilega, að ég vilji hafa það a
samvizku minni að hafa eyðilagt
eina af beztu matreiðslustúlkum
Frakka.
QuA. Ro.maniuk.:
Bókin er 283 blaðsíður
að stærð, skreytt 23
fögrum og sögulegum
myndum. Hér er um
að ræða fyrir margra
hluta sakir sérkenni-
lega og merka bók, er
fjallar um frumbyggjalíf og merka samtíðarmenn í Riverton
og grend, svo sem Dr. S. O. Thompson; atvinnuhætti til
lands og fiskveiðar á Winnipegvatni. Höfundur bókarinnar
er af úkraníuættum og er mikill vinur íslenzka mann-
félagsins í Norður-Nýja-lslandi. — Hann veitir forstöðu
Sandy Bar hótelinu í Riverton.
Bók þessi, sem prentuð er hjá The Columbia Press Limited,
kostar í kápu $4.00, en í bandi $5.00.
Pantanir ásamt andvirði, sendist
MR. GUS ROMANIUK, Riverion, Man.
<7akUuý Ro.ot
IN
Canada
ÁRNI G. EYLANDS:
Að Fremri-Kotum
Þótt skriður falli hjá Fremri-Kotum,
sig færir bóndinn þar hvergi um set,
á völl í auri og ból í brotum
hann beinir augum: „Ég vil og get,
rutt að nýju og ræktað völlinn,
mér reyndist landið hér inn við fjöllin
til fanga drjúgt, og þá mold ég met.
Enn er hér mýri, sem manntaks bíður,
og margur grasblettur fjær og nær,
enn er bithaginn býsna víður
og bjarglegur fyrir hraustar ær,
því oft er snjólétt og auðnar tíðum
árla í þessum bröttu hlíðum,
er fer að sólbráð og sunnanblær.
Hér féllu áður og fyrrum skriður,
en foldin brást ei um gróðurþrótt.
Nú skal hér notast hinn nýi siður
og neyta tækninnar vel og fljótt.
Grafan kemur og grefur skurðinn,
gráa leirborna framhlaupsurðin
skal rudd með jarðýtu og jöfnuð skjótt.
Ég stend ei einn við minn styrk að reyna,
ég stefna* hugina til mín finn,
er fúslega vildu flytja steina
og fylla varðhring um bæinn minn,
sem vona að Kotin enn komi við sögu,
sem kjósa ekki’ að allir lendi í þvögu
á mölinni, drjúpi dalurinn.
Hér mun ég búa og blómgast lenda
í blásal fjalla við hlíðarskjól.
Vordægrin björtu mér vonir senda
og vetrarstillurnar Gleði-jól.
Hér munu kona og börn mér benda
á blessun starfsins, að vegarenda
við eigum gróður, sem aldrei kól“.
5. september
Verndið yerðmæta heilsu
Látið hvorki þrálátan hðsta né
kvef stofna heilsu bams yðar,
sem er á viðkvæmu vaxtar.
skeiði, I hættu. Wampole’s
Kxtract of Cod Liver er viður-
kendur heilsugjafi, auðugur af
“D” bætiefni. Börnum geðjast
hið ljúfa bragð og
meðal inniheldur
enga ollu.
EXTBflCT
COD LIVER
1 ©
mmM
EXTRACT
0F C0D LIVER *
HKW-5