Lögberg - 30.12.1954, Side 8

Lögberg - 30.12.1954, Side 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. DESEMBER 1954 Úr borg og bygð A meeting of the Jon Sigurd- son Chapter I. O. D. E. will be held at the home of Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., on Friday Eve., January 7, 1955. ☆ Næsti fundur Stúkunnar HEKLU No. 33 I. O. G. T. verður haldinn n.k. þriðjudag 4. jan. kl. 7.30 e. h. í neðri sal G.T.-hússins. ☆ — Dánarminning — Ögmundur Ólafsson, fyrrum bóndi í Leslie í Saskatchewan og Crake Mille í Alberta, and- aðinst á Almenna sjúkrahúsinu í Vancouver, B.C., þann 19. september síðastliðinn. Hann var fæddur að Hvassa- hrauni á Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu og var á 83ja aldursári þegar hann andaðist. Hann var af traustum og góðum bændaættum og átti margt skyldmenna hér í Canada og á íslandi. Um 1890 flytst hann til þessa lands og litlu síðar fluttu hingað móðir hans og bræður. Hann kvæntist hérlendri konu, er lifir hann og dvelur að elli- heimilinu „Höfn“, þar sem þau hjónin höfðu dvalið í nokkrar vikur fyrir andlát ögmundar. Hún var manni sínum ágæt eiginkona og fyrirmyndar hús- móðir. Bjuggu Ögmundur og kona hans góðu búi í Saskat- chewan og Alberta og voru vin- sæl og vel metin af öllu fólki. Er Ögmundur hætti búskap fluttu þau hjónin til Lulu eyjar- innar við Vancouver, en bjuggu síðustu árin í borginni sjálfri og nutu sömu vinsælda og virð- ingar sem fyrr. Þau eignuðust tvo syni, sem komust til fullorð- ins ára og eru þeir báðir bú- settir í British Columbia. Ögmundur var vel greindur og minnugur; hann var trúmað- ur og alla ævi var honum hjart- fólgið það, sem hann lærði við móðurkné af versum og andleg- um ljóðum. Heilsu hans fór ört hnignandi síðasta æviárið og þegar haust- blærinn var að færast yfir þetta fagra land og blöðin féllu af trjánum, fluttist sál hans héðan inn í sumar eilífðarinnar. Á útfarardegi hans, 22. sept. síðastliðinn, fluttu þakkir og kveðjur frá ættingjum og vin- um enskur forstöðumaður Bræðrasafnaðarins hér í Van- couver, en þar höfðu þau hjónin verið trúir meðlimir, og séra E. S. Brynjólfsson. FRÓNS-fundur verður haldinn í Góðtemplara húsinu á Sargent Ave., mánu- dagskvöldið 17. jan. n.k. kl. 8. Auk annars, sem þarna verður til skemmtunar, flytur prófessor Finnbogi Guðmundsson fyrir- lestur. — Dagskrá fundarins verður nánar auglýst síðar. ☆ Herbergi og fæði óskast handa roskinni konu við allra fyrstu hentugleika, helzt hjá íslenzkri fjölskyldu. Sími 40-6785. Upp- lýsingar einnig veittar á skrif- stofu Lögbergs. ☆ Á mánudaginn, 27. des. kl. 7, voru gefin saman í Fyrstu lútersku kirkju þau Elín Helga Smith, dóttir séra Valdimars og frú Lilju, 686 Banning.St., og David Ross Oakley, sonur Mr. og Mrs. David Oakley, 1169 Mulvey Avenue. Faðir brúðarinnar framkvæmdi hjónavígsluna í viðurvist allmargra vina og ætt- ingja brúðhjónanna, en svara- menn voru þau Jóhanna Nielsen og Charles B. Hare. Systir brúð- gumans, Miss Elaine Oakley frá Toronto söng einsöngva með aðstoð organista kirkjunnar, frú Eric ísfeld. Að afstaðinni hjóna- vígslunni var setin brúðkaups- veizla á St. Regis hótelinu, og mælti séra Haraldur Sigmar frá Gimli fyrir skál brúðarinnar. Ungu hjónin lögðu af stað suður í Bandaríki næsta dag. Mr. Oakley er nýlega útskrifaður frá háskólanum í Toronto sem “optometrist,” og stundar nú það starf á Gimli, og verður framtíðarheimili ungu hjónanna þar í bæ. Meðal utanbæjargesta við brúðkaup þetta var eldri systir brúðarinnar, Sigrún Dolores, og maður hennar William R. Lawler, flugstjóri frá Ottawa. í för með þeim var ungur sonur þeirra, sem afi hans skírði á jóla- daginn í kirkju sinni, og hlaut nafnið Daníel William. Auk séra Haraldar frá Gimli og frúar hans, voru einnig viðstaddir þeir prestarnir, séra Bragi Frið- riksson frá Lundar, og t séra Robert Jack frá Árborg, og frúr þeirra. ☆ W. J. Lindal dómari pg frú fóru vestur til Stettler, Alberta, rétt fyrir jólin og dvelja þar fram yfir nýárið, en þar er bú- sett dóttir Walters dómara af fyrra hjónabandi og fjölskylda hennar. Mr. og Mrs. J. Th. Hallgríms- son og sonur þeirra Leifur lög- fræðingur, dvöldu í Riverton um jólin hjá tengdafólki og öðrum vinum. ☆ Páll Bjarnason skáld Orðval býður okkar þjóð, ort með prýði getur. Endursmíðar úrvals ljóð. — Enginn þýðir betur. Sig. Júl. Jóhannesson ☆ Nýlega lézt í borginni Des Moines í Iowaríkinu Mr. Gordon Melsted 49 ára að aldri, drengur góður og hinn mesti atorkumað- ur; hann var útskrifaður af há- skóla Manitobafylkis og sonur hinna kunnu og ágætu hjóna Mr. og Mrs. S. W. Melsted, sem bæði eru látin. Gordon gegndi um langt skeið ábyrgðarstöðu sem Actuary hjá umfangsmiklu lífsábyrgðarfélagi í Des Moines; hann lætur eftir sig eftirgreind systkini: Thor, Lárus, Hermann, Mrs. S. Indriðason, Guðrúnu og Dorothy. ☆ Mr. og Mrs. Harold Sigurdson frá Fort William, Ont., dvelja hér um hátíðirnar ásamt börnum sínum í heimsókn til foreldra sinna og sifjaliðs. ☆ Mr. F. O. Lyngdal kaupmaður frá Vancouver og frú komu hingað skömmu fyrir jólin og dvelja hér um hríð í gistivináttu þeirra Mr. og Mrs. J. G. Jó- hannsson, 586 Arlington Street. ☆ Úrval af íslenzkum hljóm- plötum nýkomið í Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. ☆ Kennari í heimsókn Hingað til borgar kom rétt fyrir jólin Jón Kristgeirsson kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík, ættaður frá Gil- streymi í Borgarfirði hinum meiri; hann hefir dvalið í Banda- ríkjunum síðan- um miðjan nóvember til að kynnast þar skólahaldi og sömu erinda er hann hingað kominn; hann er maður prýðisvel ritfær og hefir samið fjölda greina, sem birzt hafa í blöðum og tímaritum, svo sem í tímaritinu Mentamál; hann á hálfbróður að Lundar, Svein Johnson, og brá sér þang- að norður til fundar við hann. — GIFTING — Violet Thorvaldson og Joseph Gagnon, flugmaður, sem dvalið hefir á Gimli flugæfingastöð- inni um skeið, voru gefin saman í hjónaband í Únítarakirkjunni að Riverton á sunnudaginn, 19. desember s.l. Séra Philip M. Pétursson gifti. Brúðurin er yngsta dóttir Sveins heitins Thorvaldson, kaupmanns, M.B.E. og seinni konu hans, frú Kristínar Thor- valdson. Herbert Lother, frá Winnipeg, söng brúðkaups- söngvana, en Miss G. Johnson var við hljóðfæHð. Að lokinni hjónavígslunni fór fram vegleg veizla í samkomuhúsi bæjarins. Mr. Marino Frederickson, frá Winnipeg, mælti fyrir minni brúðarinnar, Fjöldi gesta frá Winnipeg og nágrenni sóttu brúðkaupið. Hin ungu hjón fóru til átthaga brúðgumans í New Brunswick, en þaðan fara þau til Hanover á Þýzkalandi, og munu dvelja þar um þriggja ára skeið. * Board of Trusíees of The Firsl Lulheran Church 1955 Grettir Eggertson, President; Paul Goodman, Vice-President; Erlingur Eggertson, Secretary; Gordon Gíslason, Treasurer; Alan Johnson, Envelope Sec.; Robert Storry, Choir Warden; Skúli Anderson Stewardship; Kári Jóhannsson, Property Committee; Gus Gottfred, Property Committee; Axel Vopnfjord, Property Cimmittee. Tilvalin nýársgjöf Enn er við iíði margt fólk af íslenzkum stofni í þessari álfu, sem ann hugástum íslenzkri tungu og íslenzkum menningar- erfðum; þetta fólk lætur sér ekki á sama standa um framtíð vorrar tignu tungu, og vill að sjálfsögðu nokkuð á sig leggja henni til verndar. Vinnið að útbreiðslu Lögbergs. Kaupið það í nýársgjöf handa vinum yðar hérlendis og eins á Fróni! ☆ Frú Kristín Pottruff fór í dag, miðvikudagsmorgun, flugleiðis í heimsókn til sonar síns Douglas Pottruff og fjölskyldu hans í Ann Arbor, Michigan, U. S. A. Hún mun og einnig heimsækja systur sínar tvær, sor. heima eiga í Michiganríki, Miss Kristjönu Ólafsson í Garden City og Mrs. Sally Johnson í Romulus; ennfremur mun hún heimsækja mörg skyldmenni, er heima eiga á þessum slóðum. Frú Kristín gerir ráð fyrir að vera þrjá mánuði í burtu. Æskulýðsþóttur Að vera þreyttur og sveittur og óhreinn frá hvirfli til ilja er ekki þægilegt. Að geta þá kastað af sér óhreinu fötunum og þvegið sig hreinan hátt og lágt og klæðst hreinum og góðum fötum, er í raun og veru dásam- legt. Það veitir sælukennd og vellíðan að vera allur hreinn. Það er svo þægilegt, styrkjandi og læknandi að vera hreinn. Oft er unglingum gefið úr 1 fermingargjöf. Ef þú værir á þeim aldri og hefðir fengið dýrt og fallegt úr í fermingargjöf, þá mundir þú ekki opna það og láta einhver öhreinindi inn í úrið. Úrið er hárfínt og viðkvæmt sigurverk og þolir ekki óhrein- indi. Sálarlíf unglingsins er við- kvæmt og undursamlegt sigur- verk. Hugarheimur barnsins er hreinn. Hann er laus við allt hið óheppilega, sem síðar treður sér inn í hugarfar manna. Það eru einmitt slík óhreinindi hugar- farsins, sem valda mönnum mestu tjóni. Mesta vandamál unglingsins er að halda hugan- um lokuðum fyrir öllu óhreinu, sem leitar á, öllum leiðinlegum og óhreinum hugsunum. Slíkar hugsanir sýkja sálarlífið hægt en markvisst, og einmitt af því, að sýkingin er hægfara, gefur unglingurinn því oftast lítinn eða engan gaum. Samt fer svo, að smátt og smátt dýpka sárin og verða að meini, sem síðar getur komið fram í alls konar sálartruflun, taugabilun, vanlíð- an og ófarsæld. En auk alls þessa skemma óhreinar hugsanir fyrir öðrum og eru alls staðar sýkingarhætta í mannfélaginu. Bezta ráðið til þess að varð- veita hugarfarið hreint, er að fylla hugann björtum og fögrum hugsunum, lesa göfgandi og mannbætandi bækur, vera öðr- um til gleði og hjálpar, láta þjónustú í té, vera trúr í öllu, ástunda nytsamleg störf og velja sér menntandi og göfgandi áhugamál. „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hrein- um?“ spyr hebreska sálma- skáldið, og svarar: „Með því að gefa gaum að orði þínu“. Það er: orði Guðs. Orð Guðs, er siðgæðis og mannkærleika kenning Krists, lífsreglur og heilræði spámanna og spekinga, lærisveina Krists og allra þeirra manna, sem leiddir hafa verið af anda Guðs. Hygginn er sá ungi sveinn eða svanni, sem gefur slíkum heil- ræðum gaum. Með því getur hann haldið vegi sínum hrein- um, hugsunum sínum hreinum. Það er dásamlegt að vera hreinn. —EINING «!«««!««€«««€««!«!««! Greetings of the Season and Best Wishes for a Prosperous New Year. | E. & F. FURNITURE FINISHERS I Specializing in REFINISHING PIANOS and FINE FURNITURE „ Phone 72-7862 663 Ellice Ave. m „ '<iai3»M)»3)3t3i>í»»3t»i9M>»9i3!»a>3)3)3>3)a!3)S)»at9»ta)3ia9»»9)>«k3)»aia»)Stagk»atai« Winnipeg, Man. # Fullkomnasta . . . Úrvals aðbúð farþega Lægsfa flugfargjald til íslands Fljúgið skemstu hringferðina til Reykjavlkur vi8 því lægsta fiugfargjaldi, sem fáanlegt er. Hinar fivi8jafnanlegu fjögra hreyfla Douglas Skymaster vélar, er skandinaviskir flugmenn, sem notið hafa U. S. æfingar stjárna, veita hina fullkomnustu flugfer8atækni, þægindi og ávalt lent á áætlunartíma. Þér njðtiS ágætis máltíSa, hallandi sæta og fyrsta flokks afgreiSslu ferSina á enda. Bein sambönd við alla Evrópu og Mið-Austurlöncl. Frekari upplýsingar og verð fargjalda hjá ferðaskrifstofu yðar n /—\ n ICELANDICl AIRLINES uzAauo 15 W.«t 47th St„ N. Y. 36, PL 7-8585 Ferhendur og ferðaminningar Framhald af bls. 4 Að sjálfsögðu fórum við ekki fram hjá dyrum Skagfirðinga í þessari pílagrímsför okkar til ætt jarðarinnar, og gistum Stephan G. að Arnarstapa, þaðan sem hann hvessir sjónir yfir sögu- frægar og sviphýrar fæðingar- og bernskustöðvar sínar. Sæmir ágætlega, að hann stendur þann- ig vörð á fornum slóðum sem verndarvættur sveitarinnar sinn- ar hugumkæru! Hallgrímur yrkir fallegar vísur um „Vorkvöld í Skagafirði“. Með því að breyta því í „Sumarkvöld“ gæti það verið laukrétt lýsing á yndislegu kvöldi, sem við áttum í góðum hópi á Sauðárkróki norður í dásemdarríki miðnætursólar- innar: „Fegurð, sem um fæstir vita jelst í djúpsins bláa straumi. Þetta gullport Ijóss og lita lifir mér í vöku og draumi. Manstu afanelda sindra úti á sundum meginbreiðum, eða morgun tíbrá tindra töfra bliki frammi á heiðum?“ Ekki urðu Vestfirðingar út- undan í íslandsferð okkar hjóna, ísfirðingar sáu til þess með rausn og prýði, og íslenzkir Góð- templarar; og annað kvöldið, sem við dvöldum vestur þar, sáum við bókstaflega kvöldroð- ann og morgunroðann fallast í faðma með þeim hætti, að vart verður með orðum lýst, en vel kemst Hallgrímur þó frá því í hinum fögru vísum „í Reykja- nesi við lsafjarðardjúp“: „Djúpsins kyrrð er dul og stór, daggarperlur glitra, skína, landið, blærinn, sól og sjór saman flétta töfra sína. Undir skærum óttu hyr uppi langt um himinboga, aldrei sá ég áður fyr ísafjarðardjúpið loga. Nóttin hljóð og hauðrið vítt, hafsins blik og andi manns renna saman þétt og þýtt, þættir fólks og ættarlands.“ 4 Hér hefir þá verið stungið við fæti á nokkrum stöðum í minn- ingaríkum ferðum okkar um ættjörðina á nýliðnu sumri, eftir því, sem vísur Hallgríms kenn- ara tengjast þeirri ferð, en miklu víðar kemur hann við á ferða- leiðum sínum, þó eigi verði nánar rakið hér, né heldur lýst öðrum kvæðum hans. Einnig komum við hjónin á miklu fleiri staði bæði á Suður- og Norður- landi, en hér hefir verið getið, og verður þeim þætti fararinnar gerð nokkur skil annars staðar. En alls staðar voru viðtökurn- ar jafn ástúðlegar og höfðing- legar; ég nefni sem dæmi hina frábæru móttöku, er við áttum að fagna á ættarslóðum konu minnar í Þykkvabænum, í virðu legu boði Siglfirðinga, á Blöndu- ósi og annars staðar í Húnaþingi, á Selfossi, og enn víðar. 'Sagan var hin sama hvarvetna. Við sáum daglega ríkuleg merki þess í heimferðinni til ættlands- ins, að orð Sigurðar Breiðfjörð um ísienzka gestrisni, er ég vitnaði til í málsbyrjun, standa enn í fullu gildi, og að hún er eitt af djúpstæðustu og fegurstu einkennum þjóðarinnar, rótfest í mannást hennar og höfðings- lund. Samruni þeirra tilfinninga er aðalsmark manndóms hjá hvaða þjóð, sem um er að ræða. Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 2. jan.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Siífurtungl og Salka-Valka Ákveðið hefir verið, að „Silf- urtunglið“ eftir Halldór Kiljan aLxness verði sýnt í Helsingfors í febrúar n.k. Hefir Gunnlaugi Rósinkranz Þjóðleikhússtjóra borizt bréf um þetta frá Juuranto, ræðis- manni Islands í Helsingfors. Guðlaugur Rósinkranz lét svo um mælt við Vísi í morgun, að kvikmyndin „Salka-Valka“ veki geysi-athygli 1 Stokkhólmi, en þar var hún frumsýnd s.l. mánu- dag. Sagði Þjóðleikhússtjóri, að blöðin minntust á sterkar per- sónulýsingar leikenda, drama- tísk átök í myndinni og fallega ljósmyndun. Kvað Þjóðleikhús- stjóri blaðadóma yfirleitt hafa verið jákvæða, en eftirspurn eftir myndinni væri mikil utan Svíþjóðar. í sambandi við þetta má minna á skeyti það, sem Vísir fékk frá Sven-Ehic Brunnsjö, fréttaritara sínum í Stokkhólmi í fyrradag, en þar var sagt, að blaðadómar hefðu verið mis- jafnir, áherzla lögð á ljósmynd- un og landslagslýsingar, en sjálf hefði myndin þótt „trakig“ (tyrfin). —VÍSIR, 18. nóv. Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Innilegar hátíðakveðjur «!<*'«!«!« te!«!«!«!«!C !*•«««««!«(«!« («!«(«-«>« («l«!eií;!«(«!«(«!«!«(«>*!«!«*!«!«!«!«!«!« !*!«!«!«!«!««« 1 X I I 1 X 5 Not-ið HAPPY GIRL HVEITI í alia yðar bökun SOO LINE MILLS LIMITED Higgins og Sulherland, Winnpeg I 3 »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»%»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.