Lögberg - 24.02.1955, Page 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR 1955
JÓN KRISTGEIRSSON, kennari:
Heimsókn í skóla Winnipegborgar
Merkur áfangi vísindanna
Mjölvi framleiddur í fyrsta
skipti utan lifandi jurta
FORVITINN ferðalagnur fær
góðar viðtökur hjá yfirvöld-
um skólamála í Winnipeg. í því
efni eiga óskilið mál bæði
Menntamálaráðuneytið og fram-
kvæmdastjóri skólanefndar, sem
ég veit ekki hvort er réttara að
nefna fræðslumálastjóra eða
fræðslufulltrúa, ef miðað er við
fyrirkomulagið heima. Það er
sambland af báðum. Mér er látin
í té víðtæk fyrirgreiðsla og
heimild til að dvelja í skólum
eftir vild, og ég er fluttur í
fyrsta skólann, sem ég heimsæki.
Skólastjórar og kennarar taka
mér opnum örmum, og leiða mig
í allan sannleika, eins og ég sé
einn af þeim eða sjálfsagður
skjólstæðingur þeirra. Ég haga
mér líkt og áður í slíkum ferð-
um. Nota vel augu og eyru. Og
tek til meðferðaF svipuð atriði
og fyrr, sem ég hefi getið um í
Tímanum fyrir nokkru. Ég hefi
leyfi til að hlusta á kennslu hvar
sem er í skólanum, fer bekk úr
bekk og dvel eina eða fleiri
kennslustundir í hverjum. Það
er reglulegt augnayndi að sjá
hversu margir kennararnir eru
fimir í starfi sínu. Þeir hafa ráð
undir hverju rifi við öllum
vandamálum, eða réttara sagt,
það verður ekki vart neinna
vandamála hjá þeim. Allt geng-
ur svo eðlilega og fyrir hafnar-
laust. Ég fæ ætíð leyfi til að
segja dálítið um ísland. Og eftir
það verður ekki af frekari
kennslu þá stundina. Börnin fá
leyfi til að spyrja mig, er ég hefi
lokið máli mínu. Og þegar ég
hefi dvalið nokkra daga í sama
skóla, þá taka börnin mér með
fögnuði, þegar ég birtist í dyra-
gættinni. Það hefir þá kvisast á
meðal þeirra, að von sé á nýjung
og tilbreytni frá daglegum önn-
um. Þannig myndu börnin á ís-
landi einnig haga sér, ef þau
ættu von á heimsókn í bekkinn
sinn af kennara frá Grænlandi
eða Spitzbergen, er gæti nokk-
urn veginn talað mál þeirra.
Sumir kennararnir hafa sýnt
mér þann sóma, er þeir kynna
mig fyrir bekknum, að við á ís-
landi séum þeim fremri í því að
við getum ávarpað bekkinn á
máli hans, en þeir myndu ekki
geta endurgoldið það í sömu
mynt, ef þeir heimsæktu skóla á
íslandi. Spurningar barnanna
eru æði fjölbreyttar og skemmti-
legar. Þau ræða um jarðskjálfta,
eldgos, heitu uppspretturnar,
daglegar venjur, klæðaburð,
skólabrag, námsefni, íþróttir,
mataræði, miðnætursólina, norð-
urljós, dýralíf, atvinnuvegi og
ótal margt fleira. Svör mín og
upplýsingar þykir þeim oft harla
eftirtektarverðar og stundum
jafnvel broslegar.
Þau spyrja t. d. um, hvort
Hockey eða curling sé iðkað
heima, þjóðaríþróttir Canada-
manna að vetri til. En ég svara,
að svo sé ekki, vegna þess að
okkur vanti ís til þeirra hluta að
jafnaði. Og að' það liggi fyrir
dyrum að reisa skautahöll í
Reykjavík með tilbúnum ís.
Þetta finnst þeim broslegt, að
ekki skuli vera nægur ís á sjálfu
landi íssins. — Þá gengur alveg
fram af þeim, er ég segi þeim,
að börnin, sem læra undir há-
skólanám á íslandi, verði að
nema 6 tungumál. Þau spyrja,
hvaða gagn börnin hafi af þessu
mikla málanámi. Ég svara auð-
vitað eftir beztu þekkingu og
sannfæringu. En í raun og veru
finn ég, að það þarf að hafa bein
í nefinu til að gera þessari spurn-
ingu íull skil. Og ég er hræddur
um, að mér hafi ekki tekizt það.
Hér í landi nægir að nema 2
tungumál undir háskólanám,
móðurmálið og eitt erlent tungu-
mál, sem mætti vera íslenzka,
en er oftast nær frakkneska, og
sumir nema einnig latínu.
Börnin hafa fræðst mikið um
land mitt og þjóð og ég hefi haft
mjög ánægjulegar stundir með
þeim. Ég sakna þess dálítið að
hafa ekki haft góðar kvikmyndir
til að bregða upp fyrir börnin.
En þó er ég ekki viss um, að það
hefði gert svo mikinn mismun.
Og að börnin hefðu þá ekki
fengið tækifæri til að ræða efnið
eins almennt og þau hafa gert.
Það er líka dálítið mas og tíma-
töf við að koma myndum fyrir í
hverri kennslustofu. Að vísu
hafði ég hugsað mér að hafa
myndir meðferðis heiman að og
leitaði í því efni til Ráðuneytis,
Ferðaskrifstofu og Fræðslu-
málaskrifstofu. En af skiljan-
legum ástæðum var ekkert þar
að hafa fyrir mig, nema með að-
stoð hinnar síðastnefndu skrif-
stofu, fékk ég lánaðar tvær
myndir ókeypis. Önnur, sú
styttri er ágæt, það sem hún
nær, en of stutt til að sýna hana
eina. Lengri myndin er of
gömul, og því varasamt að sýna
hana. Nútímann vantar. Ég hafði
áður sýnt þær nokkuð, að vísu
við góðar viðtökur, en mér virt-
ust áhrifin ekki æskileg. Hef ég
því alveg hætt við að sýna þær.
Enda ráðlagði prófessor Finn-
bogi Guðmundsson mér það.
Hann er manna kunnugastur
þessum málum hér í sveit.
Mér þykir ráðlegra að fara
frekar hægt yfir, en æða ekki
úr einum stað í annan. Fyrir-
komulag er svipað í öllum skól-
unum. Samt birtist eitthvað nýtt
í hverjum. Skólastjóri og kenn-
aralið setur sinn svip á skóla-
braginn. Skólar hér í borg eru
frekar litlir, eftir því sem vænta
hefði mátt. Flestir hafa neðan
við þúsund nemendur. Bekkir
eru fjölmennir, oft eru um 40
börn í bekk, eða fleiri. Skóla-
húsin eru óbrotin í sniðum hið
ytra, og er hver kymi inni í
þeim rækilega nýttur. Skóla-
stofur eru nú einsetnar. Skóla-
borðum er þannig raðað í stofu,
að nemendur snúi að kennara í
kennslustund, og er sætið fest
við borðið. Á bakvegg stofu er
oft skápur fyrir hlífðarföt og
yfirhafnir. En þó tíðkast líka,
einkum í nýrri skólum, að á
gangi við vegg út frá stofudyr-
um, sé fyrirkomið skápum úr
málmi, með hurð og lás fyrir,
til fatageymslu. Ég heyrði kenn-
ara finna að þessum skápum.
Börnin vila týna lás ,og það
vill verða skarkali og troðning-
ur, þegar börnin eru að taka föt
sín. Daglegur skólatími er frá
kl. 9—4 að frádreginni einni og
hálfri stund í matarhlé um þá-
degið. Þá fara allir heim, nema
þeir, sem eiga langt að fara.
Þeir hafa með sér nesti og neyta
þess í skóla. Dagleg kennsla er
5y2 stund. Nemendur sækja
skóla 10 mánuði á ári og 5 daga
vikunnar. Á það að gera um 200
kennsludaga árlega. Jóla- og
páskaleyfi er hvort fyrir sig
kring um viku og auk þess eru
nokkrir lögskipaðir helgidagar.
Á laugardögum og sunnudög-
um sækja börn ekki almennu
skólana, en þá daga eru sunnu-
dagaskólarnir. Þeir annast um
kristindómsfræðslu barnanna,
því að í hinum skólunum er ekki
leyfileg að kenna þau fræði.
Hins vegar tíðkast það mjög, að
dagsverkið byrjar í hverjum
bekk með því að lesinn er valinn
kafli úr Biblíunni, en kennarinn
má ekki útskýra það neitt. í
byrjun og við lok skólastarfsins
er oftast daglega sungnir á víxl
þjóðsöngur Bretaveldis og þjóð-
söngur Canada, og Faðir vor er
lesið í kór. Fáni ríkisins er ávalt
dreginn að hún að morgni.
Margt er gert til þess að forð-
ast slysahættu við skólana. T. d.
ef skólinn er nálægt fjölförnum
götum, þá eru stálpaðir drengir
eða stúlkur látin fara út úr tíma
lítið eitt fyrr en hringt er út,
til þess að gæta reglu við göt-
urnar meðan börnin ganga
heim. Þessir ungu laganna þjón-
ar hafa sama rétt og lögreglu-
menn til að stoppa umferð
meðan skólasystkini þeirra fara
yfir götuna. Hver þeirra hefir
ákveðið gæzlusvæði, og þeir hafa
ljóst belti með axlaborða, til
þess að sýna verðleikana. Sagt
er, að þeir láti vegfarendur
óspart kenna á valdi sínu, eins
og þeim líka ber að gera, enda
er sagt að þess séu ekki dæmi
að slys hafi orðið á leið úr skóla.
Ef brunahætta er í skólunum,
þá eru björgunaræfingar þar
um hönd hafðar. Er þá hringt
. fyrirvaralaust, og enginn veit
hvort um alvarlega hættu er að
ræða eða ekki. Dæmi eru þess,
að börn hafi ekki vitað að hætta
var á ferðum fyrr en eftir að þau
voru komin út og sáu eldinn
læsa sig um skólann. Þau nög-
uðu sig í handarbökin fyrir að
hafa ekki tekið dót sitt með, en
það er þeim ekki leyft til að
varna töfum.
Námi barnanna frá byrjun og
allt upp að háskólanámi er skipt
í stig eða bekki, alls 12. Heitir
það 1.—12. stig, Grades. Stigun-
um er svo raðað saman í hópa.
Þannig heita 3 efstu stigin
Senior High School, þau næstu
3 þar fyrir neðan Junior High
School o. s. frv. Nákvæm náms-
skrá er samin fyrir hvert stig.
Þar er greinilega tekið fram,
hvað nemandinn þarf að tileinka
sér til þess að ljúka stiginu og
fá leyfi til að færast upp í næsta
stig fyrir ofan. Standist hann
prófið, er allt í lagi, og hann
færist upp. Falli hann, þá verður
hann að sitja eftir næsta ár í
sama bekk. Nemandinn verður
að fá minnst einkunnina 50 í öll-
um prófgreinum. Hæst er 1Ö0.
Þó geta atvik leitt til þess að
nemandi sé færður upp, þótt
hann sé lítið eitt undir í einni
grein eða svo. Þeim sem falla er
gefinn kostur á að sækja sumar-
skóla í 6 vikur til að reyna að ná
sér upp í fallgreinum. Tekst það
oft. 6—8 bekkir eru starfandi á
sumrin í borginni í þessum til-
gangi.
Þegar börnin koma fyrst í
skólann í 1. bekk eru þau um
6 ára að aldri. Þau hafa þá nær
því öll verið áður í dagheimil-
um, Kindergarten. Þar eru þau
flokkuð í 3—4 flokka, A, B, C, D,
eftir því sem starfsstúlkum þar
virðist þau hafa hæfileika og
starfsgetu til að bera. Þær hafa
fengið í hendur eyðublað fyrir
rvert barn. Útfylla þær það og
senda í þann skóla, sem barnið
á að sækja. Þar er börnunum
raðað saman eftir þessari flokk-
un, þannig að saman séu þau
börn, sem eru svipuð að getu
og hæfileikum. Og þessi stefna
er ríkjandi gegnum alla náms-
brautina, eftir því sem við verð-
ur komið. Þó er þess gætt, að
gera ekki meira en brýn nauð-
syn krefur í því að flytja börn
milli bekkja. Þegar kemur
hærra upp koma fleiri atriði til
greina við skiptingu í bekki. T. d.
koma erlendu málin til sögunn-
ar í 8. bekk. Þá taka mörg börn
frakknesku og önnur taka bæði
frönsku og latínu, en sum læra
ekkert erlent tungumál. Þarna
myndast 3 flokkar. Þeir, sem
taka eitt tungumál, 2 tungumál,
eða 3 tungumál. Þeim er svo
skipt í bekki eftir einkunnum, ef
börnin eru nægjanlega mörg til
þess. Mörg börn, sem byrja á
frönskunni, hætta ef til vill við
hana á næstu árum, og eru þá
færð til samkvæmt því. Þau eða
aðstandendur þeirra hafa þá
komist að þeirri niðurstöðu, að
ekki sé vert að hugsa til háskólá-
náms. En mér skilst að ungling-
ar hér læri ógjarnan erlent
tungumál, nema að þeir hafi í
huga æðra nám. Þá er þeim
einnig raðað nokkuð saman, sem
eru hneigð fyrir hljómlist, og
einnig að því er snertir handa-
vinnu.
í dagheimilum smábarna er
enginn lestur kenndur, og ekki
þekkjast einkaskólar smábarna í
lestri á undan skólagöngu. Það
myndi þykja fjarstæða að láta
sér detta slíka skóla í hug. Þess
vegna er gert ráð fyrir því að
börnin kunni ekkert í lestri, þeg-
ar þau koma í fyrsta bekk barna
skólanna. Þar er því alls staðar
byrjað á byrjun í lestri. Og er þá
viðhöfð orða-aðferðin. Börnum
er í upphafi kennt að þekkja
orðin og að geta lesið þau þann-
ig. Þessi aðferð er undantekning-
,arlaust notuð við byrjun kennslu
í lestri í þessari borg, og mér
er sagt, að sama gildi um allt
Canada. Orðin eru sett í samband
við myndir í kennslubókunum.
í fyrstu bók eru 15 orð, í næstu
koma fyrir 17 ný orð o. s. frv.
Til aðstoðar við kennslu er
fjöldi myndaspjalda og teikn-
inga. Þannig er haldið áfram
þar til börnin hafa fengið tals-
verðan orðaforða, sem þau geta
lesið. Þá er venjulega komið
nokkuð fram yfir jól fyrsta vet-
urinn. Þá er tekið til við stafina,
hljóð þeirra og tengsl og nöfn
þeirra. Er það í byrjun einkum
gert á þann hátt að fyrsti eða
síðasti stafur þekktra orða er
skeyttur framan við eða aftan
við önnur þekkt orð. Nöfn stafa
eru lærð síðar.
Kennslubækur í lestri eru
allar nákvæmlega byggðar upp
í samræmi við þessar aðferðir.
Það kemur fljótt í ljós, að börn
hvers bekkjar eru oft mismun-
andi dugleg í lestrarnámi. Þá
skiptir kennarinn þeim venju-
lega í 3 flokka, eftir framförum,
og nefnir flokkana 1., 2. og 3.
flokk, eða fífla, sóleyjar og
fjólur, eða fugla og dýranöfnum.
Kennarinn æfir þá hvern flokk
fyrir sig. Kemur hann þá upp
að kennaraborði eða töflu. Taka
börnin sér þá sæti á þar til ætl-
uðum, litlum stólum, eða tylla
sér á gólfið. Hin gaufa í bókum
sínum á meðan. Þessi flokka-
skipting er oft undirstaða undir
skiptingu barnanna í bekki
næsta ár.
En þrátt fyrir elju kennara og
ástundun í lestrarkehnslu verð-
ur reyndin hér eins og víðar
þekkist, að nokkur hópur barn-
anna lærir seint að lesa og eru
alla ævi jafnvel treglæs. Ég átti
tal um þetta við skólastjóra.
þeir sögðu, að í flestum til-
fellum bæri ekki að sakast um
þetta við kennara eða aðstand-
endur barna. Það væru afstaða
og umhverfi, sem gerðu sitt í
þessu efni. Mörg börn væru
þannig gerð, að þau hefðu enga
iöngun né þörf fyrir að lesa.
Öllu uppeldi þeirra, skemmtun-
Bandarískir vísindamenn eru að
ljúka upp leyndardómum
blaðgrænunnar
BERKELEY í Kaliforníu
Frá því var skýrt á fundi
bandaríska vísindafélagsins,
að vísindamönnum hefði
tekizt í fyrsta sinn að mynda
sykur og mjölva úr kolsýru
og vatni með hjálp sólar-
Ijóssins. Hefir þessi efna-
breyting orðið í fyrsta skipti
utan lifandi jurta. 1 þessum
fyrstu tilraunum er um
ákaflega lítið magn að ræða,
en uppgötvunin er þó talin
svo stórkostleg, að hún
markar algerlega nýtt spor
í sögu vísindanna. Mann-
kynið virðist nú vera að
öðlast fyrstu vitneskjuna um
hina þýðingarmiklu leyndar
dóma blaðgrœnunnar.
Undirstaða lífs á jörðu
Það er alkunna, að efnabreyt-
ing sú, sem verður í blaðgrænu-
kornum jurtanna er undirstaða
alls lífs á jörðinni. Fyrir áhrif
sólarljóssins renna kolsýra og
vatn saman í blaðgrænukornun-
um og mynda í fyrsta lagi súr-
efni, sem er nauðsynlegt öllum
lifandi verum til öndunar og í
öðru lagi mjölva eða sykur, sem
er einnig nauðsynlegt öllum lif-
andi verum, því að þangað sækir
allt sem lifir orku sína.
Þess vegna er ekki að furða,
þótt vísindamenn hafi löngum
lagt sig fram um að finna út
leyndardóma blaðgrænunnar.
En allt fram til þessa hafa þeir
verið mönnum faldir og í öllum
kennslubókum er það kennt, að
mjölvi verði aðeins til fyrir
einhverjar undarlegar efna-
skiptingar í grænu blað-
kornunum.
Betri aðbúnaður
vísindamanna
Nú hin síðustu ár hafa vísinda-
menn fengið algerlega ný rann-
sóknartæki í hendurnar, þar sem
eru m. a. sterkari smásjár, en
þekkzt hafa nokkru sinni áður
og ýmis geislavirk efni, sem
gera mönnum kleyft að fylgjast
betur en nokkru sinni með líf-
rænum efnabreytingum.
Skömmu eftir styrjöldina
tókst enska prófessornum A. V.
Hill, að einangra vissa hluta úr
um og hvers konar þörfum væri
þannig fullnægt, að aldrei kæmi
til kasta lestrarkunnáttu barns-
ins. Aðstæðurnar sköpuðu enga
þörf fyrir barnið til að kunna að
lesa. Því fyndist að það kæmist
allra sinna ferða án þess.
Siðferðiskennsla í skólum hér
er með svipuðum hætti og
heima. Engar sérstakar bækur
eru til í þeirra grein, og ekki eru
ætlaðir til hennar sérkennslu-
tímar. Hins vegar er margt af
námsefni barnanna þannig gjört,
t. d. í lesbókum, ljóðum, o. fl.,
að það gefur vísbendingu um
æskilega breytni, og vekur til-
efni fyrir kennarann að fara út
í þá sálma. Auk þess er allt
skólastarfið og bragur þannig
uppbyggt að tilætlunin er, að
það verki bætandi á siðferðið.
Sama er að segja um refsingar
í skólum. Þær eru líkar og á
íslandi, nema samkvæmt lögum
má hér slá barnið með ól á
vinstri lófa. Þurfa kennararnir
helzt að fá leyfi skólastjóra til
þess í hvert sinn. Ó1 þessi er úr
gúmmí og er um 35—40 cm. löng.
Mér var sagt, að ól þessi væri
mjög sjaldan notuð. En hins
vegar væri sennilegt, að betra
væri fyrir ýmsa nemendur að
vita, að hún væri til í stofunni.
Börnin ræddu dálítið við mig um
þetta atriði. Og þótti þeim
gaman að heyra, að líkamsrefs-
ingar eru ekki í lögum í mínu
landi.
Niðurlag í næsta blaði
húð plantnanna, svonefnd
„chloroplast“, efni, sem inni-
heldur blaðgrænu og tókst hon-
um með þeim að kljúfa súrefni
úr vatni við sólarorku. Hann
gerði ítrekaðar tilraunir til að
láta mjölva myndast, en ár-
angurslaust.
Nú víkur sögunni til Banda-
ríkjanna, þar sem mikilhæfur
vísindamaður, prófessor Daniel
I. Arnon safnaði um sig hinum
frábærustu starfskröftum, sem
stefndu að því að leysa gátu
blaðgrænunnar. — Hófust rann-
sóknirnar skömmu eftir stríðslok
með hinum fullkomnustu tækj-
um sem völ var á. Lögðu þeir
sérstaka áherzlu á að byggja til-
raunirnar upp á sem traustust-
um grundvelli og hefir óhemju
mikið starf verið lagt í það að
fylgjast með hinni eðlilegu efna-
breytingu í lifandi jurtum.
Við þessar athuganir komust
menn að raun um það, að efna-
breytingarnar geta orðið á
þrenna vegu. í fyrstu leysi sólar-
ljósið vatn sundur í vetni og
súrefni. Vetnið tekur í sig all-
mikla orku frá sólarljósinu og
getur þannig náð að sameinast
kolsýru og mynda sykur. Þá
gengur vetnið úr sambandi við
súrefnið í vatni.
En við athugun kom það í
ljós, að hægt er að mynda sykur
með sólarljósinu, án þess að kol-
sýra komi þar nærri. Sú aðferð
hefir verið nefnd „fosfatefna-
breytingin“ (phosfate phot-
synthesis). — Með henni er hægt
að mynda lífrænt efnasamband
með notkun ólífræns fosfór í
stað kolsýrunnar. — Þetta líf-
ræna efni er svonefnd „adeno-
sine triphosphate“, sem er eitt
af undirstöðuefnum alls lífs á
jörðinni og myndar mikinn
hluta allra fruma líkamans,
hvort sem er í dýrum eða jurt-
um. Eftir að þetta efni hefir
myndast stuðlar það að samruna
vetnis og kolsýrunnar fyrir áhrif
frá sólarljósinu.
Tilraunir dr. Arnons eru allar
gerðar með chloroplasti, sem er
unnið úr jurtum og inniheldur
blaðgrænu. Enn er þekking
manna ekki meiri en svo, að
þeir verða enn að nota sér blað-
grænuna til þess að vinna þessa
efnabreytingu. — Það sem gerir
rannsóknirnar svo mjög merki-
legar er, að þetta er í fyrsta
skipti sem slík efnabreyting er
framkvæmd utan jurta og má
vera að við frekari rannsóknir
gefist tækifæri til að kynnast
e i g i n 1 e i k u m blaðgrænunnar
sjálfrar, og framleiða hana efna-
fræðilega. Ef slíkt tækist, þýðir
það að mannkynið getur fram-
leitt mjölva og matvæli beint á
efnafræðilegan hátt og þarf ekki
að byggja alla næringu sína á
efnabreytingum jurtanna.
—Mbl., 6. jan.
JUMBO PUMPKIN
Risajurt, sem unnið hefir mörg
verðlaun á sýningum, getur orð-
ið um 100 hundrað pund á
Þyngd. Endingargðð, ágæt til
gripafóðurs og eins I skorpu-
steik. (Pakkinn 15c) (únza :?0c)
póstfrítt.
Alvcg clnstakt fæðujurtasafn.
Jumbo Pumkin, Jumbo Cab-
bage, Ground Cherry, Garden
Huckleberry, Ground Almonds,
Japanese Giant Radish, China
Long Cucumber, Yard Long
Bean, Guinea Butter Vine, Vine
Peach, allar þessar 10 tegundir
auðgrónar og nytsamar. Verð-
gildi $1.00 fyrir $1.00 póstfrítt.
ÓKEYPIS stór fræ- og blóma-
ræktarbók fyrir 1955.
Verndið verðmæta heilsu
Látið hvorkiaþrálátan hósta né
kvef stofna hellsu barns yðar,
sem er á viðkvæmu vaxtar.
skeiði, 1 hættu. Wampole’s
Extract of Cod Liver er vlður-
kendur heilsugjafi, auðugur af
"D” bætiefni. Börnum geðjast
hið ljúfa bragð og
meðal inniheldur
enga ollu.
EXTRACT
OF COD LIVER •
HKW-5