Lögberg - 10.03.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.03.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. MARZ 1955 T Hækkandi ris Guðmundur Gíslason Hagalín: Hér er kominn Hoffinn. Séð, heyrt og lifað. — Bókfells- úlgáfan, Reykjavík 1954. Hann stendur í Hafnarstræti og gónir á hús og fólk, lágur, þrekvaxinn, en þó holdgrannur, hálsstuttur, en áberandi höfuð- stór, hvíthærður og síðhærður. Hann hefur á höfði gráan hatt- kúf, barðaskældan og brotinn niður að framan. Snjáð regn- kápan er hneppt upp í háls, buxurnar þvældar, skórnir skældir og nokkuð svo saltblett- aðir. Þessi maður er vestan úr Fjörðum og hefur ekki fyrr komið til höfuðstaðarins, nafn hans er Guðmundur Gíslason Hagalín og er nú 18 vetra. — Það verður uppi fótur og fit í Hafnarstræti sem von er: börn- in hrópa: Sveitamaður, hí, hí! — en tónskáldið Árni Thorsteins- son snýr sér við og brosir, enda er sveitamaðurinn tekinn að kyrja: Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla. Efnislega er þetta upphafið á 4. bindi sjálfsævisögu Hagalíns, bók upp á 250 blaðsíður, í nokk- uð stóru broti, — en niðurlag hennar lýsir tilveru höfundar 7 mánuðum síðar. Og hvað gerist svo á þessu rúmlega missirisskeiði, frá því í marz og þangað til í september- lok? Svo margt að ekki verður tölu á komið. — Sérhver dagur kemur hlaðinn gjöfum til þeirra, sem kunna þá list að taka við, — það kann Hagalín flestum betur. Hann er kominn í höfuðstaðinn, ung, „saltdrifin hetja, stígin upp úr bárum,“ til að þreyta gagn- fræðapróf og afla sér þar með inngönguréttinda í Menntaskól- 0Ú BLOOD BANK ▼ H I S SFACI CONTRIBUTIÞ B V WINNIPEG BREWERY L I M I T I Þ HD-351 ann. Slíkt gengur vitanlega að óskum, því auk þess ágæta bók- vits, sem séra Böðvar á Rafns- eyri hefur nestað piltinn með, uppfræðir Bjarni Sæmundsson hann í nRtúruvísindum, en í teikningu Ríkarður Jónsson, svo einungis tveir lærifeðra hans séu nefndir, — virðist hvort- tve§gja hafa farið saman, að meistararnir kynnu lagið á læri- sveininum og lærisveinninn kynni lagið á þeim. En girnilegri til fróðleiks og skemmtunar verður þó frásögn Hagalíns af öðrum atvikum en þeim, sem að námi hans lúta, þar á meðal, þegar Ólafur Björnsson, ritstjóri ísafoldar, tekur af honum til birtingar kvæðið Arnarfjörður, en Jakob Jóh. Smári, ritstjóri Landsins, tekur af honum kvæð- ið Vorþrá. Þessi tvö kvæði eru það fyrsta, sem Hagalín fær prentað eftir sig, og er gaman að virða fyrir sér söguhetjuna, þegar hún er að stíga þessi fyrstu spor sín út á ritvöllinn, auðmjúkur, borubrattur eða ofsakátur, — öldungis eins og næmt og kraftmikið instrúment, sem vorsól og aprílvindar leika á til skiptis, og stundum sam- tímis. — Af þjóðfrægum mönn- um, sem hér koma við sögu, eru skemmtilegust kynnin við þá Bjarna Jónsson frá Vogi, Sigurð ívarsson kímniskáld, Sigurð Guðmundsson skólameistara og jafnvel Björn Kristjánsson ráð- herra og bankastjóra. En perlan í bókinni er þó Nicoline Henri- ette Katharine Árnadóttir — eða Lína eða bara Línka, frænka höfundarins, — um hana hefði ég viljað lesa heila bók í sama anda og kaflann; sem henni er helgaður. Annars yrði það of langt mál að geta í þessari grein allra eftirtektarverðra og snjallra mannlýsinga í Hér er kominn Hoffinn, því að bókin er harla auðug af þeim. Og ekki sé ég betur en frásagnargleði Haga- líns aukist með hverri bók sem hann skrifar. Þetta er orðið eins og flugeldasýning á gamlárs- kvöld. Á stöku stað, einkum í fyrra hluta bókarinnar, finnst mér höfundur þó of langorður, dvelja of lengi við veigalítil at- riði, eins og til dæmis um „sveitamennsku" þeirra félaga. En yfir stílnum dofnar aldrei, þar er spretturinn óslitinn frá upphafi til enda, og engin þreyta sjáanleg. Risið á sjálfs- ævisögu Hagalíns hefur enn hækkað til muna, og fer ekki hjá því að ritverk þetta í heild hljóti sess meðal öndvegisbókmennta okkar á þessari öld. —SUÐURLAND, 15. jan. BABY ROSE Ein sérstæSa8ta plantan af jurta- pottsblómum er dvergrósin, sem nær fullþroska á 4 til 5 mánuíum og sprettur upp af fræi meö klösum, er minna á hinar gim- steinaíögru barna- rósir, einar út af fyrir sig eSa tví- settar, margs konar litir. Pakki 35c postfrítt Sérstakt tilboS 1 pakki Baby rósir og aSrar úrvals heimilisplöntur, aS verSgildi $1.60 íyrir $1.00 póstfrítt. ÓKEYPIS 164 bls. fræ og blóma- ræktarbók fyrir 1955. Fullkomnasta . . . Úrvals aðbúð farþega Lægsta flugfargjald til íslands FljúgiS skemstu hringferSina til Reykjavíkur viS því lægsta flugfargjaldi, sem fáanlegt er. Hinar óviSjafnanlegu fjögra hreyfia Douglas Skymaster vélar, er skandinaviskir flugmenn, sem notiS hafa U. S. æfingar stjórna, veita hina fullkomnustu flugferSatækni, þægindi og ávalt lent á áætlunartima. t>ér njótiS ágætis máltlSa, hallandi sæta og fyrsta ílokks afgreiSslu ferSina á enda. Bein samb<>n<l við alla Evrópu og Mið-Austurlönd. Frekari upplýsingar og verð fargjalda hjá ferðaskrifstofu yðar n r~\ n ICELAMDICl AIRLIMES UZÆlU-r 13 W»»t 47th St., N. Y. 36. PL 7-8585 Hulunni er svipt til hálfs af leyndar- dómsfullu hvarfi Fields-bræðra Ber volt valdastreitunnar með æðstu mönnum Ráðst j órnarrík j anna FYRIR fimm árum síðan hurfu bræðurnir Herman og Noel Field og kona Noels, Hertha, á dularfullan hátt bak við járn- tjaldið. Leyndardómur sá, er hvíldi yfir hvarfi þeirra hefir skýrzt nokkuð, en ýmsir þræðir, er að því liggja flókna samt stöðugt, og erfitt hefir reynzt að finna fullnægjandi skýringu á tildrögum að hvarfi þeirra, né heldur er vitað hvort Noel og Hertha Field hafa verið dæmd til fangelsisvistar eða farið af fúsum vilja til samstarfs við kommúnista. „Óréttmætar sakargiftir“ Af þeim óljósu fregnum, er bárust af Field-bræðrunum, gerðu menn sér einna helzt í hugarlund, að þeir hefðu verið gabbaðir austur fyrir járntjald og dæmdir þar til fangelsisvistar á óréttmætum sakargiftum. Um miðjan nóvember s.l. tilkynnti pólska stjórnin, að bandaríski ríkisborgarinn Herman Field hefði verið látinn laus eftir fjögra ára fangelsisvist, og fylgdi tilkynningunni sú skýr- ing, að hann hefði verið dæmdur á „óréttmætum sakargiftum“. Þann 16. nóvember s.l. til- kynnti ungverska stjórnin, að Noel og Hertha Field yrðu látin laus úr fangelsi þar í landi, þar sem komið hefði í ljós eftir fjög- ur ár, að ákærurnar gegn þeim væru rangar. Enn sem komið er hafa engar fréttir borizt af kjör- dóttur Noels Field, frú Robert Wallach, en hún hvarf í Berlín í ágúst 1950. Skömmu eftir 20. des. s.l. til- kynnti útvarpið í Budapest, að Noel og Bertha Field hefðu beðið um landvistarleyfi í Ungverja- landi og hefði þeim verið veitt það á aðfangadagskvöld, sem pólitískum flóttamönnum. Neitaði að rœða við fréttamenn Erlendir fréttaritarar fóru þess á leit við Noel Field, að hann ætti viðtal við þá á milli jóla og nýárs, en 29. dsember símaði Noel Field til fréttaritara brezka stórblaðsins „Times“, Ronalds Preston, og kvaðst harma að hann gæti ekki rætt við fréttaritara vestrænna blaða. Talsmaður ungverska ut- anríkisráðuneytisins lét þó í það skína, að ef til vill gæti Field síðar meir átt viðtal við blaða- menn. Óstaðfestar fregnir frá Vínar- borg herma, að Field-hjónin hafi starfað við ungversku utan- ríkisþjónustuna öll þau fimm ár, er álitið var, að þau væru í fang- elsi að baki járntjaldsins eða a. m. k. s.l. tvö ár. Var í þessu sambandi bent á, að vafalaust hefir Noel Field orðið þeim að miklu gagni eftir sinn langa starfsferil í þágu bandarísku utanríkisþjónustunnar. Vel heima í utanríkismálum Embættismenn bandaríska sendiráðsins í Budapest höfðu samband við þau hjón nokkrum dögum eftir tilkynninguna um lausn þeirra úr fangelsi og þótti þeim mjög grunsamlegt, hversu vel hjónin virtust vera heima í allri þróun utanríkismála á undanförnum árum og virtist ekkert benda til að þau hefðu verið einangruð innan fangelsis- veggja. Sendiherra Bandaríkjanna í Ungverjalandi, Christian M. Ravndal, og aðalritari sendiráðs- ins, Donald Dows, skýrðu svo frá, að Field-hjónin virtust vera mjög inn undir hjá ungverskum embættismönnum, og eftir því sem þeir hefðu komizt næst, höfðu bæði hjónin skrifstofur til umráða í ungverska utanríkis- ráðuneytinu. Bústaður hjónanna er stórhýsi á bökkum Dónár. I vinnustofu þeirra er stórt móttöku- og út- varpstæki. Ef þau hafa búið þar undanfarin ár, hefir þeim verið hægur vandinn heiman að að fylgjast með í utanríkismálum um allan heim. Hyggjast dvelja á hressingarhœli Noel og Hertha Field tjáðu embættismönnum sendiráðsins að þau hyggðust dvelja um skeið á hressingarhæli, en samt var ekki að sjá að þau væru þurf- andi fyrir slíkt. Raunverulega var ekkert því til fyrirstöðu, að þau yfirgæfu Ungverjaland þeg- ar í stað, ef þau hefðu nokkra löngun til þess. Meðan stóð á heimsókn sendi- herrans og aðalritarans var hjónunum boðin bifreið af ung- verskum embættismönnum, og þeim jafnframt tilkynnt, að þau gætu yfirgefið Ungverjaland þegar í stað. Þau höfnuðu boðinu. Útbreiðslustarfsemi Allar líkur virðast benda til, að tilkynningin um lausn hjón- annar úr fangelsi, hafi verið eins konar forleikur að aðalþættin- um, þ. e. tilkynningunni um beiðni þeirra um landvistarleyfi í Ungverjalandi. Sennilegt er, að mál þetta eigi að vera snar þáttur í þeirri útbreiðslustarf- semi kommúnista, er beinist að því að skapa mótvægi gegn fregnum af þeirri mergð manna, er flýja löndin að baki járn- tjaldsins. Ungverskir embættis- menn hafa sennilega getað geng- ið að því vísu, að Field-hjónin vildu vera um kyrrt í Ungverja- landi, og virðist því allt benda til, að þau hafi sótt um land- vistarleyfi af frjálsum vilja. 4 Forsaga þessa máls er um- fangsmikil og verður rakin hér að nokkru. Hverjir eru Field- bræðurnir? Þeir eru komnir af gamalli bandarískri kvekarafjölskyldu, en eru fæddir í Sviss. Noel Field stundaði fyrst nám í Sviss, því næst við Harvard-háskólann og gerðist síðan stjórnarerindreki lands síns. í fyrri heimsstyrjöld- inni var hann mjög áhrifamikill í hjálparstarfsemi þeirri, er K. F. U. M. gekkst fyrir í Rússlandi og Tékkóslóvakíu. Þrítugur að aldri varð hann starfsmaður Þjóða- bandalagsins, og þá þegar var hann kenndur við kommúnisma og átti marga vini meðal komm- únista. Noel og kona hans, Hertha, sem er af Gyðinga- ættum, unnu mikið að því að hjálpa Gyðingum til að flýja Þýzkaland, eftir að nazistar náðu þar völdum. Eftir aðra heimsstyrjöldina vann hann að ritstörfum og gekkst einnig fyrir hjálparstarf- semi í þágu tókkóslóvakískra barna. Árið 1947 ákvað hann að rita bók um Pólland og Tékkó- slóvakíu og fór til Prag í maí 1949. Hann bjó í Palace gisti- húsinu í Prag til 12. maí, en ákvað þá að fara í ferðalag til Bratislava, en skildi farangur sinn eftir í gistihúsinu. Frá því augnabliki, er hann gekk út um dyr gistihússins þann 12. og þar til tilkynningin kom frá ung- versku stjórninni hafði ekkert til hans spurzt. Þau hurfu eitt af öðru Kona hans og bróðir hans, Herman, er þá var húsameistari í Cleveland, hófu þegar í stað eftirgrennslanir, og í byrjun ágúst fóru þau flugleiðis til Prag. Svo virðist sem Herman hafi komizt á snoðir um, að slóð Noels lægi til Varsjá, og fór hann þangað flugleiðis 21. ágúst. Á flugvellinum í Prag beið Hertha Field, —en Herman Field kom ekki. Nafn hans var á farþega- listanum — en hann sjálfur var horfinn. Eftir því sem við bezt vitum nú, sat hann þá í fangelsi í Póllandi. Frú Hertha dvaldi nokkrar vikur áfram í Prag, — en einn fagran septemberdag hvarf hún einnig. Um ári síðar fór Erika Wallach flugleiðis frá Frankfurt til Berlínar 26. ágúst. Hún yfir- gaf flugvöllin í bifreið, er beið hennar — og hvarf. óljósar fréttir öðru hvoru Nokkrum sinnum á s.l. árum hefir nöfnum Field-bræðranna skotið upp í fréttum hinum megin járntjaldsins án þess að nokkur vitneskja fengizt um hvort bræðurnir væru á lífi. Meðan stóð á hinum miklu hreinsunaraðgerðum í Ungverja- landi, m. a. gegn utanríkisráð- herranum Rajk og einnig í Pól- landi gegn Comulka, kom fram vitnisburður kenndur við Field- bræðurna, og var sá vitnisburð- ur mjög í óhag hinum ákærðu. Samkvæmt því höfðu Noel og Herman Field játað að hafa unnið með bandarískum njósn- urum og títóiskum flugumönn- um í því augnamiði að „sýkja pólska, ungverska og tékkneska kommúnistaflokkinn með villu- kenningum títóiskra flugu- manna“ .... Rajk og nokkrir aðrir voru dæmdir til dauða, og huliðshjúpurinn lagðist aftur um hvarf Field-fjölskyldunnar. Póslskur lögreglumaður flýr land Upphaf og orsök þess, að Field bræðurnir hafa nú verið látnir lausir og nokkuð hefir upplýstst um hver örlög þeirra voru, má íekja til flótta Swiatlos, hátt- setts embættismanns í pólsku lögreglunni, til V.-Þýzkalands fyrir nokkrum mánuðum. Eftir komu sína til Bandaríkjanna fyrir rúmum þremur mánuðum lagði hann fram þær athyglis- verðu upplýsingar, að hann hefði sjálfur handtekið Herman Field á flugvellinum í Varsjá árið 1949. Fáeinum vikum síðar var frá- sögn hans birt í Bandaríkjunum, og leið þá ekki á löngu, að pólsku yfirvöldin tilkynntu, að Her- man Field hefði verið látinn laus, þar sem hann hefði verið ákærður á röngum forsendum og dæmdur á fölskum vitnisburði „flugumanns Bandaríkjanna og föðurlandssvikaranum Swiatlos“ Pólverjarnir hafa ef til vill ekki tekið með í reikninginn, að Her- man Field, til að staðfesta frétt- ina um að hann hefði verið lát- inn laus, hringdi þegar til konu sinnar og skýrði frá því, að hann yrði fyrst um sinn að dveljast á hressingarhæli til að jafna sig eftir fangelsisvistina, þó að hann langaði mikið til þess að komast heim. Þetta hljómar allkynlega, ef gert er ráð fyrir, að falskur vitnisburður Swiatlos hafi orðið til þess, að Field var dæmdur í fangelsi, en Swiatlos leikur nú lausum hala í Bandaríkjunum. Herman Field er nú staddur í Sviss, og þykir líklegt, að hann haldi heimleiðis fljótlega. Margt er enn á huldu Það eru margar spurningarn- ar, sem enn er ósvarað í þessu máli. Það er staðreynd, að Noel Field átti vini meðal háttsettra kommúnista, einkum þeirra er þekktir urðu í borgarastyrjöld- inni á Spáni. Það er því ekki ólíklegt, að sú frétt sé rétt, að hann hafi verið dæmdur fyrir samvinnu títóista. I mörg ár var hann talinn með duglegustu mönnum í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. 1 seinustu styrj- öld vann hann í Sviss í þágu upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna (OSS), undir forustu Allan Dulles. Noel Field hefir nú verið látinn laus, þar sem „allar ákær- ur gegn honum áttu sér enga stoð í veruleikanum", þó að hann hafi áður verið sagður vera „hættulegasti njósnarinn í þjón- ustu bandaríska auðvaldsins“, samkvæmt frásögnum í komm- únistiskum blöðum. Vfildastreytan í Ráðstjórnar- ríkjunum Field-málið verður mjög mikil vægt, ef litið er á Field-bræð- urna sem peð í tafli innanríkis- mála Ráðstjórnarríkjanna og sýknun þeirra ekki aðeins tákn þess mótvægis, er kommúnistar vilja skapa gegn flóttamanna- straumnum frá „járntjaldslönd- unum“, heldur einnig tákn tog- streitunnar um æðstu völd í Kreml. En sú valdastreita er ef til vill djúptækari en mörg fyrri hausaskipti í Rússlandi og kann að gjörbylta meiru. Field-bræðurnir voru teknir höndum og látnir bera vitni gegn leiðtogum kommúnista í austur-evrópiskum löndum, þar eð óttast var, að þeir færu líkt að ráði sínu og Tító: Rajk í Ung- verjalandi, Kostov í Búlgaríu, Xoxe í Albaníu, Patranascu í Rúnmeníu og Gomulka í Pól- landi o. fl. — Margir þeirra voru dæmdir til dauða, en spurningin er, hvort þeim var refsað. Upp á síðkastið hafa skotið upp kollin- um í Ungverjalandi fjölmargir fyrrverandi embættismenn og ráðherrar, sem dæmdir voru sem samstarfsmenn Rajks. — Það mundi því enga furðu vekja, þó að Rajk kæmi sjálfur allt í einu ljóslifandi fram á sjónarsviðið. Fórnardýrin vakin upp Hið athyglisverða er, að fyrsta „hreinsunin“ gegn títóistum átti sér stað meðan stjarna Malen- kovs var að hækka, og hann var í þann veginn að ná æðstu völd- um í Kreml. Því næst hófst önn- ur hreinsun undir einkunnarorð- unum „sameiginleg forusta“, en tilefni þess var dauði Stalins. Þetta átti sér stað meðan stjarna Krushchevs hækkaði, og hann náði, bak við tjöldin, þeim völd- um, er nú gera hann að áhrifa- mesta manni Ráðstjórnarríkj- anna, jafnvel enn áhrifameiri en Malenkov, sem er mágur hans. Hver „hreinsunin“ rekur aðra Þegar uppgjörið í sambandi við næstu „hreinsun“ á undan, hefst, eru fórnardýr þeirrar fyrri oft vakin upp frá dauðum, og fjöldi þáverandi ráðherra og íylgismanna þeirra eru látnir lausir. Þannig hefir leyndardómurinn yfir hvarfi Field-bræðranna skýrzt nokkuð, en lausnin bend- ir aðeins til annarrar óleystrar gátu: Baráttunnar um völdin með æðstu mönnum Ráðstjórnar ríkjanna. —Mbl., 6. janúar í yfir 45 ár hafa fleiri menn og konur í Canada klœCat Tip Top fötum sniönum eftir m&li, en af nokkurri annari gerö. Tip Top klæðskerar vedta persónulegra þjönustu. Pér veljið efnið. Pér veljið anið. pér veljið llt. Föt sniðin persönulega við yðar hœfi eftlr m&U.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.