Lögberg - 10.02.1955, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. FEBRÚAR 1955
3
þess ekki löng. Fyrir fáum vik-
um héldum vér í Hafnarfirði
fimmtíu ára afmæli fyrstu raf-
stöðvarinnar á Islandi. Ég segi
það kinnroðalaust, að mér vökn-
aði um augu, þegar kveikt var
ljósið með straum frá hinum
fyrsta rafal þessa lands, sem enn
er við líði og nothæfur. Baráttan
við óblíða náttúru er orðin löng,
en nú sigrum við hana með nátt-
úruöflunum sjálfum. En er það
ekki svo um alla framfór, að því
betri skilning, sem vér öðlumst
á lögum náttúrunnar, því fastari
tökum náum vér í lífsins bar-
áttu. Öll vor tæki eigi sér ein-
hvers staðar fyrirmynd í sjálfu
sköpunarverkinu. Það e r u
breyttir tímar og í flestu til batn
aðar. Ég óska þess, að vér ættum
nokkurs konar skinnsokka, sem
hefðu þá náttúru, að vér gætum
stígið fimmtíu ár aftur í tímann
í hverju spori. Þá hefðum við
eitthvað að bera saman við og
það er oss áskapað að meta allt
við samanburð, og hættir til að
meta það síður en skyldi, sem
áunnizt hefir.
En nóg er við að berjast, og
mun það lífsins lögmál. Eitt er
þó sem minnst hefir breytzt en
það er sjálf veðráttan. Að vísu
hlýnar nokkuð og kólnar á tíma-
bilum, en óstöðugleikinn er sá
sami. Það er stundum sagt, að
vér íslendingar séum óstund-
vísir, en verri eru árstíðirnar,
og munar oft vetri fram til vors-
ins. Einnig er mikill áramunur
og ófyrirsjáanlegur. Ag því staf-
aði oft áður hallæri, skepnu-
dauði og mannfellir. En þess
megum vér minnast fyrir fáum
árum, þegar rigndi og blés á
norðaustan allt sumarið og snjó-
aði heilan vetur á Norðurlandi,
að þá féllu hvorki menn eða
skepnur, þó að skuldir hlæðust
að vísu á framtíðina. Það var
að þakka bættum samböngum,
samtökum og hugarfari. Ég
nefni þetta eina dæmi, en mikil
breyting og bót er á orðin, ef
óþurrkar, vetrarfrost, ísinn og
eldurinn, getur ekki lengur ráð-
ið niðurlögum þeirra sem eiga
þröngt í búi eða jafnvel heilla
héraða. Og ég hygg, að þessu
marki sé nú náð. Því veldur sam
hugur fólksins og samgöngu
tæknin. En hversu mikið sem
vér tölum um veðrið, þá mun ó-
stöðugleikinn haldast, og vér
skulum gæta þess, að hann fái
ekki tök á hug og hjarta. Um-
hleypingarnir og rosinn eiga
skylt við hverflyndi og illindi,
en trú á landið og traust á þjóð-
inni er oss lífsskilyrði, og þá fer
heldur ekki hjá því, að augun
opnizt fyrir forsjá Guðs. íslend-
ingar hafa sýnt atorku og geta
glaðst við góðan árangur. En sú
tilfinning grípur alla einhvern-
tíman, að vart verði við ráðið
fyrir éigin mátt og megin. Vér
þurfum að finna, að vér séum í
samstarfi við hin dýpstu rök og
sterkustu öfl tilverunnar.
Ég hefi hér fyrir framan mig á
borðinu mynd eftir Einar Jóns-
son. Blessaður veri hann fyrir
þann arf, sem hann eftirlét þjóð
sinni. Hann kalkði myndina
Öldu aldanna. Aldan rís hátt —
í hvirfil og endar í fagurri konu-
mynd. I sjónum í kring syndir
mannfjöldinn, þeir berast inn í
hvirfilinn og margir hafa með
sterkum átökum og afli öldunn-
ar borist hátt upp eftir, en að-
eins einn náð því að hvíla við
örjóst gyðjunnar. Það er glöggt,
að listamaðurinn vill að oss skilj
ist, að sú mynd er af Kristi. Mér
finnst vænt um þessa mynd, sem
sýnir vora eigin baráttu og þá
hjálp, sem berst oss og verður
því öflugri sem ofar dregur.
— TIMINN, 4. janúar
ANGEL CHIMES
from Sweden
Ideal Gift for Valentine
$2:50
MUIR'S DRUG STORE
789 Ellice Ave.
Phone 74-4422
Landnóm íslendinga vestan
hafs og heima jafngamalt
Árni G. Eylands segir frá kynn-
ingarför sinni til Bandaríkjanna
og Kanada
»
Árni G. Eylands, stjórnar-
ráðsfulltrúi og frú hans eru
nýlega komin heim úr lang-
ri för til Bandaríkjanna og
Kanada. Hófst förin 28. sept
ember, en lauk nú 15. janú-
ar. Komu þau víða við, fóru
allt vestur á Kyrrahafs-
strönd Bandaríkjanna og
dvöldu einnig Um hríð með-
al Vestur Islendinga. —
Fréttamaður Mbl. kom að
máli við Árna og spurði
hann hins helzta úr förinni.
Kynningardvöl í Kanada
— Ferðin var farin fyrst og
fremst í boði Bandaríkjastjórnar
segir Árni G. Eylands, en auk
þess bauð Kanadastjórn mér til
kynningardvalar í Ottawa og út
af því spunnust ferðalög þar um
nágrennið, þar sem við heimsótt-
um tilraunamiðstöð K a n a d a -
ríkja sambandsins, skógræktar-
tilraunabú og bændaskóla.
Á fundum Þjóðræknisfélagsins
— Hittuð þér ekki marga Vest
ur-lslendinga í förinni?
— Þegar Þjóðræknisfélag Is-
lendinga í Vesturheimi frétti af
hinni fyrirhuguðu vesturför okk
ar, mæltist stjórn þess mjög ein-
dregið til þess að við kæmum til
Winnipeg og að ég gæfi mér
tíma til að koma á mannfundi á
vegum deilda félagsins þar og
víðar. Var okkur ánægjuefni að
verða við þeim tilmælum og
dvöldum við hjónin því á vegum
Þjóðræknisfélagsins þá 14 daga,
sem við stöðum við í Winnipeg
og þar í grennd. Af þeim ástæð-
um tók ég með mér fáeinar kvik-
myndir, er sýndar voru á sam-
komum íslendinga og víðar og
er til kom urðu myndirnar eigi,
siður að gagni víða í Bandaríkj-
unum þó að áhorfendur væru
ekki af íslenzku bergi brotnir.
En alls sýndum við kvikmynd-
irnar á samkomum og mannfund
um á 23 stöðum og ég talaði
lengra eða skemra mál um land
og þjóð og atvinnumálin, sérstak
lega landbúnaðinn. Sumsstaðar
voru þetta al-íslenzkir fundir,
annars staðar fór allt fram á
ensku og enn á nokkrum stöðum
á norsku.
Mér virtist fólkið yfirleitt hafa
mikla ánægju af að sjá kvik-
myndir héðan og heyra sagt frá
landi og þjóð. Sérstaka athygli
vakti kvikmynd af Heklugosinu
1947. Hann sýndi ég m. a. í há-
skólum í Cornwallis í Oregon og
Grand Forks í N. Dakota. Á þess
um síðarnefnda stað skoðuðu
allir nemendur og prófessorar í
jarðfræðideild háskólans mynd-
ina. Utanríkisráðuneytinu mun
hafa borizt fyrirspurnir frá há-
skólum vestra, hvort hægt sé að
fá keypt afrit af Heklukvik-
myndinni til notkunar við
fræðslu.
— Hvar sátuð þér fundi Þjóð-
ræknisfélagsins?
— Við sátum fundi þess í Win-
nipeg, að Lundar, Árborg og
Gimli í Manitoba, á Mountain í
Norður Dakóta og Blaine og Se-
attle í Washingtonríki. Raunar
má bæta við Bismarck í Norður
Dakóta, þó þar sé ekki beinlínis
að ræða um félagsskap íslend-
inga. Þar er það hinn vel kunni
hæstaréttardómari Guðmundur
Grímsson og frú hans, sem koma
í stað félagsskapar og ferst það
með ágætum.
Svo heimsóttum við elliheim-
ili Vestur-íslendinga öll fjögur,
að Gimli, Mountain, Blaine og
Vancouver. Það eru myndar-
stofnanir og Islendingum vestra
til mikils sóma. Það er gott til
fróðleiks að ræða við gamla fólk-
ið og getur líka vakið tilfinning-
ar, sem torvelt er að skýra með
orðum. Það man tíma harðræðis
og mikilla fórna og starfs, heima
á íslandi og við landnám og öng-
þveiti. En það man líka sigra og
sólskin .
Ferðalag um Bandaríkin
Og nú vikur frásögn Árna G.
Eylands að öðrum málefnum,
sem hann kynnti sér vestra.
—Þó gott væri að blanda geði
við landana vestra í félagsmál-
um þeirra og stórfróðlegt væri
að dveljast um sinn í Ottawa,
var ferðalagið um Bandaríkin
og dvölin þar auðvitað aðaltil-
gangur fararinnar. Það var för
til að kynna sér tilhögun og nýj-
ungar í landbúnaði, en þó með
því sniði, að okkur gafst tæki-
færi til að kynnast fólki og þjóð-
háttum langt fram yfir það sem
búskap varðar.
— Hvað er merkast frá að
segja?
— Ég dvaldist á aðra viku í
höfuðborginni, Washington og
heimsótti meðal annars hina
miklu búnaðarrannsóknarstöð í
Beltsville sem er stórkostleg
stofnun á sínu sviði. En m,estan
tímann dvaldist ég í norður- og
norðvesturrískjunum við háskól
ana í St. Paul í Minnesota og
Fargo og Grand Forks í Norður
Dakóta og Cornwallis í Oregon.
Frá þessum stöðum fór ég einn-
ig fjölmargar ferðir um ná-
grenni þeirra, heimsótti tilrauna
bú, skóla og bændabýli.
I þetta sinn getum við ekki
farið ítarlega út í margt og mik-
ið, sem er að sjá á þessum stöð-
um. Það yrði of langt mál, en
vonandi ■ gefst tkæifæri til að
minnast á sumt af því síðar meir.
Sjá hlutina, bera saman,
gagnrýna
— En hvað lærir maður helzt
á svona ferðalagi, sem til nyt-
semdar mætti verða í búskapn-
um? Hvað væri hægt að nefna
svona í stórum dráttum?
— Já, það er eðlilegt að spyrja
þannig, — en erfitt að svara. Það
er ekki aðalatriðið hvaða hlutir,
tæki eða vinnubrögð geta átt við
hér á landi umsvfialaust. Aðal-
ritið er að læra af að sjá hlutina,
heyra um þá, hugsa um þá, bera
þá saman við annað og gagn-
rýna. Spyrja og fá svör. Að
skilja stöðu bændanna, hvernig
búskapurinn mótast. Sjá hvern-
ig landnáminu miðar áfram og
sjá í anda hvað hægt er að gera
og hvað er framundan.
Ennþá sfendur landnám yfir
— Þér talið um landnám? Er
landnámi og landbroti ekki fyrir
löngu lokið vestra, að minnsta
kosti í Bandaríkjunum?
— Ónei, því er fjarri, sem bet-
ur fer, ef ég mætti segja svo. Ég
hef talsvert kynnst búskap á
Norðurlöndunum og raunar víð-
ar í Evrópu norðanverðri. Það er
því mjög auðvelt fyrir mig að
koma fljótlega auga á það, að í
raun og veru eru Bandaríkin
enn ekki nema hálfnumið land,
búnaðarlega séð. Og Kanada
ekki einu sinni það. — Raunar
má segja, að það sem ég hef séð
af þessum löndum sé ekki nema
lítið miðað við hina ógnarlegu
víðáttu heildarinnar, en svo mik
ið hef ég séð, að enn er hæ§t að
auka mjög og nýta betur ræktar
land.
En það er einmitt landið, stór
aukin og bætt ræktun þess, sem
er hinn ómælanlegi framtíða-
rauður bæði í Bandaríkjunum
og Kanada.
1 naulpeningur á 7 hekturum
Dvöl mín í Ottawa var t.d. í
sambandi við merkilegar fyrir-
ætlapir Kanada-manna um bú-
skap á norðurslóðum. En geysi-
leg landflæmi eru í Kanada,
norðan við það, sem nú er notað
til búskapar. I sumum héruðum
Kanada er allur heyskapur enn
á óræktuðu landi. Hvað getur
það mikla land gefið af sér, þeg-
ar ræktunin færist yfir- Og í
M o n t a n a í Norðurríkjunum,
landi hjarðbúskaparins, er víða
ekki nema sem nemur einum
nautgrip á hverjum 7 hekturum
lands. Hvað mikið getur búskap-
urinn þar færzt í aukana með
aukinni ræktun? Og svona er
þetta víða, þó er að vísu nú þeg-
ar mikið land vel nýtt til rækt-
unar eins og hin mikla fram-
leiðsla sýnir.
í vinahópi
Um allar móttökum kemst
Árni Eylands svo að orði:
— Víða áttum við hjónin vin-
um að mæta frá fyrri ferðum
okkar vestra. Allsstaðar var
okkur vel tekið og öll var ferðin
ágætlega skipulögð, af þeim sem
það önnuðust í Washington.
Merkir fræðimenn önnuðust mót
tökur og leiðbeiningar mér til
handa. Víða áttum við hauk í
horni um fyrirgreiðslu sem Is-
lendingar. Má þar nefna ræðis-
mennina íslenzku þar sem þeirra
nýtur við, að sendiráði Islands
í-Washington ógleymdu og mest
og bezt sendiherrahjónunum
Thor Thors og frú hans. Víða á
ísland líka góða „ræðismenn“ ó-
skipaða, svo sem Björnssons-fjöl
skylduna í Minneapolis, Prófess-
or Finnboga í Winnipeg, dr.
Valdimar, forseta Þjóðræknis-
félagsins og stjórn þess alla og
deilda þess, ritstjóra íslenzku
blaðanna og Tímarits Þjóðrækn-
isfélagsins, menn eins og dómar-
ana Jósep Thorson, Guðmund
Grímsson, Nils Johnson, Ás-
mund Benson, Lindal, o.fl. Og
skemmtilegt þótti mér að mæta
svo mörgum mönnum íslenzkrar
ættar sem hafa forustu í búnað-
armálum sem raun varð á. Auk
fjölmargra gildra bænda vil ég
nefnað sem dæmi án þess að
þylja nöfn, að á íslenzku gat ég
rætt við yfirmann allra deilda
ráðunautastarfsemi og búnaðar-
leiðbeingina í Minnesota-ríki,
sömuleiðis við aðstoðarfram-
kvæmdastjóra sömu starfsemi í
Manitoba-ríki, við marga prófes-
sora í búfræðum við Manitoba-
h á s k ó 1 a, við tilraunastjóra,
bændakennara o. fl.
Stærstu kartöfluyrkjumenn
Sérstaklega vil ég minnast á
Halls-bræðurna íslenzku í Norð-
ur Dakóta. Fróðir menn segja
mér, að þeir séu mestu kartöflu-
ræktarmenn í allri Norður Ame
ríku. Kartölfuakrar þeirra voru
s.l. haust um 300 hektarar. Þann-
ig mætti lengi telja íslenzka bún
aðarmenn vestan hafs.
Móttökur á norskum heimil-
um voru víða frændsamlegar,
enda er það í frásögur færandi,
að víða vestra eiga íslendingar
einir, fyrir utan Norðmenn, að-
gang að norskum félagsskap, —
eru slíkt óskrifuð lög.
— Eftir því, sem þér segir hef-
ur Vesturheimur þá áendanum
orðið gózenland fyrir suma land
nemana, þar sem þeir geta nú
ræktað kartöflur og annan jarð-
argróður á hundruðum hektara,
og standa víða í fremstu bænda
röð.
Landnám veslra og heima
— Á slíkri ferð, segir Árni, er
það eðlilegt að maður geri sam-
anburð á landnámi íslendinga
hér heima og í Vesturheimi.
Stephan G. segir á einum stað:
„I 1000 ár hrísið og heyið úr hag-
anum reiddu menn inn.“ — Þeg-
ar vesturferðir hófust fyrir al-
vöru var enn allt ógert hér á
landi. Því öllu þungsköp. En um
þetta leyti og litlu síðar hófst
viðreisnarviðleitni og landnám
einnig hér á landi.
Landnám Islendinga vestan
hafs og hér heima er því jafn
gamalt. Allt, sem gert hefur ver-
ið hér og þar er verk tveggja
ættliða, feðranna og mæðranna
nýgengnu og þeirra sem nú sitja
lönd og bú.
Það væri sálarlaus búnaðar-
maður og með litla yfirsýn, sem
ekki þætti girnilegt að athuga
þessa hluti, bera saman, minnast
og spá um framtíðina og nýjar
framkvæmdir beggja megin haf
sins. Það er mér einn hinn mesti
fengur farinnar.
— MBL. 26. janúar
Business and Professionai Cards
Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 832 Simcoe St. Winnipeg, Mar.. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441
Gilbart Funeral Home Selkirk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega penlngal&n og elds&byrgB, bifreii5a&byrg6 o. s. frv. Phone 92-7538
Dr. ROBERT BLACK SérfrætSingur I augna, eyrna, nef og h&lssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrlfstofuslmi 92-38S1 Heimaslmi 40-3794 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For t^uick, Reliable Service
Dunwoody Saul Smith & Company Charlered Accounianls Phone 92-2468 IðO Prlncess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WHJLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Offiee Hours: 2.30 - 6.01 p.m.
Hafið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc , 3498 Osler St., Vancouver, B.C. Thorvaldson, Eqgertson. Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOllA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 32-8291
ARLINGTON PHARMACY Prescripiion Specialist Cor. Arlington and Sargeni Phone 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Office CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice 81 Home Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment.
Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors S. A. Thorarinson. B.Sc., L.L.B. W. R. Appleby, B.A., L.L.M. 701 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá beztl. StofnaB 1894 SlMI 74-7474
Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered. Acccintant 505 Confederation Life Buildlng WINNIPEG MANITOBA Minnist BETEL í erfðaskróm yðar.
Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadtan Bank of Conunerce Chambers Wlnnipeg, Man. Phone 92-3561 S. o. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Wlnnipeg PHONE 92-Ú624
G. F. Jonasson, Pres. 8c Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Loulse Street Slmi 92-5227 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 S&rgenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411
EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeintngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viÖ, heldur hita fr& aC rjúka út me8 reyknum.—SkrifiC, sfmlö til KKLLY SVEINSSON 825 WaU St. Wtnnipe* Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431
Van's Electric Ltd. 636 Sargent A Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Eatate - Mortgagea - Rentala 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Rea. 46-3486 LET US SERVE YOU