Lögberg


Lögberg - 06.01.1955, Qupperneq 4

Lögberg - 06.01.1955, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR 1955 I Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið Ot hvern íimtudag al THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE. WINNIPEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlft ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The "LÖKberg" is printed and published by The Ct/lumbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Áramófakveðjur Svo sem tíðkast hefir mörg undanfarin ár, sendu ýmsir af forvígismönrjum canadisku þjóðarinnar henni ávörp sín um nýafstaðin áramót, er öll báru vitni um óbifandi traust á framtíð hennar. Forsætisráðherra sambandsstjórnarinnar, Mr. St. Laurent, lét þannig ummælt, að yfir þjóðinni hvíldi blessun andlegrar og efnahagslegrar vellíðunar, er teljast mætti til sjaldgæfra undantekninga og þar af leiðandi hefðu þegnar þessa lands gilda ástæðu til að líta framtíðina björtum augum. „Ég efast ekki um“, sagði Mr. St. Laurent, „að með guðs hjálp og einlægum vilja þegnanna um að lifa saman í sátt og samlyndi, lánist þjóðinni að yfirstíga sér- hverja þá örðugleika, sem að höndum kunna að bera“. Með það fyrir augum, að sambandsþing væri nú í þann veginn að setjast á rökstóla, kvaðst forsætisráðherra treysta því, að yfir orðum og athöfnum þingmanna ríkti sá eindrægnis-, vísdóms- og auðmýktarandi, er einn fengi leyst jafnvel hin flóknustu viðfangsefni. Mr. St. Laurent kvaðst eigi ganga þess dulinn, að margar ábyrgðarmiklar alþjóðakvaðir myndu falla hinni canadisku þjóð á herðar á árinu, sem nú hefði hafið innreið sína í mannheima þó margar væri fyrir; þjóðin ætti þegar sæti í þeirri þríveldanefnd, er valin hefði verið til eftirlits með vopnahlésráðstöfunum í Indo-China og hún hefði átt fulltrúa á ráðstefnum þeim, sem haldnar voru í London varðandl varnir Vestur-Evrópu; einnig ætti hún aðild að Colombo-skipulagningunni, er það göfuga' hlutverk hefði með höndum, að efla sjálfsbjargarviðleitni þeirra þjóða í Suður- og Suðaustur-Asíu, er skemst væri á veg komnar í tæknilegum skilningi. — Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Mr. Drew, sem átt hefir við nokkura vanheilsu að stríða undanfarna mánuði, en nú er sagður að vera á góðum batavegi, lét þess getið í nýárs- ávarpi sínu, að canadiska þjóðin gæti með fullum rétti fagnað hinu nýja ári með bjartari vonum, en við hefði gengist tvo síðastliðnu áratugina á hliðstæðum tímamótum. Fulltrúi krúnunnar, landsstjórinn, Rt. Hon. Vincent Massey, komst þannig að orði í áramótakveðju sinni: „Með þvl að hvarfla augum lítið eitt aftur í tímann og virða fyrir augum það, sem unnist hefir á, er margföld ástæða til að fagna framtíðinni. Ég hefi ferðast víða á hinu nýliðna ári og hitt mikinn fjölda fólks úr öllum stéttum, og ég get naumast með orðum lýst þakklæti mínu fyrir þær ástúð- legu viðtökur, er mér hvarvetna féllu í skaut og fyrir al- menna góðvild í garð þjóðar minnar“. Nýárskveðja fylkisstjóijans í Manitoba, Hon. J. S. McDiarmids, er á þessa leið: „Það er mér ósegjanlegt ánægjuefni, að eiga þess kost, að flytja öllu því góða fólki, er fylki þetta byggir hugheilar nýárskveðjur; á hinu nýliðna ári hafa mörg afreksverk verið unnin hér í fylkinu og með hliðsjón af framkvæmdum síð- ustu ára megum við vænta margra drengilegra átaka í framtíð fylkisbuum til gagns og blessunar“. f ávarpi sínu til Manitobabúa fórust Campbell for- sætisráðherra þannig að orði: „Við þessi tímamót, er við hringjum inn nýtt ár, treysti ég því, að það verði engu síður farsælt og örlátt við al- menning en hitt, sem nú er liðið í aldanna skaut. Einn merkasti viðburður ársins 1954 ætla ég að verið hafi samningurinn um vopnahlé í Indo-China, er spáir góðu um friðvænleg samskipti þjóða á meðal að minsta kosti um nokkurt skeið; þá var og heimkoma hinna canadisku her- sveita úr Kóreu mikið og merkilegt fagnaðarefni. Að vísu fóru fylkisbúar ekki með öllu á mis við ýmis konar áföll á hinu nýliðna ári; margir þeirra, er polio-far- aldurinn sótti heim, heyja harða sókn til heilsubótar, sem vonandi er, að leiði til fullnaðarsigurs yfir þessum vágesti. Uppskera af bændabýlum varð mun rýrari en við hefir gengist í háa herrans fíð, og atvinnumálin eru heldur ekki í sem æskilegustu horfi; en þrátt fyrir það er ástæðulaust með öllu að örvænta um framtíðina því svo er afkoma fylkisbúa á traustum grundvelli reist. . f nafni fylkisstjórnarinnar og mín sjálfs persónulega, flyt ég íbúum fylkisins hjartanlegar nýárskveðjur“. Á gamlárskvöld mælti fráfarandi borgarstjóri í Win- nipeg, Garnet Coulter á þessa leið: „Ég þakka öllum borgarbúum af einlægum huga ljúfa samvinnu á hinu liðna ári og geymi frá því fagrar endur- minningar. Mér er ant um að borgarbúar festi það í minni, að við búum í borg og í því landi, sem veitt hefir okkur öllum mikla blessun; vér njótum hér margra fríðinda, góðs og skipulagsbundins stjórarfars og teljumst til vaxandi forustuþjóðar. Svo óska ég öllum góðs og gleðlegs nýárs“. Verkamálaráðherra sambandsstjórnarinnar, Mr. Gregg, ávarpaði þjóðina einnig um áramótin og kvað hann það öldungis ástæðulaust að óttast um atvinnumálin; að vísu yrði jafnaðarlegast nokkuð um atvinnuleysi bundið við árs- tíðir, en í þessu efni væri bjartara umhorfs en í fyrra; húsa- byggingar á liðnu ári hefðu verið meiri en nokkru sinni fyr og líkur til að þær færist mjög í auka á hinu nýbyrjaða ári; námuiðnaður færðist jafnt og þétt í vöxt og hið sama mætti um timburtekjuna segja; að öllu athuguðu mætti nokkurn veginn víst telja, að árið 1955 yrði blessunarríkt athafnaár. Hans Pétur Tergesen — MINNINGARORÐ — Á hinu fagra heimili sínu á Gimli, Manitoba, andaðist verzl- unarmanna-öldungurinn, Hans Pétur Tergesen, 91 árs að aldri. Hann hafði verið við rúmið, eða rúmliggjandi á þriðja ár. Æfi hans var löng, þrungin starfi, áhrifarík til góðs, farsæl, nyt- söm. Æfi hans skiptist eðlilega í tvö tímabil. Á hinu fyrra þeirra, fyrstu 36 árunum, átti hann heima á all-mörgum stöðum; á hinu síðara, sem var 55 ár, var heimili hans á Gimli. Hann var fæddur á Stóra- Eyrarlandi við Akureyri í Eyja- firði, á íslandi, 16. febrúar 1863. Faðir hans var Hans Pétur Tergesen, kaupmaður á Akur- eyri, en móðir hans var Júdit Ingibjörg Guðjónsdóttir. Því miður vildi til það sorglega slys, að faðir hans druknaði 12. okt. 1862, áður en sonur hans fæddist. Hinn ungi sveinn var með móð- ur sinni þangað til hann var á þriðja árinu; en þá fór hann í fóstur til afa síns, sem hét Robert Tergesen, og var kaup- maður í Reykjavík. Hjá honum var hann þangað til hann var 10 ára. Þá fluttist hann til móður sinnar, sem þá var gift Sigurði Jónssyni og áttu þau heima á Akureyri. Þar var heimilið næstu fjögur árin. Síðari hluta þess tíma fékk hann eitthvert starf við verzlun. Þegar hann var 17 ára fluttu þau öll til Siglufjarðar. Þar lærði hann tin- smíði og niðursuðu. Þaðan flutti hópurinn aftur til Akureyrar, og þar stundaði vinur vor tin- smíðar upp á eigin reikning, þangað til árið 1887, að hann, ásamt móður og stjúpa, flutti vestur um haf og settist að í Winnipeg. Árið 1888 giftist hann Sigríði Pálsdóttur frá Holti í Skagafirði á íslandi og var hún bróðurdóttir þeirra velþektu bræðra, sem lengi áttu heima í Winnipeg, Magnúsar og Wilhelms Paulson. Frá Winnipeg fluttu ungu hjónin út í íslenzka nýlendu, svonefnda Lögbergs-bygð (Calder Municipality) í Saskat- chewan-fylki, námu þar land og bjuggu þar þrjú ár. Þaðan fluttu þau aftur til Winnipeg og áttu þar heima 5 ár. Á þeim árum vann hann við tinsmíðar. í byrjun ársins 1899 fluttu þau hjónin ásamt börnum sínum að Gimli. Með því var lokið flutn- ingstímabilinu. Eftir þetta, til æfiloka, var heimili þeirra á Gimli. Það verður sagt með sanni, að þrátt fyrir margvís- lega erfiðleika var líf þeirra þar blómlegt og farsælt þeim sjálf- um og börnum þeirra. Og ekki er það síður satt, að vera þeirra og starf þar leiddi mikla blessun yfir það mannfélag. Mr. Tergesen var ágætur verzlunarmaður. Til þess að bera hafði hann ágæta dómgreind, gallalausa kurteisi við þá, sem skiptu við hann, meðlíðun með þeim, sem áttu í erfiðleikum, ásamt ráðvendni og stjómsemi í öllu starfinu. 1 upphafi var verzlunin smá og seldi aðeins járnvöru, en í viðbót vann hann nokkuð af sínu gamla smíða- verki. Þetta dafnaði vel og verzl- unin færði út kvíarnar og að því kom að hún seldi allar algengar búðarvörur. Á sínum tíma eign- aðist hún stóra og fagra bygg- ingu. Og allt þetta varð til mikils góðs bæði fyrir eigandann og alla sem verzluðu þar. Áhuga hafði hann all-mikinn fyrir stjórnmálum. 1 tvö ár var hann meðlimur í sveitarráði Gimli-sveitar. Bæjarstjóri á Gimli var hann frá 1911—1914, frá 1920—’24, og á árinu 1932. Öllum mun koma saman um það, að hann leysti vel og sam- vizkusamlega af hendi þessi opinberu störf sín. Frá fyrstu tíð á Gimli var hann meðlimur lúterska safnað- arins, vann í einlægni að vexti og viðgangi þess málefnis, og leiddi börnin sín undir hin kristnu áhrif. Kristindómurinn var honum hjartfólgið málefni. Hann tók einnig þátt í falleg- um skemtunum. Sérstaklega var það leiklistin, sem hreif hug hans. Hann var hreinasta af- bragð sem leikari, og lék stund- um tilkomumiklar persónur í ágætum leikritum. Hann lagði mikla rækt við heimili sitt og var í hinni ágæt- ustu samvinnu með það mál sem önnur við sína frábæru eiginkonu, Sigríði. Síðasta heim- ili fjölskyldunnar var stórt og fagurt hús í afarstórum og fögr- um garði. Þegar það var bygt var rafmagn ekki komið til Gimli, en sagt er að hann hafi útbúið húsið svo, að ekki þurfti annað en að tengja það við strauminn, þegar hann kæmi til Gimli. Biðin var nokkuð löng, en að því kom og alt var í lagi þegar straumurinn kom. Heimili skapast samt ekki af húsi einu saman. Það sem mestu varðar er fólk til að nota það, umfram alt sannir elskendur. Tergesens-húsið var sannarlegt heimili, því þar voru sannir ást- vinir. Samband hjónanna og samband foreldra og barna var band hinnar sönnu elsku. Konu sína misti Tergesen árið 1950. Þá naut hann dásamlegrar umönnunar dóttur sinnar önnu, sem þá var orðin ekkja, ekkja mikilshæfs starfsmanns á Gimli, Einars Jónassonar. Anna tók að sér húsmóðursstörfin og rækti Miklar líkur fyrir enn auknum, varanlegum markaði, sem bygg- isí á nýrri aðferð Freðfiskútflutningur frá ís- landi til Bandaríkjanna hef- ir aukizt mjög mikið á þessu ári. Er þar nú ágætur mark- aður fyrir íslenzkan freð- fisk og framtíðarhorfur um markað þar taldar góðar. Hefir orðið gerbreyting í þessu efni, sem grundvallast á nýrri aðferð, sem hefir rutt sér til rúms á tiltölu- lega skömmum tíma. AÐFERÐIN er í stuttu máli í ** því fólgin, að hér er fiskur- inn frystur í rétthyrndar blokk- ir, sem vestra eru skornar með bandsögum í svonefnda „fish sticks“, sem því næst eru steiktir í feiti (fiskurinn er frystur bein- laus og roðlaus), og settur í sér- stakaf umbúðir, og seldur sem tilbúin fæða. Hver pakki vegur um 280 grömm (10 oz.). Hús- mæður hafa fagnað því að geta fengið fiskinn þannig fram- reiddan. Kostir eru taldir m. a., að það má setja hann inn í bakarorfn og velgja, engin steikingarlykt er í íbúðinni, sem oft er kvartað yfir í íbúðunum, þegar fiskur er steiktur með venjulegum hætti, börnum og öllum almenningi finnst fiskur- inn lostæti, og neyzla hans fer hraðvaxandi, og fer jafnvel fram á útistöðum, og þar sem menn áður keyptu ,hamburgers‘ (saxaðan bauta, lagðan milli brauðsneiða). Framleiðsla á steiktum fiski úr „fish sticks“ í Bandaríkjun- um nam 1953 7,3 millj. enskra punda (Ibs.) en verður sennilega upp undir 50 millj. punda á þessu ári. Eins og er, eru menn mjög bjartsýnir um enn meiri útbreiðslu á þessari matvæla- tegund, því að hún ryður sér til þau með dásemd þangað til faðir hennar dó. Börn hans eru þessi: 1. Mrs. Anna Jónasson, Gimli. 2. Sigurður Pétur Tergesen, Gimli. 3. Sven Johan Tergesen, kvæntur Láru Sólmundson, Gimli. 4. Mrs. Inga McKenty, gift Dr. Jack McKenty, Winnipeg. 5. Hans Robert Tergesen, kvæntur Ruby Thorsteinsson, Gimli. 6. Alma “housekeeper” at the Hospítal for Mental Diseases, Selkirk, Man. 7. Mrs. Inga Erlendson, fóstur- dóttir (bróðurdóttir Mr. Terge- sens) gift Oscari Erlendson, Selkirk, Man. Mr. Tergesen var jarðsunginn mánudaginn, 22. nóv., að við- stöddu fjölmenni. Sóknarprest- urinn, séra H. S. Sigmar, með að- stoð séra Rúnólfs Marteinssonar, annaðist útförina. Hún hófst með húskveðju á heimili hins látna. Séra Haraldur stýrði at- höfninni, en séra Rúnólfur flutti ræðu. Aðalathöfnin fór fram í Lútersku kirkjunni og flutti séra Haraldur hana, en séra Rúnólfur las biblíukafla og flutti bæn. Athöfnina í graf- 'reitnum annaðist séra Haraldur. Að afstaðinni útförinni kojn stór hópur fólks á heimilið og með- tók velgjörðir. Með þessu hefir verið bent á æfi, sem var löng og nytsöm. Sem ungur drengur hóf þessi vinur vor nytsamt starf, og með sanni má segja, að starfsemi hans hélst óslitin áfram þangað til lífskraftarnir voru þrotnir. I því lífi var ávalt samvizkusemi, vandvirkni, velvild og fegurð. — Guð blessi minning hans. rúms, þar sem lítil eða engin fiskneysla var fyrir, og menn vona að heildarneyzlan á mann aukizt svo í Bandaríkjunum, að varanlegur, öruggur markaður fáist fyrir hana. Eins og kunnugt er voru fisk- framleiðendur í Bandaríkjunum mjög teknir að amast við ís- lenzka fiskinum, vegna þess að þeir töldu hagsmuni sína í hættu, en þetta er nú sagt vera að breytast, og jafnvel í fiski- bænum mikla, Gloucester, þar sem eru fiskiðjuver mörg, fagna menn nú íslenzka fiskinum, og eru jafnvel hróðugir af hve mikið sé framleitt úr honum, en fiskiðjuverin þar voru tekin til þessarar framleiðslu, en annars er farið að framleiða steiktan fisk úr fiskblokkum héðan víða í Bandaríkjunum. Að því er Vísir hefir heyrt er nú flutt út meira af freiðfiski frá íslandi á bandarískan markað en til nokkurs annars lands og ligg- ur í augum uppi hve mikilvægt það er fyrir útgerðina og efna- hagsafkomu þjóðarinnar, ef framtíðarmöguleikarnir reynast eins miklir og menn hér og vestra nú gera sér vonir um. Úlílulningur á freðfiski til Bandaríkjanna nam í októberlok 17,387,00 lest- um að verðmæti 110 millj. og 754 þús. kr., en í fyrra 10,748,6 lestum fyrir 68 millj. 104 þús. kr.* eða með öðrum orðum fyrir 42 millj. og 650 þús. kr. meira í ár en á sama tíma í fyrra. Mikill útflutningur á freðfiski á sér einnig stað til Ráðstjórnar- ríkjanna og fleiri landa, og Ráð- stjórnarríkin kaupa næstmest af freðfiski íslands, í fyrra 6,642,1 lest fyrir 34 millj. og 855 þús., miðað við októberlok, en um sama leyti nú 16,583,7 lestir fyrir 84 millj. 853 þúsund kr. —'VISIR, 22. nóv. Góðar gjafir Þau Thorstína og Emile Walters hafa nýlega gefið ís- lenzka bókasafninu við Mani- tobaháskóla góðar gjafir. Eru það fjórar gamlar bækur, nokk- ur handrit, einn uppdráttur — og loks gullpenni Stephans G. Stephanssonar, er .skáldið gaf Thorstínu, þegar hún heimsótti hann og sýndi honum myndir frá Islandi sunnudaginn seinasta sem hann lifði 7. ágúst 1927. Skal nú skýrt nokkru nánara frá gjöfum þessum. Bækurnar eru: 1. Diarium Christianum, Eður Dagleg Iðkun af öllum Drottins Dagsverkum — eftir Hallgrím Pétursson, prentuð á Hólum í Hjaltadal árið 1712. Er þetta 3. útgáfa þessa verks, hin fyrsta prentuð á Hólum 1680, en önnur í Skálholti 1693. 2. Psalterium Consolatorium, Eður Huggunar Psaltare — prentaður á Hólum í Hjaltadal 1775, önnur útgáfa; hin fyrsta prentuð á sama stað 1755. 3. Icelandic Legends, collected by Jón Árnason, translated by George E. J. Powell and Eiríkur Magnússon, London 1864. 4. Ancient History of Orkney, Caithness & the North, by Thormodus Torfaeus, translated by Rev. Alexander Pope, Wick 1866. Handrit. 1. Þrjú hefti með drögum Þor- leifs Jóakimssonar (Jackson) að Landnámssögu Nýja íslands. Er þar fróðlegt að kynnast vinnu- brögðum Þorleifs og sjá verk hans í deiglunni. 2. Afrit af dagbók Jósefs Schrams, er nær frá 30. júní 1876 til 21. ágústs 1884. En dagbók þessa hafði Jósef gefið Þorleifi. Uppdráttur — eða teikning, er sr. Jóhann Sólmundsson gerði eftir frásögn sjónarvottar af fyrsta húsinu á Gimli. Þá sýnir teikningin einnig afstöðu bjálka- kofa þeirra, er í smíðum voru á Gimli í októberlok 1875. Gullpenni Stephans G. Svo sem kunnugt er, ferðaðist Thorstína Jackson víða um ís- lendingabyggðir vestan hafs sumarið 1927, flutti erindi um ísland og sýndi myndir þaðan. Var hún stödd í Alberta í ágústbyrjun og hélt þá samkomu í Markerville. Þar sem Stephan G. Stephansson komst ekki á samkomuna sökum veikinda, heimsótti Thorstína hann og sýndi honum myndirnar sérstak- lega. Var það í þakklætisskyni fyrir þetta vinarbragð Thor- stínu, að Stephan gaf henni gull-. penna sinn að skilnaði. Mun þetta penni sá, er þeir í Blaine í Washington gáfu Stephani, er hann var á ferð vestur við haf í boði íslendinga í febrúar og marz 1913. Verður gullpenninn nú geymdur með þeim munum Stephans, er varðveittir eru 1 hinni íslenzku lestrarstofu há- skólabókasafnsins. Gjafir þær, er hér hefur verið lýst, hafa þau Thorstína og Emile Walters gefið til minning- ar um foreldra sína, Þorleif Jóa- kimsson og Guðrúnu Jónsdóttur (forelara Thorstínu) og Pál Valtý Eiríksson og Björgu Jóns- dóttur (foreldra Emiles). Leyfi ég mér um þau að vitna til bókar Thorstínu: Modern Sagas, þar sem hún minnist bæði foreldra sinna og tengdaforeldra af sömu ræktarsemi og tryggð og fram hefur komið í öllum verkum hennar og seinast í þeirri gjöf þeirra hjónanna, er að ofan getur og ég nú færi þeim beztu þakkir fyrir. Finnbogi Guömundsson R. Marteinsson Gífurleg aukning á freðfisk- útflutningi til Bandaríkjanna

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.