Lögberg - 24.02.1955, Page 7

Lögberg - 24.02.1955, Page 7
7 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR 1955 LofHagsbreyting á hnettinum getur haft víðtæk áhrif á líf jarðarbúa Hvað er í nafni (GAMAN og ALVARA) Á Grænland efiir að verða grænt land? „Það er kominn tími til að við fgrum að gefa gaum að loftlagsbreytingunni, sem nú er að ske í heiminum,“ segir dr. Svend Fredriksen, sem er danskur Ameríkani, fœddur á Grænlandi, en starfar nú í Washington. Dr. Fredriksen heldur því fram, að heit og köld tímabil komi á jörðinni á víxl á um 1800 ára fresti. Fyrir síðasta kuldatímabil var Grænland í raun og veru grænt land, og hafið milli íslands og Grœnlands að mestu íslaust, a. m. k. gátu víkingarnir siglt hin- um litlu skipum sínum milli landanna án verulegrar ís- hættu. Dr. Fredriksen álítur einnig, að slíkt tímabil sé nú í vœndum. „Næsta tímabil er jafnvel þegar skollið á,“ segir hann, og í eftirfarandi grein, sem þýdd er og saman dregin úr stórblaðinu Life, genr ROBERT COUGHAN nokkra grein fyrir þeim skoðunum, sem fram hafa komið um þetta mál. Augljós breyting Lofslagið hér á jörð er að taka breytingum. Það fer hlýnandi, og mælingar síðastliðinna 100 ára hafa sýnt fram á, að meðal- hiti hefir stigið víðsvegar um heim um frá 0,5 og allt að 2 gráðum. Margt bendir til að þessi hita- aukning sé ekki einungis ein- stakt fyrirbrigði á hverjum stað. Til dæmis hefir það komið í ljós að ísbreiður Norðurpólsins dragast samafl um rösklega 150 metra á ári hverju. Hið sama álíta menn að eigi sér stað á Suðurpólnum, þótt reglulegar mælingar hafi ekki farið þar fram nógu langan tíma til að það geti talizt sannað. Á fyrri tímabilum jarðsögunnar hefir ekki verið neinn ís kringum pólana, og ef til vill mun það nú endurtaka sig. Enskur sérfræð- ingur í þessum málum, C. E. P. Brooks, heldur því fram, að ís- breiðurnar hafi nú náð því stigi, að vera hættar að kæla loftið nóg til þess að nægur snjór falli til að halda ísbreiðunni við. Bráðn- un íssins muni því halda áfram og aukast ár frá ári. Ef allur ís- inn bráðnar, mun yfirborð hafs- ins hækka um 30 metra um allan hnöttinn, og kemur það til með að breyta stórum útliti flestra hafnarborga. Styttri vetur og hlýrri sumur Jafnvel þótt hitaaukningin hafi ekki verið veruleg fram að þessu, hefir hún haft í för með sér talsverðar breytingar á lofts- lagið, sérstaklega í löndum, sem liggja að Norður-Atlantshafinu. Afar okkar og ömmur hafa rétt fyrir sér, þegar þau halda því fram, að veturnir séu styttri en þegar þau voru ung, og sumrin lengri og hlýrri. Það, sem skeð hefir, svarar í rauninni til þess, að Norðurhvelið hafi færzt nær Miðbaug. Til dæmis er nú svipað loftslag í New York og var í Baltimore fyrir 100 árum. Balti- more er nokkrum hundruðum kílómetra sunnar. Og borgin Montreal í Kanada, þar sem snjó koma hefir minnkað úr 330 senti metrum í 200 sentimetra frá 1880, hefir aftur á móti erft hið fyrra loftslag New Yorg borgar. Ef undanskildir eru áhuga- menn um vetraríþróttir, má full- yrða að þessari breytingu sé tekið með fögnuði af íbúum norðlægari landa. En áhrifanna gætir ekki eingöngu í því hvort mönnum er kalt á tánum eða ekki. Þegar lofthitinn vex, minnkar notkun líkamans á hita gjöfum, og brennslan verður minni. Afleiðingin er sú, að lífs- þróunin gengur hægar. Vöxtur- inn minnkar — venjulega er fólk, sem býr í heitari löndum minna vexti en fólk frá norðlæg- ari slóðum. Húsdýr eru einnig minni, og tekur tvisvar til þrisv- ar sinnum lengri tíma að ala þau til þeirrar þyngdar, að hæft þyki að slátra þeim. Örari þroski í kaldari löndum Ameríski prófessorinn dr. Clarence Mills hefir varið mikl- um tíma til að rannsaka áhrif loftslags á menn. Hann hefir haldið því fram, að konur í heit- ari löndum verði kynþroska einu eða fleiri árum seinna en konur í kaldari löndum. Vitanlega eru undantekningar, og dr. Mills segir að það séu þessar undan- tekningar, ásamt þeirri stað- reynd að fólk í heitu löndunum gengur oft mjög ungt í hjóna- band, sem komið hafi þeirri skoðun á kreik að menn þroskist fyrr í heitari löndum. Á rann- sóknarstofum hafa menn sannað, að dýr, sem búa við heitt lofts- lag, þroskast seinna en önnur, og eru þar að auki ekki eins frjósöm og þau, sem í köldu lofts lagi búa. Jafnvel mikill hiti um stuttan tíma getur haft geysileg áhrif á frLÓsemina. Til dæmis er alltaf nóg af auðum rúmum á fæðing- arspítölum í Flórida níu mánuð- um eftir að hitabylgjan hefir gengið yfir. Margt er það einnig, sem bendir til þess, að hitinn hafi ekki aðeins áhrif á líkamann, heldur einnig á hið andlega, t. d. minnið, hugsanaganginn og námshæfileikana. Það er þó í rauninni ekki svo undarlegt, því að starfsemi heilans er fullt eins líkamleg og blóðrásin og andar- drátturinn. Prófessor Mills hefir til dæmis framkvæmt gáfna- próf og líkamlegar prófanir á nemendum amerískra háskóla, sem liggja á 40. breiddargráðu, og komist að þeirri niðurstöðu að um mitt sumar stóðu þeir sig 40% lakar en á veturna. Og jafnframt því sem gáfnatalan lækkar, verður líkaminn veikari fyrir. Ameríski landfræðingur- inn Huntington heldur því fram að í kaldari löndum nái andleg- ur kraftur manna hámarki í marzmánuði, en líkamlegur í byrjun vetrar, en uppreisnir og annað slíkt háttalag sé algeng- ast um mitt sumar — í júlímán- uði. Einnig nái siðferðisafbrot, geiðveiki og sjálfsmorð hámarki í maí og júnn Hin mörgu sið- ferðisafbrot standa vafalaust í sambandi við aukna kynorku einmitt í þessum mánuðum, sem ef til vill gefur einnig skýringu á aukningunni í hinum flokkun- um, þar sem bæði sjálfsmorð og geðveiki standa oft í sambandi við kynferðismál. Hliðstæð saga menningar og loftslags Ef hitaaukningin heldur á- fram, mun fjöldi manna koma til með að búa.við loftslag, sem mun veikja andlegan og líkam- legan kraft þeirra. Ef til vill þurfum við ekki að fletta blöð- um sögunnar svo ýkja langt aftur til að finna hliðstætt dæmi. Englendingurinn Brooks bendir á það, að á þeim tíma, þegar ríki Rómverja stóð á hápunkti (um 200 e. Kr.), kom hitabylgja svipuð þeirri, er nú hefir skollið á. Bylgjan stóð um þúsund ár og hafði sín áhrif: Vínþrúgur uxu í Englandi, og íbúar Norðurhvels- ins hugsuðu til hreyfings, sigldu í norður og vestur og fundu ís- land, Grænland og Ameríku. En í öðrum hlutum heims staðnaði þróunin, og hafa menn gefið þessu tímabili nafnið „hinar dimmu miðaldir“. En svo fór ís- inn aftur að vinna undir sig land og loftslagið kólnaði — og Evrópa stóð í blóma á ný. Vitan- lega er margt annað en lofts- lagið, er hér kemur til greina. En samt er það hugvekjandi að líta yfir hina hliðstæðu sögu menningar og loftslags í Evrópu. Ef sú er raunin að loftslagið hafi svo mikil áhrif á sögulega þróun, eru Bandaríkin það land, sem einna harðast mun verða úti í hinni væntanlegu hita- bylgju, því að þar hefir loftslag verið eitt hið jafnasta í heimi. Ef til vill verða það Kanada- menn og Rússar, sem næstir lifa við hitabeltisloftslag. Á mörgum stöðum í Kanada er nú hægt að rækta hveiti 3—500 km. norðar en áður var mögulegt. Hitastigið í Úralhéruðunum hefir farið hækkandi á síðustu hundrað árum, og í Síberíu færast enda- mörk hins botnfrosna lands norður á bóginn með 60 metra hraða á ári. Það sannast m. a. á því að oft rekast menn á hræ af mammútum, sem geymzt hafa óskemmd í frosinni jörð í þús- undir ára. Hægt er að sigla um Hvítahafið næstum mánuði lengur á ári en fyrr, og þegar rússneski ísbrjóturinn Sedof fór þvert yfir íshafið árið 1939, sömu leið og Nansen hafði farið 1893 til 1896, tók ferðin aðeins sex mánuði, í stað nítján áður. Einn- ig mældist hitastigið 11 stigum hærra. Bezta loftslagið Hvaða loftslag er í rauninni bezt. Um það eru skiptar skoð- anir. Enski veðurfræðingurinn Markham álítur vera bezt lofts- lag, þegar hitinn er frá 15—25 stig á C. og rakastig loftsins í samræmi við það, og þar sem sólskin er nóg og léttur andvari. f slíku loftslagi mundu flestir menn una sér vel og líða dásam- lega, segir Markham. Með öðrum orðum ætti hið æskilegasta loftslag ekki að vera stormasamt. En aftur á móti má halda því fram, að maðurinn missi mikinn kraft, ef hann er ekki við og við tugtaður til af hressilegum stormi. Því að það er ekki einungis hið langa og brennheita sumar, sem dregur þrótt úr Suðurlandabúum. Held- ur hafa loftstraumarnir úr norðri misst broddinn, er þeir nálgast heitari löndin. Baráttan milli heita og kalda loftsins ríkir á Norðurhvelinu, og veldur oft hamförum höfuðskepnanna, sem Suðurlandabúinn stendur magn- laus á móti. Spurningin um hvaða loftslag sé bezt, getur því orðazt á tvenn- an hátt: Hvaða loftslag er bezt fyrir hinn harðgerða, og hvaða loftslag er bezt fyrir þann, sem vill hafa það náðugt? Svo má ekki gleyma, að hvort tveggja hefir sína galla. 1. Skollaleikurinn. „Hvað er í nafni?“ segir mærin Juliet í leikrinu fræga eftir William Shakespeare. — „Hvað er í nafni? Hvort mun ekki rósin með öllum nöfnum gefa jafnan ilm?“ Syo stóð á, að Juliet var ást- fangin í pilti, sem Romeo hét; en hann bar ættarnafnið Montaque, sem hennar fólk hat- aðist við eins og kölska sjálfan. En fyrst hún elskar þennan pilt, þá skiftir það minstu, hvað hann heitir. Svo hugsar ástfangin mær; og hún rökstyður það með orðunum, sem tilfærð voru, um nafnið, ilminn og rósina. Flestir munu líklega kannast við það, að í sjálfu sér muni þessi rökstuðning vera laukrétt; áð rósin sé auðvitað sama blóm- ið og ilmur hennar samur og jafn, hvað helzt sem hún heiti. En þegar menn velta þessu fyrir sér, þá kemur fljótlega babb í bátinn. Hvað sem ástamálum líður, þá geta víst fáir fallist á þá skoðun, að það sé alveg ekkert í nafni. Reynslan er á öðru máli; hún virðist gefa hér ótvíræðan vitnisburð: Það getur verið heilmikið undir því komið, hvað hlutir eða menn eru kallaðir. Þótt það sé ekki nema hundur eða hestur, sem nefna skal, hvað þá mannsins barn, þá komast menn tíðum í vanda út af nafn- gjöfinni; einn heldur fram þessu heiti, annar hinu; svo lenda þeir í deilu; geta orðið fokvondir eða jafnvel svarnir óvinir út úr þeim ágreiningi. Svo miklu varðar það mát, stundum, í hugsun og til- finningu. — Nei, það er heil- mikið í nafni. Skoðum þetta dálítið betur, sem sagt var um rósina. Er það Ýmsir sjúkdómar algengari á norðurhveli Meðal þeirra, sem búa í norð- lægari löndum eru hjartaslag og aðrar hringrásartruflanir al- gengara banamein, og einnig eru þeir gjarnari á að sýkjast af sykursýki, skjaldkyrtilsbólgu og þjást af blóðleysi og geðveiki, botnlangabólgu, andarteppu, liða gigt, bronkitis og öðrum sjúk- dómum í öndunarfærum. Allir þessir sjúkdómar virðast þrífast einstaklega vel í hinu jafna norð- læga loftslagi. En ef menn svo halda suður á bóginn með það fyrir augum að hvíla taugarnar og hressa upp á heilsuna, taka þeir á sig þá áhættu að sýkjast, eða jafnvel hljóta bana af ein- hverri slæmri smitpest, því að þróttur hvítu blóðkornanna þverr í hitanum, og hæfileiki þeirra til að vinna á bakteríun- um minnkar. En • bráðnun íssins í kringum pólana og loftslagsbreytingin, sem verður um leið, ganga svo hægt fyrir sig, að ekki er hægt að merkja. 1 núverandi hita- bylgju hefir hafflöturinn til dæmis ekki stigið nema fáa sentimetra, svo enn mun langur tími líða þar til gondólarnir leysa leigubifreiðarnar af hólmi í New York, Kaupmannahöfn eða Reykjavík. nú alveg víst að hún gefi frá sér jafnsætan ilm, hvað sem hún er kölluð? Það er satt og ekki satt. Svarið er undir ástæðum komið. Setjum svo, að rósin heiti „daun- gras“ eða „þef-jurt“. Það eru afkáraleg nöfn og vitlaus, auð- vitað; en Shakespeare gefur hér fulla heimild: „Með öllum nöfn- um“, segir hann — “By any other name.” Jæja, til rökræðingar heitir þá rósin „þefjurt“ eða „daungras“. Ilmar hún ekki jafnsætt eins fyrir því? — Það er undir at- vikum komið, segi ég aftur. Setjum svo, að rósin standi beint fyrir framan þig, gló- fögur og ilmandi, þá er hún í sínu öndvegi; þú ert þá heillað- ur af þessu blómi; nafnið kemur ekki til greina. En segjum að sjálf rósin sé hvergi nærri; einhver bara minnist á blómið, eða það kemur í huga þinn með þessu herfilega nafni: „þefjurt“, eða þá „daun- gras“. En nú stendur svo á, að ,,daunn“ táknar ódaun og „þefur“ óþef, eftir íslenzkri mál- venju. Af þeim orðum leggur alt annað en góða lykt að vitum sálarinnar. Komi þér rósin í hug með slíku nafni, þá minnist þú ilmsins að vísu; hann var í blóminu; en nú fær hann ekki notið sín að fullu, af því að „þefur“ eða „daunn“ slæðist hér annars vegar í nafninu, og spillir kostum eins og mykjuhaugur í miðjum blómareit. — I einu orði sagt, rósin ilmar ekki jafnsætt í hugskoti þínu, hvað sem hún er kölluð. En segi nú einhver, að skifti litlu máli, þótt nöfnin geti vakið einhvers konar grillur inni fyrir, í huganum; raunveran fari sínu fram fyrir því — þá er það ekki með öllu rétt heldur. Engin al- gjör einangrun á sér stað á milli hugar og heims; þeir skiftast áhrifum við, eins og segir í vísunni: Ofar foldu skin og ský skunda um himinsalinn; » geilsli og skuggi skoppa því x skollaleik um dalinn. Það sem hreyfir sér í hugskot- inu, þótt ekki sé nema óljós ímyndun, tilfinning eða „kend“, fær ekki svo litlu um það ráðið, hverju framvindur í heimi hlut- anna. Áhrifin eru gagnvirk, vitanlega, nöfn geta ráðið við- burðum, eða viðburðir nöfnum. Og þetta efni er alt saman djúpt og dularfult. Málvenjan setur eitt orð eða nafn til vegs, en annað til vansæmdar, og enginn getur með fullri vissu sagt hvers konar „prinsíp“ stjórni valinu. Og eins er um nöfnin sjálf, eitt býður af sér góðan þokka, en annað ekki, og líklegast verður aldrei að fullu grafið fyrir rætur þeirra mála. En hér má þó finna ýmis konar afl eða einkenni mannlífsins. Og um það efni vildi ég skrifa fá- eina smápistla, sem birtir verða í Lögbergi, ef ritstjóri leyfir. —G. G. Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ Fullkomnasta . . . Úrvals aðbúð farþega Lægsta flugfargjald til fslands FljúgitS skemstu hringferiSina til Reykjavíkur vi8 því lægsta ílugfargjaldi, sem fáanlegt er. Hinar Övi8jafnanlegu fjögra hreyfla Douglas Skymaster vélar, er skandinaviskir flugmenn, sem noti8 hafa U. S. æfingar stjörna, veita hina fullkomnustu flugferíatækni, þægindi og ávalt lent á áætlunartima. Þér njótiB ágætis máltlSa, hallandi sæta og fyrsta flokks afgrei8slu ferSina á enda. Reln sambönd við alla Evrópu og Mið-Austurlönd. Frekari upplýsingar og verð fargjalda hjá ferðaskrifstofu yðar n /-] n ICELANDICl AIRLINES U Lr-AUu 15 West 47th St„ N. Y. 36. Pl 7-8585 —TÍMINN, 5. janúar THE Calvert Canadíska vasabókin 29. grein' Þetta er ein þeirra greina. sem sérstaklega ern ætlaðar nýjum innflytjendum I Canada. VILLT DÝRALÍF í CANADA i Afnot af viltum dýrum hafa mjög fært út kviar I Canada, og þa8 var einkum vegna væntanlegrar grávöru, a8 hinir harðsnúnu braut- ry8jendur lög8u land undir fót og lögSu grundvöll a8 landnámi vi8 nor8urstrendur Canada og svo víSa annars sta8ar. ÁriS 1670 réSst Hudson’s Bay félagiS I mikil störræ8i meS grávöru- eSa lo8skinna- verzlun fyrir augum. Ef ekki hef8i veriS vegna þess hve miki8 var um vilt dýr í landinu, er veittu frumherjum fæ8i og klæ8i og nokkurar tekjur, hef8i námuiSnaSur og jarSyrkja dregist frekar á langinn en raun var8 á. Og jafnvel enn þann dag í dag afla þúsundir manna í Canada sér fæSu, fata og tekna af afur8um viltra dýra. A8 vísu er vilt dýrakjöt ekki eins áríðandi og það var á8ur fyr, en þó mun þaS auka árlega 48 miljónúm punda vi8 hinn canadíska kjötfor8a. Mikil eftirspurn er jafnan eftir lo8skinnum, þó nokkuS séu tegundir þeirra bundnar viS árstí8ir. Fyrir mannsaldri e8a svo, voru sí8hær8 refaskinn mjög eftirsótt, þó nú þyki stutthærö skinn betri markaSsvara; I hinum norðlægu héruðum er tiltölulega lítiS um stutthærS skinn, en þar fá ibúar megin tekjur sínar af refaskinnum. Fyrir nokkrum árum fækka8i bifrum næsta mikiö vegna ofvei8i og skarst stjórnin þá í leikinn og lét takmarka slíka vei8i a8 mun. Þetta leiddi til þess, a8 á árunum 1936 til 1951 fjölgaSi bifrum all- verulega, en þá kom nokkurt ver8fall, er dró til muna úr oröinum, sem veiSin gaf af sér. Sjúkdómar grófu um sig þar, sem bifra- fjölskyldurnar voru þéttbýlastar og olli slíkt, svo sem vita mátti, miklum spjöllum. Þa8 liggur þvi I augum uppi, hve mikilvægt þaS sé, a8 stjórnarvöldin hlutist til um a8 allar hugsanlegar ráðstafanir ver8i gerSar til aö kom ai veg fyrir ey8ingu dýrastofnsins. Nú er verndun dýralífsins oröin a8 fræ8igrein, sem kend er í mörgum háskólum. Umsjónarmenn me8 veiSi, bæ8i af hálfu sam- bandsstjórnar og fylkjastjórnanna, eiga árlega meö sér fundi til skrafs og rá8agerSa var8andi verndun dýralifsins komandi kynslóSum til arös og afnota. Calvert DISTILLERS LIMITED AMHERSTBURG, ONTARIO Yfir 790 útibú Royal bankinn canadiski er stærsti banki í Canada með útibú svo að segja um víða veröld. Sérhvert útibú er trygt með öllum eignum bankans og eru því peningar yðar ávalt í öruggri vernd. Þér getið byrjað sparisjóðreikning með $1. Viðskipii yðar eru kærkomin! THE ROYAL BANK OF CANADA Sérhvert útibú nýlur trygginga allra eigna bankans, sem nema yíir $2,675,000,000

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.