Lögberg - 10.02.1955, Síða 4

Lögberg - 10.02.1955, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. FEBRÚAR 1955 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Geflð St hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MaNITOEA J. T. BECK, Manager UtanAskrlft ritstjðrana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögrberg” is printed and published by The Celumbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Atvinnuleysisstyrkurinn í ágústmánuði 1940 afgreiddi sambandsþingið í Ottawa löggjafarnýmæli, er gekk undir nafninu The Unemployment Insurance Act, og eins og nafnið ber með sér, var tilgangur laganna sá, að tryggja að nokkru lífsafkomu þeirra, er mistu atvinnu sína og örðugast áttu uppdráttar; lög þau, sem hér um ræðir, öðluðust gildi 1. júlí 1941, en samkvæmt þeim urðu allir vinnandi menn og konur, að leggja vikulega af mörkum frá 18 til 54 cents í tryggingarsjóðinn; vinnu- veitendur lögðu fram hliðstæðan skerf, en stjórnin einn fimta hluta þeirrar upphæðar, er með áminstri aðferð hafði safnast saman um alt landið. Nú er tryggingarsjóðurinn orðinn geysistór svo sem ráða má af því, að á síðastliðnum þrettán árum hefir hann greitt í atvinnuleysistryggingum upphæð, sem nemur hvorki meira né minna en 754,000,000. 1 byrjun yfirstand- andi sambandsþings var liðkað nokkuð til um afnot styrks þessa vegna alvarlegs atvinnuleysis í landinu, nokkur hækkun veitt og afnotatíminn framlengdur, var þetta þörf og nytsöm ráðstöfun, er hvarvetna mæltist vel fyrir. Þriggja manna nefnd, er sambandsstjórn skipar, hefir starfrækslu sjóðs þessa með höndum og annast jafnframt um atvinnumiðlun; nefndin starfrækir tvö hundruð skrif- stofur víðsvegar um landið til að gera mönnum hægra um við, er þeir þurfa á aðstoð að halda. Fólkið sjálft hefir með framlögum sínum bygt upp þennan sjóð og það á ekki að hika við að leita til hans, er þörf krefur; slíkt á hvorki skylt við sveitarstyrk eða ölmusu. ★ ★ ★ lllkvitnisleg persónuárás 1 blaðinu The Western Producer, sem teljast verður málgagn hveitisamlaganna og samvinnufélaganna og gefið er út í Saskatoon, bictist ekki alls fyrir löngu furðuleg rit- stjórnargrein, sem frá upphafi til enda er persónuleg árás á Mr. G. S. Thorvaldson lögfræðing, forseta alþjóðarsamtak- anna The Canadian Chamber of Commerce; er greinin í meginþáttum bygð á dylgjum og lítt hirt um staðreyndir; víða er farið og víða snuðrað; meðal annars er frá því sagt, að hann hafi stofnað félagsskapinn The Income Tax Payers Association, að aðalskrifstofan hafi verið í Winnipeg og þaðan hafi mest háreystin komið. Blaðið segir að þessi stofnun hafi verið eftirlíking af National Tax Equality Association í Bandaríkjunum og hafi haft það markmið að vega aftan að samvinnufélögunum með því að reyna að telja stjórnarvöldunum og almenningi trú um, að þau væri að koma sér hjá því, að greiða lögskipaðan tekjuskatt; þá er það og dregið í efa hversu hæfur Mr. Thorvaldson sé til að gegna áminstri forsetastöðu og það jafnframt gefið í skyn, að hann muni eiga vingott við kornspekúlanta; hér er alt talað undir rós, en minna skeytt um staðfest rök. Mr. Thorvaldson er djarfmæltur maður, er sjaldnast fer í launkofa með skoðanir sínar; hann er sterktrúaður á frjálsa verzlun og framtak einstaklingsins; hann trúir á persónufrelsið og hatast við alla þá isma, Nazisma, Fasisma og Kommúnisma, er á lymskufullan hátt reyna að grafa ræturnar undan því; og Mr. Thorvaldson er það trúaður á framtíð þessa auðuga og víðáttumikla lands, að svo fremi, að eigi verði lögð óeðlileg höft á innflutning fólks til lands- ins, ætti íbúatalan að verða komin upp í 30 miljónir árið 1975. Það sýnist lítt skiljanlegt, að ástæða sé til að amast við slíkum stórhug, enda þarf þjóðin á öllum tímabilum að eiga menn, sem þora að hugsa hátt og vilja ekki að alt endi við orðin tóm. Aminst vestanskrif er sérstætt í canadiskri blaða- mensku og mannskemmir aðeins þann, er reit. ★ ★ ★ Héraðslæknir heiðraður Að kveldi hins 25. janúar s.l., héldu Húnvetningar Páli Kolka lækni samsæti í barnaskólanum á Blönduósi í tilefni 60 ára afmælis hans; hundrað og áttatíu manns sátu hófið. Sýslubúar hafa ákveðið að láta gera brjóstlíkan af læknishjónunum, sem sett verður upp í anddyri sjúkra- hússins, er verið er að reisa á Blönduósi. Páll Kolka er mikill héraðshöfðingi og óvenjulega fjöl- hæfur maður; hann er merkilegt ljóðskáld og gefur sig jafnframt við tréskurði; læknisfrúin fæst mikið við list- vefnað og hefir sjálf ofið öll þau fögru gólf- og veggteppi, er heimilið prýða, en það minnir gesti á athyglisvert listasafn. Páll læknir dvaldi fyrir nokkrum árum vestan hafs og heimsótti Islendinga hér í borg og víða annars staðar; flutti hann á samkomum sínum mergjuð erindi um menningu ís- lenzku þjóðarinnar og las nokkuð sinna ágætu ljóða; hann eignaðist hér fjölda vina, er nú senda honum hlý hugskeyti vegna áminsts áfanga á lífsleið hans. — Læknisheimilið á Blönduósi er víðrómað fyrir alúð og risnu. ★ ★ ★ Bjartsýnn á framtíðina Mr. Roy C. Marler, formaður landbúnaðarsamtakanna í Alberta, The Alberta Federation of Agriculture, lét nýlega þannig ummælt á fundi í Edmonton, að gild ástæða væri til að ætla, að bændum Sléttufylkjanna myndi reynast hið nýlega byrjaða ár drjúgum hagstæðara hvað markaðsskil- yrði áhrærðri, en mörg hin síðari ár; kvað hann flest eykta- mörk benda til þess, að selja mætti að minsta kosti 300,000,- 000 miljónir mæla hveitis fyrir lok næstakomandi júlímán- aðar; megin örðugleikann kvað Mr. Marler liggja í því, að koma frá sér þeim nálega 150,000,000 mælum af lélegu hveiti, sem enn væri fyrir hendi, þó vonandi væri að þannig réðist fram úr, að flestir mættu nokkurn veginn vel við una. Mr. Marler tjáðist ennfremur þeirrar skoðunar, að hveitiverð yfirstandandi árs gæti auðveldlega orðið talsvert hærra en í fyrra. Það er annars töluverður munur á Mr. Marler og hinum, sem ávalt eru hugsjúkir og ávalt halda að allir skapaðir hlutir séu að fara í hundana. Merkilegt ritsafn þjóðlegra fræða Eftir prófessor RICHARD BECK Fyrir nokkru síðan (1953) kom út að tilhlutun Húnvetningafé- lagsins í Reykjavík þriðja bindi ritsafnsins Svipir og sagnir, sem Sögufélagið Húnvetningur hefir efnt til, og orðið er hið merkasta safn þjóðlegra fræða. Nefnist þetta nýja bindi Troðningar og tóftarbrot, og er það heiti mjög vel valið, því að hér eru þræddar gamlar götur og grónar, og birtu brugðið yfir margt það í liðinni tíð, atburði, byggðir og býli, sem gleymskan er nú óðum að hjúpa huliðs- blæju sinni. Séra Gunnar Árna- son, fram á síðustu ár prestur á Æsustöðum í Langadal, en nú sóknarprestur í Bústaðapresta- kalli í Reykjavík, fylgir þessu bindi úr hlaði með greinargóðum formála. Hefst meginmál bókarinnar síðan á þættinum „Frá Hún- vetningum fyrir 70—80 árum“ (Nokkrar æskuminningar) eftir hinn þjóðkunna fræðaþul Krist- leif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi; er það einhver allra síðasta rit- smíð hans, en sver sig ótvírætt í ætt um ágæta efnismeðferð og sambærilegt málfar. Næst er á blaði fræðimannleg og vel samin ritgerð, „Gizur bóndi galli í Víðidalstungu“, eftir dr. Jón Jóhannesson pró- fessor; er þar tekið föstum tök- um lítt rannsakað efni, og eftir því, sem hinar takmörkuðu heimildir leyfa, brugðið upp harla glöggri mynd af stórbrotn- um manni, en Gizur lézt 1370, um 101 árs að aldri. Sonarsonur hans var Jón Hákonarson í Víði- dalstungu, er meðal annars lét rita hina frægu skinnbók, Flat- eyjarbók, og vann íslenzkum bókmenntum með þeim hætti það gagn, er aldrei verður full- metið. Næsta mikil aldarfarslýsing, og átakanleg að msu leyti, felst í þættinum „Eitt ár“, er Magnús Björnsson skrifaði eftir forsögn Jónasar Illugasonar vorið 1951, en Jónas, sem er alveg nýlega látinn (37/7, 1954), var fræða- þulur mikill, eins og fyrri bindi umrædds ritsafns bera órækt vitni. Má jafnframt geta þess, að hann á fjölda nákomins frænd- liðs vestan hafs. Auk þess, sem Magnús Björns- son hefir fært prýðisvel í letur fyrrgreinda frásögn, hefir hann af sömu prýði samið lengsta þátt ritsins, sem jafnframt er hinn gagnmerkasti, en það er „Saga Nikulásar“, er rekur raunasögu Nikulásar Guð- mundssonar, „óhamingjumanns, er margt var vel gefið, en vannst verr en skyldi úr vitsmunum sínum og hæfileikum“, eins ög Magnús segir réttilega í þessari ítarlegu frásögn sinni um hann, sem skrifuð er af fullri hrein- skilni, en um leið af skilnings- ríkri samúð. Minnisstæð mun flestum verða Guðný kona Nikulásar, sem hefir auðsjáan- lega verið óvenjulega heilsteypt að skapgerð, stór í ást sinni og órofa tryggð. Séra Sigurður Norland í Hindisvík ritar „Nokkrar ferða- minningar“, fróðlega þætti og skemmtilega úr Húnaþingi, þar sem víða er komið við og margra getið. Bjarni Jónasson leggur til ritsins tvær prýðisgóðar ritgerð- ir og athyglisverðar. Fjallar hin fyrri um „Framfarafélagið í Svínavatnshreppi“, en það var eitt af tveim menningarfélögum þar í sveit (hitt var kvenfélag), er spruttu upp úr vakningaröldu þeirri, sem fór um hugi lands- manna í kjölfar þjóðhátíðarinn- ar 1874. Alls annars efnis, og stórum óhugnanlegri frá því sjónarmiði, er grein Bjarna „Harðindin 1881—1887“; en mjög er þeim örlagaþunga hallæris- kafla í sögu þjóðarinnar glöggt lýst og skilmerkilega, innan þeirra takmarka, sem höfundur hefir sett sér, en þetta er aðeins fyrri hluti ritgerðar hans um það efni. Af svipuðum toga spunnin, hvað efni snertir, er hin skipu- lega og læsilega frásögn Jóns Marteinssonar, „Fjárrekstur yfir Holtavörðuheiði um sumarmálirl 1889“, en sá vetur var bændum í Hrútafirði sérstaklega þungur í skauti. Gagnfróðleg og jafn prýðisvel í letur færð er lokaritgerð þessa bindis, „Af Laxárdal", eftir séra Gunnar Árnason. Lýsir höfund- ur þar bæði dalnum sjálfum (Fremri-Laxárdal) og bæjum þar, og segir jafnframt sögu margra búenda þar á síðari og síðustu árum. Koma þar ýmsir merkir menn og þjóðkunnir við frásögnina, er áttu sér við hlið samboðnar konur og frásagnar- verðar. Raunsönn og mjög snjöll sýnist mér lýsingin á Brynjólfi Bjarnasyni í Þverárdal, sem ég kynntist á skólaárum mínum á Akureyri. Verður honum ekki auðveldlega betur lýst í stuttu máli, en gert er í þessum orðum: „Brynjólfur var fæddur glæsi- legur hirðmaður. Listgáfa ætt- arinnar tindraði í eðli hans eins og kristallar í bergi“. Minna má á það, að þessi mælskusjór og gleðigjafi á mannfundum, var dóttursonur Bjarna Thoraren- sens skálds. Baldvin Helgason, hinn snjalli hagyrðingur, sem íslendingar vestan hafs kannast vel við, kemur hér einnig við sögu, enn- fremur hinn þjóðkunni skáld- bróðir hans í alþýðustétt, Sveinn Hannesson frá Ellivogum. Er felldur inn í frásögnina alllang- ur kafli' úr fallegu og vel ortu kvæði eftir hann, „Dalabónd- inn“, og fara hér á eftir tvær vísur úr því sem sýnishorn þess, hvernið þessi dalabóndi gat strokið strengi ljóðahörpunnar: Þá allt er fullt af grósku og angan vorsins daga frá efstu fjallabrúnum til lœgsta fjörusands, þá virðist manni næstum sú sannreynd lygasaga, að éoltið hafi þjóðin í byggðum þessa lands. Og gamli bóndinn finnur, hvað guðsríkið er nærri, á göfgi og fegurð lífsins hann verður næsta skyggn. 1 sinni eigin vitund og verkum nokkru stærri, já, vorið, það er máttugt í sinni stærstu tign. Hér hefir verið stiklað á stóru, en eigi að síður auðsætt, að bók þessi er fjölbreytt að efni, og að þar kennir góðra grasa. Má því óhætt segja, að þeir, sem þjóð- legum fræðum unna og sögu- legum, skuldi félögum þeim og höfundum, er að útgáfu hennar standa, þökk fyrir viðleitni þeirra, og tekur það einnig til fyrri binda ritsafnsins. Er líf á öðrum hnötfum en jörðinni? Þetta er spursmál, sem vís- indamenn hafa lengi velt fyrir sér, og hefur jarðstjörnunnar Marz verið oftast getið í þessu sambandi. Hinn mikli stjörnu- fræðingur Lowell þóttist sjá skurði á jarðstjörnunni Marz, og gat þess til að íbúar hennar væru að reyna að varðveita dvínandi vatnsforða með því að veita vatni frá pólunum eftir skurðum að heitari beltunum. Þótti mörgum þetta sanngjörn tilgáta, þar sem vitað var að ís breiðist yfir póla Marz á réttum tímum árshringsins þar, og einnig má sjá grænku sem af grasi færast yfir viss svæði á sumrum. En nú er þessi tilgáta um skynigæddar verur á Marz vé- fengd af flestum sem gefa sig að þess konar fræðum. Andrúmsloft og veðurlag á Marz er ekki með þeim hætti, að líf í því gerfi, sem við þekkjum hér á jörðinni, geti þrifist. Kuldinn er stórum meiri en hér, og andrúmloftið svo þunnt, að það svipar til þess á hátindi fjallsins Everest. Þó er ekki fyrir það tekið að einhver teguhd mosa, og þá kannske jarðorma, megi finna á Marz, en vart hærri tegundir lífs. Þetta er nú almennt viðurkennt. Um líf á öðrum jarðstjörnum okkar sólheims er ekki að ræða. Hitinn á yfirborði Mercury og Venus er meiri en vatnssuðu- hiti, væri um vatn þar að gera. Á ytri jarðstjörnunum, þeim Jupiter, Saturn, Uranus, Nep- tune og Pluto, er kuldinn svo geysilegur að ekki kemur til mála að nokkur tegund lífs geti átt sér stað á þeim. En hvað má þá hugsa sér um þær biljónir sólna í vetrarbraut- ar-klasanum — er ekki hugsan- legt að sumar þeirra hafi jarð- stjörnukerfi svipað okkar, og að eitthvað af þeim hafi lífsskil- yrði? Vissulega mætti ætla að svo sé. Eftir ágiszkun er allt að helm- ingur allra sólna í klasanum tví- styrni (binaries) — tvær eða fleiri sólir í námunda sem snú- ast hver um aðra, en hjá þeim er ekki um jarðstjörnur að ræða. En svo eru allar hinar. Er líklegt að okkar sól sé sú eina, í öllum þeim grúa, sem á sér fylgistjörnur? Merkur stjörnufræðingur (C. P. Gaposchin, Harvard Observa- tory), getur þess í n legri bók, “Stars in the Making,” að eftir hlutarins eðli ættu að vera í það minsta 100,000 sólkerfi ekki ó- svipuð okkar innan vetrarbraut- arklasans, sem svarar miljón jarðstjörnur. Þykir höfundi ekki ólíklegt, að eitthvað af þeim sé í þeirri fjarlægð frá sinni sól, að þar sé að finna lífs- skilyrði, og þá kannske líf, gildi sömu lögmálin í öðrum kerfum eins og hér, sem ekki er ástæða til að efa. Um efnisviðinn er ekki að ræða. Þau 92 frumefni sem við þekkjum er að finna um gjörvallan geiminn, og engin önnur, jafnt í fjærstu klösum sem í vetrarbrautinni. Er það aðallega vatnsefni (hydrogen) — hlutfallslega þúsund sinnum meira vatnefni en allt annað efni samanlagt. Niðurstaðan verður því óum- flýjanlega sú, að þó að Íífsskil- yrðin sé að finna aðeins á jörð- inni í okkar sólkerfi, þá er engin ástæða til að ætla að hún sé sá eini leppur sem þannig er gæddur af öllum þeim grúa slíkra jarðhnatta í geimnum. „Þar sem eru lífsskilyrði, þar mun að finna líf“, segir Sir Harold Jones, hinn brezki konunglegi stjörnufræðingur (British Astronomer Royal), í nýju riti (“Life on Other Worlds”): “Life does not occur of some unique accident. It is the result of definite processes; given the suitable conditions, these processes will inevitably lead to the devlopment of life.” (Líf verður ekki til fyrir eitt- hvert sérstakt tilfelli. Það er af- leiðing vissra framgöngumála. Þar sem skilyrðin eru fyrir lífi, þar kemur fram líf). Enn sem komið er, hafa jarð- stjörnur ekki fundist utan okkar sólheims, þó að nú megi sjá (í 200-þumlunga sjónaukanum í Palomar) leppa Síríusar, aðeins hálft eins stór og jörðin, en hann er ekki réttnefndur jarð- stjarna, þar sem hann skín með eigin birtu, og um hann var vitað, bæði að stærð og þyngd,' löngu áður en hann sást. En stjörnufræðingar ganga að því sem vísu, að margar sólir hafi sína leppa, áþekka jarðstjörnun- um í okkar sólkerfi, og það með, að sumar þeirra hafi þau skil- yrði sem framleiða líf. Þetta er alls ekki ósanngjörn tilgáta. —L. F. B L U E C R O S S Bygða og samtök Veita nú viðtöku nýjum meðlimum! Veljið einn af þremur Community þjónustu samningum . . . er bezt nægja fjölskyldu- eða persónulegum þörfum. (1) 15,00, er draga má frá <2) 25,00, er draga má frá (3) Er ekki verður dregið frá Leitið frekari upplýsinga hjá næsta umboðsmanni, eða sendið í póst miðann, sem prentaður er hér að neðan. MANITOBA HOSPITAL SERVICE ASSOCIATION J 116 Edmonton Street, Winnipeg 1 PLEASE SEND ME COMPLETE DETAILS ON | HOW I MAY JOIN THE BLUE CROSS j I om employed os.......^............... I By.....................................! NAME__________________________fc.------ | I ADDRESS............................. | __________________.............55-B.C.-I J

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.