Lögberg - 06.01.1955, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR 1955
3
Það er erfitf' að vera kennari
Margir hinna ungu manna, er
ákveða að gerast skólakennarar,
gera það annaðhvort af því, að
þeir eru hugsjónamenn, eða álíta
að verkið sé létt, sökum hins
stutta vinnutíma í skólum. All-
mörg kennaraefni sjá sig í anda
umkringda af auðsveipum hópi
nemenda og aðdáenda, er gleypa
hvert einasta gullkorn, sem bor-
ið er á borð. Þá hugsar hinn til-
vonandi kennari um hin löngu
leyfi og segir við sjálfan sig: „Af
þessu starfi mun ég fá mikla
ánægju.“
Komið heldur niður á jörðina.
Ungu mennirnir og ungu kon-
urnar, sem hyggjast ganga þessa
braut, þurfa að kynnast „bakhlið
heiðursmerkisins.“ Kennarastarf
ið líkist hjónabandinu að því
leyti, að ekki er um eintóma
gleði og sælu að ræða. En einnig
— og engu síður — ótal smærri
og stærri sorgir: misskilning,
stælur, óréttláta meðferð og ein-
hliða vinnu.
Ef ég væri ungur í dag og
hefði í huga að velja kennara-
starfið sem lífsstarf, mundi ég
þegar í upphafi leggja fyrir mig
þrjár þýðingarmiklar spurning-
ar. Og væri ég faðir eða móðir,
sem ætti skólaskyld börn, mundi
ég vilja fá vitneskju um það,
hvernig afstöðu kennari barn-
anna minna tæki til þessara
spurninga. Það er mjög þýðing-
armikið, að börnin komi glöð
heim úr skólanum, en hafi ekki
á tilfinningunni, að vera "þeirra
þar hafi komið þeim að litlum
eða engum notum.
Fyrsta spurningin hljóðar 9
þessa leið: „Óska ég þess í alvöru
að kenna?“ Svar hins unga, ó-
reynda kennara er þýðingarmik-
ið. Hann verður ekki góður kenn
ari, ef viljinn til starfsins er
lítill. Hann þyrfti helzt af öllu
hjarta að geta sagt: „Mér þykir
sjálfum gaman af því að læra
eitthvað nýtt, og ég hefi gaman
af því að miðla öðrum af þekk-
ingu minni. Mér þykir vænt um
menn, en þó einkum börn.“
Kennari framtíðarinnar verð-
ur, eins og faðir eða móðir, að
vera gæddur ótæmandi upp-
sprettulind skilnings og ástar í
hjarta sínu. í kennslustofu því-
líks kennara mun ætíð vera sól-
skin. Börnunum líður vel. Þau
hlusta.
Kennari má aldrei vera beizk-
ur eða missa trúna á köllun sinni
sem kennari. Hann má ekki vera
kaldranalegur eða koma þannig
fram, að bersýnilegt sé að hann
hafi misst hæfileikann til þess að
láta sér þykja vænt um nemend-
ur sína og skilja þá. Þvílíkur
kennari þarfnast sjálfur hjálpar.
Hann hefir ekkert til að gefa
börnum.
Önnur spurning sem ég mundi
leggja fyrir sjálfan mig er á
þessa leið: „Er ég nægilega þol-
inmóður?" Hin barnalega fram-
koma nemendanna laðar fram
%
hið óþroskaða í persónu kennar-
ans. Þegar kennarar standa
frammi fyrir 30-36 börnum, sem
hafa hugann að mestu við gam-
ansemi og læti, verða þeir að
halda sjálfstjórninni. Það tekur
á kraftana. Kennari þarf að geta
tekið bekkjarsögn til bæna, án
þess að hann reiðist við nemend-
urna .Ef hann verður hamslaus,
skemmtir hann börnunum prýði
lega. Aftur á móti virði börn al-
vörugefna framkomu, sem engin
reiði fylgir.
Hve oft reyna nemendur á
þolinmæði kennarans? Á hverj-
um einasta degi. Að minnsta
kosti helmingur nemenda minna
um mörg ár, hefir verið þannig,
að hverjum einasta kennara
mundi oft hafa til hugar komið,
að fá atvinnu, sem léttari væri
en kenna þessum börnum.
Eitt hið allra leiðinlegasta við
kennslu er löngun nemendanna
til þess að tala saman. Er þeir
koma inn í bekkinn eftir kennslu
hléið, halda börnin áfram að
tala saman. Það hefir ekki þýð-
ingu að skírskota til ágætis
þeirra, né hóta þeim refsingu.
Allar áminningar drukkna í há-
vaða. (Þetta mun ekki almennt.
Þýð.) Stafar þetta af því, að
börnin hafa ekki enn lært nauð-
synlega mannasiði? Eða á það
rót sína að rekja til lífsvenja nú-
tíma fjölskyldna?
Á mörgum heimilum glymur
útvarpstækið frá m o r g n i til
kvölds, án þess nokkur hlusti á
það svo nokkru nemi. Stundum
kemur mér til hugar, að það
sem kennarinn segir, fari inn um
annað eyra barnanna og út um
hitt, á sama hátt og útvarpsefn-
ið. Ég hefi einnig veitt því at-
hygli, að nemendur hneigjast
meira og meira að því, að hafa
hugann við margt samtímis. Þeir
tala við sessunautinn, líta í bók,
sem ekki kemur því efni við,
sem talað er um, og samtímis
segjast þeir hlusta eftir því, sem
kennarinn segir.
Þegar börnum er sett fyrir
ný lexía, heyrist oft óánægju-
hreimur frá meiri hluta nemend-
anna. Jafnvel elztu börnin krefj-
ast þess, að kennslubækurnar
eéu „léttar.“ Þau fyrirlíta hinar
sígildu bókmenntir, sem kennar-
inn ann og lærði eða las með á-
nægju á þeirra aldri. Börnin.
spyrja: „Hvers vegna eigum við
að lesa um það, hvað gerðist
seytján hundruð og hvítkál? Lát
ið okkur fá eitthvað af nýtizku
fræðum.“
S a g a ættjarðarinnar þ y k i r
þeim miklu minna spennandi en
ógeðslegar reyfarasögur og
glæparit. Og það þarf næstum
því að beita hörku til þess að fá
þau til þess að fletta upp í al-
fræðibók. Þau þekkja hvert orð í
nýjustu viðlagasöngvum (re-
frain), en geispa af leiðindum,
þegar reynt er að opna augu
þeirra fyrir fegurð og ágæti góðs
skáldskapar, hvort sem er í
bundnu eða óbundnu máli.
Á okkar önnumköfnu og háv-
aðasömu tímum komast nemend
urnir yfir hið fyrirskipaða náms-
efni (pensum) með álíka hraða
og syfjaðir sniglar. Með dauð-
þreyttum svip labba þeir inn í
kennslustofuna og hníga niður í
sæti sín eins og jurtir, sem ekk-
ert vatn hafa fengið svo vikum
skiptir. Þeir eru svo lúnir, að
þeir sjá naumast kapítulaskipti
kennslubókarinnar, n é h a f a
sinnu á því, að lesa skýringarnar
aftast í bókinni. Þótt þeir séu
duglegir við að valda hávaða,
opna þeir varla munninn, þegar
þeir eru spurðir „út úr,“ það er
teknir upp sem kallað er. Hvern
einasta dag, og í hverri einustu
kennslustund verður að segja
óaflátanlega: „Hærra.“ Skrift
nemendanna ber það greinilega
með sér, að til hennar hefir verið
kastað höndunum. En sé fundið
að þessu hrafnasparki, er svarað
á þessa leið: „Þannig skrifa ég
ætíð.“ Og gremja er í röddinni.
Það er ekki fyrr en klukkan
hringir í endi kennslustundar-
innar, að „líf kemur í tuskurn-
ar.“ Þá hverfa nemendurnir eins
fljótt út úr „bekknum“ og vasa-
peningarnir í sælgætisbúðinni.
Kennari þarf að vera þolin-
móður eins og engill, ef hann á
að geta sætt sig við framferði
nemendanna, án þess að missa
alla samúð með þeim. Þessa þol-
inmæði geta menn því aðeins við#
haft, að þeir skilji mannlega nátt
úru, og virði sína meðbræður og
systur, án tillits til aldurs þeirra.
Góður kennari skilur það, að
nemendurnir geta sízt án hans
verið, þegar þeir ergja hann
mest. Þá kveljast þeir af innri
árekstrum, sem þeir eru ekki
menn til að losna við án hjálpar.
Þér megið ekki álíta, að skóli
sé aðeins bygging. Hann er töfra
ketill, þar sem tilfinningar sjóða
í. Heinræktuð ást og hatur, öf-
undsýki, hræðsla, ofsareiði, af-
brýði, sorg og dirfska.
Skólinn er vafalaust sá staður
í þjóðfélaginu, þar sem hitinn
er mestur.
Sem betur fer hafa skólar yfir-
leitt nokkra nemendur, sem eru
miklu þroskaðrl en eðlilegt er,
saman borið við aldur þeirra.
Þessir þroskuðu nemendur hafa
róandi áhrif á félaga sína. Það
er einkennilegt og dásamlegt að
vinna með drengjum þessum og
stúlkum. Útlit þeirra er barns-
legt, en þessir nemendur tala og
koma fram eins og fullorðið fólk.
Þeir ofbjóða aldrei kennara, þótt
hann sé röskur og duglegur. Þeir
heilsa kennurunum sínum bros-
andi, er þeir hitta þá. Hinir góðu
nemendur veita því athygli, ef
kennari þeirra er þreyttur eða
taugar hans í ólagi. Þá hlífa þeir
honum og gera starf hans létt-
ara.
Þriðja spurningin, sem ég
vildi leggja fyrir mig, sem vænt-
anlegan kennara, er þannig:
„Hefirðu hugrekki?“ Til dæmis
viðvíkjandi því, er við erfiðleika
er að etja, annaðhvort frá nem-
endum, foreldrum, samstarfs-
mönnum eða yfirmönnum. Sum-
ir nemendur óttast slæmar ein-
kunnir, þótt þeim sé vel ljóst, að
þeir eigi skilið að fá þær. Sé
kennarinn ekki samningalipur,
má búast við, að þeir kæri til
skólastjórans eða skólaumsjónar
mannsins. Eða kæri kennarann
fyrir foreldrunum.
Það er til viss gerð foreldra,
sem með öllum ráðum berjast
fyrir því, að koma börnum sín-
um upp í næstu deild, þrátt fyrir
það, að barnið ætti ekki að
skipta um bekk.
Erfiðleikarnir geta líka stafað
frá samstarfsmönnum eða skóla-
stjóranum. Freistinguna til þess
að slaka á kröfunum og gera öll-
um til hæfis, þekkja allir kenn-
arar.
Stundum þarf hugrekki til
þess að vera ekki of eftirlátur.
Skólinn er stofnun, sem börnin
eiga að fá fróðleik í og læra að
verða nýtir borgarar. En ekki
staðurinn, þar sem siðgæði þeirri
s p i 11 i s t vegna kveifarskapar
kennara og ónytjungsháttar.
Kennari þarf einnig að hafa
þrek til þess að þola, að hann sé
hafður að háði og gagnrýndur.
Börnin verða oft fyrir neikvæð-
um áhrifum gagnvart kennaran-
um á heimilum sínum. Nokkrir
foreldrar tala illa um kennarann
svo börnin heyra. Kennarinn er
of gamall eða of ungur. Hann
býr í óvistlegu húsnæði eða hann
veitir sér of mikið bílífi. Hann er
of skapmikill eða of mjúkur á
manninn. Hann lætur börn falla
(sem varla hafa opna námsbók)
og heldur upp á sum börn óhæfi-
lega mikið. Það er hin iðnu og
námfúsu börn. Hann þarf svo lít-
ið að vinna fyrir laununum, að
það er hreinasta hneyksli.
Ég vildi óska, að allir þeir for-
eldrar, sem ásaka kennara, fylgd
ust með skólastarfinu, þótt ekki
væri meira en einn einasta dag.
Sjá og heyra aðfinnslur vorar,
fjörgandi áhrif, ógnanir, bænir
um að allt sé kyrrt og hljótt,
hlusta á erindi, heyra sögur sagð
ar til skemmtunar, og til þess að
róa hin órólegu börn.
í augum margra skammsýnna
eða þröngsýnna manna, munu
kennararnir verða álitnir dálítið
„hlægilegir“ framvegis eins og
hingað til. Þeir verða lítilsvirtir
þar til kjör þeirra eða kaup
stendur í réttu sambandi eða
samræmi við starf þeirra og
ábyrgð.
Mikill fjöldi manna metur fólk
eftir því hve mikið er í pyngju
þessa eða hins. Hinir efnuðu
borgarar vilja - ógjarnan borga
meiri skatta til þess að kennar-
arnir geti fengið hærri laun.
Þessir sömu menn tala svo um
það, hve fátæklega kennarar búi
og lifi, og yptta öxlum með fyr-
irlitningu. En ef starf kennar-
anna er rifið niður og þeir hafðir
að skotspæni fávísra manna,
munu rftenn eyðileggja hið bezta
sem vér eigum. En það er hin
nýja kynslóð.
Ef til vill er það þýðingarmest
að kennarar hugsi á þá leið, að
há laun séu ekki aðalatriðið,
heldur hitt, að þeir missi ekki þá
trú, að starf þeirra sé þýðingar-
mikið og erfitt. Þegar kennari
kemst á þetta stig andlegs
þroska, mun hann fá raunveru-
lega ánægju og gleði af starfi
sínu.
Ef hann elskar starf sitt og
vinnur það vel, er hann viss um
að hann hjálpar börnum og ungl
ingum áfram í lífinu. Þrátt fyrir
það, að margir nemenda hans
séu tregir til að læra, getur hann
verið viss um, að þeir fara úr
skólanum vitrari og betri en þeir
voru daginn er þeir komu. Það
er yfirleitt mikill munur til bóta
á nemendum eftir að hafa dval-
ið mörg ár í skóla. Góður og sam-
vizkusamur kennari telur þetta
til launauppbótar, þótt ekki
verði veraldleg gæði keypt fyrir
þvílíka uppbót.
Ef einhverjir ungir menn og
konur, þrátt fyrir alla erfiðleika,
sem kennslustarfi fylgja, hyggj-
ast verða kennarar, og geta af
einlægum hug svarað þrem fyrr-
greindum spurningum játandi,
þá geta menn óttalaust fengið
þvílíkum mönnum börn sín til
kennslu. Guð blessi kennara með
þvílíku hugarfari. Þeir eru salt
jarðar. Jóh. Scheving þýddi
ÍSLENDINGUR, 24. nóv.
Eldgamalt símanúmer!
Kaupmann einn í Kaupmanna
höfn langaði eitt sinn til þess að
hringja til vinkonu sinnar, sem
bjó úti á Jótlandi, en sem hann
hafði ekki talað við í sex ár. —
Hann leitaði í vasabókinni sinni,
og þar stóð, að símanúmer stúlk-
unnar væri 132. Hann hringdi til
bæjarins og bað um nr. 132. Vin-
konan kom í símann og þau
töluðu saman góða stund.
— En hvernig fórstu annars að
ná í mig í þessum síma? spurði
stúlkan.
— Nú, það var afar einfalt.
Símanúmer þitt stóð í vasabók-
inni minni, — 132.
— 132! Vinkonan fór að hlæja.
— Upp á einn máta hefur þú rétt
fyrir þér. 132 var símanúmerið
mitt fyrir 4 árum, en þá flutti ég
í annan bæjarhluta og fékk nýtt
símanúmer, en hárgreiðslukonan
mín fékk gamla númerið mitt,
og ég er einmitt stödd hjá henni
núna!
☆
Leiðinlegur misskilningur
Kunningi minn, sem er mjög
siðavandur, var eitt sinn staddur
inni á fyrsta flokks veitingahúsi
(þar sem áfengir drykkir voru
frammreiddir). Sér til mikillar
skelfingar sá hann, að tveir
ungir menn , frekar illa til fara,
í óhreinum skyrtum og með
ekkert hálsknýti, komu inn. Þeir
settust við barinn, skammt frá
þar sem kunninginn sat. Og
hann vonaðist til þess, að þeir
fengju ekki afgreiðslu, og hann
reyndi að gefa barþjóninum
merki, kinkaði kolli til hans í
sífellu. Þjónninn virtist skilja
hann, gekk til ungu mannanna
og hvíslaði einhverju að þeim og
hellti síðan upp tveimur cock-
tailum og lét þá fá. — Síðan kom
hann brosandi til kunningja
míns, rétti honum reikning fyrir
tvo cocktaila og sagði: — Ungu
mennirnir vildu gjarnan hafa
tvo cocktaila, og þeir biðja mig
að skila mjög góðri kveðju og
þakklæti fyrir hugulseminal
BABY ROSE
Ein sérstæðasta plantan aí jurta-
pottsblémum er dvergrósin, sem
nær fullþroska á 4 til 5 mánuCum
og sprettur upp af
ft-æi meí klösum, er
minna á hinar gim-
steinafögru barna-
rósir, einar út af
fyrir sig eða tvl-
settar, margs konar
litir.
Pakki Söc postfrítt
Sérstakt tllboÖ 1 pakki Baby rósir
og aörar úrvals heimilisplöntur, aÖ
verðgildi $1.60 fyrir $1.00 pústfrltt.
ÓKEYPIS 164 bls. fræ og blóma-
ncktarbók fyrlr 1955.
Business and Professional Cards
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE Dr. P. H. T. Thorlakson
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles WINNIPEG CLINIC
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Heip Eliminat.e Condensation St. Mary's and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
J. J. Swanson & Co. LIMITED
SEWING MACHINES
Darn socks in a iiffy. Mend, 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
weave in holes and sew beautifully. FaÆteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningal&n og elds&byrgti,
bifreiöaábyrgö o. s. frv.
474 Poríage Ave. Phone 92-7538
Winnipeg, Man. 74-3570
Dr. ROBERT BLACK
Sérfræöingur I augna. eyrna, nef SARGENT TAXI
og hálssjúkdðmum.
401 MEDICAL ARTS BLDG. PHONE 20-4845
Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 For Quick. Reliable Service
Heimasími 40-3794
*
Dunwoody Saul Smith DR. E. JOHNSON
& Company
Chartered Accountants 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA
Phone 92-2468
100 Princess St. Winnipeg, Man. Phones: Office 26 — Residence 230
And offices at:
FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m.
Hafið Thorvaldson, Eqgerlson,
Höfn Baslin & Stringer
í huga Heimili sólsetursbarnMnna. Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOITA Bldg
Tcelandic Old Folks’ Home Soc , Portage og Garry St.
3498 Osler St., Vancouver, B.C. PHONE 32-8291
ARLINGTON PHARMACY CANADIAN FISH
Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargenl PRODUCERS LTD.
Phone 3-5550 J. H. PAGE, Managing Director
Christmas Gifts, Cards,
Ribbons and Paper. Wholesale Distrfbutors of Fresh and Frozen Fish
We collect light, water and
phone bills. 311 CHAMBERS STREET
Post Office Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Muir's Drug Store Ltd. Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115
J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST Dr. L. A. Sigurdson
SERVING THE WEST END FOR 528 MEDICÁL ARTS BUILDING
27 YEARS Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
Phone 74-4422 Ellice & Home and by appointment.
Thorarinson & Appleby A. S. BARDAL LTD.
Barristers and Sollcitors FUNERAL HOME
S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. 843 Sherbrook Street
W. R. Appleby, B.A., L.L.M. Selur líkktstur og annast um út-
701 Somerset Bldg. farir. Allur útbúnaöur sá beztl.
Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 StofnaÖ 1894 SÍMI 74-7474
Phone 92-7025 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion
General Hospital
H. J. H. PALMASON Nell's Flower Shop
Chartered, Acccnntant Wedding Bouquets, Cut Flowers,
506 Confederation Life Butldlng Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
WINNIPEG MANITOBA Nell Johnson Res. Phone 74-6753
Parker, Parker and S. O. BJERRING
Kristjansson Canadian Stamp Co.
Barristers - Solicitors RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson CELLULOID BUTTONS
500 Canadian Bank of Commerce 324 Smith St. Winnipeg
Wtnnipeg, Man. Phone 92-3561 PHONE 92-''.624
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries Limited Creators of Distinctive Printing
Wholesale Distributors of Columbia Press Ltd.
FRESH AND FROZEN FISH 695 Sargenl Ave. Winnipeg
60 Louise Street Stmt 92-6227 PHONE 74-3411
EGGERTSON SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
FUNERAL HOME og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá aö rjúka út
Dauphin, Manitoba meÖ reyknum.—Skrifið, slmiö til
KELLY SVEINSSON
625 Wall 8t- Wtnnlpe*
Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Just North of Portage Ave.
Slmar 3-3744 — 3-4431
1 N
Van's Efectric Ltd. 636 Sargent Ave. J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance in all its branches
Authorized Home Appliance Real Estate * Mortgages • Rentali
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL 210 POWER BUILDING
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 Telephone 93-7181 Res. 46-3489 LET US SERVE YOU