Lögberg - 06.01.1955, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR 1955
7
Fréttabréf úr Borgarfirði hinum meiri
Góðir Vestur-lslendingar!
Enn einu sinni vildi ég gera
tilraun með að tína saman eitt-
hvert fréttahrafl og biðja Lög-
berg fyrir. Verður það þó sem
fyrr meira af vilja en getu, og
því með hálfum hug, að ég byrja
á þessu nú.
Línur þessar vildi ég byrja
með því að leiðrétta villur, sem
slæðzt höfðu inn í síðasta bréf
mitt í Lögbergi:
1. Þar voru t. d. tvær dagsetn-
ingar í stað einnar, og bréfið
byrjar daginn eftir að það endar.
2. Gísli Jónsson á Innri-
Brekku var sagður Magnússon,
og 3. Árni Pétursson læknir var
nefndur Karl Pétursson. Annað
man ég ekki, sem máli skiptir af
villum.
Tíðarfar má telja, að hafi ver-
ið fremur hagstætt, hér um
Borgarfjörð á þessu ári, þó að
víða annars staðar hafi út af því
brugðið. Veturinn frá áramótum
var þó hvassviðra- og úrkomu
, samur sem annars staðar á land-
inu, en frostalaus, og var jörð
nær klakalaus undan vetrinum
og byrjaði snemma að gróa. Vor-
ið var mjög veðragott, þó gerði
frostakafla í maíbyrjun. Fénað-
ur gekk vel fram og gras spratt
bæði óvenju snemma og mikið.
Túnasláttur byrjaði því fyrr en
venja er til; varð heyfengur
meiri hér um Borgarfjörð, en
verið hefir fyrr í sögunni og
nýting allgóð, þrátt fyrir úr-
komur allmiklar um sláttinn.
En víða á landinu voru rigning-
ar skaðlega miklar, og hefir því
heyfengur á landinu orðið all-
misjafn að gæðum, en víðast
mikill að vöxtum. Heldur var
sumarið þó hlýindalítið og í lok
september gerði hart frost um
landið t. d. 20 stiga frost á
Möðrudal og 11' í Síðumúla í
Hvítársíðu. Kartöflur frusu þá
víða í görðum, en sumir. höfðu
þá lokið við upptöku. Haustið
varð mjög kalt, og vetrarfar
byrjaði í fyrsta lagi, einkum á
norðurhluta landsins. Varð því
að taka fénað í hús fyrr en
venja er til. Það sem af er vetri,
hefir veðrátta verið fremur ó-
stöðug, oft hvassviðra- og úr-
komusöm, en frost þess á milli.
Þó gerði góðan kafla síðari hluta
nóvember og fyrstu vikuna af
desember, en þá kólnaði mjög
í veðri og hefir sótt aftur í fyrra
horf. Þann 8. /íóv. gerði suð-
vestan byl, er olli nokkrum
fjársköðum.
Um aflabrögð er svipað að
segja og verið hefir undanfarin
ár. Síldin brást við Norðurlandið
sem fyrr, en aðrar fiskiveiðar
hafa gengið sæmilega, og sömu-
leiðis hvalveiðar, sem stundaðar
hafa verið frá Hvalveiðistöð í
Hvalfirði. Rjúpnaveiði hefir
verið allmikil sums staðar á
landinu, og hreindýraveiðar
voru nú nokkuð stundaðar í
haust á Austurlandi. Var fjöldi
hreindýra orðinn allmikill, svo
að leyfð var veiði á sex hundruð
dýrum.
Framkvæmdir hafa verið all-
miklar á landinu, bæði hjá rík-
inu og einstaklingum, auk ým-
issa framkvæmda, sem ríkið
styrkir hjá sýslum, sveitum og
félagssamtökum. Verður hér fátt
af því nefnt, því að það yrði of
langt mál og ég ekki nógu fróð-
ur um slíkt. Áburðarverksmiðj-
an í Gufunesi við Reykjavík tók
til starfa á árinu. Fá bændur nú
innlendan áburð á tún og garða.
Enn er þó aðeins um köfnunar-
efni að ræða. Til Sementsverk-
smiðjunnar á Akranesi var varið
allmiklu fé, en þar vill sjórinn
vera nokkuð óstýrilátur og eyðir
þar mikíum verðmætum með
hamförum sínum, jafnskjótt og
unnið er, og stórtefur fram-
kvæmdir.
I Borgarnesi var byggð sund-
laug, en ofviðri gerði nokkurn
skaða á því mannvirki í vetur.
Barnaskólinn á Laugalandi í
Stafholtstungum var fullgerður
í sumar, og er tekinn til starfa.
Er hailn allmikið mannvirki,
sem allar sveitir Mýrasýslu
standa að. Hann er heimavistar-
skóli.
Heilsuverndunarstöð er verið
að setja upp í Reykjavík, sem er
mikið mannvirki, og þannig
mætti lengi telja.
Vegagerðir hafa verið all-
miklar, og brúargerðir nokkrar;
þó varð nokkur kyrrstaða vegna
verkfalls hjá verkfræðingum
við brúargerðir. í sumar varð
brúin á Barnafoss byggð, þó í
öðrum stíl en ákveðið hafði verið
og ég nefndi í bréfi mínu í fyrra.
Þessi nýja brú er nú ekki ætluð
sem bílabrú, eins og ráð var
fyrir gert í upphafi.
Þrátt fyri rhina miklu dýrtíð,
sem nú er hér í landi, er fram-
farahugur mikill í mönnum og
víða miklar framkvæmdir bæði
í byggingum, framræslu og jarð-
rækt. Hér um Borgarfjörð hafa
ýmsir staðið í stórframkvæmd-
um. Á Grund í Skorradal er t. d.
verið að byggja mjög stórt og
vandað íbúðarhús. Þar býr nú
Guðrún Davíðsdóttir frá Arn-
bjarnarlæk. Hún er ekkja eftir
Pétur Bjarnason á Grund. Pétur
varð bráðkvaddur ungur að
árum, mikill álits- og myndar-
maður. Nú býr Guðrún með
frænda Péturs, Þorgeiri Þor-
steinssyni frá Miðfossum og
börnum sínum. Víða hafa verið
byggð ný fjárhús, því að sauð-
fénu fjölgar nú óðum, og hefir
gengið ágætlega með það yfir-
leitt, síðan hinn nýi fjárstofn
kom. Hvítárbakkabændurnir,
þeir feðgarnir, Guðmundur
Jónsson og Jón sonur hans,
byggðu mjög vönduð fjárhús og
hlöðu við. Eru þeir báðir hinir
mestu framfara- og atorkumenn
í öllum búnaði. Jón fór til
Bandaríkjanna og var þar nokk-
urn tíma að kynna sér nýjungar
í búnaði. Á Hvítárbakka er túnið
nú orðið um 150 dagsláttur, og
skurðir hafa nú verið grafnir að
mestu umhverfis landareignina.
Fleiri Bæsveitinga mætti nefna,
er hafa stórframkvæmdir með
höndum. Á Varmalæk býr nú
Jakob Jónsson, sonur Jóns
Jakobssonar og Kristínar Jónat-
ansdóttur, skálds frá Hæli í
Flókadal. Kona hans er Jarþrúð-
ur Jónsdóttir frá Eyvík í Reykja-
vík. Eru þau bæði listfeng og
samhent í búskapnum, svo að
heimili þeirra er mjög framar-
lega hvað allan myndar- og
glæsibrag snertir. Jakob er
smiður góður og afreksmaður til
allra verka. Hann er nýlega bú-
inn að byggja sér mikið og
vandað íbúðarhús og er nú að
ljúka við að byggja vönduðustu
og mestu fjósbyggingu, sem er
hér nærlendis á bóndabæ. Skrúð
garði er hann einnig búinn að
koma af stað við hið nýja íbúð-
arhús sitt.
Jakob Jónsson á Varmalæk,
afi þessa Jakobs, er nú býr þar,
var einhver mesti framkvæmda-
bóndi á sinni tíð, og einn af
frumherjum umhótamanna
þessa lands. Synir hans, Jón og
Sigurður, er eftir hann bjuggu
á jörðinni, voru sömuleiðis
miklir dugnaðarmenn, en eru nú
hættir búskap. Nú eru verk
allra þe'Ssara manna að falla í
skugga hjá störfum hins nýja
afreksmanns. Ég nefni þetta að-
eins sem nærtækt dæmi um þær
breytingar, sem orðið hafa og
eru að gerast hér á landi. Pétur
Jónsson, bróðir Jakobs á Varma-
læk, reisti sér nýbýli við heita
laug í Varmalækjarlandi fyrir
nokkrum árum. Kona hans er
Erna Sigfúsdóttir frá Vogum í
Mývatnssveit, myndar- og dugn-
aðarkona. Þau bjuggu fyrst með
gróðurhús eingöngu, en nú í
sumar byggði Pétur sér stóra
hlöðu og fjárhús og setur sér
upp sauðfjárbú. Hjá þeim Pétri
og Ernu er prýðilegt heimili
risið af grunni. Svona mætti
lengi telja, því að margt og mik-
ið er verið að gera, og yfirleitt
ríkir bjartsýni og stórhugur í
framkvæmdum hjá almenningi,
og margir sýna dug og djörfung
í framkvæmdum sínum. Til þess
að koma hugsjónum fólksins í
framkvæmd og skapa hér feg-
urri og betri heim, er -treyst á
tækni nútímans. Skurðgröfur
eru látnar þurrka landið, ýtur
og dráttarvélar eru látnar gera
vegi og breyta þýfinu og órækt-
inni í slétt tún, létta heyvinnuna
og auka afköstin. Þekkingin, sem
fengin er í grasrækt og trjárækt,
á að notast við að klæða landið
töðugrasi og grænum skógum.
Fossana á að nota til að gefa
birtu og yl og knýja margs kon-
ar vélar, sem svo gera atvinnu-
vegina fjölbreyttari og skapa
fleira fólki lífsskilyrði í landinu,
enda fjölgar nú óðum þeim
heimilum í landinu, sem hafa
fengið rafmagn til afnota.
Lífskjör fólks hafa farið stór-
um batnandi á síðustu áratug-
um. Húsakynni, fæði, klæði og
allur aðbúnaður hefir stófum
batnað, fólkið hefir orðið til
muna hávaxnara, menntun hefir
aukizt og fólkið er miklu jafn-
ara upplýst en fyrr. Allur undir-
lægjuháttur hefir minnkað og
allur oflátungsháttur og em-
bættisrembingur um leið, því að
peningum og allri yfirborðs-
mennsku er almennt mætt með
háði og fyrirlitningu. Að þess-
um straumhvörfum hafa unnið
mörg félög, flokkar og einstakl-
ingar. Ungmennafélögin höfðu
þetta á sinni stefnuskrá, Fram-
sóknarfl. sömuleiðis með ráð-
herra sína í fararbroddi og
marga ágæta menn. Hafa ýmsir
hinir bezt menntuðu embættis-
menn á seinni árum gengið á
undan með lítillæti og ljúf-
mannlegri framkomu og talað
sama mál við ríka sem snauða,
lærða og fáfróða. Þannig hefir
það á síðari árum verið með
embættismenn hér í héraðinu,
skólastjóra og kennara, og allir
hafa þeir vaxið að vinsældum
og virðing, sem hafa náð því
þroskastigi.
Á þessu ári var háð sam-
norræn sundkeppni milli allra
Norðurlandanna og urðu íslend-
ingar í öðru sæti nú, en í fyrsta
sæti, er áður var keppt. Nú var
aðeins keppnin uih það, hverjir
höfðu aukið mest þátttökuna
frá fyrri keppni, og höfðu Svíar
bætt mest við sig. Nokkuð mun
það hafa dregið úr þátttöku hér,
að menn töldu þessar keppnis-
reglur svo óhagstæðar íslend-
ingum vegna þess hve þátttaka
var mikil hér áður. Margir
gerðu þó sitt ýtrasta til þess að
sigur ynnist, og það svo, að þeir
létu heldur lífið á sundinu en
gefast upp að óreyndu.
Farsóttir hafa verið nokkrar
hér á landi á árinu, svo sem kíg-
hósti, mislingar og rauðir hund-
ar, en ekki veit ég til, að mikill
manndauði hafi af þeim hlotizt.
Heilsufar hér um Borgarfjörð
held ég að hafi verið allgott,
þrátt fyrir áðurnefnda kvilla.
Að sjálfsögðu hefir manndauði
verið nokkur hér í héraðinu sem
að undanförnu. Get ég þar að-
eins nefnt fá nöfn: Guðrún
Sigurðardóttir á Laxfossi í Staf-
holtstungum, dó 17. marz. Hún
var búin að búa þar langa hríð;
var ekkja Snorra Þorsteinssonar,
mikil dugnaðar- og myndar-
kona, varð 96 ára. Þorsteinn
Sigmundsson, bóndi í Gróf í
Reykholtsdal, drukknaði 29. ág.
Hann var tæplega sextugur.
Hann bjó allan sinn búskap
ókvæntur og barnlaus, tók við
jörð og búi af föður sínum.
Petrea Sveinsdóttir á Akranesi
varð bráðkvödd 28. sept., var
f. 1885. Hún var dóttir Sveins
Guðmundssonar, er lengi var
kaupmaður og hreppstjóri á
Akranesi. Petrea var greind,
áhugasöm og dugmikil. Hún bjó
ein síns liðs hin síðari ár, var
ógift og barnlaus, en vann að
ýmsum velferðar- og áhuga-
málum sínum. Jón Sigurðsson,
smiður á Vindhæli á Akranesi,
dó um síðustu áramót. Hann var
hinn mesti hagleiksmaður og
greindur vel. Voru þau Guðrún
á Laxfossi og Jón alsystkini, frá
Efstabæ í Skorradal. Guð-
brandur Sigurðsson bóndi á
Hrafnkelsstöðum dó í Borgar-
nesi á gamlárskvöld 1953. Var
þar gestkomandi hjá dóttur
sinni, er hann leið út af. Hann
var fremdarbóndi og einn af
forustumönnum sinnar sýslu,
þótt fatlaður væri. Ragnhildur
Erlendsdóttir, fyrrum húsfreyja
á ölvaldsstöðum, dó 25. febr. á
Stóra-Fjalli hjá dóttur sinni og
tengdasyni, Einari Sigurðssyni.
Þuríður ólafsdóttir á Þorgauts-
stöðum í Hvítársíðu, dó á sjúkra-
húsi í Reykjavík. Hún var kona
Guðmundar Jónssonar, bónda á
Þorgautsstöðum. Þau bjuggu
lengi á Þorgautsstöðum með
myndarbrag, en áttu ekki börn
og voru nýlega hætt búskap, en
áttu þó heima á Þorgautsstöð-
um ,og er nú Guðmundur þar
áfram. Tómas Jónasson, stór-
bóndi í Sólheimatungu, dó í
Reykjavík 5. nóv., 72 ára að
aldri. Hann var mikill álitsmað-
ur, greindur, og stoð sinnar
miklu sveitar. Kona hans var
Sigríður Sigurðardóttir frá
Stóra-Fjalli, og lifir hún mann
sinn ásamt fjórum uppkomnum
börnum þeirra hjóna. Friðrik
Hjartar skólastjóri á Akranesi
dó 6. nóv. Hann var þjóðkunnur
maður fyrir kennslustörf sín,
óvenju mikla sönglagakunnáttu
og afskipti af bindindismálum.
Guðmundur Ögmundsson,
fyrrum bóndi á Fjarðarhorni í
Hrútafirði, flutti að Reykholti í
haust til séra Einars Guðnason-
ar, fóstursonar síns. Var hann
þá farinn að kröftum og heilsu,
lifði þar skamma hríð. Var hann
jarðsettur í Reykholti að hans
eigin ósk.
Ég má varla hafa þessa upp-
talningu lengri, þótt hér sé að-
eins fátt eitt talið. Ég þori varla
að fara út fyrir héraðið, því að
ég kaus helzt að nefna þá, sem
líklegast er að allir Vestur-ls-
lendingar viti að farnir eru. En
Lögberg eða Heimskringlu sé-
ég ekki, svo að ég veit ekki, hvað
segja skal. En margt vel þekktra
manna hefir kvatt þennan heim
á árinu. Set ég hér örfá nöfn:
Ragnheiður Torfadóttir, ekkja
Hjartar Snorrasonar, er var
skólastjóri við bændaskólann á
Hvanneyri og síðar bóndi í
Arnarholti í Stafholtstungum.
Ragnheiður var dóttir Torfa í
Ólafsdal hins þjóðkunna búnað-
arfrömuðar. Hún var orðlögð
myndar- og gæðakona, dó 5. jan.
Runólfur Sveinsson, sand-
græðslustjóri í Gunnarsholti á
Rangárvöllum, dó af slysi 4.
febr. Hann var áður skólastjóri á
Hvanneyri. Séra Hálfdán Helga-
son að Mosfelli varð bráðkvadd-
ur 9. apríl. Hallgrímur Bene-
diktsson stórkaupmaður í
Reykjavík dó af hjartabilun 26.
febr. Hann var áður glímukóng-
ur íslands, síðar alþingismaður
Reykjavíkur. Teódóra Thorodd-
sen dó 23. febr. Hún var svo
þjóðkunn, að ekki mun þar
þurfa skýringar við.
Þann 18. október lézt þjóðar-
sóminn, Einar Jónsson mynd-
höggvari, 80 ára að aldri.
Þann 17. des. dóu þeir Jón
Bergsveinsson, erindreki Slysa-
varnarfélagsins, org Páll Einars-
son, fyrrum hæstaréttardómari
og fyrsti borgarstjóri Reykja-
víkur. Þannig mætti lengi telja,
en ég læt þetta nægja.
Kaupfélag Borgfirðinga í
Borgarnesi átti 50 ára afmæli á
síðastliðnu ári. 1 tilefni af
afmælinu var ákveðið á aðal-
fundi félagsins að koma af stað
trjárækt í Norðtunguskógi og
byrja með að gróðursetja þar 50
þúsund plöntur barrtrjáa strax,
er búið væri að ganga frá girð-
ingu umhverfis það svæði, er
planta skyldi í.
Frumkvæði að þessu átti kaup
félagsstjórinn, Þórður Pálmason.
En sem dæmi um það, hve al-
menn er orðin bjartsýni manna
og trú á möguleika í þessum efn-
um, má nefna, að ekki heyrðist
nokkur rödd andmæla, og var
þetta samþykkt í einu hljóði af
öllum fundarmönnum.
Ég enda svo þetta losaralega
samtíningsbréf og bið afsökunar
á hve ábótavant því er í mörgu.
Öllum Vestur-lslendingum, sem
fyfr eða síðar hafa sent mér
línur, heimsótt mig að sent mér
hlýjar kveðjur, þakka ég kær-
lega. Ég vona, að enn um langan
aldur megi haldast ættartryggð
og vinátta milli ættingjanna
austan hafs og vestan. Þannig
hugsunum ættu allar þjóðir að
skiptast á, þá yrði heimurinn
bjartur og fagur. Svo kveð ég
ykkur með ósk um gæfurík
ókomin ár.
Runnum, 22. des. 1954
Einar Kristletfsson
"A Realislic Approach io ihe
Hereafier"
by
Winnipeg auihor Edith Hansson
Bjornsson's Book Store
702 Sargeni Ave.
Winnipeg
m
BLOOD BANK
. # - 4^ —
T H I S
SPACt
CONTRIBUTED
BY
DREWRYS
M A NITO■A
DIVIilON
WESTERN
CANADA
BREWERIES
L I M I T E D
MD-»2
it’s good ... it’s
MADE RIGHT...HERE IN CANADA
Ahat’s right! Products of Dominion Textile Company
Limited are good . . . they’re rnade right here in Canada!
Celebrating its Golden Anniversary this year, this thoroughly
Canadian company, through Canadian merchants every-
where, is offering Canadian consumers golden savings in textiies
. . . anniversary values that will surprise and delight you!
Ask at your favorite shop or store for sheets and pillowslips,
blankets, fashions by the yard . . . all brought to you in
the famous striped packages with the Tex-made label. Look
too for the Tex-made iabel on ready-to-wear goods
you buy . . . it means quality.
CANADA LIVES BETTER WITH
DOMINICN TEXTILE COMPANY LIMITED