Lögberg - 10.02.1955, Page 5

Lögberg - 10.02.1955, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. FEBRÚAR 1955 5 wvwwwwvwwwwwvwwwwwwwm ÍIK AUÁl IWENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON DROTTNUN BARNA Á HEIMILUNUM Kaflar þýddir úr ritgerð eftir hinn víðkunna bandaríska höfund. PHILIP WYLIE Nýlega vorum við hjónin boðin í kveldverð hjá frægum skurðlækni. Tilgangur boðsins var sá, að þar fengi ég að kynn- ast rithöfundi, sem víðkunnur er fyrir rit um læknisfræði. Því miður varð lítið úr þeirri kynningu. Um leið og þrjú börn þeirra hjóna komu inn í stofuna, skömmu eftir að við komum þangað, lauk viðræðum meðal fullorðna fólksins. Fimm ára gamli drengurinn tók að herma eftir ýmsum sjón- varpsþulum; elzta barnið, ellefu ára drengur, sýndi okkur hve hann væri leikinn í að hitta í mark með smá-skotspjótum. Við kveldverðarborðið sagði dóttirin, 9 ára gömul, óendanlega sögu um heimsókn sína og skólasyst- kina sinna í prentsmiðju. Þegar að gestirnir reyndu að brjóta upp á öðru almennara umræðu- efni tilkynnti barnið að nú væri klukkan orðin hálf átta. Var þá barnaleik í sjónvarpinu snúið óðara á með svo miklum hávaða að okkur lá við að ærast. Áður en börnin fóru að hátta urðum við að horfa á málverk telpunnar, mynd eftir mynd á veggnum; horfa á hana sýna ballet dans, hlusta með þegjandi angist á 11 ára drenginn fara með kvæði. Skömmu síðar fór- um við heim, dauð-uppgefin. Ég hefi lýst þessu tilfelli ekki fyrir það, að þetta sé einstakt, heldur vegna hins, að það er að verða algengt á „betri“ heimil- um. Ég hefi setið tímunum saman í viðurvist þeirra skemmtilegustu og merkustu manna og kvenna sem ég þekki — og hlustað allan tímann á lítið gefin börn leika á píanó. Komið hefir fyrir, að ég hefi setið heil kvöld hjá vinum mín- um, er hafa farið í þrætur milli húsbændanna og barna þeirra: hvaða fötum börnin eigi að klæðast eða ekki að klæðast; um kosti eða vankosti kennara þeirra; hvort að 14 ára telpa megi fara á kvikmynd með pilti, og önnur álíka þreytandi þrætu- mál. Foreldrar nútímans eru nú þannig á vegi stödd að börnin virðast drottna yfir þeim; þau taka ekkert tillit til skipana eða heilræða foreldra sinna. Heimil- in eru orðin að barnaeinveldi; stjórnartaumunum hefir verið sleppt í hendur óvitanna. Rithöfundur einn sagði ný- lega, að í hinum þéttskipuðu hverfum miðstéttarinnar, sem nú væru að byggjast upp í út- jöðrum borganna væri afstaða foreldra gagnvart börnum þeirra almennt þessi: „Ekkert er of gott fyrir krakkana okkar“. I þessum hverfum er fjöldi barna- leikvalla og leikfangaverzlana, og allir stoltir feður, sem kunna að haga sér „rétt“, reyna að full- næja öllum kröfum og dutlung- um afkvæma sinna. Langar Jimmy í $50.00 slökkvivél, sem hann getur stigið áfram sjálfur? Kaupið hana. Vill Janie fá brúðu, sem getur talað, gengið og vætt rýju? Útvegið þegar þetta óhuggulega leikfang. Nú er svo komið, að hinn fé- lagslegi mælikvarði grundvall- ast ekki á því að geta jafnast á við nágranna sína, heldur hinu að krakkarnir þínir fá i eins mikið af öllum hlutum eða meira en nágrannakrakkarnir. Ekki má neita þessum kröfu- hörðu litlu harðstjórum um nokkurn skapaðan hlut. Fyrir nokkru síðan tók ég að mér að gæta barns vina minna, drengs 6 ára, meðan foreldrar hans voru að heiman. Samtímis ætlaði ég að hlynna að húsblóm- um þeirra og gróðursetja þau í stærri blómapotta. Strákanginn gerði alt sem hann gat — þrátt fyrir bænir mínar og aðvörunar- orð — til að gera mér þetta ómögulegt. Þegar hann að síð- ustu sló með spýtu í einn blóma- pottinn og braut hann, flengdi ég hann, en ekki mikið. Um leið og ég sleppti honum réðst hann á mig með spýtunni. Ég greip vopnið af honum og hýddi hann nú rækilega. Ég lofaði honum að orga nógu lengi og hótaði hon- um síðan að ég skyldi endurtaka þessa refsingu ef hann héldi áfram framferði sínu. Hann hætti. Ég skipaði honum að hreinsa burt brotin og moldina. Hann gerði það. I nokkur ár hefir nú þetta barn litið á mig sem sinn bezta vin. Hann vinnur í blómagarði mínum fyrir 25 cents á klukku- stund og gefur mér altaf gjafir á afmæli mínu. Ég hefi tekið hann með mér, þegar ég hefi farið að fiska; gefið honum veiðarfæri og kennt honum að fiska. „Foreldrar hans segja, að ég hafi náð með einhverjum „töfrum“ virðingu hans, hlýðni og vináttu. Mín skoðun er sú, að tilfinn- ingar og eðlishvatir nái stund- um svo miklum tökum á ungum börnum, að þau verða skelfd. Þau tapa stjórn á sér. í slíku ástandi ætlast þau til að einhver fullorðinn, venjulega foreldri, taki við stjórn og komi þeim á réttan kjöl. Aðferðin er ekki sú, að ég hygg, að nota umræður, ávítanir eða rökfærzlur, heldur hin, sem nær beint til eðlishvat- anna. Ljónynjan, sem slær ó- þekka hvolpa sína, notar þessa aðferð. Hún virðist og eiga við börn, ef rétt er með hana farið. Öll smábörn, hvort sem þau eru vel gefin eða svona upp og ofan, skilja þegar hvað löðrungur þýðir; um það þarf engar skýr- ingar. Hinar óbeinu afleiðingar af drottnun barnanna koma fljót- lega í ljós. Börn skurðlækis- ins, sem ég minntist á í byrjun greinarinnar, þjást af alls konar ímyndunarsjúkdómum: — Hið yngsta þjáist af ofnæmi — alergy — alls konar, — liggur í svitabaði á næturnar og hefir óviðráðanlegt skap; stúlkan fær aðkenningu af andþyngslum — asthma — í hvert sinn og gert er á móti vilja hennar; eldri dreng- urinn þjáist af meltingarleysi og gengur í svefni. En langversta afleiðingin af þessu uppeldi er, að það fram- leiðir vanþroska fólk: fólk 30 til 40 ára gamalt er enn eins og heimtufrek hugsunarlaus börn í orði og verki og trúa því að aðeins þeirra vilji eigi rétt á að ná framgangi. Það hefir alveg trénað í þessum barnaskap sín- um vegna þess, að foreldrar þeirra leyfðu þeim að sannfær- ast um það, að barnið væri voldugast allra. Barnið er þýðingarmesta veran í heiminum^uegna þess, sem í því kann að búa. Það sem það er, er sem ekkert: óunnið efni, sem einhver verður að móta, kanna og styrkja — ekki einungis líkamlega, heldur og siðferðislega og andlega. — Barnið verður að engu gagni nema að einhver ali það þannig upp að það læri að njóta hæfi- leika sinna. Og þetta verður að kenna því með samúð og ástúð, JÓN KRISTGEIRSSON, kennari: AÐ LUNDAR Það er notaleg tilbreyting fyrir Islending, sem ferðast hefir víðsvegar um meginland Vestur- álfu, þar sem ísland er ekki til og víða minna þekkt en himin- hnettirnir Neptúnus eða Plútó, að reka sig þá á alíslenzk byggð- arlög með mannvirkjum, sem eru hugsuð af Islendingum og unnin af íslenzkum höndum, á miðjum sléttum Ameríku. Það er fyrir slíkan ferðamann líkt eins og fyrir farfuglinn, sem flýgur langar leiðir yfir úthöfin og er ef til vill farið að daprast flugið, en þá verður fyrir honum iðgræn, skógivaxin eyja í miðju hafinu. Þar getur hann hvílt sig og safnað kröftum til áframhald- andi flugs. — En hér er engin tilviljun að verki. Á bak við liggur sífelt starf og atorka ís- lenzku vesturfaranna, sem lögðu leið sína hingað til fyrirheitna landsins í blámóðu óvissunnar — draumalandsins. Hér er að verki tryggð þeirra við fósturjörðina, æskustöðvarnar, sem ei verður frá þeim tekin. Þeir hafa gerzt góðir ættjarðarniðjar. Og ís- lenzka Fjallkonan við norður- heimsskautsbaug er í mikilli þakkarskuld við þá og afkom- endur þeirra. Þeir hafa borið merki hennar hátt með sóma. Það mun ekki hafa verið með- mæli hér í sveit í upphafi að koma frá eyjunni við yztu höf hingað til lands til landnemanna, sem áður höfðu flutzt hingað frá stóru löndunum og höfðu samið lögin og venjurnar. Það gat ef til vill verið heppilegt að láta ekki mikið á þjóðerninu bera. „En römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til“. íslenzku landnemarnir báru í brjósti sér kynfylgju ættfeðranna, sann- leiksást, trúmennsku og frelsis- þrá. Það hlaut að fá útrás og efla viðgang þeirra, er tímar liðu. Ættjarðarástin og tryggðin við átthagana var sönn og hrein. Það varð efniviðurinn í eins konar verndargrip eða verndar- vætti, sem þeir hafa búið til úr henni, svo að nú er svo komið, að það eru vissulega meðmæli að vera íslendingur hér í landi. Á því hefi ég þreifað. Og þarf ég ekki vitna við í því efni. Nú verða mér skiljanlegri orð, sem ég heyrði á Lundar frá einum landa minna þar. Þau voru á þá leið, að ættjarðarást væri sterk- ari hjá íslendingum hér en inn- flytjenda annarra þjóða. Það þurfti sterkari átök til þess að halda uppi heiðri og einkennum litlu þjóðarinnar en þeirra stóru. Það reyndi þá meira á hvern einstakling. Við íslendingar, hvar sem við erum í sveit settir, hljótum að vera þakklátir fyrir þann mikla skerf, sem Vestur- íslendingar hafa lagt að mörk- en jafnframt með festu. Aðeins þannig auðsýna foreldrarnir því raunverulega ástúð. Barnið verður jafnan að hlýta ströngum en samúðarríkum aga, því á full- orðins-árunum mun það brátt finna til þess að lífið er enginn leikur. Að gefa barninu alls konar hluti og glingur, en kenna því ekki hlýðni né aga það, er glæp- ur gagnvart barninu. Það mun alla sína ævi verða á valdi til- finninga sinna og hafa engan taum á skapi sínu. Hér er um að ræða hið alda- gamla úrlausnarefni: hvort sé meira virði, efnislegir hlutir eða andleg verðmæti. Okkur hefir tekist að opna nægtarhorn efnislegra hluta og það hefir leitt oss í gönur. Nú ættum við að snúa við af þessari hættulegu braut og reyna að skilja það, að við megum ekki ala börnin þannig upp að þau verði ávalt ungæðisleg — komist aldrei af hinu barnslega skeiði. Við verð- um að ala upp og aga börnin okkar þannig að þau þroskist hið innra engu síður en hið ytra. um til viðhalds og framvindu alls, sem íslenzkt er. Þó höfum við landarnir heima veitt þeim harla lítinn styrk í þessu verki þeirra. Nei, þeir hafa orðið að heyja baráttu sína einir og treysta algerlega á sjálfa sig, óháðir og að mestu óstuddir frá ættlandinu. Þetta atriði gerir það enn óskiljanlegra, hversu þeim hefur orðið mikið ágengt, og hversu hlýjan hug þeir bera til íslenzka þjóðernisins. Alls- lausir af veraldleguih gæðum lögðu þeir flestir leið sína hing- að yfir sléttuna miklu. Fóstur- jörðin gæddi þá. harla litlu veganesti, nema kynfylgjunni og trú á lífið. Hún hafði þá ekki getað veitt þeim þau tækifæri, sem þeir verðskulduðu og ósk- uðu til að búa sér og niðjum sínum mannsæmandi líf. Þess vegna var það oft tápmesta fólkið, sem leitaði í Vesturveg. En það eru ekki aðeins landnem- arnir sjálfir, sem veitt hafa þjóð- erni okkar brautargengi í Vest- urálfu. Hitt er í raun og veru merkilegra, hversu margir af- komendur þeirra hafa gert garð- inn frægan í því efni, og orðið jafnvel enn betri Islendingar en þeir heimabornu. Að þessu hafa ekki aðeins unnið þeir, sem hæst hafa borið og mest er talað um, heldur eru það ekki síður hinir, sem vinna í kyrrþey, ó- þekkti hermaðurinn á þessum vígvelli. Það er nú einmitt oft óþekkti hermaðurinn, sem mest ber hitann og þungann. Lundar er eitt af þeim byggð- arlögum, sem íslendingarnir reistu upphaflega að mestu. Og enn eru þar fjöldi alíslenzkra heimila, en yngsta kynslóðin er treg til að mæla á tungu feðra sinna. Ég hefi langa lengi haft kynni af Lundar. Þar hefur Sveinn Jónsson, hálfbróðir minn, búið háa tíð. Meðan móður okkar naut við, las hún mér oft fyrir bréf til hans, þegar hún hafði annir og mátti ekki vera að því að skrifa. Síðan höfum við Sveinn skrifast á, en höfum ekki sézt fyrr en ég heimsótti hann nú um jólin. Á heimili hans og konu hans, Júlíönu Jóns- dóttur, dvaldi ég nú um skeið. Var mér þar tekið eins og ég væri kominn heim til föðurhús- anna. Lifði ég þar í vellystingum praktuglega. En ekki hafði ég dvalið þar lengi, er mér fóru að berast heimboð frá löndum mín- um, sem ég áður hafði engin kynni haft af. Hafði ég næg verkefni að sinna heimboðum, og gat ekki lokið þeim öllum. Það var því líkast og ég ætti bræður og systur í hverju húsi, og þannig hefur það verið hvar sem ég hefi farið um byggðir Canada. Þetta er einmitt tákn- rænt fyrir frámkomu Vestur- Islendinga við okkur, sem kom- um heiman að. Þeir vilja greiða götu okkar í hvívetna. Hygg ég, að gestrisni þeirra við okkur eigi sér hvergi líka í þessum heimi. Er hætt við að við séum miklir eftirbátar þeirra í því efni, þegar þeir koma að heim- sækja okkur, og að við megum bera kinnroða hvað það snertir. Um síðustu helgi fór ég til Lundar til að kveðja. Varð mér þá eins og áður, að mér fannst að ég væri kominn heim í mína átthaga. Á sunnudaginn var ég við íslenzka messu hjá prestin- um þar, Braga Friðrikssyni. Hann er ungur maður, nýkom- inn heimanað frá Fróni. Er hann . áhugamaður í starfi sínu. Mess- ar hann oft að jafnaði 14 sinnum á mánuði, ýmist á íslenzku eða ensku, og ekur oft óravegu til kirkna sinna. Hann er þrekmað- ur og telur ekki eftir sér krók- inn. Þessi messa hans var nokkuð ströng, en var flutt af hógværð og lítillæti hjartans sem presti vel sæmir. Yfir henni hvíldi heiðskír hreinleiki, dreng- skapur og einurð. Er ætíð gott að eiga skipti við slíka menn, enda nýtur hann óskipts trausts og vináttu safnaða sinna. Að lok- inni messu var öllum kirkju- gestum boðið í kaffisamsæti, er Þjóðræknisdeildin þar í þorpi gekkst fyrir. Þar var minnst voraldar eyjunnar við íshafið. Og mér voru fluttar veglegri velfarnaðar- og heillaóskir en ég hefi áður hlotið. Voru þær bæði frambornar af lífsreyndum öldungum og presti safnaðarins. Fann ég að mér tókst ekki að þakka þær sem vert var. Mig skorti orð. Beztu gjafirnar verða heldur aldrei fullþakkaðar né endurgoldnar, enda ekki til þess ætlast. Að lokum var ég leystur út með bókagjöfum. Lundarbúa eru í mörgu menn- ingarfólk. T. d. hafa þeir oft staðið framarlega í íþróttum. Þar voru um eitt skeið góðir glímumenn á íslenzka vísu. Og nú hafa þeir nýlega gert merki- legt átak í íþróttamálum. Þeir hafa byggt 2 veglega skála til að geta iðkað þar þjóðaríþróttir Canada að vetri til, hockey og körling. Er stærri skálinn yfir 70 metrar á leng og 35 metra breiður, hinn er álíka langur en mjórri. Öll vinna við byggingu skála þessara er leyst af hendi í þegnskaparvinnu, og var ekkert greitt fyrir vinnuna. Að því unnu allir þorpsbúar meira og minna, háir sem lágir. Og efnið í skálana fékkst fyrir frjáls sam- skot. Mér varð hugsað til Reykja víkur. Þar liggur fyrir dyrum gð reisa skautahöll. Það verður gaman að vita, hvort hún verður reist á sama hátt. Á meðan ég dvaldi að Lundar fór ég í nokkrar heimsóknir til bændabýla í sveitinni þar í grend. Voru þar nautgripir af holdakyni aðalbústofninn. Þótti mér einkennilegt að sjá hjarðir af þeim á útigangi í snjónum og froshörkunum, í 25 stiga frosti á C. eða meira. Þarna sá ég hjörð gripa, á annað hundrað, mest ungar kýr og uxar. Og virtist ekkert hús vera til yfir þau. En kuldinn virðist ekkert þjá grip- ina, því að þeir voru feitir og digrir og kafloðnir. . Þeim er Framhald á bls. 8 Það er borið fram FEIS-EL I þessu felast aukin þægindi, því þessir pappírs-klútar eru kunnir að mýkt og fara vel með nefið. KAUPIÐ Taœelle vasaklúta Litli Tim Tomato fyrir gluggakassa Fyrir potta, k a s s a eCa g a r 8. Ve x snemma. — . Litli Tim er a 8 e i n s 8 þuml. á h»8, dverg vaxinn og þéttur. — HlaBinn klös um af rau8- um ávöxtum 1 þuml. I þvermál. Litli Tim er smávaxinn, en geíur þér gömsæta ávexti á undan ö8rum matjurtum og þegar aBfluttir tomatoes eru 1 háu ver8i. Einnig litfagur og skrautlegur í pottum e8a I gar8i. (20c pkt.) (75 %oz.) póstfritt ■inrr BIG 1953 SEED AND h K P r nursery book — Þetta þurfið þér að yita um canadiska póstþjónustu Skrifið fult nafn og heimilisfang, að viðbættu landi. Skrifið skýrt. Setjið nafn og heimilisfang í hægra hom bréfs eða pakka að ofan. Búið vandlega um pakka í þykkum pappír og bindið traust- lega með seglgarni eða tvinna. Fyrirfram greiðsla þarf að vera gerð. Séuð þér í vafa um þyngd bréfs eða bögguls, skal það vegið í pósthúsinu. Hafið hugfast, að sé burðargjald ófullnægjandi verða frændur yðar eða vinir að greiða tvöfalda upphæð áður en þeir fá póstinn. Póstgjöld til þjóða handan hafs FLUGPÓSTUR: Til Evrópu og Bretlands .15c Vz únza Til Asíu og Afríku ......25c Yz únza Til U.S.A...............7c fyrsta únza 5c hver auka únza PÓSTGJÖLD Á LANDI OG SJÓ: Til Frakklands, Spánar, Bret- lands og brezku sambands- þjóðanna og TJ.S.A. .5c fyrsta únza 3c hver auka únza Til annara Evrópuþjóða, Asíu og Afríku ...........6c fyrsta únza 4c hver auka únza Spyrjist fyrir í pósthúsinu um gjöld til þeirra landa, sem hér eru ekki talin. AEROGRAMMES: lOc hvert til hvaða lands, sem er. PAKKAPÓSTUR LOFTLEIÐIS: Leitið upplýsinga í póst- húsinu um burðargjald og hvað annað, sem vera vill. CANADA POST OFFICE HON. ALCIDE COTE, Q.C., M.P. W. J. TURNBULL Postmaster General Deputy Postmaster General

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.