Lögberg - 03.03.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.03.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. MARZ 1955 JÓN KRISTGEIRSSON, kennari: Heimsókn í skóla Winnipegborgar (NIÐURLAG) Heimalestur barnanna er álita- mál meðal kennara. Fyrstu 6 stigum námsbrautarinnar er ekki ætlaður neinn heimalestur, nema þá ef börnin dragast aftur úr eða þau óska eftir heima- vinnu sjálf. Þau láta þá bækur og skólagögn vera kyrr í borðinu sínu í skólanum, og fara ekki með það heim. Úr því að kemur upp í 7. bekk er víða um meiri eða minni heimalestur að ræða, og úr því. Og það þekkist líka að börnin fá til umráða í skólanum sem svarar stuttri kennslustund til að búa sig undir næsta dag, eða ljúka einhverju frá af verki dagsins. Þetta er talið með skóla- tíma. Kennarinn situr í stofunni og börnin vinna frjálst í ákafa. Auk þess er heimavinnan skipu- Iögð þannig, að í byrjun skóla- árs semja sumir skólar leiðar- vísi um hana. Þar í eru ráðlegg- ingar til foreldra og spurningar fyrir barnið. Og þar er tekið fram hve langan tíma á dag þarf að ætla meðalbarni til heima- lestra, ef það á að geta staðið sig í skólanum. Þetta líkaði mér vel og er ég hissa á hve óvíða ég hefi rekið mig á þetta. T. d. á Islandi, þar sem svo að segja allur námsárangur og afkoma nemandans í skólanum er kom- in undir heimalestrinum, eink- um þegar kemur í efri bekki barnaskóla og í framhaldsskól- unum. í sambandi við heima- lesturinn athugaði ég skóla- töskur barnanna og unglinganna. í neðri bekkjum þurfa börn lítið að halda á skólatösku. Þau láta bækur og skóladót vera kyrrt í m BLOOD BANK T H I S SPACE CONTRIBUTED B Y DREWRYS MAN ITOBA O I V I S I 0 N WESTERN CANADA BREWERIES L I M I T E D HO-S52 skólaborðinu sínu í skólanum. En í allri Winnipeg, nágrenni hennar og mér er sagt í öllu Manitoba-fylki og víðar, nota ungir sem gamlir nemendur sömu skólatöskuna. Það er hankalaus leðurtaska. Hún opn- ast með rennilás á þremur hlið- um, og er þá eins og bók. Innan á heilu hliðina er festur kjölur úr lausblaðabók. Gerður til þess að börnin festi þar inn vinnu- blöð. Taskan er því um leið vinnubók. Og er það eina vinnu- bókin, sem börn yfirleitt hafa. Þar eru samankomnar allar námsgreinar. Beggja megin vjð blöðin verður dálítið rúm, sem má nota til geymslu fyrir bækur o. fl. Það er algeng sjón að sjá unglingana rogast með þessar töskur, og halda þau þá oft á 2—3 bókum lausum með tösk- unni. Þurrviðrið leyfir það. Kennarar gera mjog mikið að því að leiðrétta og yfirfara alls konar úrlausnir nemendanna. Þeir gefa og oftast einkunnir um leið og rita á blaðið. Börnin þykjast illa svikin, ef þau fá ekki einkunn. Kennarar hafa því margir mikla heimavinnu. í fyrstu 6 bekkjunum er bekkjar- kennsla. Sami kennari kennir allar námsgreinar. En eftir það er fagkennsla ríkjandi. Er þá fyrirkomulagið gjarnan þannig að kennarinn er kyrr í stofunni, en börnin færa sig á milli. Þetta hefir þann kost að kennarinn hefir við hendina öll viðeigandi gögn í greininni og getur viðað þeim að sér á einn stað. En meiri hreyfing verður á börnunum. Þau fá 5 mínútur til að skipta um, og streyma þá á milli eftir göngunum. Virtist mér þeim tak- ast það furðanlega hávaðalítið, án þess að kennarar fylgdu þeim eftir. Tvennar frímínútur á dag eru 15 mín. Kennslustundir eru 30—40 mín., svo að þær geta orðið 9 daglega. Próf eru margvísleg og eink- unnir margar. Fjórum sinn- um á ári eru aðalpróf, og eru skýrslur um þau send yfirvöld- um og börnin fá einkunnir sínar. Lestrarpróf eru nær eingöngu skrifleg — hljóðlestrarpróf. 1 tveimur fyrstu stigum er þó raddlestrarpróf líka, og er því þar með lokið. En það hefir minna gildi en hitt prófið. Hljóð- lestrarprófið er eiginlega meira en lespróf, og er tekið tillit til þess. I sumum greinum koma prófverkefni frá yfirvöldum skólanna, en í öðrum taka kenn- arar þau til sjálfir. Prófum er svipað hagað í bóklegum grein- um að öðru leyti og hjá okkur. Börnin fá einnig letrað á próf- blað sitt einkunn fyrir reglu- semi, stundvísi, ástundun, eftir- tekt, hlýðni o. fl. Er sú einkunn látin í ljós með bókstöfum. Og koma þar til greina 3—4 flokkar. Þá koma einnig til greina ýmis konar vitpróf og skólaþroska- próf. Flest börn borgarinnar ganga þrisvar undir slík próf á námsbrautinni. Nokkuð er farið eftir þeim prófum við röðun í efri bekkina, en þó ekki mjög mikið. Þegar kemur út fyrir borgina, Fullkomnasta . . . Úrvals aðbúð farþega Lægsta flugfargjald til fslands FljtlgiB skemstu hringferBina til Reykjavlkur viB þvl lægsta flugfargjaldi, sem f&anlegt er. Hinar ðviBJafnanlegu fjögra hreyfla Douglas Skymaster vélar, er skandinaviskir flugmenn, sem notiB hafa U. S. æfingar stjörna, veita hina fullkomnustu flugferBatækni, þægindi og ávalt lent á áætlunartíma. Þér njótiS ðgætis m&ltlBa, hallandl sæta og fyrsta flokks afgreiSslu ferBina & enda. Bein sambönd við alia Evrópn og Mlð-Austnrlönd. Frekari upplýsingar og verð fargjalda hjá ferðaskrifstofu yðar n /71 n ICELANDICl AIRLINES uzAalu 15 W«» 47th St., N. Y. 36, PL 7-8585 í þorpin og dreifbýlið, breytist fyrirkomulag og afstaða í mörgu, þótt námskröfur séu hinar sömu. Þar kemur til greina fæð nem- enda. Eru þá saman í kennslu- stofunni 2 eða fleiri bekkir í senn, og allt upp í það, að þar eru jafnvel nemendur af öllum stigum saman í einu og einn kennari í skólahéraðinu. Börnin eru látin fara til og frá skóla samtímis. Það gera flutningar þeirra. Skólatími daglega er hinn sami og í borginni, nema að vetri er hann hálfri klukku- stund skemmri. Námsstjóri hefir umsjón með kennslu og öðru snertandi skólana. Skólahéruðin bera ábyrgð á fjárreiðum kennslumála. Þau eiga rétt á ákveðnum styrk frá ríki eftir vissum reglum, en verða sjálf að sjá um afganginn. Kennara- skortur er í landinu. Þess vegna er oft erfitt að fá kennara í dreiíbýlið. Verður því oft að notast þar við kennara, sem ekki hafa réttindi. Eru það oft ungl- ingar úrll. eða 12. bekk. Kennar- ar vilja auðvitað vera allir í borginni. Þar er kaup hærra og afkoma tryggari. í dreifbýli eru kennarar ógjarnan ráðnir, nema til eins árs í senn. Ég hitti skóla- stjóra, sem var búinn að vera 15 ár skólastjóri á sama stað. Hann hafði alltaf verið ráðinn árlega, og því ekki vitað, hvort hann yrði kyrr næsta ár fyrr en 1. júní, ef hann hafði ekki áður verið ráðinn, þá er uppsagnar- frestur útrunninn. Kennarakaup á þessum stöðum getur verið mismunandi. Algengt mun þó vera um 2200 dalir á ári. En oft semur skólanefnd við ungling- ana um minna kaup, er sagt. Og aldursuppbætur þekkjast ekki. Kaup kennara í borginni er í byrjun 2200 dollarar á ári, en hækkar árlega um 150 dali upp 1 5400, en þeir, sem hafa lokið háskólaprófi, fá 200 dölum hærra kaup árlega. Próf frá Normal School veitir kennararéttindi, og er fjöldi barnakennaranna með því prófi. Skóli þessi er eins árs kennara- skóli. Hann hefir um 600 nem- endur, og eru 400 þeirra í heima- vist. Þeir, sem sækja hann, hafa flestir lokið prófi úr 12. stigi og nokkrir úr því 11. Margir þeirra hafa nokkur ár verið kennarar í sveitunum. En koma þarna til að auka þekkingu sína og fá réttindin. Yfirkennari skólans er Jón Laxdal, íslendingur í húð og hár. Annar íslenzkur kennari er þar einnig, Valdimar Lárus- son, og margir aðrir landar eru einnig í kennarastétt hér. Hefir mér heyrzt á sumum þeirra, að þeir væru til í að skipta við kennara frá heimalandinu í eitt ár éða svo. Hafi einhverjir kenn- arar á íslandi áhuga á þessum kennaraskiptum, þá nægir þeim að snúa sér til Finnboga Guð- mundssonar prófessors. Hann hefir ráð undir hverju rifi. Einnig hygg ég, að barnakennar- ar frá íslandi gætu auðveldlega lokið kennaraprófi frá Normal School eftir ársdvöl þar. Margir kennarar, sem hafa aðeins kenn- arapróf, hætta oft kennslu um stund og sækja háskóla til þess að krækja sér í gráðu. Sumar- námskeið eru margvísleg fyrir kennara. Eru þau mikið sótt og vinna margir kennarar sig upp á því. Ég þori nú ekki annað en fara að hætta, svo að ég komi mér ekki alveg út úr húsi hjá Tím- anum. Hér um slóðir hefi ég hlotið vinsemd og frábæra fyrir- greiðslu allra, sem ég hefi átt skipti við, bæði landa minna og annarra. Landarnir hafa mik- ið létt mér sporið og veitt mér margar ánægjustundir. Væri gaman að nefna nöfn þeirra, en til þess er ekki tækifæri í þetta sinn. Engan þeirra hafði ég þó séð áður. Lítilsháttar bréfaskipti hafði ég haft við Einar P. Jóns- son, ritstjóra Lögbergs. Til hans sneri ég mér fyrst. Hefir hann verið mér leiðarvísir og alfræði- bók. Hann veit alla hluti í jörðu og á. Og fréttaþjónusta hans og þeirra ritstjóra beggja íslenzku blaðanna í borginni er svo góð, að þeir, sem koma frá Fróni, geta ekki sagt neinar nýjar fréttir þaðan. Einn mann hér í borg hefi ég þekkt aila ævi frá því að ég man fyrst eftir mér. Það er skáldið Sigurður Júl. Jóhannesson. Fyrsta ljóðabókin, sem ég man að ég handlék, var fyrsta bókin hans, frekar lítið kver. Flest kvæðin lærði ég þá og kann þau enn. Og síðan ég varð kennari hefi ég árlega kennt fleiri og færri kvæða hans. Börn eiga gott með að læra ljóðin hans. Og vel get ég hugsað'mér að dýr og fuglar séu í þakkarskuld við skáldið fyrir „Fuglinn og hann Fúsi“ og önnur slík ljóð. Ég veit, að þau hafa forðað mörgum mál- leysingja frá þjáningum. Ekki þykir mér heldur ósennilegt, að kvæði hans um drykkjumanninn hafi vakið ýmissan ungling til íhugunar um að meðhöndla á- fengi með gát. Ég heimsótti þau hjónin, skáldið og konu hans. Þau búa hér í borg í djúpri þökk og lofdýrð til höfundar lífsins fyrir þá náð, sem þeim hefir hlotnazt, að búa saman langa ævi í einingu og samstillingu hjartnanna. Þau eru orðin öldr- uð. Sigurði er farinn að þyngj- ast fóturinn, en yfirbragðið er ekki ellilegt. Það ber stolt hins frjálsa manns, ásamt æðstu há- göfgi mannlegs hugarfars. — Skáldið spurði mig, hvort ís- lenzkri tungu væri hætta búin 'vegna dvalar varnarliðs í land- inu. Svaraði ég honum hiklaust neitandi, og færði fram þau rök, að langsamlega mesti hluti lands manna hvorki sér né heyrir varnarliðsmenn. Og að margir þeir, sem umgangast útlending- ana mest, hafa lært mikið í tungumálum. Þá orðfærði skáld- ið það einnig, hvernig það myndi líta út, ef fulltrúar Is- lands hjá Sameinuðu þjóðunum bæru fram þar málaleitun um al- gera afvopnun í heiminum. Það mál væri þó æðsta markið, ^og myndi þurfa langan aðdraganda. Sagði hann að landar sínir gætu stært sig af því, að enda þótt þeir ættu allra manna grimm- asta forfeður, hefðu þeir komið sér saman um að jafna mál sín vopnalaust um aldaraðir. Það var verulegur viðburður í ævi minni að heimsækja skáldið. Þá heimsótti ég einnig annað aldrað skáld, Guttorm Gutt- ormsson. Hann býr enn á land- námsjörð foreldra sinna, en var hér á ferð til lækninga. Hann er ern og vel hreifur í anda og finnast ekki ellimörk á honum, þegar hann tekur orðið. Hann er nú að undirbúa útgáfu nýrrar ljóðabókar. Vel mátti heyra á honum, að hann nýtur hylli skáldgyðjunnar. Þegar ég heim- sótti skáldið, var hann staddur á heimili dóttur sinnar. Þar fékk ég skemmtilegar upplýsingar. Ég hafði áður veitt athygli tveimur ungmennum í skóla einum, er mér virtust bera af hópnum, ásamt fáum öðrum. Á þessu heimili rakst ég á annað þeirra, og þá upplýstist að þau eru bæði dætrabörn skáldsins. Þótti mér gaman að þessu. Löndum mínum og öðrum, sem greitt hafa götu mína hér í borg, sendi ég hugheilar þakkar- og árnaðaróskir. Winnipeg kveð ég með góðum endurminningum, og nú er ferð heitið til suðlægari sveita. Winnipeg, 17. febrúar 1955 Jón Kristgeirsson Ath Grein þessi ásamt öðrum greinum, sem birzt hafa í þessu blaði eftir sama höf., eru ritaðar með það fyrir augum að koma út í blaði í Reykjavík, eins og sjá má á orðalaginu. —J. K. DRAUMUR Guðrúnar Einarsdóttur, 2. maí 1915, á Víjilstaðahœlinu, þar sem hún lézt árið 1917, œttuð úr Breiðafjarðareyjum AÐFARANÓTT 2. maí dreymdi mig að ég var stödd á efsta lofti hælisins, en þó í herbergi, sem ég kannaðist ekki við þar; og þótti mér þá frú Ingunn sál. Bjarnason koma til mín, en hún var þá dáin fyrir rúmum hálfum mánuði; heilsar hún mér mjög alúðlega og þakkar mér fyrir samveruna. Ég mundi strax að hún^var dáin, og varð glöð við að fá að sjá hana. En fyrst fannst mér ég ekki sjá hana vel; það var eins og ég sæi hana í þoku. En svo smáskýrðist hún fyrir mér, svo að ég sá hana glöggt. Og þá þykist ég segja við hana: „Ó, hvað þú varst góð, að koma til mín, en hvað ég get séð þig vel? Hvernig annars geturðu látið mig sjá þig svona skýrt? Ég hélt þó, að ég hefði enga hæfileika til að sjá framliðnar verur“. Þá segir hún: „Ég fékk leyfi til að lofa þér að sjá mig, og vera hjá þér nokkra stund, því ennþá hefi ég ekki svo mikið að starfa“. Ég þóttist ráða það af orðum hennar, að framvegis lægi meira starf fyrir henni. Svo þykist ég fara að hugsa um, að hún mundi vera þreytt og vil endilega láta hana leggjast upp í rúm, sem mér þótti vera þar. Þá brosir hún og segir: „Ef þú vilt, skal ég leggjast upp í rúmið, ekki þó af því að ég sé þreytt, því að nú finn ég aldrei til þreytu eða nokkurs lasleika“. Hún lagðist upp í rúmið, og ég settist á stól fyrir framan hana og fannst ég nú þurfa æði margt að tala við hana. Svo fer ég að virða hana betur fyrir mér, og finst hún nú vera öðruvísi, en síðast þegar ég sá hana. Nú var hún svo frjálsleg óg ánægju- leg á svip, og ekkert var þar, sem minnti mig á hið liðna. Svo fórum við að tala saman um ýmislegt, sem ég man lítið eftir. Ég var áköf að spyrja, en hún var stillt eins og hún átti vanda til í lifanda lífi, og fremur dul; og svaraði mér ekki upp á allar mínar spurningar. En það fyrsta, sem ég man var, að hún var að tala um dóma heimsins, hvað þeir væru ranglátir. Sam- tal okkar snerist aðallega um sérstaka manneskju, sem ég mundi eftir í svefninum, að við höfðum minnst á áður meðan hún lifði, en ekkert man ég hvað það var, aðeins að það var kven- maður. Sagði draumkona mín að sú manneskja yrði fyrir rang- látum dómum, en að dæma fólk, væri nokkuð, sem maður yrði að varast, því að mennirnir kynnu ekki að skoða hlutina frá réttri hlið og dómar þeirra spryttu oft af öfund og eigingirni, þess vegna yrðu dómar þeirra rangir. Og svo segir hún við mig: — „Elsku Guðrún mín, mundu það að taka aldrei þátt í því að dæma aðra, því að það fer verst með þig sjálfa. Dómarnir falla á þá, sem þá dæma". Og fleiri áminningar gaf hún mér, sem ég man ekki eins ljóst. En aðal- áherzluna lagði hún á þetta, sem ég hefi sagt frá, og að láta ekki heiminn spilla hugarfari mínu, reyna alltaf að hafa sem hrein- ast hugarfar. Ennfremur sagði hún: „Varðveittu trú þína sem bezt“, og bætti svo við með áherzlu: „Því það er óhætt að trúa á Guð og treysta honum“. Þá þykist ég segja við hana: „Nú, ert þú búin að reyna þessi umskipti, sem við köllum að deyja. Segðu mér nú eitthvað um það“. Þá segir hún: „Já, þessi um- skipti. Þau eru meiri og dásam- legri, en ég fæ með orðum lýst fyrir þér, eða hvað ég er nú sæl. Það er ómögulegt að lýsa því fyrir þeim, sem ennþá lifa á þessari jörð, þeir fá það ekki skilið og geta ekkert þvílíkt gert sér í hugarlund“. Mér fannst ég vera innilega hrifin og glöð yfir því, hvað hún var sæl. Svo hélt hún áfram: „Nú lít ég öðru vísi á hlutina en ég gerði áður. Nú finnst mér sorgir og mótlæti veraldarinnar koma mér öðruvísi fyrir sjónir en áður. Nú, þegar ég lít til baka, finnst mér það aðeins dálitlir skuggar, sem ekkert verður eftir af. Ég sé það nú líka, að margt bölið er sprottið af ófullkom- leika manns sjálfs, af eigingirni og misskilningi. Maður kann ekki að líta rétt á hlutina. Og ég sé“, segir hún, „að þú hafðir rétt fyrir þér í vetur, þegar við vor- um að tala um þetta málefni, og er ég þó ekki ennþá búin að skilja þetta til fulls“. Svo segir hún ennfremur: „Nú finnst mér að þessi langi þrautatími, sem ég dvaldi hér á hælinu, ekkert vera nema örstuttur tími, aðeins nokkrir dagar til að hvíla mig og undirbúa þessa löngu ferð“, og hún brosti, þegar hún sagði þetta. Þá sagði ég: „Ertu nú búin að ferðast mikið?“ „Já“, segir hún. „Ég er búin að ferðast mikið á ekki lengri tíma, og sjá mikið af dásemdum Drott- ins, en þær fær maður aldrei skoðað til fulls. Ó, þú getur ekki ímyndað þér hvað þetta líf er frjálst og indælt, og hvað skemmtilegt er að ferðast og skoða sig um“. Og margt fleira sagði hún um þetta, sem ég man ekki. En þegar hún var að lýsa þessu fyrir mér, þá fann ég til svo innilegrar löngunar að fara með henni, og þóttist ég þá hrópa upp og segja: „Ó, hvað mig langar til að fara með þér! Geturðu ekki lofað mér að fara með þér?“ Þá finnst mér hún verða alvarleg og svara því neit- andi, en ekki man ég hvernig orð hún hafði, en ég þóttist skilja það það að henni líkaði það miður, að ég skyldi biðja um það. Mér fannst ég verða hálf-eyðilögð snöggvast yfir því, að hún skyldi neita mér um þetta, en vildi þó ekki nefna það frekar, því ég hélt að ég mundi móðga hana með því, og var allt af hrædd um að hún færi frá mér aftur, og ég fengi svo ekki að tala meira við hana, en margt fannst mér eftir ótalað. Svo þóttist ég spyrja: „En hvernig fannst þér nú að deyja? Manstu hvernig það gekk til, þegar þú fékkst blóðspýtinginn og það sem gjörðist þá?“ „Já“, segir hún, „ég man það. En að deyja fannst mér ekki mikið. Mér fannst ég aðeins sofna værum svefni, og fann til hvíldar og friðar“. Þá þykist ég segja: „Það von- aði ég líka, að þú hefðir fengið hægt andlát. Mér sýndist færast svo mikil værð yfir þig, þegar ég sá þig líða út af á koddann“. „Já“, segir hún. „Það var sannarlega hvíld“. Þá segi ég aftur: „Þetta var ég oft búin að segja þér, að það mundi ekki vera svo kvíðvæn- legt að hugsa til dauðastundar- innar“. „Já“, segir hún, „ég man það, og þar hafði þú rétt fyrir þér, að minnsta kosti var það svo fyrir mér“. Þetta var aðeins augnablik, og þegar ég vaknaði aftur gat ég ekki í svipinn áttað mig á því, sem gerzt hafði. Svo spyr ég: „En fanstu nú hvergi til meðan á þessu stóð?“ Þá var eins og hún hugsaði sig dálítið um fyrst. Svo lagði hún hendina á hjartað og sagði: „Ég fann dálítið til hérna, það var hjartað sem bilaði fyrst“. Þá sagði ég: „Já, þetta hélt ég alltaf að hjartað hefði bilað, og það hélt H. Hoffmann líka, þegar ég var að tala um það við hann; og hann sagði að það væri líka hjartabilun í ætt ykkar“. Þá brosti hún svo hýrt, þegar ég minntist á Hoffmann og sagði: Framhald á hls. 7

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.