Lögberg - 25.11.1954, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1954
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið St hvern fimtudag af
THE COLUM3IA PRESS LIMITED
695 SARGEXT AVENUE, WINNIPEG; MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjörans;
EDITOK LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN
PHONE 743-4U
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The 'Lögberg” is printed and published by The Columbia Preas Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottatva
Prófessor Richard Beck:
Þrjár ræður fluttar á íslandi
(Ávarpsorðin ein í málsb.vrjun liui'a verið felltl úr)
I.
Við afhendingu fulltrúaumboðs og kveðju ríkisstjórans í N.
Dakota, á skrifstofu forseta íslands, Reykjavík, 8. júní 1954.
Ríkisstjórinn í Norður-Dakota, herra Norman Bruns-
dale, hefir, af miklum góðhug í garð íslands og Islendinga,
falið mér það veglega hlutverk að vera fulltrúi ríkisins og
hans persónulega á 10 ára afmæli hins íslenzka lýðveldis.
Jafnframt hefir hann beðið mig, herra forseti, að afhenda
yður virðulega bréflega kveðju sína, og tel ég mér sóma að
því að verða við þeim tilmælum hans, en leyfi mér jafnframt
að fylgja þeirri opinberu kveðju hans eftir með nokkrum
orðum.
Hvergi í Bandaríkjum Norður-Ameríku hafa íslend-
ingar komið meir eða með glæsilegri hætti við sögu heldur
en í Norður-Dakota ríki, enda eru þeir þar fjölmennari en í
nokkuru öðru ríki hins mikla ríkjasambands. Á íslenzka
landnámið þar sér einnig að baki langa sögu og merka, því
að 75 ára afmæli þess var hátíðlegt haldið með verðugum
hætti, og að viðstöddu fjölmenni, síðastliðið sumar. Jók
það mjög á virðuleik hátíðahaldsins og var okkur Islend-
ingum í Norður-Dakota hið mesta fagnaðarefni, að hátíðina
sótti, sem fulltrúi ríkisstjórnar Islands og þjóðarinnar, herra
Pétur Eggerz sendiráðunautur í Washington, ásamt frú
sinni, og voru þau ágætu hjón miklir aufúsugestir.
Hló hin blómlega íslenzka byggð við sjónum í fegursta
sumarskarti sínu þennan minnisstæða hátíðisdag, en í ræð-
um, söng og áhrifamikilli sögulegri sýningu var minnst
þeirra djarfhuga og framsæknu landnámsmanna og kvenna
íslenzkra, er á þeim slóðum háðu sína hörðu og sigursælu
brautryðjendabaráttu og lögðu grundvöllinn að því félags-
og menningarlífi, sem blómgast hefir þar í byggð fram á
þennan dag. Landnemarnir báru djarflega fram til sigurs
merki íslenzks manndóms, trúir íslendingseðli sínu og
dyggir þegnar kjörlands síns. Hefir það í senn verið styrkur
þeirra og sómi, hve vel þeim hefir tekizt að sameina þetta
tvennt: ræktarsemina við uppruna sinn og erfðir og þegn-
hollustuna við kjörlandið.
Það hafa afkomendur landnemanna einnig gert og gera
enn, margir hverjir að minnsta kosti, í ríkum mæli. Er
ánægjulegt að benda á það, sem þó er löngu kunnugt, að
úr íslenzku byggðunum í Norður-Dakota hafa komið margir
þeir, sem glæsilegast hafa borið merki íslenzks atgervis og
anda fram til nýrra sigra vestan hafs, bera þar hæst við
himin íslenzkrar sögu, og hafa jafnframt varpað björtustum
ljóma á kynstofn vorn. Verða nöfn þeirra eigi talin hér,
enda sannast á þeim orð skáldsins, „að þjóðin mun þau
annars staðar finna“.
Eitt er víst, að saga 75 ára ber því vitni, að hinn ís-
lenzki kynstofn hefir ekki fúnað í rót í hinum nýja jarðvegi
í Norður-Dakota, og enn spretta fagrir kvistir og kjarnmiklir
á stofninum þeim.
Herra forseti Islands! 1 þeim anda flyt ég yður og ís-
lenzku þjóðinni hlýjar kveðjur og blessunaróskir ríkis-
stjórans í Norður-Dakota og íslendinga þar í ríkinu.
II.
Við afhendingu brjóstlíkans Sveins Bjömssonar forseta að
Bessastöðum 16. júní 1954.
Það er alltaf ánægjuefni öllum góðum íslendingum,
þegar landi voru og þjóð er sómi sýndur og vináttuvottur.
Þess vegna er mér það fagnaðarefni að hafa verið falið að
afhenda yður, herra forseti, sem gjöf frá vinum íslands í
Bandaríkjunum af íslenzkum stofni, þetta brjóstlíkan af
hinum mikilsvirta og ástsæla fyrirrennara yðar í forseta-
embættinu, herra Sveini Björnssyni, fyrsta forseta hins
íslenzka löðveldis. Er líkanið gefið í tilefni af 10 ára afmæli
lýðveldisins og þess óskað, að það verði varðveitt hér á
forsetasetrinu að Bessastöðum.
Mér er það einnig sérstakt ánægjuefni, að þetta líkan
hins mikilhæfa og vinsæla þjóðhöfðingja er gert af öðrum
víðkunnum og dáðum íslendingi samtíðar vorrar, snillingn-
um Einari Jónssyni myndhöggvara.
Það hefir verið hamingja íslenzku þjóðarinnar, að hún
hefir á örlagastundum í sjálfstæðis- og framsóknarbaráttu
sinni átt foringja, sem voru þeim vanda vaxnir að verða
vel og farsællega við tímans kröfum og beina þjóðinni braut
til nýrra afreka og sigra í athafna- og menningarlífi hennar.
I þeirri fríðu fylkingu stendur Sveinn Björnsson, fyrsti
forseti hins íslenzka lýðveldis, framarlega, og skipar þar
virðulegan sess og varanlegan.
Hjá honum fóru saman miklir forustuhæfileikar og
mannkostir, ljúfmennska og hógværð samfara glæsi-
mennsku og virðuleika í framkomu. Samruni þessara eigin-
leika í fari hans gerðu hann. einnig um annað fram eins
ástsælan með þjóð sinni og raun bar vitni.
En Sveinn Björnsson forseti naut einnig víðtækrar
virðingar og vináttu, bæði sem þjóðhöfðingi og persónulega
utan Islandsstranda, eins og minningargjöf sú um hann,
sem hér er um að ræða, ber órækastan vottinn. Sérstaklega
átti hann í hópi Islendinga vestan hafs fjölda vina og
aðdáenda, enda hafði hann með mörgum hætti sýnt oss
íslendingum í Vesturheimi góðhug í verki.
Ágætt dæmi þess, hvern hug íslendingar í Vesturheimi
báru til Sveins Björnssonar forseta eru eftirfarandi um-
mæli úr bréfi frá herra Frederick H. Fljózdal í Detroit,
Michigan, í sambandi við fjársöfnunina meðal Islendinga í
Bandaríkjunum vegna þessa líkans. Fljózdal, sem er einn af
ágætustu og kunnustu Islendingum vestan hafs, fyrrv. for-
seti hins fjölmenna Félags járnbrautarviðgerðarmanna, og
var einn af fulltrúu'm Bandaríkjanna á Alþingishátíðinni,
farast þannig orð um hinn látna forseta:
“I always admired deeply his sterling qualities as a
patriot and a leader of the people of his native land, and
would be honored to be among the many who will respond
to this splendid gesture”. (Ég dáði alltaf einlæglega mikla
kosti hans sem föðurlandsvinar og leiðtoga þjóðar- sinnar,
og tel mér sóma að því að vera einn í hópi hinna mörgu, sem
taka munu þátt í þessum ágæta virðingarvotti).
1 þessum ummælum er vel lýst þeim huga, er liggur
að baki gjafar brjóstlíkansins af Sveini Björnssyni forseta
frá vinum íslands og velunnurum, sem þar eiga hlut að máli.
I þeim anda, herra forseti Islands, afhendi ég yður þessa
gjöf til hinnar íslenzku þjóðar, og gjöfinni fylgja hugheil-
ustu kveðjur og blessunaróskir gefenda til yðar og þjóðar-
innar á þessum merku tímamótum í sögu hennar, 10 ára
afmæli lýðveldisins.
Blessuð sé minning Sveins Björnssonar, fyrsta forseta
þess, og megi ættjörðin eignast sem flesta sonu honum líka
um drengskap og dáðríki! Guð blessi og farsæli land vort og
þjóð um ókomin ár!
III.
í veizlu Steingríms Steinþórssonar kirkjumálaráðherra til
heiðurs biskupi íslands, að Hótel Borg, Reykjavík, 20. júní 1954.
Síðan við hjónin stigum hér, fyrir rúmum hálfum
mánuði síðan, fæti á grund ættlandsins, höfum við eigi
aðeins fundið um okkur leika hlýjan blæ hins nóttlausa
íslenzka vors, með ógleymanlegum töfrum sínum, heldur
hefir einnig umvafið okkur heitur straumur þeirrar ástúðar,
sem til hjartans nær, og hita mun okkur um hjartarætur
til dagana enda. Enn einn vottur þeirrar miklu vinsemdar,
sem við höfum átt að fagna hér heima, er hið virðulega
boð háttvirts kirkjumálaráðherra í þessa sögulegu veizlu
til heiðurs hinum nývígða biskupi yfir Islandi og frú hans.
I nafni okkar hjónanna, og í nafni þeirra félaga vestan
hafs, sem ég fer með kveðjur frá í sambandi við biskups-
vígsluna og prestastefnuna, þakka ég hjartanlega virðulegt
boð kirkjumálaráðherrans, og skoða það eigi aðeins sem
hinn mesta virðingar- og vináttuvott í garð okkar hjónanna,
heldur jafnframt enn einn vinsemdarvott og ræktarsemi af
hálfu ríkisstjórnar Islands í garð okkar Islendinga
vestan hafs.
Ég er hér á íslandi í þessari ógleymanlegu ferð okkar
sem sendiboði góðviljans, og ekkert hlutverk veit ég æski-
legra eða eftirsóknarverðara í lífinu, og sérstaklega er það
mikið ánægjuefni að mega vera boðberi góðhugans milli
íslenzkra manna og kvenna yfir hafið.
I fyrsta lagi flyt ég yður, herra biskup, frú yðar og
fjölskyldu, og kirkju landsins, bróðurlegar kveðjur og
blessunaróskir Sambandskirkjufélagsins vestan hafs og for-
seta þess, séra Philips M. Péturssonar; geri ég það jafnframt
minnugur farsæls preststarfs yðar vestan hafs, sem margir
vestur þar minnast enn með þakklátum huga.
Kirkjan og kristindómurinn hafa verið mikið máttar-
vald, andans yngingarlind, í lífi og starfi Islendinga vestan
hafs frá upphafi vega og fram á þennan dag. Ef spurt er:
Með hvaða vopnum sigruðust íslenzkir landnemar vestan
hafs á hinum frámunalega andvígu kjörum, sem þeir áttu
við að búa framan af árum, þá verður svarið á þessa leið:
Þeir sigruðu með þrotlausu líkamlegu erfiði og ódrepandi
þrautseigju, en þó öllu fremur með vopnum andans. Þeir
báru í brjósti djúpa og sterka guðstrú, samhliða bjargfastri
framtíðartrú, trúnni á hið nýja land sitt. Vestur-íslenzk
kirkjuleg starfsemi hefir einnig verið fasttengd kirkju og
kristni heimalandsins, og tekur það um margt til þess
kirkjufélags, sem ég flyt hér kveðjur frá.
Jafnframt færi ég yður, herra biskup, fjölskyldu yðar
og íslenzkri kirkju, hjartanlegar kveðjur og hamingjuóskir
Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi og forseta þess
séra Valdimar J. Eylands, dr. theol. Ég votta yður, í nafni
þess félagsskapar, sérstaka þökk fyrir þjóðræknisstarf yðar
vestan hafs og austan, og fyrir allan góðhug yðar til þeirra
mála, og við í Þjóðræknisfélaginu teljum okkur mikla sæmd
að því að eiga yður í okkar hópi sem heiðursfélaga.
Vitrum mönnum íslenzkum vestan hafs, svo sem þeim
ágætu og miklu leiðtogum okkar, dr. Jóni Bjarnasyni og
dr. Rögnvaldi Péturssyni, sem og mórgum öðrum, hefir
skilist það, að mjótt er milli þjóðrækni og trúrækni, eða
eins og Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi orðaði það í
hinu stórbrotna kvæði sínu „Norræn jól“:
„og allir þeir, sem guði sínum gleyma,
þeir glata fyrstir sinni þjóð“.
Samhliða því, að trúin varð íslenzkum landnemum
vestan hafs uppspretta orku og nýrra vona á þrenginga-
árum þeirra, urðu íslenzkar menningarerfðir, bókmennt-
irnar og sagan, þeim eggjan til dáða og vængur til flugs
yfir torfærurnar.
Minnugur alls þessa flyt ég yður, herra biskup, inni-
legustu hamingjuóskir og kveðjur hinna mörgu karla og
kvenna íslenzkra vestan hafs, sem eru í Sambandskirkju-
félaginu og Þjóðræknisfélaginu, og annarra, sem þar eiga
beint og óbeint hlut að máli, og í þeirra nafni bið ég kirkju
landsins og ættjörðinni gæfu og gengis í hjartaheitum
orðum skáldsins:
. „Við börn þín, Islands, biðjum fyrir þér.
Við blessum þig í nafni alls, sem lifir.
Við erum þjóð, sem eld í brjósti ber,
og börn, sem drottinn sjálfur vakir yfir“.
Megi eldurinn helgi, eldur framtíðartrúar og fram-
sóknaranda, eldur þess bróðurhuga, sem brúar himin og
höf, loga glatt í hjörtum Islendinga beggja megin hafsins í
framtíðinni og varða þeim veg!
Modern Sagas
The Slory of the Icelanders
in North America. By Thor-
stina Walters. North Dakoia
Instilute for Regional
Studies. North Dakota Agri-
cultural College, F a r g o ,
N.D. 1953. $3.75. 229 pp.
Allan Nevins, professor of
Arnerican history at Columbia
University, picks what is to him
“the rarest part of Mrs. Walters’
volume”, in writing an enthusi-
astic and discerning introduction
to the work. He says it is “the
opening description of the home
in which she was reared, and of
the two rugged pioneers, her
father and mother, who made
it a shrine of the Old Icelandic
culture”.
Those who know Thorstina
Jackson Walters well find the
book as a whole rare in one par-
ticular. It is not merely the
product of a life-long hobby, in-
terest in the Icelandic settle-
ments kindled by her father’s
own historical writings in the
field. The work comes under
circumstances where others with
less of loyal zeal and dauntless
courage would never have made
the attempt. Mrs. Walters has
been a victim of multiple sclero-
sis for years, but there is no hint
of any such handicap in the
patient research,. the planning
and perspective, or the warm
enthusiasm with which she
writes of her pioneering com-
patriots and their descendants.
Technically viewed, Mrs. Wal-
ters’ volume is npt the full
“story of the Icelanders in North
America” its subtitle suggests.
Yet it is more than just a cata-
logued history of the largest of
their settlements in the United
States, the one in Pembina
county. North Dakota, where
the author, her artist-husband,
Emile Walters, the Arctic ex-
plorer, Vilhjalmur Stefansson,
and a good'many other notables,
grew up. Inescapably, contacts
back and forth across the Cana-
dian border are traced, with
Winnipeg and the “New Ice-
land” settlement of Manitoba
major centres on this continent
ever since the mid-seventies.
To those interested in govern-
ment efforts to promote migra'
tion westward, Mrs. Walters has
performed a real service in
bringing a little-known docu-
ment into her thoroughly read-
able volume. It is a report, sub-
mitted to President U. S. Grant
—in Icelandic, with translation
—in 1874, the only real fruit of
a dream that envisaged “trans-
planting” Iceland’s whole popu-
lation to Alaska. The colorful
editor-poet-politician, Jon 01afs'
son, carried that rather fanciful
scheme so far as to convince the
President of the United States
that passage ought to be pr°'
vided him and a colonizing com-
mittee on a U.S. naval vessel to
Alaska to make a survey.
An Alaskan settlement by Ice-
landers never became a reality>
but thriving colonies in Canada
and at several points in the
United States have made im-
pressive records for so small a
group. Mrs. Walters provides
now not merely the only English-
language historical summary
that record has given so far, but
in doing so fulfils standards that
bring her added distinction
worthy of an ancestry that gave
the world the sagas in the first
place.
VALDIMAR BJORNSON.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
SINDRI SIGURJÓNSSON
LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVtK
ENDAST ÖLLUM
VINNUSOKKUM BETUR
Þér getið fengið
hvaða stærð og
þykt, sem vera vijl
og óþrjótandi úrval
af Penmans vinnu-
sokkum. Það stend-
ur á sama hvað þér
veljið, þér fáið ávalt
beztu vöruna á.
sanngjarnasta og
bezta verðinu.
Einnig nærföt og ytri skjólföt
Frægt firma síðan 1886
NR. WS-10-4