Lögberg - 24.02.1955, Page 5

Lögberg - 24.02.1955, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR 1955 5 wvvwwwww \ www wwwwwww VI I ( VM VI IVtlSVA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ARBORG MEMORIAL HOSPITAL Þann 1. janúar s.l. var Arborg Red Cross Memorial spítalinn fenginn Árborg, hluta af Bif- röst-, Armstrong- og Fishersveit tíl umsjónar. Spítalinn hefir verið starfræktur af Canadian Red Cross Association í fimm ár, jog hefir verið þess eign. þessi hlunnindi voru okkur veitt fyrir þá ástæðu, að mikið af landi fyrir vestan, sunnan og norðan var óskipulagt svæði og hlaut þar af leiðandi ekki þá hjálp, sem Heilbrigðismáladeild- in hafði á boðstólum. Þegar spítalinn var reistur lofaðist Rauði krossinn til að hafa hann undir sinni umsjón í þrjú til fimm ár, en þegar sá tími væri liðinn yrði spítalinn okkar eign, okkur að kostnaðar- lausu. Þetta hefir nú verið gert og spítalahéraðið myndað. Spítalinn kostaði um $76,000.- 00. Byggðin skaut saman og lagði $22,000.00 í þennan sjóð. Auk þess hafa mörg félög, einstakl- ingar og félög byggðarinnar lagt til fleiri hundruð dollara til aukinna þæginga og endur- bóta spítalans þessi síðastliðin fimm ár. Ennfremur hafa spítal- anum bprizt miklar matar- og ávaxtagjafir frá einstaklingum, og vonumst við til að fá slíka hjálp í framtíðinni, þar sem spítalinn er nú okkar eign. Eins og allir vita, þá er tekju- halli á hverju ári á öllum spítöl- um, og þá ekki sízt á þeim minni. Átta herbergja spítali getur ekki borið sig á sínum inntektum, því þó öll herbergin væru í notkun, mundu inntektirnar ekki mæta kostnaðinum, þar af leiðandi verður spítalahéraðið að vera skattlagt til að mæta tekjuhall- anum. Á eins stóru svæði og hér um ræðir getur skatturinn ekki orðið mjög hár. Ekla á hjúkrunarkonum hefir verið okkar mesta mein; stönd- um við þó betur að vígi nú en við höfum gjört í lengri tíma. Mrs. M. Lane, R.N., hefir verið yfirhjúkrunarkona okkar síðan spítalinn var opnaður og höfum við verið heppin, að njóta starfs- krafta hennar svona lengi, því að hún er ágæt hjúkrunarkona og ráðskona líka, sparsöm og hreinlát. Svo höfum við Mrs. J. Korsin, ef þörf gerist, og tvær “Practical Nurses” svo lengi sem það endist. Ekki má gleyma matreiðslustúlkunni: Miss Sig- urbjörgu Snædal, sem er einstök í sinni röð, og þrjár aðrar stúlkur. Fyrsta stjórnarnefnd spítalans var skipuð þessu fólki: Mr. S. Wopnford, Mrs. S. O. Oddleifs- son, K. N. S. Fridfinnson, Dr. T. Jóhannesson, K. O. Einarsson, T. Drabek, Mrs. L. M. Gíslason og sú er þetta ritar. — Víkur þessi nefnd nú fyrir nýrri, en meðlimir hennar eru ávalt reiðu- búnir að hjálpa, ef þörf gerist. Nýju nefndina skipa: Mrs. Andrea Johnson, forseti Mr. S. S. Eyjólfsson, v.-forseti Mrs. L. M. Gíslason, skrifari og féhirðir Mr. M. J. Danielson S. Holm, öll í Árborg B. Finnson, Víðir D. Chyzzy, Sylvan H. Hibbert J. Ambrose, Rembrant J. Deneka, Árborg. Nefndin er búin að ráðstafa því, sem mest liggur á. Hún kemur saman einu sinni í mán- uði. Vonum við að okkur takist að gjöra það, sem rétt er og bezt fyrir spítalann. Andrea Johnson FULLKOMIN EIGINKONA — viðurkennir alt, sem maður hennar afrekar og minnir hann eins oft á það og hún getur. — aumkvast yfir óvönum hans, en skiptir sér ekki af per- sónulegum einkennum hans. — ásakar hann ekki fyrir pen ingaeyðslu né útilíf. — tekur altaf málstað hans þegar nágrannarnir álasa hon um fyrir að lenda í smáævintýri jafnvel þó þau séu sönn. — anzar í símann, þegar hann er upptekinn. — lætur aldrei blóm í bað- karið svo þau liggja þar, þegar maðurinn ætlar að fara í bað. — er aldrei afbrýðisöm, eða reynir að minnsta kosti að dylja það. — vanrækir ekki mann sinn fyrir börnin eða hreingerningar. - rótar ekki í skrifborðs- skúffu hans eða vösum. - les ekki bréf, sem hann fær á meðan hann er ekki heima. - jagast aldrei í honum í áheyrn annarra. - lofar honum að vera einum svona við og við. — gleður hann með smá ó- væntum atvikum. — hrósar honum fyrir útlit hans. — býr til uppáhaldsrétti hans, og hugsar í þannig tilfellum minna um vítamínin. — fer að vilja mannsins, þegar þau eru í boði og gestgjafi þeirra vill endilega að þau fari ekki strax. — sér um, að vatnsglas sé altaf við rúmið hans. — vaknar á morgnana, þegar klukkan byrjar að hringja og stingur henni undir koddann, áður en maðurinn vaknar við hringinguna. — spyr hann einskis fyrr en hún hefir gefið honum kaffi. — smyr brauð fyrir hann svo hann geti óhindrað lesið Morgun blaðíð með morgunkaffinu. — horfir við og við á klukk- una, svo hún geti sagt hónum, hvenær hann þurfi að leggja af stað til skrifstofunnar. Ársskýrsla Valdimar Anderson — MINNINGARORÐ — „Og fró er þessi þrautaleysu vissa urn þennan skilnað — fyrst ég varð að missa.' Þannig komst skáldið okkar, Stephan G. Stephansson, að orði í minningarkvæði um son sinn, Gest. — Hið mikla og óvænta reiðarslag varð Stephani ekki ofraun, því sálarkraftar hans voru sterkari heldur en afl sorgarinnar, og gáfu honum því sigurinn í viðskiptunum við dauðann, og sættu hann við lífið. Líkt hefir hinni öldruðu móð- ur, Gyðríði Anderson, farist í viðskipunum við hina óvæntu sorg, sem gekk óboðin inn til hennar 5. janúar s.l., þegar fregnin um sviplegt andlát sonar hennar, Valdimars, barst henni að óvöru. Hún snerist við þeirri frétt eins og hetja sem öðlast hefir fullan skilning á mannlíf- inu og þeim breytileika, sem því fylgir. Sorg hennar var mikil og sár, en sálarkraftar hennar og skilningur á gangi lífsins, björg- uðu henni frá strandi. Gyðríður veit, hvað ástvina missir og söknuður bera í skauti sínu. Dóttur sinni ungri varð hún á bak að sjá árið 1938, og ástríkum eiginmanni sínum fylgdi hún til grafar vorið 1951, og nú síðast einkasyni sínum, sem andaðist snögglega, varð bráðkvaddur, í Chicago 5. janúar 1955, og var þar jarðsettur 8. sama mánaðar. Valdimar Anderson átti merkilegan lífsferil að baki sér, þó ungur væri, aðeins 51 árs gamall. Hann var starfsmaður hjá Marshall Fields í Chicago, afarstóru verzlunarfélagi, hafði starfað hjá þeim yfir 30 ára skeið, og hafði notið þar trausts og virðingar, og var nú, þegar hann andaðist, kominn í þá stöðu, sem aðeins fáum er unt að handfesta, enda átti hann bæði menntun og manndóm til þess að komast að því takmarki, sem honum auðnaðist að ná. Valdimar var fæddur að Lundar, Manitoba, 31. október 1903. Foreldrar hans voru þau hjónin, Stefán Egilsson Ander- son frá Bakka í Borgarfirði, Norður-Múlasýslu, og Gyðríður Guðnadóttir Anderson frá Kjóls- vík, sömu sýslu. Fluttust for- eldrar hans vestur um haf árið 1903, námu land við Árborg, Man., en fluttu þaðan til Leslie, Sask., árið 1908. Þaðan fluttu þau svo til Gimli, Man., þar sem móðir Valdimars á enn heimili. Eftirlifandi nánustu ættmenni Valdimars eru ekkja hans, Elvira, tvær giftar dtæur og Valdimar Anderson börn þeirra þrjú, öll til heimilis í Chicago, einnig móðir hans, Gyðríður, sem heimili á að Gimli, og sem áður er hér getið. Sár harmur er kveðinn að sifja- liði og vinum þessa unga og efni- lega manns. Ég gæti mjög vel skrifað langt mál um þennan prúða og ágæta dreng, en þess gerist ekki þörf. Allir, sem til hans þekktu og kynntust honum, hefðu áreiðan- lega sömu söguna að segja, og þess vegna eru málalengingar óþarfar. Hann sjálfur hefir skilið eftir svo fagrar endurminningar í hugum okkar allra, sem áttum því láni að fagna, að verða sam- ferða honum á hinni stuttu lífs- leið hans, að þar er ekki neinu við að bæta, aðeins vil ég endur- taka hér tvær stuttar hendingar úr minningarljóðum, sem ég orti við dánarfregn Franklin D Roosevelts forseta: Góður drengur er genginn, göfgari fanst hér enginn. Um leið og ég enda þessi fáu orð, vil ég óhikað segja, að leitun mun á ástríkari eigin- manni og föður, syni og vini, heldur en Valdimar var. Minn- ingarnar um hann lifa í hugum allra þeirra, sem kynni höfðu af honum frá vöggunni til grafar- innar. P. S. Pálsson CORRECTION In the Manitoba Telephone System advertisement announc- ing new rate schedules which appeared in this paper last week, there was a typographical error in the pringting plate which we received. After item 1 should have appeared item 2 as fol- lows: “Approving certain base rate area boundaries for those areas for which plans are filed with the Board.” Framhald af bls. 4 niður í réttri stafrófsröð 2,300 íslenzka málshætti og spakmæli. Er þetta mikið afrek og þeim mun eftirtektarverðara, er þess er minnst, að Mr. Vopni er nú fullra 88 ára að aldri og mjög sjóndapur orðinn. Vera má að aðrir Vestur-lslendingar eigi merkileg handrit í fórum sínum. Öllu slíku ber að forða frá glöt- un og senda dómbærum mönn' um til athugunar. Eins og kunnugt er, rekur hr. Davíð Björnsson bókbandsstofu og íslenzka bókaverzlun hér borginni, þá einu, sem til er á meginlandi Norður-Ameríku. Virðist augljóst að meðlimir Þjóðræknisfélagsins og deildir þess ættu að láta þessa bóka verzlun njóta viðskipta sinni, bæði um bókakaup og band bókum. Einnig geta menn nú íengið úrval af íslenzkum hljóm' plötum í bókaverzlun þessari. Á þingi voru s.l. ár var rætt allmikið um útbreiðslu íslenzku vikublaðanna, og það, hvernig félag vort og deildir þess gætu stuðlað að því að tryggja fram- tíð þeirra. Ekki er mér kunnugt um hvað hefir orðið að fram- kvæmdum í þessu efni. Félag vort hefir að vísu engin bein af- skipti af blöðunum, og ber ekki ábyrgð á rekstri þeirra. En framtíð þeirra er oss vissulega ekki ókomandi. Þau eru hinir vikulegu vökumenn vorir í þjóð- ræknismálum, auk þess sem þau eru lífæðin í öllum víðtækum samtökum meðal fólks vors. Þegar íslenzku vikublöðin verða ekki lengur borin að dyrum, þá er saga vor bráðum öll sem þjóðarbrots hér í landi og sam- bandið einnig að mestu rofið við stofnþjóðina. Nú er mér tjáð af forráðamönnum blaðanna, að þau standi mjög höllum fæti fjárhagslega, að þau séu gefin út með vaxandi tekjuhalla árlega, að það séu aðeins fáeinir menn, sem halda þeim uppi með per- sónulegum ábyrgðarbréfum og beinum framlögum úr eigin vasa. Ef þetta er rétt hermt, þá er mjög tekið að halla undan fæti fyrir þessum útgáfufyrir- tækjum, og hrun þeirra getur borið að óðar en varir. Þetta ættum vér að gera oss ljóst, og þær afleiðingar, sem það mundi hafa fyrir öll samtök vor og þjóðræknislega framtíð, ef blöð- in falla. Hvað getur Þjóðræknis- félagið. gert til þess að afstýra því að skorið verði á þessar líf- æðar íslenzkra samtaka? Erum vér við því búin að borga fyrir líftryggingu blaðanna, og sjálfra vor sem þjóðflokks, ef þess skyldi verða af oss krafist? Kennarastóllinn í íslenzku við Manitobaháskólann, þetta óska- barn Þjóðræknisfélagsins og fjöregg framtíðarinnar, nýtur ekki þeirrar aðsóknar af nem- endum sem vonir stóðu til í fyrstu. En ef til vill voru þær vonir draumkenndar og frá- sneyddar hinum kalda og hag- kvæma veruleika nútímalífsins. Þó að íslenzkukennslunni við háskólanrt sé ætlað að ná til allra nemenda háskólans jafnt, reynir á að nemendur af íslenzk um ættum ríði þar á vaðið, og þeir allir, sem það geta, felli ís- lenzkuna inn í námsáætlun sína. Er þar hiklaust um þann bezta stuðning að ræða, er við getum veitt deildinni nú og í framtíð- inni. Verðum við þá einnig að treysta því að háskólinn búi svo um íslenzkuna í námsskipulagi skólans, að nemendum verði sem greiðastur aðgangur að deild- inni. En að því er að sjálfsögðu unnið að fá bætt úr þeim mis- bresti, er á því hefir þótt vera. Af hálfu félags vors hefir séra Philip M. Pétursson setið á ráð- stefnum, sem að þessu lúta, sam- kvæmt beiðni forseta. um hér vestra. Tókst stjórnar- nefnd félags vors að fá hálfan klukkutíma til útvarps í þessu sambandi hjá CBC stöðvarkerf- inu. Þar flutti Thor Thors sendi- herra ávarp, sem hann hafði sent á segulbandi, og forseti fé- lagsins flutti einnig stutt erindi. Var þessari viðleitni vel tekið. Til nýmæla má telja, að á ár- inu hefir verið efnt til Vina- bœjasambands milli Selfoss í Árnessýslu og Lundar í Mani- toba. Hefir þetta samband kom- izt á fyrir milligöngu séra Braga Friðrikssonar á Lundar. Hafa sveitastjórnir beggja bæjanna samþykkt þessi viðskipti, og bæirnir og kvenfélög þeirra skipst á gjöfum og kveðjum; einnig hafa komizt á bréfasam- bönd milli nokkurra barna og unglinga á þessum stöðum. Mrs. Kristín Pálsson frá Lundar, var ein þeirra er heimsóttu ættjörð ina s.l. sumar; var hún gestur Selfossbæjar og fékk mjög góðar móttökur. Selfossbúar hafa sent 40 litmyndir af bænum og um- hverfi hans til Lundarbæjar, en Lundarmenn vinna nú að dag- skrá, sem fyrirhugað er að senda á segulbandi til Selfoss. Eins og að undanförnu hafa allmargir íslendingar hér vestra hlotið margvíslegan frama á árinu. Að vísu stendur slíkt ekki í beinu sambandi við starf þessa félags, en er oss þó gleðiefni. Tveir lögfræðingar í Norður- Dakota, þeir Niels G. Johnson í Bismarck, og Ásmundur Benson í Bottineau, voru skipaðir dómarar á árinu; sá fyrrnefndi hæstaréttardómari, en sá síðar- nefndari héraðsdómari. í sam- sæti, sem þeim var haldið í heimabæ þeirra, Upham, N. Dak., s.l. júní, ávarpaði forseti þá og flutti þeim heillaóskir í nafni félagsins. Laura Goodman Salverson hlaut $1,000.00 verð- laun frá Ryerson Press Ltd. í Toronto fyrir skáldverk sín, einkum söguna: Immortal Rock. Prófessor Tryggvi Oleson hlaut 3,000.00 kr. styrk til sagnfræði- legra rannsókna frá ríkisstjórn íslands. Erlingur Eggertsson hlaut náðmsverðlaun frá Mani- toba Law Society, er hann út- skrifaðist í lögum, og hlaut lög- mannsréttindi s.l. vor. Arnold Bruce Björnsson var sæmdur gullmedalíu fyrir námsafrek í verkfræði (Civil Engineering). Prófessor Stefán Einarsson var kjörinn meðlimur í American Philosophical Society, en það er talinn einn sá mesti heiður, sem amerískum lærdómsmönnum getur hlotnast. Victor Anderson bæjarfulltrúi var kjörinn erind- reki á alþjóðaþing Canadian Congress af Labor, sem haldið var í Svisslandi, og fór hann þangað ásamt frú sinni. Maurice Eyjólfsson, dóttursonur Gutt- orms skálds var kosinn formað- ur Progressive Conservative sam takanna í Winnipeg Center kjördæminu. Prófessor Áskell Löve sótti þing náttúrufræðinga, sem haldið var í París í sumar, fór hann þá ferð sem fulltrúi Manitobaháskólans; kom hann einnig við á Islandi. Thorvaldur Johnson, sérfræðingur í plöntu- sjúkdómum, var skipaður pró- fessor við háskóla fylkisins. G. S. Thorvaldson, Q.C., var s.l. októ- ber kosinn forseti Canadian Chamber of Commerce. Sendi- herra íslands í Washington, Thor Thors, sæmdi fyrir hönd ríkis- stjórnar íslands, Árna Eggert- son, Q.C., Stórriddarakrossi Fálkaorðunnar. E. Grettir Egg- ertson forstjóri var kjörinn 1 stjórnarnefnd Eimskipafélags ís- lands. Guttormur skáld Gutt- ormsson í Riverton og frú Jéns- ína áttu gullbraúðkaup á árinu. Héldu vinir þeirra norður þar þeim veglegt samsæti, og voru þeim við það tækifæri fluttar kveðjur og blessunaróskir þessa félags. Nýlega hafa fréttir borizt þess efnis að forseti íslands hafi sæmt Riddarakrossi Fálka- orðunnar þá Walter J. Lindal dómara, Lárus Sigurðsson lækni, og ungfrú Margréti Pétursson. Frétzt hefir frá Salt Lake City, Utah, að landar þar hafi í hyggju að minnast aldarafmælis Islend- ingabyggðar þar syðra með sér- stökum hátíðahöldum 15., 16. og 17. júní n.k. Er hér um merki- legan viðburð að ræða, sem fé- lag vort getur naumast látið sér óviðkomandi. Enda þótt út- flutningsstraumurinn slitnaði um all-langt árabil, varð þessi flutningur Vestmannaeyinganna, fyrst til Kaupmannahafnar árið 1854, og svo alla leið vestur til Framhald á bls. 8 Úr ýmsum áttum í júní mánuði var tíu ára lýð- veldisafmælis íslands minnst með samkomum á ýmsum stöð ÞAÐ ER ÞESSI ÖRYGGISKEND, SEM FÓLKINU FELLUR í GEÐ . Hjá EATON’S kaupir fólk margra ára reynslu: það kaupir öryggið, sem felst í fullvissunni um það, að EATON’S nafnið stendur að baki vörunnar. Skiptir minstu hvað keypt er, smátt, stórt, mikilvægt eða smámunir .... EATON’S tryggingin er ávalt að baki. "VARAN ÁKJÓSANLEG EÐA PENINGUNUM SKILAÐ AFTUR" EATON'S of CANADA MW'H IIIIBIII

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.