Lögberg - 03.03.1955, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. MARZ 1955
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið at hvern fimtudag af _
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SAKGENT AVENTTE, WINNIPEG, MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjðrans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authortzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON:
Hirðisbréf
Sá siður hefir tíðkast í háa herrans tíð, að nýkjörnir
biskupar sendi prestum og próföstum kveðjur sínar, er
gangi undir nafninu Hirðisbréf, en slíkt dókument má í
rauninni teljast yfirlit hlutaðeigenda yfir viðhorf andlegu
málanna á því stigi, sem þau þá eru og koma þeim fyrir
sjónir; er þetta holt verk og þarft og leiðir til samræmdara
heildarstarfs en ella myndi verið hafa.
Herra Asmundur Guðmundsson hefir ekki lengi setið í
biskupsstól; hann þágði vígslu í sumar, sem leið, og var þá
fyrir löngu þjóðkunnur maður sem fræðari og mikilvirkur
rithöfundur; prestsembætti gegndi hann aðeins um sex
lára tímabil, 'en að því búnu tókst hann á hendur kennslu-
störf, fyrst sem skólastjóri á Eiðum, en síðar sem prófessor
við guðfræðideild háskólans í fullain aldarfjórðung við
mikinn og góðan orðstír; að herra Ásmundur hafi með
kenslu sinni í guðfræðideildinni haft djúpstæð áhrif á
nemendur sína verður eigi dregið í efa og veldur þar mestu
um kærleiksrík alvara hans og skapfesta. Herra Ásmundur
er víðsýnn maður í þrotíausri sannleiksleit svo sem ráða má
af bókum hans og ágætri ritstjórn við Kirkjuritið; þessu
til áréttingar þykir hlýða, að tilfærð séu hans eigin orð,
bls. 7 í áminstu hirðisbréfi:
„Guðfræðivísindin hafa verið heilög fræði í augum
mínum. Og þau hefi ég viljað stunda óháður öllum kenni-
setningum og spyrja um það eitt, hvað væri satt og rétt.
Ég hefi talið rannsókn Heilagrar ritningar frjálsa og óháða,
ekki aðeins leyfilega, heldur beinlínis skyldu. Ég hefi treyst
því, að gullið þyldi deigluna og kæmi aðeins skírara úr
henni. Þessar vonir mínar hafa sannarlega ekki brugðist,
heldur hefir skilningurinn glæðst á bók bókanna. Ég vil af
öllu hjarta taka undir orð Lehtonens erkibiskups Finna í
hirðisbréfi hans:
„Kirkjunni er það hollara að lifa í víðáttu og frelsi
rannsóknanna heldur en halda sér dauðahaldi í kenningar
fyrri tíða.“ —
Svo sem vænta mátti eru ummæli herra Ásmundar um
fyrirrennara sinn, dr. Sigurgeir Sigurðsson, hnitmiðuð og
makleg, en í þeim er meðal annars svo að orði komist:
„Hvar sem hann fór, vann hann að því að vekja kirkju-
legt og kristilegt líf, og það á þann veg, að hann varð
ástsæll af þjóðinni, og hún heldur minningu hans í heiðri.
Samstarf okkar var orðið langt og því meira virði fyrir
mig sem ég kyntist betur hreinleik hjarta hans og ástúð.
Hann hefir látið oss eftir góðan arf, sem vér skulum ávaxta
vel. Hann var fyrirmynd að starfsáhuga og ósérhlífni, unz
hann hné niður undir merki kirkjunnar. Guð blessi oss
öllum minningu hans.“
f orðum þeim, sem hér fara á eftir speglast fagurlega
lífsskoðun Asmundar og hjartahiti:
„Boðskapur Jesú var fagnaðarerindi kærleikans og hins
eilífa lífs og kröfur hans himinháar.
Vér verðum allir að rannsaka þá kenningu, er vér
hverju sinni flytjum. Ef innsti kjarni hennar er ekki gleði-
boðskapur, þá er hún heldur ekki kristindómur. Vér eigum,
eins og fyrstu lærisveinar Krists, að boða af fullri djörfung
komu Guðsríkis hingað á jörð og hjálpræði hans hverri
mannssál til handa. Alt vol og víl á að vera fjarri prédikun
vorri. Vér eigum að sjálfsögðu að vera raunsýnir, en jafn-
framt bjartsýnir. Guð kærleikans lifir, og frá honum, fyrir
hann og til hans eru allir hlutir. Hann vill gefa oss ríki sitt
hingað, grundvalla það hér á jörð. Og það mun standa um
tíma og eilífð. En vér verðum að veita því viðtöku með því
að taka sinnaskiptum og trúa fagnaðarerindinu. Allur boð-
skapur vor verður að mótast af trúnni á sigur hins góða að
lokum, sigur kærleikans, sigur Krists, sigur Guðs. Kirkjan
á að vera Krists kirkja. Því verður leið þjóna hennar í
öllum greinum að vera kærleiksleið. Kristur var kærleiki
Guðs holdi klæddur hér á jörð. Án kærleiks væri kirkjan
aðeins gröf hans.“ —
Þetta drengilega og skorinorta hirðisbréf herra Ás-
mundar, er 40 blaðsíður að stærð í allstóru broti, prentað í
ríkisprentsmiðjunni Gutenberg, vandað að frágangi svo sem
framast má verða.
★ ★ ★
Þjóðræknisþing um garð gengið
Margir óttuðust um að nýafstaðið þjóðræknisþing yrði
slælega sótt, og var slíkur ótti ekki með öllu ástæðulaus,
þar sem fádæma snjókoma lokaði að miklu þjóðvegum
þannig, að járnbrautarlestimar voru í raun og veru einu
samgöngutækin; en þrátt fyrir snjókomuna og gaddgrimdir
í ofan á lag, varð ekki annað sagt en þingsókn væri sæmi-
leg og komu ýmsir erindrekar að um langan veg svo sem
úr Vatnabygðum í Saskatchewan og íslenzku bygðarlögun-
um í Pembinaþinghá í North Dakota; þingfundir voru yfir
höfuð dável sóttir og aðsókn að skemtisamkomunum öllum
í betra lagi, enda til þeirra allra vandað hið bezta.
Lokasamkoma þingsins var afarfjölsótt og lærdómsrík
um margt; þar flutti Dr. Richard Beck mergjað erindi um
íslandsför þeirra hjóna í sumar, sem leið, auk þess sem séra
Eiríkur S. Brynjólfsson frá Vancouver, veitti samkomu-
gestum þess kost að hlusta á raddir Karlakórs Suðurnesja-
manna af segulbandi, en söngflokk þenna hafði séra Eiríkur
Hvað er í nafni?
(GAMAN og ALVARA)
2. “Thereby Hangs a Tale.”
Eins og að líkindum lætur, þá
er ekki hvað minst komið undir
nafngiftum í heimi skáldskapar
og sögulistar. Menn geta flokkað
skáldsögur nokkurn veginn eftir
þeim nöfnum, sem höfundurinn
velur fólki sínu. Sé sagan þunn,
þá eru nöfnin að öllum jafnaði
litlaus, eins og Lona Medford,
eða „hárfín“ og smeðjuleg eins
og Leslie Lyle. Á þessu eru vita-
skuld undantekningar, en oftar
munu nöfnin hæfa frásögninni.
Andríkir sögusmiðir gjöra
miklu betur venjulega í þessari
grein. Sinclair Lewis var snill-
ingur að velja nöfn. Þau eru
mergjuð og stæðileg hjá honum,
og oft fáheyrð, en þó sjaldan af-
káraleg^ og hæfa hvert sinni per-
sónu eins og saumað fat.: —
Kennicott, Babbitt, Arrow-
Smith.
Dickens aftur á móti velur
fólki sínu fáránleg nöfn, því lík-
ust, að hann hefði fengið þau
lengst neðan úr jötunheimum.
Sumir segja, að hann hafi tamið
sér þetta tiltæki til þess að kom-
ast hjá málsóknum. Menn reidd-
ust ádeilunni, sem sífellt var á
takteinum hjá Dickens; þeir
voru reiðubúnir að tileinka sér
eitt eða annað, sem þeim þótti
napurt hjá honum, og kalla
meiðyrði — ef þeir komust í
færi. Mundi því Dickens hafa
staðið í sífeldum málaferlum, ef
hann hefði notað algeng manna-
nöfn. Verið getur að eitthvað
sé hæft í þessu.
En nafnavalið hjá Dickens er
alveg eftir þeirri sögulist, sem
hann temur sér. Hann er skop-
myndasmiður. Flestar persónur í
sögum hans eru einhvern veginn
úr lagi færðar, fáránlegar meir
eða minna. Þessum skopmynd-
um velur hann skopleg heiti, og
hittir þar naglann svo vel á höf-
uðið, að nöfn verða hjá honum
táknanir, sem aldrei fyrnast.
Gljáandi hræsnin heitir Peck-
sniff; skriðdýrshátturinn heitir
Uriah Heap; en baslið og borgin-
menskan í faðmlögum — hvaða
nafn mundi sæma þeim hjúum
betur en Wilkins Micawber?
Vel má vera, að hér sé það
nafnið, sem dregur dám af per-
sónunni; slíkt kemur oft fyrir í
mannheimi. Maður og heiti sam-
rýmast; og áhrifin eru gagnvirk,
eins og áður var tekið fram, að
mig minnir. Og það má Dickens
eiga, að hversu skakkar og
skældar, sem mannlýsingarnar
eru hjá honum, þá eru þær líf-
rænar að öllum jafnaði.
En stundum hafa lítilsigldari
höfundar tekið sér fram ofur-
lítið með því að varpa nöfnum
eins og salti í grautarpottinn. Og
það hefir komið fyrir, að nafnið
bjargaði sögunni. Ég hefi til
dæmis aldrei lesið „Mannamun“
eftir Jón Mýrdal. En Vigfús á
Hala stendur mér skýr fyrir
hugskotssjónum eins fyrir því,
og tóknar einn eður annan Hala-
Vigfús, sem ég hefi mætt í lif-
anda lífi.
En gáum að: Það er viður-
nefnið en ekki mannsnafnið
sjálft, sem bjargar þessum Vig-
fúfi frá gleymsku — og sögunni
með. Fáum er sennilega vel við
uppnefningar, einkum ef þeir
verða fyrir þeim sjálfir.
Auknefnin eru eins og ruður
í þeirri miklu samsteypu, sem
við köllum mælt mál.
Með þessu er ég ekki að lasta
sjálft tungumálið. Langt frá.
Tungan er list, eins og Matthías
tekur fram. Hún er skáldskapur,
og skáldið er þjóðin öll, alþýðan.
Þann kvæðaflokk er þjóðin sí-
felt að yrkja. Þar kennir margra
grasa; höfundurinn safnar alls
konar orðum og merkingum í
þetta listaverk sitt, bæði ljúfum
og leiðum. Mætti þá búast við,
að málvenjan væri alls ekki
vönd að máli; en einhvern veg-
inn verður sá andlegi réttur
br^rgðmikill oft og einatt, sem
hún ber á borð, þótt hann sé ekki
bragðgóður æfinlega.
Tungunni verður tíðum heil-
mikið krydd úr uppnefningum.
Þær varpa aíis kyns litbrigðum
yfir'hvers konar efni, sem fyrir
liggur. Ættartölur og aðrir
nafnalistar í fornsögunum okkar
bera þess vott. Lítum yfir lista
yfir lögsögumenn á söguöldinni.
Fyrstu nöfnin fjögur eru með
STUTTU áður en við hjónin
lögðum af stað í hina at-
burðaríku og ógleymanlegu ferð
okkar til Islands og Norður-
landa síðastliðið sumar, sýndi
stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags-
ins mér þá tiltrú og sæmd að
fela mér að koma fram sem full-
trúi félagsins og flytja kveðjur
þess á 10 ára afmælishátíð ís-
lenzka lýðveldisins, við biskups-
vígslu og á prestastefnunni, og
ennfremur á öðrum þeim sam-
komum á Islandi, þar sem ég
teldi, að slíkur kveðjuflutningur
ætti heima. Var mér þetta einkar
ljúft hlutskipti, því að eins og
ég sagði í mörgum ræðum mín-
um heima á ættjörðinni, veit ég
ekkert hlutverk eftirsóknarverð-
ara í lífinu, heldur en að vera
sendiboði góðviljans manna
milli; og sem íslendingi var mér
það vitanlega alveg sérstakt
fagnaðarefni að mega enn á ný
brúa hið breiða djúp góðhuga1
landa minna vestan álanna til
ættsystkinanna heimafyrir. Jafn
framt því og ég þakka fyrir
þann sóma, er stjórnarnefndin
sýndi mér, með því að fela mér
kveðjuflutning og fulltrúastarf
í hinni minnisstæðu heimför
okkar hjóna, tel ég mér skylt að
gera þessu þjóðræknisþingi
nokkra grein fyrir því, hvernig
ég rækti það fulltrúastarf mitt,
og flytja þinginu jafnframt
kveðjur heiman um haf, sem ég
var beðinn fyrir, og mér þykir
bezt sæma að bera fram opin-
berlega á þessum vettvangi,
vorum vestræna Þingvelli, ef svo
má að orði kveða.
Segja má, að ég hafi þegar
hafið kveðjuflutninginn héðan
vestan um haf samdægurs og við
hjónin stigum fæti á íslenzka
grund, 2. júní s.l., því að seinni
part þess dags áttum við viðtal
við blaðamenn, og skýrðum
þeim auðvitað frá því, að við
værum, bókstaflega talað, með
fangið fullt af kveðjum. Lagði
ég áherzlu á það, að jafnframt
því sem íslendingar í Vestur-
auknefnum: Hrafn Hœngsson
(ekki Ketilsson), Þórarinn Raga-
bróðir, Þorkell máni, Þorgeir
Ljósvetningagoði. Á eftir þeim
koma fullmætir menn fjórir; en
þá verður listinn ekki eins vænn
yfirlitum; auknefnin vantar:
Grímur Svertingsson, Skapti
Þóroddsson, Steinn Þorgestsson,
Þorkell Tjörvason.
Eitt má með sanni segja um
viðurnefnin: þar hangir oftast
„hali“ við, eða sögusögn —
Thereby hangs a tale, eins og
Enskurinn segir. Hvað mundi
verða úr fornsögunum okkar, ef
þeir halar væru allir á burt
numdir? Það yrði eins og allar
endingar væru teknar úr latín-
unni. Sagan væri þá eins og
halakliptur hundur. —
Hér vestan hafs var fyrir
mörgum árum íslenzkur náungi,
sem kallaður var „götuskellir“.
Skírnarnafnið gjörir hvorki til
né frá. Þetta viðurnefni er nokk-
uð klúrt, ef ég skil það rétt; en
þar hangir hali við, — saga, sem
líklega verður aldrei í letur
færð; en hún mun verða höfð í
minnum svo lengi sem nafnið er
einhvers staðar á sveimi.
G. G.
heimi báðu að heilsa frændum
og vinum, sendu þeir kveðju til
landsins sjálfs, til fjalla og fossa,
fjarða og dala, og þá sér í lagi
til hjartfólginna æskustövða og
átthaga, því að um okkur heima-
alda íslendinga er það hverju
orði sannara, sem Einar P. Jóns-
son segir fagurlega í einu hinna
snjöllu íslandsljóða sinna:
Hún skýrist í huganum, móðir,
þín mynd
þess meir sem að líður á dag;
öll forsagan tvinnuð og tengd
minni sál
eins og texti við uppáhaldslag.
Sló ég eðlilega á sama streng í
öðrum viðtölum og ræðum.
Kveðjur Þjóðræknisfélagsins
og Vestur-íslendinga í víðtækari
skilningi flutti ég annars opin-
berlega fyrsta sinni úr ræðustól,
er ég þ. 7. júní, í boði Háskóla
Islands, hélt almennan fyrir-
lestur um „Yrkisefni vestur-
íslenzkra skálda“ í hátíðarsal
háskólans fyrir stóran hóp á-
heyrenda. Fjallaði fyrri hluti
þess fyrirlesturs um afstöðu
skálda vorra til ættjarðarinnar
og kvæðaefni þeirra af þeim
toga spunnin, en um þau kvæði
þeirra fór ég þeim orðum, að þau
væru, að eigi litlu leyti, sam-
felldur ástaróður til ættlands og
ættþjóðar. Síðar flutti ég fyrir-
lestur þennan, samkvæmt sér-
stakri beiðni, á fjölmennum
samkomum á ísafirði og Siglu-
firði, og fylgdi honum úr hlaði
með kveðjum vestan um haf.
Verður fyrirlesturinn bráðlega
prentaður í Skírni, ársriti hins
íslenzka Bókmenntafélags. Á
Stórstúkuþingi íslenzkra Templ-
ara og umdæmisþingi Vest-
fjarða, sem bæði voru háð á
ísafirði að þessu sinni, flutti ég
einnig kveðjur vestur-íslenzkra
Good-Templara og sagði frá
starfi þeirra fyrrum og nú.
Er til Reykjavíkur kom úr
þeirri Vestfjarðaför, ávarpaði ég
ársfund Eimskipafélags Islands,
bar félaginu, í tilefni af fertugs-
afmæli þess, kveðjur félags vors,
en sérstaklega minntist ég þar
hins nýlega látna og mikilsvirta
starfsbróður vors, Ásmundar P.
Jóhannssonar, og flutti ársfund-
inum og félaginu alúðarkveðjur
og árnaðaróskir fjölskyldu hans.
Stuttu áður mættum við hjónin
á ársþingi íslenzkra kennara,
sem haldið var í Reykjavík, og
flutti ég þar kveðjur Vestur-
íslendinga og erindi um þann
skerf, sem kehnarar af íslenzk-
um ættum vestan hafs hafa lagt
til fræðslumála og um sérstakan
frama ýmsra þeirra og forystu á
því starfssviði.
Sigldi nú hver stórhátíðin í
kjölfar annarar, þar sem við
hjónin vorum boðsgestir og ég
ílutti kveðjur og ræður sem full-
trúi félags vors, og um leið, beint
og óbeint, í nafni íslendinga
vestan hafs almennt.
Ber þar fyrst að geta Sjó-
mannadagsins, sunnudaginn 13.
júní, er forseti Islands, herra
Ásgeir Ásgeirsson, lagði horn-
steininn að heimili aldraðra sjó-
manna, að viðstöddum geysi-
miklum mannfjölda; vék ég í
ræðu minni við það tækifæri
sérstaklega að afrekum vestur-
íslenzkra sjómanna á höfum úti
og á stórvötnunum hér í álfu.
Næst kom mesti og sögulegasti
atburður sumarsins, 10 ára af-
mæli lýðveldisins þ. 17. júní, er
minnst var að verðugu um land
allt, og í Reykjavík með mjög
tilkomumiklu og minnisstæðu
hátíðahaldi. I kveðjuávarpi mínu
þann söguríka dag lagði ég sér-
staka áherzlu á framhaldandi
samstarf Islendinga yfir hafið,
sem öflugast viðhald brúar
frændseminnar og menningar-
legra samskipta báðum aðilum
til gagns og sæmdar.
Annar höfuð atburður sumars-
ins var vígsla dr. Ásmundar
Guðmundssonar til biskups yfir
íslandi þ. 20. júní, að vonum um
allt hin virðulegasta og minnis-
stæðasta athöfn. I hinni veglegu
veizlu, sem kirkjumálaráðherra,
Steingrímur Steinþórsson, hélt
til heiðurs biskupi og frú hans
um kvöldið samdægurs, og
seinna á Prestastefnunni, flutti
ég kveðjur Þjóðræknisfélagsins
og Sambandskirkjufélagsins, er
mér hafði einnig verið falið að
flytja. Að beiðni biskups flutti
ég ennfremur í ríkisútvarpið, í
sambandi við Prestastefnuna,
erindi um „Trúrækni og þjóð-
rækni í sögu og lífi Vestur-
Islendinga“, og verður það erindi
birt í Kirkjuritinu.
Síðar á sumrinu vorum við
hjónin gestir á hinni árlegu
Skálholtshátíð, og flutti ég þar
eina af aðalræðunum; fjallaði
hún um íslenzkar menningar-
erfiðir og varðveizlu þeirra.
Kemur sú ræða í tímaritinu
Víðförla. Var hátíð þessi fjöl-
menn og um allt hin tilkomu-
mesta, enda er nú vaknaður víð-
tækur og virkur áhugi fyrir
endurreisn Skálholtsstaðar, er
oss Islendingum í landi hér
sæmir vel að styrkja eftir
föngum.
Ennfremur flutti ég kveðjur
héðan vestan um haf og ræður
um ættland vort og arfleifð á
fjölsóttum útisamkomum Ung-
mennafélags Islands í Þrasta-
skógi, við ölfusárbrú og á Sauð-
árkróki.
Þá fluttum við bæði hjónin
kveðjur og ávörp um vestur-
íslenzka félagsstarfsemi á aðal-
fundi Bandalags norðlenzkra
kvenna, sem haldinn var á Akur-
eyri. Ennfremur var ég ræðu-
maður á fundum Rotaryklúbb-
anna í Reykjavík, á Akureyri og
Sauðárkróki. Helgar sá félags-
skapur, eins og kunnugt er,
starfsemi sína alþjóða samvinnu,
en jafnframt því sem ég vék að
því allsherjar markmiði, ræddi
ég sérstaklega framhaldandi
samvinnu íslendinga austan hafs
og vestan.
Geta má þess, að ræðunum á
Sjómannadeginum og Lýðveldis-
hátíðinni var útvarpað samtímis
og þær voru fluttar og Skálholts-
hátíðarræðunni stuttu síðar af
segulbandi. Margar af ræðum
þeim, er áður voru nefndar, hafa
einnig verið prentaðar í blöðum
beggja megin hafsins.
Auk þess flutti ég kveðjur og
ávörp, er snertu Vestur-íslend-
inga, í mörgum veizlum og sam-
kvæmum á ýmsum stöðum, og
verður það ekki nánar rakið hér.
Sannleikurinn er sá, að við vor-
um alltaf að skila kveðjum með-
an við dvöldum heima . á ætt-
jörðinni.
Eigi sæmir það, að ég leggi
Framhald á bls. 8
stofnað og sjálfur æft, unz hann tók við prestsembætti
vestan hafs; það var ánægjulegt, að fá þannig að hlusta á
Raddir fslands, og er þess að vænta, að slíkur söngur megi
sem oftast endurtaka sig.
Frá þjóðræknislegu sjónarmiði séð, voru það þó vita-
skuld hinar tæru raddir barnanna úr Nýja-íslandi, Árborg,
Geysi og Hnausum, er skemtu með framsögn, einsöng og
samsöng, er orkuðu dýpst á vitund samkomugesta, því
þetta voru vorboðar, er vottuðu með skírum íslenzkum
hreimi traust sitt á tign og ódauðleik íslenzkrar tungu,
einnig hér í hinni vestrænu dreifingu.
Það var kalt úti fyrir þetta áminsta kvöld, en inni fyrir
í hjartanu var hlýtt og vonbjart.
Lögberg þakkar börnunum að norðan og foreldrum
þeirra ógleymanlega og hjartastyrkjandi kvöldskemtun.
Kveðjur yfir hafið
{Avarp flutt á þjóðrceknisþinginu 21. febrúar 1955)
Eftir prófessor RICHARD BECK