Lögberg - 06.01.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.01.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR 1955 NÚMER 1 Merkur verkalýðsleiðtogi látinn Friörik H. Fljozdal Ráðist á tollmúra milli Norðurlanda Þegar Lögberg var hálfprentað í fyrri viku, barst blaðinu sú frétt, að látíst hefði að heimili sínu í Detroit, Mich., hinn mikilsmetni og víð- kunni verkalýðsleiðtogi Friðrik H. Fljozdal 86 ára að aldri; hann flutt- ist ungur vestur um haf með fósturforeldrum sín- um, þeim Eiríki og Vil- borgu Johnson, er settust fyrst að í Minnesotaríki, en lögðu leið sína þaðan til Árborgar í Manitoba- fylki; voru þau valin- kunn sæmdarhjón; þrjú börn þeirra eru búsett í Árborg og grend, Eddie, Begga og frú Margrét Lifman. Á unga aldri tók Friðrik að gefa sig við járnbrautarvinnu og á þeim vettvangi lá hans megin ævistarf og það átti fyrir honum að liggja, að verða einn áhrifa- mesti leiðtogi járnbrautarþjóna í Bandaríkjunum og Canada, og var hann forseti slíkra samtaka um fjölda mörg ár. Ættir okkar Friðriks komu nokkuð saman og frændrækni hans mat ég mikils; ég held að hann hafi naumast komið svo til Winnipeg, að hann eigi liti inn á skrifstofu mína og rabbaði við mig um hugðarmál sín, sem voru mörg og fjölþætt; nokkrum sinnum kom hann á heimili okk- ar til þess að fá sér íslenzkan kaffisopa, er hann jafnan kvað hina beztu hressingu. I forsetaembætti sínu hafði Friðrik meiri mannaforráð en nokkur annar íslendingur hefir nokkru sinni haft. Friðrik Fljozdal var heillynd- ur drengskaparmaður, sem gróði var í að kynnast; ég kyntist einnig nokkuð bræðrum Frið- riks þeim Jóni og Brynjólfi, sem báðir voru greindarmenn þó misháttað væri um lífshamingju þeirra. Friðrik var einn þeirra manna, Samsæti á Lundar Þann 2. janúar héldu börn Sigurðar og Sigríðar Hólm, á Lundar, Man., hátíðlegt gull- brúðkaup foreldra sinna í sam- komuhúsinu á Lundar. Samsætinu stýrði sóknarprest- urinn á Lundar, séra Bragi Frið- riksson. Fyrir minni brúðarinn- ar mælti frú Hólmfríður Daniel- son. Vigfús Guttornísson talaði fyrir skál brúðgumans, en Rev. Father Rarent mælti mjög hlýj- um orðum til brúðhjónanna. Frumort kvæði flutti þeim Gísli Magnússon. — Sömuleiðis var skemt með söng, en undirspil annaðist Miss Dorothy Daniel- son. Lukkuóska símskeyti var lesið frá Dr. Arnold Holm, syni brúðhjónanna, sem heima á í Vancouver. — Gullbrúðhjónin lýstu þakklæti sínu með nokkr- um vel völdum orðum. Á meðal verðmætra gjafa, sem færðar voru gullbrúðhjón- unum, var sjónvarpstæki frá börnum þeirra og silfurskál með áletran og peningaupphæð frá vinum og vandamönnum þeirra. Að síðustu voru bornar fram rausnarlegar veitingar fyrir veizlugestina, sem voru um 160 manns. Um 30 þeirra sóttu sam- sætið frá Winnipeg. er Bandaríkjastjórn valdi sem fulltrúa á Alþingishátíðina 1930, og var hann þá af stjórn íslands sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lenzku Fálkaorðu; hann lætur eftir sig konu sína, fjórar dætur og einn son og búa þau öll í Detroit. Minningargrein um þenna merka mann eftir Dr. Richard Beck, verður birt í Lögbergi við fyrstu hentugleika. E. P. J. Hörmulegur atburður Um nýársleytið vildi það hörmulega slys til á Lake of the Woods, að tveir farþegabílar sukku niður um veikan ís og drukknuðu þar sex af átta manns; ung hjón björguðust af með undursamlegum hætti; alt átti fólk þetta heima í bænum Kenora í Ontariofylki; lík hinna' druknuðu hafa þegar verið slædd upp. 27. desember 1954 Kæri ritstjóri Lögbergs, Vestur-lslendingar hafa feng- ist talsvert við að þýða íslenzka söngtexta á enska tungu og gefa út, svo sem kunnugt er. — En nú ber nýrra við, hugsaði ég, þegar fyrsta jólabókin að heim- an kom í póstinum: Kórlög, sungin og gefin út af Kirkjukór Húsavíkur og Karlakórnum „Þrymur“. Lögin eru tíu að tölu — þrjú fyrir samkóra, hin fyrir karlakóra. Sex þeirra eru amerísk, eitt norskt, eitt rúss- neskt og tvö íslenzk. Textarnir við íslenzku lögin eru eftir séra Friðrik prófast á Húsavík í S.- Þingeyjarsýslu, hina hefur hann þýtt og „fært til íslenzks við- horfs.“ Annað ísl. lagið er eftir Sigurð Sigurjónsson, núverandi söngstjóra Þryms, en hitt eftir séra Friðrik. Efnisröðin er sem fylgir: Ó, ættarland. Ljóð og radd- setning Gene Brauscombe. Menuet. Beethoven. Ómhljóð. A Brown Bird Sing- ing. Royden Barrie. Haydn Wood. Á heimleið. Gathering Home. Royden Barrie. Loskwood. Vákna, Dísa! Marjorie, wake up, wake up! Royden Barrie. Emile Foss Christiani. Blunda, barn, í ró. Kentucky Babe. Richard Henry Buck. Adam Geibel. í frónskri jirða sveit. — Ljóð og lag,— Séra Fr. A. Friðriksson. Öræjaseiður. Séra Fr. A. Frið- riksson. Sigurður Sigurjónsson. Lýðveldisforseti myrtur Sá atburður gerðist síðastliðið sunnudagskvöld, að forseti Mið- Ameríku-lýðveldisins Panama, Jose Antonio Remon, var skot- inn til dauðs þar sem hann var í viðræðum við vini sína á Juan Franco íþróttavellinum; hinn látni forseti, sem þótti hinn mikilhæfasti maður, var 45 ára að aldri og hafði gegnt forseta- embætti í 10 ár. Á mánudaginn kom aukaþing saman og valdi að forseta til bráðabirgða Jose Ramon Gui- zado utanríkisráðherra. Nokkrir hafa"þegar verið tekn- ir fastir, sem grunaðir eru um að hafa hafa verið viðriðnir morðsamsærið og þeirra á meðal er fyrirrennari Remons í forseta- embætti. Formaður leyniþjónustunnar, sem var með Remon á íþrótta- vellinum, var einnig skotinn til bana. Samningar afgreiddir Eftir langar og harðar umræð- ur afgreiddi franska þingið Parísar-London samningana um endurhervæðingu Vestur-Þýzka lands þar sem fallist var á að Þjóðverjar kæmu á fót 500,000 manna her og gerðust með því aðiljar í varnarbandalagi Vest- ur-Evrópu. Forsætisráðherra Frakka, Mendes-France, krafðist trausts- yfirlýsingar og kvaðst tafarlaur^ biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef atkvæðagreiðsl- an yrði sér óhagstæð; en er til úrslitaatkvæðagreiðslu kom, var samningurinn samþyktur með tuttugu og sjö atkvæða meiri- hluta og mátti því í rauninni ekki tæpara standa, að þetta mikilvæga mál næði fram að ganga. íslands jjöll. Norges Fjelde. H. Vergeland. H. Kerulf. Heiðló. Return of the Nightin- gale. Velma Hitchcock. Rúss- neskt þjóðlag. Hanna. Jeanie with the Light Brown Hair. Stephen C. Foster. Kápa og nótur eru hand- tiknaðar, af séra Friðrik. Hann var söngstjóri Þryms í mörg ár, og mun eiga efni í fleiri hefti. Lithoprent í Reykja- vík hefur ljósmyndað útgáfuna, og hún kemur skemmtilega fyrir sjónir. — Séra Friðrik er fæddur listaskrifari. En tæknin, sem hér kemur fram hjá ófaglærðum manni, hlýtur að vekja eftirtekt og aðdáun. 1 þýðingum hans eða stælingum öðlast söngvarnir fagran, lipran og ljúfan blæ. Það veldur hlýju í hug og hjarta að fara með þá. Þar er bæði auðlegð í orðavali, og innileiki og nákvæmni í túlkun. — Jeanie with the light brown hair syng- ur svo yndislega norður á Is- landi, „að fuglar taka undir og standbergin há“. — Og Ken- tucky Babe „leggur hrokkna höfuðið hægt í mömmu fang.“ — Þegar sungið er um frónska firði, fjöll og öræfi, er málið að sama skapi örvandi og hressandi. Þó bókin sé sérstaklega ætluð til notkunar á Islandi finnst mér ánægjulegt að geta um hana. — Bæði er það að séra Friðrik á marga vini vestan hafs, og svo er hér á ferð listræn og lífræn kynning hugnæmra amerískra söngva. Jakobína Johnson Á leið til íslands Valdimar Bjornson I yfirstandandi viku lagði af stað áleiðis til Islands ásamt frú sinni, Valdimar Bjornson fyrr- um fjármálaráðherra Minnesota- ríkis og munu þau dvelja á Fróni í rúman hálfan mánuð. Tekst Valdimar á hendur för þessa að tilhlutan Bandaríkja- stjórnar. Dánarfregn Guðmundur Jóhannesson, St. 5, Agnes Apts., lézt að heimili sínu á nýársdag; hann var 88 ára gamall, fæddur 26. nóv 1866 að Keldunesi í Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Jóhannes Árnason og Ingiríður Ásmunds- dóttir, sem lengi bjuggu að Ytra Álandi í Þistilfirði, en þangað íluttist Guðmundur með for- eldrum sínum, er hann var fjögurra ára gamall, og þar ólst hann upp. Tæplega tvítugur missti hann föður sinn, en dvaldi þó hjá móður sinni enn um nokkur ár. Þá fluttist hann til bróður síns, séra Árna í Greni- vík og var hjá honum um skeið. Árið 1901 giftist hann Krist- veigu Grímsdóttur frá Laxárdal í Þistilfirði, og tveim árum síðar fluttu þau til Canada. Árið 1904 tóku þau sér land í nánd við Árborg, og dvöldu þar í sveit allt til þess að þau fluttust til Winnipeg árið 1929. Guðmundur lætur eftir sig, auk ekkjunnar, eina systur, Mrs. Kristínu Sveinsson; eina dóttur, Ásu Munroe í Spokana, Wash., og sex sonu: Grím í Ashern, Ingólf í Portage la Prarie, Adolph í Dauphin, Robert í Winnipeg, Alfred í Kenora, og John í Ft. Frances, Ont. Tvo sonu höfðu þau misst, Matthías, 1941, og Arthur, sem féll í síð- ara heimsstríðinu í Evrópu, árið 1942. Útför Guðmundar heitins var gerð frá útfararstofu Bardals á þriðjudaginn, 4. jan., og var mjög fjölmenn. Stýrði dr. Valdi- mar J. Eylands athöfninni. Að greftrun afstaðinni voru veit- ingar framreiddar af mikilli rausn á heimili þeirra Mr. og Mrs. H. Daníelsson á Garfield St. Ráðstejna 15 ráðherra jrá Dan- mörku, Svípjóð og Noregi hejir þokað málinu áleiðis Nýlokið er fundi 15 ráðherra frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi og var hann haldinn í Harpsundi í Svíþjóð. Viðfangs- efni fundarins var að leggja drög að sameiginlegum markaði þessara þriggja ríkja, þannig að engir tollar eða aðrar hindranir verði á flutningi milli þessara landa á þeim vörum, sem vænt- anlegt samkomulag næði til. Um þetta mál var sem kunnugt er nokkuð rætt á fundi Norður- landaráðsins í sumar og á það bent, að nauðsyn bæri til að sér- stakur ráðherra í stjórn hvers lands færi með þessi samstarfs- málefni landanna og jafnvel fleiri málefni norrænnar sam- vinnu. Ráðherrarnir segja, að ár- angur fundarins hafi verið góður og betri en vonir stóðu til. Á sömu skoðun eru Norðurlanda- blöðin, sem segja, að fundar- menn notfærðu sér þá mögu- leika, sem fyrir hendi voru, og byggðu tillögur sínar á þeim grundvelli. Samkomulag náðist á fundinum um yfirstjórn sam- starfsins, sem þannig skal háttað, að sérstakur ráðherra verður út- nefndur hjá hverju aðildarríkj- anna, Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku til að fara með þessi mál, cg munu þeir síðan í samráði við þrjá sérfræðinga frá hverju landi, vinna úr tillögum ráð- herrafundarins. Að svo komnu máli töldu ráðherrarnir sig ekki geta komizt nær lausn málsins, enda þótt bæði Svíar, og þó sér- staklega Danir, hefðu kosið að framkvæmdir gætu hafizt nú þegar. Samningur gerður Sem stendur er mun auðveld- ara að koma þessu í framkvæmd með því að-einskorða samning- inn við vissar vörutegundir, og því er það skoðun Harpsund- fundarins að ráðast skuli á garð- inn þar sem hann er lægstur, og setja einhverjar takmarkanir, a. m. k. til að byrja með. Þetta kom fram í skýrslu fundarins, og þar sagði einnig að athuga bær'i möguleika á fjölgun vörutegund- anna, og voru þar m. a. tilnefnd- ar efna-, rafmagns- og málm- iðnaðarvörur. Norski iðnaðar- ráðherrann, Handal, undirstrik- aði, að allar þessar vörur væru sérlega mikilsverðar fyrir þessi viðskipti, minnsta kosti frá norskum sjónarhóli séð. Einnig var rætt í skýrslunni um mögu- leika á samvinnu í framleiðslu- útvíkkun, þannig að ríkin hjálp- uðust að því, að koma á fót fram- leiðslu í nýjum greinum, eða efla framleiðslu þá, er þegar væri hafin í öðrum. Samstarj um aðra markaði Ennfremur voru fundarmenn sammála um, að samstarf bæri að hafa um öflun nýrra markaða í öðrum löndum, svo og um skuldbindingar þær, er ríkin hafa gengizt undir í sambandi við alþjóðasamvinnu á þessum vettvangi. Einnig var rætt um nauðsyn þess, að nánari rann- sókn færi fram á orsökum þeim, er lægju til grundvallar sam- keppni í framleiðslu ríkjanna innbyrðis, og í því tilliti m. a. nefndir styrkir, launagreiðslur og skattar. Að lokum er þess getið í skýrslu fundarins, að rannsóknum um orkugjafa muni haldið áfram. Það gefur m. a. til kynna að sama stefna og ríkt hefir í vatnsafls- og raforkumál- um undanfarið, muni ríkja áfram. Nýjar brautir Oscar Torp, forsætisráðherra Noregs, lýsti ánægju sinni með árangur fundarins, er hann kom að honum loknum til Stokk- hólms. Hann sagðist vera viss um að tillögur fundarins yrðu samþykktar í norska þinginu, jafnvel einnig af stjórnarand- stöðunni. Torp sagði, að nú væri norrænni fjármálasamvinnu beint inn á þær brautir, að öll- um aðildarríkjum yrði fram- vegis mikill stuðningur að, jafnt stjórnmálalega sem fjárhags- lega. Erlander, forsætisráðherra Svía, var einnig ánægður með fundinn, vegna þess, eins og hann sagði, að árangurinn gefur bjartar vonir um að tillögurnar verði að veruleika, ef til vill ekki alveg á sama hátt og Danir og Svíar hefðu helzt kosið sér, en í öllu falli munum við berjast hlið við hlið að hinu sameigin- lega markmiði. Aðspurður um það, hvort orðrómurinn um að fundurinn myndi leiða af sér sænsk-danska samvinnu, vegna þeirrar sérstöðu, er Norðmenn höfðu í sumu tilliti á fundinum, svaraði forsætisráðherrann því til, að ekkert benti til þess, þar eð það myndi áreiðanlega hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir öll löndin. „Norræn sam- vinna í varnarmálum fót út um þúfur“, sagði ráðherrann, „en nú höfum við lagt drög að annarri samvinnu, sem ef til vill á eftir að hafa ennþá meiri þýðingu fyrir einingu landanna. Það er ekki langt síðan við afnámum vegabréfin, og nú höfum við ráð- ist á tollana. Það er ekkert und- arlegt þótt slíkar aðgerðir valdi erfiðleikum. En umfram allt megum við ekki skella skuld- inni á Norðmenn, því að vitan- lega eru aðstæður allar misjafn- ar í löndunum og eftir því verð- um við vissulega að sníða okkur stakk“. Forsætisráðherra Dana, Hans Hedtoft, átti fund með leiðtog- um stjórnmálaflokkanna áður en hann fór á ráðherrafundinn í Harpsund, þar sem afstaða Dan- merkur var ákveðin. M. a. var þar samið um að Danir væru fúsir til að afnema þegar allar hömlur og tolla af 40% varnings þess, er milli aðildarríkjanna er fluttur, og á Harpsundfundinum gaf Hedtoft það í skyn, að sú tala gæti hækkað upp í 70% áður en langt um liði. —TÍMINN, 4. nóv. Vetrarsólhvörf að baki Klifið er húmsins háa, bratta fjall, hlær mér af tindi þess við augum fagur, sveipandi roða svartra kletta stáll, svíjandi vængjum björtum lengri dagur. Vefur hann bjarma vetrarkálda fold, vekur að nýju sumardraum í hjarta mannanna barna; jræ, er jelur mold, finnur sinn þrótt við geislann himinbjarta. Speglast í skærri frostsins jögru rós fagnandi vorsins blóm í sólarljóma; leystir úr vetrarfjötrum, jram að ós lANUSöOh ' Sá ( fossandi lœkir glaðir eyrum hljóma. 2021<SÖ RICHARD BECK i .ÍSLANOS V Fró Seatfle, Washington

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.