Lögberg - 30.12.1954, Page 1
ANYTIME
ANYTIME _ ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
ANYTIME _ ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
67. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 30. DESEMBER 1954
NÚMER 52
íslenzk glerverksmiðja hefur starfsemi
sína um næstu áramót
íslenzkur flugmaður flytur flugyél til
Abyssiníu fyrir stjórnarvöld þar
Dánarfregn
Hinn 3. þ. m., lézt á sjúkrahúsi
í Ottawa, Guðveig Margrét
Sveinsson, fædd 27. nóvember
árið 1915. Hún var fædd í Win-
nipeg, en alin upp í Keewatin,
Ont., því þangað fluttust for-
eldrar hennar, þau Bjarni
Sveinsson og Matthildur kona
hans frá Winnipeg og bjuggu þar
eystra um langt skeið; hin látna,
'sem var góðum hæfileikum
gædd svo sem kyn stóð til, átti
heima í Ottawa sex síðustu ár
æfinnar og starfaði í þjónustu
Charles Ogilvy Limited þar í
borginni við góðan orðstír og
miklar vinsældir; auk foreldra
sinna lætur hin látna eftir sig
átta systkini, fimm sonu og þrjár
dætur. Synirnir eru: Stefán, bú-
settur í Keewatin, Thorvaldur,
Keewatin, Sveinn til heimilis í
Winnipeg, Carl, Keewatin, og
Sigmar, Port McNeill, B.C. —
Systurnar eru: Ingibjörg hjúkr-
unarkona í New York, Svafa, að
Greenlake, Illinois, og Esther,
búsett 1 Ottawa.
Útför þessarar mætu og vin-
sælu stúlku var gerð í Ottawa
hinn 6. þ. m.
Með fráfalli Guðveigar Mar-
grétar er þungur harmur kveð-
inn að aldurhnignum foreldrum
hennar, systkinum og fjölmenn-
um hóp samferðamanna og vina.
Christian Siverz
níræður
Nýverið varð níræður sæmd-
armaðurinn Christian Siverz,
fyrrum póstþjónn í Victoria,
B.C., og lætur ekki á sjá þrátt
fyrir hina mörgu áratugi að
baki; hann er nú búsettur hjá
syni sínum í London, Ont., og
fær sér jafnaðarlegast þriggja
mílna göngutúr á undan morg-
unverði; hann fluttist hingað til
lands af íslandi árið 1883, dvaldi
fyrst í stað í Sléttufylkjunum
við ýmis konar vinnu, en gegndi
póstþjónsstarfi í Victoria í rösk
þrjátíu ár við hinn ágætasta
orðstír og var um eitt skeið
formaður bréfberasambandsins
canadiska. Frá ævistarfi þessa
merka öldungs hefir áður verið
skýrt hér í blaðinu.
Mr. Siverz á þrjá sonu, sem
allir eru prófessorar og þjóð-
kunnir vísindamenn.
Rússar hafa
í hótunum
Rússnesk stjórnarvöld hafa
hótað Bretum og Frökkum að
slíta við þá vináttusamningun-
um frá 1942 svo fremi að til þess
komi, að Vestur-Þýzkalandi
verði heimiluð endurhervæðing.
Sir Winston Churchill hefir
þegar svarað hótunum ráð-
stjórnarríkjanna með því, að
Vestur-Þýzkaland verði endur-
hervætt hvort sem Rússum falli
betur eða ver.
Hátíðakveðjur
Blaine, Wash., 21. desember 1954
Lögberg, 695 Sargenl Ave.,
Winnipeg
Biðjum Lögberg og Heims-
kringlu að bera öllum vinum
okkar innilegar hátíðakveðjur
með kærum þökkum fyrir
ógleymanlegar viðtökur.
Margit og Árni G. Eylands
Mun framleiða alls konar
rúðugler, flöskur og glös og
ýmsar tegundir búsáhalda
«
Um nœstu áramót mun nýtt
fyrirtœki, GLERSTEYPAN,
taka til starfa. Mun það, eins
og nafnið gefur til kynna,
framleiða alls konar gler í
fullkomnustu vélum. Verður
það m. a. rúðugler, allar
gerðir af flöskum, glösum,
niðursuðukrukkum, netja-
kúlum og ýmsar tegundir
búsáhalda. — Langt er nú
komið byggingu húss fyrir
verksmiðjuna og í tilefni
þess buðu forráðamenn
hennar blaðamönnum í gær
að kynna sér væntanlega
starfsemi.
I júlí 1951 var Glersteypan
stofnuð, en að henni standa 15
ungir menn, í þeim tilgangi að
koma á fót glerverksmiðju hér
á landi. Forsaga þess máls er sú,
að bræðurnir Ingvar S. Ingvars-
son og Gunnar Á. Ingvarsson
höfðu um skeið beitt sér fyrir
athugunum á skilyrðum fyrir
starfsgrundvelli slíkrar verk-
smiðju hériendis. Höfðu íslenzk
jarðefni verið send til erlendra
rannsóknarstofnana og árangur
af þeim athugunum leiddi síðar
til stofnunar fyrirtækisins.
Jákvœðar tilraunir
1 lok ársins 1951 hafði félagið
fengið lítinn ofn til glerfram-
leiðslu og vélar frá Þýzkalandi.
Voru þá hafnar víðtækar til-
raunir í verksmiðjunni með
notkun innlendra hráefna í gler,
og árangur af þeim var sá, að
bæði innlendir og erlendir sér-
fræðingar voru sammála um, að
á íslandi væru jarðefni, sem ekki
standa að baki hliðstæðu hrá-
efni, sem notað er erlendis til
glergerðar. Inniendu hráefnin,
sem notuð verða er Glersteypan
hefur framleiðslu sína verða allt
að 80/< af heildarnotkun hrá-
efna.
Verksmiðjubygging ákveðin
Forráðamenn fyrirtækisins
voru að fenginni þessari reynslu
ákveðnin í að ráðast í byggingu
fullkominnar glerverksmiðju, og
endanleg niðurstaða var sú, að í
samvinnu við fyrirtækið Pierre
Rousseau í Belgíu, er félagið nú
að byggja fullkomna verksmiðju
við Súðavog í Reykjavík. Þetta
belgíska fyrirtæki hefir reist
glerverksmiðjur víða um heim,
m. a. á Norðurlöndum.
Mikil bygging
Verksmiðjubyggingin er tæpir
1400 fermetrar að flatarmáli og
er það stálgrindahús, sem Kol-
sýruhleðslan hefir annazt upp-
setningu á. Er stálgrindin fengin
erlendis frá. Grunnur verk-
smiðjuhússins og undirstöður
véla var byggt á s.l. sumri, en
nú er verið að klæða húsið að
utan með bárujárni. Mun það
taka stuttan tíma og verður þá
settur upp glerbræðsluofn, en í
hann fara um 370 tonn af steypu.
Getur ofninn brætt um 70 tonn
að jafnaði í einu, og af hverjum
14 tonnum af hráefni skilar hann
12 tonnum af gleri, en gert er
ráð fyrir að það verði sólar-
hringsframleiðsla verksmiðj-
unnar.
Við framleiðslustörfin, sem
eru mjög margþætt, munu að
jafnaði starfa 60—80 manns, þar
af fyrst um sinn níu erlendir
glergerðarmenn, auk verksmiðju
stjóra, sem er þrautreyndur
belgískur verkfræðingur, sem
hefir veitt viðurkenndum gler-
verksmiðjum forstöðu.
Stjórn Glersteypan h.f. skipa
þessir menn: Björgvin Sigurðs-
son, héraðsdómslögmaður, og er
hann formaður félagsstjórnar,
Gunnar Á. Ingvarsson, Stefán
Björnsson, Hjalti Geir Kristjáns-
son og Ingvar E. Einarsson. —
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins
er Ingvar S. Ingvarsson.
—TÍMINN, 17. nóv.
Úr bréfum
Hausl
Haust þó felli fjöllin á
fanna hjúpinn bjarta,
margar leiðir andinn á
inn að vorsins hjarta.
Trú
Þó ég eflaust svalann sjó,
sigli eftir vanda,
ég held ég nái höfnum þó
Himnaríkis stranda.
Draumsýnir
Aftur á bak og öfugt þó
áttir kunni að finna,
altaf glaður sigli ég sjó
sælu-drauma minna.
Margoft þegar einn ég er
opnast gleði skíma,
við bárur sem að bera mér
buldur liðins tíma.
Pólitík
Grímsa sál er glöð og hlý
granlt við skál þó fjasi.
Andans stáli stýrir í
stjórnar-mála þrasi.
Yfirlii
Lífsins galdur illa ær
æsku valdi strauminn:
Kennir aldur, oftast nær,
oss að halda í tauminn.
Taktu í nefið
Elli kvef þó ergi menn,
enn eru stefin sungin;
taktu í nefið ef þú enn
eltan hefir punginn!
Höfundur þessarar nýju ferða-
bókar um ísland er Jöran Fors-
lund. Hann er kunnur sænskur
rithöfundur, blaðamaður og
kvikmyndastjóri sem hefir feng-
ið mikinn áhuga á íslandi og
verið hefir tíður gestur hér á
landi undanfarin ár.
Hefir hann á ferðum sínum
hér farið víða um landið, bæði
að sumri og vetri, dvalið um
skeið í sveit og kýnnt sér menn-
ingu og atvinnuvegi þjóðarinn-
ar ítarlega. Hefir hann skrifað
heila greinaflokka í útbreidd
sænsk blöð um íslenzk efni, og
nú nýlega gefið út bókina „Vind
över Island“. Þá hefir hann
stjórnað töku íslandskvikmynd-
ar, einnar þeirra mynda, sem
teknar voru síðastliðið sumar á
vegum Nordisk Tonefilm, en
áður hefir Forsslund skrifað og
stjórnað töku mynda um Lapp-
land og fleiri landshluta í Sví-
þjóð. Bækur hefir hann áður
skrifað um svifflug og ýmis efni
úr atvinnulífi Svía.
Bókin „Vind över Island“ er
byggð að nokkru leyti á greina-
flokkum höfundar um Island, og
er hún skrifuð í lifandi og þrótt-
miklum nútíma blaðamannastíl.
Bókin er auk þess að vera læsi-
Sæmdur námsstyrk
Mr. Fred Smith
Þessi ungi maður, sem býr
blómabúi í Edrans-héraðinu hér
í fylkinu, hefir verið sæmdur
hinum svonefnda Nuffield
námsstyrk, sem árlega er veitt-
ur ungum bónda í Vestur-
Canada, sem unnið hefir sér álit
vegna framtaks við búnaðar-
störf. Akuryrkjusamtökin í
Manitoba, The Manitoba Federa-
tion of Agriculture and Co-
operation, mæltu með þessari
styrkveitingu, er heimilar við-
takanda sex mánaða ferðalag
um brezku eyjarnar til að kynna
sér búnaðarháttu þar um slóðir.
Mr. Smith, sem er útskrifaður
í búnaðarvísindum af Manitoba
háskóla, býr á nokkrum hluta
þeirrar jarðar í Edrans-héraði,
er langafi hans tók heimilisrétt
á 1898.
Uppþot í
fangageymslu
í fyrri viku varð uppþot í
fangageymslunni að Headingly
í grend við Winnipeg, er orsak-
aði allmikil spjöll og eignatjón;
málsvarar fanganna töldu upp-
þotið eiga rót sína að rekja til
ills og ónógs viðurværið. Fylkis-
stjórnin hefir þegar skipað
þriggja manna nefnd til rann-
sóknar í málinu og er þess
vænst, að hún skili áliti sínu
innan nokkurra daga.
leg full af fróðleik um land og
þjóð og er þar getið margra lif-
andi Islendinga, þekktra manna
á ýmsum sviðum en ekki síður
alþýðumanna er hann komst í
kynni við. Bókin er prýdd fjölda
mynda, sem höfundur tók sjálf-
ur hér á landi.
—TIMINN, 23. nóv.
Fæddur í Brazilíu,
látinn í Alberta
Hinn 5. þ. m., lézt á sjúkrahúsi
í Cardston, Alberta, Joel August
Isfeld, fæddur í Curitgba í
Brazilíu, sonur Magnúsar Brazi-
líufara, er fluttist til Wynyard,
Sask., í septembermánuði ásamt
fjölskyldu sinni árið 1904 og hóf
búskap um níu mílur suðaustur
af bænum; hinn látni var manna
félagslyndastur, sat um þrjátíu
ára skeið í Elfros sveitarráði og
var um eitt skeið oddviti héraðs-
ins; hann fluttist ásamt skyldu-
liði sínu til Cardston 1916 og
bjó þar til dánardags; hann
lætur eftir sig konu sína, Rósu
Thorarinsson-Isfeld, ásamt sex
börnum. Útförin var gerð að
Cardston hinn 8. þ. m.
Flugu tveir á Dakotavél frá
Canada til íslands og urðu
viku á leiðinni, vegna veðra
Fyrir nokkrum dögum lagði
einn af flugstjórum Flug-
félags íslands upp í langa
og óvenjulega flugferð, alla
leið til Abyssiníu. Er hann
annar flugmaður á Dakota-
flugvél, sem verið er að
flytja þangað frá Canada.
Tekur það nokkra daga að
fljúga vélinni héðan suður
Evrópu yfir Miðjarðarhaf og
allaleið langt suður í Afríku.
SVO STENDUR á ferðum
þessarar flugvélar, að hún
kom til Reykjavíkur frá Canada.
Hafði canadiskur -flugmaður
tekið að sér að fljúga vélinni til
Abyssiníu, en vantaði annan
flugmann. Canadamaðurinn er
kunnugur íslenzkum flugmönn-
um, því að hann hefir dvalið
hér á landi um langt skeið til
að þjálfa íslenzka flugm^nn,
síðast í fyrrasumar. Heitir hann
Jóhn Besson.
Viku frá Canada til Islands
Þegar Björn Jónsson, flug-
umferðarstjóri, var á heimleið
frá störfum á ráðstefnu alþjóða
ílugmálastjórnarinnar, bað Bes-
son hann að verða annan flug-
mann hjá sér til íslands. Lögðu
þeir síðan upp um fyrri helgi í
ferðalagið, sem varð allsögulegt,
því að það tók þá heila viku að
komast til íslands ' með flugvél
frá Caijada.
Fyrsta daginn flugu þeir til
Goose-bay flugvallarins, en þar
urðu þeir veðurtepptir í nokkra
daga. Loks gátu þeir lagt upp í
næsta áfanga, sem var til flug-
vallarins í Eiríksfirði á Græn-
landi, en þar hafa Bandaríkja-
menn flughöfn og herstöð beint
á móti landnámsjörðinni fornu,
Brattahlíð.
Veðurtepptir í Eiríksfirði
Þessi flugvöllur er erfiður til
lendinga í misjöfnum veðrum og
þarf gott skyggni til að áhættu-
laust sé að taka þar land. Flug-
völlurinn sjálfur er aðeins ein
braut, sem liggur í nokkrum
halla, dalverpi. Er flogið inn
þröngan og bugðóttan fjörð í að-
fluginu.
En þarna urðu þeir Björn
aftur veðurtepptir í nokkra
daga, áður en hægt var að leggja
upp í síðasta áfangann til
Reykjavíkur. Heldur þótti þeim
Birni kuldalegt að gista í Græn-
landi. Var þar 15—20 stiga frost
á Celsíus og stormasamt. Þegar
þeir komu til Reykjavíkur höfðu
þeir verið eina viku á leiðinni
frá Canada.
Flugvélin er tveggja hreyfla
og flugþol hennar því minna en
venjulegra flugvéla, sem notaðar
eru á úthafsflugleiðum, en þær
eru flestar eða allar fjögurra
hreyfla. Þeir Björn og John voru
aðeins tveir í flugvélinni og far-
angur ekki annar en ferðatöskur
þeirra og einn varahreyfill d
vélina.
Héðan til Abyssiníu
Þegar hingað kom fékk John
Björn Guðmundsson, flugstjóra,
með sér í leiðangurinn suður til
Abyssiníu og bjuggust þeir við
að verða nokkra daga að fljúga
þangað jafnvel þó hægt væri að
fljúga dag hvern. Fyrsta daginn
ætluðu þeir félagar til Prestvík-
ur á Skotlandi, næsta til Nissa á
Miðjarðarhafsströnd Frakklands,
þriðja til Aþenu í Grikklandi,
fjórða til Cairo í Egyptalandi,
fimmta til Karthun í Súdan og
sjötta daginn loks til Abyssiníu.
Er þá eftir að komast heim, og
má því gera ráð fyrir að flug-
ferðin að heiman og heim taki
um það bil hálfan mánuð.
—TÍMINN, 18. nóv.
Um hástig hita
—L. F.
Fyrir nokkrum vikum gat ég
þess í grein í Lögbergi („Undur
náttúrulögmálanna“), að enn
væri ekki vitað um hástig hita,
ef annars væri um hástig,
„hingað en ekki lengra“, að
gera. Skal játað, að þessi stað-
hæfing var gripin úr lausu lofti,
og án þess að leita fyllilegra
sannana.
En skömmu eftir að blaðið
kom hingað tók kunningi minn
mig tali og véfengdi staðhæfing-
una, á þeim forsendum, að þar
sem hiti stafaði af hristingi smá-
agnanna (molecular vibration),
og þar sem hraðferð hvers eins
væri miðuð við hraðferð ljós-
bylgjunnar (186,282 mílur á
sekúndunni), þá væri hristingur
smáagnanna einnig miðaður við
hana. í hristingi gætu þær ekki
farið umfram þessa hraðferð,
og væri þar því hástig hita, hvað
svo sem það gráðustig er.
Ég sneri mér því til eðlis-
fræðisdeildar B.C. háskólans
með þessa spurningu, og varð
próf. Gordon Shrum, frægur
frumagna-fræðingur (nuclear
physicist) fyrir svörum, og réði
hann úr málinu á þessa leið:
“Theoretically, there is no
upper limit to the heat which a
body of gas might attain. In
some of the hottest stars the
temperature runs into billions
of degrees. At these tempera-
tures nearly all the external
electrons are knocked off the
atoms and therefore one has
matter in a very dense state.”
En þar sem aðrir en þessi
kunningi minn af lesendum Lög-
bergs kunna að hafa hrist höfuð-
ið yfir þessari staðhæfingu
minni um hástig hita, vil ég
. biðja blaðið að flytja þessa
skýringu.
Undursamleg
mannbjörg
Fyrir skömmu nauðlenti risa-
flugvél Trans Canada flugfélags-
ins á akri bóndabýlis eins
skamt frá bænum Brampton í
Ontariofylkinu; við lendinguna
kviknaði í flugvélinni og brann
hún á svipstundu svo að segja
til agna; um þrír tugir manna,
er með vélinni voru, farþegar
og áhöfn, björguðust af með
undursamlegum hætti, og gátu
fæstir þeirra frá því skýrt hvað
fyrir þá hefði komið; tveir sættu
alvarlegum meiðslum og liggja
enn á sjúkrahúsi, en hinir voru
aðeins dálítið dasaðir. Flugvélin
var á leið frá Tampa, Florida,
til Toronto án annara viðkomu-
staða.
Fallist á
Parísarsamingana
Þjóðþing Italíu hefir með
miklu afli atkvæða fallist á
Parísarsamningana, er lutu að
endurhervæðingu Vestur-Þýzka
lands og fullveldisviðurkenn-
ingu þjóðarinnar.
—PÁLMI
Sænskur blaðamaður og rithöfundur
skrifar bók um ísland