Lögberg - 03.03.1955, Blaðsíða 7

Lögberg - 03.03.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. MARZ 1955 7 Sálnaveiðar Framhald, aj hls. 3 sem um tíu ára skeið starfaði í þjónustu kommúnista. Hann var áður einn af áróðursmönnum þeirra meðal verkamanna í Norðurríkjunum og forustumað- ur í ýmsum svokölluðum „sam- fylkingum“ hinna rauðu; en hann sagði sig úr flokknum, er hann fór til Suðurríkjanna og gerðist þá starfsmaður # áður- nefndrar sjónvarpsstöðvar. í augum flestra samborgara sinna er þessi maður í dag þjóð- hollur þegn Bandaríkjanna. En það er blekking; hann hefir á laun, samband við flokkinn, og þröngur hópur kommúnista kemur að staðaldri saman á heimili hans. Hann er auðvitað allt of gætinn til þess að láta út- varpa nokkru, sem telja mætti ógrímuklæddan áróður komm- únista, en eins og rauði ritstjór- inn hefir hann aðstöðu til þess að móta skoðariir hlustanda og áhorfanda á ýmsan hátt í anda þeirra, þótt aldrei væri nema með efnisvali og mismunandi áherzlu á því, sem útvarpað og sjónvarpað er. * * * Laumukommúnistar í röðum lækna og lögfræðinga eru hin- um rauðu einnig mjög þörf verkfæri til þess að veiða sálir fólksins. Sums staðar þylja kommúnistískir læknar áróður sinn blátt áfram yfir hausamót- um sjúklinganna meðan þeir eru að stilla þjáningar þeirra, og þeir lána einnig þekkt nöfn sín til stuðnings hinum rauða mál- stað. Einmitt nú sem stendur eru einhverjir þessara lækna önnum kafnit við að breyta með skurðaðgerðum útliti kommún- ista, sem eru í felum og vilja komast undan armi laganna. Kommúnistískir lögfræðingar gerast ekki aðeins ráðunautar og verjendur hinna rauðu flugu- manna, er þeir verða að standa reikningsskap gerða sinna fyrir dómstólunum; þeir reyna einnig að hafa áhrif á opinbera em- bættismenn, já, meira að segja á þingmenn og senatora, mál- stað kommúnista til framdráttar. Ekki einu sinni prestarnir eru lausir við laumukommúnista sín á meðal. Kommúnistar gera sér það fullkomlega ljóst, hve sterk vörn kristindómurinn er gegn kenningum þeirra. Þess vegna ráðast þeir á hann, meðal annars með því að reyna að vinna starf- andi þjóna sjálfrar kirkjunnar til fylgis við flokk sinn. E i n n laumukommúnistinn meðal prestanna, sem vitað er að stendur í stöðugu sambandi við háttsetta flokksforingja, prédik- ar hið rauða fagnaðarerindi fyrir fjölmennum söfnuði í einni borginni á austurströnd landsins, prísar stefnuskrá kommúnista bæði í ræðu og riti og er mál- pípa fyrir „samfylkingar“ þeirra. Annnar kommúnistaklerkur, sem er á vesturströndinni, reyn- ir að vinna hinar ungu sálir fyrir flokkinn með því að halda svo- kölluð „æskulýðsmót" í kirkju sinni og efna þar til málfunda til umræðna um sakleysi og ágæti kommúnista. Og enn einn hinna rauðu klerka sagði nýlega við söfnuð sinn: „Vér megum enga krossferð hefja gegn Rúss- landi . . . Ráðstjórnarríkin ógna frelsinu hvorki í Evrópu né annars staðar . . . Það er aðeins fasisminn, sem þau berjast gegn. * * * Af öllum herbrögðum, sem kommúnistar beita til þess að ná valdi yfir hugum manna í Banda ríkjunum, eru „samfylkingar“ þeirra árangursríkastar. „Sam- fylkingu“ kalla þeir hver þau samtök eða hreyfingu, sem flokkurinn gengst fyrir til þess að veiða sálir fólksins. Hún getur verið staðbundin, en einnig náð um allt landið, verið stór eða lítil, til fárra daga eða margra ára. En alltaf er tilgangurinn sá, að reyna að fá einhverja áhrifa- menn utan flokksins til sam- stöðu eða fylgis við hann, Með kommúnista nöfnum þeirra er síðan flaggað flokknum til frarpdráttar. Til dæmis ákvað miðstjórn flokksins fyrir nokkru að stofna svokallaða „friðarnefnd“ í einu Miðvesturríkjanna. í því skyni var fyrst leitað til læknis, sem enginn grunaði um að vera kommúnisti, en var þó reiðu- búinn til samstarfs við þá. Þennan lækni báðu þeir að stinga upp á nokkrum íhalds- mönnum, sem væru líklegir til þess að taka að sér að hafa for- göngu um stofnun „friðar- nefndarinnar.“ Læknirinn varð við þeirra ósk; en þá brá svo kynlega við, að kommúnistar vildu ekki fallast á einn þeirra manna, sem hann stakk upp á. „Þennan mann get- um við ekki notað,“ sögðu þeir; en ástæðan var sú, að hann hafði eitt sinn ráðist opinberlega á kommúnistaflokkinn. — Þeir treystu honum ekki; óttuðust að hann kynni að sjá í gegnum svikavefinn og fletta ofan af honum; slíkt óhapp mætti ekki fyrir koma. Alla hina samþykktu komm- únistar orðalaust; svo var áróð- ursvélin sett í gang. Símar hringdu, dyrabjöllur gullu, dreifibréf voru borin út, tilkynn- ingar sendar blöðum og fjölda- fundur boðaður í nafni „friðar- nefndarinnar.“ Þar töluðu hinir nýju samstarfsmenn kommún- ista og fleiri „nytsamir sakleys- ingjar" um nauðsyn friðar of af- vopnunar; og auðvitað gleymdu þeir ekki að minnast á þá heimsku Bandaríkjamanna, að vera að tortryggja svo friðsama þjóð og Rússar væru. Mörgum áheyrandanum, sem fæstir voru kommúnistar, fannst þeir sjálf- sagt hafa rétt að mæla; og svo mun einnig mörgum lesanda blaðanna hafa fundizt, er fréttir birtust af fundinum í þeim. Þannig tókst örfáum, slóttugum áróðursmönnum kommúnista- flokksins að gera virðulega, en grunlausa borgara að ginningar- fíflum hans og vinna þó nokkurn sigur með hjálp þeirra. Til „samfylkinga“ sem þessar- ar er efnt um hin margvísleg- ustu mál, sem öll verða að sjálf- sögðu að láta vel í eyrum, svo sem verndun mannréttinda, verð lækkun á nauðsynjum, jafnrétti svartra og hvítra og „raunveru- legt lýðræði." En á bak við tjöldin hafa trúnaðarmenn flokksins alla þræði í sínum höndum og vaka yfir, að „sam- fylkingin" þjóni honum sem bezt. Stundum ganga þessar „sam- fylkingar“ svo vel, að þeim tekst að þyrla upp miklu mold- viðri um land allt, eins og til dæinis með baráttunni til þess að „bjarga Rosenberghjónun- um,“ eins og það var kallað, 1953. Eins og allar „samfylkingar“ þeirra átti sú hreyfing upptök sín í innsta hring kommúnista- flokksins; en auðvitað datt eng- um þar í hug, að hægt væri að bjarga hinum dæmdu kjarnorku njósnurum, Juliusi og Ethel Rosenberg, — þeir kærðu sig heldur ekki neitt um það. Til- gangur moldviðrisins var allt annar, sem sé: 1) að rægja stjórnarfar og einkum réttarfar Bandaríkj- anna; 2) að rægja FBI, sem hafði tekið Rosenberghjónin föst; 3) að hella olíu á eld haturs- áróðursins, sem kommúnistar hafa rekið gegn Bandaríkjunum síðan 1945; 4) að telja mönnum trú um, að réftarrannsóknin gegn Rosen- berghjónunum ætti rót sína að rekja til Gyðingahaturs í Banda- ríkjunum svo að þeim gleymd- ust frekar Gyðingaofsóknirnar, sem í seinni tíð hafa átt sér stað í Ráðstjórnarríkjunum og lepp- ríkjum þeirra; og 5) að leiða athygli fólks frá þeirri staðreynd, að Rosenberg- hjónin ráku kjarnorkunjósnir sínar í nánu sambandi við opin- bera sendimenn ráðstjórnarinn- ar vestan hafs. Kommúnistar létu ekkert ó- reynt til þess að ná þessum fimmfalda tilgangi; enda tókst þeim það svo vel, að þeir eiga viðurkenningu skilið. Með því að heita á mannvini og miskunn- sama kirkjunnar þjóna „í nafni mannúðarinnar og réttlætisins,“ tókst þeim að fá hundruð þeirra til þátttöku í áróðursherferð sinni, tryggðu sér fréttir af henni á forsíðum blaðanna um allan heim og æstu um 6000 manns, sem fæstir voru komm- únistar á fund forsetans í Hvíta húsinu í Washington. Þeim tókst ekki að bjarga lífi kjarnorkunjósnaranna, e n d a munu þeir aldrei hafa gert sér vonir um að geta það. En þeim tókst að gera þá að píslarvottum í augum mikils fjölda góðra manna og unnu með því athyglis verðan áróðurssigur. * * * Hvernig getur svo lítill flokk- ur kommúnista haft svo mikil áhrif? Ein ástæðan til þess er sú, að hann nýtur stuðnings fjölmargra fylgismanna og „nytsamra sak- lengi hælt sér af því, að hver flokksmaður þeirra eigi aðgang að tíu óflokksbundnum, sem ávallt séu reiðubúnir að taka af þeim ómak áróðursstarfsins. Og af kaupendatölu kommúnista- blaðanna má álykta, að það sé rétt. Þó að af aðalblaði þeirra, „The Daily Worker“, og sunnu- dagsblaðinu, „The Worker,“ seljist nú ekki nema 10,443 og 28,822 eintök og salan á þeim fari minnkandi, mun láta nærri, að um 250,000 eintök seljist af öllum blöðum þeirra í Banda- ríkjunum eða um það bil tífallt fleiri en flokksmennirnir eru. Og það fer varla hjá því, að flestir þeirra, sem kaupa komm- únistablöðin að staðaldri, séu annað hvort í flokknum eða undir niðri hliðhollir honum. önnur ástæðan til þess, að kommúnistum gengur svo vel, sem raun ber vitni, að koma ár sinni fyrir borð, er sú, að þeir hafa alltaf nóga peninga. Flokks- stjórnin hefir að vísu frá upp- hafi, eða í meira en þrjátíu ár, alltaf öðru hvoru verið að barma sér yfir fjárhagsörðugleikum til þess að fá gjafir í flokkssjóðinn. Það gerði hún til dæmis 1945, þegar hún sagði fjárhag flokks- ins bágbornari en nokkru sinni áður í sögu hans. En raunar átti hún þá í sjóði 43,000 dollara. Sami söngurinn um fátækt flokksins er sunginn enn í dag; og margir óbreyttir meðlimir hans og fylgismenn halda, að hann sé stöðugt á hausnum. Sannleikurinn er sá, að hann hefir alltaf nóga peninga, enda furðulegar fjárupphæðir til for- ráða, hvenær sem hann þarf á að halda. Þetta sást bezt 1947, þegar flokkurinn þóttist hafa safnað 1,000,000 — einni mill- jón — dollara á örfáum dögum til baráttu gegn fyrirhugaðri lagasetningu gegn moldvörpu- starfi hans, og 1948, þegar hann „safnaði“ aftur 500,000 — hálfri milljón — dollara til baráttu gegn öðrum lögum, sem ekki voru forsprökkum hans að skapi. Þá níu mánuði, sem málaferlin gegn kommúnistum stóðu 1951, gátu þeir eytt 7000 dollurum á viku sér til málsvarnar. Flokkurinn hefir stöðugar tekjur af flokksgjöldum og öðr- um framlögum meðlima sinna, — það er sagt, að það kosti einn dollar á dag að vera kommún- isti, — en fær einnig stórfé frá gróðafyrirtækjum, sem hann rekur, frá einstökum, róttækum verkalýðsfélögum og ríkum „englum“; en svo kalla komm- únistar þá auðmenn, sem þeir eiga vingott við. Þótt furðulegt megi teljast hafa mörg kaup- sýslufyrirtæki orðið til þess að styðja flokkinn fjárhagslega, þar á meðal næturklúbbar, knæpur, leðurvöruverzlun, kaupfélag, bílasala og stór innflutnings- og útflutningsverzlun. Á meðal „englanna“, sem hafa verið svo örlátir við hann, eru bæði kaup- sýslumenn, sem komizt hafa í efni fyrir eigið framtak, og erf- ingjar forríkra einkafyrirtækja. Einn af fyrstu „englum“ flokksins, var innfluttur maður, fæddur austur á Rússlandi, sem gerðist gimsteinasali eftir að hann settist að í Bandaríkjunum og græddi of fjár. Hann hjálp- aði flokknum á fyrstu árunum og kom undir hann fótum fjár- hagslega. Síðan hefir hver „eng- illinn“ tekið við af öðrum. Ekkja, sem fékk 500,000 dollara eftir mann sinn, stofnaði og rak um skeið verzlun til ágóða fyrir flokkinn, og tvær systur, sem erfðu 330,000 dollara, styrktu hann árum saman í átthögum sínum. Auðugur prestur, sem tók hina rauðu trú í langri sjúk- dómslegu, arfleiddi flokkinn að 200,000 dollurum. Enn í dag verða ýmsir auð- menn til þess að styrkja komm- únistaflokkinn með stórgjöfum, og fjölmargir vinir hans aðrir í kaupsýslustétt láta einnig nokk- uð af hendi rakna. Þó að komm- únistar þykist hata kapítalið, kunna þeir vel að meta gildi þess og nota það til framdráttar flokki sínum. En höfuðástæðan til þess, hve mikið þeim verður oft ágengt, er flokksaginn og flokksofstæk- ið. Fyrirskipanir flokksins eru hverjum kommúnista sem lög. Þeir ljúga, drýgja glæp, já, skilja við konu og börn, ef flokk- urinn krefst þess. Ekki alls fyrir löngu fékk einn kommúnistaforinginn, sem flokkurinn hélt, að FBI væri á eftir, fyrirskipun um að hverfa fyrst um sinn. Hann gerði það og sagði ekki einu sinni konu sinni eða börnum, að hann ætl- aði að yfirgefa þau, en kom fram fáum vikum síðar í annari borg undir gervinafni. Þar bjó hann með giftri konu, sem einnig var kommúnisti og hafði farið frá manni sínum og börnum, sam- kvæmt flokksboði. í augum flokksforustunnar skipti það engu máli þó að tvö heimili væru lögð í rústir með fyrir- skipunum hennar. Slíkar brellur eru svo að segja daglegt brauð í baktjaldasam- tökum kommúnista; og sumar þeirra myndu sóma sér vel í sakamálasögu. Flokksmenn, sem óttast, að FBI sé á hælum þeim, láta aldrei sjá sig á daginn, en mæta á klíkufundum kommún- ista á nóttunni, þegar allir aðrir eru horfnir af götunum og ólík- legt er, að þeir verði séðir. Einn flokksmaður er látinn skjóta skjólshúsi yfir annan, sem þarf að fela sig; og sumir þeirra eru orðnir mjög leiknir í að falsa fæðingarvottorð, félagsskírteini og tryggingaskírteini, hljóðandi á gervinöfn flokksbræðra sinna. Kommúnistum þykir ekki tryggilegt að nota póst eða síma, þegar um flokksmál er að ræða; þess vegna eru boðberar stöðugt á ferð og flugi um landið með fyrirskipanir flokksins. En auð- vitað hafa þeir alltaf einhver önnur erindi að yfirvarpi. Aðrir kommúnistar eru oft látnir njósna um ferðir þeirra; og segja má, að flestallir trúnaðarmenn kommúnista séu undir slíku eftir liti flokksins. Þess vegna treystir enginn kommúnisti öðrum. Allir geta þeir verið útsendir njósnar- ar flokksins. Vegna varúðar og bellibragða kommúnista er það allt annað en auðvelt fyrir FBI að fylgjast með athöfnum þeirra, enda er það auðvitað ómögulegt fyrir þá 6400 menn, sem rannsóknar- lögreglan hefir í þjónustu sinni, að vaka að staðaldri yfir 25,000 flokksbundnum kommúnistum til viðbótar við önnur skyldu- störf. Hins vegar er sú varúð, sem kommúnistar verða nú við að hafa, þeim á margan hátt fjötur um fót. Við það, að hverfa undir yfirborð jarðar, ef svo mætti að orði komast, hafa kommúnistar að sumu leyti orðið hættulegri en áður; en að öðru leyti mun hættuminni. Það, sem mest ríður á and- spænis laumukommúnistunum, er að gera sér ljósa hættuna af starfsemi þeirra og láta ekki blekkjast af herbrögðum þeirra. Enginn þarf að gruna nágrann- ann að ástæðulausu; enda eru rangar grunsemdir og getsakir síður en svo til þess fallnar að styrkja það þjóðfélag, sem vér viljum verja í baráttunni við kommúnista. En ef ástæða þykir til að gruna einhvern um laumu- kommúnisma, er miklu betra að gera FBI aðvart, en að fullyrða nokkuð,'' sem vel gæti verið rangt. Vér megum aldrei gleyma, að hinir kommúnistísku samsæris- menn %ru enn á meðal vor og að alvarleg hætta stendur stöðugt af þeim. Þeir halda áfram linnu- lausri baráttu til þess að rugla dómgreind fólksins og grafa undan frelsi þess; og vopnin, sem þeir beita, eru hvers konar blekkingar, lygar og vélabrögð. Til að sigrast á þeim verðum vér að þekkja vinnubrögð þeirra og vera mjög vel á verði. (Lauslega þýtt úr “The Americarí') —DAGRENNING, 1954 DRAUMUR Framhald aj bls. 2 Jæja, aumingja Hans minn, sagði hann þetta?“ Þá þykist ég segja: „Vissurðu nú ekki allt um það, þegar þú varst kistulögð, og þegar lík þitt var flutt héðan í burtu?“ „Jú“, sagði hún, „ég vissi allt um það. „Heyrðirðu þá ekki“, sagði ég, „þegar við vorum að tala um þig? Heyrðurðu ekki þegar ég var að tala um þetta við hann Hoffmann?" „Nei“, sagði hún, „það heyrði ég ekki, þá var ég ekki við- stödd“. Sagði hún þá að hún vildi heilsa honum og tala við hann. Þykist ég þá segja: „Jæja, farðu þá“. Sleppti ég henni þó sár-nauðug, en segi um leið: „Ó, blessuð, fyrir alla muni heimsæktu mig nú aftur“. En það var eins og áður, ég fékk ekkert loforð um það. Man ég ekki hvað hún sagði við því. Svo þóttist ég ætla að bíða þarna eftir því að hún kveddi mig betur, og sjá hana fara, — en þá vaknaði ég og þar með var draumurinn búinn. Þóttist ég þá skilja af orðum hennar, að þessa fyrstu daga hefði hún verið upptekin af að skoða sig um í sínum nýja heimi, og að hún hefði ekki gefið sér tíma til að vera mikið í kringum okkur jarðarbúa. En ekki man ég, hvernig hún hagaði orðum sínum um það. Margt fleira töluðum við saman, sem ég man ekki svo skýrt, að ég geti sagt frá því. Svo þóttist ég nú fara að sjá á henni ferðasnið. Við vorum báðar staðnar upp og stóðum við opinn glugga, og þar þóttist ég vita að.hún ætlaði út og líða svo upp í geiminn; ég ætlaði að horfa á eftir henni, þegar hún færi. Alltaf öðruhvoru á meðan við vorum að tala saman,' var ég að biðja hana að koma til mín aftur, en aldrei fékk ég ákveðið loforð um það. Nú datt mér í hug að grennsl- ast eftir, hvernig líkami hennar væri, hvort ég gæti þreifað á henni, og finnst mér ég taka í hendurnar á henni og þreifa á handleggjunuin á henni og svo þykist ég taka utan um hana og þrýsta henni að mér. Hún skipti sér ekkert af því, en mér fannst líkami hennar vera eins og á lifandi manneskjum, en eitthvað fannst mér hann samt vera öðru- vísi en okkar, þó að ég gæti ekki gert mér grein fyrir því í hverju sá mismunur var fólginn. Svo þóttist ég vita, að nú yrði hún að fara frá mér aftur því í svefninum fannst mér hún vera búin að vera hjá mér næri heilan dag og bjóst ég nú við, að hún færi að kveðja mig; og enn þótt- ist ég halda í hendurnar á henni, en á því augnabliki þótti mér maður ganga fram hjá okkur, hann var sjúklingur hér á hæl- inu og hafði verið góðkunningi frú Ingunnar á meðan hún dvaldi hér. Hann leit til okkar, og ég þóttist sjá, að hann þekkti hana og þykist vita, að hann langi til að tala við hana, en samt kom hann ekki til okkar. Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið Síðan 1910 Canadamenn bera traust tll Ttp Top Tallors, elztu og stœrstu fatagerðarinnar í Canada. Tip Top föt, snlSin eftir m&li, njóta meirl hylli 1 Canada vegna sniBs, gæ8a og endingar. Spyrjist fyrlr hjá nágranna yðar, hann veit svarið. Beztu föt í Canada sem fáanleg eru. Ávalt Tip Top btið í grendinni. rJj. tailors KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávisun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.