Lögberg


Lögberg - 06.01.1955, Qupperneq 2

Lögberg - 06.01.1955, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR 1955 Ljósleiðis um jólaleytið Smósögur Þóris Bergssonar Jólin, eins og sólin, eiga geisla margra lita. Það var á Þorláksmessu kveld. Síminn hringdi. „Hallow, Mom. Hvað ertu að gera?“ „Ó, ég var rétt að líta hérna í blöðin.“ „Hvað er pabbi að gera?“ „Hann er hérna inn á sófanum. „Hvað er Jó að gera?“ „Hún er með söngflokknum yfir á prestssetrinu að æfa fyrir jólin.“ „Ójá. Mynduð þið hafa gaman af að koma út fyrir dálítið „ride“ að sjá ljósin?“ „Ég skal spyrja pabba þinn.“ Hann var til í það og við lögð- um á stað út. Það var með kaldara móti eftir því sem hér gerist, hreint veður og fremur bjart í loftið. Engin þoka og engin rigning. Er við komum að bifreiðinni norðaustur f y r i r húshornið, blasti við okkur dýrðin alla leið út í fjarlægðina Norður Van- couver fjallshlíðin, glóði í ljósa- dýrðinni eins og sjálfar himin- sins stjörnur hefðu mælt sér mót þar til þings. Og leiðin þangað, yfir borgina horft héðan, var öll blikandi í ljósunum. Við lögðum á stað. Eftir fáein augnablik vorum við komin að dýrðlega ljós skreyttri borgar- höllini. Þar glóði jólaljósin um allar rendur, húshorn og gættir, einnig í stjörnum hér og þar á byggingunni og dýrðlega skreytt um jólatrjáum úti fyrir. Við fórum hægt þarna fram- hjá, til þess að njóta dýrðarinnar um nokkur augnablik. En svo ókum við um hvert strætið af öðru og hvert heimilið af öðru tjáði umheiminum „gleðileg jól“ í ljósafestum, trjáum, krönsum, og hverju því heildarmerki, sem hugsandi menn nota til þess að láta í ljósi gleði sína á' þessari hátíð hátíðanna, í þessufn ljós- lifandi merkjum. Þannig fórum við um mörg stræti. Og hvað sem líður heildar útkomu akst- urs borgarmanna þetta kveld, þá er það víst, að alir sem við mætt- um virtust fylgja beztu keyrslu reglum. Og hvergi heyrðum við eitt einasta óviðurkvæmilegt hljóð eða orð þetta kveld. Við ókum í gegnum ljósgeislahafið á South Granville, komumst vel í gegn og héldum enn áfram. Húsið með bláu ljósin Þar suður frá, í sérstaklega fallegu umhverfi, blasti við auga manns sjón, sem tók mann föst- um tökum. Það var fallegt, ný- tízku, að mér fannst, íbúðarhús, allstórt en ekki mjög hátt, með góðri lóð, það er rúmgóðu túni umhverfis sig. Það var skreytt ljósum um mænirinn, einni línu og eftir hornum og röndum öll- um einnig á dálitlum handriðum meðfram troppum á gyrðing- unni á lóðinni. Framan á húsinn var í stórum, skrautlegúm en smekklega gerðum stöfum, orðin “Season’s Greetings.” Það sem mest heillaði huga manns fram yfir máske margt annað, sem í sjálfu sér var náttúrlega alveg eins fallegt, var það, að öll ljósin eftir húsmæninum og annars- staðar á þessu húsi, voru blá, þessi eina bláa ljósalína, virtist falla svo vel yfir blámann yfir höfði menns, að þar hreif, að held ógleymanlega, huga manns. „Það minnir mig á sjóinn,“ sagði ég við þau hin. „Það minnir mig á sjóinn,“ sagði ég við þau hin. „Það er líka gufuskipa eigandi, sem á húsið,‘ sagði konan sem ók. Uppi hjá reykháfnum, sat Sánkti Nikúlás og hreyfði ofur- lítið annan fótinn, rétt svona til að sýna manni, að hann væri ekki alveg dauður, á hverju sem gengi! Hann situr þarna uppi, hann Santa Claus! og syngur um dýrðina á jörð, en himininn dimmblár um höfuð hans, hermir um lífsins gj,örð. „Það var skrifað um þetta hús eftir að ljósin komu á það,“ sagði Alice, „og því tók ég ykkur hingað.“ Við höfðum ekki reynt það fyr. Alice stakk upp á því að við færum út að skoða okkur um á túninu.“ Mig hálf langaði til þess en Sigurður vildi síður að við gerðum það. Svo ég gegndi því svo sem góðar húsfreyjur gera þegar þær fara að eldast! Okkur var sagt, að umferðin hefði verið svo mikil, að sjá þetta sérstaka hús, að lögregl- unnar þurfti við til eftirlits. Hér var enn fólk á ferð en engin lög- regla. Bílar voru stöðvaðir og fólk fór út úr þeim og gekk til og frá þarna meðfram stéttinni eða upp á grasinu, rétt eins og það vildi fá að snerta eitthvað af um- hverfi bláu ljósanna. En allt var með ró og kyrð og góðu gengi þau augnablik sem við stóðum við. C.N.R. og C.P.R. ,Og nú förum við ofan á járn- brautarstöðvarnar,‘ sagði Alice, og sté á gasið. Við höfum stöku sinnum rekið okkur á það, að þar er um að ræða „taugakerfi“ land sins og þegar það taugakerfi ein- hverra hluta vegna, bilar, þá er- um við erfiðlega stödd. Okkur var því forvitni á að sjá hvað þessir merku og mikilhæfu þjón ar mannfélagsins, gerðu til þess að láta í ljós jólagleði sína. Við fórum fyrst til. C.N.R. Þar var allt bjart og uppljómað. Inni var fallegt og allstórt jóla- tré. Á veggjum uppi voru mynd- ir af ýmsu því er skáldin hafa látið tákna sigur þess smáa og veika yfir erfiðleikum lífsins. Þar var hún Silverlock á litlu rúmi, en dýrin umhverfis hana gerðu henni ekki mein. Fleiri fallegar myndir voru þar, en það var orðið framorðið og lokun dyra stór rétt við hendi. Við vorum samt glöð að hafa séð ljósin, friðhelgina og allan fall- egan umgang á þessum stað sem alþjóð manna eignar sér og st^rfrækir. Öll árin sem við áttum heima á sléttunni, bjuggum við í nám- unda við Kanada Kyrrahafs brautina. Það var þess vegna ekkert ónáttúrlegt, þó manni kæmi aldrei neitt slíkt til hugar, að það sem hún ætti eftir væri að bera okkur alla leið vestur að Kyrrahafinu. Öllu fólki, sem á því tímabili hefir starfað á brautarstöðinni í Leslie, hefir maður kynst að meira og minna leyti. Viðskiftin við járnbraut- ina, hver sem hún er, rétt hjá þér, eru partur af daglegu lífi. Og þegar ég hugsa um þetta fólk þá minnist ég þess, að það hefir ALLT kynt sig að áreiðanleik í viðskiftum og kurteisri fram- komu við okkur sem utan að komum. En nú, nú erum við á leið ofan á C.P.R. brautarstöð- ina í Vancouver, bara að gamni okkar. Við Sigurður höfðum á- samt Jóhönnu, séð jólatréð þarna fyrir nokkrum dögum, en þá voru ekki ljósin komin á það og nú hlökkum við mikið til að sjá hvar komið muni vera. Við gizkum á okkar k milli, hve hátt muni vera undir loft þarna hjá C.P.R. Ég gizka á „svo sem þrjár mannhæðir." Þau taka undir þetta með fjarstæðu og kýmni yfir grunnhyggni minni. Alice segist vera viss um að það séu 35 fet. Sigurður segist geta trúað að það séu 40 fet. Ég steinþagn- aði. Þegar við komum inn í höll þessa hina miklu, er þar mann- þröng nokkur. Hve margt því var ferðafólk veit ég ekki. Að eyrum okkar barst mikill bæði sterkur og hljómþýður jóla sam- söngur, sem kom einhversstaðar úr efri sölum byggingarinnar. Beint á móti manni blasti við í hinum enda hússins, yfir Loft- leiða skrifstofunni, það sem sýnd ist vera kirkjukór að söng. Blátt, alstirnt loft var að baki þess og yfir höfðum þess, en fólkið var klætt sem hákirkju söngflokkur, í hvítar s k y k k j u r. Þetta var aðeins mynd en svo glögg og glæst að vel gat manni hugsast að hér væri um lifandi menn að ræða. Á miðjuhallar gólfinu stóð jólatré það hið mikla, sem við sáum fáum dögum áður. Og nú var það lýst og ljómað upp. Við þessi, sem hér um ræðir á ferða- lagi okkur til gamans, höfum aldrei séð eins stórt jólatré. Það var bæði fyrirferðarmikið, grein arnar þéttar og náði alveg upp í loftið á þessari miklu höll. Við loftið nam stjarnan. Það var ofurlítill skíðgarðar í kringum tréð, og allt var það uppljómað með rauðum, grænum, gulum og einstöku bláum ljósum. Þau sjást hér og þar eru fáséð í sam- anburði við sjálf venjulega jóla Ijósin. Samt fanst mér endilega að þau væru á sumum auglýs- ingaspjöldunum þarna, þeim er visaðu til kaups á loftleiða eða sjávarleiða ferðabréfum. Og þá kemur manni til hugar, að menn vilji minnast þess að þeim hafi verið og sé lýst um loftin blá og um sjóinn líka. Við horfum á tréð með undrun og aðdáun og hlustum á sönginn. En mig langar til að vita, hve hátt er hér undir loft. Þar stend- ur maður á einkennisbúningi. Ég vík mér að honum og spyr hann að hvort hann vilji gera svo vel að segja mér hve hátt sé hérna undir loftið. Já, hann var fús til þess. „Eitthvað um 40 fet,“ segir hann. Þarna sá ég það. Mér varð innan brjósta eins og Mmum Jóni gamla hefir líklega verið þegar hann átti að tala engelskuna fyrir framan ensku Þórir Bergsson: Á veraldar vegum og Frá morgni til kvölds. Smásögur. ísafoldar- prentsmiðja. Reykjavík 1953 ÞÓRIR BERGSSON er í fremstu röð smásagnahöfunda okkar, enda hugkvæmur og djarfur og kann ágætlega að segja sögu, þó að hann færist sjaldan mikið í fang um efnisval, þar eð ein- kenni hans eru hófsemi og var- færni. Hann var löngu orðinn þjóðkunnur, þegar fyrsta smá- sagnasafn hans kom út 1939. Snjöllustu sögur þess verða á- reiðanlega langlífar í íslenzkum bókmenntum. Síðari smásagna- söfn Þóris eru ekki sömu list- rænnar stærðar, þegar undan er skilin saman Flugur í „Hinn gamli Adam“, en hún mun geta talizt á heimsmælikvarða. Nú eru komin frá hans hendi tvö ný smásagnasöfn. Slík afköst sverja sig í ætt við hraðframleiðslu fljótt á litið, en þess ber að gæta, að sögurnar eru að minnsta lcosti skrifaðar á sex árum. Ýmsir' rithöfundar samtíðarinn- ar eru því Þóri Bergssyni stór- tækari, þó að hinu sé ekki að mennina og Guðrúnu eldakonu. Og gat þá ekkert sagt nema „Yes fox.“ Ég hafði gizkað á svona 22 fet úr vegi! En þessi misfella datt af mér eins og dropi af andarbaki. „En hvað er tréð hátt spurði ég manninn á einkennis- búningnum. „Það er um fjöru- tíu fet. Það er toppur af áttatíu feta háu tré,“ sagði maðurinn. Við sveimuðum um þarna í dýrðinni stundarkorn og létum berast fyrir jólahljómnum og jólasýningunum, eins og í draumi. Svo settumst við á bekk þar ásamt fleiru fólki og dvöld- um þar við í dálitla stund. Þá héldum við heimleiðis. Og okkur fanst við hafa farið góða ferð. MEIRA SEINNA R. K. G. S. neita, að dugnaðurinn er vafa- samur. „Á veraldar vegum“ og „Frá morgni til kvölds“ flytja tuttugu og tvær smásögur. Þær eru mis- jafnar, en bækurnar vitna samt ótvírætt um beztu kosti Þóris Bergssonar. Hann beitir hér hugkvæmni sinni og vandvirkni, leggur sig fram um sögugerðina, leikur á marga strengi og bregð- ur upp eftirtektarverðum mynd- um. Þegar á heildina er litið, sverja bækurnar sig í ætt við fyrsta smásagnasafn höfundar- ins, og þrjár snjöllustu sögurnar myndu sóma sér í úrvali þessar- ar greinar skáldskaparins. Þær eru Samvizkusemi í „Á veraldar vegum“ og Frá morgni til kvölds og Fjallganga í „Frá morgni til kvölds“. Nokkrar aðr- ar eru góð listaverk, en þessar bera af. Samvizkusemi lætur lítið yfir sér, en sannar glöggt, hvað Þórir Bergsson er mikilhæfur smásagnahöfundur. Myndin virð ist hversdagsleg og auðgerð, en bakgrunnurinn reynist sorta- veröld harmleiks og dapurlegra örlaga. Verkefnið er ekki stór- fellt, en þrautin leyst af miklum ágætum. Fjallganga er gerólík, en vitnar um sömu hæfileika. Höfundinum tekst að gæða frá- sögnina seiðmögnuðum töfrablæ og lýsa á skáldlegan hátt þeim tilfinningum, sem breyta hrað- fleygum augnablikum í örlaga- stundir. Frá morgni til kvölds rís þó sennilega hæst og sannar bezt, hverjum vanda Þórir Bergsson er vaxinn. Hún er ein af fimm eða sex snjöllustu smá- sögum höfundarins og perla sinnar tegundar í sagnaskáld- skap okkar fyrr og síðar. Úrslit- um ræður sjálf sögugerðin, hug- kvæmnin og kunnáttan. Leynd- ardómur sigursins minnir helzt á lítið ljóð, sem verður stórt í tvíleik og listrænni túlkun. Mörgum mun finnast sögurnar Læknishjálp, Ást og Þorpið mikils virði og enn öðrum Silf- urbúin svipa, Hjálp í viðlögum og Listin að lifa skemmtilegar aflestrar og listilega gerðar. Þær eru Þóri Bergssyni til sæmdar, en hinar þrjár reynast eigi að síður í sérflokki. Hins vegar er álitamál, að sögurnar Undrið á eyjunni, Dagstund á Grjóteyri, Málagjöld, Ó, þú æska, Sendi- bréf og Utan við Eden hefðu átt að fljóta þarna með. Þær verða lesandanum naumast annað en dægrastytting. Þóri Bergssyni bregst að vísu ekki sú bogalist að gera hverja sögu sína sér- stæða og óvenjulega, en honum hættir til að færa reyfara í skáld legan búning. Prestur kemur í heimsókn, Kolbeinn ungi, Sjá- andi, Gestur og Glæður eru fremur þættir en smásögur, þó að erfitt sé að skilgreina þann mun. Að lokum er aftur á móti hugkvæmnisleg viðleitni, en annað hvort ófullgerð eða mis- heppnuð. Auga fyrir auga er reyfaraleg um of, en gerð af ær- inni íþrótt og verður manni minnisstæð. Og þá er víst upp- talningunni lokið. Þórir Bergsson hefði átt að steypa þessum tveimur bókum saman í eina með því að fella burt sumar sögurnar. Það er fjarri lagi fyrir snjallan rithöf- und að leggja vinnu hreinskrift- arinnar í öll uppköst. Fimmtán beztu sögurnar í þessum tveimur bókum gjalda fremur en njóta hinna sj§, sem umfram eru. Þetta er ekkert undrunarefni, því að rithöfundum hljóta ^ð vera mislagðar hendur, og vand- inn er að velja og hafna. En annars á Þórir Bergsson mæta- vel skilið þökk aðdáenda sinna. Þrjár úrvalssmásögur og fimm eða sex góðar að auki eru gleði- leg tíðindi, • þó að þær séu í tveimur bókum, en hefðu komizt fyrir í einni. Helgi Sæmundsson Nómskeið handa nýjum innflytj- endum í tungu og þegnréttindum Námskeið þessi standa til boða í flestum bygðarlögðum víðsvegar um Canada. Þar gefst yður kostur á að komast fljótt og vel niður í enskri tungu og kynnast canadískum lifnaðarháttum og fræðast um landið sjálft. Það, sem þér lærið á þessum námskeiðum kemur yður að góðu haldi varðandi framtíð yðar í Canada, og þá ekki sízt, er þér leitið canadískra þegnréttinda. Þér getið aflað yður frekari upplýsinga hjá næstu mentamálanefnd, skólastjórum presti, atvinnuveitanda yðar eða embættismönnum í félags- samtökum ættbræðra yðar. En séu áminst námsskeið ekki fyrir hendi í grendinni, má fá sjálf- fræðsluefni ókeypis frá Canadian Citizenship Branch, Department of Citizenship and Immigration, Ottawá, Canada. Birt að tilhlutan: DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMIGRATION HON. J. W. PICKERSGILL, P.C., M.P., Minister of Citizenship and Immigration LAVAL FORTIER, O.B.E., Q.C., Deputy Minister of Citizenship and Immigration On Thy Steadfast Love Relying (Enn í trausti elsku þinnar, eftir P. J.) On Thy steadfast love relying, Which my soul does plainly see With divine, bright glory shining, Son of God, I come to Thee. Mercy craving, mercy craving! In Thy grace now look to me. Thee I worship, Thee my heaven, Knowing my unworthiness; Feed my soul the bread of heaven, And with Thy own strength her bless. On Thee waiting, on Thee waiting; To Thy loving heart me press. My sick heart with sinful feeling To Thy mercy seat must flee; Let Thy rays of love and healing Heal it now and pardon me. Calm all my fears; let all my tears Glow with love and faith in Thee. At Thy holy heart, Lord Jesus, Rest I find and sorrows flee. Thy love-light from darkness frees us; There Thy grace shines forth to me. O Thy heartblood, O Thy heartblood, Heals my heartwounds perfectly. All Thy fulness of Thy blessing I, my Jesus, find with Thee; Thy words, heav’nly grace possessing, Comfort and enlighten me. Thou Thyself, Lord; Thou Thyself, Lord, Our soul’s food must ever be. Naked, my poor soul implores Thee, Clothe her with Thy righteousness; Help her to appear before Thee In the garb of holiness. Look upon me, look upon me With Thy eyes of tenderness. I now offer, I now give Thee, Consecrate to Thee my heart; In Thy peaceful arms I leave me, Never more from Thee to part. With Thee ever, kept forever, I shall know Thee as Thou art. Tranýated by KOLBEINN SÆMUNDSSON

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.