Lögberg


Lögberg - 30.12.1954, Qupperneq 7

Lögberg - 30.12.1954, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. DESEMBER 1954 7 Jón H. Anderson Fæddur 25. apríl 1871 — Dáinn 28. ágúsl 1954 Jón H. Anderson kom ungur að aldri til Ameríku og hér átti hann eftir að dvelja í 67 ár. Það er langur tími. Margt hefir borið við á svo mörgum árum, og hann fann það betur og betur, að það er gullfallegt og gullsatt, sem skáldið segir, að „— innst í þínum eigin barmi, eins í gleði og eins í harmi ymur íslands lag“. Hann var fæddur á ísafirði 25. apríl 1871 og bar nafn föður- bróður síns Jóns H. Hjaltalíns, skólastjóra á Möðruvöllum, hins gagnmerka skólamanns og menningarfrömuðs. Foreldrar Jóns H. Andersonar voru Sigurður Anderson og Hildur Jónsdóttir. Fluttist Sig- urður til Canada og Hjalti sonur hans með honum, þá ellefu ára. Á íslandi lifðu og dóu önnur systkini Jóns, þau Ás- geir Sigurðsson, aðalræðismaður Breta á íslandi, stórkaupmaður í Reykjavík, og Margrét. Jón H. Hjaltalín, skólastjóri, tók Jón frænda sinn ungan í fóstur eða þegar hann var sjö ára gamall. Naut hann þar hins bezta uppeldis og ástríkis. Ung- ur hóf hann nám í Möðruvalla- skóla og lagði skólastjórinn mikla rækt við enskunám frænda síns. Var Jón A. Hjalta- lín ágætlega ensk menntaður og hafði verið bókavörður í mörg ár í Edinborg í Skotlandi. Þegar einn stóri útflytjenda- hópurinn fór frá Islandi til Ameríku undir lok síðustu ald- ar fór Jón H. Anderson með honum, þá seytján ára, meðal annars sem túlkur. 1 New York dvaldi hann í eitt ár á glæsilegu lögmannsheimili, og var lögmað- urinn vinur fóstra hans. Minnt- ist Jón þess oft með þakklæti hversu gott hann hefði haft af því að kynnast þeim ágæta manni. Þá fluttist Jón til Canada og vann ýmsa algenga vinnu, einkum við veggfóðrun og múrarastörf. Hann kvæntist í Brandon, Manitoba, Eyjólfu Bergþórsdóttur Jónssonar; var hún ættuð úr Dýrafirði. Hún var góð kona, falleg og vel gefin, ágæt húsmóðir og elskuleg móðir. Þau fluttust til Tantallon þ. e. Hólabyggðarinnar í Saskat- chewan og voru meðal frum- byggjanna þar. Vann Jón þar mikið og vel að félagsmálum, því hann var fjölhæfur gáfu- maður og vel að sér. Hljómlist unni hann mjög og var með af- brígðum sönggefinn. Stjórnaði hann söngflokk í byggðinni og gat hann sér hið bezta orð. Hann var ágætlega ritfær og gaf út handskrifað blað fyrir byggðar- fólkið. Hefir það vafalaust verið mörgum til mikillar á- nægju og fróðleiks. Einnig hafði hann áhuga fyrir leiklist og var í stjórn leikfélags byggðarinnar. Árið 1909 flytst Jón úr Hóla- byggðinni til Moosomin í Saskat- chewan. Dvaldi hann þar með fjölskyldu sinni í nokkur ár, en flytst þá til Regina og verður aðaleftirlitsmaður með leik- og myndasýningum í fylkinu. 1 þeirri stöðu ávann hann sér virð- ingu og traust yfirboðara sinna og samstarfsfólks, því hann vann verk sitt af frábærri trúmennsku og vandvirkni. f*egar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, þá sjötíu og þriggja ára að aldri, var honum fært vandað gullúr að gjöf og þótti honum mjög vænt um þann virðingarvott. Af börnum þeirra Jóns og Eyjólfu náðu fjórar dætur full- orðins aldri. Var Margrét þeirra elzt. Hún var ágætlega vel gefin og hafði mikla hljómlistarhæfi- leika. Hún andaðist á bezta aldri. Var hún gift og átti tvö börn, dreng og stúlku, sem nú eru bæði uppkomin. Hinar dæturnar eru: Þóra, Mrs. A. E. Smith, búsett í Vancouver og eiga þau hjónin tvo syni upp- komna syni, Neilly og Nina, sem hafa verið með' foreldrum Jón H. Anderson sínum og reynzt þeim framúr- skarandi vel. Jón H. Anderson var hár vexti og fyrirmannlegur og bar sig vel. Hann kom vel fyrir og var prúðmenni í allri fram- komu. Hann var fróður og hafði lesið fjölda góðra bóka, enskar og íslenzkar. Hann var víðsýnn og hleypidómalaus og ráðhollur; því leituðu margir ráða til hans. Til Islands bar hann hlýjan hug og ha|ði yndi af að rifja upp bernsku- og æskuminning- arnar, sem voru honum mjög hugljúfar og hjartfólgnar. Mörg spakmæli Islendingasagnanna voru honum hugstæð og eftir- minnileg; hann unni heilbrigðu mannviti og snilld í orðum og litum og tónum. Til Vancouver fluttu þau hjónin, Jón og Eyjólfa, árið 1948 og þar andaðist Eyjólfa 21. marz 1951. Ég kynntist Jóni heitnum skömmu eftir að ég kom til Vancouver og hafði af því mikla ánægju. Ég kom oft á heimili hans og dætra hans og naut þar gestrisni og vinsemdar. Heilsu- bilun fylgdi elliárunum og lík- amskraftarnir fóru ört þverr- andi. En því tók hann æðru- og kvíðalaust. Síðasta æviárið var hann oft rúmliggjandi, bæði. heima og á sjúkrahúsii. Naut hann hjúkrunar og innilegrar ástúðar dætra sinna, er gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð til að létta honum byrði sjúkleik- ans. Á Almenna sjúkrahúsinu andaðist hann aðfaranótt 28. á- gúst síðastliðinn, í þann mund er nýr dagur rann með ljós og líf. Við útför hans voru flutt kveðjuorð á ensku og íslenzku og honum þakkað ævistarfið. Nánustu ættingjar og margir vinir fylgdu honum til hinzta hvílureitsins. Þá var sólbjartur dagur og heiður himinn. Guð gefi honum raun lofi betri. Hvíl í friði. E. S. Brynjólfsson Krosskirkja úr steini Neðanmálssögurnar Skömmu fyrir aldamótin flutti annað íslenzka blaðið í Winni- peg neðanmálssögu — rétt- nefnda „neðanmáls“ á þeim dögum — sem bar heitið „Kapí- tóla“, bandarísk að uppruna. Sagan þótti víst meira en lítið spennandi, því að á sveita- heimilum í þeirri byggð þar sem ég ólst upp var hinn vikulegi þáttur sögunnar lesinn upphátt, og fyrst af öllu, þegar blaðið kom með póstinum, og svo voru ævintýri söguhetjunnar „Kapí- tólu“ rædd fram og aftur. Og þó að þetta væri fyrir þann tíma að ég gæti tekið þátt í þessari spennu, heyrði ég oft getið um söguna seinna, og á- setti mér því að lesa hana við tækifæri. Þó viðraði ég þetta fram af mér í meira en hálfa öld, þar til nú fyrir skömmu að góð- kunningi einn fékk mér í hendur gamalt eintak af sögunni (Guten- berg, Rvk., 1905, en sjálfsagt í þeirri þýðingu, er birtist í Win- nipeg-blaðinu, því að varla kemur til mála að tvær þýðingar af þessu „meistarastykki“ hafi verið gerðar á svo að segja sama tímabili). — Skal gildi sögunnar ekki hér kryfjað; hún var sinnar tíðar vara. *En íslenzka málið í þessari þýðingu er eftirtektar- vert. Hún er, sem sé, á því hrognamáli að furðu gegnir. Hverjir þeir voru, sem stóðu að þessu verki (og þá er ritstjóri blaðsins, hver svo sem hann var, ekki undanskilinn) veit ég ekki; en þeir hinir sömu vissulega settu met í misbrúkun íslenzks málfæris — “a new high in lows,” eins og enskurinn segir. Þetta gengur svo langt, að næst- um er gaman að lesa. „ . . . ef þú hirtir mig og hleyptir í mig smám saman með því að pikka í mig með spítu“, o. s. frv. Ég hefi aldrei lesið neðan- málssögu (serial) í íslenzku blaði; en sé „Kapítóla“ mæli- kvarði af sögum þeim, sem hafa birzt (og enn taka upp marga dálka) í íslenzku blöðunum okkar, þá er missir minn ekki tilfinnanlegur. Og mér er spurn: Hverjir lesa nú þessar sögur? Það væri sannarlega fróðlegt að vita. Legg ég því til, að íslenzku blöðin leitist fyrir um þetta — biðji lesendur saganna að segja til sín. Mér er næst að halda, að sú tala sé ekki há. En ef svo er, því þá að eyða svo mörgum dálkum vikulega fyrir þessar sögur, svo kostnaðarsamt sem nú er að gefa út blöð? Eða er þetta bara orðinn svo rótgróinn vani, að óhugsanlegt sé að prenta vikublað án söguþáttar? Þau hafa ævinlega flutt sögur, í þrjá fjórðunga aldar, og geta nú varla lagt niður þann sið, hvernig sem tímarnir og siðvenjur les- enda breytast. Jæja, það þá. —L. F. Ung stúlka hafði fengið stóra sendingu af alls kyns sængur- fatnaði frá frænku sinni, þegar hún opinberaði trúloæun sína. I þakkarbréfi sínu til frænk- unnar komst stúlkan m.a. svo að orði: — Mikið þakka ég þér elsku frænka mín! fyrir þessi fallegu sængurver, lök og kodda- ver, sem þú sendir okkur Pétri. Ég vildi óska, að við þyrftum ekki að bíða þangað til eftir brúðkaupið með að nota alla þessa dásamlegu hluti, sem okkar hafa verið sendir!! Framhald af bls. 3 holti, þar sem gamli garðurinn verður að miklu leyti friðaður, enda að mestu útgrafinn. Gera verður nýjan steingarð um gamla kirkjugarðinn, og verður það að framkvæmast í samræmi við hina nýju kirkjubyggingu. Þá þykir og sjálfsagt að öll þekkt leiði í garðinum verði greinilega merkt inn á kort. Ný heimreið Húsameistari ríkisins hefir gert uppkast að uppdrætti af prestsseturshúsi. Er þar gert ráð fyrir að hús þetta verði bæði að stærð, útliti og allri tilhögun með allt öðrum hætti en venju- leg prestsseturshús, meðal ann- ars yrði þar stór fundarsalur, allmörg gestaherbergi o. fl.. o. fl. Hinu nýja húsi er ætlaður stað- ur á gamla bæjarstæðinu, ná- lægt íbúðarhúsi því, sem nú er og rifið verður. íbúðarhús bónda og gripahús Hafa þegar (með leyfi ráð- herra) verið reist gripahús síðla sumars 1953. Þá er og alllagnt komið að reisa íbúðarhús bónda, er það teiknað af Þóri Baldvins syni, húsameistara. Er það um 90 ferm. að grunnfleti, kjallari. ein hæð og ris. Hefir þessum húsum verið valinn staður í um það bil 250 metra fjarlægð norð- ur frá gamla bæjarstæðinu, og hefir skipulagsstjóri fallizt á það. Nýti vainsból og hiiaveiia Ekkert fullnægjandi vatnsból er í Skálholti eins og stendur. Hinir gömlu brunnar þar eru vestan og sunnan við bæinn. — Ekki er gerlegt að nota vatn úr þeim. Eftir gerlarannsókn á vatni þeirra kom greinilega í ljós að vatnið var með öllu ó- nothæft til neyzlu, enda rennur allt undan ræktuðu landi. Gunn- ar Böðvarsson verkfræðingur hefir bent á stað þar sem fáan- legt mun gott sjálfrennandi vatn í hús staðarins eftir þörfum. Með tilliti til þess geysilega upphitunarkostnaðar, sem verða mundi á öllum þeim miklu byggingum, sem fyrirhugaðar eru í Skálholti, leggur nefndin alveg ákveðið til, að hveravatn í landareign Skálholts verði hag- nýtt til upphitunar allra húsa, samkvæmt áætlun Gunnars Böð- varssonar, verkfræðings. Gefa hverir jarðarinnar miklu meira magn af heitu vatni en þörf er á til upphitunar þessara húsa. Nefndin hefir lagt til við raf- orkumálastjóra að hraðað verði sem unnt er lagningu háspennu- línu í Skálholt, og þyrfti hún að vera fullgerð sumarið 1956. ekki síðar en Fegrun á útliti Nefndin fól landnámsstjóra, Pálma Einarssyni s.l. sumar að annast framkvæmdir á ræktun til fegrunar á útliti staðarins, jafnframt því að túnauki yrði að verkinu, og voru tæpir 8 hektar- ar plægðir, herfaðir og jafnaðir á þessu ári. Ræktun mun verða aukin nokkuð næsta sumar, og í því efni farið fyrst og fremst eftir áætlunum og tillögum landnámsstjóra. Á uppdrætti landnámsstjóra hefir verið gert ráð fyrir svæði vestan við Myllulæk hentugu til skógrækt- ar. Er svæði þetta tæpir 3 hektarar að stærð, og blasir vel við heiman frá staðnum. Há- skólabókavörður, dr. Björn Sig- fússon, hefir þegar fengið leyfi í samráði við landnámsstjóra og skógræktarstjóra, til að hefja skógrækt á þessu svæði. Myndarlegl presisseturshús Nefndin leggur til, að heim- reið sú, sem nú er, á staðinn, verði afnumin og ný heimreið gerð, er komi upp á hlaðið fyrir framan kirkjugarðinn. Yrði hér um að ræða nýja vegagerð til bráðabirgða, ‘ofan til af skóla- veginum. En nefndin leggur til að framvegis, og svo fljótt sem unnt er, verði þjóðvegurinn milli ánna, Brúarár og Hvítár (Iðubrúar), lagður fyrir neðan og vestan Skálholt. Mun vega- málastjórnin hafa þessi mál til athugunar eftir því sem tími vinnst til. Telja verður mjög nauðsynlegt, að komið verði nýtt og gott vegasamband milli þess- ara staða, Iðubrúar og Brúarár, fyrir hátíðahöld í Skálholti 1956, enda mun umferð þarna aukast verulega eftir að Iðubrúin verð- ur opnuð, en það má ekki síðar verða en vorið 1956. Nefndinni er ljóst, að kostn- aðaráætlun sú, er hún hefir gert, um 6 milljónir, er í allra knappasta lagi. Ýmislegt kemur þar óumflýjanlega til greina, sem ekki er tími eða rúm til að ræða nánar hér. Biskupsselur? Til framtíðarstarfrækslu í Skálholti hefir nefndin enga sérstaka afstöðu tekið. Hvort þar verði biskupssetur, fram- haldsskóli fyrir presta eða ann- að, sem uppástungur hafa heyrzt um, hefir nefndin tæplega talið sitt verkefni að gera tillögur um, samkvæmt skipunarbréfi sínu, enda eru önnur verkefni hennar ærið nóg á þeim stutta tíma, sem eftir er. Teikningar af kirkju og stað- arhúsi verða fullgerðar á þessum vetri, sagði Hilmar Stefánsson að lokum. Með hækkandi sól, er út á líður, verður svo fljótt sem unnt er hafizt handa um að leggja grunn þessara tveggja stórhýsa. Ég hef góða trú á því að takast megi að ljúka þeim að mestu fyrir níu alda afmælis- dag biskupsstólsins í Skálholti. — Mörgum mun þá finnast sem gerzt hafi merk tíðindi, stór og gömul skuld við fortíðina verið greidd, og draumur margra kynslóða rætzt. Minnist BETEL "A Realislic Approach io ihe Hereafier" by Winnipeg auihor Edith Hansson Bjornsson's Book Siore 702 Sargeni Ave. Winnipeg BLOOD BANK SPACE CONTRIBUTED WINNIPEG BREWERY L | M I T E D MD*35I STÆRRI MYNDIR FYRIR MINNI PENINGA, er þér fáið hið nýja undraverða Westinghouse SJÓNVARPS TÍÐINDI Hér er um sjónvarp að ræða, sem innfelur alla höfuðkosti: lágt verð, óviðjafnanlegan sýningar og dramatískan blæ. Hið nýja Westinghouse Videoramic “Luma Ray” Aluminized Picture Tube framleiðir hinar stærstu, skýrustu og fullkomnustu sjónvarpsmyndir í Canada. Hinar nýju og ágætu Chassis tryggja yður betra og ódýrara sjónvarpsviðtæki. Og hin fræga “Famous Designer” New Look gerð, eykur á yndisleik heimilisins. Fáanleg jLþremur tegundum af eðlilegri viðargerð og í þremur skrautlitum. Gyltur ^Bynda Mask. Swivel base snýst fullan hring. UNDURSAMLEGA r\ Þ-f r\ 95 LÁGT VERÐ Samkvæmt verBskrá 279. Vítund hærra verS t Ontario og Quebec en hinum fylkjunum. ÞÉR (FULLKOMIÐ EINS OG MYNDIN SÝNIR) ÞURFIÐ EKKERT AÐ ÓTTAST — SÉ ÞAÐ Wcstinghouse 3"

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.