Lögberg - 03.03.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
68. ÁRGANGUR
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 3. MARZ 1955
NÚMER 9
Nýr forsætis-
ráðherra
Á miðvikuðaginn í fyrri viku
lánaðist frönsku þjóðinni að fá
sér nýjan forsætisráðherra og
nýtt ráðuneyti eftir langvarandi
þjark og þóf síðan’ Mendes-
France var knúður til að segja
af sér eftir að hafa hlotið van-
traustsyfirlýsingu í þinginu;
hinn nýi stjórnarformaður,
Edgar Faure, 46 ára að aldri,
tlest til hins róttækara arms
jafnaðarmanna, en fylgdi þó frá-
farandi forsætisráðherra að mál-
um meðan hann sat við völd;
hann kvað það mundu verða eitt
hið fyrsta verk stjórnar sinnar,
að knýja fram í þinginu London-
París sáttmálann um endurher-
væðingu Vestur-Þýzkalands og
aðild þess að hinu nýja varnar-
bandalagi Vestur-Evrópu; næsta
mál á dagskrá kvað hann verða
mundu það, að vinna að því, að
haldinn yrði fundur af hálfu
stórveldanna fjögurra til að
ræða um lausn helztu vandamál-
anna í Asíu; auk þess lagði hann
sérstaka áherzlu á viðreisn iðn-
aðarins og fjármála þjóðarinnar
í heild.
Antoine Pinay, fyrrum for-
sætisráðherra, tekur að sér með-
ferð utanríkismálanna í hinu
nýja ráðuneyti.
Mælt með
afnámi dauðadóms
Að því, er fregnir frá Ottawa
herma, hefir fylkisstjórnin í
Saskatchewan mælt með því við
nefnd þá úr báðum deildum sam-
bandsþings, sem um endurskoð-
un hegningarlaganna fjallar, að
dauðadómur verði 'numinn úr
lögum landsins; er áminst fylkis-
stjórn þeirrar skoðunar, að það
sé síður en svo, að aftökur verði
til þeirrar viðvörunar, sem lengi
hafi verið haldið fram, og er
meðal annars á það bent, að í
þeim ríkjum Bandaríkjanna, þar
sem dauðarefsingu sé eigi beitt,
sé minna um stórglæpi, svo sem
morð, en í hinum ríkjunum, sem
haldi fast við líflátsdóma;
stjórnin kveðst ennfremur sann-
færð um, að líkamsrefsingar
sakamanna hafi tíðum öfug áhrif
við það, sem til var ætlast, og
þar af leiðandi megi fremur
varanlegra úrbóta vænta, ef tek-
in verði upp ný fræðslu- og upp-
eldisstarfsemi í hegningarhús-
unum.
Stjórnum allra fylkjanna hefir
verið boðið að leggja fram álit
sitt í þessu mikilvæga máli við
áminsta þingnefnd, þó enn sé
eigi vitað um undirtektir nema
úr þessum eina stað.
Mestu hættuárin
Mr. Herbert Hill, fram-
kvæmdastjóri bindindissamtak-
anna í Washington, var fyrir
skömmu staddur hér í borginni
og flutti ræðu um bindindi og
áfengisnautn við United College;
lagði hann áherzlu á það, að
mestu hættuárin varðandi notk-
un áfengra drykkja væru á
aldrinum frá fjórtán til tuttugu
og eins árs, því þá stæðu ung-
mennin á krossgötum, móttæki-
leg fyrir hvers konar æfintýri og
nýjnugar; kvað Mr. Hill brýna
nauðsyn bera til þess, að reglu-
bundin fræðsla um áfengismálin
færi fram í öllum barnaskólum
og hærri skólum líka.
Endurkosnir í sín fyrri mebætti
Dr. Valdimar J. Eylands
Endurkosinn forseti Þjóðræknis- Endurkosinn varaforseti
félagsins. ræknisfélagsins.
Séra Philip M. Pétursson
Þjóð-
Gullna hliðið
Eins og auðlýst er á öðrum stað
í biaðinu, ætlar unga fólkið, sem
nýlega er komið hingað frá Is-
landi (Leikfélag landans) að
sýna fáeina þætti úr hinu vin-
sæla leikriti Davíðs Stefánsson-
ar, Gullna hliðinu. Er þess
skemmst að minnast, að Gullna
hliðið var sýnt í þjóðleikhúsinu
í Reykjavík 21. janúar s.l. á sex-
tugsafmæli höfundarins.
Er þess að vænta, að íslend-
ingar í Winnipeg fjölmenni á
leiksýningu þessa og hylli þann-
ig það hinna yngri íslenzkra
skálda, er notið hefur almenn-
astra vinsælda vestan hafs.
Á undan leiksýningunni verð-
ur söngur fjögurra stúlkna.
Samkoman hefst kl. 8.15 bæði
kvöldin.
Úr borg og bygð
Frú Jakobína Breckman lézt
að heimili sínu hér í borginni að-
íaranótt síðastliðins þriðjudags
freklega áttræð að aldri, glæsi-
leg og stórmerk kona; hún var
ekkja eftir hinn kunna athafna-
mann, Guðmund Breckman, og
voru þau hjón um langt skeið
búsett að Lundar. Frú Jakobína
lætur eftir sig mannvænleg
börn; útför hennar verður gerð
frá Fyrstu lútersku kirkju á
fimmtudaginn kl. 2 e. h., undir
forustu Dr. Valdimars J. Ey-
lands.
Þessarar ágætu konu verður
væntanlega frekar minst hér í
blaðinu áður en langt um líður.
☆
The Women’s Association of
the First Lutheran Church will
meet March 8th at 2 p.m. in the
lower auditorium of the church.
☆
Upplag af íslenzkum hljóm-
plötum er nýkomið í Björnsson’s
Book Store, 702 Sargent Avenue,
Winnipeg.
☆
Mr. Hermann Johnson frá
Saskatoon hefir dvalið í borg-
inni nokkra undanfarna daga í
heimsókn til föður síns, Mr. P.
N. Johnson, Furby Court.
☆
Séra Robert Jack frá Árborg
var staddur í borginni ásamt
frú sinni á þriðjudaginn var.
☆
Hr. Jón Ásgeirsson málara-
meistari og frú eru nýkomin
heim úr íslandsför, en héðan
fóru þau til ættjarðar sinnar í
öndverðum nóvembermánuði s.l.
Lögberg býður þau velkomin úr
ferðalaginu.
Atvinnuleysi
nær hómarki
Að því er hagstofa sambands-
stjórnar skýrir frá, nam tala at-
vinnuleysingja í landinu þann
22. janúar síðastliðinn 362,000 til
móts við 318,000 á hliðstæðum
tíma í fyrra; er þetta hámarks-
tala atvinnulausra frá því að
síðari heimsstyrjöldinni lauk; í
Sléttufylkjunum er ástandið í
þessum efnum svo að segja ó-
breytt frá því í fyrra, að því
fráskildu, að tala vinnulausra í
Saskatchewan mun vera vitund
hærri.
Frækileg björgun
Fyrri part vikunnar, sem leið,
nauðlenti flugvél með sjö manns
innanborðs, þar á meðal Eski-
móakonu og barn, í gadd-
grimdarfrosti, skamt frá Ennadai
vatni, sem liggur um 290 mílur
norðvestur af Churchill; svo að
segja jafnskjótt og augljóst varð
að vélin kom ekki á réttum tíma
í áfangastað, hóf konunglega
canadiska flugliðið léit og eftir
fjóra daga fanst hin týnda flug-
vél ósködduð með öllu, og engan
hinna sjö farþega hafði sakað
neitt; höfðu þeir nægar vistir og
sæmilegan aðbúnað; var flogið
með þá alla til Churchill; vél-
inni, sem týndist, stjórnuðu
flugmenn í þjónustu Royal
Mounted Police.
Fjársöfnun f-il
Rauða krossins
Nú er nýhafin um land alt hin
árlega fjársöfnun í sjóð Rauða
kross samtakanna canadisku, og
er heildarupphæðin áætluð
$5,494,100. Upphæð sú, sem
Manitobabúum er ætlað að
leggja fram, nemur $365,400 og
þarf eigi að efa að slíkt reynist
tiltölulega auðvelt.
Illviðrasamt
í Evrópu
1 fyrri viku þjökuðu þrálát ill-
viðri svo kosti landsmanna víðs-
vegar um Skotland, að sam-
göngur með bílum og járnbraut-
um stöðvuðust með öllu og varð
því að nota helicopta til að
dreifa úr lofti matvælum,
skepnufóðri og lyfjum til þeirra
bygða, sem harðast voru leiknar.
Hörkuveður hafa einnig sorfið
tilfinnanlega að Svisslandi,
Austurríki og Frakklandi; á
Norðurlöndum hefir veðrið held-
ur ekki verið upp á marga fiska.
Á VÍÐ OG DREIF
Rekstrarhalli
Að því er ráða má af fjárhags-
áætlun Winnipegborgar fyrir
yfirstandandi ár, er gert ráð fyr-
ir rekstrarhalla, sem nemi
tveimur miljónum dollara, og
með þetta fyrir augum er það
óhjákvæmilegt talið að hækka
verði fasteignaskatt til að jafna
reikningana.
Heimsóknir að Höfn
Maðurinn minn og ég höfum
stundum komið á elliheimilið
Höfn á messur, samkomur eða
hvorutveggja. Þegar maður talar
um „samkomur“ þar, þá þýðir
það að viðeigandi prógram til
ánægju fyrir vistmenn er um
hönd haft: söngur ræðuhöld eða
ef um myndasýningu, helzt frá
íslandi, er að ræða.
Ég ætla ekki að taka þessar
samkomur í tímaröð, heldur eftir
þeim „sessi“, sem mér finst að
þær hljóti að eiga, samkvæmt
eðli sínu, þó allar séu góðar.
Hér kemur því umsögn eins af
nefndarmönnum bæði lúterska
safnaðarins og líka Hafnar-
nefndarmanni, hr. Kristjáni Is-
fjörð. Hann skrifar á þessa leið
um jólasamkomuna á elli-
heimilinu í vetur:
„Þar sem ég man ekki eftir að
hafa séð þig viðstadda á jóla-
hátíð Hafnar sunnudaginn fyrir
jól, sendi ég þér uppkast af því,
Brezk blöð telja íslendinga eiga
sök á dauða brezkra sjómanna
Telja, að brezkir togarar hafi
ekki getað leitað í landvar undan
óveðri vegna nýju fiskiveiðitak-
markanna við ísland
Mörg brezk blöð hafa nú
byrjað skrif, sem vekja
munu furðu og gremju allra
íslendinga, og eru þau með
þeim hætti, að fæstir mundu
hafa búizt við þeim um þann
sorgaratburð, er tveir brezk-
ir togarar fórust með allri á-
höfn á Halamiðum fyrir
skemmstu, og verður vart
annað ráðið af skrifum
þessum en brezku blöðin
telji Islendinga eiga veru-
lega sök á dauða þessara
brezku sjómanna.
Röksemdafærsla brezku blað-
anna er á þá leið, að vegna
hinna nýju fiskveiðitakmarka
íslendinga hafi brezkir togarar
orðið að stunda veiðar svo langt
norður í hafi, að þeim hafi ekki
gefizt ráðrún til að leita í land-
var undan veðrinu.
Að þessum málaflutningi
standa ýmis stórblöð, svo sem
brezka blaðið Daily Mail, sem
hefir það eftir brezkum togara-
skipstjóra, sem var á Halamið-
um þegar togararnir fórust, að
slysið hafi orðið af þeim sökum,
er fyrr greinir. Hann segir, að
brezk skip megi ekki koma inn
fyrir fjögurra mílna friðunar-
línuna með ósamtekin veiðar-
færi, og því hafi farið sem fór.
Svo mikið er um þessi skrif
nú orðið í brezkum blöðum, að
helzt virðist sem hér sé um að
ræða skipulega herferð til þess
Hjá gömlu leiði
Ég staddur er í gömlum kirkjugarði,
er glóey dagsins ljómar björt í heiði.
Ég stanza þar hjá lágu, grónu leiði.
Á leiði því er enginn minnisvarði.
I
Ég veit hver undir þessu leiði liggur.
Hans löng var ei, en fögur ævisaga.
Hann mikils var ei metinn lífs um daga,
en meira flestum var hann trúr og dyggur.
Um ævi hans, þótt ekkert væri skráð,
né af því sagt, hve mörgum lið hann veitti.
Ég heyri nafn hans nefnt í hægum þey,
því lífsins Faðir leit til hans í náð,
og leiðið hans svo fagurlega skreytti.
Hann lét þar vaxa lítið: Gleym mér ei.
Bragi Jónsson frá Hoftúnum
að nota þetta sorglega slys til
framdráttar sjónarmiði brezkra
togaraeigenda í landhelgisdeil-
unni, og er slíkt fáheyrð fram-
koma og illt til þess að vita, að
gömul og heiðvirð stórblöð eins
og Dail> Mail skuli vera þar
framarlega í flokki.
Sannleikann í þessum málum
vita Bretar jafnvel og Islend-
ingar. Brezkir togarar höfðu á-
samt togurum annarra þjóða
gengið svo nærri íslenzkum
grunnmiðum, að örtröð var fyrir
sjáanleg og íslendingar tóku það
ráð, sem allar þjóðir með nokk-
urn manndóm hefðu gert —
jafnvel Bretar líka — að færa út
fiskveiðitakmörkin en gengu þó
ekki lengra í þeim efnum en
samrýmdist fyllilega úrskurði
Haag-dómsins í deilunni við
Norðmenn. Þessi lína gildir
jafnt fyrir íslenzk skjp sem er-
lend.
Öllum erlendum skipum er
heimilt að fara inn fyrir þessa
línu í var, enda hafa brezkir
togarar margsinnis gert það og
í veðri því, sem hér um ræðir,
voru brezkir togarar í vari við
Grænuhlíð.
Það moldviðri, sem brezk blöð
reyna hér að þyrla upp getur
aðeins leitt til þess eins að gera
aeiluna enn óleysanlegri og auka
enn andúð Islendinga í garð
Breta, sem svöruðu sjálfsbjarg-
arviðleitni Islendinga með því
að reyna að svelta þá til undan-
halds í málinu.
Þá kemur það úr hörðustu átt
frá Bretum að væna Islendinga
um að eiga að nokkru sök á
dauða hinna brezku sjómanna,
því að öllum er kunnugt, að
íslendingar hafa þrásinnis lagt
sig í lífshættu til að bjarga
brezkum sjómönnum, og er
strandið við Látrabjarg þar
ferskast í minni, og þeir hafa á
síðustu árum bjargað tugum
brezkra sjómanna.
Því verður vart trúað, að brezk
blöð haldi þessum leik áfram, og
ættu þau sóma síns vegna að
leiðrétta málið, og láta rétt rök
koma í ljós. —TÍMINN, 6. febr.
Fannkyngi í B.C.
Aðfaranótt síðastliðins þriðju-
dags féll sex þumlunga snjór í
Vancouver, og víða annars stað-
ar í British Columbia, og teptust
samgöngur vegna ófærðar; var
þetta mesta stnjókoma vetrarins.
sem ég sá og heyrði þar þetta
kveld.
Mjög myndarleg jólaskemtun
var haldin á Höfn, sunnudaginn
fyrir jól, og að kveldi. Eins og
að undanförnu voru margir að-
komandi við þetta hátíðahald.
Hafði íslenzki-lúterski söfnuður-
inn, sem undanfarin ár, sett þar
upp mjög laglegt og vel skreytt
jólatré fyrir gamalmennin og
starfsfólkið. Séra Eiríkur flutti
hjartnæma jólaræðu, ásamt við-
eigandi fallegum sálmasöng.
Karlakór safnaðarins skemti
með ágætum söng fram eftir
kveldi. Meðal gjafa til allra á
heimilinu , voru $5.00 ásamt
jólakorti heimilisins frá heimilis
nefndinni. Sólskins-konur veittu
ókeypis kaffi og aðrar veitingar
við þetta tækifæri. Forseti Sól-
skins talaði nokkur orð, og Mrs.
Gunnbj. Stefánsson aðstoðaði
frúna. Forseti Hafnar hélt stutta
ræðu og sagðist ágætlega að
vanda. Meðal annars las for-
setinn upp hina ágætu, alkunnu
og árlegu lofgjörð til Sólskins
reiprennandi og utanbókar".
Hér með er þessari fallegu og
í alla staði vinsamlegu málsgrein
skilað orðrétt eins og hún kom
í mínar hendur frá höf. hennar.
Það er rétt, að það atvikaðist
svoleiðis, að við vorum þar ekki
að þessu sinni.
Þann 15. ágúst 1954 var einnig
mjög ánægjulegt mót þarna.
Fyrst var guðsþjónustan, svo fór
fram sérlega fallegt prógram
undír umsjón W. A. Séra Eirík-
ur S. Brynjólfsson sagði bráð-
skemtilega ferðasögu sína og
fjölskyldu sinnar úr sumarleyfis
ferðinni suður í Bandaríki. Kom
þar margt til greina bæði í
gamni og alvöru, og undu menn
hið bezta við mál hans á því öllu.
Þá var enn nokkuð nýtt á
ferð, sem ekki þótti minna til
koma, því það mun vera fyrir
fleirum en mér, að menn hafi
ekki heyrt það atriði framreitt á
þann hátt, er gert var þarna
nokkurn tíma á æfinni fyr.
Svo var mál með vexti, að
kvenfélagið hafði fengið vel
þektan sönglistarkennara og
söngmann ágætan sunnan frá
Bandaríkjum, hr. Júlíus Samú-
elsson, til þess að skemta mönn-
um þarna. Hr. J. Samúelsson,
sem staddur var þarna ásamt
frú sinni, kunni ágætt lag á því
að stemma prógram sitt saman
við helgi dagsins og messuna,
sem var nýafstaðin. Honum
fórst það mjög prýðilega. Hann
spilaði á fiðlu andleg ljóð og
mælti vel fyrir. Þá spilaði hann
fleira og svo hóf hann að syngja
alíslenzk Ijóð: „Sú rödd var svo
fögur“, var þar fyrst. Honum
tókst það prýðilega vel og mann
undraði það, hve vel hann gat
sungið það þýða og milda ljóð,
er maður hugsar um aðalþrek-
virkið þarna. Júlíus Samúelsson
söng nefnilega Skarphéðinn í
brennunni í öllu sínu veldi
kraftar, skilnings og fegurðar. —
Hvorki meira né minna. Það hef
ég aldrei heyrt fyr, svo oft sem
ég hef þó lesið kvæðið og því
oftar hugsað um það og tíðindin
á bak við það.
Mikil fádæmi tókst mannin-
um vel að gera þetta. Og ég
endurtek þakklæti mitt og ég
er viss um allra nærstaddra fyrir
afgreiðslu þessa ódauðlega lista-
verks frá íslenzkri sál runnið, og
úr sársauka mannlegrar reynslu
til orðið á íslenzkri grund. — Og
þakklæti á kvenfélagið skilið
fyrir að biðja listamanninn að
koma. R. K. G. S.